Greinar laugardaginn 18. júní 2011

Fréttir

18. júní 2011 | Erlendar fréttir | 426 orð | 2 myndir

Afríkuríki taka netið úr sambandi

Baksvið Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Nokkur ríki í Afríku hafa gripið til ýmissa ráða til að reyna að hindra notkun netsins, aðallega bloggs og samskiptasíðna, telji þau öryggi landa sinna ógnað. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Aukin hlutdeild hópa frá A-Evrópu á vímuefnamarkaði

Hópar frá Austur-Evrópu, búsettir hér á landi, hafa náð aukinni hlutdeild í sölu og dreifingu amfetamíns, auk þess sem talið er að þeir standi að framleiðslu efnisisins. „Það er minna af amfetamíni flutt inn og meira framleitt. Meira
18. júní 2011 | Erlendar fréttir | 91 orð

„Allt netinu að kenna“

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sakar „þetta rusl sem kallast internet“ um að bera ábyrgð á efnahagsvanda landsins og hótar að loka landamærum landsins á sama tíma og landið sekkur enn dýpra ofan í efnahagslægð. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

„Eigi víkja af bjarginu trausta“

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flutti predikun í Dómkirkjunni í gær. Í ávarpi sínu lagði hann m.a. áherslu á að á þeim tímum er margir horfa reiðir um öxl og stara í skugga fortíðar, sé mikilvægt að horfa fram til birtunnar í von. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

„Tölum alltaf pólsku heima“

Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Eva María Ingvadóttir fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri, er dux scholae, með 9,69. Skólaslit voru í gær. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Björt framtíð framundan

Jónína Ingólfsdóttir fagnaði kandídatsprófi í læknisfræði síðastliðinn laugardag. Er hún var nýorðin 13 ára greindist Jónína með stórt krabbameinsæxli í nefkoki sem jafnframt hafði dreift sér til eitla í hálsi hennar. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 599 orð | 3 myndir

Breytt mynstur en sömu neytendur

Baksvið Andri Karl andri@mbl.is Umræðan um að gjaldeyrishöft sem Íslendingar búa við geri innflytjendum ólöglegra vímuefna erfiðara fyrir við fjármögnun erlendis er lífseig og hefur skotið upp kollinum allt frá efnahagshruninu haustið 2008. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 642 orð | 3 myndir

Ekki allar lífverur hættulegar

baksvið Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Matvælastofnun fylgist með að heilbrigðisvottorð fylgi plöntum og gróðurmold sem flutt er til landsins en gerir sjaldan stikkprufur til að kanna hvort sníkjudýr kunni að leynast í plöntunum eða moldinni. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 908 orð | 5 myndir

Erfitt að halda áfram rekstri

baksvið Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða að lögum mun það hafa mikil og neikvæð áhrif á starfandi sjávarútvegsfyrirtæki í landinu. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd

Ernir

Lagðar við hlustir Ef veggir Alþingishússins gætu talað hefðu þeir vafalaust frá mörgu skemmtilegu og fróðlegu að segja. Þeir varðveita hinsvegar öll leyndarmál... Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 425 orð | 2 myndir

Fjölbreytni höfð að leiðarljósi

Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is „Sjóðurinn var stofnaður eftir að Kristján lést og þá hófst fjársöfnun. Hún náði hámarki þegar við héldum minningartónleika, ári frá andláti Kristjáns, vorið 2003 en fé var safnað jafnt og þétt. Meira
18. júní 2011 | Erlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Færri bílum stolið í Bretlandi

Bílaframleiðendur hafa náð umtalsverðum árangri í því að fækka þjófnuðum á bílum í Bretlandi. Í fyrra var 107 þúsund bílum stolið og var meirihlutinn eldri en þriggja ára. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 148 orð | 4 myndir

Haldið upp á 17. júní um allt land

Hátíðahöld voru um land allt í gær í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní og víða mátti sjá íslenska fánann blaktandi við hún og prúðklætt fólk í þjóðbúningum. Dagurinn var jafnframt haldinn hátíðlegur á erlendri grund, meðal annars í Manitoba í Kanada. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Harðkjarnahimnaríki

Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hversu mikið sem Íslandi tekst að fara á hausinn, hversu mikill sem bölmóðurinn og volæðið er, þá virðist alltaf hreint vera árangur áfram – ekkert stopp, þegar kemur að tónleikahaldi. Þetta ár er t.d. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 507 orð | 3 myndir

Heimamenn fagna Hólakaupum

viðtal Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Fólkið sem býr hérna hefur tekið þessu fagnandi, getur núna nælt sér í mjólkurfernu án þess að þurfa að keyra upp á Krók. Meira
18. júní 2011 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Hringur eftir hring á Ascot-veðreiðunum

Undanfarna daga hafa hinar konunglegu Ascot-veðreiðar farið fram í Berkshire í Suður-Englandi en lokadagurinn er í dag. 300 ár eru liðin síðan veðreiðarnar voru fyrst haldnar en það var árið 1711 sem Anna drottning hélt fyrstu keppnina. Meira
18. júní 2011 | Erlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Íranskur api kannar geiminn

Í sumar ætla írönsk stjórnvöld að senda geimfar með apa innanborðs út í geim. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Jónar Sigurðssynir mættu á Hrafnseyri

Jón Sigurðsson forseti var í aðalhlutverki á Hrafnseyrarhátíð á þjóðhátíðardaginn. Nokkrir virðulegir Arnfirðingar voru í hópi gesta og lífguðu upp á samkomuna með því að mæta í gervi sjálfstæðishetjunnar. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Lagt til að ráðherra rífi frumvarpið

Einar K. Guðfinnsson þingmaður leggur til að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra rífi strax frumvarp sitt um breytingar á fiskveiðistjórn. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Líklegt að Norðmenn hirði markaðinn

Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Uppboðsmarkaðnum á fiski í Hull á Bretlandi var nýverið lokað. Fyrirtækið Atlantic Fresh hefur haldið markaðnum gangandi frá árinu 2005. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Lundinn í góðum gír í Grímsey

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum nú staddir í Grímsey og hér er allt í hvínandi góðum gír. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 225 orð

Milljarða framúrkeyrsla

Örn Arnarson Hjalti Geir Erlendsson Útgjöld velferðarráðuneytisins stefna í að fara þrjá milljarða fram yfir fjárheimildir í ár. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Mótmælti hundabanni

Tómas Oddur Eiríksson hundaeigandi lætur ekki ósanngjörn boð og bönn hafa áhrif á sig. Hann tók sér stöðu mótmælanda á þjóðhátíðardaginn og lét á það reyna að hundsa hundabannið í hátíðarhöldunum í gær. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Norrænar löggur öttu kappi í knattspyrnu

Sauðárkrókur | Líflegt hefur verið á íþróttavöllum Skagafjarðar undanfarna viku undir blaktandi fánum Norðurlandaþjóðanna, en knattspyrnumóti lögreglumanna og lögreglukvenna frá þessum löndum lauk þar í gær. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Nýr vefur fyrir farsímanotendur

Síminn hefur tekið í notkun nýjan vef þar sem farsímanotendur geta nálgast mikið magn upplýsinga um hvaðeina á ferð sinni um landið, hvort sem þeir eru til að mynda staddir í höfuðborginni, í útilegu eða í sumarbústöðum. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 340 orð | 4 myndir

Rigning var áminning almættis

Á Þingvöllum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það eru mikil forréttindi að vera af þeirri kynslóð að hafa upplifað stofnun lýðveldisins og hafa verið á Þingvöllum á merkisdegi fyrir 67 árum,“ segir Birgir Björnsson úr Hafnarfirði. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 375 orð | 2 myndir

Sandgerði á vafasömum toppi

Úr bæjarlífinu Reynir Sveinsson Sandgerði Það eru ekki góðar fréttir sem Tíund, fréttablað ríkisskattstjóra, birti um atvinnuleysi. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

SFR samdi við Reykjavíkurborg

SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og samninganefnd Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamning rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Samningurinn er sagður á svipuðum nótum og SFR gerði við ríkið nýverið. Meira
18. júní 2011 | Erlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Skotið á mótmælendurna

Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Enn á ný hafa blossað upp öflug mótmæli á Sýrlandi sem beinast gegn ríkisstjórn og forseta landsins, Bashar al-Assad. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Snjór seinkar sumarbeitinni

„Hér eru snjóþyngsli í fjöllum og það seinkar því að við komum fé í afréttina,“ segir Þorsteinn Kristjánsson, bóndi á Jökulsá í Borgarfirði eystra. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Stofnaður fyrir 100 árum

Á þjóðhátíðardaginn fagnaði Háskóli Íslands aldarafmæli en skólinn var stofnaður á Alþingi þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 214 orð | 4 myndir

Stofnað verður Menningarsetur Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri

Sviðsljós Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Virðulegir Jónar Sigurðssynir gengu um með pípuhatta á Hrafnseyri í gær og yngri gestir settu sig einnig í stellingar. Þá skörtuðu konur íslenska þjóðbúningnum. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Sumarið lengi á leiðinni norður

Í veðurspá næstu daga er spáð áframhaldandi norðaustlægri átt. Búist er við þokulofti á annesjum norðan- og austantil en annars víða léttskýjað. Hiti verður á bilinu 4 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 980 orð | 3 myndir

Veikindi efldu áhuga á vísindunum

Viðtal Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Læknisfræði hefur lengi átt hug Jónínu Ingólfsdóttur og á sinn hátt voru þessi vísindi stór hluti af lífi hennar á fermingaraldri. Hún sigraðist þá á erfiðu krabbameini, en veikindi vöktu áhuga hennar á fræðunum. Meira
18. júní 2011 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Þjóðin sýndi Alþingi mikinn áhuga á 100 ára afmæli HÍ

Þjóðhátíðargestir sem samankomnir voru í miðbæ Reykjavíkur fjölmenntu í sali Alþingis í gær. Um var að ræða hátíðarsamkomu í tilefni 100 ára afmælis Háskóla Íslands, sem stofnaður var hinn 17. júní árið 1911. Meira

Ritstjórnargreinar

18. júní 2011 | Staksteinar | 161 orð | 1 mynd

Enn farið fjarðavillt

Lítið hefur heyrst frá svokölluðu stjórnlagaráði. Það er vissulega fagnaðarefni eftir aðdragandann, kosningaklúðrið og kjaftshöggið á Hæstarétt. Meira
18. júní 2011 | Leiðarar | 545 orð

Kolsvört skýrsla um sjávarútvegsstefnu

Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar gagnrýnir stóra sjávarútvegsfrumvarpið harðlega Meira

Menning

18. júní 2011 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

Akademían vill koma fólki á óvart

Skipuleggjendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar segja að breytingar verði gerðar á næsta ári varðandi þær kvikmyndir sem tilnefndar eru í flokknum besta kvikmyndin. Meira
18. júní 2011 | Tónlist | 173 orð | 1 mynd

Alþjóðlegt orgelsumar að hefjast í Hallgrímskirkju

Á morgun hefst tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju. Röðin er undir merkjum Listvinafélags Hallgrímskirkju og nú haldin í nítjánda sinn. Á upphafstónleikunum í kirkjunni, sem hefjast kl. Meira
18. júní 2011 | Bókmenntir | 72 orð | 1 mynd

Annað hefti TMM komið út

Annað hefti Tímarits Máls og menningar 2011 er komið út. Í tímaritinu birtir Þorsteinn frá Hamri kveðjuljóð sem hann orti til Thors Vilhjálmssonar og Ástráður Eysteinsson prófessor skrifar grein um Thor sem hann nefnir Munaður sálarinnar. Meira
18. júní 2011 | Myndlist | 250 orð | 1 mynd

Boðskapurinn bæði í myndefninu og miðlinum

Díana Rós A. Rivera diana @mbl.is Nú stendur yfir í Nútímalist á Skólavörðustíg sýning listakonunnar Solveigar Pálsdóttur. Sýningin, sem hún kallar Hring, stendur í viku. Meira
18. júní 2011 | Fólk í fréttum | 367 orð | 4 myndir

Finnskt fjör á Bakkusi í kvöld

Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Fjórar finnskar hljómsveitir halda tónleika á skemmtistaðnum Bakkusi í kvöld. Hljómsveitirnar Es, Islaja, Jarse og Lau Nau koma þar fram en þær tengjast allar plötufyrirtækinu Fonal Records í Tampere í Finnlandi. Meira
18. júní 2011 | Menningarlíf | 277 orð | 1 mynd

Flott bókabúð á Flateyri

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það er búið að opna fallegu bókabúðina á Flateyri og verður hún opin alla daga vikunnar í sumar. Búðin hefur verið starfrækt í yfir hundrað ár í þorpinu þótt ekki hafi alltaf verið seldar þar bækur. Meira
18. júní 2011 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Jurassic Park 4?

Fréttir af nýrri Jurassic Park-mynd eru orðnar sérstakur brandari í Hollywood-hæðum, orðrómur þess efni kemur reglulega upp en deyr svo jafnharðan. Meira
18. júní 2011 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Justin fluttur inn til Jennifer Aniston

Það er ekki langt síðan erlenda pressan komst að því að leikkonan Jennifer Aniston væri komin með kærasta. Nú segir US Magazine frá því að Justin Theroux, sem er nýi kærasti Jennifer Aniston, sé fluttur inn til hennar. Meira
18. júní 2011 | Kvikmyndir | 375 orð | 1 mynd

Kvenmenn í kvikmyndum

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is WIFT-samtökin á Íslandi (Women in Film and Television) standa fyrir bíósýningu með myndum félagskvenna á kvenréttindadaginn 19. júní í Bíó Paradís klukkan 20.00. Meira
18. júní 2011 | Tónlist | 403 orð | 1 mynd

Líf og fjör Við Djúpið

Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Dagana 21.-26. júní verður tónlistarhátíðin Við Djúpið haldin á Ísafirði og hefur hún aðsetur í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en hún fer einatt fram þegar sól er hæst á lofti. Meira
18. júní 2011 | Myndlist | 76 orð | 1 mynd

Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn

Nú stendur yfir í Þjóðminjasafningu sýning á ljósmyndum sænska ljósmyndarans og myndlistarmannsins Kurts Dejmo (1919-2009) úr Íslandsheimsókn hans 1955. Dejmo heimsótti Ísland tvívegis, fyrst árið 1955 og aftur 1961. Úr þessum ferðum eru til hátt í 2. Meira
18. júní 2011 | Kvikmyndir | 135 orð | 2 myndir

Með augun lokuð í Bíó Paradís

Franska heimildarmyndin Með augun lokuð, Les yeux fermés, verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardag kl. 20:00. Höfundar og leikstjórar myndarinnar, Christophe Pons og Clément Dorival, verða viðstaddir frumsýninguna. Meira
18. júní 2011 | Fólk í fréttum | 65 orð | 1 mynd

Metallica og Reed saman í eina sæng

Metallica hafa lokið við plötu sem hún vann með Lou Reed. Já, þið lásuð rétt. Hugmyndin að plötunni kom upp eftir að þrassguðirnir frá Kyrrahafsströndinni léku á tónleikum með New York búanum Reed í Madison Square Garden árið 2009. Meira
18. júní 2011 | Bókmenntir | 543 orð | 2 myndir

Mikill fengur

Eftir Jón Daníelsson. John Wiley and Sons ltd. gefur út 2011. Meira
18. júní 2011 | Fólk í fréttum | 53 orð | 1 mynd

Orphic Oxtra og fleiri á Faktorý í kvöld

Tónleikaþyrstir ættu að reka nefið (og eyrun) inn á Faktorý í kvöld en þar verður fjöldinn allur af forvitnilegum sveitum. Waiters & Bellboys (Jóhann Kristinsson og hljómsveit) ríður á vaðið en við tekur bandaríska sveitin The Noise Revival OrcHestra. Meira
18. júní 2011 | Fólk í fréttum | 43 orð | 1 mynd

Ólafur Arnalds í heljarinnar Evrópureisu

Ólafur Arnalds fer í viðamikinn Evróputúr frá og með 27. júní næstkomandi. Spilar hann á liðlega tuttugu tónleikum um alla álfuna en ferðalagið stendur fram til haustsins. Byrjað er á Ítalíu og þar verður líka endað hinn 15. Meira
18. júní 2011 | Fólk í fréttum | 24 orð | 1 mynd

Retro Stefson, fótbolti, Álaborg

Retro Stefson og Danni Deluxe leika í kvöld í Stúdentahúsinu í miðborg Álaborgar. Tilefnið er þátttaka U-21 í lokakeppni Evrópumótsins. Blásum nú til... Meira
18. júní 2011 | Fjölmiðlar | 192 orð | 1 mynd

Ríka og góða fólkið

RÚV hefur lokið við að sýna bresku gæðaþættina Downtown Abbey sem slógu svo rækilega í gegn í Bretlandi. Bretar halda áfram að framleiða þættina og vonandi sér RÚV ástæðu til að taka upp þráðinn að nýju. Meira
18. júní 2011 | Myndlist | 77 orð | 1 mynd

Sýningunni Abstrakt lýkur

Á morgun lýkur sýningunni Abstrakt í Hafnarborg, en á henni eru verk eftir JBK Ransu og Guðrúnu Bergsdóttur. Sýningin var opnuð í maí síðastliðnum í samstarfi við listahátíðina List án landamæra. Meira
18. júní 2011 | Fólk í fréttum | 379 orð | 1 mynd

Tignarlegir á þurru landi

Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Bjarki og Hans Pjeturssynir eru hæfileikaríkir bræður. Meira
18. júní 2011 | Tónlist | 227 orð | 2 myndir

Tvennir tónleikar í selinu á Stokkalæk

Tvennir tónleikar verða í Selinu á Stokkalæk um helgina. Á laugardag leikur Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari tónlist eftir Frédéric Chopin og á sunnudag halda þær Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari tónleika. Meira
18. júní 2011 | Tónlist | 149 orð | 1 mynd

Vengerov er væntanlegur

Fiðluleikarinn snjalli Maxim Vengerov er væntanlegur hingað til lands og kemur fram á tónleikum með píanóleikaranum Mariu João Pires í Hörpu 8. júlí næstkomandi. Vengerov mun stjórna St. Meira

Umræðan

18. júní 2011 | Aðsent efni | 754 orð | 1 mynd

Aðför að einum manni

Eftir Ólaf Oddsson: "Mál þetta er auðvitað þungbært fyrir Geir H. Haarde. En það verður líka mjög erfitt fyrir Alþingi og réttarkerfi Íslendinga." Meira
18. júní 2011 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Aðstoð við innflytjendur í hversdagslífi

Eftir Toshiki Toma: "Að mínu mati er íslenska samfélagið ekki orðið fjölmenningarlegt enn í því samhengi að ríkjandi tungumál hindrar innflytjendur í að tjá sig." Meira
18. júní 2011 | Aðsent efni | 543 orð | 1 mynd

Geir H Haarde – einfaldur sakleysingi eða sökudólgur hrunsins?

Eftir Jónínu Benediktsdóttur: "Ef einhver lýgur að þér og eftirlitsstofnunum, svíkur þig og flesta aðra, rænir þig og sjóði almennings, á þá að dæma þig?" Meira
18. júní 2011 | Aðsent efni | 1154 orð | 1 mynd

Misskilningur mannréttindaráðsfulltrúans

Eftir Gísla Jónasson: "Í þessu viðtali bregður hann á það ráð að gera bæði mér og prestum almennt upp ákveðnar skoðanir og svara þeim síðan. Þetta er auðvitað mjög þægileg aðferð í rökræðum en málefnaleg er hún ekki." Meira
18. júní 2011 | Pistlar | 475 orð | 1 mynd

Pétur og Páll

Þjóðhátíðardagurinn rann upp bjartur og fagur, sólin skein í heiði og höfuðstaður Norðurlands skartaði sínu fegursta. Meira
18. júní 2011 | Velvakandi | 339 orð | 1 mynd

Velvakandi

Hvað á að gera við svona fólk? Það er alltof oft, sem almenningi berast fréttir af illri meðferð dýra. Nú síðast af 17 hundum sem réðust á konu, sem gat forðað sér í bílinn sinn en dýrin náðu samt að bíta hana og særa á sál og líkama. Meira

Minningargreinar

18. júní 2011 | Minningargreinar | 4564 orð | 1 mynd

Ásgeir Guðni Axelsson

Ásgeir Axelsson frá Litla-Felli á Skagaströnd var fæddur 7. maí 1942. Hann lést miðvikudaginn 8. júní. Ásgeir fæddist í Höfðahólum á Skagaströnd og ólst þar upp til 1955 er hann flutti að Litla-Felli með foreldrum sínum. Meira  Kaupa minningabók
18. júní 2011 | Minningargreinar | 196 orð | 1 mynd

Áslaug Sigurðardóttir

Áslaug Sigurðardóttir fæddist 25. desember 1923 í Syðri-Gegnishólum í Flóa í Árn. Hún lést 7. júní 2011. Áslaug var jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15. júní 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. júní 2011 | Minningargreinar | 1404 orð | 1 mynd

Hörður Sigurgrímsson

Hörður Sigurgrímsson fæddist í Holti í Stokkseyrarhreppi 29. júní 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. júní 2011. Foreldrar hans voru Unnur Jónsdóttir, f. á Íshóli í Bárðardal 6.1. 1895, d. 4.4. 1973, og Sigurgrímur Jónsson, f. í Holti 5.6. Meira  Kaupa minningabók
18. júní 2011 | Minningargreinar | 2245 orð | 1 mynd

Jóhannes Þór Egilsson

Jóhannes Þór Egilsson fæddist 4. júlí 1931. Hann lést 28. maí 2011. Hann var fæddur á Eyrinni á Siglufirði í húsi sem faðir hans Egill Stefánsson flutti inn frá Noregi og reisti á Grundargötu 8. Foreldrar Jóhannesar Þórs voru Egill Stefánsson, f. 8.5. Meira  Kaupa minningabók
18. júní 2011 | Minningargreinar | 1226 orð | 1 mynd

Sigurjón Hólm Sigurðsson

Sigurjón Hólm Sigurðsson (Hólmi) fæddist á Skeiði í Fljótum, Skagafirði 19. ágúst 1917. Hann lést á sjúkradeild Hornbrekku í Ólafsfirði 5. júní 2011. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. júní 2011 | Viðskiptafréttir | 96 orð | 1 mynd

AGS varar við hættumerkjum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við því að þær hættur hafi vaxið sem ógnað geta hagkerfi heimsins. Meira
18. júní 2011 | Viðskiptafréttir | 69 orð | 1 mynd

Samdráttur hjá BlackBerry

Gengi bréfa framleiðanda BlackBerry-farsímanna, Research In Motion , lækkaði um 15% á Wall Street á miðvikudag. Hagnaður fyrirtækisins, upp á 695 milljónir dala á fyrsta fjórðungi rekstrarársins, var 9,6% minni en á sama tímabili í fyrra. Meira
18. júní 2011 | Viðskiptafréttir | 614 orð | 2 myndir

Stoðir fjárlaga veikjast verulega

Fréttaskýring Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Samkvæmt minnisblaði fjármálaráðuneytisins um útgjöld ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins stefnir í verulega framúrkeyrslu umfram fjárheimildir til útgjalda vegna sjúkratrygginga og lífeyristrygginga í ár. Meira
18. júní 2011 | Viðskiptafréttir | 142 orð

Störfin að koma aftur til Bandaríkjanna?

Teikn eru á lofti um að störf sem bandarísk fyrirtæki vistuðu úr landi séu að koma aftur heim. Meira
18. júní 2011 | Viðskiptafréttir | 244 orð | 2 myndir

Verðbólga eykst í Bandaríkjunum

Fréttaskýring Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Framfærslukostnaður í Bandaríkjunum jókst meira en margir bjuggust við í maímánuði. Verð á flestu hækkaði, allt frá bifreiðum að hótelgistingu, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg. Meira
18. júní 2011 | Viðskiptafréttir | 175 orð | 1 mynd

Æskuheimili Buffetts á eBay

Bernskuheimili Warrens Buffetts, eins frægasta fjárfestis heims, er nú til sölu á uppboðsvefnum eBay. Eigandinn, Jennifer Smedley, vill fá 120.000 dollara fyrir íbúðina, 14 milljónir króna samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands. Meira

Daglegt líf

18. júní 2011 | Daglegt líf | 868 orð | 7 myndir

Dásamlega Kóngsins Kaupmannahöfn

Hún segir óendanlega margt að skoða í Kaupmannahöfn, bæði gamalt og nýtt, og gaman að tengja við sögu Íslendinga. Sigrún Gísladóttir hefur leitt hundruð íslenskra ferðamanna um miðborgina og gaf út á vordögum ferðahandbók á íslensku fyrir þá sem vilja fræðast og upplifa þessa gömlu höfuðborg okkar. Meira
18. júní 2011 | Daglegt líf | 435 orð | 1 mynd

Fimm vinir sem allir ættu að eiga

Öll eigum við okkar net í kringum okkur sem samanstendur af vinum, kunningjum og ættingjum. Allur gangur er á hvernig þessi hópur er samansettur, sumir eiga til dæmis mjög fámenna fjölskyldu á meðan aðrir eiga risastóran frændgarð. Meira
18. júní 2011 | Daglegt líf | 141 orð | 1 mynd

Húsapassari og hundapassari

Á þessum síðustu og verstu krepputímum leitar fólk mikið eftir ódýrum leiðum til að komast í ferðalög. Ein þeirra leiða er að spara sér kostnað við gistingu með því að taka til dæmis að sér að gæta húss á meðan eigendurnir eru í burtu. Meira
18. júní 2011 | Daglegt líf | 157 orð | 2 myndir

Sjóðheitar sumarnætur

Nú þegar sumarið virðist loks vera að stimpla sig inn með öllum sínum yndisleik, er ekki úr vegi að rifja upp gamla góða rokk-söngleikinn Grease frá árinu 1978 og æfa einhverja danstakta. Meira
18. júní 2011 | Daglegt líf | 79 orð | 1 mynd

...skoðið sögu Kaupfélagsins

„Ef það fæst ekki í Kaupfélaginu þá þarftu það ekki.“ Þannig hljómar yfirskrift sumarsýningar Minjasafns Austurlands sem opnuð var í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. Þar eru 100 ára sögu Kaupfélags Héraðsbúa gerð skil. Meira

Fastir þættir

18. júní 2011 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

70 ára

Á morgun, 19. júní, er Gunnar Tryggvason frá Arnarbæli á Fellsströnd sjötugur. Hann tekur á móti gestum á heimili sonar síns, Höfðagötu 7 í Stykkishólmi, á afmælisdaginn frá kl. 16 og fram eftir... Meira
18. júní 2011 | Árnað heilla | 184 orð | 1 mynd

„Mjög þroskandi tími“

„Mér líður bara vel með áfangann, þetta er spurning um hugarfar, hver aldur er jafngóður hvort sem það er að verða þrítugur, fertugur eða fimmtugur“ segir Óskar Þór Halldórsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA og reyndur blaða- og... Meira
18. júní 2011 | Fastir þættir | 154 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Umræða á villigötum. Norður &spade;D1065 &heart;G75 ⋄10874 &klubs;ÁK Vestur Austur &spade;K73 &spade;G92 &heart;64 &heart;K2 ⋄KDG6 ⋄Á52 &klubs;G1042 &klubs;98753 Suður &spade;Á84 &heart;ÁD10983 ⋄93 &klubs;D6 Suður spilar 4&heart;. Meira
18. júní 2011 | Í dag | 23 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Þær Guðbjörg og Kristín héldu tombólu við verslun Samkaupa í Hrísalundi og söfnuðu með því 868 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn... Meira
18. júní 2011 | Í dag | 275 orð

Kerling á mig liti hin staka

Ég hitti karlinn á Laugaveginum niðursokkinn í djúpar hugsanir, hann rétti úr sér og sagði: Nú er umhverfisráðherrann sestur í sæti menntamálaráðherra, – og bætti við: Þessi kona um margt og mjög minnir á skrítinn álf; heimtar að aðrir haldi lög... Meira
18. júní 2011 | Í dag | 1181 orð | 1 mynd

Messur á morgun

ORÐ DAGSINS: Kristur og Nikódemus. Meira
18. júní 2011 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er...

Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6. Meira
18. júní 2011 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 Rc6 4. Rc3 Bc5 5. Rf3 0-0 6. d3 h6 7. 0-0 He8 8. a3 a6 9. b4 Bf8 10. e4 b5 11. Bb2 Hb8 12. cxb5 axb5 13. Hc1 g6 14. Db3 Bg7 15. Hfd1 Hb6 16. Rd5 Rxd5 17. exd5 Rd4 18. Rxd4 exd4 19. Dc2 c6 20. d6 He6 21. Dc5 Ha6 22. He1 Dg5 23. Meira
18. júní 2011 | Fastir þættir | 57 orð | 1 mynd

Sumarsólstöðugáta

Sumarsólstöðugátan felur í sér ferskeytlu í reitum 1-88 sem er lausn hennar og þarf hún að berast blaðinu fyrir 8. júlí merkt: Sumarsólstöðugáta Morgunblaðið Hádegismóum 2 110 Reykjavík Nafn vinningshafa verður birt ásamt lausninni 8. Meira
18. júní 2011 | Fastir þættir | 277 orð

Víkverjiskrifar

Líkt og aðrir landsmenn fylgdist Víkverji af aðdáun með hjónunum sem hlupu hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Yfirskrift hlaupsins: Meðan fæturnir bera mig, átti svo sannarlega vel við. Meira
18. júní 2011 | Í dag | 118 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

18. júní 1000 Kristniboðarnir Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason tóku land á Heimaey. Þar skipuðu þeir upp viði í kirkju sem Ólafur konungur Tryggvason hafði boðað að reist skyldi þar sem þeir kæmu fyrst að landi. 18. Meira

Íþróttir

18. júní 2011 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

2. deild karla Hamar – Tindastóll/Hvöt 2:1 Arnþór Ingi Kristinsson...

2. deild karla Hamar – Tindastóll/Hvöt 2:1 Arnþór Ingi Kristinsson 52., Björn Ívar Björnsson 85. – Arnar Sigurðsson 82. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 51 orð | 1 mynd

Átök framundan í Evrópubikarnum á Laugardalsvelli

Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum er eitt fimmtán liða sem taka þátt í 3. deild Evrópubikarkeppninnar á Laugardalsvellinum í dag og á morgun. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 576 orð | 1 mynd

„Strákana þyrstir í að sýna hvað í þeim býr“

Guðmundur Hilmarsson í Álaborg gummih@mbl.is Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U21 ára landsliðsins í knattspyrnu, vonast til þess að lærisveinar sínir mæti vel stemmdir til leiks gegn Dönum í Álaborg í kvöld og sýni virkilega hvað í þeim býr. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 337 orð | 1 mynd

„Verðugt markmið að ætla upp“

Kristján Jónsson kris@mbl.is Björgvin Víkingsson er einn af reyndari mönnum landsliðsins og ætlar sér stóra hluti í 400 metra grindahlaupinu en hann var ekki ánægður með sinn árangur á Smáþjóðaleikunum á dögunum. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 423 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur samið við Demba Ba fyrrum leikmann West Ham en hann var með lausan samning og kemur því frítt til félagsins. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 339 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Danir og Íslendingar hófu undirbúning sinn fyrir Evrópukeppni 21-árs liðanna fyrir tveimur árum með vináttulandsleik sem einmitt fór fram í Álaborg, 5. júní. Danir sigruðu, 3:2, eftir hörkuleik en Nikolaj Agger og Ricki Olsen komu þeim í 2:0. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Valitor-bikar kvenna, 16-liða úrslit: Hásteinsvöllur: ÍBV...

KNATTSPYRNA Valitor-bikar kvenna, 16-liða úrslit: Hásteinsvöllur: ÍBV – Völsungur L14 Þórsvöllur: Þór/KA – Fylkir L14 Höfn: Sindri – Afturelding L16 Stjörnuvöllur: Stjarnan – Þróttur R L16 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Valur... Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Markmið 20 metrar

Kristján Jónsson kris@mbl.is Óðinn Björn hefur bætt sig verulega undanfarið og er farinn að nálgast 20 metrana í kúluvarpinu. „Síðustu mót hafa gengið mjög vel og ég hef bætt mig þrívegis á síðustu fimm mótum. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 781 orð | 2 myndir

Roki og rigningu fagnað

Frjálsíþróttir Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland hefur sett stefnuna á að vinna sér sæti í 2. deild Evrópubikarsins í frjálsíþróttum að ári. Íslendingar eru gestgjafar þegar 3. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 215 orð

Stórleikir á Old Trafford í ágústmánuði

Upphafspunkturinn á nýju keppnistímabili í enska fótboltanum var í gær þegar leikjaniðurröðunin fyrir úrvalsdeildina var birt. Keppni þar hefst laugardaginn 13. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 497 orð | 2 myndir

Vissum vel hvað við vorum að fara út í

Í DANMÖRKU Guðmundur Hilmarsson í Álaborg gummih@mbl.is ,,Það er að duga eða drepast fyrir okkur. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 218 orð

Willum stjórnar Heimi og Rúnari

KR og ÍA eru búin að safna liði fyrir knattspyrnuleik liðanna sem leikinn er til styrktar Sigursteini Gíslasyni, markföldum Íslands- og bikarmeistara með liðunum. Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 564 orð | 1 mynd

Þunn lína skilur að hetjurnar og skúrkana

Skoðun Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hvað ef? Þetta er yfirleitt stærsta spurningin í fótboltanum. Hvað ef Kolbeinn hefði skorað úr öðru hvoru dauðafæranna gegn Hvít-Rússum, í stað þess að þeir næðu undirtökunum með vítaspyrnunni og rauða spjaldinu? Meira
18. júní 2011 | Íþróttir | 263 orð | 2 myndir

Ævintýraleg byrjun

Golf Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Rory McIlroy er enn í miklum ham á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Congressional-vellinum í Maryland. Hann lék völlinn á 66 höggum í gær og er samtals á ellefu höggum undir pari eftir 36 holur. Meira

Ýmis aukablöð

18. júní 2011 | Blaðaukar | 254 orð | 2 myndir

Alltaf jafn falleg leið

Á morgun leggur Íshestafólk upp í fyrstu Kjalarferð ársins. Tuttugu komast í ferðina. Riðið milli fjallaskála og komið niður í Mælifellsdal í Skagafirði. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 192 orð | 1 mynd

Aukin vitund fyrir því að tryggja hestana

Hestmennskan er orðin gildur atvinnuvegur og mikil verðmæti eru undir. Þörf á góðum tryggingum sem TM býður. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 894 orð | 2 myndir

„Með hófahljóði rjúfa fjallaþögn“

Feðginin Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Sigurbjörn Bárðarson ræða um hestamennskuna og undirbúninginn fyrir Landsmót hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum í Skagafirði í ár. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 185 orð | 1 mynd

Bein útsending af landsmóti

Sýnt verður beint frá Landsmóti hestamanna í ár á heimasíðu landsmótsins. Þetta er í fyrsta skiptið sem áhugamenn um mótið geta fylgst með því beint á netinu. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 73 orð

Breyttur gildistími

Stjórn Landsmóts ehf. hefur tekið þá ákvörðun að breyta gildistíma helgarpassa inn á landsmót, að því er fram kemur á heimasíðu Landsmóts hestamanna. Miðarnir taka því gildi kl. 18.15 föstudaginn 1. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 650 orð | 2 myndir

Ekkert vandamál með kynbótadómara

Landsráðunautur í hrossarækt segir fyrirkomulag kynbótasýningar Landsmótsins hafa verið með svipuðu móti síðan 1954 Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 331 orð

Heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti 2011

Öll hross sem keppa í A-fl. gæðinga, B-fl. gæðinga, ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2011 skulu undirgangast dýralæknisskoðun þar sem metið er hvort þau séu hæf til keppni. Keppendur í öðrum greinum geta að eigin ósk mætt með hross sín í skoðun. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 437 orð | 2 myndir

Landsmót er ævintýri

Vandað er til alls undirbúnings og öll aðstaða á Vindheimamelum er mjög góð auk þess sem stutt er í alla nauðsynlega þjónustu, segir Magnea K. Guðmundsdóttir, hrossaræktarbóndi á Varmalæk í Skagafirði, um Landsmót hestamanna. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 285 orð | 2 myndir

Leita að festu og fegurð

Í gæðingakeppnum er það hesturinn sem keppir og leita dómarar að því besta í hestinum. Lárus Ástmar Hannesson ber titilinn gæðingadómari. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 840 orð | 3 myndir

Með glæsilegu landsmóti náum við hestamenn vopnum okkar aftur

Á landsmótum hestamanna má sjá það sem er efst á baugi í ræktunarstarfi, keppnisíþróttum og reiðlist. Framfarirnar eru miklar, segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 404 orð | 1 mynd

Merkisberar verslunar og þjónustu

Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri verslunarinnar Lífland sem er einn styrktaraðili keppninnar, segir verslun og þjónustu vera í raun órjúfanlegan hluta af Landsmótinu Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 360 orð | 3 myndir

Mikil reynsla af landsmótshaldi

Landsmót hestamanna er Skagfirðingum tilhlökkunarefni. Von er á fjölmenni. Fólk í héraðinu sinnir margvíslegum verkefnum sem mótshaldið er. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 280 orð | 1 mynd

Ódýrt ef eitthvað kemur uppá

Þó svo að margt hestafólk kaupi tryggingar fyrir hesta sína þyrfti að gera enn betur á þessu sviði, enda eru mikil verðmæti í húfi, segir Elías Þórhallsson hjá VÍS Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 738 orð | 3 myndir

Skagafjörður er Mekka hestamennskunnar

Undirbúningur mótsins er umfangsmikið verkefni sem er þó ekki ýkja flókið fyrir þann góða hóp sem að þessu vinnur. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 109 orð | 3 myndir

Skemmtidagskrá landsmótsins

Fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna verður í boði á Landsmóti hestamanna. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 470 orð | 1 mynd

Slegist verður um kommur og sekúndubrot

Íslenskir hestamenn hafa sjaldan verið jafn vel ríðandi og einmitt í dag. Einar Öder, tamningamaður og reiðkennari, segir landsmótið munu verða afar spennandi. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 870 orð | 4 myndir

Stórættuð unghross

Olil Amble og Bergur Jónsson eru hestamönnum vel kunnug sem afkastamiklir reiðmenn og hrossaræktendur. Þau hafa byggt upp starfsemi sína undanfarin ár á Syðri-Gegnishólum við Selfoss undir merkinu „Gangmyllan“. Meira
18. júní 2011 | Blaðaukar | 525 orð | 4 myndir

Sum landsmót hafa fokið um koll

Guðmundur Birkir Þorkelsson hefur sótt öll landsmót hestamanna frá árinu 1958. Mótin hafa verið hvert öðru ólík en veðráttan oft rysjótt. Fræðslustarf mun breyta íslenskri hestamennsku. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.