Greinar föstudaginn 25. maí 2012

Fréttir

25. maí 2012 | Erlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Afmæli Búdda undirbúið

Api í búri sem skreytt hefur verið með ljóskerum í dýra- og skemmtigarði í Yongin, sunnan við Seoul í Suður-Kóreu. Búrið var skreytt í tengslum við hátíðarhöld vegna afmælis Búdda á mánudaginn... Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Alvarleg mistök að gefa Jóhönnu orðið

„Með því að gefa forsætisráðherra orðið um atkvæðagreiðsluna urðu forseta Alþingis á alvarleg mistök, sem henni ber að leiðrétta úr forsetastóli,“ segir Halldór Blöndal, fyrrv. forseti Alþingis, í grein í blaðinu í dag. Meira
25. maí 2012 | Erlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Áfrýjar ekki verði hann dæmdur sakhæfur

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kvaðst í gær ekki ætla að áfrýja sektardómi ef dómarar í máli hans komast að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 11 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Gróðursetning Austurvöllur blómstrar á sumrin, þökk sé fólki með græna... Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Björk listamaður ársins

Björk Guðmundsdóttir hlaut nýlega Webby-verðlaunin sem listamaður ársins 2012. Þetta var í 16. skipti sem verðlaunin voru afhent. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 129 orð

Braut gegn 14 ára stúlku

Hæstiréttur hefur staðfest 10 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Suðurlands yfir 47 ára karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 600 þúsund krónur í bætur. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Ekkert „óþarfa jarðrask“ á Úlfarsfelli

Nú er verið að leggja kapla frá tindi Úlfarsfells og niður í byggð því á tindinum ætlar Vodafone að reisa fjarskiptamöstur. Við framkvæmdina er m.a. notast við jarðýtu og eru kaplarnir plægðir ofan í svörðinn. Þó liggur vegur alla leið upp. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 461 orð | 3 myndir

Ekki kosið um ESB

Baksvið Egill Ólafsson egol@mbl.is Meirihluti Alþingis felldi í gær tillögu Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 235 orð

Félögin telja sig svikin

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Formenn fimm verkalýðsfélaga gagnrýna vanefndir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í atvinnumálum og telja að miklu meira þurfi að koma til eigi að ná atvinnustiginu í viðunandi horf. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd

Gagnrýna umsögn borgaryfirvalda

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það felst í þessu takmörkuð túlkun sem leiðir til niðurstöðu sem gerir mikilvægi sjávarútvegs í Reykjavík of lágt undir höfði,“ segir Eggert B. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Getur fundið smáhlut úr 800 km fjarlægð

Franska radarmælingaskipið Le Mongue var opið fjölmiðlamönnum í Reykjavíkurhöfn í gær. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 233 orð

Gjaldþrota hafi efni á að sækja um gjaldþrot

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ef breytingartillaga velferðarnefndar, sem nú liggur fyrir Alþingi, verður samþykkt geta skuldarar sem er synjað um greiðsluaðlögun, sótt um niðurfellingu tryggingar fyrir skiptakostnaði við gjaldþrot. Hún er 250.000... Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Heiðruð fyrir störf í þágu aldraðra

Öldrunarráð Íslands hefur veitt dr. Ingibjörgu Hjaltadóttur hjúkrunarfræðingi viðurkenningu fyrir einstakt framlag í þágu aldraðra. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Hnepptir í gæsluvarðhald

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. júní næstkomandi. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Hröpuðu rúma 40 metra þegar bjargbrúnin gaf sig

Mikil mildi þykir að tveir erlendir ferðamenn, karl og kona, skyldu sleppa lifandi þegar brún Lágeyjar, sunnan Dyrhólaeyjar, hrundi undan þeim rétt fyrir hádegi í gær. Þau féllu með skriðunni nærri 40 metra niður í fjöruna. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 400 orð

Jákvætt fyrir Lýsingu

Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um fjármögnunarleigusamning fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar. Rétturinn segir að þar sé um að ræða leigusamning en ekki lánasamning eins og héraðsdómur sagði til um. Meira
25. maí 2012 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Játaði morð á pilti

Lögreglan í New York-borg kvaðst í gær hafa handtekið mann sem væri grunaður um að hafa myrt Etan Patz sem var sex ára að aldri þegar hann hvarf árið 1979. Pilturinn hvarf sporlaust skammt frá strætisvagnabiðstöð í SoHo-hverfinu fyrir 33 árum. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 571 orð | 3 myndir

Kirkjugarðar geta varla starfað áfram

Fréttaskýring Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 265 orð

Kosið um sameiningu í haust

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Íbúar í Garðabæ og á Álftanesi greiða í haust atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Samstarfsnefnd um sameininguna samþykkti þetta samhljóða á fundi sínum í gær. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 156 orð

Kæra úrskurðinn

„Aðgerðir Seðlabankans hafa haft slæm áhrif og skaðað orðspor okkar,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, um húsleitina sem Seðlabankinn lét gera hjá fyrirtækinu í lok mars sl. Samherji hf. Meira
25. maí 2012 | Erlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Mesti samdráttur í framleiðslu í þrjú ár

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar lækkaði í gær eftir að hagrannsóknafyrirtækið Markit birti könnun sem bendir til þess að vísitala innkaupastjóra framleiðslufyrirtækja á evrusvæðinu hafi ekki verið lægri í tæp þrjú... Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Mikið tjón vegna villikattasóttar

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er niðurdrepandi, á tíma sem á að vera skemmtilegasti tími ársins í sveitinni,“ segir Sigurður Bjarni Sigurðsson, sauðfjárbóndi á Brautarhóli í Svarfaðardal. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 91 orð

Nýr formaður

Á aðalfundi Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem var haldinn miðvikudaginn 23. maí, var kosinn nýr formaður, Þröstur Freyr Gylfason. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Reyndir flugkappar rifjuðu upp gömul kynni

Catalina-flugbátur lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hópur gamalreyndra íslenskra flugmanna tók á móti flugbátnum og rifjaði upp gömul kynni af þessum sögufrægu flugvélum. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 203 orð

Saksóknari gaf heimild

Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Vitað var í október af áformum lögreglumannanna, sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, um að stofna félag og hefja sjálfstæða rannsóknarvinnu. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Segir nöfn meðmælenda vera fölsuð

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi segir að skipulögð aðför hafi verið gerð að framboði hans. Í ljós hafi komið að einn og sami einstaklingurinn falsaði allar þær undirskriftir sem reynst hafi falsaðar á meðmælendalistum fyrir framboð Ástþórs. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 381 orð

Segja vitlaust reiknað

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samherji hf. hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. maí sl. til Hæstaréttar Íslands. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Skilur ekki mikilvægi sjávarútvegs

Borgarráð Reykjavíkur skilur ekki mikilvægi sjávarútvegsfyrirtækja fyrir borgina og vanmetur áhrif hans á önnur fyrirtæki. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Starfsfólki fækkar um 50

Landsbankinn hyggst sameina og loka útibúum á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík auk þess að sameina deildir í höfuðstöðvum bankans. Starfsmönnum bankans mun fækka um 50 við þessar aðgerðir. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 70 orð

Stöðvuðu ræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi í fyrradag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 25 kannabisplöntur. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, viðurkenndi aðild sína að málinu. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Tóku forskot á sæluna

Sjómannadagurinn er eftir rúma viku og er undirbúningur dagsins í fullum gangi um land allt. Hátíð hafsins verður að venju haldin á Grandanum í Reykjavík um sjómannadagshelgina, 2. og 3. júní næstkomandi. Meira
25. maí 2012 | Erlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Tugir handteknir í Bakú fyrir að mótmæla mannréttindabrotum

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Lögreglan í Aserbaídsjan handtók í gær á fjórða tug manna sem efndu til mótmæla gegn mannréttindabrotum í landinu. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Ummæli ómerkt með dómi Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur ómerkt tiltekin ummæli sem Benedikta Haukdal, birti á vefsvæði sínu á MySpace. Ummælin vörðuðu Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismann á Bergþórshvoli. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

Úr andagörðum aðalsmanna

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fuglaáhugamenn á öllum aldri fagna sjaldséðum gestum sem hafa flogið til landsins síðustu daga. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 91 orð

Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák

Fjögurra skáka úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák fer fram um hvítasunnuhelgina, 25.-28. maí, í Stúkunni í Kópavogi. Til úrslita tefla þeir Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 1010 orð | 7 myndir

Verkalýðsfélög krefjast starfa

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hljóðið í forystumönnum verkalýðsfélaga er þungt þegar talið berst að atvinnumálum. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 615 orð | 2 myndir

Vill á annan tug milljóna vegna brots ráðherra

Baksvið Andri Karl andri@mbl.is Tekist var á um bótakröfu upp á rúmar sextán milljónir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en krafan var sett fram vegna brots forsætisráðuneytis á jafnréttislögum. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 917 orð | 2 myndir

Vissu af áformum um eigin rekstur

Sviðsljós Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Lögreglumennirnir sem kærðir voru fyrir þagnaskyldubrot sögðu upp störfum hjá embætti sérstaks saksóknara í október á síðasta ári. Meira
25. maí 2012 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Þrotabú upp á 95 milljarða

Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Lýstar kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu systkinanna Karls, Steingríms og Ingunnar Wernersbarna, nema um 95 milljörðum króna, segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri búsins. Meira

Ritstjórnargreinar

25. maí 2012 | Staksteinar | 206 orð | 2 myndir

Dæmislaus dæmisaga

Jóhanna Sigurðardóttir er svo lánsöm að þegar mikið liggur við getur hún kallað inn varamann sem fjallar af djúpri þekkingu samfylkingarfræðimannsins um málefni Samfylkingarinnar, Evrópusambandið. Meira
25. maí 2012 | Leiðarar | 663 orð

Orðið frjálst

Málefnalegar greinar, vel studdar rökum, eru þýðingarmiklar fyrir þjóðmálaumræðuna Meira

Menning

25. maí 2012 | Myndlist | 53 orð | 1 mynd

Aðalheiður fjallar um sýningu sína

Aðalheiður Valgeirsdóttir verður með listamannsspjall um sýningu sína Í landi óskasteinsins á morgun kl. 15, í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsi. Meira
25. maí 2012 | Tónlist | 73 orð | 1 mynd

„Fjólubláar Sóleyjar“ og tónleikar Thin Jim

Hljómsveitin Thin Jim hefur sent frá sér nýtt lag, „Fjólubláar Sóleyjar“ og er það samið af hljómsveitinni við texta Jökuls Jörgensen. Meira
25. maí 2012 | Tónlist | 115 orð | 1 mynd

Biophilia í söfnum New York

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir og listamaðurinn Curver Thoroddsen kynntu á fundi miðvikudaginn sl. Meira
25. maí 2012 | Tónlist | 38 orð | 1 mynd

Botnleðja á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum

Hafnfirska rokkhljómsveitin Botnleðja kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum 2012 og eru skipuleggjendur hátíðarinnar ánægðir með það. Þegar hefur verið greint frá því að hljómsveitin komi saman á ný á Gamla Gauknum í júní eftir margra ára... Meira
25. maí 2012 | Tónlist | 293 orð | 1 mynd

Dramatísk sinfónía eftir verki Shakespeares

Rómeó og Júlía, verk franska tónskáldsins Hectors Berlioz, verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30. Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Meira
25. maí 2012 | Tónlist | 31 orð | 1 mynd

Helvítis fokking funk á Nasa í kvöld

Samúel Jón Samúelsson Big Band kveður tónleikastaðinn Nasa við Austurvöll með tónleikum sem hefjast kl. 22 í kvöld. Yfirskrift tónleikanna er Helvítis fokking funk. Dj-Lucky mun hita upp frá kl... Meira
25. maí 2012 | Myndlist | 89 orð | 1 mynd

Hugleiðingar Pohjolainen um skinn

Málverkasýning myndlistarkonunnar Miina Pohjolainen, Skin studies, verður opnuð á morgun í Flóru í Listagilinu á Akureyri kl. 14. Meira
25. maí 2012 | Tónlist | 519 orð | 1 mynd

Hugsjónamaður spilar á heimavelli

Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Martin Berkofsky píanóleikari mun leika á tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Hörpu á morgun kl. 20. Meira
25. maí 2012 | Kvikmyndir | 407 orð | 2 myndir

Hvert ratar Einarinn í ár?

Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg verður haldin í sjötta sinn á Patreksfirði um helgina. Á hátíðinni eru frumsýndar nýjar íslenskar heimildarmyndir og í ár verða einnig fjórar erlendar heimildarmyndir sýndar í Skjaldborgarbíói. Meira
25. maí 2012 | Tónlist | 51 orð | 1 mynd

Styrktartónleikar á Gauknum

Tónlistarveitan gogoyoko heldur styrktartónleika fyrir jafnréttissamtökin UN Women í kvöld. Fram koma Mammút, Snorri Helgason, Myrra Rós, Muck, Tilbury og Christopher Wyatt-Scott. Tónleikarnir verða haldnir á Gauknum og hefjast kl. 22. Meira
25. maí 2012 | Hönnun | 44 orð | 1 mynd

Sýning á verkum Olle & Stephans í Sparki

Sýning á verkum sænsku hönnuðanna og húsgagnasmiðanna Olle & Stephan verður opnuð í dag kl. 17 í Sparki, Klapparstíg 33. Olle & Stephan hafa starfað saman í fjögur ár og smíða alla sína gripi sjálfir. Meira
25. maí 2012 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Tekur þjóðin Joðsótt?

Framundan er veisla í sjónvarpi, Evrópumótið í knattspyrnu í Póllandi og Úkraínu. Stórmótastofan hefur undanfarin mót (EM og HM) verið á heimsmælikvarða á RÚV sem var ekki síst hinum skelegga umsjónarmanni, Þorsteini Joð, að þakka. Meira
25. maí 2012 | Kvikmyndir | 42 orð | 1 mynd

Tómas leikur með kvikmyndastjörnum

Leikarinn Tómas Lemarquis leikur í kvikmyndinni Snowpiercer sem er í tökum. Þekktir leikarar leika í myndinni, þau Chris Evans, Jamie Bell, Tilda Swinton, John Hurt og Octavia Spencer en leikstjóri myndarinnar er Suður-Kóreumaðurinn Joon-ho Bong sem á... Meira
25. maí 2012 | Tónlist | 251 orð | 1 mynd

Undanfari Kínaferðar

Á mánudaginn, annan í hvítasunnu, halda Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari tónleika í Selinu á Stokkalæk. Meira
25. maí 2012 | Tónlist | 91 orð | 1 mynd

Vax heldur tvenna tónleika í Hollandi

Hljómsveitin Vax kemur fram á tvennum tónleikum um helgina í Hollandi. Þeir fyrri verða haldnir í kvöld í bænum Wolvega í norðurhluta landsins en þar koma fleiri hljómsveitir fram. Vax er hins vegar aðalhljómsveit kvöldsins. Meira

Umræðan

25. maí 2012 | Aðsent efni | 653 orð | 1 mynd

Ágangur villtra fugla á ræktarlönd bænda

Eftir Harald Benediktsson: "Ágangur álfta, gæsa og helsingja á tún og akra veldur bændum milljónatjóni á hverju ári." Meira
25. maí 2012 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

„Gleði sálarinnar að vera allsgáð“

Eftir Helga Seljan: "Í stuttri blaðagrein er á fáu einu tæpt en allt ber að sama brunni að þörf er vökullar viðspyrnu svo víða á vettvangi." Meira
25. maí 2012 | Aðsent efni | 475 orð | 1 mynd

Ég ætla að bíða með að heyra þar til ég verð eldri

Eftir Ellisif Katrínu Björnsdóttur: "Heyrnarskerðing er lúmsk, maður getur heyrt þrátt fyrir hana en hljóðrófið heyrist ekki allt." Meira
25. maí 2012 | Aðsent efni | 123 orð

Nú fórstu yfir strikið, forsætisráðherra

Á fundi Alþingis á fimmtudag var atkvæðagreiðsla „um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga“. Meira
25. maí 2012 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Ný reglugerð um búnað og frágang silunganeta í sjó

Eftir Árna Ísaksson: "Ómerkt net, sem ekki eru í samræmi við reglugerð eða landslög verða tekin upp, afhent lögreglu og kæra gefin út." Meira
25. maí 2012 | Aðsent efni | 403 orð | 1 mynd

Ólýðræðisleg slagsíða í ESB-umræðu

Eftir Ásmund Einar Daðason: "Þessi misjafna staða þeirra sem með lýðræðislegum hætti vilja taka þátt í umræðunni um aðlögun og aðild að Evrópusambandinu er óásættanleg." Meira
25. maí 2012 | Pistlar | 460 orð | 1 mynd

Sauðslega ungmennið anno 1987

Það má helst ekki skrifa fréttir um það að einn viðurstyggilegasti glæpamaður allra tíma hafi haft sérlegt dálæti á tilteknum tölvuleik og spilað hann í rúmt ár. Meira
25. maí 2012 | Aðsent efni | 528 orð | 1 mynd

Sá sem ekki er þakklátur fyrir litlu hlutina verður ekki þakklátur fyrir þá stóru

Eftir Ingrid Kuhlman: "Þeir sem taka eftir því góða í lífinu eru almennt hamingjusamari og heilbrigðari. Verum þakklát og gleðjum þar með okkur sjálf og aðra." Meira
25. maí 2012 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Sýnum Þingvallaurriðanum virðingu með hóflegri veiði

Eftir Ómar G. Jónsson: "Að draga upp úr vatninu í stórum stíl soltinn og horaðan hrygningarfisk frá sl. hausti með hinum ýmsu veiðitólum, ólöglegum beitum, húkkveiði og fleiru er vart ásættanlegt." Meira
25. maí 2012 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd

Ungt fólk með gigt

Eftir Ingibjörgu Magnúsdóttur: "Litla ég, sem var staðföst á þeirri skoðun að þetta gæti ekki hent svona unga og hrausta stúlku sem hafði nánast aldrei verið veik á ævinni, að litla ég skyldi greinast með gigt." Meira
25. maí 2012 | Velvakandi | 92 orð | 1 mynd

Velvakandi

Fjölmiðlar á villigötum Fyrir nokkrum dögum gerðist sá skelfilegi atburður að fangi lést á Litla-Hrauni. Í fyrstu var talið að um eðlilegan dauðdaga væri að ræða en fljótlega kom fram að hugsanlega væri ekki allt sem skyldi. Meira

Minningargreinar

25. maí 2012 | Minningargreinar | 1666 orð | 1 mynd

Arnbjörg Davíðsdóttir

Arnbjörg Davíðsdóttir fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 13. maí 1917. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík 16. maí 2012. Foreldar hennar voru Davíð Árnason frá Gunnarsstöðum, rafvirki og magnaravörður hjá Ríkisútvarpinu, f. 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2012 | Minningargreinar | 2349 orð | 1 mynd

Guðbjörg Anna Björgvinsdóttir

Guðbjörg Anna Björgvinsdóttir fæddist í Garði í Mývatnssveit 21. júlí 1928. Hún lést á Skjóli 9. maí 2012. Guðbjörg Anna var dóttir hjónanna Björgvins Árnasonar bónda í Garði og konu hans Stefaníu Þorgrímsdóttur frá Starrastöðum í Skagafirði. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2012 | Minningargreinar | 2085 orð | 1 mynd

Halldór Jón Guðjónsson

Halldór Jón Guðjónsson fæddist á Siglufirði 27. febrúar 1970. Hann lést á heimili foreldra sinna 14. maí 2012. Foreldrar hans eru Guðjón Jóhannsson f. 2 júlí 1943 og Valgerður Halldórsdóttir f. 6. mars 1947. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2012 | Minningargreinar | 205 orð | 1 mynd

Hinrik Hinriksson

Hinrik Hinriksson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1982. Hann lést í Osló, Noregi, 12. maí 2012. Foreldrar Hinriks eru Hinrik Aðalsteinsson, f. 15.5. 1950, og Friðlín Valsdóttir, f. 25.7. 1951. Eldri systir Hinriks var Klara Berta Hinriksdóttir, f. 17.11. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2012 | Minningargreinar | 2978 orð | 1 mynd

Kjartan Jónsson

Kjartan Jónsson fæddist á Selfossi 20. nóvember 1952. Hann varð bráðkvaddur í Esjuhlíðum 13. maí 2012. Foreldrar hans eru Jón Ólafsson, fyrrverandi bankaútibússtjóri frá Fagradal í Mýrdal. f. 1916 og Ólöf E. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2012 | Minningargreinar | 794 orð | 1 mynd

Klara Guðbrandsdóttir

Klara Guðbandsdóttir fæddist í Dísukoti í Þykkvabæ 9. desember 1935. Hún lést á sjúkrahúsi Suðurlands 17. maí 2012. Foreldrar hennar voru María Markúsdóttir frá Dísukoti, f. 20.9. 1915, d. 17.2. 1962 og Guðbrandur Pálsson frá Hafnarfirði, f. 6.11. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2012 | Minningargreinar | 2396 orð | 1 mynd

Ólafur Einar Ólafsson

Ólafur Einar Ólafsson fæddist í Reykjavík 6. mars 1958. Hann lést 17. maí 2012. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur E. Einarsson, f. 4.6. 1910, d. 5.11. 1996, og Guðrún Þ. Sigurðardóttir, f. 4.3. 1928, d. 11.9. 1990. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2012 | Minningargreinar | 477 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Jenný Sigurdardóttir var fædd á Hálsi á Skógarströnd 25. mars 1919. Hún lést 15. maí síðastliðinn á St. Fransiskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. maí 2012 | Viðskiptafréttir | 224 orð | 1 mynd

Fyrsta fasteignafélagið á markað

Fasteignafélagið Reginn, sem m.a. á Smáralind, verður skráð á hlutabréfamarkað í næsta mánuði. Þetta verður í fyrsta skipti sem hreint fasteignafélag er skráð í Kauphöllina. Meira
25. maí 2012 | Viðskiptafréttir | 645 orð | 2 myndir

Gæti dregið mikið úr hagvexti

Fréttaskýring Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fari allt á versta veg á evrusvæðinu með uppbroti myntbandalagsins og viðvarandi efnahagslægð í Evrópu á komandi árum mun slíkt óhjákvæmilega hafa mjög skaðleg áhrif á útflutningsatvinnugreinar Íslands. Meira
25. maí 2012 | Viðskiptafréttir | 685 orð | 1 mynd

Nýsköpunarsjóður tapar þónokkru fé

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Nýsköpun er ekki spretthlaup í blíðviðri, heldur líkist fremur víðavangshlaupi í íslenskri veðráttu,“ sagði Orri Hauksson, stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). Meira
25. maí 2012 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Verðbólga 5,4%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí lækkaði um 0,03% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,08% frá apríl. Greiningardeildir höfðu spáð því að vísitala neysluverðs mundi hækka um 0,4-0,5% í mánuðinum. Meira

Daglegt líf

25. maí 2012 | Daglegt líf | 470 orð | 1 mynd

HeimurMaríu

Lögin eru mörg hver hálfgert uppþvottavatn. Froðan flöt og vatnið hálfkalt og uppvaskið eftir því. Meira
25. maí 2012 | Daglegt líf | 597 orð | 5 myndir

Málmur og gítarsmíð heilla Khamûl

Hann gengur undir nafninu Khamûl og sækir það í heim Tolkiens enda mikill aðdáandi. Hann gaf út sinn fyrsta disk á dögunum og samdi öll lögin sjálfur, spilar á öll hljóðfærin, tók upp diskinn, hljóðblandaði og hannaði umslagið. Meira
25. maí 2012 | Daglegt líf | 222 orð | 4 myndir

Nútíminn og klassík í bland

Vorsýning Klassíska listdansskólans fór fram hinn 30. apríl síðastliðinn. En nemendur frá 3 ára til 23 ára aldurs tóku þátt í sýningunni sem var bæði fjölbreytt og litrík. Meira
25. maí 2012 | Daglegt líf | 128 orð | 1 mynd

Skemmtilegur hugmyndabanki

Mrspriss.com er skemmtilegt blogg hinnar bandarísku Morgan. Hún býr með manni sínum og börnum í litlum bæ og skrifar meðal annars hressandi frásagnir af daglegu lífi á bloggsíðuna. Meira
25. maí 2012 | Daglegt líf | 72 orð | 1 mynd

...skoðið ljósmyndir nema

Hinn 26. Meira

Fastir þættir

25. maí 2012 | Í dag | 221 orð

Af söngvökuhljómi, 1.450 manns og vertíðarlokum

Helgi Seljan sendir umsjónarmanni Vísnahorns skemmtilega kveðju: „Datt sú endaleysa í hug að senda þér þetta: Síðasta söngvaka okkar Sigurðar Jónssonar tannlæknis og píanóleikara var 23. maí. Meira
25. maí 2012 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

Birgir Rafn Ólafsson

30 ára Birgir ólst upp í Reykjavík. Hann er húsasmíðameistari og með BS gráðu í byggingatæknifræði frá HR. Hann er sjálfstætt starfandi. Maki Íris Thelma Jónsd., f. 1983, starfar hjá Vodafone. Börn Ásdís Katla, f. 2008, og drengur á leiðinni í júní. Meira
25. maí 2012 | Fastir þættir | 192 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðjudaginn 22. maí var spilað á 16 borðum hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði, með eftirfarandi úrslitum í N/S: Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 391 Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 351 Júlíus Guðmundss. Meira
25. maí 2012 | Árnað heilla | 223 orð | 1 mynd

Fótboltaliðið sem önnur fjölskylda

Þetta er bara venjulegur vinnudagur og svo er ég að spila leik í kvöld á móti Stjörnunni í Garðabæ þannig að ég eyði afmæliskvöldinu með minni annarri fjölskyldu sem er liðið,“ segir Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs KR, en hún... Meira
25. maí 2012 | Í dag | 273 orð | 1 mynd

Friðrik Friðriksson

Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtogi fæddist 25. maí 1868 að Hálsi í Svarfaðardal og ólst upp í Eyjafirði og Skagafirði og fór þaðan suður til Reykjavíkur 18 ára. Meira
25. maí 2012 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Hjalti Páll Beck

30 ára Hjalti er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Maki Tinna Björk Óðinsdóttir, f. 1982, vinnur í bakaríi. Börn Dagur Elías Beck, f. 2003, Gabríel Máni Beck, f. 2005, og Ásta Bryndís Beck, f. 2010. Foreldrar Rögnvaldur Stefán Cook, f. Meira
25. maí 2012 | Í dag | 36 orð

Málið

Fuglinn flamingói, eða flæmingi, er svo ófimlega vaxinn að af ber. Að rugla stjákli þessara dýra saman við hinn seiðandi dans flamenco eða flamengó eins og Ísl. orðabók kallar hann, með e-i, er óafsakanlegt. Flamingó-dansarar?... Meira
25. maí 2012 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Hafnarfjörður Rúnar Helgi Snædal fæddist 12. júlí kl. 7.54. Hann vó 3.665 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans heita Helena Björk Rúnarsdóttir og Jón Garðar Jónsson... Meira
25. maí 2012 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Grindavík Guðmunda Júlía fæddist 24. júlí kl. 9.57. Hún vó 3.445 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Theodóra Steinunn Káradóttir og Eggert Daði Pálsson... Meira
25. maí 2012 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er...

Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6. Meira
25. maí 2012 | Fastir þættir | 159 orð

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rge7 5. c3 g6 6. h4 Bg7 7. h5 h6 8. hxg6 Rxg6 9. d4 b5 10. Bc2 d6 11. Be3 Bg4 12. d5 Rce7 13. Rbd2 Rf4 14. Hh2 Reg6 15. g3 Rh3 16. Db1 h5 17. Bd1 Bd7 18. Dd3 h4 19. Be2 Bf6 20. O-O-O De7 21. Hdh1 hxg3 22. Meira
25. maí 2012 | Árnað heilla | 179 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Sigurpáll Árnason 90 ára Gyða Arnórsdóttir Magnús Ágústsson 85 ára Guðlaugur Eiríksson 80 ára Geir S. Meira
25. maí 2012 | Árnað heilla | 456 orð | 4 myndir

Tvíburi sem leikur tveim skjöldum

Jóel er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp frá þriggja ára aldri, en fyrstu æviárin bjó hann í New York þar sem Páll faðir hans nam jarðeðlisfræði. Jóel hefur mikið látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi. Meira
25. maí 2012 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

Vilborg Sigurðardóttir

40 ára Vilborg er fædd í Reykjavík og búsett í Vestmannaeyjum. Hún er húsfreyja. Maki Gísli Guðnason, f. 1965. Börn Sigurður Lárus Gíslason, f. 1995, og Eyþór Gíslason, f. 2001. Foreldra r Sigurður Lárus Einarsson, f. 1942, og Guðbjörg Friðriksdóttir,... Meira
25. maí 2012 | Fastir þættir | 272 orð

Víkverji

Víkverji, sem er enn að jafna sig eftir eftir taugatrekkjandi útsendingu RÚV frá Keflavíkurflugvelli síðasta föstudagskvöld, varð fyrir enn einu áfallinu í vikunni. Meira
25. maí 2012 | Í dag | 89 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

25. maí 1975 Fimmtán hektarar af skóglendi brunnu á Þingvöllum. Um eitt hundrað slökkviliðsmenn, auk sjálfboðaliða, börðust við eldinn. 25. maí 1999 Íslenskur leiðangur varð fyrstur til að fara á jeppum þvert yfir Grænlandsjökul. Meira

Íþróttir

25. maí 2012 | Íþróttir | 760 orð | 3 myndir

Blómlegt í Lautinni

Í Árbænum Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það var vissulega kominn tími á þetta. Fjórir leikir búnir og ekkert mark komið en núna komu tvö. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 847 orð | 6 myndir

Býr Þórður, þjálfari ÍA, yfir skyggnigáfu?

Í Garðabæ Kristján Jónsson kris@mbl.is Erfitt er að verjast þeirri hugsun að Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, búi yfir skyggnigáfu eftir að hafa séð árangurinn af skiptingum hans í fyrstu umferðum Pepsi-deildarinnar. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 15 orð | 1 mynd

EHF-bikarinn Seinni úrslitaleikur: Göppingen – Dunkerque 34:28...

EHF-bikarinn Seinni úrslitaleikur: Göppingen – Dunkerque 34:28 *Göppingen sigraði 60:54 samanlagt og er EHF-meistari... Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 227 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Þýskir fjölmiðlar sögðu í gær að Hoffenheim hefði tekið tilboði velska knattspyrnufélagsins Swansea City í Gylfa Þór Sigurðsson . Tilboðið hafi numið 7,2 milljónum punda, eða tæplega 1,5 milljarði króna. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 317 orð | 1 mynd

Frábær byrjun í Noregi

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Við náðum mjög góðum leik, sérstaklega varnarleiknum þar sem við pressuðum Norðmennina um allan völl, og vorum síðan með mikið sjálfstraust í skotunum. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Stjörnuvöllur: Stjarnan...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Stjörnuvöllur: Stjarnan – KR 19.15 1. deild karla: Akureyrarvöllur: KA – Víkingur R 18.30 Hertz-völlurinn: ÍR – Fjölnir 20 Valbjarnarvöllur: Þróttur R. – Leiknir R 20 2. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 847 orð | 4 myndir

Lukkan ekki með ÍBV

Í Keflavík Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Það er alveg óhætt að segja að lukkan sé ekki í herbúðum Eyjamanna á upphafi Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 796 orð | 5 myndir

Markaþurrð Blikanna

Í Kópavogi Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það stefnir í erfitt sumar hjá Blikum og sér í lagi ef ekki tekst að bæta úr markaþurrðinni en Breiðablik tapaði fyrir vel skipulögðu liði Fram, 2:0, á heimavelli sínum í gær. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

ÓL-farar nokkuð frá sínu besta

Ólympíufararnir Ásdís Hjálmsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson voru á meðal þátttakenda á JJ-móti Ármanns á Laugardalsvellinum í gærkvöld en það var annað mótið í mótaröð Frjálsíþróttasambandsins. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla Úrvalsdeildin, 5. umferð: Stjarnan – ÍA 1:1...

Pepsi-deild karla Úrvalsdeildin, 5. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 307 orð | 2 myndir

Stefnir á lágmarkið í dag

Sund Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Í svona úrslitasundi getur allt gerst. Ég varð áttunda og síðust inn í úrslitin, þannig að þetta getur bara orðið betra, og það munaði litlu á mér og þremur næstu á undan. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 872 orð | 3 myndir

Svekkelsi hjá Selfyssingum

Á Selfossi Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Selfoss og Grindavík skildu jöfn, 3:3, í dramatískum leik á Selfossvelli í gærkvöldi. Meira
25. maí 2012 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Philadelphia – Boston...

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Philadelphia – Boston 82:75 *Staðan er 3:3 og oddaleikur í Boston annað kvöld. Indiana og Miami léku sjötta leik sinn í nótt, sjá nánar á... Meira

Ýmis aukablöð

25. maí 2012 | Blaðaukar | 601 orð | 4 myndir

Akureyri er í afmælisfötum

Í ár eru liðin 150 ár frá því Akureyri hlaut kaupstaðarréttindi. Tímamótunum verður fagnað allt árið með sérstakri afmælisviku í kringum sjálfan afmælisdaginn sem er 29. ágúst. „Afmælisbarnið ber aldurinn vel,“ segir Sigríður Stefánsdóttir. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 217 orð | 4 myndir

Akureyri og áhugaverðir staðir

Nær frá Siglufirði og Öxnadalsheiði og austur að Þórshöfn á Langanesi. Nyrsta byggða ból er Grímsey og í suðri liggja mörkin á Sprengisandi. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 994 orð | 5 myndir

Allar götur greiðir gamla landið mitt

Landið faðminn breiðir, orti skáldið og nú eru allar götur greiðar. Til að öðlast orku og endurnýja sálarkraft sinn er fátt betra en leggjast í ferðalög; hvort heldur er í byggð eða upp á hálendið. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 336 orð | 3 myndir

Allra handa afþreying á Vestfjörðum

Úrval af viðburðum og hvers konar dægradvöl á Vestfjörðum er jafn fjölbreytilegt og landslagið. Sem þýðir í stuttu máli eitthvað fyrir alla. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 243 orð | 1 mynd

Auðlindanýtingin sést þar í hnotskurn

Ferðaþjónusta tengd sjávarútvegi er framtíðin og ég trúi að hún muni vaxa hratt. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 290 orð | 1 mynd

Áfangastaðir í inndölunum

Inndalir Skagafjarðar eru afskaplega fallegt svæði sem mér finnst gaman að fara um. Þeir eru skjólsælir, vel grónir og náttúran öll mjög ósnortin. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 309 orð | 1 mynd

Á fögrum slóðum ægilegra hamfara

Lakagígar hafa verið mikill áhrifavaldur í sögu landsins. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 229 orð | 2 myndir

Baugur og buslandi hvalirnir

Með skútu frá Hrísey í eyjarnar tvær. Hvalaslóð og fuglabjörg. Skemmtileg viðbót. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 318 orð | 3 myndir

Blábjörg – nýtt gistiheimili í gömlu frystihúsi

Nýverið var opnað nýtt gistiheimili í gamla frystihúsinu á Borgarfirði eystra og má því segja að húsið hafi gengið í endurnýjun lífdaga. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 112 orð | 2 myndir

Brosið í borginni

Til höfuðborgarsvæðisins teljast Reykjavík, Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Álftanes og Hafnarfjörður. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 183 orð | 1 mynd

Býr í þér Fjallagarpur Seyðisfjarðar?

Þarna rísa þeir yfir Seyðisfirði og virðast nánast hæðast að litlu mannfólkinu sem lifir og hrærist við fjöruborðið. Sandhólatindur, Bjólfur, Nóntindur, Hádegistindur, Strandatindur, Snjófjall og Bægsli. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 221 orð | 1 mynd

Bæjarhátíð spunnin af fingrum fram

Kalla mætti bæjarhátíðina Hálfbaunina á Bíldudal einhverja óformlegustu hátíð sumarsins. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 207 orð | 1 mynd

Eyja engri lík

Gestum þykir oft sem tíminn hafi stöðvast í Flatey á Breiðafirði. Flest húsin í eyjunni eru frá 19. öld og þeir sem spóka sig um á svæðinu gætu haldið eitt andartak að þeir hefðu ferðast óralangt aftur í tíma. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 229 orð | 4 myndir

Eyjarnar eru nú komnar í alfaraleið

Hálftíma sigling yfir sundið. Áhugaverðar eyjar. Eldheimar í eldlínunni. Flottasti ferðamannastaður landsins. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 267 orð

Ég fer í fríið

Það líður að lokum maímánaðar. Skólar loka dyrum sínum og leggjast flestir í dvala fram á haust, og hinn vinnandi maður veltir því fyrir sér hvernig sumarleyfið verði best nýtt. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 175 orð | 4 myndir

Fallegt svæði í hrikaleik sínum

Gilsfjörður sker í sundur Vesturland og Vestfirði. Vestasti oddi Vestfjarða og Evrópu er Látrabjarg og Hornstrandir eru útvörður í norðri. Í Strandasýslu eru syðstu mörk á Holtavörðuheiði. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 271 orð | 1 mynd

Fallegur er bærinn undir Bustarfelli í Vopnafirði

Um tíu mínútna akstursleið frá Vopnafirði, í hinum fallega Hofsárdal, er hinn er byggðasafn í fallegum torfbæ þar sem var búið allt til ársins 1966. Bærinn er að stofni til byggður seint á 18. öldinni. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 211 orð | 1 mynd

Fiskidagurinn mikli

Fiskidagurinn mikli er árleg fjölskylduhátíð sem haldin er í Dalvíkurbyggð, fyrsta laugardag eftir verslunarmannahelgi. Fiskverkendur og annað framtaksfólk í byggðarlaginu bjóða þá landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, frá morgni til kvölds. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 284 orð | 1 mynd

Fjörlegir dagar í franska bænum

Á Fáskrúðsfirði hafa Franskir dagar verið haldnir árlega síðan 1996 og eru þeir jafnan haldnir síðustu helgina í júlí. Sögu sjómanna eru gerð þar skil. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 207 orð | 2 myndir

Flugfélagið gerist nú grænt

Nýjar áherslur hjá FÍ. Drykkjarmál úr pappa og sérmerkt súkkulaði. Til móts við kröfur viðskiptavina. Flugið er umhverfisvænt. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 237 orð | 1 mynd

Fótgangandi milli Evrópu og Ameríku

Íslendingar þykja miklar flökkukindur og ófáir landsmenn hafa ferðast vítt og breitt um fjarlægustu horn jarðkringlunnar. Færri hafa þó prófað að fara fótgangandi á milli heimsálfa. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 247 orð | 4 myndir

Frá Kili að Kötlutanga

Suðurland nær frá Sandskeiði austur að Lómagnúp við Núpsvötn. Í norðri eru mörkin á Kili og Sprengisandi og á fastalandinu er Kötlutangi syðsti punktur. Vestmannaeyjar eru útvörður suðurstrandarinnar. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 171 orð | 4 myndir

Frá ystu ströndum til innstu dala

Nær frá Hrútafjarðarbotni í vestri og til Fljóta í Skagafirði. Spannar Húnavatnssýslur og Skagafjörð. Í suðri liggja mörkin um Hveravelli og ystu bæir eru á Skaga. Skagafjarðarhérað nær frá Skaga og Fljótum og innstu bæir eru í Vesturdal í Skagafirði. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 257 orð | 2 myndir

Fugl fyrir milljón

Sífellt fleiri fá hina bráðsmitandi ljósmyndabakteríu og um leið fjölgar þeim sem spreyta sig á hinu krefjandi en um leið gefandi myndefni sem fuglar eru. Nú er heldur betur hvati kominn til afreka á sviði fuglaljósmyndunar því fyrir bestu myndina er milljón í boði! Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 189 orð | 1 mynd

Fæðingarstaður heimsbókmennta

Enn má finna fyrir anda Snorra Sturlusonar í Reykholti í Borgarfirði. Í 40 km fjarlægð frá Borgarnesi er að finna þennan merka sögustað og hægt að heimsækja Snorrastofu sem býður upp á sýningar, reglulega fyrirlestra og leiðsögn um svæðið. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 374 orð | 2 myndir

Gististaður þar sem laxarnir stökkva

Árhús eru áfangastaður. Huggulegt á Hellu. Maturinn kemur úr héraði. Stutt í Laugar og Mörkina. Sveitasæla klukkutíma frá borginni. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 441 orð | 2 myndir

Góðir dagar í Glaðheimum

Tuttugu sumarhús á Blöndubökkum. Þægindi, þjónusta og stutt til þéttbýlisstaða. Ekki langt norður. Margar náttúruperlur í nánd. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 250 orð | 1 mynd

Grænt, gult og rautt landslag

Ekki þarf að ferðast langt frá Reykjavík til að finna stórbrotna og einstaka náttúru og landslag. Krýsuvík er ekki nema stuttan spöl frá borgarmörkunum, 25 km akstur frá Hafnarfirði, en samt eins og að koma inn í annan heim. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 401 orð | 2 myndir

Hafa hreinlega bjargað mannslífum

Hálendisvakt björgunarsveitanna hefst um miðjan júní. Kjölur, Fjallabak, Sprengisandur og Drekagil. Hjálpin berst fljótt. Vaktin norðan Mýrdalsjökuls í sumar. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 251 orð | 4 myndir

Hátíðir víða og hæsta fjallið

Mörk Austurlands og Suðurlands liggja á Skeiðarársandi. Gerpir er austasti skagi landshlutans og þar með landsins alls. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 379 orð | 3 myndir

Hátíð til heiðurs sjómanninum

Bæjargleðin Sjóarinn síkáti í Grindavík eflist með hverju árinu sem líður. Hátíð um sjómannadagshelgina. Litskrúðug hverfi og leikur í fótboltanum. Góð aðstaða fyrir ferðamenn á staðnum. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 277 orð | 4 myndir

Heillandi staðir í hrauninu

Mörk höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesskagans eru við Kúagerði sem er því sem næst miðja vegu milli Hafnarfjarðar og Voga á Vatnsleysuströnd. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 429 orð | 2 myndir

Hlaupið verður í vestri

Árleg hlaupahátíð á Vestfjörðum laðar til sín ferðafólk. Mýrarbolti og sígild tónlist. Fjöldi annara áhugaverðra viðburða á dagskrá sumarsins. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 206 orð | 1 mynd

Horft yfir allan heiminn

Hér í nágrenni Bolungarvíkur er margt áhugavert að sjá. Það er gaman að fara hér yfir heiðina innan við bæinn og niður í Skálavík, en þar standa nokkur gömul íbúðarhús sem nú eru sumardvalarstaðir. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 332 orð | 2 myndir

Horft yfir hundruð fjallatoppa

Gengið um Glerárdal inn af Akureyri. Góðar leiðir á toppinn. Ný bók eftir Harald Sigurðsson. Frábært útsýni af Kerlingu, sem er hæst fjall Tröllaskagans. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 206 orð | 2 myndir

Hótelið við höfnina

Icelandair Hótel Reykjavík Marina stendur við Reykjavíkurhöfn og innandyra er áhersla lögð á margskonar tengingu við svæðið í kring og sjávarútveginn. Þar er kjörið að koma við, jafnvel þótt ekki standi til að gista, eins og markaðsstjóri Icelandair Hotels bendir á. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 189 orð | 1 mynd

Hvað leynist á bak við fossinn?

Að sjá vatnið steypast niður hamravegginn er mikilfengleg sjón, og þarf heldur betur að teygja hálsinn til að sjá hvar flaumurinn hefst, í 118 metra hæð. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 223 orð | 1 mynd

Hvað um að veiða einn ferskan á grillið?

Sjóstangveiði er ekki bara fyrir milljónera og glaumgosa í Karíbahafinu. Að veiða á sjóstöng við strendur Íslands getur verið bráðskemmtileg upplifun og mjög sérstök leið til að komast rækilega í snertingu við náttúruna og lífríkið í hafinu. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 140 orð

Innlegg til öryggismála

Slysavarnafélagið Landsbjörg og samstarfsaðilar reka verkefnið Safetravel sem ætlað er að stuðla að öruggri ferðamennsku. Undir hatti Safetravel er nokkuð víðtæk starfsemi, m.a. hálendisvakt björgunarsveita, prentað fræðsluefni og auðvitað vefsíðan www. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 229 orð | 1 mynd

Í heimsókn hjá 900.000 lundapörum

Fuglaskoðun er skemmtileg leið til að skoða landið og lífríkið og iðja sem nýtur vaxandi vinsælda. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 239 orð | 1 mynd

Í nágrenni drottningar

Ekki er að ástæðulausu að Herðubreið birtist oft í kvæðum íslenskra ljóðskálda. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 646 orð | 3 myndir

Ísland í aðalhlutverki í Hollywood

Kvikmyndaunnendur geta skoðað landið í gegnum tökustaði stórmyndanna. Leikstjórarnir kunna að velja heillandi landslag sem sviðsmynd í myndum sínum. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 190 orð | 1 mynd

Kaupstaður í 150 ár

Akureyri iðar af lífi allan ársins hring, en þó alveg sérstaklega á sumrin þegar bærinn heldur fjölda hátíða og viðburða. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 307 orð | 1 mynd

Kvenfélagsbingó og hnossgæti úr héraði

Kvenfélögin eru sannkölluð grundvallarstofnun í mannlífinu úti á landsbyggðinni og fátt sem fræknar kvenfélagskonur geta ekki leyst vel af hendi. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 612 orð | 1 mynd

Laugarvatn Fontana

Heimamenn og gestir hafa gert sér gufuna á Laugarvatni að góðu allt frá árinu 1929. Laugarvatn Fontana hefur hins vegar skapað þar aðstöðu til að njóta hennar svo upplifunin jafnast á við það sem best gerist en aðstaðan var opnuð í júlí 2011. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 212 orð | 2 myndir

Leiðin í Laugar opnuð upp úr mánaðamótum

Hálendið er að opnast. Fallegt að Fjallabaki. Leiðin er greið í Landamannalaugar. Laugavegurinn er ekki nema fyrir fólk í formi. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 338 orð | 4 myndir

Leiðin langa um Línuveginn

Ekið ofan byggðar á Suðurlandi frá Sultartanga að Uxahryggjaleið. Hálendisvegurinn fylgir háspennulínu. Óbrúaðar ár. Fjallasýn og falleg leið Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 368 orð | 5 myndir

Leyndardómar og kynngikraftur

Vesturland er víðfeðmt; nær frá Akranesi og Hvalfjarðarbotni vestur í Gilsfjörð, upp á heiðar og á Snæfellsnesi skaga Svörtuloft lengst til vesturs. Á Breiðafirði eru svo eyjarnar sem eru svo margar að ekki verða taldar. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 226 orð | 1 mynd

Líf og fjör í Króksfjarðarnesi

Það ætti eitthvað að vera á seyði fyrir alla sem leggja leið sína í Reykhólahrepp í sumar. Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi starfrækir handverksmarkað, nytjamarkað og bókamarkað í kaupfélagshúsinu gamla í Króksfjarðarnesi rétt vestan við Gilsfjarðarbrú. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 345 orð | 3 myndir

Með fimm skála á fjöllunum

Ferðaþjónustufyrirtækið Gljásteinn rekur fimm gistiskála, sem geta samtals hýst hátt í 200 gesti. Vilborgar Guðmundsdóttur segir að skálarnir séu allir vel búnir. Aðsóknin eykst. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 680 orð | 3 myndir

Mikil ögrun að komast á toppinnn

Aldrei meiri þátttaka í starfi Ferðafélags Íslands. Á þriðja hundrað ferðir á dagskrá ársins. Landvinningar á Hornströndum og í Þórsmörk. Vinsælar ferðir um virkjunarsvæði. Ferðafélag barnanna gerir góða lukku. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 264 orð | 1 mynd

Móar, mýrar, fjörur og tún

Hver segir að sumarfríið þurfi bara að snúast um langar ökuferðir, makindaleg hótelherbergi, og sjarmerandi veitingastaði í sveitaþorpum? Þeir sem vilja hreyfa sig hafa úr mörgu að velja, og ein áhugaverðasta íþróttaáskorun sumarsins er Barðsneshlaupið. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 89 orð | 6 myndir

Náttúruperlan Vestfirðir

Sífellt verður vinsælla að taka ferjuna Baldur frá Stykkishólmi og sigla yfir Breiðafjörðinn áleiðis til Vestfjarða, þar sem lent er í Brjánslæk. Oftar en ekki koma ferðamenn þá við í Flatey og verja þar dagstund. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 338 orð | 2 myndir

Norræn prjónaráðstefna í Borgarnesi

Prjónablaðið Lopi og band skipuleggur Norræna prjónaráðstefnu í ágúst nk. í Borgarnesi. Yfirskriftin er „Íslenskt prjón í fortíð og nútíð“. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 223 orð | 2 myndir

Ómissandi Atlas í ferðalagið

Út er kominn Ferða-atlas Máls og menningar. Er bókin sniðin að þörfum íslenskra ferðamanna sem vilja kynnast landi sínu sem best. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 500 orð | 3 myndir

Sagan býr í hverri þúfu

Enginn skortur er á söguslóðum og merkum stöðum á Vesturlandi. Ekki er ofsagt að þar sé söguna að finna nánast í hverri þúfu, hvert sem leið liggur um þetta fallega landsvæði. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 240 orð | 2 myndir

Skjálfandi blómabær

Suðurlandsskjálftarnir 2008 á sýningu í Hveragerði. Upplifun og reynsla. Garðyrkjusýningin í júní gerir lukku. Hverasvæði, skáldaslóðir og sundlaug í einstöku umhverfi. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 579 orð | 4 myndir

Spákonur í þrívídd

Kátt í Kántrýbæ á Skagaströnd. Leitað nýrra leiða. Alþýðuheimilið í Árnesi til sýnis og kaffihús í gömlu lögreglustöðinni. Kaffi í sundlauginni. Níu holu golfvöllur og margt fleira sem er fínt fyrir ferðamanninn. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 257 orð | 1 mynd

Stórbrotið landslag sýnir átökin undir yfirborðinu

Hálendið er áhugavert og ég hvet fólk til þess að kynna sér þær slóðir betur. Hvannalindir eru gróðurvin og Kverkfjöll eru staður á heimsvísu,“ segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 1313 orð | 3 myndir

Stöku stopp getur gert gæfumun

Ertu á leið í ferðalag með fjölskylduna í sumar? Áður en lagt er af stað er fyrir öllu að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Að ýmsu ber að hyggja og nauðsynlegt að yfirfara bíl og útbúnað hans svo ferðin verði örugg. Þá þarf ekki síður að hafa hætturnar í huga. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 152 orð | 5 myndir

Sumarið er tíminn – fyrir golf!

Golfíþróttinni vex fiskur um hrygg ár frá ári og iðkendum fjölgar sífellt. Fyrir þá sem verja einhverjum tíma sumarfrísins í Reykjavík og nágrenni má benda á hina fjölmörgu fallegu golfvelli sem eru í borginni og nærsveitum. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 191 orð | 1 mynd

Svipmynd af liðinni tíð

Saga ljósmyndunar á Íslandi er bæði heillandi og stórmerkileg. Í ljósmyndunum birtist okkur ljóslifandi mannlíf og menning liðinna tíma og einstök tenging við fortíðina. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 154 orð | 1 mynd

Tign og fegurð í Kinnarfjöllum

Kinnarfjöllin blasa við Húsvíkingum handan Skjálfandaflóans og hafa gert frá því Garðar og Náttfari stigu þar á land. Þau eru tignarleg, fögur en umfram allt síbreytileg,“ segir Jóhannes Sigurjónsson á Húsavík. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 223 orð | 3 myndir

Tjaldgestir frá sextíu þjóðlöndum

Tjalda.is er upplýsingavefur um tjaldsvæði landsins. Þar er hægt að sjá upplýsingar um aðstöðuna, myndir, stjörnugjöf og umsagnir annarra gesta. Æ betri þjónusta. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 382 orð | 2 myndir

Vakinn yfir gæðunum

VAKINN“ nefnist nýtt gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Markmiðið með VAKANUM er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 414 orð | 4 myndir

Varpa ljósi á menningararfinn

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin 4.-8. júní. Hátíðin hefur fest sig í sessi og verður veglegri og viðameiri með hverju árinu sem líður. Söngvaskáldin góðu er yfirskrift hátíðarinnar í ár. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 172 orð | 1 mynd

Virkjarnirnar vekja vaxandi áhuga ferðafólks

Um allan heim fer eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum vaxandi. Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð varpar ljósi á slíka orkugjafa, tækifæri þeim tengdum, takmarkanir og sögu nýtingar þeirra á Íslandi. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 449 orð | 1 mynd

Völundur Snær snýr aftur á heimaslóðir

Heilgrillar lamb og bregður á leik með íslenska matargerð á veitingastaðnum Pallinum Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 173 orð | 1 mynd

Þar sem tröllin dönsuðu og dagaði uppi

Reykjanesið er göldróttur staður, uppfullt af sérstökum náttúrufyrirbrigðum. Ketillinn í Katlahrauni er eitt þeirra, mjög áhugavert jarðfræðifyrirbæri skammt ofan við suðurströnd Reykjanesskagans. Ketillinn myndaðist fyrir um 2. Meira
25. maí 2012 | Blaðaukar | 167 orð | 1 mynd

Þegar Eyjar færa sig upp í himininn

„Þríhyrningur og Eyjafjallajökull eru fastir punktar í tilverunni og fjöll sem blasa við heiman frá mér. Þau eru líka skemmtileg viðureignar, enda hef ég málað ótalmargar myndir af þeim. Litbrigðin og formin eru svo margbreytileg. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.