Basar og nytjamarkaður verður haldinn í safnaðarheimili Áskirkju á morgun, sunnudaginn 13. nóvember, klukkan 12:00. Á boðstólum verða kökur og ýmsir eigulegir hlutir bæði nýir og notaðir, segir í tilkynningu.
Meira
Kristján Þór Magnússon , lýðheilsufræðingur, hefur varið doktorsritgerð sína „Hreyfing og þrek 7 og 9 ára Íslendinga – Samanburður tveggja úrtaka og áhrif tveggja ára skólaíhlutunar“, í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.
Meira
Martin Messner efnafræðingur hefur varið doktorsritgerð sína, „Hópmyndanir sýklódextrínflétta“, við lyfjafræðideild á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Sýklódextrín eru hjálparefni sem notuð eru við lyfjagerð.
Meira
Helga Zoëga varði nýverið doktorsritgerð sína „Geðlyfjanotkun meðal barna: Samanburður á notkun ADHD-lyfja á Norðurlöndunum og áhrif lyfjameðferðar við ADHD á námsárangur“ í lýðheilsuvísindum frá lyfjafræðideild á heilbrigðisvísindasviði...
Meira
Arndís S. Árnadóttir listfræðingur hefur varið doktorsritgerð sína, Nútímaheimilið í mótun – fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900-1970, við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.
Meira
Eyvindur Ari Pálsson lauk doktorsprófi í stærðfræði í maí sl. frá Cornell-háskóla í Íþöku, NY, Bandaríkjunum. Doktorsritgerðin er á sviði stærðfræðigreiningar.
Meira
Barnaheill fengu Eggert Pétursson listmálara og Þórarin Eldjárn ljóðskáld og rithöfund til liðs við sig við gerð jólakorts í ár. Með því að kaupa kortið er stutt við bakið á starfi samtakanna í þágu barna hér á landi og erlendis.
Meira
Guðni Einarsson Rúnar Pálmason Leitarmenn á Sólheimajökli voru í gær að nálgast 300 metra hæðarlínuna á jöklinum, að sögn Jóns Hermannssonar í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Hellu.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Einstökum framleiðendum verður ekki heimilt að framleiða meira en 15% af heildarframleiðslu svínaafurða, verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lögum. Einn framleiðandi er nú með um 50% framleiðslunnar.
Meira
Þessir tvíburar fæddust á sjúkrahúsi í indversku borginni Ahmedabad í gær, á ellefta degi ellefta mánaðar 2011. Stúlkan til vinstri fæddist klukkan 11.11 um morguninn að staðartíma en bróðir hennar um mínútu áður.
Meira
Garðabær lagði Fljótsdalshérað í spurningakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi, Útsvari, með 85 stigum gegn 67. Engu að síður komust Héraðsbúar áfram sem eitt af fjórum stigahæstu tapliðunum. Aðeins ein viðureign er eftir í 1.
Meira
Margir fylgdust spenntir með þegar sekúndutalan á tölvuúrum tikkaði upp í 11:11:11 í gær, hinn 11.11.11, enda ekki á hverjum degi sem slíkt fagurfræðilegt fyrirbrigði á sér stað.
Meira
Árlegt jólakaffi Hringsins verður haldið á Broadway sunnudaginn 4. desember næstkomandi, kl. 13:30. Miðasala hefst kl. 13. Boðið er upp á girnilegt kaffihlaðborð að hætti Hringskvenna og dagskráin glæsileg að vanda.
Meira
fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verkfall 15 undirmanna á skipum Hafrannsóknastofnunar hefur nú staðið síðan í lok september. Ekki hefur verið fundað í deilunni hjá ríkissáttasemjara síðustu daga.
Meira
Egils Gull frá Ölgerðinni var á dögunum valinn besti standard lagerbjórinn í heiminum í samkeppninni World Beer Awards. Alls var keppt í meira en þrjátíu flokkum og valið stóð á milli ríflega fimm hundruð tegunda.
Meira
Baksvið Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Snemma á þessu ári vöknuðu grunsemdir lögreglu um að verið væri að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna til landsins frá Rotterdam.
Meira
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Icesave, Evrópusambandið og efnahagsástandið í heiminum var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á fundi þeirra í Lundúnum í gær.
Meira
Embættismenn í Moskvu sögðu fyrr í vikunni að þeir væru að leggja drög að áætlun um að reisa 220 metra hátt útsýnishjól sem yrði mun hærra en Hjólið mikla í Peking, hæsta útsýnishjól heims.
Meira
Waldorf-leikskólinn Ylur og Waldorf-skólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar í dag, laugardaginn 12. nóvember, frá kl. 12-17. Margskonar handverk verður í boði sem börn og foreldrar allra bekkja hafa unnið.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Prentvélarnar í Odda stoppa ekki þessa dagana, þar er unnið allan sólarhringinn við að koma jólabókunum í verslanir í tíma.
Meira
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna býður í ár upp á tvær gerðir af jólakortum. Bragi Einarsson hefur búið til jólakortamyndir fyrir félagið í mörg ár og er nú komið að jólasveininum Hurðarskelli.
Meira
Jólakortasalan er hafin hjá Hjartaheillum, landssamtökum hjartasjúklinga. Félagsmenn og aðrir velunnar samtakanna eru beðnir um að taka vel á móti sölufólkinu okkar. Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru tíu kort í pakka og kosta 1.
Meira
Þótt starfsmenn sendiráða og ræðismannskrifstofa Bretlands séu allir af vilja gerðir til að hjálpa ferðamönnum, sem lenda í vandræðum, eru takmörk fyrir því sem þeir geta gert.
Meira
Leit að sænskum ferðamanni átti að hefjast á Sólheimajökli klukkan 06.30 í morgun, að sögn Jóns Hermannssonar í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Hellu í gærkvöldi.
Meira
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þeir sem vilja vita hvort stórhneykslum hafi í tímans rás verið sópað undir teppið hjá Eimskip og SÍS gætu nú komist í feitt. Norræni skjaladagurinn er í dag og settur þjóðskjalavörður, Eiríkur G.
Meira
„Það kom mér á óvart þegar ég heyrði hnúfubaka syngja í Skjálfandaflóa, en söngurinn tengist makaleit og mökun,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir doktorsnemi, en hljóðupptökur hennar hafa sýnt fram á söng hnúfubaka í Skjálfanda um miðjan...
Meira
Svölurnar, félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja, stendur í dag fyrir markaði til að afla fjár til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni sem er á förum til Frakklands í handleggjaágræðslu.
Meira
Nemandi í grunnskóla í Reykjavík sló kennara við skólann í gær þegar kennarinn og umsjónarmaður skólans reyndu að hindra hann í því að aka rafmagnsvespu inni í skólabyggingunni.
Meira
ÚR BÆJARLÍFNU Birna G. Konráðsdóttir Borgarfjörður Flestir bændur eru búnir að heimta fé sitt af fjalli. Ein og ein eftirlegu kind er þó að líkindum einhvers staðar ráfandi.
Meira
Stúlka, nemandi í Ölduselsskóla í Breiðholti, lét ekki glepjast þegar maður reyndi að tæla hana upp í bíl til sín rétt fyrir klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldið.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Her Suður-Súdans sakaði í gær stjórnarherinn í Súdan um að hafa orðið átján hermönnum að bana og sært 73 til viðbótar í árás yfir landamæri ríkjanna.
Meira
Fyrrverandi eigendur svínabúsins í Brautarholti á Kjalarnesi segja rangt að Arion banki og forverar hans hafi þurft að afskrifa milljarða af skuldum búsins eftir að bankinn yfirtók reksturinn 2004 og aftur 2010.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Auglýsing sem Sveinbjörn Benediktsson, fyrrverandi bóndi í Landeyjum, setti í nýjasta tölublað Bændablaðsins hefur vakið athygli.
Meira
Íslendingar höfnuðu í 26. sæti á Evrópumóti landsliða í skák sem lauk í Grikklandi í gær. Vann íslenska sveitin góðan sigur á þeirri skosku í níundu og síðustu umferð mótsins, 4-0. Urðu Íslendingar því efstir Norðurlandaþjóðanna á mótinu.
Meira
Knut Storberget hefur sagt af sér embætti dómsmálaráðherra Noregs eftir að hafa gegnt því í sex ár. Storberget neitaði því að afsögnin tengdist gagnrýni sem lögregluyfirvöld hafa sætt vegna viðbragða þeirra við fjöldamorðunum 22. júlí.
Meira
baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hnúfubakurinn, sem merktur var með gervitunglasendi í Eyjafirði fyrir viku, var í gær í nágrenni við höfnina í Keflavík.
Meira
Sviðsljós Andri Karl andri@mbl.is „Rafbókavæðingin er að hefjast á Íslandi sem og í löndunum í kringum okkur,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. „Hún er mjög spennandi og komin til að vera.
Meira
Á tólfta tímanum í gærkvöldi höfðu um 160 umsagnir borist um þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um rammáætlun, sem ætlað er að marka stefnu um hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða.
Meira
Fréttaskýring Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talsvert hefur dregið úr veltu spilakassa hér á landi eftir kreppu. Talið er að aukin aðsókn Íslendinga í happdrættissíður á netinu eigi þar hlut að máli.
Meira
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Rannsóknir benda til þess að spilafíklum fjölgi mest í hópi ungs fólks á Íslandi. Spila ungmennin á ólöglegum happdrættissíðum á netinu. „Fá ungmenni fara í spilakassa miðað við það sem áður var.
Meira
Heilbrigðisstofnun Vesturlands stendur frammi fyrir 250 milljóna króna niðurskurði og verði fjárveitingar til hennar skertar í samræmi við fjárlagafrumvarp næsta árs þarf hún að segja upp tugum starfsmanna. Guðjón S.
Meira
Prentsmiðjur eru í óðaönn að ljúka við prentun jólabókanna í ár en langstærstur hluti þeirrar prentunar fer fram í Odda. Þar eru prentvélarnar keyrðar áfram allan sólarhringinn svo að bækurnar komist í verslanir í tæka tíð.
Meira
Egill Ólafsson egol@mbl.is Ef fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verða skertar í samræmi við fjárlagafrumvarp næsta árs þarf stofnunin að segja upp tugum starfsmanna.
Meira
Minnihluta stjórnar Samtaka atvinnulífsins hefur tekist að knýja í gegn ályktun á stjórnarfundi um að haldið skuli áfram viðræðum um aðild Íslands að ESB.
Meira
Gallerí Fold og Bókin Klapparstíg efna til bókauppboðs á vefnum uppboð.is í dag. Á uppboðinu verða sjaldgæfar og sögulega merkilegar bækur og má þar nefna frumútgáfu af God rest you merry Gentlemen eftir Hemingway sem gefin var út í New York 1933.
Meira
Leikarinn Billy Crystal hefur tekið að sér starf kynnis á næstu óskarsverðlaunaafhendingu. Eddie Murphy átti upphaflega að gegna því starfi en hætti við. Crystal hefur átta sinnum gegnt hlutverki kynnis á hátíðinni og ætti því að vera nokkuð sjóaður.
Meira
Tónleikasyrpan 15:15 hefst á ný í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, klukkan 15.15. Duo Harpverk, skipað Katie Buckley hörpuleikara og Frank Aarnink slagverksleikara, ríður á vaðið með nýjum verkum sem öll eru skrifuð fyrir þau.
Meira
Fjallabræður halda tvenna tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 19. nóvember. Þeim til halds og trausts verða vitfirringarnir þrír, Jónas Sig., Magnús Þ. Sigmundsson og...
Meira
Söngkonan Sigríður Thorlacius heldur tónleika í Hörpu 17. nóvember nk. og mun á þeim flytja franskar dægurlagaperlur. Tónleikarnir bera yfirskriftina Joie de vivre.
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hollenski kvikmyndaleikstjórinn Tom Six er staddur hér á landi vegna frumsýningar á nýjustu kvikmynd sinni, The Human Centipede II (Full Sequence).
Meira
Það er mikið ánægjuefni að RÚV skuli setja Downtown Abbey á dagskrá að nýju. Þessi góði breski búningaþáttur um húsbændur og hjú er með allra besta sjónvarpsefni. Þarna eru Bretar á essinu sínu.
Meira
Í hádeginu í dag leikur Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju, sem einnig er skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar, verk eftir Johann Sebastian Bach og César Franck í kirkjunni. Aðgangur að tónleikunum, sem hefjast kl.
Meira
Hrafnkell Sigurðsson er myndlistarmaður mánaðarins hjá SÍM, Samtökum íslenskra myndlistarmanna, og var sýning á verkum hans opnuð í húsi samtakanna, Hafnarstræti 16, í gær.
Meira
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Höfuðborg Íslands er um þessar mundir bókmenntaborg UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og því er vel við hæfi að nú skuli haldin fyrsta bókamessan í Reykjavík.
Meira
Bandaríkjamaðurinn Bilal Ahmed hefur höfðað skaðabótamál á hendur Lionsgate, framleiðslufyrirtæki kvikmyndarinnar The Next Three Days fyrir óleyfilega notkun á ljósmynd af sér í myndinni.
Meira
Á morgun, sunnudaginn 13. nóvember kl. 14, verður Jón Proppé listheimspekingur með leiðsögn um sýninguna Þá og nú í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.
Meira
Disney mun frumsýna The Secret World of Arrietty, japanska teiknimynd á vegum Ghibli-versins á næsta ári með ensku tali. Stikla er nú komin inn á veraldarvefinn og styðst hún að megninu til við tónlist frá Jónsa okkar.
Meira
Hópurinn Orthus Games hreppti fyrstu verðlaun í leikjahönnunarkeppni Nýsköpunarmiðstöðvar í ár, Game Creator, fyrir leikinn Relocator. Hópinn skipa Tyrfingur Sigurðsson, Burkni Óskarsson og Ingþór Hjálmarsson.
Meira
Listinn lengist sífellt yfir þá leikara sem leika í næstu kvikmynd Quentins Tarantion, Django Unchained. Þeir sem komnir eru á lista eru Jamie Foxx, Leonardo DiCaprio, Christoph Waltz, Samuel L.
Meira
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sveinn Dúa Hjörleifsson tenórsöngvari heldur útgáfutónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 20. Tilefnið er útkoma fyrstu einsöngsplötu Sveins Dúu; Værð, íslenskt söngvasafn .
Meira
Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur: "Traustið er hægt að endurvinna með aukinni áherslu á almannahagsmuni en einnig með breytingum hjá stjórnmálaflokkunum sjálfum."
Meira
Eftir Tryggva V. Líndal: "Ef Grikkir kjósa með hjarta sínu, þá getur svo farið í besta lagi að þeir nái að berja í brestina líkt og Íslendingar í Icesave-málinu."
Meira
Eftir Erling Garðar Jónasson: "Þetta er ekkert sem hefur ekki skeð áður. Það er ekkert mál að leysa þennan vanda ef stjórnin hefði áhuga á að leysa hann."
Meira
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins.
Meira
Frá Halldóri Úlfarssyni: "Ég er einn af þeim sem voru tiltölulega sáttir við úrslit síðustu alþingiskosninga, hélt þá að félagshyggjustjórn myndi standa með almenningi. Hvílík vonbrigði og hryllingur."
Meira
Ég tel nú Ein spurning. Nennir enginn lengur að segja ungu fólki til? Í lífinu almennt, það er að segja. Dæmigert yngra fólk virðist ýmist fá litlar leiðbeiningar frá sér reyndara eða gera ekkert með þær.
Meira
Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: "Afrakstur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn er því fyrst þensla og hrun og svo stöðnun í bland við pólitískar öfgar."
Meira
Eiríkur Guðnason fæddist í Keflavík 3. apríl 1945. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 31. október 2011. Útför Eiríks fór fram frá Hallgrímskirkju 9. nóvember 2011.
MeiraKaupa minningabók
Elsa Guðbjörg Jónsdóttir fæddist á Svalbarði á Borgarfirði eystra 7. september 1928. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Egilsstöðum 4. nóvember 2011. Foreldrar Elsu voru hjónin Jón Björnsson, f. 1899, d. 1970, og Sigrún Ásgrímsdóttir, f.1898, d. 1985.
MeiraKaupa minningabók
Emil Hilmar Eyjólfsson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1935. Hann lést í Beaujeu í Frakklandi 18. október 2011. Bróðir Emils er Kristján Eyjólfsson. Eftirlifandi eiginkona Emils er Hélène Isnard.
MeiraKaupa minningabók
Guðbjörg Sigrún Valgeirsdóttir fæddist að Mýrum í Dýrafirði 28. mars 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 27. október 2011. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Margrét Guðmundsdóttir, hún ólst upp að Mýrum í Dýrafirði, f. 15. september 1901, d.
MeiraKaupa minningabók
Haukur Andrésson fæddist á Stöðvarfirði 4. febrúar 1921. Hann lést á Landspítalanum við Fossvog 21. október 2011. Foreldrar hans voru þau Andrés Carlsson, kaupmaður á Stöðvarfirði, og Vilfríður Þórunn Bjarnadóttir. Bræður Hauks eru Pétur Karl, f. 30.
MeiraKaupa minningabók
Karl Sigurður Njálsson var fæddur í Reykjavík 17. mars 1936. Hann lést á líknardeild Landakots 20. október 2011. Foreldrar hans voru Njáll Benediktsson f. 16.7. 1912, d. 19.11. 2000 og kona hans Málfríður Baldvinsdóttir f. 8.9. 1915, d. 4.1. 2004.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Oddsson fæddist í Reykjavík 13. maí 1943. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 3. nóvember 2011. Útför Ólafs Oddssonar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 10. nóvember 2011.
MeiraKaupa minningabók
Sigurlína Árnadóttir fæddist á Atlastöðum í Svarfaðardal 26. apríl 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki 30. október 2011. Foreldrar Sigurlínu voru: Árni Árnason, f. 19. júní 1892, d. 4. des. 1962, og Rannveig Rögnvaldsdóttir, f. 8. okt.
MeiraKaupa minningabók
Sigþór Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 12. júlí 1948. Hann lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans 26. október 2011. Útför Sigþórs var gerð frá Bústaðakirkju 10. nóvember 2011.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Ingi Vagnsson fæddist á Þverá í Blönduhlíð, Skagafirði, 7. október 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 27. október 2011. Foreldrar Stefáns voru Vagn Gíslason, f. 6. nóvember 1901, d. 4. október 1986, og Fjóla Stefánsdóttir, f. 9.
MeiraKaupa minningabók
Steinunn Erla Marinósdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 7. febrúar 1948. Hún lést á sjúkrahúsi Fjallabyggðar 31. október 2011. Steinunn Erla var dóttir hjónanna Einars Marinós Jóhannessonar frá Viðvík við Bakkafjörð, f. 16. ágúst 1901, d. 18.
MeiraKaupa minningabók
Síversnandi aðstæður á fjármálamörkuðum gera það að verkum að erfitt verður að fjármagna skuldsetningu björgunarsjóðs Evrópusambandsins, sem settur var á laggirnar vegna skuldakreppunar á evrusvæðinu. Þetta segir Klaus Regling, sem stýrir sjóðnum.
Meira
Hörður Ægisson hordur@mbl.is Landsbankinn er með allt of hátt eiginfjárhlutfall og gæti auðveldlega greitt ríkinu 50 milljarða króna arð. Staða bankans yrði eftir sem áður mjög sterk.
Meira
Ráðamenn Japans reyna nú eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að vandræði myndavélaframleiðandans Olympus skaði orðspor japanska fjármálamarkaðarins.
Meira
Stjórn bresku sjónvarpsstöðvarinnar BSkyB hefur lýst því yfir að hún standi öll að baki stjórnarformanni sínum, James Murdoch. Financial Times greindi frá þessu í gær.
Meira
Í fyrradag höfðu tæp 20 þúsund félög skilað ársreikningi fyrir árið 2010, eða um 60,5% fyrirtækja, en skilaskyld fyrirtæki eru um 32 þúsund. Samkvæmt tölum Creditinfo höfðu 16.800 félög skilað ársreikningi á sama tíma í fyrra, eða um 51,6% fyrirtækja.
Meira
Áhugafólki um íslenska fatahönnun býðst að eiga stefnumót við tvo fatahönnuði á Listasafni Kópavogs um helgina í tilefni afmælissýningar Fatahönnunarfélags Ísland.
Meira
Hún segir vatnsberaöldina standa fyrir aukna tæknivæðingu, hraða, frelsi, sjálfstæði og nýsköpun. Einnig boðar öldin sú aukið jafnvægi á milli karl- og kvenelementanna.
Meira
Svört vinna er mest í minnstu fyrirtækjunum í landinu. Þetta er ein af helstu niðurstöðum verkefnisins Leggur þú þitt af mörkum sem nú er að ljúka. Verkefnið var mjög umfangsmikið, að því er fram kom þegar eftirtekja þess var kynnt í sl. viku.
Meira
Það er oftast mikið um dýrðir þegar nýjasta nýtt í nærfatatískunni frá Victoria's Secret er kynnt. En fyrirtækið er þekkt fyrir flott nærföt, heimaföt og baðföt.
Meira
Mörgum finnst þægilegt að geta keypt sér föt og aðrar vörur á netinu. Ýmsar íslenskar vefsíður hafa sprottið upp sem auðvelda fólki að kaupa vörur erlendis frá. Vefsíðan outfit.
Meira
„Í þetta sinn verða það bara við tvö og nánasta fjölskylda sem hittast og borða saman í kvöld hjá einum syni mínum, synirnir eru þrír og barnabörnin eru alls átta,“ segir Árni Guðjónsson, vélvirki en hann er sjötugur í dag.
Meira
Tónleika- og skemmtistaðurinn NASA við Austurvöll fagnar tíu ára afmæli sínu um helgina. Tímamótunum verður fagnað með pompi og prakt og glæsilegri afmælisdagskrá í kvöld.
Meira
Karlinn á Laugaveginum var í sólskinsskapi í gær. Hann var að koma ofan af Skólavörðuholtinu og hafði hitt kerlinguna, sem hann sagði að hefði í mörgu að snúast, þótt haustverkunum væri lokið: Mér er hún mikil hrelling en matarleg er kerling.
Meira
Stundum er eins og menn fái ekki flúið meinleg örlög, sem þeim eru búin og þeir hafa jafnvel sjálfir grun um. Eru mörg dæmi þess í Íslendinga sögum. En þetta gerist líka á okkar dögum. Umberto I., konungi Ítalíu, var sýnt banatilræði í nágrenni Rómar...
Meira
Víkverji hefur verið að velta fyrir sér stjörnugjöf og bókadómum í haust. Víkverji hefur tekið eftir því að sumir gagnrýnendur gefa yfirleitt ekki meira en þrjár stjörnur á mögulegum fimm stjörnu skala.
Meira
12. nóvember 1958 Skipherra breska herskipsins Russell hótaði að sökkva varðskipinu Þór ef það tæki breska togarann Hackness sem var með ólöglegan umbúnað veiðarfæra 2,5 sjómílur út af Látrabjargi.
Meira
Inga Elín Cryer, úr ÍA, bætti eigið met í 200 m flugsundi á öðrum keppnisdegi Íslandsmeistaramótsins í 25 m laug í Laugardalslaug í gær. Hún synti á 2.16,72 mínútum og bætti fyrra met um 1,25 sekúndur en það met setti hún í gær.
Meira
Gervigras Kristján Jónsson kris@mbl.is Breytingar eru fyrirhugaðar á heimavelli knattspyrnuliða Stjörnunnar í Garðabæ en meistaraflokkar félagsins eru báðir í efstu deild og kvennaliðið varð raunar Íslandsmeistari í haust.
Meira
Kristján Jónsson kris@mbl.is „Við erum afskaplega glaðir,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Njarðvíkinga, skömmu eftir að liðið innbyrti sigur, 99:95, á ÍR í Seljaskóla eftir spennandi leik.
Meira
Guðni Kristinsson skoraði 10 mörk fyrir ÍR þegar liðið varð fyrst til þess að vinna ÍBV í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi, lokatölur 36:31 fyrir lærisveina Bjarka Sigurðsson sem léku á heimavelli í Austurbergi.
Meira
Húsleit var gerð hjá Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, á miðvikudaginn vegna gruns um að hann hefði þegið mútur í tengslum við tekjur sambandsins af sjónvarpsrétti.
Meira
Jakobi Erni Sigurðarsyni, landsliðsmanni í körfuknattleik, var í gærkvöldi sýndur mikill heiður en hann var þá tekinn inn í Frægðarhöllina í sínum gamla háskóla í Bandaríkjunum.
Meira
Besta handknattleiksdómarapar Þýskalands, tvíburabræðurnir Bernd og Reiner Methe, létust í bílslysi í gær þegar þeir voru á leið til Balingen þar sem þeir áttu að dæma leik heimamanna og Magdeburg í þýsku 1. deildinni. Þeir voru 47 ára gamlir.
Meira
Ragna Ingólfsdóttir er eini íslenski keppandinn sem komst í átta manna úrslit í einliðaleik kvenna á Iceland Interntional-badmintonmótinu sem nú stendur yfir í TBR-húsinu.
Meira
Fulltrúar Arion banka og Sprotaþings Íslands skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning og er bankinn nú aðalbakhjarl Sprotaþingsins. Samstarfið felur meðal annars í sér að bankinn heldur Sprotaþing Íslands í samvinnu við Klak nýsköpunarmiðstöð.
Meira
Glatt var á hjalla hjá Bílabúð Benna um sl. helgi þar sem haldið var upp á aldarafmæli Chevrolet. Kynntir voru nýir bílar á afsláttartilboði. Þá voru sýndir eldri bílar sem margir eiga minningar um.
Meira
Rúmlega 70 þúsund manns á aldrinum 16 til 74 ára öfluðu sér á síðasta ári menntunar, annaðhvort í skóla eða hjá leiðbeinanda. Þetta gerir 31,4% landsmanna.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.