Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef fengið tölvupósta með fyrirsögninni: Gott að drengurinn er fundinn,“ sagði Kristján Jóhannsson, fyrrverandi lektor í viðskiptafræði við HÍ og nú starfandi stjórnarformaður Icepharma. Mynd Ólafs K.
Meira
Bílaumboðið Askja, Krókhálsi 11, frumsýnir í dag, laugardag, þriðju kynslóð M-línunnar frá Mercedes Benz. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa fyrir litla eldsneytisnotkun og lítinn útblástur koltvísýrings, segir í tilkynningu frá umboðinu.
Meira
Ríkisstjórn Brasilíu hefur hafið rannsókn á ásökunum um að skógarhöggsmenn hafi rænt átta ára stúlku frá ættbálki, sem lifað hefur í einangrun frá umheiminum, og brennt hana lifandi.
Meira
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, ræddi í gær við stjórnvöld í Ekvador eftir að hafa heimsótt Kúbu. Ahmadinejad ræddi meðal annars við Fidel Castro, 85 ára fyrrverandi leiðtoga Kúbu, sem er hér með honum á myndinni.
Meira
Popprokksveitin ástsæla Dikta leggur land undir fót í upphafi næsta mánaðar. Förinni er heitið til Kaupmannahafnar og mun hún leika í Bryggen hinn 4. febrúar.
Meira
Hljómsveitin The Vaccines er tilnefnd til Brit-verðlauna sem bjartasta vonin. Árni Hjörvar Árnason er bassaleikari sveitarinnar sem hefur notið mikilla vinsælda í...
Meira
Héraðsdómur í Ósló fyrirskipaði í gær nýja geðrannsókn á fjöldamorðingjanum sem varð 77 manns að bana í Ósló og Útey 22. júlí. Áður komust tveir réttargeðlæknar að þeirri niðurstöðu að ódæðismaðurinn væri ósakhæfur vegna geðsjúkdóms.
Meira
Dugnaður Þeir voru heldur betur röskir krakkarnir í Breiðholtinu í gær sem nýttu síðasta tækifærið til að byggja úr snjónum áður en hlákunni tækist að ræna frá þeim öllum...
Meira
Karlalandsliðið í handknattleik rótburstaði Finna, 43:25, í lokaleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Serbíu á morgun. „Strákarnir okkar“ héldu utan í morgun og mæta Króötum í fyrsta leiknum á mánudaginn.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Jens Kjartansson lýtalæknir er á launum hjá ríkinu meðan hann er í fjögurra mánaða veikindaleyfi frá Landspítalanum.
Meira
Hindúar úr röðum helgra bardagamanna, sem nefnast Naga Sadhus, bíða í skýli á leið sinni til Sagar-eyju, um 100 kílómetra sunnan við Kalkútta, þar sem þeir ætla að taka þátt í árlegri trúarhátíð sem nefnist Makar Sankranti og verður haldin um helgina.
Meira
Síminn hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum til að fá hnekkt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og síðan áfrýjunarnefndar samkeppnismála í svonefndu 3G-netlyklamáli.
Meira
Á dag, laugardaginn 14. janúar, heldur Deild íslenska fjárhundsins hátíðarsýningu á Korputorgi. Sýningin hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi. Sýningin er í sal inn af versluninni Gæludýr.is.
Meira
Fréttaskýring Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á fyrstu viku ársins voru 198 ný ökutæki nýskráð samanborið við 119 ökutæki eftir jafn marga daga á síðasta ári. Þetta er 66,39% fjölgun milli ára.
Meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu um helgina taka þátt í hátíðardagskrá í Kaupmannahöfn í tilefni af því að fjörutíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur varð drottning Danmerkur.
Meira
Leiðtogi Vítisengla á Íslandi var handtekinn í gær og úrskurður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að árás á konu í Hafnarfirði í desember sl.
Meira
Karlmaður sem fannst í hlíð í Helgafelli, fyrir ofan Hafnarfjörð, í fyrradag lést á Landspítalanum í fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.
Meira
Bræðurnir Sigurbergur og Þorgeir Sigurðssynir fara ótroðnar slóðir um tilveruna og segja frá ótrúlega fjölbreyttum viðfangsefnum í Sunnudagsmogganum.
Meira
Tímarit.is hefur í þriðja sinn birt topp 10 vinsældalistann yfir mest lesnu rit á vefnum, nú fyrir árið 2011. Eins og árin 2009 og 2010 er Morgunblaðið langvinsælast.
Meira
Skúli Hansen skulih@mbl.is Ný gögn frá Landsbankanum hafa engin áhrif á mat Andra Árnasonar hrl. á hæfi Gunnars Þ. Andersens, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér í gær.
Meira
Ný göngu- og hjólaleið yfir Elliðaárósa verður lögð næsta sumar og mun hún stytta leiðina milli Grafarvogs og miðborgar umtalsvert eða um 0,7 km.
Meira
Ekki liggur fyrir hver er orsök titrings sem orðið hefur vart í annarri aðalvél varðskipsins Þórs. Tæknimenn frá framleiðanda vélanna, Rolls Royce í Noregi, eru enn hér á landi að athuga málið.
Meira
NEXUS, rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála, boðar til ráðstefnu um þjóðaröryggisstefnu Íslands í Norræna húsinu, mánudaginn 16. janúar klukkan 9.00.
Meira
Spilaðu lag fyrir mig er heitið á safnplötu sem nær yfir feril Valgeirs Guðjónssonar. Tilefni útgáfunnar er 60 ára afmæli Valgeirs hinn 23. janúar 2012.
Meira
Mannréttindasamtök fögnuðu í gær þeirri ákvörðun stjórnvalda í Búrma að leysa marga samviskufanga úr haldi, þeirra á meðal þekkta andófsmenn, blaðamenn og fyrrverandi forsætisráðherra.
Meira
Unnið kjöt eins og beikon og pylsur getur ýtt undir krabbamein í brisi, að sögn sænskra vísindamanna við Karólínsku stofnunina. Fram kemur í frétt BBC að 50 grömm, álíka magn og í einni pylsu, geti aukið líkurnar á að fá meinið um 19%.
Meira
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Grunnskólar í Reykjavík hafa agað sig meira í því að taka á einelti í skugga efnahagsþrenginganna en hættan er þó ekki enn liðin hjá. Þetta segir Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins gegn...
Meira
Yfir 70 manns starfa nú hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í smíði plastbáta og fer fjöldinn yfir 100 ef verktakar eru taldir með. Bátarnir eru einkum ætlaðir til fiskveiða og hafa orðið stærri og öflugri með hverju árinu.
Meira
Maður sem handtekinn var í fyrradag fyrir að rækta 150 kannabisplöntur í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti, stal rafmagni úr annarri íbúð í húsinu og notað við ræktunina skv. upplýsingum að sögn lögreglu.
Meira
Sviðsljós Andri Karl andri@mbl.is Ég er vissulega stoltur af mörgu en ég er mjög stoltur af því Reykjavík sé orðin skjólborg, sem kannski ekki allir skilja, en það skiptir miklu máli.
Meira
Trefjar í Hafnarfirði og Seigla á Akureyri eru stærst þeirra fyrirtækja sem starfa við smíði plastbáta. Alls vinna yfir 70 manns hjá fyrirtækjunum auk verktaka sem koma að framleiðslunni. Fiskibátar frá fyrirtækjunum hafa stækkað og orðið öflugri með hverju árinu og í sumum tilvikum er tæpast hægt að tala um smábáta.
Meira
ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Fréttir bárust af nýsamþykktri fjárhagsáætlun 2012 í upphafi árs. Tekið er fram að hún byggist á talsverðri óvissu.
Meira
Ung skólastúlka og heimilisköttur einn voru saman í göngutúr í vetrarkuldanum í Reykjavík í gær þegar Ragnar Axelsson, ljósmyndara Morgunblaðsins, bar að garði.
Meira
Baksvið Kristján Jónsson kjon@mbl.is Gerðar hafa verið á undanförnum árum þrjár skýrslur um Vaðlaheiðargöng. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði eina þeirra 2010, sú var lengi vel falin í hyldýpi netsins.
Meira
Mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar benda til að veiðistofn loðnu sé svipaður og spáð var eða tæp 900 þúsund tonn. Er því útlit fyrir ágæta vertíð.
Meira
Fréttablaðið sagði upp þremur blaðamönnum á ritstjórn í gær samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ólafur Stephensen ritstjóri blaðsins vill ekki staðfesta þá tölu en segir að nokkrum starfsmönnum hafi verið sagt upp í hagræðingarskyni.
Meira
Ráðherranefndin Guðbjartur og Katrín hefur skilað sjávarútvegsráðherranum Steingrími J. skýrslu sinni vegna endurskoðunar fiskveiðistjórnarkerfisins. Vinnubrögðin við þessa endurskoðun halda áfram á sömu faglegu nótunum og verið hefur.
Meira
Þær Charlotta María Hauksdóttir og bandaríska listakonan Sonja Thomsen opna í dag, laugardag klukkan 15, sýningu í sal Ljósmyndasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 sem þær kalla Bergmál.
Meira
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það var mikið heillaskref þegar það var ákveðið að hleypa þeim lögum sem etja kappi í Söngvakeppni Sjónvarpsins eða Evróvisjón í loftið áður en þau verða flutt í sjónvarpssal.
Meira
Bretar eru að sýna þriðju þáttaröðina af Downtown Abbey meðan við Íslendingar erum enn að horfa á þáttaröð tvö. Sjónvarpsgagnrýnandi Sunday Times sagði á dögunum að breska þjóðin hefði komist í uppnám vegna atburðar í nýju þáttaröðinni.
Meira
„Þetta eru fyrstu Vínartónleikarnir sem sérstaklega eru ætlaðir börnum og fjölskyldunni allri,“ segir Pamela De Sensi, listrænn stjórnandi Töfrahurðarinnar sem stendur fyrir Vínartónleikum í Salnum á morgun kl. 13.
Meira
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í dag kl. 14 verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á verkum listakonunnar Karenar Agnete Þórarinsson (1903-1992). Margar myndanna á sýningunni, sem ber yfirskriftina Draumaland mitt í norðri, eru sýndar í fyrsta sinn.
Meira
Ekki öll hjónabönd enda með óvinskap. Courteney Cox og David Arquette skildu árið 2010 eftir 11 ára hjónaband. Arquette glímdi við þunglyndi og áfengissýki í kjölfarið og fór í meðferð í janúar 2011.
Meira
Listamennirnir Erling T.V. Klingenberg og Aðalsteinn Stefánsson hafa unnið verk sérstaklega fyrir forsmíðaðan kassa sem kemur frá Riga í Lettlandi og verður sýning á honum opnuð í forsal Kjarvalsstaða, við Austursal, í dag kl.16.00.
Meira
Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, með þeim Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum, var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær.
Meira
Lilja Árnadóttir fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands mun leiða gesti um sýninguna Þetta er allt sama tóbakið! í Þjóðminjasafninu á morgun, sunnudag, klukkan 14. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á sögu tóbaksnotkunar allt frá upphafi á 17.
Meira
Listamannaspjall verður á sýningunni Í afbyggingu í Listasafni Íslands á morgun, sunnudag klukkan 14. Þá ræða þau Libia Castro og Ólafur Ólafsson við gesti á sýningunni um verkin sem þau sýndu sem fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum á síðasta ári.
Meira
Aðalsmaður vikunnar í þetta sinn er leikstjórinn og leikarinn Björn Hlynur Haraldsson. Leikrit hans um morðingjann Axlar-Björn, sem Vesturport stendur að, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í vikunni en þar fara þeir Atli Rafn Sigurðarson og Helgi Björnsson með aðalhlutverk.
Meira
Aðdáendur ísbjarnarhúnsins Knúts, sem hrapaði í vinsældum eftir að hann varð kynþroska og drapst svo fyrir aldur fram vegna heilaskemmda, geta innan tíðar heiðrað minninguna um þennan frægasta ísbjörn allra tíma því til stendur að reisa um hann...
Meira
Norska arkitektastofan Snøhetta hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir byggingar sínar en hún fór með sigur af hólmi í samkeppni um gerð menningarmiðstöðvar til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York 11.
Meira
Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun, sunnudag. Hefjast tónleikanir klukkan 15.15.
Meira
Vísindamenn í Ástralíu hafa nefnt fágæta flugnategund upp á nýtt og heitir hún nú eftir Beyoncé. Flugan fannst fyrst árið 1981, sama ár og söngkonan fæddist, og er með gylltan blett á kviðnum.
Meira
Eftir Loft Altice Þorsteinsson: "Áróðursmálaráðuneyti ESB hefur þá stefnu að svara engum kvörtunum frá andstæðingum ESB og ábendingum um ítrekuð brot á útvarpslögum er látið ósvarað."
Meira
Eftir Hallgrím Sveinsson: "Menn sem sögðu sannleikann um kommúnistaríkin voru miskunnarlaust rakkaðir niður af Heimatrúboðinu og gerðir að óbótamönnum. Þeir þurfa uppreisn æru."
Meira
Ekkert langar lítið barn meira en að verða stórt; allt frá því við öðlumst meðvitund, áttum okkur á því að við erum til, kemst sú hugsun helst að að verða öðruvísi en við erum, að verða stærri.
Meira
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins.
Meira
Eftir Magnús Oddsson: "Hæpið er að sátt verði um gistináttaskatt, sem mismunar í reynd notendum íslenskra ferðamannastaða á ferðum þeirra um Ísland."
Meira
Eftir Guðmund F. Jónsson: "Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins er alfarið á móti byggingu Nýja Landspítalans við Hringbraut og vill hætta við þessi byggingaráform..."
Meira
Eftir Ársæl Þórðarson: "Vestræn menning á kristinni trú allt að þakka, það ættu stjórnmála- og fréttamenn ásamt öllum öðrum að viðurkenna og virða."
Meira
Svefngengill undir stýri á leigubifreið Ég ætlaði vart að trúa mínum eigin augum þegar ég átti leið um Laugaveg um miðnætti á miðvikudagskvöldið. Þar var leigubifreið og hélt ég í fyrstu að bifreiðarstjórinn væri að bíða eftir grænu ljósi.
Meira
Frá Tryggva V. Líndal: "Er þetta er skrifað, að kvöldi dagsins eftir þrettándann, þykir mér sem þar hafi orðið nokkur tíðarspegill: Eftir asahlákugang um morguninn komst ég niður á Kaffi París. Þar var menningarlegri hluti daglega spjallhópsins mættur."
Meira
Aðalheiður Árnadóttir fæddist á Bakka á Kópaskeri 23. október 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 3. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Árni Ingimundarson, f. 25. nóvember 1874, d. júní 1951 og Ástfríður Árnadóttir, f. 4.
MeiraKaupa minningabók
Angela Ragnarsdóttir var fædd í Litluhlíð á Raufarhöfn 8. janúar árið 1950. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. desember 2011. Útför Angelu fór fram frá Raufarhafnarkirkju miðvikudaginn 28. desember 2011.
MeiraKaupa minningabók
Davíð Sigurðarson fæddist í Reykjavík 12. september 1937. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 22. desember 2011. Foreldrar hans voru þau Sigurður Friðrik Einarsson múrarameistari í Reykjavík, f. 1. október 1899, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
Erna Þorsteinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 18. ágúst 1936. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 2. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Kristinn Gíslason, skipstjóri, f. 5.5. 1902, d. 25.5. 1971 og (Guðrún) Lilja Ólafsdóttir, f. 30.7. 1911,...
MeiraKaupa minningabók
14. janúar 2012
| Minningargrein á mbl.is
| 1340 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Erna Þorsteinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 18. ágúst 1936. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 2. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Kristinn Gíslason, skipstjóri, f. 5.5. 1902, d. 25.5. 1971 og (Guðrún) Lilja Ólafsdóttir, f. 30.7. 1911, d.
MeiraKaupa minningabók
Eva Benjamínsdóttir fæddist á Bíldudal 23. september 1946. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 24. desember 2011. Útför Evu fór fram frá Fossvogskirkju 3. janúar 2012.
MeiraKaupa minningabók
Fanney Vernharðsdóttir fæddist á Siglufirði 18. nóvember 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Konráðsdóttir og Vernharður Karlsson. Þau eru bæði látin.
MeiraKaupa minningabók
Hólmfríður Jónasdóttir fæddist í Reykjavík 24. október 1917. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 21. desember 2011. Útför Hólmfríðar var gerð frá Áskirkju 30. desember 2011.
MeiraKaupa minningabók
Hróðmar Gissurarson fæddist í Reykjavík 3. október 1931 og lést á líknardeildinni Landakoti 23. desember 2011. Útför Hróðmars var gerð frá Áskirkju miðvikudaginn 4. janúar 2012.
MeiraKaupa minningabók
Jóna Guðný Arthúrsdóttir fæddist á Akranesi 14. ágúst 1927. Hún lést 4. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Arthúr Eyjólfsson sjómaður, f. 14.1. 1900, d. 1.11. 1978, og Guðrún Jónsdóttir, f. 2.3. 1891, d. 12.4. 1981. Systkini Jónu eru Maríus, f. 30.8.
MeiraKaupa minningabók
Jórunn Erla Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 25. júní 1930. Hún lést 29. desember 2011. Foreldrar hennar voru Gyða Guðmundsdóttir, f. 30.7. 1907, d. 25.12. 1992, og Bjarni Guðmundsson, f. 7.9. 1906, d. 25.10. 1999.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Steindórsdóttir fæddist í Ási í Hrunamannahreppi 19. maí 1914. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Fossheimum 5. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Steindór Eiríksson (1884-1967) og Guðrún Stefánsdóttir (1885-1982) í Ási í Hrunamannahreppi.
MeiraKaupa minningabók
Laufey Þóra Eiríksdóttir fæddist í Nýlendu 2 á Stafnesi í Gullbringusýslu 20. maí 1955. Hún lést á heimili sínu, Norðurgötu 33 á Akureyri, 29. nóvember 2011. Útför Laufeyjar fór fram frá Akureyrarkirkju 12. desember 2011
MeiraKaupa minningabók
Ólafur fæddist á Selskerjum í Múlasveit, Austur-Barðastrandarsýslu, 25. október 1920. Hann lést á Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili á Akranesi, 21. desember 2011. Útför Ólafs fór fram frá Akraneskirkju 30. desember 2011.
MeiraKaupa minningabók
Óskar Maríusson, efnaverkfræðingur, fæddist á Akranesi 23. júní 1934. Hann lést á heimili sínu 28. desember 2011. Útför Óskars fer fram frá Seljakirkju í dag, 6. janúar 2012 og hefst kl. 13.
MeiraKaupa minningabók
Pálína Þórólfsdóttir frá Finnbogastöðum í Árneshreppi á Ströndum fæddist 21. febrúar 1921. Hún lést 6. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Þórólfur Jónsson frá Kjós, f. 11. september 1890, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
Ragnar Sigurbjörn Stefánsson fæddist á Grófargili í Skagafirði 19. mars 1957. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 22. desember 2011. Útför Ragnars fór fram frá Akureyrarkirkju 6. janúar 2012.
MeiraKaupa minningabók
Ragnar Sveinsson fæddist á Siglufirði 7. mars 1932. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 2. janúar 2012. Útför Ragnars fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 10. janúar 2012.
MeiraKaupa minningabók
Sesselja Guðrún Þorsteinsdóttir (Deddý) fæddist 15. janúar 1936. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. desember 2011. Sesselja Guðrún var jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju 6. janúar 2012.
MeiraKaupa minningabók
Sólveig Guttormsdóttir fæddist á Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá 28. maí 1927. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guttormur Sigri Jónasson frá Ásgrímsstöðum, f. 12.10. 1896, d. 12.3.
MeiraKaupa minningabók
Steinn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1932. Hann lést á Hrafnistu í Kópavogi 28. desember 2011. Útför Steins fór fram frá Fossvogskirkju 6. janúar 2012.
MeiraKaupa minningabók
Þormóður Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum, Austur-Húnavatnssýslu, 3. nóvember 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. janúar 2012. Foreldrar hans voru Torfhildur Þorsteinsdóttir, húsfreyja, f. 13.7. 1897, d. 3.1.
MeiraKaupa minningabók
Forstjóri breska bankans Lloyds Banking Group, Antonio Horta-Osorio, hefur afþakkað bónusgreiðslur frá bankanum fyrir síðasta ár. Horta-Osorio kom aftur til starfa í vikunni eftir veikindaleyfi í tvo mánuði vegna ofþreytu.
Meira
Glitnir hf. hefur gert samkomulag við Árkaup hf., eiganda Lyfju hf., um fjárhagslega endurskipulagningu Lyfju með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Endurskipulagningin felur m.a.
Meira
Henrik Bay-Clausen, formaður eins stærsta verkalýðsfélags Danmerkur, 3F, hefur lýst því yfir að félagsmenn hans muni fara í verkfall í byrjun febrúar til að þjarma að Primera Scandinavian sem er dótturfélag hins íslenska fyrirtækis Primera.
Meira
Í tilefni af því að fjármálaráðuneytið birti loksins í fyrradag á heimasíðu sinni hluthafasamkomulagið varðandi eignarhald á stóru viðskiptabönkunum þremur, sem gert var í lok árs 2009, eftir margra mánaða þrýsting frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni...
Meira
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 1,3 milljörðum króna í desember en þar af var tæpur 1,1 milljarður króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í desember 2010 rúmum 1,7 milljörðum króna.
Meira
Fréttaskýring Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ráðamönnum í París var tilkynnt hið ómflýjanlega í gær þegar bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor's ákvað að lækka AAA-lánshæfiseinkunn Frakklands í AA+ með neikvæðum horfum.
Meira
Hjónin Alice Olivia Clarke og Kári Eiríksson hanna saman ljómandi fylgihluti undir nafninu Tíra. En þeir eru spunnir saman úr íslenskum lopa og endurskinsefni. Þannig er hægt að skreyta sig með fallegum blómum og sjást um leið vel í vetrarmyrkrinu.
Meira
Ís ársins 2012 hjá ísverksmiðjunni Kjörís er heslihnetuís. Um er að rækja vanillu-mjúkís með heslihnetum frá Piemont á Ítalíu og einnig er blandað í hann heslihnetusúkkulaði.
Meira
Vefsíðan pinterest.com er mjög skemmtilegur safnhaugur ef svo má að orði komast, en þar getur fólk sett inn ýmiss konar myndir af því sem því finnst fallegt. Þarna getur þú safnað saman flottum myndum sem þú finnur á netinu og síðan deilt með öðrum.
Meira
Nú um helgina verður haldin keppnin „Reykjavik International 2012“ í skylmingum. Þessi keppni er fyrir ungmenni 17 ára og yngri bæði í kvenna- og karlaflokki auk liðakeppni.
Meira
Gylfi Magnússon, verkstjóri, er sjötugur á morgun, 15. janúar. Í tilefni afmælisins mun hann taka á móti ættingjum og vinum í Golfskálanum Grafarholti, Reykjavík, á afmælisdaginn frá kl. 15 til 18. Afmælisbarnið afþakkar blóm og afmælisgjafir.
Meira
Einn af framleiðendum Avatar, Jon Landau, segir að Avatar 2 verði ekki sýnd fyrr en 2016, sjö árum eftir að fyrsta myndin kom út. Leikstjórinn James Cameron sagði fyrir rúmu ári að önnur myndin kæmi út í desember 2014 og sú þriðja í desember 2015.
Meira
George Clooney kann gott ráð til að búa sig andlega undir álagið sem fylgir kvikmyndaverðlaunahátíðum, hann spilar körfubolta á meðan kærastan Stacy Keibler gerir sig klára fyrir rauða dregilinn.
Meira
Glimrandi gangur í upphafi árs í Gullsmára Nýja árið byrjar vel í Gullsmára. Spilað var á 15 borðum mánudaginn 9. janúar. Úrslit í N/S: Birgir Ísleifsson-Jóhann Ólafsson 321 Ragnh. Gunnarsd. - Þorleifur Þórarinss. 309 Sigurður Gunnlss.
Meira
„Ég hef lúmskan grun um að dóttir mín sé að möndla eitthvað en annars ætla ég ekki að gera neitt sérstakt í tilefni dagsins annað en eyða honum í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Guðrún Kristín Magnúsdóttir, hárgreiðslumeistari og áhugakona um...
Meira
Karlinum á Laugaveginum hefur aldrei legið gott orð til Framsóknarflokksins – Sveinn Skorri skrifaði í Tímann fyrir einar borgarstjórnarkosningarnar að Esjan væri ljót! sagði hann.
Meira
Frumraun Angelinu Jolie á sviði kvikmyndaleikstjórnar, myndin In the Land of Blood and Honey frá árinu 2011, tók mjög á leikkonuna og brotnaði hún saman í miðju verki.
Meira
Á haftaárunum skömmtuðu örfáir menn allan innflutning til landsins. Höfðu þeir skrifstofu á Skólavörðustíg 14. Ólafur Björnsson prófessor kallaði þá í háði „söngsveitina á Skólavörðustíg“.
Meira
Það er enginn skortur á silkihúfum þegar kemur að umræðunni um arftaka Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Víkverji er óskaplega ánægður með allar þær hugmyndir.
Meira
14. janúar 1918 Læknafélag Íslands var stofnað. Tilgangurinn var m.a. að efla hag og sóma íslenskrar læknastéttar og stuðla að bættu heilsufari landsmanna. 14.
Meira
Afturelding hrósaði sigri gegn Þrótti Reykjavík þegar liðin áttust við í Mikasa-deildinni í blaki á Varmá í gærkvöld. Mosfellingar höfðu betur, 3:0.
Meira
Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Skipulag og agi. Þessi tvö orð bar á góma hjá flestum viðmælendum mínum í Kórnum í Kópavogi þegar Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari karla, var að ljúka annarri æfingu sinni þar á tveimur dögum.
Meira
Ísraelsmaðurinn Avram Grant var í gær ráðinn þjálfari serbnesku meistaranna í Partizan Belgrad. Grant var við stjórnvölinn síðast hjá West Ham en þar áður var hann hjá Chelsea og Portsmouth og þá þjálfaði hann ísraelska landsliðið um tíma.
Meira
Gary Cahill, miðvörðurinn sterki í liði Bolton, mun skrifa undir samning við Chelsea í dag að undangenginni læknisskoðun. Hann verður því ekki með Bolton-liðinu þegar það etur kappi við Manchester United á Old Trafford í dag.
Meira
Eyjakonur gerðu góða ferð í Mýrina í Garðabæ í kvöld þegar þær mættu Stjörnunni í N1-deild kvenna í handknattleik. ÍBV fagnaði tveggja marka sigri, 26:24, eftir að hafa haft yfir eftir fyrri hálfleikinn, 14:12.
Meira
Ingimundur Ingimundarson hefur glímt við meiðsl í nára síðan í snemma í síðustu viku og hefur ekkert æft með íslenska landsliðinu í handknattleik í þessari viku. Hann lék að vísu með því í fjögurra landa mótinu í Danmörku um síðustu helgi.
Meira
fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skrifaði í gær undir þriggja og hálfs árs samning við belgíska fyrstudeildarliðið Standard Liege.
Meira
Logi Gunnarsson og félagar hans í Solna fögnuðu sætum sigri gegn meisturum Sundsvall, 87:81, í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Logi átti fínan leik en hann skoraði 21 stig og tók 5 fráköst.
Meira
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, valdi í gær 17 leikmenn sem fara til Serbíu í dag til þátttöku á Evrópumeistaramótinu. Af þeim má hann tefla 16 fram í riðlakeppninni gegn Króötum, Norðmönnum og Slóvenum.
Meira
Í Höllinni Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Væntingar fólks til íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem heldur til Serbíu á morgun til að taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins hafa oft verið meiri.
Meira
Stefnt er að því að lendingar- og farþegagjöld á Reykjavíkurflugvelli verði hækkuð í tveimur áföngum á næstunni til samræmis við gjaldtöku á Keflavíkurflugvelli. Þetta gerir Isavia í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar frá í október sl.
Meira
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðinn verði pólskumælandi ráðgjafi innflytjenda í fullt starf. Ráðgjafinn mun heyra undir mannréttindaskrifstofu og mun hafa aðsetur á þjónustuskrifstofu Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi.
Meira
Elvar Steinn Þorkelsson hefur hafið störf hjá Capacent sem ráðgjafi á sviði upplýsingatækni en fyrirtækið hefur á síðustu mánuðum unnið að því að efla þjónustu sína á sviði upplýsingatækni.
Meira
Landsbankinn veitti fyrr í vikunni samtals fimm millj. kr. í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Veittir voru sautján styrkir, þrír að upphæð 500 þús. kr. hver og fjórtán að fjárhæð 250 þús. kr. Ríflega 130 umsóknir bárust.
Meira
Hönnuð hefur verið heildstæð námslína fyrir stjórnir og starfsmenn aðildarfélaga ASÍ og BSRB af fræðslusetrinu Starfsmennt. Námslínan kallast Forystufræðsla fyrir stjórnir og starfsmenn stéttarfélaga .
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.