Kostnaður við rekstur innanríkisráðuneytisins og velferðarráðuneytisins er litlu minni en fyrir sameiningu forvera þessara ráðuneyta fyrir rúmu ári.
Meira
Atvinnuþátttaka mældist 80,4% á síðasta ári og hefur ekki mælst svo lítil síðan Hagstofan hóf mælingar árið 2003. Mest var atvinnuþátttakan árið 2007, eða 83,3%. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu voru 167.
Meira
Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Jónas Guðlaugsson smiður hefur hannað og framleitt búnað sem gerir fötluðum kleift að nota fótstig á píanói.
Meira
fréttaskýring Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Drög að frumvarpi til nýrra vopnalaga, sem innanríkisráðherra hefur kynnt, fá mismunandi viðbrögð meðal þeirra sem meðhöndla vopn af ýmsu tagi í leik og starfi.
Meira
Jón Helgi Hálfdanarson, meðhjálpari í Hveragerði, og eiginkona hans, Jóna Einarsdóttir, urðu fyrir því óhappi á laugardagskvöld að velta Toyota Landcruiser-jeppa sínum í Kömbunum en sluppu algerlega ómeidd.
Meira
Engin þeirra kvenna sem eru með PIP-sílikonbrjóstapúða hefur fengið bréf frá velferðarráðuneytinu um boð í ómskoðun. Hálfur mánuður er síðan ráðuneytið tilkynnti að konunum yrði boðið í ómskoðun til að kanna ástand púðanna.
Meira
Margir brugðu sér á skíði í gær í tilefni af alþjóðlegu skíðahátíðinni „Snjór um víða veröld“. Flest skíðasvæði landsins tóku þátt í henni, þ. ám. Bláfjöll, en þar var mjög gott skíðafæri, logn og tveggja stiga frost.
Meira
Hressandi Veður var afar milt og fallegt um helgina og kjörið til útivistar. Fallegar gönguleiðir eru við Rauðavatn og voru þó nokkrir sem nýttu sér þær í blíðunni í...
Meira
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Margir liðsmenn Vinstri grænna eru bálreiðir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir að ætla að styðja tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, um að landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde falli niður.
Meira
Lögin Hjartað brennur og Hey fóru með sigur af hólmi í annarri undanúrslitakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Söngkonan Regína Ósk flutti lagið Hjartað brennur en lagið Hey fluttu Simbi og...
Meira
Alexander Aan, 31 árs embættismaður í Indónesíu, var hætt kominn þegar hópur manna réðst að honum þar sem hann var á leið til vinnu eftir að hafa sett þau skilaboð á vegginn sinn á samskiptasíðunni Facebook að guð væri ekki til.
Meira
Fréttaskýring Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ríkisstjórnin áformar frekari sameiningu ráðuneyta en orðið er og atvinnuvegaráðuneytið er næst á dagskrá með samruna iðnaðarráðuneytisins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.
Meira
Um 20 þúsund króna munur er á vatnsgjaldi í Reykjavík og í Keflavík. Vatnsgjald af 100 fm íbúð í Reykjavík nemur um 25 þúsund krónum á ári á sama tíma og það er rúmar 47 þúsund krónur af 116 fm íbúð í Keflavík.
Meira
baksvið Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Verðmunur á heitu og köldu vatni hjá Orkuveitu Reykjavíkur er nú nánast þrefaldur eftir gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi nú um áramótin.
Meira
Frambjóðandi íhaldsmanna og fyrrverandi fjármálaráðherra Finnlands, Sauli Niinistö, fékk flest atkvæði í forsetakosningunum í gær eða 40 prósent atkvæða.
Meira
Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Newt Gingrich sigraði nokkuð örugglega í prófkjöri Repúblikanaflokksins í Suður-Karólínu um helgina eftir að hafa náð að snúa kjósendum á sitt band í vikunni fyrir kosningar.
Meira
Íslenska landsliðið í handknattleik rétti heldur betur úr kútnum á ný þegar það sigraði Ungverja á sannfærandi hátt, 27:21, á Evrópumótinu í Serbíu.
Meira
Listi með nöfnum þeirra sem skrá sig á áskorun til forseta Íslands er falinn svo ekki er hægt að sjá nöfnin sem skrifa undir. Til að skrá sig þarf kennitölu og fullt nafn. Tómas Hafliðason verkfræðingur telur eftirliti með skráningunni ábótavant.
Meira
„Það yrði örugglega tekin afstaða til málskostnaðar í málinu, ég er náttúrlega skipaður verjandi þannig að ég á rétt á málsvarnarlaunum fyrir það sem búið er, þannig að það yrði væntanlega tekin afstaða til þess í landsdómi,“ segir Andri...
Meira
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var í tveggja daga heimsókn í Frönsku Gíneu þar sem hann ræddi m.a. um vandamál tengd alþjóðlegum hryðjuverkum.
Meira
Fréttaskýring Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ólga er áfram innan stjórnarflokkanna vegna tillögu leiðtoga sjálfstæðismanna, Bjarna Benediktssonar, um að Landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði fellt niður.
Meira
Helgi Þór Ingason og Haukur Ingi Jónasson eru höfundar bókanna Skipulagsfærni og Samskiptafærni sem eru nýkomnar út. Í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur segir Helgi Þór bækurnar hafa skírskotun í mjög margar áttir.
Meira
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Bonnie Prince Billy – Master and Everyone, nýju plötuna hennar Sóleyjar og Tego Calderón. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Nashville Skylines.
Meira
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ég átti aldrei, aldrei , von á því að ég ætti eftir að leggja mig eftir kántríi, mér til hugfróunar og -þægingar.
Meira
Ítalski kvikmyndaleikstjórinn og leikarinn Nanni Moretti verður forseti dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár og fetar þar í fótspor Roberts de Niros sem leiddi dómnefndina í fyrra.
Meira
Við skulum ekki gera lítið úr mikilvægi nöldurs því það veitir fólki nauðsynlega útrás og um leið líður því betur. Samt er rétt að hafa í huga að nöldur getur sært þá sem nöldrað er yfir.
Meira
Við sjáum að bækurnar hafa fengið góðar viðtökur í háskólaumhverfinu en einnig að þær eru mikið notaðar í atvinnulífinu. Fólk sem hefur áhuga á stjórnun er að kaupa þær því í þessum fræðum er ekki mikið framboð af efni á íslensku.
Meira
Craig Finn, leiðtogi hinnar mjög svo ágætu rokksveitar The Hold Steady gefur út sína fyrstu sólóplötu eftir helgi. Kallast hún Clear Heart Full Eyes. Finn samdi plötuna í Brooklyn en fór svo til tónlistarsmekkunnar Austin til að taka upp.
Meira
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni: "Þar sem þú ert æðsti maður dómsmála í landinu langar mig að spyrja þig nokkurra spurning. Í grein í Mbl. ertu að rökstyðja þá skoðun þína að rétt sé að afturkalla þá ákvörðun Alþingis að stefna fyrrverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde fyrir landsdóm."
Meira
Kvörtun Ég undirritaður er tilneyddur að skrifa þessar línur þó að mér sé það alls ekki ljúft. En þannig er að haustið 2010 sagði ég upp aðild minni að Hinu íslenska biblíufélagi og var árgjald þess árs fellt niður.
Meira
Frá Albert Jensen: "Ég er einn af þeim fágætu einstaklingum sem hafa þá einstöku hæfileika að fara létt með að koma sjálfum sér í vandræði og valda öðrum leiðindum. Í SEM-húsi, Sléttuvegi þrjú, býr hreyfihamlað fólk. Á fagmáli telst húsið þungt. Margir eru mikið fatlaðir."
Meira
Árni Vernharður Gíslason fæddist í Litlu-Tungu í Miðfirði 2. júní 1928. Hann lést 17. janúar 2012. Foreldrar Árna voru Gísli Árnason bóndi, f. 1894, d. 1955, og Margrét Pálsdóttir húsfreyja, f. 1886, d. 1970.
MeiraKaupa minningabók
Borghildur Gísladóttir fæddist á Grímsstöðum, Höfn í Hornafirði, 1. apríl 1923. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Arnbjörg Arngrímsdóttir, f. 1893, d. 1935, og Gísli Páll Björnsson, f. 1896, d. 1988.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Emil Oddgeirsson fæddist í Reykjavík 30. október 2010. Hann andaðist á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut 17. janúar 2012. Foreldrar Guðmundar Emils eru Oddgeir Guðmundsson, f. 1.4. 1981, og Sigrún Halla Ásgeirsdóttir, f. 29.12. 1982.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Sigríður (Gagga) Klemenzdóttir fæddist á Brekku í Svarfaðardal 5. október 1937. Hún lést á heimili sínu 16. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Halldórsdóttir, f. 2. nóvember 1910, d. 4. desember 1988, og Klemenz Vilhjálmsson, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Óskar Páll Daníelsson fæddist í Hafnarfirði 18. október 1979. Hann lést af slysförum á gjörgæsludeild Landspítalans 12. janúar 2012. Óskar var sonur Herdísar Hjörleifsdóttur, f. 30.6. 1956, og Daníels Dieter Meyer, f. 16.3. 1953, þau skildu.
MeiraKaupa minningabók
Sesselja Sigríður Jóhannsdóttir (Sísí) frá Valbjarnarvöllum fæddist í Fornahvammi 27. júlí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 8. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson og Stefanía Sigurjónsdóttir. Bræður: Heiðar og Sigurjón...
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Böðvarsdóttir fæddist á Kirkjulæk I 24. júní 1950. Hún lést 12. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Böðvar Brynjólfsson bóndi frá Kirkjulæk, f. 14. mars 1915, d. 29. desember 1998, og Ólavía Jóna Hafliðadóttir frá Fossi á Rangárvöllum, f. 15.
MeiraKaupa minningabók
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Ávinningurinn af klösum er greinilegur, og mælingar sýna að fyrirtæki sem taka virkan þátt í klasastarfi eru samkeppnishæfari.
Meira
Nú þegar þorrinn er genginn í garð með öllum sínum dásamlega þorramat, er ekki úr vegi að kynna sér skepnuna hrútinn, þennan sem gefur okkur eitt af því sem er í boði í trogum landsmanna á þorrablótum.
Meira
Norræna húsið, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta og Hönnunarmiðstöð Íslands, efnir til hugmyndasamkeppni um hönnun á svæði sem umlykur Norræna húsið.
Meira
Það verður sannkölluð þorrastemning í Nauthólsvíkinni í dag þegar þorra verður fagnað í söltum sjó. Sjósundgarpar, verið viðbúnir fyrir Þórberg á ströndinni, mysu og súrt og fullt af pungum í pottinum.
Meira
Sænsku stórleikararnir Mikael Nyquist og Lena Endre, sem leika í Millennium-þríleiknum vinsæla, voru mynduð nýverið í fatnaði frá íslenska fataframleiðandanum 66°NORÐUR í Stokkhólmi.
Meira
Nemendur í Heiðarskóla í Reykjanesbæ fóru nýstárlega leið í vetur til að auka lestraráhuga meðal nemenda. Þau söfnuðu bókum. Forráðamenn skólans eru ánægðir með framtakið og vona að verkefnið skili jákvæðum árangri.
Meira
Helena Eyjólfsdóttir söngkona er sjötug í dag, fædd 23. janúar 1942. „Mér finnst ég ekkert vera sjötug en svona er þetta, við ráðum ekki þessu frekar en veðrinu.
Meira
23. janúar 1907 Togarinn Jón forseti, fyrsti botnvörpungurinn sem Íslendingar létu smíða, kom til landsins. 23. janúar 1949 Fyrsta „dráttarbraut fyrir skíðafólk“ hér á landi var tekin í notkun við Skíðaskálann í Hveradölum.
Meira
EM í Serbíu Ívar Benediktsson í Novi Sad iben@mbl.is „Þessi sigur var frábær, ekki síður sóknarlega en varnarlega. Við ákváðum að velja úr okkar sóknarbúri ákveðnar leikaðferðir sem við lékum mjög mikið allan leikinn.
Meira
Frjálsar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég var búin að stefna á þetta, því ég vissi alveg að ég gæti þetta. Ég hafði hlaupið hraðar utanhúss og var svo einni sekúndu frá metinu fyrr í vetur.
Meira
Danir og Pólverjar eygja enn möguleika á sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í Serbíu eftir allævintýralega leiki í milliriðli eitt á laugardaginn.
Meira
Kristján Jónsson sport@mbl.is Íslenska landsliðið í íshokkíi skipað leikmönnum 20 ára og yngri tryggði sér í fyrrinótt sigur í 3. deild á heimsmeistaramótinu með því að leggja Kínverja í lokaleik sínum á mótinu á Nýja-Sjálandi.
Meira
Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves þegar liðið tapaði fyrir Aston Villa, 3:2, á heimavelli um helgina. Hagur Eggerts í samkeppni um stöðu á miðjunni vænkaðist hins vegar í leiknum.
Meira
Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sitt fyrsta EM-mark á ferlinum gegn Ungverjum í Novi Sad í gær. Hann skoraði 20. mark Íslands á 39. mínútu og hafði í sókninni á undan átt línusendingu sem gaf mark.
Meira
„Þetta var mjög ljúft. Maður skorar náttúrulega ekki nema gera það almennilega,“ sagði Grétar Rafn Steinsson léttur í bragði við Morgunblaðið í gær.
Meira
Eftir níu leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni án sigurs gátu Heiðar Helguson og félagar í QPR loks leyft sér að fagna sigri um helgina þegar þeir lögðu Wigan á heimavelli, 3:1.
Meira
England Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Stuttir fætur Jermain Defoe og yfirsjón dómara komu í veg fyrir að baráttan um enska meistaratitilinn í knattspyrnu færi í mikinn hnút í gær þegar fjögur af fimm efstu liðunum mættust innbyrðis.
Meira
Í Grafarvogi Kristján Jónsson kris@mbl.is Keflavík, Tindastóll og 1. deildarlið KFÍ tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Powerade-bikars karla í körfuknattleik.
Meira
Real Madrid og Barcelona unnu samskonar sigra, 4:1, á andstæðingum sínum í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld – og þar með heldur Real sínum hlut, fimm stiga forskot í einvígi liðanna um meistaratitilinn.
Meira
Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Fjöldi Íslandsmeta féll í ýmsum greinum í líflegri keppni á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um helgina. Fjölmargir erlendir keppendur létu einnig til sín taka en þetta er í fimmta sinn sem leikarnir eru haldnir.
Meira
Spánverjar eru efstir í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta eftir sigur á Króötum, 24:22, í uppgjöri efstu liðanna í Novi Sad í Serbíu í gærkvöld.
Meira
Valur og Fram eru áfram jöfn og efst í úrvalsdeild kvenna í handboltanum eftir að Valur vann auðveldan sigur á KA/Þór, 30:19, á Hlíðarenda í gær.
Meira
EM í Serbíu Ívar Benediktsson í Novi Sad iben@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik mætti svo sannarlega inn í milliriðlakeppni Evrópumótsins með stíl.
Meira
Ívar Benediktsson í Novi Sad iben@mbl.is „Það sem við höfum leitað að fannst í þessari höll í Novi Sad,“ sagði varnarjaxlinn Sverre Jakobsson, eðlilega glaður í bragði, eftir sigurinn á Ungverjum í gær.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.