Bandaríkjamenn og Bretar andmæltu kröftuglega á alþjóðlegum fundi í London í fyrradag öllum tillögum Rússa, Kínverja og fleiri þjóða um að setja hömlur á tjáningarfrelsi á netinu.
Meira
Lögmenn Julians Assange, stofnanda WikiLeaks-vefjarins, hyggjast áfrýja dómi yfirréttar í London í gær um að framselja beri Assange til Svíþjóðar. Óvíst er þó hvort hæstiréttur Bretlands tekur málið fyrir.
Meira
Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fíkniefnamisferli. Maðurinn er erlendur ríkisborgari og hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.
Meira
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lokið er endurútreikningum á arðsemi Vaðlaheiðarganga og er þess vænst að ákvörðun verði tekin á allra næstu dögum um hvort ráðist verður í gerð jarðganganna.
Meira
Fastlega má gera ráð fyrir að eftirlitsnefnd með skuldaaðlögun einstaklinga og fyrirtækja muni starfa áfram eftir áramót að sögn Jónínu Rósar Guðmundsdóttur, varaformanns velferðarnefndar Alþingis.
Meira
„Er fátækt á Íslandi meiri eða minni en víða annars staðar í Evrópu?“ er efni fundar sem fram fer föstudaginn 4. nóvember kl. 13-15 í sal ÖBÍ á 9. hæð, Hátúni 10, Reykjavík.
Meira
Hulda Guðmundsdóttir guðfræðingur og Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur halda fyrirlestra um makamissi hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Meira
Ekkert þokaðist á fundi um kjör undirmanna á rannsóknarskipum Hafrannsóknastofnunar hjá ríkissáttarsemjara í gær. Fundurinn var stuttur og árangurslaus.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslendingar eiga heimsmet í nýrnagjafmildi sem lifandi gjafar. Undanfarna tvo áratugi hafa þeir verið um 70% allra nýrnagjafa. Alls hafa verið gefin 224 nýru hér á landi, þar af 139 úr lifandi gjafa.
Meira
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Margir af leiðtogum herflokka óbreyttra borgara í Líbíu, sem tóku þátt í að velta Muammar Gaddafi úr sessi, ætla ekki að standa við loforð um að láta vopn sín af hendi.
Meira
Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrsta alþingismanni Íslendinga úr hópi kvenna, verður reist minnismerki á áberandi stað í Reykjavík, jafnvel á horni Vallarstrætis og Thorvaldsensstrætis.
Meira
SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Félag nýrnasjúklinga hélt upp á 25 ára afmæli félagsins um liðna helgi og mættu þar um 200 manns. Við það tækifæri var nýrnagjöfum veitt viðurkenning fyrir framlagið.
Meira
Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Skilaboð ríkisskattstjóra um áhrif dóms Hæstaréttar vegna fjármögnunarleigusamnings sem Íslandsbanki gerði við kraftvélar voru skýr.
Meira
Umskipti virðast hafa orðið í röðum valdhafa í Búrma, þeir keppast nú við að lofa umbótum og segja að haldnar verði frjálsar kosningar á næsta ári.
Meira
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þann 10. nóvember næstkomandi verður hundaleikskólanum Voffaborg lokað fyrir fullt og allt og eigendur ferfættra nemenda skólans tilneyddir til að finna önnur dagvistunarúrræði.
Meira
Vopnaðir norskir lögreglumenn réðust í gær inn í félagsheimili glæpasamtakanna Hells Angels í Tromsdalen í Troms og í Ósló. Átta voru handteknir og verða þeir kærðir fyrir gróf fíkniefnabrot.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þeir sem eiga miða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld og annað kvöld geta nú andað léttar, tónleikarnir munu fara fram.
Meira
Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær lögreglumann sekan um líkamsmeiðingar af gáleysi fyrir að hafa ekið á ökumann sem hann veitti eftirför með þeim afleiðingum að maðurinn fótbrotnaði. Atvikið átti sér stað 22.
Meira
Baksviðs Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nokkuð er á reiki hvað gömlu jaxlarnir í uppsjávarflotanum hafa borið að landi af fiski á þeirri rúmu hálfu öld sem liðin er frá því að skipin komu til lands.
Meira
Málþing um miðborgina sem íbúðahverfi verður haldið í Tækniskólanum, áður Iðnskólanum á Skólavörðuholti, laugardaginn 5. nóvember kl. 11-15. Þar munu íbúar leitast við að svara ýmsum spurningum, s.s.
Meira
Fréttaskýring Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Svört atvinnustarfsemi veldur samfélaginu miklu tjóni og er jafnframt talsvert umfangsmeiri en áður var talið.
Meira
Andstæðingar hnattvæðingar mótmæla á ströndinni í Suðaustur-Frakklandi en leiðtogar G-20 ríkjanna halda fund í Cannes í dag og þar er mikil öryggisgæsla. Á spjaldinu stendur: „G 20 hópurinn passar sig vel og tekur enga áhættu“.
Meira
Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Kantsteini við útkeyrslu út af endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi var breytt í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Kópavogsbæ í gær.
Meira
Tveir með öllu Þessir piltar áttu það svo sannarlega skilið að fá sér tvær með öllu í Bæjarins beztu pylsum í miðborginni og þeir nutu þess út í ystu æsar, enda geta dugnaðarforkar orðið glorsvangir í erli dagsins og góðgætið rennur þá ljúflega...
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verkefni fyrir erlend útgerðarfyrirtæki hafa fyrst og fremst stuðlað að vexti, stöðugleika og slagkrafti Slippsins á Akureyri, að sögn Antons Benjamínssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Meira
Stórsveit Öðlinga Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, er að hefja sitt annað starfsár. Fyrir skömmu lék hún við messu í Seltjarnarneskirkju og á morgun, föstudaginn 4.
Meira
Dagur félagsmiðstöðva var haldinn hátíðlegur áttunda árið í röð í gær. Markmið dagsins er að gefa ungum og öldnum tækifæri til að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi og kynnast starfinu þar.
Meira
Ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig hefur bein og skjót áhrif á fjármögnunarkostnað fyrirtækja sem hafa á undanförnum misserum í stórauknum mæli tekið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.
Meira
Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það kom fram eindreginn vilji þeirra til að koma af stað verkefnum hérna. Það var náttúrlega það jákvæða við þennan fund, bæði af hálfu iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar, og við bara fögnum því.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gyrðir Elíasson rithöfundur tók í gærkvöldi við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs, við hátíðlega athöfn í Konunglega tónlistarskólanum í Kaupmannahöfn.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Leiðbeiningar sem Vegagerðin hefur samþykkt og vinnur eftir gera ekki ráð fyrir veglýsingu á þjóðvegum utan þéttbýlis nema í undantekningartilvikum.
Meira
Uppi varð fótur og fit á fréttastofu Ríkisútvarpsins í fyrradag þegar fréttist að George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, vildi leyfa löndum sínum að greiða atkvæði um hvort þeir ættu taka á sig þann niðurskurð sem hin evruríkin telja nauðsynlegan...
Meira
Afar lítil aðsókn var að nýjustu kvikmynd leikarans Johnny Depp, The Rum Diary, í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en myndin var frumsýnd þar föstudaginn sl. Myndin skilaði fimm milljónum dollara í miðasölu sem þykir afar slakt.
Meira
Eftir langan dag er fátt meira afslappandi en að leggjast upp í sófa fyrir framan sjónvarpið og horfa á vel gerðan matreiðsluþátt. Einn slíkur þáttur er Nigella í eldhúsinu sem RÚV sýnir á fimmtudagskvöldum kl. 20.05.
Meira
„Ég get ekki skrifað dóm um Florence. Ég er ástfangin af henni.“ Þessi orð lét ég falla við samstarfsfélaga minn og þau lýsa vel vandkvæðum mínum við að skrifa þennan dóm.
Meira
Færeyska söngkonan Guðríð Hansdóttir vakti mikla athygli á nýliðinni Airwaves-hátíð. Hún er búsett á landinu um þessar mundir og heldur tónleika á Gauknum í kvöld.
Meira
Breski leikarinn Hugh Grant er orðinn faðir. Þetta staðfesti kynningarfulltrúi Grants í dag en vildi hins vegar ekki upplýsa um nafn barnsmóður hans. Svo virðist sem Grant hafi átt í leynilegu sambandi og barneignir ekki á dagskránni.
Meira
Tom Six, leikstjóri The Human Centipede 2, er væntanlegur til landsins í næstu viku og mun sitja sérstaka „spurt og svarað“-sýningu 10. nóvember. Myndirnar atarna þykja með ógeðfelldustu myndum sem sýndar hafa...
Meira
Menningarhátíðin Dagar myrkurs hefst á Austurlandi í dag og stendur til 13. nóvember. Mikið verður um að vera í Sláturhúsinu á Egilsstöðum næstu daga, í boði viðburðir tengdir hátíðinni. Í dag kl.
Meira
Undanfarin ár hefur ljósmyndarinn Jónas Hallgrímsson myndað íslenskt fitness-fólk á skipulegan hátt til þess að skrásetja með skipulegum hætti þá sem stunda íþróttina.
Meira
Menningarhátíðin Safnahelgi á Suðurlandi verður sett í Sögusetri á Hvolsvelli í dag og stendur fram á sunnudag. Almenn dagskrá hefst á föstudag og nær um allt Suðurland. Í Listasafni Árnesinga verður boðið upp á listamannsspjall á sunnudag kl. 14.
Meira
Glíman, óháð tímarit um guðfræði og samfélag, Reykjavíkurakademían og Skálholtsskóli standa fyrir málþingi um sjálfskilning og tilvistarvanda mannsins frá ýmsum sjónarhornum guðfræði, bókmenntafræði og heimspeki á föstudag og laugardag.
Meira
Á laugardag kl. 13.30 til 16.00 verður haldið ritþing helgað Vigdísi Grímsdóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Jórunn Sigurðardóttir stjórnar ritþinginu og spyrlar verða Hrafn Jökulsson og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir.
Meira
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Steinar Fjeldsted tónlistarmaður er best þekktur sem einn stofnmeðlimum Quarashi. Í næstu viku kemur hins vegar út lagið „Cigarettes“ sem hann stendur einn og óskiptur að.
Meira
Sönglög Sigursveins D. Kristinssonar verða flutt á tónleikum í sal Tónskólans á Engjateigi 1 á laugardaginn kl. 14.00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að komin er út heildarútgáfa laganna.
Meira
Næstkomandi sunnudag lýkur sýningu Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur í Listasafni ASÍ. Þórey er menntuð við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Hochschule fur Angewandte Kunst í Vínarborg. Hún hefur haldið einkasýningar m.a.
Meira
Fyrir tíu árum síðan eða svo reið hið svokallaða síðrokk röftum. Seiðandi, naumhyggjuleg, dramatísk og oft ósungin tónlist var málið og hljómsveitir eins og Mogwai, Godspeed you black emperor! og Tortoise voru hylltar sem frelsishetjur rokksins.
Meira
Eftir Gústaf Adolf Skúlason: "Verði þetta samþykkt mun þjóðin ekki getað kosið um þjóðréttarskuldbindingar við afsal fullveldis Íslands till ESB."
Meira
Frá Jóhanni Boga Guðmundssyni: "Áður fyrr voru galdramenn taldir vita meira en hinn almenni borgari, þetta var þeirra skoðun sem og almennings á þeim tíma. Þeir voru með gjörninga í gangi til gagns sem og ógagns."
Meira
Karl Sigurbjörnsson hefur fengið á sig óvægna og óvenju harða gagnrýni. Það er nokkurn veginn sama hvað biskup segir eða gerir, reitt fólk sprettur upp og æpir: Fussum, svei og skammastu þín! Ósanngirnin í garð Karls biskups er ákveðið rannsóknarefni.
Meira
Eftir Einar Kristin Guðfinnsson: "Það verður engin alvöru viðreisn í efnahagslífinu nema sjávarútvegurinn geti tekið þátt í henni. Það er í hendi stjórnvalda að skapa þær aðstæður."
Meira
Hestakerra hvarf Fyrir um það bil þremur vikum var þessari hestakerru stolið á iðnaðarsvæði í Hafnarfirði. Hún er fjögurra hesta með skráningarnúmer EE071.
Meira
Aðalsteinn Kristjánsson fæddist á Hjöllum í Skötufirði 14. nóvember 1925. Hann lést 28. október 2011. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Guðmundsdóttir, f. 12. september 1890, d. 3. janúar 1983, og Kristján Einarsson, f. 23. ágúst 1887, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Ebeneser Konráðsson fæddist á Sauðárkróki 11. júlí 1953. Hann lést eftir stutta sjúkdómslegu á Landspítalanum í Fossvogi 21. október 2011. Foreldrar hans voru Sigríður Helga Skúladóttir, f. 17. mars 1911 á Hornstöðum í Dalasýslu, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Ríkarðsdóttir fæddist á Eiríksgötu 11, Reykjavík, 5. janúar 1947. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 18. október 2011. Foreldrar hennar voru Ríkarður Elías Kristmundsson kaupmaður, f. 3. júní 1912, d. 5. september 1970, og Guðrún Helgadóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Jóhanna Andrésdóttir, Hanna Andrésar, fæddist á Siglufirði 15. desember 1923. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. október 2011. Móðir hennar var Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. 1889, og faðir Andrjes Hafliðason verslunarmaður, f. 1891.
MeiraKaupa minningabók
Sveinn Halldór Hermann Friðbjörnsson fæddist í Hnífsdal 23. apríl 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. október 2011. Foreldrar hans voru hjónin Sólveig Steinunn Pálsdóttir, f. 30. nóvember 1899, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
Fjarðarkaup Gildir 3.-5. nóvember verð nú áður mælie. verð Nautafille úr kjötborði 2.798 3.498 2.798 kr. kg Svínakótelettur úr kjötborði 998 1.498 998 kr. kg Hamborgarar m/brauði, 4x80 g 576 680 144 kr. stk. FK 1/1 ferskur kjúklingur 765 890 765 kr.
Meira
Um síðustu helgi var opnaður nýr íslenskur vefmiðill undir nafninu innihald.is en hann er ætlaður fyrir innihaldsríka umræðu um allt milli himins og jarðar en einnig hugsaður sem afþreyingarvefur.
Meira
Nú þegar hrekkjavakan er nýafstaðin er þó nokkuð um að í verslunum séu enn til grasker í tilefni hátíðarinnar. Að matreiða úr keri þessu getur verið hin besta skemmtun og frábær tilbreyting.
Meira
Full ástæða er til að minna á kvikmyndadaga Amnesty International sem hófust í gær í Bíó Paradís og standa til 13. nóvember. Yfirskrift kvikmyndadaganna er (Ó)sýnileg og vísar í starf samtakanna síðustu fimmtíu ár.
Meira
Fólk á það til að aðgreina sinn hóp frá öðrum með því að telja hann smekklegri en annan og dálítið fágaðri. Rannsóknir á ímynd lágstéttarkvenna í breskri samtímamenningu má að hluta til bera saman við orðræðu íslensks samfélags um svokallaðar skinkur.
Meira
Gylfi Pálsson sendi fyrirspurn vegna vísu sem skaut upp í kollinn á honum við lestur Vísnahornsins: Frúin unga fögur var, forðaðist þunga getnaðar en Árni slunginn á sér bar eistu, pung og þess konar.
Meira
Birgir Svan Símonarson, rithöfundur og deildarstjóri, ætlar heldur betur að taka sextugsafmælið með trompi og gefur út ljóðabók í tilefni dagsins auk þess að halda heilar þrjár afmælisveislur.
Meira
Það vakti athygli Víkverja þegar hann fékk bréf þar sem hann var beðinn um að taka þátt í könnun á ferðavenjum að ekki var gefið loforð um nafnleynd, heldur látið nægja að heita því að trúnaðar yrði gætt.
Meira
3. nóvember 1960 Tollgæslan lagði hald á mikið af smyglvarningi í Lagarfossi, m.a. 2.160 brjóstahaldara, 720 pör af nælonsokkum og 528 sokkabuxur. Morgunblaðið spurði: „Smyglhringur að verki?“ 3.
Meira
Fimleikakonan Dominqua Belányi stóð sig vel á ungverska Grand Prix mótinu í fimleikum sem haldið var á dögunum en mótið er eitt af heimsbikarmótunum og Grand Prix seríunni þar sem peningaverðlaun eru í boði.
Meira
Ragna Ingólfsdóttir þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að komast áfram í 2. umferð á opna Bitburger mótinu í badminton sem stendur yfir í Þýskalandi.
Meira
Hamar vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express-deild kvenna á þessu keppnistímabili þegar liðið vann nokkuð stóran sigur á Fjölni, 87:69, í Hveragerði í gærkvöldi.
Meira
Árni Freyr Guðnason, helsti markaskorari ÍR-inga í 1. deildinni í knattspyrnu undanfarin sumur, hefur ákveðið að flytja sig um set í höfuðborginni og leika með Fylki.
Meira
HK komst upp að hlið Íslandsmeistara Vals á toppi N1-deildar kvenna í handknattleik í gærkvöldi. HK vann Gróttu 33:26 í fyrsta leik 5. umferðar á Seltjarnarnesi en HK hafði yfir 19:14 að loknum fyrri hálfleik.
Meira
Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaðurinn skæði í liði Íslands- og bikarmeistara KR, er kominn heim frá Englandi en hann var til skoðunar hjá enska 1. deildar liðinu Brighton.
Meira
Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, fyrri leikur: Neulengbach – Malmö 1:3 • Þóra B. Helgadóttir lék allan tímann fyrir Malmö sem og Sara Björk Gunnarsdóttir sem skoraði tvö marka liðsins.
Meira
Ólafur Örn Bjarnason, fráfarandi þjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu, er laus allra mála hjá félaginu. Þetta staðfesti Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær.
Meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, er einn fimm þjálfara sem koma til greina sem næsti þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström samkvæmt frétt norska blaðsins Romeriks Blad í gær.
Meira
Fimleikar Kristján Jónsson kris@mbl.is Evrópumeistararnir í hópfimleikum úr Gerplu hafa orðið fyrir talsverðum skakkaföllum að undanförnu og liðið fer vængbrotið á Norðurlandamótið sem haldið verður í Noregi um aðra helgi.
Meira
Ástralski sundmaðurinn Ian Thorpe viðurkennir að hann sé taugaóstyrkur en hann er að undirbúa sig fyrir að keppa á sínu fyrsta móti síðan hann hætti í íþróttinni fyrir fimm árum.
Meira
Hann hikar reyndar aðeins fyrst við fulla inngjöf en svo verður gaman. Þrátt fyrir þetta myndarlega afl eyðir hann ekki nema 6,4 lítrum í blönduðum akstri og 5,7 lítrum í langkeyrslu.
Meira
Föstudagur Lethal Weapon 2 er bíó með eitthvað fyrir alla; strákarnir fá linnulítinn hasar, dömurnar fá Mel Gibson á hátindi ferilsins. Klárlega sú besta af myndunum...
Meira
Allt er á fullu hjá Margréti Pálmadóttur kórstjóra þessa dagana. Síðustu vikur hafa m.a. farið í æfingar með kórnum Vox Feminae fyrir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Meira
Seldir eru um fimmtíu bílar af nýrri útgáfu af Toyota Yaris sem er komin til landsins. Bílsins hefur, að sögn Páls Þorsteinssonar upplýsingafulltrúa Toyota, verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda er Yaris með vinsælustu bílum á Íslandi.
Meira
Það er alltaf gaman að breyta gömlum hlutum í eitthvað nýtt, nothæft og fallegt. Það eitt af því skemmtilegasta sem ég geri og yfirleitt tekst það bara með smá hugmyndarflugi – og málningu.
Meira
Granatepli eru sérkennilegur ávöxtur þar sem einungis fræin eru borðuð. Fræin eru talin ákaflega holl en þau eru full af andoxunarefnum sem hafa góð áhrif á ónæmiskerfið. Einnig er sagt að þau hafi jákvæð áhrif á blóðrás og æðaveggi auk fleiri þátta.
Meira
Í dag verður opnuð sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur og er það í sjötta sinn sem sýningin er haldin. „Sýningunni hefur verið gríðarvel tekið undanfarin ár“ segir Fjóla Guðmundsdóttir hjá Handverki og hönnun.
Meira
Heit eplakaka er alltaf vinsæl þegar gestir koma í heimsókn eða sem eftirréttur eftir góða máltíð. Gott er að bera kökuna fram með ís eða þeyttum rjóma. 200 g sykur 200 g smjör 4 egg 110 g hveiti 1½ tsk. lyftiduft Fylling 3 epli 1½ tsk kanill 2 msk.
Meira
Hann segir að sér líði eins og fimmtugum, og það er alls ekki hægt að segja annað en að Einar Bollason beri aldurinn vel, en þessi landskunna körfuboltakempa, landsliðsþjálfari, og hestamennskufrömuður verður 68 ára á sunnudag.
Meira
Leikritið Hreinsun, sem byggt er á samnefndri verðlaunabók rithöfundarins Sofi Oksanen, var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í vikunni sem leið.
Meira
Leiðrétting: Í síðasta pistli var fjallað um varahluti í Renault (Kangoo) vegna endurnýjunar heddpakkningar. Við samanburð á varahlutaverði urðu þau mistök að borið var saman verð á svokölluðu slípisetti í umboði (28 þús. kr.
Meira
Kurteis ökumaður lítils sendibíls í frönsku Miðjarðarhafsborginni Nice fékk að reyna það, að hjálpsemi í umferðinni borgar sig ekki alltaf. Hann stöðvaði bílinn við hringtorg til að hleypa gamalli konu yfir veginn.
Meira
Lára Stefánsdóttir, dansari, danshöfundur og pilates-kennari, hefur í nógu að snúast þessa dagana sem skólastjóri Listdansskóla Íslands. Undirbúningur er hafinn fyrir jólasýningar nemenda og útskriftarnemendur eru að vinna að stóru verki. Þá eru líka prófin á næsta leiti.
Meira
Hægt er að fá innsýn í stormasama ævi Judyar Garland í samnefndri sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þar bregður Lára Sveinsdóttir sér í hlutverk bandarísku söng- og leikkonunnar ástkæru, og segir sögu Judyar gegnum mörg vinsælustu lög hennar.
Meira
Nýleg viðbót við húsgagnalínu Ralphs Laurens er þessi áhugaverði og einfaldi leðurstóll. Svipaðir stólar úr taui hafa verið nokkuð vinsælir hérlendis síðustu árin, en í útfærslu Ralphs Laurens fær stóllinn óneitanlega á sig allt annað yfirbragð.
Meira
Allt er á fullu hjá Ólafíu Jakobínu Ernudóttur innanhúsarkitekt. Ekki aðeins hefur hún í nógu að snúast með hin ýmsu hönnunarverkefni heldur er hún sýningarstjóri nýopnaðrar jólasýningar Hönnunarsafns Íslands, sem fengið hefur yfirskriftina Hvít jól .
Meira
Bókin Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar er ný matreiðslu- og lífsstílsbók eftir hjónin Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egil Hrafnsson. Virkilega flott bók sem gaman er að grúska í allan ársins hring.
Meira
Svona hugmynd gæti aðeins komið upp í Bandaríkjunum. Í bænum Hull í Wisconsin-ríki hafa bæjarfulltrúar komið fram með þá nýstárlegu hugmynd að banna hjólandi, gangandi og hlaupandi vegfarendum að fara um götur bæjarins innan um akandi umferð.
Meira
Veitingahúsið Brauðbær við Óðinstorg býður nú þriðja haustið í röð upp á smurbrauðshlaðborð í hádeginu. Hlaðborðið hefur verið ákaflega vinsælt hjá minni eða stærri hópum, enda kostar það aðeins 1.980 krónur.
Meira
Seltu gætir lítið í loftinu fyrir norðan og því endast bílar þar betur en annars staðar. Á Akureyri eru ófáir eldgamlir eðalbílar í umferð og margir enn á A-merkjum gamla...
Meira
Sem handlangari hjá föður mínum í byggingarvinnu varð ég ferlega klár í að naglhreinsa. Á sama tíma bar ég líka út blöð og man enn hverjir voru áskrifendur. Björk Varðardóttir, þjálfari hjá World...
Meira
Heimsfrumsýning verður á glænýjum Mazda Takeri, flaggskipi Mazdafjölskyldunnar, sem fram fer á bílasýningunni í Tókýó í lok nóvember. Sýningarbíllinn verður með 2,2 lítra díselvél með tveimur rafölum og er hún með sérlega lágt þjöppuhlutfall.
Meira
Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík hefur endurnýjað bílaflota sinn með kaupum á tveimur jeppum af gerðinni Ford Escape Hybrid árgerð 2011. Luis E.
Meira
Tilbúinn grjónagrautur frá MS kom á markað fyrir ári og hefur hann notið mikilla vinsælda hjá neytendum. Grauturinn er í 500 g dósum og hann þarf aðeins að hita upp í örbylgjuofni eða potti.
Meira
Þótt París, Mílanó og New York séu jafnan taldar höfuðvígi hátískunnar þýðir það ekki að tískan eigi sér ekki fleiri heimaborgir. Reyndar eru tískuvikur haldnar um heim allan og margt forvitnilegt sem gefur að líta á pöllunum þar sem annars staðar.
Meira
Sófakartaflan, sem er svo heppin að búa erlendis, situr um þessar mundir límd yfir nýjustu þáttunum í hryllingsseríunni The Walking Dead . Að vísu getur Sófakartaflan ekki horft á þættina í beinni útsendingu, heldur verður að horfa á upptökur yfir...
Meira
Þjóðólfsvegur gengur eins og rauður þráður í gegnum alla mína tilveru. Ég var tveggja ára þegar ég flutti hingað með foreldrum mínum og hér bjó ég alveg fram að þeim tíma að ég fór í framhaldsskóla.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íslendingar eru kröfuharðari neytendur í dag en þeir voru fyrir nokkrum árum að sögn Þuríðar Hjartardóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna.
Meira
Ef launamunur kynjanna er konum jafnmikið í óhag og sumir vilja halda fram, þá blasir við að sá sem stofnar fyrirtæki skipað konum eingöngu mun léttilega valta yfir samkeppnina.
Meira
Samkvæmt upplýsingum frá Miðengi, dótturfélagi Íslandsbanka, er söluferlinu á BLIH, móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf.
Meira
Alþjóðasamtök fjármálafyrirtækja (IIF), hagsmunasamtök stærstu banka heims, vara leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims við áhrifum þess að eiginfjárkröfur verði hækkaðar og segja að það kunni að tryggja nýtt samdráttarskeið í Evrópu.
Meira
Erkibiskupinn af Kantaraborg segir ensku biskupakirkjuna hafa ríka hagsmuni af siðbót fjármálamarkaða og hefur lýst stuðningi sínum við fyrirhugaðan fjármagnstekjuskatt á verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti á evrópska efnahagssvæðinu.
Meira
Mér finnst að það liggi eiginlega í augum uppi að forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, sé kominn með svo kalda fætur (e. cold feet), að það hljóti að vera stutt í kvefið og hálsbólguna hjá honum.
Meira
Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur hefur bein og skjót áhrif á fjármögnunarkostnað fyrirtækja sem hafa á undanförnum misserum í stórauknum mæli tekið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.
Meira
Eitt öflugasta hjálpartæki stjórnenda er ISO-gæðastjórnunarstaðlarnir. Þegar kröfustaðallinn 9001 er skoðaður sést að kröfurnar sem þarf að uppfylla snerta alla helstu þætti sem vel rekin fyrirtæki þurfa að huga að og vakta.
Meira
Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi eftir skatta var 5,4 milljarðar króna, borið saman við 5,2 milljarða á sama tíma fyrir ári. Afkoma félagsins var í samræmi við spár greiningaraðila.
Meira
Staðfærsla Kex hostel er að vera lítið sjálfbært póstkort af Reykjavík. Kex er farfuglaheimili með mikla sál sem byggist á sögunni sem fylgir húsinu sem það starfar í.
Meira
Mest viðskipti voru með hlutabréf í HB Granda í liðnum októbermánuði og námu viðskiptin samtals 7.581 milljón króna. Þar á eftir komu fyrirtækin Marel (1.483 milljónir) og Össur (85 milljónir). Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 9.
Meira
Þýska smásölukeðjan Metro er í viðræðum um að selja vöruhúsakeðjuna Kaufhof og hefur rætt við nokkra mögulega kaupendur. Þar á meðal fasteignafélag sem er að hluta í eigu gríska skipakóngsins Georges Economous.
Meira
Hagnaður japanska bílaframleiðandans Nissan dróst saman um 12% á fyrri hluta rekstrarársins frá því sem var á sama tímabili í fyrra. Nam hagnaðurinn 183,4 milljörðum jena, 272 milljörðum króna.
Meira
Birna Ósk Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Símans. Birna Ósk hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2001, fyrst í kynningarmálum en á árunum 2003-2006 starfaði hún á starfsmannasviði Símans.
Meira
Fréttastofa Ríkisútvarpsins flutti fréttir um helgina af þeirri skoðun Ólínu Þorvarðardóttir alþingismanns að ríkissjóður hefði orðið af níu milljörðum með þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að úthluta makrílkvóta án endurgjalds.
Meira
Fréttaskýring Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Ráðamönnum beggja vegna Atlantsála varð það loksins ljóst í haust að tíminn væri orðinn naumur til þess að afstýra meiriháttar áfalli á fjármálamörkuðum vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu.
Meira
• Mikil óvissa einkennir hagspár greiningaraðila • Hagstofan spáir þrisvar sinnum meiri hagvexti en ASÍ á næsta ári • Seðlabankinn segir vöxt í einkaneyslu meginuppsprettu hagvaxtar næstu árin • Fjárfesting verður enn í sögulegu...
Meira
• Kreppan hefur kennt mörgum íslenskum heimilum fjárhagslega varkárni • Þó ástandið virðist mjög svart um þessar mundir er oftar en ekki hægt að finna svigrúm til að vinna að betri fjárhag • Fjölskyldan öll á að ræða fjármál saman með uppbyggilegum hætti
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.