Greinar laugardaginn 30. júlí 2011

Fréttir

30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 453 orð | 2 myndir

Aldrei hafa fleiri bátar verið á grásleppuveiðum

ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Grásleppuvertíðin í Hólminum er langt komin. Vertíðin í fyrra var sérlega góð og skilaði góðri afkomu. Vertíðin í ár freistaði því margra. Sóknin er miklu meiri nú. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Ágúst heldur áfram með kvennalandsliðið

„Mér finnst það vera mikill heiður að fá að taka við landsliðinu og ég hef mikla trú á því að hægt sé að gera góða hluti með þetta lið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, í samtali við Morgunblaðið í gær... Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 163 orð

Bótaþegum fækkar þvert á allar spár

Bótaþegum Tryggingastofnunar ríkisins, TR, fækkaði um rúmlega 2.600 á milli áranna 2009 og 2010. Þetta er þvert á svartsýnisspár um sprengju í fjölgun öryrkja í kjölfar kreppu og aukins atvinnuleysis. Skýringar þessar eru af margvíslegum toga. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Doktor í alþjóðaviðskiptum

Matthias Eggertsson hefur lokið doktorsprófi í alþjóðaviðskiptum frá Nova Southeastern University í Bandaríkjunum. Doktorsritgerðin nefnist „Country-of-Origin and Branding in B2B Context“. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Doktor í líffræði

Bjarki Jóhannesson hefur varið doktorsritgerð sína í líffræði við Háskóla Íslands. Hann stundaði doktorsnám við Evrópsku sameindalíffræðistofnunina (EMBL) í Heidelberg í Þýskalandi í samvinnu við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Doktor í læknisfræði

Gauti Jóhannesson hefur varið doktorsrigerð við Háskólann í Umeå í Svíþjóð. Ritgerðin ber heitið „Intraocular pressure – clinical aspects and new measurement methods“. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Drottningarskipið Dannebrog í Reykjavíkurhöfn

Konunglega fleyið Dannebrog er nú í Reykjavíkurhöfn. Skipið er í eigu dönsku konungsfjölskyldunnar og er nýtt bæði sem formlegur og persónulegur íverustaður drottningar í heimsóknum hennar innan danskrar lögsögu. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Einn slóði er enn lokaður á hálendinu

Allar fjölförnustu hálendisleiðir landsins hafa verið opnar undanfarnar vikur. Akstursbann hefur þó verið á nokkrum slóðum á Stórasandi. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Félag án heimildar

Eignasafn Seðlabanka Íslands var ekki stofnað á grundvelli neinna ákvæða í lögum um Seðlabanka Íslands. Hinsvegar kemur fram í svari bankans við spurningum Morgunblaðsins að lögin um Seðlabanka hafi ekki útilokað stofnun félagsins. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Fimmtíu norrænir fimleikastrákar við æfingar

Fimmtíu ungir og efnilegir fimleikastrákar frá Íslandi, Danmörku og Noregi hafa í vikunni verið í æfingabúðum í glæsilegum sal fimleikadeildar Ármanns í Laugardalnum. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Flúði til Noregs undan skattinum

Egill Ólafsson egol@mbl.is „Ég hef sótt um norska kennitölu og mun því greiða skatta framvegis í Noregi,“ segir Sigurjón Benediktsson, tannlæknir á Húsvík. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 104 orð

Fréttaþjónusta á mbl.is um helgina

Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 2. ágúst. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins mbl.is alla verslunarmannahelgina. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftar er opið í dag, laugardaginn 30. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 419 orð | 2 myndir

Gamla brúin áningarstaður ferðamanna

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rétt um vika leið frá því að gamla brúin yfir Múlakvísl fór í miklu hlaupi og þar til ný bráðabirgðabrú var tekin í notkun. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Grunnskólakennarar halda sem fastast í störfin sín

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fyrir nokkrum árum var mikill kennaraskortur í grunnskólum landsins og var vandinn að hluta til leystur með því að ráða fólk án kennsluréttinda til starfa. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Hannes Hlífar er í efsta sæti fyrir lokaumferðina

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson gerði jafntefli við rússneska stórmeistarann Alexandre Danin í áttundu og næstsíðustu umferð Opna tékkneska sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í gær. Fyrir lokaumferðina er Hannes efstur með 7 vinninga. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Háseti nýtti aðstöðu sína til fíkniefnasmygls

Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Benedikt Pálmason í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk rúmlega 3,8 kílógrömm af amfetamíni. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 600 orð | 3 myndir

Heimsmarkaðsverð á áli mjakast upp á við

Fréttaskýring Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Þótt þróun heimsmarkaðsverðs á áli sé skrykkjótt hefur langtímaþróunin undanfarin ár verið nokkuð ákveðið upp á við. Eitt tonn af áli kostar nú rúmlega 2. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Hitinn í júlí 1,8 gráðum yfir meðallagi og úrkoma lítil

Júlímánuður, sem rennur sitt skeið á morgun, er yfir meðal-lagi hvað varðar fjölda sólskinsdaga, lítið hefur rignt og því eru kvartanir með öllu ástæðulausar. Þetta segir Sigurður Þór Guðjónsson veðursérfræðingur sem fylgst hefur með veðrinu í 45 ár. Meira
30. júlí 2011 | Erlendar fréttir | 306 orð | 2 myndir

Hóf nýtt líf í Noregi eftir að fjölskyldan flúði frá Írak

Sorgarferlið í Noregi hélt áfram í gær þegar fyrsta fórnarlamb ódæðisverkanna var borið til grafar. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Hvetja bændur til að koma fyrr með féð í sláturhús

Skortur er á lambakjöti og því hefst sláturtíðin óvenjusnemma að þessu sinni. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir farið að bera á skorti á bestu bitunum svo sem rib eye og prime. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Hægt var að fá hærra verð fyrir Sjóvá

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, gagnrýnir söluna á Sjóvá og segir að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlut ríkisins í Sjóvá. Hann hefur óskað eftir því að viðskiptanefnd Alþingis verði kölluð saman til að fjalla um málið. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Hætta á töfum við jarðgöng

Vegagerðin vill benda vegfarendum á að búast má við mikilli umferð um land allt um næstu helgar, eins og undanfarin ár. Vegfarendur eru því hvattir til að sýna tillitssemi, þolinmæði og kurteisi á för sinni um þjóðvegi landsins. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 673 orð | 3 myndir

Íslendingar verði hreyknir af nýrri stjórnarskrá sinni

FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, afhenti Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga á blaðamannafundi í Iðnó í gærmorgun. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Jóhanna Ásgeirsdóttir sigraði á púttmóti

Minningarmót Harðar Barðdal í pútti fór fram í Hraunkoti í Hafnarfirði nýverið. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 81 orð

Landsbjörg semur um nýjan fatnað

Slysavarnarfélagið Landsbjörg og 66°NORÐUR skrifuðu nýverið undir áframhaldandi samstarfssamning um að björgunarsveitarmenn félagsins klæðist áfram fatnaði frá fyrirtækinu. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Langisjór kominn inn í Vatnajökulsþjóðgarð

Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Makríllinn þéttir sig fyrir austan

Svo virðist sem aukinn kraftur sé að færast í makrílveiðar íslenskra skipa fyrir austan landið í kjölfar hækkandi sjávarhita. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

Markaðir ekki til staðar fyrir afurðirnar

Baksvið Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við erum að sjálfsögðu mjög hlynntir því að nýta allar þær afurðir sem hægt er að nýta. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 288 orð | 4 myndir

Meiri stemning í pollagalla

Þjóðhátíðargestir mættu margir vopnaðir regnfötum í Landeyjahöfn í gær vegna veðurspár um vætu í Vestmannaeyjum um helgina. Allir virtust farþegar þó spenntir fyrir helginni. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 88 orð

Messað úti

Um verslunarmannahelgina verða útimessur ef veður leyfir og messur í eyðibyggð. Í ár eru 50 ár liðin frá vígslu kirkjunnar á Efra-Núpi, Miðfirði. Þess verður minnst við árlega messu kl. 14 í dag. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 41 orð

Nafn eins barna-barns vantaði

Í minningargrein um Svein R. Jónsson sem birt var í Morgunblaðinu 27. júlí 2011 féll niður í handriti höfundar nafn eins barnabarna hans sem er Eiríkur Ari Pétursson, sonur Péturs R. Sveinssonar. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 425 orð | 3 myndir

Nýrnasérfræðingur af landi brott

Fréttaskýring Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Ómar

Andlit Þjóðhátíðar Árni Johnsen er fyrsti maðurinn sem flestum dettur í hug þegar þeir heyra minnst á Þjóðhátíð í Eyjum. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Rauði krossinn dreifir matvælum

Rauði krossinn dreifir matvælum daglega til þúsunda fjölskyldna í Mið- og Suður-Sómalíu, þvert á átakalínur meðan stríð geisar þar. Þá njóta um 5.500 börn umönnunar í 40 næringarmiðstöðvum Rauða krossins og Rauða hálfmánans víðsvegar um landið. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 387 orð | 2 myndir

Ráku stofurnar í skamman tíma

Fréttaskýring Egill Ólafsson egol@mbl.is Nýju skurðstofurnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa verið lokaðar í eitt ár. Þær voru teknar í notkun sumarið 2008 og hafa því ekki verið mikið notaðar. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Rólegt hefur verið í Ríkinu

Vikan fyrir verslunarmannahelgi hjá ÁTVR/Vínbúðum er ein annasamasta vika ársins í sölu á áfengi. Heldur færri viðskiptavinir munu versla við ÁTVR í ár ef marka má sölutölur og tölur um fjölda viðskiptavina síðustu daga. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Rósirnar enn á lofti í Osló

„Þetta var ótrúlega fallegt og gott en ofboðslega erfitt líka,“ segir Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um minningarathöfn um fórnarlömb árásanna í Útey og miðborg Oslóar, sem norski Verkamannaflokkurinn stóð fyrir í gær. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 90 orð

Sjúkrastofur kostuðu 170 milljónir

Kostnaður við nýju skurðstofurnar í Heilbrigðisstofnun Suður-nesja, sem hafa staðið ónotaðar í eitt ár, nam um 170 milljónum króna. Skurðstofurnar voru teknar í notkun árið 2008 og hafa því ekki verið mikið notaðar. Meira
30. júlí 2011 | Erlendar fréttir | 368 orð | 4 myndir

Skuldakreppan íþyngir Obama

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ánægja með störf Baracks Obama Bandaríkjaforseta náði nýjum lægðum fyrir helgi þegar aðeins 40% aðspurðra kváðust ánægð með störf hans í reglulegri könnun Gallups, en spurt var dagana 26. til 28. júlí. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Steingrímur heiðursgestur í Kanada

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, er heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Kanada og Bandaríkjunum sem standa nú um helgina og fram á þriðjudag í næstu viku. Íslendingahátíð er nú haldin í 112. sinn í Mountain, Norður-Dakóta og í 122. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Sterkar vísbendingar um að hlaup sé hafið

Flest bendir til þess að hlaup sé hafið í Skaftá en Óðinn Þórarinsson hjá Veðurstofu Íslands sagði að mælingar frá hádegi í gær hefðu sýnt mjög brattan vöxt árinnar, sem þykir benda til þess að áin sé að bregða út af venjubundinni hegðun. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 344 orð | 2 myndir

Svöðusár í hjarta Hveragerðis

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er í raun engin áætlun komin um uppbyggingu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvað tekur við eftir stórbrunann í Eden 22. júlí síðastliðinn. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Ungviðið keppir á Egilsstöðum

Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands er hafið á Egilsstöðum og þar verður margt um manninn um helgina en í gær var áætlað að um tíu þúsund manns væru þegar komin á staðinn. Krakkar og unglingar reyna með sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 371 orð | 2 myndir

Veðrið spilar með fjöldann

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þjóðhátíð í Eyjum fékk heldur blauta byrjun í gær á meðan veðurblíðan lék við hátíðargesti Einnar með öllu á Akureyri og Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Verðbólgan étur skuldalækkunina

Egill Ólafsson egol@mbl.is Dæmi er um að höfuðstóll íbúðarlána hafi á skömmum tíma hækkað um hærri upphæð en sem nemur skuldalækkun sem fólk fær í gegnum svokallaða 110% leið. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir

Verðbólgan fer illa með fjárhag heimilanna

Egill Ólafsson egol@mbl.is „Ég var að tala við mann í morgun sem fékk skuldalækkun upp á 900 þúsund á grundvelli 110% leiðarinnar. Höfuðstóll lánsins hefur hins vegar hækkað um 1.200 þúsund bara það sem af er þessu ári. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Þetta hefur verið fyrirmyndar-júlí

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Veðurfar er vinsælt umræðu- og umkvörtunarefni, einkum að sumarlagi og hafa margir látið í ljós óánægju sína með tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Meira
30. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Þétt setnir bílar þeysa úr bænum um verslunarmannahelgi

Umferð var þétt frá Reykjavík í gær eins og við mátti búast um verslunarmannahelgi. Flestir virtust leggja leið sína vestur og norður en töluvert minni umferð var um Suðurland. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júlí 2011 | Leiðarar | 119 orð

Afleiðing skattastefnunnar

Stöðnun og skattsvik eru afleiðingar skattastefnu ríkisstjórnarinnar Meira
30. júlí 2011 | Staksteinar | 194 orð | 2 myndir

Framtíðarsýn ESB

Fjármálaráðherrar Þýskalands og Frakklands, þeir Wolfgang Schäuble og François Baroin, rituðu grein um vanda Grikklands og evrusvæðisins í FT í fyrradag. Með greininni reyna þeir að senda út tvíþætt skilaboð. Meira
30. júlí 2011 | Leiðarar | 459 orð

Ríkisstjórn hinna glötuðu tækifæra

Í miðri skrautsýningunni klúðrar ríkisstjórnin tækifæri til atvinnusköpunar Meira

Menning

30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Beckham hannar nærföt

Ný undirfatalína sænsku fatakeðjunnar H&M sem fótboltastjarnan David Beckham hannar er væntanleg í verslanir í um 40 löndum 2. febrúar á næsta ári. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 158 orð | 1 mynd

Dafoe í geimverumynd

Leikstjórinn Guillermo del Toro undirbýr nú tökur á myndinni Pacific Rim að því er fram kemur á vef Empire. Meira
30. júlí 2011 | Tónlist | 330 orð | 1 mynd

Franskt með Leifi

Á morgun, sunnudaginn 31. júlí, munu þau Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari koma fram á stofutónleikum í húsi skáldsins Halldórs Laxness, Gljúfrasteini. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 62 orð | 5 myndir

Frumlegt og frá fornu fari

Kólumbískir fatahönnuðir fara mikinn þegar kemur að frumleika í heimi tískunnar. Á dögunum fór fram Colombiamoda-tískusýningin í Medellín í Kólumbíu. Meira
30. júlí 2011 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Fullkomnun við grillið

Það er unaðslegt að borða góðan mat. Þetta verður manni ljóst þegar maður horfir á matreiðsluþætti í sjónvarpi þar sem afburðakokkar elda og vita hvað þeir eru að gera. Sjálfur býr maður við þá ógæfu að vita ekki alltaf hvað maður er að gera í... Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Gefur aðdáendum föt dóttur sinnar

Söngkonan Amy Winehouse lést fyrir viku. Hún átti sér stóran hóp aðdáenda sem hafa komið sér fyrir fyrir utan hús hennar í London endrum og eins síðan. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 444 orð | 2 myndir

Heillandi einleikur á Ísafirði

Lára Hilmarsdóttir larah@mbl. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 317 orð | 1 mynd

Kominn með nóg af ástandinu

Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Úlfur Kolka rappari með meiru var að senda frá sér stuttskífuna Human Error sem er nokkurskonar forréttur á undan fyrstu sólóplötu hans sem kemur út fyrir jól. Meira
30. júlí 2011 | Myndlist | 311 orð | 1 mynd

Kveldúlfur – sjónsuða

Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Verksmiðjan á Hjalteyri í Eyjafirði fyllist af lífi í dag, þegar sýningin Kveldúlfur – sjónsuða veður opnuð. Hjalteyri er 20 kílómetra norðan við Akureyri. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Lady Gaga í ljósmyndum

Bókaútgefandinn Grand Central Publishing gaf frá sér tilkynningu um útgáfu ljósmyndabókar Lady Gaga þar sem yfir 350 ljósmyndir af söngkonunni verða birtar. Meira
30. júlí 2011 | Tónlist | 293 orð | 2 myndir

Meiri trega, takk

Sólóskífa Bergþórs Smára sem hann gefur sjálfur út. Bergþór spilar á gítar og syngur, en með honum spila Ingi S. Skúlason á bassa, Friðrik Geirdal Júlíusson á trommur og Tómas Jónsson á hljómborð. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 44 orð | 1 mynd

Miðasala hafin á Jazzhátíðina

Miðasala er hafin á Jazzhátíð Reykjavíkur sem verður sett á Menningarnótt 20. ágúst. Fjöldi viðburða verður í boði á hátíðinni og dagskrá er að finna á reykjavikjazz.is. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 412 orð | 2 myndir

Múffurnar sem koma og éta þig

Ekki nóg með að veðrið sé grámyglulegt yfir helgina heldur er samfélagið okkar á góðri leið með að verða grámyglusamfélag með þessu áframhaldi Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Náttúran sigrar

Leikararnir Freida Pinto og James Franco litu glæsilega út á frumsýningu Rise of the Planet of the Apes á rauða dreglinum. Meira
30. júlí 2011 | Bókmenntir | 94 orð | 1 mynd

Nýjasta bók Jóns Þ. Þór komin út

Jón Þ. Þór gaf nýverið út bókina Sá er maðurinn. Bókin hefur að geyma æviágrip 380 karla og kvenna sem áttu þátt í því að móta mannkynssöguna á tímabilinu 1750-2000. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 45 orð | 1 mynd

Nýr konuvefur opnaður 1. ágúst

Þær Heiða Þórðardóttir og Steinunn Fjóla Jónsdóttir opna vefinn Spegill.is á mánudaginn kemur. Síðan mun endurspegla allt það sem viðkemur konum, áhugamálum, afþreyingu, lífsstíl og stundum losta, segja þær. Spegill. Meira
30. júlí 2011 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Óður til Vestmannaeyja

Á þriðjudaginn leikur Tríó Blik á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar verða leiknir söngvar Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 374 orð | 1 mynd

Pink Floyd og David Bowie áhrifavaldarnir

Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Tónlistarmaðurinn Binni Rögnvalds, eða Brynjar Páll Rögnvaldsson, gaf nýverið út plötuna A little Trip, en platan er EP-plata sem inniheldur sex lög eftir hann. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Rupert elskar Tom

Rupert Grint sem leikur Ron Weasly in Harry Potter-myndunum kom aðdáendum sínum á óvart þegar hann mætti í bol á frumsýningu Rise of the Plate of the Apes þar sem hann lýsti yfir aðdáun sinni á leikaranum Tom Felton, en hann fer með hlutverk Draco... Meira
30. júlí 2011 | Menningarlíf | 197 orð | 1 mynd

Skemmtilegt en strembið

Hamrahlíðarkórinn er fulltrúi Íslands á Aberdeen International Youth Festival sem hófst 27. júlí og stendur yfir til 6. ágúst í Aberdeen á Skotlandi. Er þetta eina alþjóðlega listahátíðin í Evrópu þar sem allir flytjendur eru ungt fólk. Meira
30. júlí 2011 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Sumartónleikum við Mývatn lýkur

Í kvöld leika hjónin Sigurður Ingvi Snorrason klarinettleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju. Á efnisskrá verða m.a. Meira
30. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Sveitaball og barnaskemmtun í Úthlíð

Hljómsveitin Góðir landsmenn leikur fyrir dansi á balli í Réttinni í Úthlíð í Biskupstungum í kvöld. Hljómsveitin spilar þar annað árið í röð en í fyrra skapaðist mikil og góð stemning. Meira

Umræðan

30. júlí 2011 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd

Draumalandið

Eftir Tómas Inga Olrich: "Sú fullyrðing að hugmyndir um samruna aðildarríkja ESB í eitt evrópskt sambandsríki tilheyri fortíðinni hefur ekki reynst rétt. Hún er enn við lýði." Meira
30. júlí 2011 | Aðsent efni | 431 orð | 2 myndir

Ert þú einn af þeim?

Eftir Magnús Vigni Árnason: "Hvar er Jóhanna Sigurðardóttir núna sem fyrir fáum árum barðist á hæl og hnakka gegn verðtryggingunni?" Meira
30. júlí 2011 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Fjárfesting eða efnahagsaðgerð

Eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson: "Mikilvægt er að menn átti sig á að þetta frumkvæði hins opinbera er fyrst og fremst efnahagsaðgerð en ekki fjárfesting sem slík." Meira
30. júlí 2011 | Bréf til blaðsins | 276 orð | 1 mynd

Fjármál eru persónuupplýsingar

Frá Kristni Inga Jónssyni: "Ríkisskattstjóri hefur nú opinberað álagningar- og skattskrár landsmanna við mikinn fögnuð sumra fjölmiðla og hnýsinna manna." Meira
30. júlí 2011 | Pistlar | 441 orð | 1 mynd

Forréttindi að bjarga barni

Um 700 þúsund börn, sem er meira en tvöfaldur íbúafjöldi Íslands, eru nú þegar lífshættulega vannærð í Austur-Afríku. Hjálparsamtök telja að í heildina sé lífi um tveggja milljóna barna ógnað vegna hungurs og skelfilegs aðbúnaðar. Meira
30. júlí 2011 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Hver á götulýsinguna?

Eftir Guðjón Leif Sigurðsson: "Mörg sveitarfélög hafa ekki sinnt eigendahlutverki sínu og talið að rekstur þeirra sé ófrávíkjanlegur hluti af rekstri viðkomandi veitu" Meira
30. júlí 2011 | Aðsent efni | 312 orð | 2 myndir

Litla-Hraun er góður kostur

Eftir Andrés Rúnar Ingason og Eyþór Arnalds: "Við óskum eftir góðu samstarfi við ríkið um uppbyggingu Litla-Hrauns og viljum leggja lóð á vogarskálarnar með hagkvæmar lausnir í fangelsismálum." Meira
30. júlí 2011 | Velvakandi | 134 orð | 3 myndir

Velvakandi

Sylvía er týnd Sylvía er lítil, grábröndótt kisa með skekkju á skottinu og var með rauða ól. Hún sást síðast föstudaginn 22. júlí, hún á heima á Bergstaðastræti 65, hún gæti hafa lokast einhvers staðar inni. Meira

Minningargreinar

30. júlí 2011 | Minningargrein á mbl.is | 1640 orð | 1 mynd | ókeypis

Alfred H. Einarsson

lfred H. Einarsson fæddist á Siglufirði 17. september 1923. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 12. júlí 2011. Meira  Kaupa minningabók
30. júlí 2011 | Minningargreinar | 225 orð | 1 mynd

Alfred H. Einarsson

Alfred H. Einarsson fæddist á Siglufirði 17. september 1923. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 12. júlí 2011. Foreldrar hans voru hjónin Kristmundur Eggert Einarsson, f. 16. janúar 1896, d. 13. febrúar 1961 og Borghild Hernes Einarsson, f. 28. Meira  Kaupa minningabók
30. júlí 2011 | Minningargreinar | 125 orð | 1 mynd

Ása Líney Sigurðardóttir

Ása Líney Sigurðardóttir fæddist í Kópavogi 1. júní 1959. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. júlí 2011. Útför Ásu Líneyjar fór fram frá Selfosskirkju 28. júlí 2011. Meira  Kaupa minningabók
30. júlí 2011 | Minningargreinar | 3313 orð | 1 mynd

Sveinbjörn Sigurjónsson

Sveinbjörn Sigurjónsson, bifreiðarstjóri, fæddist á Torfastöðum í Fljótshlíð þann 19. mars 1920. Hann lést á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, 17. júlí 2011. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Jónsson, bóndi, f. 24.6. 1898, d. 18.9. Meira  Kaupa minningabók
30. júlí 2011 | Minningargreinar | 678 orð | 1 mynd

Þuríður Kristín Ragnarsdóttir

Þuríður Kristín Ragnarsdóttir fæddist 10. maí 1934 í Reykjavík. Hún andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. júlí 2011. Foreldrar hennar voru Ruth Friðfinnsdóttir, húsfreyja, f. 16.2. 1909, d. 18.1.1937 og Ragnar H. B. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. júlí 2011 | Viðskiptafréttir | 44 orð | 1 mynd

Apple með meira lausafé en Obama

Þökk sé mjög góðum árangri það sem af er ári er Apple með meira lausafé en bandaríska ríkið. Nýjustu tölur frá bandaríska fjármálaráðuneytinu segja l ausafjárstöðu ríkissjóðs 73,7 milljarða dala. Meira
30. júlí 2011 | Viðskiptafréttir | 521 orð | 2 myndir

Engin heimild fyrir stofnun Eignasafns Seðlabankans

Fréttaskýring Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Eignasafn Seðlabanka Íslands var ekki stofnað á grundvelli neinna ákvæða í lögum um Seðlabanka Íslands. Meira
30. júlí 2011 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Fasteignavelta 11,5 milljarðar í júlí

Í júlímánuði hefur 427 samningum um f asteignakaup verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og nemur velta fasteignaviðskipta um 11,5 milljörðum. Meira
30. júlí 2011 | Viðskiptafréttir | 334 orð | 1 mynd

Fullyrða að Arion hafi brotið verklagsreglur

Arion banki fór ekki að öllum verklagsreglum sínum varðandi afgreiðslu á skuldavanda Svínabúsins Brautarholti ehf., að sögn Kristins Gylfa Jónssonar, en hann á ásamt bræðrum sínum tveimur Brautarholtsbúið ehf. Meira
30. júlí 2011 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Íslandsbanki fjármagnar Vallarveitu

Í kjölfar útboðs hafa samningar náðst milli Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. og Íslandsbanka um fjármögnun framkvæmda við Vallarveitu. Meira
30. júlí 2011 | Viðskiptafréttir | 220 orð | 1 mynd

Spánn í eldlínunni

Kastljós skuldakreppunnar á evrusvæðinu beindist að Spáni í gær. Meira

Daglegt líf

30. júlí 2011 | Daglegt líf | 155 orð | 1 mynd

Að geta tjaldað í næsta polli

Þegar veðrið er ekki sérlega gott, líkt og lítur út fyrir að veðrið um helgina verði, er gott að geta bjargað sér við ýmsar aðstæður. Ef tjaldið þitt er t.d. hundblautt og rifið þá getur verið ágætt að kunna að byggja sér skýli. Meira
30. júlí 2011 | Daglegt líf | 756 orð | 4 myndir

Kennsla endurvakin í Ólafsdal

Í Ólafsdal í Gilsfirði var unnið mikið frumkvöðlastarf á 19. öld. Það verður nú endurvakið með námskeiðshaldi þar sem þátttakendur munu meðal annars læra að nýta hráefni úr nærumhverfinu í matargerð. Meira
30. júlí 2011 | Daglegt líf | 89 orð | 1 mynd

...kíkið á markað í Laufási

Næstkomandi mánudag frá klukkan 13-16 verður haldinn markaðsdagur í Laufási í Grýtubakkahreppi. Þar verður á boðstólum fjölbreytt íslenskt handverk eins og silfurmunir, prjónavara, snyrtivörur og matvara úr héraði ásamt ýmsu öðru forvitnilegu. Meira
30. júlí 2011 | Daglegt líf | 265 orð | 1 mynd

Kveikir á Bogomil Font

„Ég er staddur á Egilsstöðum og er með atriði hér í kvöld við opnunina á Landsmóti ungmennafélaga. Við erum þar með parabólurnar sem eru stór og mikil hljóðfæri. Þetta er svaka stórt dót sem þarf að senda með flutningabílum á milli staða. Meira
30. júlí 2011 | Daglegt líf | 140 orð | 3 myndir

Listmunir, tíska og íslenskt góðgæti

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 19. sinn dagana 5.-8. ágúst næstkomandi. Þar munu hundrað sýnendur taka þátt í ár og fjölbreytnin verða mikil. Meira
30. júlí 2011 | Daglegt líf | 186 orð | 1 mynd

Sólarpúður, maskari og gloss skotheld þrenna í útileguna

Það er þægilegt að skella hárinu bara í tagl og vera ómálaður í sumarbústaðnum eða útilegunni. En ef þú vilt fríska dálítið upp á þig og vera sæt á kvöldvökunni eða ballinu þarf það ekki að kosta svo mikinn auka farangur. Meira

Fastir þættir

30. júlí 2011 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

80 ára

Ingibjörg Guðmannsdóttir er áttatíu ára í dag, 30. júlí. Ingibjörg ætlar að verja deginum með fjölskyldu... Meira
30. júlí 2011 | Árnað heilla | 179 orð | 1 mynd

„Ég er rosalegur KR-ingur“

„Það er leiðinlegt að eiga afmæli á þessum tíma,“ segir Páll G. Guðmundsson vélfræðingur sem fagnar 70 ára afmæli sínu í dag. Meira
30. júlí 2011 | Í dag | 212 orð

Einkavæðing fangelsanna

Karlinn á Laugaveginum kom gangandi niður Vegamótastíginn. Meira
30. júlí 2011 | Í dag | 23 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Nadja Oliversdóttir og Katrín Rut Kvaran héldu tombólu við Samkaup og Bakarameistarann í Suðurveri og söfnuðu 7.138 krónum sem þær færðu Rauða... Meira
30. júlí 2011 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og...

Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20. Meira
30. júlí 2011 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Guðmundur Ísak fæddist 12. janúar kl. 20.30. Hann vó 2.915 g...

Reykjavík Guðmundur Ísak fæddist 12. janúar kl. 20.30. Hann vó 2.915 g og var 49,5 cm langur. Foreldrar hans eru Berglind Eik Guðmundsdóttir og Pétur Ingi... Meira
30. júlí 2011 | Í dag | 323 orð

Stalín var hér

Haustið 1977 sýndi Þjóðleikhúsið leikritið „Stalín er ekki hér“ eftir Véstein Lúðvíksson. Sögusviðið var heimili Þórðar járnsmiðs árið 1957. Meira
30. júlí 2011 | Fastir þættir | 268 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji dagsins fær stundum senda tölvupósta sem ganga manna á milli og innihalda séríslenska aulafyndni. Aulahúmor er engu að síður húmor og stundum hittir hann í mark. Meira
30. júlí 2011 | Í dag | 85 orð

Þetta gerðist...

30. júlí 1951 Örn Clausen, 22 ára laganemi, setti Norðurlandamet í tugþraut, hlaut 7.453 stig. Þetta var næstbesti árangur í heiminum það ár. 30. júlí 1998 Stórbruni varð í Reykjavík þegar hús Nýja bíós við Lækjargötu eyðilagðist. Meira

Íþróttir

30. júlí 2011 | Íþróttir | 413 orð | 3 myndir

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods mun snúa til baka á golfvöllinn...

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods mun snúa til baka á golfvöllinn eftir þriggja mánaða fjarveru í næstu viku. Tiger tilkynnti á heimasíðu sinni að hann ætli að vera á meðal keppenda á WGC-Bridgestone boðsmótinu í Ohio. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 427 orð | 1 mynd

„Ég var strax spenntur“

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Handknattleikssamband Íslands greindi frá því í gær að sambandið hefði gengið frá ráðningu Ágústs Þórs Jóhannssonar í starf þjálfara A-landsliðs kvenna. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 615 orð | 2 myndir

„KR fær ekkert gefins“

Bikarinn Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það má reikna með mikilli stemningu þegar verslunarmannahelgarhátíðin á Ísafirði nær hámarki á morgun með undanúrslitaleik BÍ/Bolungarvíkur og KR í Valitor-bikarnum í knattspyrnu á Torfnesvelli kl. 16. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 111 orð

Benedikt byrjar í KR-heimilinu

Búið er að raða niður leikjum fyrir komandi leiktíð í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs úr Þorlákshöfn, heldur með nýliðana í KR-heimilið þar sem þeir mæta Íslandsmeisturunum í fyrstu umferð. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 254 orð

Birgir Leifur freistar þess að verja titil sinn í „Einvíginu á Nesinu“

„Einvígið á Nesinu“, hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, verður haldið í fimmtánda skipti á Nesvellinum á Seltjarnarnesi á frídegi verslunarmanna. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 226 orð

Bolt hafði yfirburði í Stokkhólmi

Heimsmethafinn í 100 og 200 metra spretthlaupum, Usain Bolt frá Jamaíka, hafði mikla yfirburði í 200 metra hlaupi á Demantamóti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Bolt hljóp vegalengdina á 20,03 sekúndum og var tæplega hálfri sekúndu á undan næsta manni. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Eller áfram við stjórnvölinn

Íshokkísambandið hefur gert nýjan eins árs samning við danska landsliðsþjálfarann Olaf Eller og mun hann því stýra liðinu á heimavelli þegar efri riðill 2. deildar heimsmeistaramótsins verður haldinn í Reykjavík í apríl á næsta ári. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 377 orð | 4 myndir

Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur nú lokið þátttöku sinni á sínu fyrsta...

Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur nú lokið þátttöku sinni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í 50 m laug í Shanghai í Kína. Hún synti 200 metra baksund á 2. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, Valitor-bikarinn: Torfnesvöllur...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, Valitor-bikarinn: Torfnesvöllur: BÍ/Bolungarvík – KR S16 GOLF Einvígið á Nesinu, góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL á Nesvellinum á Seltjarnarnesi. 9 holu höggleikur hefst kl. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 117 orð

Kristín varð heimsmeistari

Kristín Tsoukalas varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu þegar það vann 9:8 sigur á heimamönnum í Kína á heimsmeistaramótinu í sundi sem stendur yfir í Sjanghæ. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 460 orð | 2 myndir

Líf og fjör á leikmannamarkaðnum rétt áður en „glugganum“ er lokað

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Á miðnætti annað kvöld verður lokað fyrir félagskipti út yfirstandandi leiktíð í íslensku knattspyrnunni. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 519 orð | 4 myndir

Ólympíufarar í mótun

Fimleikar Sindri Sverisson sindris@mbl.is Fimmtíu ungir og efnilegir fimleikastrákar frá Íslandi, Danmörku og Noregi hafa síðustu vikuna verið í æfingabúðum í glæsilegum sal fimleikadeildar Ármanns í Laugardalnum. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Sagður fara til Vålerenga

Norski fjölmiðillinn TV2 fullyrti á vef sínum á ellefta tímanum í gærkvöldi að Veigar Páll Gunnarsson hefði skrifað undir samning við Vålerenga. Meira
30. júlí 2011 | Íþróttir | 108 orð | 4 myndir

Tíu þúsund manns á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ hófst á Egilsstöðum í gær þar sem krakkar og unglingar reyna með sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.