Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf. færðu nýverið heilsugæslunni á Fáskrúðsfirði hjartsláttarrita og sendistöð að gjöf.
Meira
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hækka heildaraflamark í íslenskri sumargotssíld um 40 þúsund tonn. Í haust var úthlutað 5 þúsund tonnum í sama aflamarki og er því heildaraflamark í sumargotssíld 45 þúsund tonn.
Meira
Verði áform um lækkun sóknargjalda á næsta ári staðfest á Alþingi verða tekjur þjóðkirkjunnar af sóknargjöldum rúmlega 1,5 milljarðar, en þessar tekjur voru rúmlega 1,8 milljarðar árið 2007.
Meira
Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sex þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, þrír á laugardag og tveir á sunnudag.
Meira
Bergljót Arnalds frumflutti lag á hátíðinni Hjertefred í Noregi og var sýnt frá atriði hennar í fréttum í norska sjónvarpinu. Þúsundir manna voru mættar.
Meira
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Nokkrir aðilar geta átt tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipið Alma var dregið stýrislaust frá Hornafirði til Fáskrúðsfjarðar um helgina.
Meira
Toggi læðir frá sér plötu eftir áralanga bið í vikunni en hann samdi hið feikivinsæla „Þú komst við hjartað í mér“ sem Hjaltalín og Páll Óskar gerðu vinsælt á sínum tíma. Platan kallast Wonderful Secrets.
Meira
Eldar, samvinnuverkefni Björgvins Ívars og Valdimars, hefur nú borið ávöxt og er það fyrsta breiðskífa þeirra, Fjarlæg nálægð. Platan kemur út í dag, 7. nóvember 2011, og verður fáanleg í öllum helstu hljómplötuverslunum...
Meira
Javier „Txapote“ García Gaztelu, fyrrverandi herforingi basknesku aðskilnaðarsamtakanna ETA, var í gær dæmdur í 105 ára fangelsi fyrir morðið á sveitarstjórnarmanni og lífverði hans í bílsprengjuárás árið 2000.
Meira
Nýja flugfélagið Wow Air, í aðaleigu Skúla Mogensen, hefur fengið hátt í 1.000 umsóknir um störf sem nýlega voru auglýst. Flestar umsóknir eru um störf flugliða en einnig voru stjórnunarstöður auglýstar.
Meira
Baksvið Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Viðræður um myndun nýrrar þjóðstjórnar eftir afsögn George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, stóðu fram á kvöld í gær.
Meira
Ungir lestrarhestar Lestrarvika Arion banka og Disney hófst í gær. Markmiðið með henni er að hvetja börn til að vera dugleg að lesa og í lok vikunnar verður lestrarhestur...
Meira
Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Allt stefnir í að ríki og borg láni 730 milljónir til Austurhafnar-TR sem er skráður eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Borgarráð samþykkti lánið fyrir helgi og ríkið hefur gefið vilyrði sitt fyrir láninu.
Meira
Íslenska landsliðið tapaði 1-3 fyrir sterkri stórmeistarasveit Georgíu í gær. Helgi Ólafsson hélt áfram sigurgöngu sinni, vann sína þriðju skák í röð þegar hann vann stórmeistarann Merab Gagunashvili örugglega í mjög vel tefldri skák á 4. borði.
Meira
Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtakanna í Berlín nú í nóvember. Fundurinn var sóttur af kvenlögfræðingum víða að úr Evrópu sem og fulltrúum aðildarfélaga samtakanna.
Meira
Fregnir af yfirvofandi afsögn Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, eru stórlega ýktar, ef marka má yfirlýsingar hans á Facebook-síðu sinni í gær.
Meira
Sviðsljós Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Nokkrir erlendir hjólreiðamenn sem komu við á tjaldstæðinu í Hveragerði í sumar kvörtuðu undan áhrifum af brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun. Í einu tilfelli fann hjólreiðamaður fyrir verulegum óþægindum.
Meira
Fréttaskýring Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Engin nauðgun var tilkynnt í Ósló um helgina. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að nauðganir á götum úti hafa færst verulega í vöxt í norsku höfuðborginni.
Meira
Starfsmenn Skógræktar og skógræktarfélaga hafa undanfarið höggvið stærri jólatré til að nota á torgum sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum. Einar Óskarsson dró ekki af sér við þessa iðju í Haukadal og vel virtist ganga.
Meira
„Verslunin virðist hafa byrjað fyrr og maður heyrir það líka í kringum sig að fólk sé jafnvel farið að horfa til jólagjafa fyrr,“ segir Kristján Þór Harðarson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs Valitors, en tölur frá fyrirtækinu um notkun...
Meira
Ferðavenjur viðskiptavina og gesta Landspítalans verða kannaðar í dag og næstu daga og er það liður í undirbúningi vegna byggingar nýs Landspítala. Sambærileg könnun hefur þegar verið send starfsfólki spítalans.
Meira
Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru Halls Reynissonar gegn stéttarfélaginu VR vegna átaks þess gegn kynbundnum launamun sem fólst í því að veita konum sérstakan 10% afslátt af vörum og þjónustu í september sl.
Meira
Málfundafélag Lögréttu býður til málfundar í dag, þriðjudaginn 8. nóvember, kl. 15 í húsnæði Háskólans Reykjavík, stofu V101. Umræðuefni fundarins er áhrif niðurstöðu Hæstaréttar um gildi neyðarlaganna.
Meira
Um 74 þúsund erlendir gestir komu til landsins með skemmtiferðaskipum árið 2010, 2% fleiri en á árinu 2009. Tölur fyrir þetta ár liggja ekki fyrir en búast má við fjölgun.
Meira
Óvíst var í gær hvort farið yrði fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir öðrum mannanna í stóra fíkniefnamálinu sem upp kom í síðasta mánuði, en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í dag.
Meira
Hjartað sló örar í brjóstum margs uppgjafarhermannsins á Rauða torginu í Moskvu í gær þegar rússneskir hermenn fylktu liði í herklæðum Rauða hers Sovétríkjanna. Tilefnið var að 70 ár eru liðin frá sögulegri göngu hinn 7.
Meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking og forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, formann samráðshóps í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Meira
Tvær skilvísar og strangheiðalegar stúlkur komu við á lögreglustöðinni við Hverfisgötu aðfaranótt sunnudags síðastliðins með peningaveski sem þær höfðu fundið í miðborg Reykjavíkur.
Meira
Fréttaskýring Egill Ólafsson egol@mbl.is Frá hruni hafa tekjur þjóðkirkjunnar af sóknargjöldum lækkað um fjórðung eða rúmlega 600 milljónir króna. Ástæðan er sú að gjöldin hafa verið lækkuð ár frá ári og auk þess hefur fækkað í þjóðkirkjunni.
Meira
Taívönskum sjómönnum tókst í gær að yfirbuga sómalska sjóræningja sem höfðu haldið þeim gíslingu í þrjá daga undan ströndum Austur-Afríku. Áhöfnin á bátnum ákvað að berjast gegn sjóræningjunum og tókst að hrekja þá alla í sjóinn.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjármálaráðherra telur ekki ástæðu til að fá óháða aðila til að fara yfir útreikninga stjórnar Vaðlaheiðarganga um möguleika á endurgreiðslu lána.
Meira
Laun vegna björgunar flutningaskipsins Ölmu um helgina gætu numið stórum fjárhæðum en verðmæti farmsins hleypur á nokkrum hundruðum milljóna króna. Um borð í skipinu, sem nú liggur við bryggju á Fáskrúðsfirði, eru um 3.
Meira
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Um sjö þúsund einstaklingar hafa leitað til ráðgjafarþjónustu umboðsmanns skuldara frá 1. ágúst í fyrra. Samtals hafa borist 3.774 umsóknir um greiðsluaðlögun frá fólki sem á í verulegum fjárhagserfiðleikum vegna skulda.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir Hjörtur J. Guðmundsson Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi var kölluð út um klukkan ellefu í gærkvöldi vegna verkfæraskúrs við heimahús sem fór af stað í rokinu.
Meira
Þorláksbúðarfélagið, sem er að reisa Þorláksbúð við hlið Skálholtskirkju, fékk byggingarleyfi sl. föstudag, en framkvæmdir hófust vorið 2010. Byggingarnefnd samþykkti framkvæmdina í fyrravor að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Meira
Nýjasti neyðarfundur ESB virðist hafa breytt jafn litlu og hinir fyrri eins og Evrópuvaktin bendir á: Viðskiptaheimurinn í Evrópu hefur takmarkaða trú á því, sem stjórnmálamennirnir eru að gera.
Meira
Út er komin bókin Hellisbúinn Harrí eftir Einar Guðmundsson, en höfundur hefur um langt árabil verið búsettur í Þýskalandi. Í bókinni eru þrír þættir af hellisbúanum Harrí.
Meira
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Toggi eða Þorgrímur Haraldsson gaf nú á dögunum út sína aðra plötu, Wonderful Secrets , ásamt Sveinbirni Bjarka Jónssyni, Don Pedro, Hallgrími Jóni Hallgrímssyni og Helga Egilssyni.
Meira
Tropicalia-sveit Kristínar Bergsdóttur kemur fram á tónleikum í hausttónleikaröð Múlans í kvöld, þriðjudag, í Norræna húsinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Meira
Lady Gaga var siguvegari kvöldsins á MTV-tónlistarhátíðinni í Belfast í fyrrakvöld. Hún fékk fern verðlaun; sem besta söngkonan, fyrir besta lagið, besta myndbandið og að auki fékk hún aðdáendaverðlaun.
Meira
Íslenskar sjónvarpsstöðvar hafa um árabil fært áhorfendum heima í stofu fréttir af fræga fólkinu með hjálp spjallþáttastjórnenda. Hver man ekki eftir hinum knáa Arsenio Hall í árdaga Stöðvar 2?
Meira
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari koma fram í kvöld, þriðjudag klukkan 20, á öðrum Tíbrártónleikum vetrarins í Salnum.
Meira
Ryan Reynolds hefur sagt vinum sínum frá því að hann geti ekki ímyndað sér lífið án Blake Lively. Hollywood-parið hefur reynt að fara leynt með samband sitt en allt bendir til þess að samband þeirra þróist hratt.
Meira
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Kómedíuleikhúsið á Ísafirði kemur í leikferð suður og sýnir tvo einleiki á Cafe Catalinu í Kópavogi í kvöld kl. 20.00.
Meira
Norræna spunahljómsveitin IKI hlaut um helgina dönsku tónlistarverðlaunin fyrir sína fyrstu hljómplötu í flokki sunginnar djasstónlistar. Söngkonurnar í sveitinni eru níu og koma frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Noregi.
Meira
Í síðustu viku hófst ný djasstónleikaröð á Kex Hostel að Skúlagötu 28. Aðrir tónleikar raðarinnar verða í kvöld þegar standardasveit saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram.
Meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor flytur í dag, þriðjudag, fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands: Hvað er (mis)notkun sögunnar? Fyrirlesturinn kallar Hannes Söguskoðanir og sögufalsanir .
Meira
Það þarf ekki að koma á óvart að blaðamaðurinn hugprúði Tinni standi á toppi bíólistans – og nú aðra vikuna í röð. Myndin spyrst vel út enda engin furða þegar Steven Spielberg og Peter Jackson halda um tauma.
Meira
Eftir Jakob Björnsson: "Jökulsá á Fjöllum verður ekki fyrir öðrum áhrifum af virkjuninni en þeim, að rennslið um Dettifoss minnkar, en þó ekki svo mikið að tröllsvipur hans láti áberandi á sjá að sumri til."
Meira
Frá Sigrúnu Eddu Lövdal: "Stjórn BARNSINS, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir yfir furðu sinni á ummælum sem komu fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 2. nóvember sl."
Meira
Eftir Bjarna Benediktsson: "Tillögur þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru í senn einfaldar, róttækar og ítarlegar. Grunnstefið er að styrkja stöðu heimilanna og blása nýju lífi í atvinnulífið með því að stórauka fjárfestingar, samhliða því sem komið er skikki á fjármál ríkissjóðs."
Meira
Arndís Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 20. september 1960. Hún lést á líknardeild LSH 26. október 2011. Útför Arndísar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 4. nóvember 2011.
MeiraKaupa minningabók
Brynja Kristín Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 14. desember 1937. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 26. október 2011. Útför Brynju fór fram frá Dómkirkjunni 7. nóvember 2011.
MeiraKaupa minningabók
Friðgerður Sigurðardóttir fæddist í Botni í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp 21. ágúst 1924. Hún andaðist á líknardeild Landakotsspítala 27. október 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Jónasson, f. 14. júní 1886, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Ólafur Þór Egilson fæddist í Barcelona á Spáni 13. júní 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 22. október 2011. Útför Gunnars fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. október 2011.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík 16. mars 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. október 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Erlendur Pálmason skipstjóri og síðar útgerðarmaður, fæddur í Nesi í Norðfirði 17. desember 1895, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Bergsson fæddist í Reykjavík 9. september 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi eftir stutta legu 1. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Bergur Thorberg Þorbergsson vélstjóri, f. 30. september 1894 í Reykjavík, d. 29.
MeiraKaupa minningabók
Sigurgeir Scheving, leikstjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 8. janúar 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 24. október 2011. Útför Sigurgeirs fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 29. október 2011.
MeiraKaupa minningabók
Sæbjörg Elsa Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 30. desember 1941. Hún lést 19. október 2011. Foreldrar hennar voru Jón Hjaltason vegaverkstjóri, f. 29.3. 1898, d. 7.12. 1972, og Eva Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 22.8. 1908, d. 16.12. 1993.
MeiraKaupa minningabók
Greining Íslandsbanka segir að raungengi íslensku krónunnar hafi hækkað um 1,3% á milli september og október síðastliðins á mælikvarða hlutfallslegs verðlags og raungengi hækki nú þriðja mánuðinn í röð.
Meira
Sífellt fleiri aðhyllast hráfæði en í slíku mataræði er hráefnið ekki hitað upp fyrir 47°. Þeir sem fylgja slíku mataræði borða mikið af grænmeti, spírum, hnetum og fræjum.
Meira
Það var á fleiri stöðum en Íslandi sem sterkar konur reyndu fyrir sér um helgina. Í Frakklandi kepptu konur frá öllum heimshornum í World Weightlifting Championships sem haldin var í Disney-garðinum í Marne-la-Vallee um helgina.
Meira
Svokallaðar ketilbjöllur eru nú afar vinsæl tól til að nota í líkamsrækt, bæði hér heima á litla Íslandi sem og úti í hinum stóra heimi. Ketilbjallan er þó ekki ný af nálinni því saga hennar nær langt aftur í aldir.
Meira
Bryndís Ólafsdóttir bar sigur úr býtum í keppninni Sterkasta kona Íslands 2011 sem fram fór í Hörpu um helgina. Bryndís mælir með ólympískum lyftingum fyrir konur og segir lyftingarnar bæði laga líkamsstöðu og draga úr vöðvabólgu.
Meira
Kerlingin á Skólavörðuholtinu varð æf er hún heyrði ýjað að því í Vísnahorninu, að þar væri fleiri kerlingar að finna: „Ég ætlaði að steinhætta að yrkja en þegar ég las bullið í Reinhold Richter í Vísnahorninu þá hrökk þessi vísa út úr kjaftinum á...
Meira
„Ég ætlaði nú að reyna að leyna þessu,“ sagði fjallamaðurinn Haraldur Örn Ólafsson í léttum dúr þegar hann var í gær minntur á að í dag verður hann fertugur.
Meira
Víkverji veit fátt skemmtilegra en að fletta gömlu dagblöðum sem eru vitaskuld stórkostleg heimild um tíðarandann hverju sinni. Auðveldlega má festast við þá iðju tímunum saman.
Meira
8. nóvember 1949 Fyrstu umferðarljósin voru tekin í notkun á fjórum fjölförnustu gatnamótunum í miðbæ Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu voru þau sögð „hin sanngjörnustu“ og að þau stöðvuðu engan „lengur en bráðnauðsynlegt er“.
Meira
Danmörk SönderjyskE – AGF 1:1 • Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson léku allan leikinn fyrir SönderjyskE, Arnar Darri Pétursson var varamarkvörður liðsins. • Aron Jóhannsson skoraði mark AGF á 16. mín., en var skipt út af á 77....
Meira
Aron Jóhannsson skoraði mark AGF í gær kvöld þegar liðið gerði jafntefli við SönderjyskE á útivelli, 1:1, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Aron skoraði markið á 16. mínútu en hann lék í 77 mínútur með AGF.
Meira
Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fyrir átján árum skoraði 15 ára gamall piltur mark fyrir Dalvík í leik gegn HK í 2. deildinni á Dalvíkurvelli. Það fór svo sem ekkert í sögubækurnar á þeim tíma.
Meira
Fjölnismenn héldu um síðustu helgi sitt árlega Sambíómót í körfubolta fyrir stráka tíu ára og yngri og stúlkur ellefu ára og yngri. Þar var spilaður körfubolti frá því snemma á laugardagsmorgni og fram yfir hádegi á sunnudegi, með tilheyrandi hléum.
Meira
Magnús Þórir Matthíasson, knattspyrnumaður úr Keflavík, er genginn til liðs við Fylkismenn og samdi við þá til tveggja ára í hær en þetta kom fram á Fótbolti.net. Magnús er 21 árs og hefur leikið ýmist sem miðjumaður eða kantmaður með Keflvíkingum.
Meira
Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Íslandsmeistari í karate, vann tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun í einstaklingskeppni á Opna Stokkhólmsmótinu í karate sem fram fór um nýliðna helgi.
Meira
Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona halda sigurgöngu sinni áfram í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Í gærkvöldi unnu þeir Bari á útivelli, 1:0, með sigurmarki átta mínútum fyrir leikslok.
Meira
Vegna handarbrots Einars Inga Hrafnsson handknattleikmanns þurfti að skrúfa saman bein í handarbaki hægri handar hans síðasta föstudag af lækni hér heima á Íslandi áður en Einar Ingi hélt til síns heima í Danmörku um helgina.
Meira
Kristján Jónsson kris@mbl.is Óvenjuþungur dómur féll hjá aganefnd Golfsambands Íslands þegar íslenskur kylfingur var dæmdur í árs keppnisbann hinn 10. október síðastliðinn.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.