12 manns létu lífið og 30 eru særðir eftir sprengingu á Kýpur. Talið er að sprengingin hafi orðið í kjölfar bruna í flotaherstöð í Zygi. Í hergagnaverksmiðjunni voru sprengiefni frá 2009. Ekkert bendir til þess að sprengingin hafi verið af manna völdum.
Meira
Greint var frá láti 31 barns eftir að pallbíll féll í skurð í Chittagong-héraði, 216 km frá höfuðborginni Dhaka í Bangladesh í gær. 50 börn voru í opnum pallbíl þegar hann rann til og féll í skurð. Talið er að fleiri börn muni finnast látin í vatninu.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 61 orð
| 2 myndir
Í gær sannfærðust Akureyringar loksins, loksins um að sumarið væri komið. Það hefur látið bíða eftir sér, norðanáttin, sólarleysið og kuldinn hafa ruglað heimamenn og gesti í ríminu.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 181 orð
| 1 mynd
Alma Anna Þórarinsson fædd Thorarensen, fyrrverandi yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands og sérfræðingur í geðlækningum, lést 9. júlí síðastliðinn, 88 ára að aldri. Alma var fædd 12.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 237 orð
| 1 mynd
Rólegt var í samningaviðræðum hjá ríkissáttasemjara í gær en fundahöld halda áfram í dag og á fimmtudag. Þá stendur m.a. til að funda með læknum, sjómönnum og leikskólakennurum.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 106 orð
| 1 mynd
Álagningarskrár verða lagðar fram 25. júlí og munu liggja frammi á aðalskrifstofu Ríkisskattstjóra fyrir landið allt og á starfstöðum úti á landsbyggðinni fyrir viðkomandi sveitarfélög, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra.
Meira
Vegna hlaupsins í Múlakvísl og lokunar hringvegarins hefur umferð aukist verulega um Fjallabaksleið nyrðri, norður fyrir Mýrdalsjökul og gegnum Landmannalaugar.
Meira
Flugmenn felldu kjarasamning sem gerður var á milli FÍA og Icelandair, en niðurstöður atkvæðagreiðslu um samninginn voru kynntar í gær. Litlu munaði en 51% greiddi atkvæði gegn samningnum og 49% með. Stjórn FÍA fundaði í gærkvöldi um niðurstöðuna.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 511 orð
| 8 myndir
baksvið Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Brúarsmíði er nú hafin við Múlakvísl eftir hlaupið í ánni á laugardag og áætlar Vegagerðin að verkið muni taka um það bil tíu daga.
Meira
Fæðingardeild í Ulleval og á ríkisspítalanum í Osló munu frá næsta hausti ekki bjóða konum nituroxíð eða hláturgas sem verkjameðferðarúrræði við fæðingu. Ástæða þess er hætta á sjálfkrafa fósturlátum hjá þeim starfsmönnum spítalanna sem umgangast gasið.
Meira
Guðný Aradóttir, einkaþjálfari og ástríðufullur skósafnari, hyggst ögra sjálfri sér og Esjunni með því að leggja á brattann á háhæluðum skóm í dag kl. 17. Hún hvetur fólk til að ganga með sér en gerir ekki kröfu um skóbúnað þátttakenda.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 369 orð
| 1 mynd
Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Haustið 2008 sáu hjónin Hermann Þór Snorrason og Helga Harðar-dóttir fram á sviptingar á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshruns.
Meira
Í gær var haldinn neyðarfundur á vegum Evrópusambandsins vegna efnahagsástandsins á Ítalíu, en óttast er að Ítalía sé á leið í svipuð fjárhagsvandræði og Grikkland hefur verið að glíma við.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 609 orð
| 3 myndir
Fréttaskýring Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Mikill þrýstingur er nú á Vegagerðina að koma samgöngum yfir Múlakvísl í fyrra horf eftir að brúnni yfir ána skolaði burt í hlaupi á laugardag og þjóðvegurinn rofnaði.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 176 orð
| 1 mynd
Af sigkötlunum í Mýrdalsjökli að dæma er líklegt að skyndileg innspýting af kviku eða jafnvel lítið eldgos hafi orsakað hlaupið í Múlakvísl. Þetta sagði Helgi Björnsson jöklafræðingur þegar blaðamaður Morgunblaðsins tók hann tali við Múlakvísl í gær.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 774 orð
| 3 myndir
„Mér finnst veiðin byrja yfirleitt mjög illa,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum í Lundarreykjadal og bætir við að það sem af sé sé veiðin í slöku meðallagi. Þorsteinn segir að Norðausturlandið virðist byrja betur en Vesturlandið.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 137 orð
| 1 mynd
Mikil sjósókn var í kringum landið í gær og var Landhelgisgæslan með samtals 962 báta í fjareftirliti. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu var búið að veiða tæpan fjórðung aflaheimilda strandveiða fyrir júlímánuð, um 1.160 tonn af 4.
Meira
Einkar mikið var um ökumenn sem óku undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um helgina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Níu voru teknir af lögreglu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna, allt karlar á aldrinum 18-40 ára.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 152 orð
| 1 mynd
Ráðgert er að reisa 28 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara á Kópavogstúni 2 til 4 á næstu tveimur árum samkvæmt viljayfirlýsingu byggingafyrirtækisins Dverghamra og Samtaka aldraðra sem undirrituð var fyrir helgi.
Meira
Að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, er ekkert óeðlilegt við það að næturfrost myndist á sumrin. Hann segir það oftast myndast þegar jörðin drekki í sig hita þegar heiðskírt sé og þegar taki að kólna þá streymi hitinn út.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 188 orð
| 1 mynd
Þjóðvegur 1 Hringvegurinn er lokaður við Múlakvísl eftir að brúin yfir hana eyðilagðist í hlaupi á laugardag og í gær var bara flugumferð á veginum skammt vestur af...
Meira
Um miðjan ágúst tekur Róttæki sumarháskólinn til starfa í fyrsta sinn. Þar verður boðið upp á fjölda ókeypis fyrirlestra um ýmis samfélagsmál. Kennslan er ókeypis, öllum opin, og byggist á sjálfboðavinnu. Kennt verður helgina 13.-14. ágúst og kvöldin...
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 135 orð
| 1 mynd
Í kvöld, þriðjudaginn 12. júlí, kl. 19.30 mun sr. Þórir Stephensen, fyrrum staðarhaldari í Viðey, leiða gesti í allan sannleika um sögu Viðeyjar. Fornleifauppgröftur í Viðey hefur leitt í ljós merki um mannvistir allt frá 10. öld.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 472 orð
| 1 mynd
Einar Örn Gíslason Önundur Páll Ragnarsson Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdal lýstu í gær yfir neyðarástandi vegna rofs þjóðvegar 1 yfir Múlakvísl. Talið er að tap á svæðinu nemi þegar hundruðum milljóna króna.
Meira
Yukio Edano, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, tilkynnti í gær að ný lota öryggisprófana í kjarnorkuverum landsins væri hafin og hann vonaði að hún efldi sjálfstraust Japana.
Meira
Lík 28 kvenna, 10 karlmanna og þriggja barna höfðu í gær fundist í Volgu þar sem skemmtiferðabáturinn Búlgaría sökk í fyrradag. Um 110 manns er saknað. Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að 79 manns hafi verið bjargað.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 456 orð
| 2 myndir
Baksvið Andri Karl andri@mbl.is Svört skýrsla um ástand fuglalífs á Tjörninni á síðasta ári var tilbúin snemma árs og afhent garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það hefur hún enn ekki verið kynnt í umhverfis- og samgönguráði.
Meira
12. júlí 2011
| Innlendar fréttir
| 370 orð
| 3 myndir
baksvið Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Þrátt fyrir að nú sé gert ráð fyrir að ný brú yfir Múlakvísl gæti verið tilbúin eftir ívið skemmri tíma en fyrst var talið er skaðinn fyrir ferðaþjónustu þegar orðinn mikill á Suður- og Suðausturlandi.
Meira
Þegar forsætisráðherra neitar að svara spurningum fjölmiðla og gefa skýringar á því hvers vegna hún ákvað að hitta ekki forsætisráðherra Kína fara óhjákvæmilega vangaveltur á kreik.
Meira
Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Besta útihátíðin var haldin í annað sinn um helgina. Dagskrá hátíðarinnar var ekki af verri endanum, en fram komu margar af vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins.
Meira
Fereykið 3 Raddir & Beatur taka þátt í auglýsingu fyrir bílaumboðið Peugeot sem tekin verður upp í vikunni. Auglýsingin verður síðan sýnd á bílasýningu í Frankfurt í september þar sem þau munu einnig troða...
Meira
„This is the BBC World Service,“ heyri ég tilkynnt mjúkum rómi og anda feginsamlega frá mér. Ég er nýsest inn í sólargeislahitaðan bílinn og mín bíður notalegur rúntur í vinnuna. Svona á þetta að vera.
Meira
Ljósmyndakeppni mbl.is og Canon heldur áfram. Keppnin hefur staðið yfir frá 17. júní og lýkur 1. september næstkomandi. Besta mynd vikunnar 04.7.2011 – 10.07.
Meira
Á fimmtudaginn standa Möller Records, áður TomTom Records, fyrir Heiladansi 4. Krummi Björgvins frumflytjur sólóefni og tónlistarmaðurinn Future-grapher spilar af nýrri plötu sinni, TomTom Bike.
Meira
Nudd fyrir barnið þitt nefnist handbók um nudd fyrir börn eftir Elsu Láru Arnardóttur. Í bókinni er fjallað um þörfina fyrir nána snertingu allt frá fæðingu sem skapi traust milli foreldris og barns.
Meira
Galdrakarlar og -konur komu saman í síðasta sinn á frumsýningu Harry Potter á Trafalgar Square í London í síðustu viku. Æstir aðdáendur höfðu margir hverjir búið í tjaldi í nokkra daga þar í kring til þess að fá að berja stjörnunar augum.
Meira
Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari leika á Sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30.
Meira
Fyrsta Disney-ferðamannabókin í heiminum er um Ísland. Bókin er á þremur tungumálum og er ætluð fólki á öllum aldri sem vill fræðast og fá leiðsögn um Ísland en enginn annar en Andrés Önd sér um það verkefni í bókinni.
Meira
Föstudaginn næsta, 15. júlí, verða haldnir tónleikar til minningar um Sigurð Ármann Halldórsson tónlistarmann en hann var bráðkvaddur hinn 22. maí síðastliðinn. Sigurður glímdi við geðhvarfasýki en lét það ekki á sig fá og var duglegur að semja.
Meira
Tríó Vadim Fyodorov heldur tónleika í Selinu á Stokkalæk á föstudag kl. 20. Tríóið, sem hefur starfað í fjögur ár, skipa þeir Vadim Fyodorov á harmonikku, Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Gunnar Hilmarsson á gítar.
Meira
Ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís – Kona verður forseti , eftir Pál Valsson, var gefin út á þýsku fyrir skemmstu kom út í Þýskalandi á dögunum.
Meira
Eftir Heiðu Ingólfsdóttur, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, Magneu Sif Einarsdóttur og Sigurbjörtu Kristjánsdóttur: "Kjarabarátta leikskólakennara stendur nú sem hæst en lítið hefur mjakast í þeim efnum og stefnir í verkfall hinn 22. ágúst næstkomandi."
Meira
Eftir Albert Jensen: "Ég vil líka að unnið sé gegn fordómum gagnvart fötluðu fólki og að það þyki eðlileg mannréttindi að ég fái að stýra þjónustu minni..."
Meira
Eftir Einar Eiríksson: "Sóley Tómasdóttir á heiður skilinn fyrir að hafa fyrst borgarfulltrúa staðið í lappirnar gagnvart flokksforystu sinni og varið hagsmuni Reykvíkinga."
Meira
Þar sem það hefur lengi verið vinsæl íþrótt, bæði hér á landi og erlendis, að sparka í stjórnmálamenn þá er ég að hugsa um að taka eilítið upp hanzkann fyrir þá í þessum pistli.
Meira
Branda í heimilisleit Branda litla er í leit að nýju heimili. Aðstæður breyttust og meðbúendur í nýja fjölbýlishúsinu virðast ekki geta afborið ketti.
Meira
Eftir Gunnar Baldvinsson: "Við samanburð á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á langtímalánum kemur í ljós að raunvextir eru svipaðir en greiðslubyrðin er ólík."
Meira
Dagmar Koeppen fæddist 8.1. 1952. Hún lést á Þingvöllum 2.7. 2011. Útför Dagmarar fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 11.7. 2011.
MeiraKaupa minningabók
12. júlí 2011
| Minningargreinar
| 2495 orð
| 1 mynd
Kristinn Ingvarsson fæddist á Litla Fljóti í Biskupstungum 25. nóvember 1922, en flutti þremur árum síðar að Hvítárbakka. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum 1. júlí 2011. Foreldrar hans voru Ingvar Jóhannsson, f. 1897, d.
MeiraKaupa minningabók
Sigþrúður Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 22.11. 1954 og lést á líknardeild Landspítalans 30.6. 2011. Útför Sigþrúðar fór fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 7. júlí 2011.
MeiraKaupa minningabók
12. júlí 2011
| Minningargreinar
| 2291 orð
| 1 mynd
Snorri Kristjánsson bakarameistari fæddist á Akureyri 2. desember 1922. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 26. júní 2011. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, bakarameistari á Akureyri, f. á Kraunastöðum í Reykjadal, S.-Þing. 7.
MeiraKaupa minningabók
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Í gær var haldinn neyðarfundur á vegum Evrópusambandsins vegna efnahagsástandsins á Ítalíu, en óttast er að Ítalía sé á leið í svipuð fjárhagsvandræði og Grikkland hefur verið að glíma við.
Meira
Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,02 prósent í gær og endaði í 207,01 stigi. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,12 prósent en sá óverðtryggði lækkaði um 0,24 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði í gær nam 10,7 milljörðum króna.
Meira
Hrein eign lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris fór í maílok yfir 2.000 milljarða króna fyrsta sinn og nemur eignin alls 2.007 milljörðum. Hafði hún aukist um tæpa 23 milljarða frá apríllokum.
Meira
Gamli Landsbankinn (LBI) ætlar að áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem bankinn var sektaður um 40 milljónir fyrir meint brot á samkeppnislögum.
Meira
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Vaxandi verðbólga síðustu mánuði er að stórum hluta svokölluð kostnaðarverðbólga, að sögn Þorbjörns Atla Sveinssonar, hagfræðings hjá greiningardeild Arion banka.
Meira
Ármannshlaupið, sem er hluti af Powerade-mótaröðinni, verður haldið í dag, þriðjudaginn 12. júlí kl. 20:30. Um er að ræða 10 km hlaup með tímatöku en ræst er við Laugaból, félagshús Ármanns og Þróttar í Laugardalnum.
Meira
Íþróttameiðsli eru því miður nokkuð algeng meðal áhuga- sem atvinnumanna í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hinsvegar þarf ekki að vera erfitt að koma í veg fyrir þau og á fitness.com er að finna nokkrar ráðleggingar sem allir ættu að hafa í huga. Teygjur .
Meira
Fyrir tveimur árum var Árni Björn Kristjánsson 130 kg og með of háan blóðþrýsting. Læknir hans hafði skipað honum að fara í megrun en að eigin sögn voru nammidagar sjö daga vikunnar auk þess sem hann hreyfði sig lítið sem ekkert.
Meira
Það er um að gera að hafa líkamsræktina dálítið skemmtilega. Einstakt tækifæri gefst til þess á sumrin þegar daginn lengir svo um munar. Á Klambratúni hefur nú verið komið fyrir dótakassa sem í má finna alls konar leikföng og leiktæki.
Meira
Mörgum finnst þægilegt að geta stundað líkamsrækt heima fyrir. Vefsíðan fitbyfun.com er einmitt tilvalin fyrir þá. En þar má finna ýmiss konar æfingakerfi sem fólk getur spilað í tölvunni sinni og fylgt eftir.
Meira
Birna Óladóttir verður sjötug í dag, 12. júlí. Hún er fædd og uppalin í Grímsey en hefur búið í Grindavík síðastliðinn 52 ár með Dagbjarti eiginmanni sínum.
Meira
Karlakórinn Heimir söng nokkrar hestavísur og sígildar Heimisperlur á kvöldskemmtun Landsmóts hestamanna á Vindheimamelum föstudagskvöldið 1. júlí, en með þeim tróðu upp Álftagerðisbræður.
Meira
Ásbyrgi – Tilbreyting fyrir eldri borgara | Félagsvist eftir hádegisverð og hreyfing. Handavinnuhornið á sínum stað og spjallað um Ísland í aldanna rás. Kaffihlaðborð í lokin. Þátttaka 2.900 kr. Skráning í síma 770-2221 eða á sinnum@sinnum.
Meira
Tanntæknirinn Hind Hannesdóttir fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. „Í tilefni dagsins ætla ég að verja tímanum í Vestmannaeyjum, þar sem ég ólst upp. Mamma hyggst elda humar og nautakjöt.
Meira
Ingunn Erla Sigurðardóttir, Sóley Anna Jónsdóttir og Ásta Ögn Ákadóttir héldu tombólu fyrir utan Samkaup Strax á Byggðavegi á Akureyri og söfnuðu 1.750 kr. sem þær styrktu Rauða krossinn...
Meira
Víkverji upplifir nær daglega hvað ýmis gjöld hafa hækkað að undanförnu, hvort sem það eru opinber gjöld eða verð á vöru og þjónustu hjá einkafyrirtækjum.
Meira
12. júlí 1948 Sex breskar herþotur af gerðinni Vampire lentu á Keflavíkurflugvelli eftir tveggja og hálfrar klukkustundar flug frá Stornoway í Bretlandi.
Meira
Í Keflavík Kristján Jónsson kris@mbl.is Nýliðar Víkings eru komnir niður í fallsæti í Pepsí-deild karla í knattspyrnu eftir 1:2 tap í Keflavík í gærkvöldi en á sama tíma fékk Grindavík stig í Laugardalnum.
Meira
Zoran Miljkovic tók formlega við þjálfun knattspyrnuliðs Leiknis úr Reykjavík í gær en Sigursteini Gíslasyni var sagt upp störfum í fyrradag. Miljkovic byrjar á að fara á fornar slóðir í kvöld því Leiknismenn sækja Skagamenn heim í 1. deildinni.
Meira
Ragnar Hauksson , knattspyrnumaður frá Siglufirði, gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Þórsara á Akureyri og verður löglegur með þeim frá og með næsta föstudegi þegar opnað verður fyrir félagaskiptin.
Meira
Tómas Leifsson skoraði 1.500. mark Framara í efstu deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær þegar hann kom þeim yfir gegn Grindavík á Laugardalsvellinum. Fram varð með þessu fjórða liðið til að skora 1.
Meira
Í Laugardal Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eftir að hafa séð jafnteflisleik Fram og Grindavíkur í Laugardalnum í gær er ekki hægt að vera mjög hissa á því að þessi lið skuli vera í fallbaráttu.
Meira
Svíþjóð AIK – Halmstad 4:0 • Helgi Valur Daníelsson var í liði AIK og var skipt af velli á 71. mínútu. • Jónas Guðni Sævarsson lék allan leikinn með Halmstad.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.