Greinar laugardaginn 14. apríl 2012

Fréttir

14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

75% allrar álframleiðslu endurunnin

Af öllu því áli sem hefur verið búið til frá því það var fyrst framleitt árið 1888 hafa 75% af því verið endurunnin eða eru enn í notkun. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Agnar Tryggvason

Látinn er í Reykjavík Agnar Tryggvason, fyrrv. framkvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS, á 94. aldursári. Hann var sonur hjónanna Önnu Klemensdóttur húsfreyju og Tryggva Þórhallssonar, prests, ritstjóra, ráðherra og bankastjóra. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 484 orð | 2 myndir

Áhrifin óhjákvæmileg

Skúli Hansen skulih@mbl.is „Í fyrsta lagi þá geri ég engar athugasemdir við að við svörum þessu erindi eins og okkar málsvarnarteymi leggur til og er sammála um,“ segir Steingrímur J. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 416 orð | 2 myndir

Á við þúsund stuðningsmenn

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 1163 orð | 5 myndir

Búa sig undir þjónustu

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forsvarsmenn Vopnafjarðarhrepps og Langanesbyggðar huga nú að því að koma undirbúningi þjónustumiðstöðvar á Norðausturlandi af stað, í kjölfar útboðs á rannsóknarleyfum á Drekasvæðinu. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 883 orð | 4 myndir

EFTA-dómstólnum falin ákvörðunin

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslensk stjórnvöld leggja það í hendur EFTA-dómstólsins að ákveða hvort meðalganga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) verði leyfð í Icesave-málinu. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 215 orð

Eimskip bauð lægst í Herjólf

Eimskip Íslands ehf. átti lægsta tilboðið í rekstur Vestamannaeyjaferju 2012-2014 við seinni opnun tilboða í gær. Samskip hf. var með næstlægsta boð og Sæferðir ehf. með þriðja lægsta boð sem var frávikstilboð. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 228 orð

Endurskoði aðildarviðræður

Skúli Hansen skulih@mbl.is „Við vorum mjög á einu máli um að þetta væri fáheyrð ósvífni,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um þingflokksfund VG í gær en báðir stjórnarflokkarnir boðuðu til skyndifunda þar sem m.a. Meira
14. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Enn mannfall í fjöldamótmælum

Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælum á götum borga í Sýrlandi í gær til að láta reyna á það hvort einræðisstjórn landsins virti friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins og hætti árásum á óbreytta borgara. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Flogið til Húsavíkur á ný

Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Flugfélagið Ernir mun í sumar vera með beint flug til Húsavíkur fjóra daga vikunnar. Áætlanaflug hefst á morgun, síðast var flogið beint til Húsavíkur árið 2000. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 433 orð | 2 myndir

Flokkun stærstu skipanna á makrílveiðum lokað

Fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um makrílveiðar ársins, sem reikna má með að hefjist eftir um tvo mánuði. Heildarkvótinn verður rúmlega 145 þúsund tonn og fara 105. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Hollvinasamtök Elliðaárdals stofnuð

Um 90 manns sátu stofnfund Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, sem haldinn var í vikunni í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í dalnum. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Hreyfanlegt íslenskt landslag

Sýning verður opnuð í Norræna húsinu klukkan 14 í dag undir yfirskriftinni National Purist Routes. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 206 orð

Hunsa boð á barnaleikrit

Leikskólakennarar í a.m.k. nokkrum leikskólum í Breiðholti ætla að afþakka boð á viðburði Barnamenningarhátíðar sem verður haldin 17.- 22. apríl. Meira
14. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Hvetur til þess að refsiaðgerðunum verði aflétt

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í gær Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstæðinga í Búrma, og hvatti til þess að refsiaðgerðum gegn landinu yrði aflétt vegna lýðræðisumbóta stjórnvaldanna. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Hörkuduglegir naglar máluðu 14.300 nagla bláa

Jóhannes V. Reynisson naut aðstoðar frá Karlakórnum Þröstum í gær við að mála nagla fyrir Bláa naglann, átak til vitundarvakningar um blöðruhálskrabbamein. Þeir verða síðar seldir til að safna fyrir geislalækningatæki á Landspítalanum. Meira
14. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 476 orð | 3 myndir

Klúðrið eykur líkur á kjarnorkusprengingu

Fréttaskýring Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Misheppnað eldflaugarskot Norður-Kóreumanna í fyrrakvöld er álitið auðmýking fyrir einræðisstjórnina í Pjongjang, einkum nýjan leiðtoga hennar, Kim Jong-Un. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Krafa um uppgjör hjá VG

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Makríldeilan og inngrip framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Icesave-deiluna hafa aukið á titringinn á meðal óbreyttra flokksmanna VG á landsbyggðinni sem óttast áhrif aðildarviðræðna við ESB á útkomuna í næstu... Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Laugin lokuð í 3 daga

Unnið er að miklum endurbótum á Laugardalslaug og vegna framkvæmdanna verður laugin lokuð í þrjá daga frá mánudegi til miðvikudags. Hún verður opnuð á ný kl. 8 sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 261 orð

Leiðrétt

Ástrós Eyja fæddist 1933 Í æviágripi Ástrósar Eyju Kristinsdóttur í blaðinu í fyrradag var sagt að hún hefði fæðst 7. nóvember 1922. Hið rétta er að hún fæddist 1933. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 1103 orð | 2 myndir

Málið var rætt í ríkisstjórn

Viðtal Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta var rætt í ríkisstjórn þó svo að formleg ríkisstjórnarsamþykkt væri ekki gerð um málið. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Málþing um háspennulínur

Mikill áhugi er á málþingi, sem haldið verður í næstu viku um háspennulínur og jarðstrengi. Málþingið, sem er á vegum Rafmagnsdeildar Verkfræðingafélags Íslands, verður haldið miðvikudaginn 18. apríl á Grand hóteli í Reykjavík og hefst klukkan 13. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 285 orð | 2 myndir

Minnast 250 ára afmælis Sveins Pálssonar læknis

Úr bæjarlífinu Jónas Erlendsson Fagridalur Á þessu ári eru 250 ár frá fæðingu Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræðings. Minning Sveins er heiðruð með því að dagur umhverfisins er haldin ár hvert 25. apríl. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti. 24. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 63 orð

Námstefna um foreldra og börn

Námstefna undir yfirskriftinni Foreldrar í vanda – börn í vanda, heilbrigð frumtengsl – forsenda lífshæfni, verður haldin dagana 2.-3. maí í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Ný Heimaey VE 1 verður afhent á þriðjudaginn

Heimaey VE 1, nýtt og fullkomið fiskiskip Ísfélags Vestmannaeyja, verður formlega afhent á þriðjudaginn kemur, 17. apríl. Skipið var smíðað í ASMAR-skipasmíðastöðinni í Síle. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Ómar

Krunkar hástöfum Þessi krummi lét í sér heyra í Hafnarfjarðarhöfn í gær og krunkaði af miklum móð. Er aldrei að vita nema hann hafi verið að kalla á nafna... Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Páll hafnar gagnrýni á starfsmenn RÚV

Skúli Hansen skulih@mbl.is „Inni í spurningunni sjálfri er undirliggjandi staðhæfing sem stenst ekki. Meira
14. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 373 orð | 2 myndir

Sakborningar neita sök í dönsku hryðjuverkamáli

Réttarhöld hófust í Glostrup í Danmörku í gær yfir fjórum karlmönnun, sem ákærðir eru fyrir að hafa undirbúið hryðjuverkaárás í Danmörku í desember árið 2010. Mennirnir neituðu allir sök. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Sigurbjörn og Björn byrjuðu best

Skákþing Íslands 2012 hófst í gær í stúkunni við Kópavogsvöll. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lék fyrsta leiknum í skák stórmeistaranna Henriks Danielsen og Stefáns Kristjánssonar. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 895 orð | 2 myndir

Staða VG úti á landi í uppnámi

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Evrópumálin hafa reynst Vinstri grænum óþægur ljár í þúfu og stefnir í að flokkurinn tapi mörgum af þeim 14 þingmönnum sem 21,7% atkvæða í síðustu kosningum skilaði. Sunnudaginn 26. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 1226 orð | 4 myndir

Strætó gefur í og keyrir lengur

Fréttaskýring Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Leiðakerfi Strætó hefur oft mátt sæta gagnrýni, nú síðast eftir að Strætó bs. var gert að skera niður rekstrarkostnað um 25% árið 2009 og hagræða enn frekar árið 2011. Meira
14. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Stærsti hundur heims slær í gegn

Stærsti hundur heims, „Giant George“, hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og viðbúið er að frægð hans aukist því eigandi hans hefur skrifað bók um hann. Meira
14. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Svarta ekkjan dæmd til dauða

Japönsk kona, sem nefnd hefur verið „svarta ekkjan“, var dæmd til dauða í gær fyrir að myrða þrjá menn eftir að hafa táldregið þá og haft af þeim fé. Með svörtu ekkjunni er vísað til köngulóar sem drepur karldýrið að loknum mökum. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 90 orð

Svartfuglaveiði leyfð til 25. apríl í stað 10. maí

Veiðar á fimm tegundum svartfugla, þ.e. álku, langvíu, lunda, stuttnefju og teistu, verða leyfðar til 25. apríl í stað 10. maí nú í vor. Umhverfisráðherra hefur breytt reglugerð um fuglaveiðar og stytt veiðitímann. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Sæstrengur gæti kallað á fleiri virkjanir

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 259 orð | 2 myndir

Tók ekki lægsta boði fyrir vestan

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Vegagerðin tók ekki lægsta tilboði sem barst í að leggja Vestfjarðaveg á milli Eiðis og Þverár. Þess í stað hefur Vegagerðin tekið upp viðræður við Suðurverk hf. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Undirbúningi sameiningar unglingadeilda er áfátt

Ljóst er að mikill ágreiningur er á milli Reykjavíkurborgar og hagsmunaaðila um kosti þess að sameina unglingadeildir Hamraskóla og Húsaskóla við unglingadeild Foldaskóla í Grafarvogi, að mati menntamálaráðuneytisins. Þetta kemur m.a. Meira
14. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Verjendur Breiviks munu krefjast sýknu

Verjendur Anders Behrings Breivik ætla að krefjast þess að skjólstæðingur þeirra verði sýknaður þegar réttarhöld yfir Breivik hefjast í Ósló á mánudagsmorgun. Breivik hefur játað að hafa orðið 77 manns að bana í Noregi 22. júlí í fyrra. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Vildi banna Borgarleikhúsið í símaskrá

Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Póst- og fjarskiptastofnun hefur hafnað kröfu Þjóðleikhússins um að ógilda samkomulag milli JÁ og Borgarleikhússins í tengslum við útgáfu símaskrárinnar. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Þegar í stað verði gripið til aðgerða gegn glæfraakstri

Glæfraakstur með tilheyrandi vélagný, dekkjaýlfri og gúmmíbrælu veldur íbúum Vestur- og Miðbæjar Reykjavíkur bæði óþægindum og áhyggjum, einkum um nætur. Meira
14. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Þeir sem urðu fyrir skerðingu njóti aukningarinnar

„Núna er ekki gert ráð fyrir að þeir sem tóku á sig skerðinguna njóti aukningarinnar, nema að hluta, þegar hún loksins kemur,“ segir Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um aukningu aflaheimilda í þorski. Meira

Ritstjórnargreinar

14. apríl 2012 | Leiðarar | 357 orð

Á fölskum forsendum

Ráðherra fer rangt með til að knýja fram samþykkt rammaáætlunar Meira
14. apríl 2012 | Staksteinar | 189 orð | 2 myndir

Ráðherraábyrgð?

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að „hugsanlega“ hefði hann átt að ræða um aðild ESB að málshöfðun gegn Íslandi vegna Icesave við utanríkismálanefnd. Meira
14. apríl 2012 | Leiðarar | 198 orð

Reikningsskekkjur

Með samráði hefði mátt afstýra nýjasta bílslysi ríkisstjórnarinnar Meira

Menning

14. apríl 2012 | Fólk í fréttum | 547 orð | 2 myndir

„Farsældin var ómeðvituð“

Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hljómsveitin 10cc var ein af merkari sveitum áttunda áratugarins, skipuð smellasmiðum sem höfðu allir starfað á bak við tjöld tónlistarbransans í þónokkur ár, sem lagasmiðir og leiguspilarar. Meira
14. apríl 2012 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Britney Spears dómari í X Factor USA

Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur tekið að sér starf dómara í bandarískri útgáfu hæfileikaþáttarins X Factor, X Factor USA, að því er fram kemur á vefnum Entertainmentwise. Þar segir að hún hlakki til að takast á við dómarastarfið. Meira
14. apríl 2012 | Fjölmiðlar | 164 orð | 1 mynd

Eiginmaður til hægri eða vinstri?

Einhverjir vinstri grænir úti í bæ harðneita því að eiginmaður kvenforsætisráðherrans í Borgen sé dæmigerður vinstrisinnaður karlmaður. Þeir segja að hann gæti engan veginn verið í þeirra röðum, heldur sé hann greinilega hægrimaður, sennilega... Meira
14. apríl 2012 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Gandhi vs. Manson

Unndór Egill Jónsson opnar sýninguna Gandhi vs. Manson í Galleríi Klósetti í kvöld kl. 19. Meira
14. apríl 2012 | Tónlist | 29 orð | 1 mynd

Háskólakórinn syngur í Neskirkju

Háskólakórinn heldur vortónleika í Neskirkju í dag kl. 16.00. Á efnisskrá eru einkum íslensk og ungversk kórlög enda undirbýr kórinn söngferðalag til Ungverjalands í sumar. Stjórnandi er Gunnsteinn... Meira
14. apríl 2012 | Myndlist | 54 orð

Herra Pottur í Hörpu

Enn gefst tækifæri til að sjá Herra Pott og ungfrú Lok, sýningu byggða á La Revue de Cuisine eftir Bohuslav Martinu í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Meira
14. apríl 2012 | Myndlist | 153 orð | 1 mynd

Höfnuðu verki Ólafs

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Lundúnum höfnuðu verki Ólafs Elíassonar sem setja átti upp í tengslum við leikana í haust. Kostnaður við verkið var áætlaður um 200 milljónir króna, en það átti að vera hluti af listahátíð í Lundúnum. Meira
14. apríl 2012 | Menningarlíf | 119 orð

Leiðsögn og sýningarlok

Um helgina lýkur í Hafnarborg sýningu á íslenskri skartgripahönnun sem ber yfirskriftina Rætur . Í dag kl. 15 mun Tinna Gunnarsdóttir hönnuður taka þátt í leiðsögn um sýninguna. Meira
14. apríl 2012 | Tónlist | 133 orð | 1 mynd

Listahátíð Seltjarnarneskirkju haldin fyrst fyrir tuttugu árum

Listahátíð Seltjarnarneskirkju 2012 verður sett í kirkjunni í dag kl. 15 og stendur fram til 28. apríl nk. Að sögn skipuleggjenda hefur sérstaklega verið vandað til hátíðarinnar í ár í tilefni þess að 20 ár eru frá því að hún var fyrst haldin. Meira
14. apríl 2012 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Orgel fyrir alla í dag

Guðný Einarsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju, flytur verkið Myndir á sýningu eftir Modest Moussorgsky á orgeltónleikunum Orgel fyrir alla í Hallgrímskirkju í dag kl. 14. Meira
14. apríl 2012 | Myndlist | 653 orð | 2 myndir

Skapandi árekstrar

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Öll sköpun og allar breytingar skapa ákveðinn hita. Það eru alltaf árekstrar, en þeir geta líka verið mjög skapandi. Meira
14. apríl 2012 | Tónlist | 127 orð | 1 mynd

Stórsveitamaraþon

Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli kl. 13:00-16:30. Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í u.þ.b. 30 mínútur. Meira
14. apríl 2012 | Tónlist | 43 orð | 1 mynd

Syngur þjóðsönginn við setningarathöfn

Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir mun í dag syngja íslenska þjóðsönginn við setningu hátíðar sem helguð er menningu og sögu Norðurlanda, Scandinavian Festival 2012, í Scandinavian American Cultural and Historical Foundation í Thousand Oaks í Kaliforníu. Meira
14. apríl 2012 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Söngur og dans í Iðnó

Söngfjelagið stendur fyrir söngskemmtun og dansiballi í Iðnó síðasta vetrardag, miðvikudaginn 18. apríl, kl. 20:30, þar sem tekið verður fagnandi á móti sumri. Meira
14. apríl 2012 | Tónlist | 47 orð | 1 mynd

Tónleikaferð Sigur Rósar hefst 30. júlí

Hljómsveitin Sigur Rós heldur í sumar í tónleikaferð um heiminn og hefst hún 30. júlí í Norður-Ameríku, með tónleikum í The Mann í borginni Philadelphia í Bandaríkjunum. Þaðan er förinni m.a. heitið til New York, Toronto og Montréal. Meira
14. apríl 2012 | Tónlist | 79 orð

Úr ljóðum Laxness

Kammerkór Norðurlands heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru eingöngu lög við texta Halldórs Laxness í tilefni af 110 ára afmæli skáldsins. Meira
14. apríl 2012 | Fólk í fréttum | 627 orð | 3 myndir

Wes Anderson og fjölskyldan hans

Það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir velgengni þessa stórkostlega leikstjóra þó svo ýmis ljón hafi orðið á vegi hans. Meira

Umræðan

14. apríl 2012 | Aðsent efni | 697 orð | 1 mynd

Allt fullt af mat

Eftir Kristin Hjálmarsson: "Upplýsum fólk sem raunverulega borðar sjávarfangið okkar um sjálfbærar veiðar Íslands, við stórfenglegar aðstæður, norðan við flest sem fólk þekkir." Meira
14. apríl 2012 | Aðsent efni | 537 orð | 1 mynd

Brjótumst út úr fjötrunum

Eftir Ólöfu Nordal: "Það er grundvallarverkefni allra stjórnmálamanna að auka hagsæld heimilanna. Allt annað má bíða. Við þurfum að fjárfesta í ungu kynslóðinni." Meira
14. apríl 2012 | Aðsent efni | 798 orð | 1 mynd

Efnahagsvandi heimila og atvinnulífs

Eftir Svein Óskar Sigurðsson: "Sorglegt er að sjá hve miklu tjóni ríkisstjórn getur valdið á einu kjörtímabili." Meira
14. apríl 2012 | Aðsent efni | 434 orð | 1 mynd

ESB lítilsvirðir Ísland og Vinstri græn dansa með

Eftir Gunnar Braga Sveinsson: "Með ólíkindum verður að teljast ef VG ætlar enn og aftur að lyppast niður fyrir fótum Evrópusambandsins og Samfylkingarinnar" Meira
14. apríl 2012 | Pistlar | 494 orð | 1 mynd

Högg fyrir neðan beltisstað

Póstur, sem flaug með hraða ljóssins um netheima í vikunni, þar sem rifjað er upp tveggja áratuga dómsmál gegn núverandi eiginmanni eins frambjóðanda til embættis forseta Íslands, hlýtur að missa marks, ef ætlunin var sú að draga úr möguleika viðkomandi... Meira
14. apríl 2012 | Aðsent efni | 543 orð | 1 mynd

Lambakjöt á diskinn þinn

Eftir Helga Hauk Hauksson: "Eins og oft áður þegar umræða sem þessi fer af stað virðist sem aðalatriðin hverfi og sjónir manna fara að beinast að hlutum sem virðast oft úr lausu lofti gripnir." Meira
14. apríl 2012 | Aðsent efni | 514 orð | 1 mynd

Litla gula hænan þjóðnýtt

Eftir Davíð Þorláksson: "Um leið og vinstrimenn fá sínu framgengt og þeir sem sá uppskera ekki þá hætta menn til lengri tíma að sjá hag sinn í því að leggja eitthvað af mörkum" Meira
14. apríl 2012 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd

Nýliðunum fórnað fyrst

Eftir Einar Kristin Guðfinnsson: "Þeir sem nýir koma inn í sjávarútveginn koma þá í stað þeirra nýliða sem þar starfa núna." Meira
14. apríl 2012 | Aðsent efni | 407 orð | 1 mynd

Ofsaakstur í Vesturbæ

Eftir Ásmund Þór Sveinsson: "Umræddur glæfraakstur raskar næturró íbúa í stórum hluta Vesturbæjar og stofnar lífi vegfarenda í hættu." Meira
14. apríl 2012 | Velvakandi | 130 orð | 1 mynd

Velvakandi

Brynju Þorgeirsdóttur sem forseta Ég vil benda á augljósan kost við næstu forsetakosningar. Brynja Þorgeirsdóttir, hin glæsilega sjónvarpskona, hefur allt til að bera sem mikill fjöldi manna sækist eftir þegar kemur að vali næsta þjóðhöfðingja. Meira
14. apríl 2012 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Veturhús

Eftir Guðmund Magnússon: "Mín skoðun er sú, að hér hafi hulinn verndarkraftur verið að verki í lífi Páls og vísað honum, systkinum hans og móður til þeirrar gæfu að bjarga lífi hátt á fimmta tug manna í neyð." Meira
14. apríl 2012 | Aðsent efni | 477 orð | 1 mynd

Það sem augað sér

Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur: "Þjóðkirkjan er öllum opin og innan hennar rúmast allir" Meira

Minningargreinar

14. apríl 2012 | Minningargreinar | 2176 orð | 1 mynd

Anna Marta Helgadóttir

Anna Marta Helgadóttir fæddist í Tröð í Kollsvík við Patreksfjörð 13. nóvember 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 10. apríl sl. Foreldar hennar voru Ásbjörn Helgi Árnason, f. 13. apríl 1889, d. 1965 og Sigrún Össurardóttir, f. 6. maí 1898, d. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargreinar | 1885 orð | 1 mynd

Bjarney Guðrún Jónsdóttir

Bjarney Guðrún Jónsdóttir fæddist á Folafæti í Ísafjarðarsýslu 14. júlí 1921. Hún lést þann 9. apríl 2012 á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Foreldrar hennar voru: Jón Guðjón Kristján Jónsson, f. 23. ágúst 1892 á Skarði á Snæfjallaströnd, N-Ís., d. 30. sept. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargreinar | 1683 orð | 1 mynd

Inga Bjarnadóttir

Inga Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 1. apríl 2012. Fæðingarstaður hennar var Tunga við Laugaveg í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargreinar | 4492 orð | 1 mynd

Ingibjörg Þórunn Halldórsdóttir

Ingibjörg Þórunn Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 26. janúar 1936. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 4. apríl 2012. Foreldrar hennar voru Guðríður Jónsdóttir f. á Eyrabakka 17.9. 1902, d. 3.5. 1981 og Halldór Jónsson f. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargreinar | 3950 orð | 1 mynd

Jónas Þorsteinsson

Jónas Þorsteinsson fæddist á Ytri-Kóngsbakka í Helgafellssveit 18. nóvember 1920. Hann lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 27. mars 2012. Foreldrar hans voru Þorsteinn Bergmann Jóhannsson, f. 6. mars 1890, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargreinar | 670 orð | 1 mynd

Jón Sigfús Gunnlaugsson

Jón Sigfús Gunnlaugsson fæddist 16. júlí 1921 í Bót, Hróarstungu. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 31. mars 2012. Foreldrar hans voru Hjálmar Gunnlaugur Eiríksson, f. 19. janúar 1888, d. 23.4. 1974 og Anna Bjarnheiður Sigfúsdóttir, f. 24. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargreinar | 2403 orð | 1 mynd

Klemens Baldvin Sigtryggsson

Klemens B. Sigtryggsson var fæddur 12.3. 1935 í Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 2. apríl 2012. Foreldrar hans voru Páll Sigtryggur Björnsson frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá, fæddur 22.5. 1902, d. 11.12. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargrein á mbl.is | 1287 orð | ókeypis

Klemens Baldvin Sigtryggsson

Write fyrirsögn Klemens Baldvin Sigtryggsson Write ævi Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargreinar | 2340 orð | 1 mynd

Solveig Jónsdóttir

Solveig Jónsdóttir fæddist í Kaupmannahöfn 31. október 1932. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 3. apríl 2012. Útför Solveigar Jónsdóttur fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 13. apríl 2012. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargreinar | 1338 orð | 1 mynd

Valdís Magnúsdóttir

Valdís Magnúsdóttir fæddist á Hellissandi 23. maí 1931. Valdís lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. apríl 2012. Foreldrar Valdísar voru Kristín Oddsdóttir og Magnús Hjartarson, Hellisandi. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2012 | Minningargreinar | 2829 orð | 1 mynd

Viktor Sigurbjörnsson

Viktor Sigurbjörnsson fæddist að Kvistum í Ölfusi 23. nóvember 1956. Hann varð bráðkvaddur á Spáni 1. apríl 2012. Foreldrar Viktors voru Guðrún Lúðvíksdóttir, f. 7. nóvember 1924 og Sigurbjörn Einarsson, f. 20. september 1919, d. 20. júlí 1994. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 56 orð

5,11% ávöxtunarkrafa

Útboð á óverðtryggðum ríkisbréfum, RIKB 14 0314, fór fram hjá Lánamálum ríkisins í gærmorgun. Öll samþykkt tilboð buðust á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarðaði söluverðið. Alls bárust 16 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 3. Meira
14. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 75 orð | 1 mynd

AGS telur þörf á meira aðhaldi í ríkisfjármálum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þrátt fyrir aðhald í fjármálum hins opinbera sé ljóst að það muni taka lengri tíma en áður var áætlað að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Meira
14. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 592 orð | 3 myndir

Álið leikur stærra hlutverk í umhverfisvernd í heiminum

Viðtal Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Álið er umhverfisvænt þegar allt ferlið er skoðað frá upphafi til enda, segir Rosa Garcia Pineiro sem er iðnaðarverkfræðingur að mennt og er með meistarapróf í umhverfisverkfræði en hefur sl. Meira
14. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 242 orð | 1 mynd

MS ræðst í milljarða króna fjárfestingu

Mjólkursamsalan (MS), sem er afurðafyrirtæki í eigu íslenskra kúabænda, hyggst á næstu mánuðum ráðast í 1,5 til 2 milljarða fjárfestingar og breytingar á skipulagi í stærstu afurðastöðvum sínum. Meira
14. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 132 orð | 1 mynd

Veitir ráðgjöf í Bandaríkjunum

Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka sem sérhæfir sig í verkefnum á sviði jarðvarma í Bandaríkjunum, mun veita ráðgjöf við jarðvarmaverkefni í Nevada í Bandaríkjunum. Viljayfirlýsing vegna þess var undirrituð í vikunni. Meira
14. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 244 orð | 1 mynd

Verðbólgan er ekki innflutt

Þrátt fyrir að meðalgengi erlendra gjaldmiðla hafi hækkað á milli fimm og sex prósent gagnvart íslensku krónunni á síðustu tólf mánuðum þá hafa helstu hækkunarliðir neysluverðsvísitölunnar á sama tíma verið innlendir. Meira

Daglegt líf

14. apríl 2012 | Daglegt líf | 121 orð | 1 mynd

Frá öllum heimshornum

Sá hluti vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC, sem snýr að mat er skemmtilegur og fræðandi fyrir matgæðinga. Þar er að finna ótal uppskriftir, hægt að fylgja eftir sínum uppáhaldskokkum sem maður sér í sjónvarpinu og fá góð ráð. Þarna má t.d. Meira
14. apríl 2012 | Daglegt líf | 711 orð | 2 myndir

Í núinu er hægt að gera sitt besta

Hér á landi var nýverið staddur ungverski hugleiðslukennarinn Zsuzsanna Koszegi sem kenndi alþjóðlegum hópi hugleiðslu. Zsuzsanna segir alla geta tileinkað sér hugleiðslu og hún henti Íslendingum vel því þeir séu sjálfstæðir og opnir. Meira
14. apríl 2012 | Daglegt líf | 224 orð | 2 myndir

Koss dauðans og koss lífsins

Kammerkór Suðurlands heldur tónleika í Reykholti í Borgarfirði í dag, 14. apríl, kl. 16, og í Kristskirkju á Landakoti 26. apríl, kl. 21. Meira
14. apríl 2012 | Daglegt líf | 124 orð | 1 mynd

...skoðið spaugspegla

Sýningin Spaugspeglar verður opnuð í dag, 14. apríl, klukkan 14 í kaffihúsi Gerðubergs. Þar verða til sýnis verk Sverris Björnssonar, eða Dónalds, á skopstúdíum á samfélagi og mannlífi. Meira

Fastir þættir

14. apríl 2012 | Árnað heilla | 237 orð | 1 mynd

Aðalatriðið að njóta lífsins daglega

Menntunarfræðingurinn, markþjálfinn og feng shui-ráðgjafinn Jóna Björg Sætran hjá Námstækni ehf. er sextug í dag og ætlar að gera sér dagamun í faðmi fjölskyldunnar. Meira
14. apríl 2012 | Fastir þættir | 176 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Stefan´s Club. Norður &spade;G6 &heart;ÁK864 ⋄Á83 &klubs;852 Vestur Austur &spade;75 &spade;942 &heart;G93 &heart;D10752 ⋄DG52 ⋄K964 &klubs;D1074 &klubs;G Suður &spade;ÁKD1083 &heart;-- ⋄107 &klubs;ÁK963 Suður spilar 6&spade;. Meira
14. apríl 2012 | Í dag | 257 orð | 1 mynd

Haraldur Bessason

Haraldur Bessason, fyrsti rektor Háskólans á Akureyri, fæddist í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði 14. apríl 1931. Foreldrar hans voru Bessi Gíslason, hreppstjóri þar, og k.h., Elínborg Björnsdóttir kennari. Meira
14. apríl 2012 | Í dag | 37 orð

Málið

Samkvæmt þýðir í samræmi við . Þess vegna dugir ekki að segja: Samkvæmt ráðherranum eru vasar ríkisins tómir. Hins vegar geta þeir vel verið tómir að sögn ráðherrans og líka samkvæmt skýrslu um ástandið í vösum... Meira
14. apríl 2012 | Í dag | 1307 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Jesús kom að luktum dyrum. Meira
14. apríl 2012 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Reykjavík Nanna fæddist 28. september kl. 13.35. Hún vó 3.900 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Elín Ragnarsdóttir og Gunnlaugur Jónsson... Meira
14. apríl 2012 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Hafnarfjörður Natalie Nótt fæddist 30. september kl. 0.06. Hún vó 3.650 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sunna Dís Magnúsdóttir og Tommy F. Nielsen... Meira
14. apríl 2012 | Í dag | 16 orð

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi...

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10. Meira
14. apríl 2012 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Óskar Márus Daðason

30 ára Óskar fæddist í Reykjavík, ólst upp í Kópavogi, lauk prófum frá Margmiðlunarskólanum, er að ljúka námi í viðskiptafræði frá HÍ og starfar hjá Össuri. Eiginkona Dayla Lutz, f. 1985, starfsmaður hjá Hótel Grand. Foreldrar Daði Arngrímsson, f. Meira
14. apríl 2012 | Í dag | 261 orð

Sjósiginn bútung og mörflot með

Ég hitti karlinn á Laugaveginum á horninu við Smiðjustíg. Hann var að koma að norðan: „Veðrið er gott á Akureyri,“ sagði hann. „Það er annað en fyrir vestan! Meira
14. apríl 2012 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. g3 Rc6 4. Bg2 Dc7 5. O-O d6 6. c3 Rf6 7. He1 Re5 8. d4 Rxf3+ 9. Bxf3 Be7 10. e5 dxe5 11. dxe5 Rd7 12. De2 O-O 13. Bf4 a6 14. a4 Hb8 15. c4 b6 16. Rc3 Bb7 17. h4 Bxf3 18. Dxf3 Db7 19. Dg4 Kh8 20. Bg5 Hbe8 21. Had1 Rb8 22. Re4 Rc6... Meira
14. apríl 2012 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Sólveig Valerie Guðjónsdóttir

30 ára Sólveig fæddist í Reykjavík, ólst upp á Álftanesinu og er að ljúka námi í tækniteiknun. Bræður Ragnar Karl Guðjónsson, f. 1976, framkvæmdastjóri Panasonic Nordic í Danmörku; Þorbjörn Jindrich Guðjónsson, f. 1983, nemi. Meira
14. apríl 2012 | Árnað heilla | 521 orð | 4 myndir

Sveitarstjóri við ysta haf

Magnús Björn Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, fæddist á Skagaströnd og ólst þar upp í foreldrahúsum. Meira
14. apríl 2012 | Árnað heilla | 58 orð | 1 mynd

Sævar Sigurðsson

70 ára á sunnudag Sævar fæddist í Landeyjum en býr á Rifi, var í útgerð og fengsæll minkabani. Fyrri kona Sigríður E. Guðjónsdóttir, f. 20.5. 1948, d. 12.12. 2003. Seinni kona Eygló Anna Þorkelsdóttir, f. 16.1. 1964. Sævar á sjö dætur og einn fósturson. Meira
14. apríl 2012 | Árnað heilla | 201 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 80 ára Sigurður Einarsson Sæbjörg Jónsdóttir 70 ára Bryndís Þorsteinsdóttir Emil Ingólfsson Garðar Gíslason Herborg Káradóttir Hugrún Björk Þorkelsdóttir Jytte Frímannsson 60 ára Ámundi Grétar Jónsson Guðjón Þorbjörnsson Guðmundur R. Meira
14. apríl 2012 | Fastir þættir | 265 orð

Víkverji

Mikið kunna Akureyringar vel að taka á móti gestum, ekki síst um páska. Víkverji, sem er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, hefur miklar mætur á því sem er á boðstólunum á Akureyri um páska. Meira
14. apríl 2012 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

14. apríl 1695 Hafís rak inn á Faxaflóa í fyrsta sinn í áttatíu ár og þótti það „undrum gegna,“ eins og sagði í Vallaannál. Ísinn hafði rekið suður með Austfjörðum og vestur með Suðurlandi. 14. Meira

Íþróttir

14. apríl 2012 | Íþróttir | 557 orð | 2 myndir

„Þetta er hrikalega spennandi verkefni“

Handbolti Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritzson taka í sumar við þjálfun Akureyrarliðsins í handbolta þegar Atli Hilmarsson lætur af störfum. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 385 orð | 1 mynd

EM U17 kvenna Undanriðill í Belgíu: England – Ísland 0:1 Sandra...

EM U17 kvenna Undanriðill í Belgíu: England – Ísland 0:1 Sandra María Jessen 14. Sviss –Belgía 3:3 *Ísland mætir Sviss á morgun og Belgíu á miðvikudaginn. Lengjubikar karla A-DEILD, 1. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 520 orð | 3 myndir

Enn eitt skrefið á ísnum

Í Laugardal Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska landsliðið í íshokkí tók enn eitt skrefið fram á við á ísnum í gærkvöldi þegar liðið sigraði Serbíu í fyrsta skipti í A-landsleik karla, 5:3. Ísland hefur þá unnið báða sína leiki í A-riðli 2. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 386 orð | 2 myndir

Eygló keppir í London

Í Laugardal Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Fyrsti sundmaðurinn til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í London er Eygló Ósk Gústafsdóttir 17 ára úr sundfélaginu Ægi. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, skoraði sigurmark Öster gegn Trelleborg, 2:1, í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í gær. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 217 orð | 1 mynd

Getan er fyrir hendi

Kristján Jónsson kris@mbl.is ,,Þetta er ótrúleg tilfinning. Þetta er í fyrsta skipti sem okkur tekst að vinna Serbíu og við gerðum það á heimavelli. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

ÍSHOKKÍ HM karla, 2. deild, A-riðill: Laugardalur: Spánn – Serbía...

ÍSHOKKÍ HM karla, 2. deild, A-riðill: Laugardalur: Spánn – Serbía S13 Laugardalur: Króatía – N-Sjáland S16.30 Laugardalur: Ísland – Eistland S20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslit kvenna, 4. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

NBA-deildin Charlotte – Detroit 85:109 Chicago – Miami 96:86...

NBA-deildin Charlotte – Detroit 85:109 Chicago – Miami 96:86 *Eftir framlengingu. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Sigruðu ensku stúlkurnar

Stúlknalandslið Íslands í knattspyrnu fór vel af stað í milliriðli Evrópukeppninnar í Belgíu í gær þegar það sigraði England, 1:0, í sínum fyrsta leik. Sandra María Jessen skoraði markið á 14. mínútu. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 762 orð | 4 myndir

Skínandi vörn og sóknarfráköstin

Í Ásgarði Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Í gærkveldi hélt körfuknattleiksveislan áfram þegar Grindvíkingar heimsóttu Ásgarð í öðrum leik sínum í einvíginu við Stjörnuna. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 351 orð | 1 mynd

Yrði skemmtilegra að lyfta tveimur bikurum

Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Njarðvík og Haukar mætast í fjórða sinn í dag en liðin berjast um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Haukar minnkuðu muninn í síðasta leik með góðum sigri á útivelli en staðan er nú 2:1. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

Þórir Hergeirsson framlengdi við norska landsliðið til 2016

Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku heimsmeistaranna í handknattleik kvenna, hefur skrifað undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um þjálfun liðsins til ársins 2016. Meira
14. apríl 2012 | Íþróttir | 106 orð

Þróttur í úrslit en Þróttur jafnaði metin

Þróttur frá Neskaupstað er kominn í úrslitin á Íslandsmóti kvenna í blaki eftir sigur á HK, 3:1, í spennuleik í Fagralundi í Kópavogi í gærkvöld. Meira

Ýmis aukablöð

14. apríl 2012 | Blaðaukar | 235 orð

Haraldur yfirlæknir á Heilsustofnun

Haraldur Erlendsson, sérfræðingur í geðlækningum, hefur tekið við störfum yfirlæknis Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Hann útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1985. Meira
14. apríl 2012 | Blaðaukar | 130 orð | 1 mynd

Ný ferðaskrifstofa með fjölbreyttar sérferðir

Á dögunum var opnuð ný ferðaskrifstofa, Gaman Ferðir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.