Greinar föstudaginn 22. júní 2012

Fréttir

22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

13.872 kr. hækkun að meðaltali

Innanríkisráðuneytið hefur leiðrétt kynbundinn launamun innan ráðuneytisins. Við jafnlaunaúttekt kom í ljós 2,5% óútskýrður launamunur meðal sérfræðinga ráðuneytisins. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 42 orð

Blómasýning í Hveragerði

Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ er haldin í fjórða sinn í Hveragerði um helgina. Sýningin hefst í dag klukkan 12 og lýkur á sunnudeginum kl. 18. Þema sýningarinnar í ár er sirkus og munu skreytingar á sýningunni taka mið af... Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Eggert

Allur er varinn góður Yfirleitt er sól á sumrin í Reykjavík eða þannig er það að minnsta kosti í huga margra höfuðborgarbúa en þeir sem ganga á móti straumnum vita að ekki er allt sem... Meira
22. júní 2012 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Ekki sektað fyrir blótsyrði og nekt

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fellt úr gildi sektir sem sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum hlutu fyrir blótsyrði og nekt. Bandaríska stofnunin FCC hefur sektað þær um upphæð sem nam um 1,24 milljónum Bandaríkjadala eða um 155 milljónir ísl. kr. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Ellilífeyrisþegum og öryrkjum fjölgar

Öryrkjum fjölgaði á síðasta ári úr 14.714 í 15.197. Þetta er 3,2% fjölgun milli ára. Ellilífeyrisþegum fjölgaði einnig úr 26.248 í 25.072, en það er 4,7% fjölgun á milli ára. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Fá ekki að kjósa í einrúmi

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Blindrafélagið sendi í gær athugasemdir til Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, vegna þess að félagið telur mannréttindi vera brotin á blindum við framkvæmd á utankjörfundakosningu til embættis forseta Íslands. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Fjögur í veislu síðust, samt í forystu

Lið Piltanna hjólaði fyrst yfir marklínuna við Hörpu í WOW Cyclothon í hádeginu í gær. Þeir hjóluðu hringinn í kringum landið, alls 1.332 km á 40 klukkustundum og 57 mínú=tum sem er rúmlega 7 klukkustundum skemmri tími en þeir stefndu að. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 601 orð | 3 myndir

Fjöldi tegunda gæti farið veg geirfuglsins

Fréttaskýring Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Alþjóðanáttúruverndarsamtökin (IUCN) kynntu nýja skýrslu um lífverutegundir sem eru á válista í heiminum á Ríó+20, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, í vikunni. Af þeim 63. Meira
22. júní 2012 | Erlendar fréttir | 82 orð

Fóstureyðingarlögum ekki breytt

Frumvarp um að konur fái ekki að fara í fóstureyðingu eftir sex vikna meðgöngu verður ekki lagt fram. Stjórnvöld í Tyrklandi hættu við lagabreytingarfrumvarpið eftir hávær mótmæli þar í landi. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 150 orð

Gagnrýnir Jóhönnu

Anna Kristín Ólafsdóttir, sem dæmdar voru miskabætur í Héraðsdómi vegna brots forsætisráðherra á jafnréttislögum, segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær að ástæða þess að hún kærði ráðninginu karlmanns í embætti skrifstofustjóra... Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 50 orð

Geysisdagurinn haldinn hátíðlegur

Svonefndur Geysisdagur verður haldinn hátíðlegur í Skipholti 29 í Reykjavík á laugardag. Klúbburinn Geysir stendur fyrir deginum, en hann starfar fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Hátíðin stendur yfir frá klukkan 11-16. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 617 orð | 2 myndir

Góð félagsleg tengsl mikilvæg

Fréttaskýring Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Góð félagsleg tengsl, gæði sambands við fjölskyldu og vini og samvera foreldra og barna segja vel fyrir um hamingju. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Heldur forystu en fylgi minnkar örlítið

Ólafur Ragnar Grímsson nýtur 44,8% fylgis, næst kemur Þóra Arnórsdóttir með 37% fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup. Fylgi Ólafs minnkar um eitt prósentustig en Þóru um tvö prósentustig frá síðustu könnun Capacent. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 72 orð

Jarðskjálfti fannst við Kolbeinsey

Jarðskjálfti varð um 30 kílómetra suðaustur af Kolbeinsey klukkan 11.11 í gær. Mældist hann um 3,2 á Richter. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni fylgdu fáir eftirskjálftar í kjölfarið, en þeir mældust mun minni. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Kosið um sameiningu

Atkvæðagreiðsla um sameiningu Garðabæjar og Álftaness mun fara fram sama dag og ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs verður haldin. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 407 orð | 2 myndir

Kúabændur eru margir komnir á fullt í heyskap

Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Bændur á Suður- og Vesturlandi hafa víða staðið í heyskap að undanförnu. Það eru þó aðallega kúabændur sem hafa hafið slátt enda mikilvægt að hey fyrir mjólkurkýr sé kjarngott og af bestu gæðum. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 513 orð | 2 myndir

Landsbankinn týndi vinnslusamningi við innheimtufélag

Fréttaskýring Skúli Hansen skulih@mbl.is Landsbankanum var óheimilt að afhenda fyrirtækinu Vörslusviptingum-LMS persónuupplýsingar um viðskiptavin sinn. Þetta er niðurstaða nýlegs úrskurðar Persónuverndar frá 13. júní síðastliðnum. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Landsmót fornbílaeigenda

Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands fer fram á Selfossi um helgina og hefst í kvöld með hópakstri um bæinn. Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra en þá var um 230 bílum stillt upp á laugardeginum. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 468 orð | 2 myndir

Laskaðar kylfur og kúlnaslóð

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er erfitt og tekur alveg svakalega mikið á,“ segir Guðlaugur Kristjánsson, meðlimur í Kiwanisklúbbnum Eldey. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Leitar að uppruna sínum

Andri Karl andri@mbl.is „Með þessari málsókn er hann aðeins að reyna komast að uppruna sínum, staðfestingu á auðkenni sínu,“ sagði Sigurður G. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Lokar á Laugarvatni

Póstaafgreiðslu á Laugarvatni verður lokað 1. september næstkomandi, ástæðan er minnkandi umsvif Póstsins á landsvísu. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Maður slasaðist við Öxará

Karlmaður féll fram af steinbrú sem liggur yfir Öxará við Drekkingarhyl í gærdag. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg er maðurinn sagður hafa misst fótanna við syllu, fallið fjóra til fimm metra og lent illa. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 637 orð | 4 myndir

Meiri slagkraftur í stærra bæjarfélagi

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kosið verður um sameiningu Garðabæjar og Álftaness samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs og er gert ráð fyrir að kosningarnar fari fram 20. október í haust. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Metið út frá röngum upplýsingum

Andri Karl andri@mbl.is WikiLeaks hefur ekki fengið skýringar á því hjá alþjóðlegum greiðslukortafyrirtækjum hvers vegna styrkir til samtakanna greiddir með greiðslukortum teljist ekki samræmast starfsemi og reglum þeirra. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Milljarða velta tengd hestum

Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Hrossarækt og hestamennska velta umtalsverðum fjármunum í hagkerfinu á ári hverju. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Mörg erlend kvikmyndaverkefni í ár

„Það eru miklu fleiri verkefni í gangi núna. Þar af leiðandi er mun líflegra enda meira um að vera,“ segir Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri TrueNorth, en í sumar kemur fyrirtækið að tökum á þremur stórum kvikmyndaverkefnum hér á... Meira
22. júní 2012 | Erlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Olíuborun í Svartahafi boðin út

Olíurisarnir ExxonMobil, Total og British Melrose Resources heyja nú baráttu sín á milli um hver mun standa að olíuborun á djúpsævi í Svartahafi. Samkvæmt upplýsingum frá BBC-fréttastofunni hafa olíufyrirtækin lagt fram byrjunartilboð í verkið. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Rukka gistináttaskatt sérstaklega

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Á tveimur af helstu tjaldsvæðum landsins þar sem Morgunblaðið kannaði verð er nú rukkað sérstakt gjald vegna gistináttaskatts sem tók gildi í janúar. Meira
22. júní 2012 | Erlendar fréttir | 381 orð | 2 myndir

Saksóknari fer fram á vistun Breiviks á réttargeðdeild

Ákuruvaldið í máli Anders Behring Breivik leggur fram þá kröfu að Breivik verði vistaður á réttageðdeild en ekki í fangelsi þar sem geðheilsa hans sé ekki hafin yfir skynsamlegan vafa þrátt fyrir álit geðlækna sem hafa metið hann sakhæfan. Meira
22. júní 2012 | Erlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Sex létust þegar herþota brotlenti

Indónesísk herþota brotlenti í íbúðarhverfi hermanna í Jakarta í gær. Af sjö manna áhöfn létu sex lífið í slysinu samkvæmt fréttum AFP-fréttastofunnar. Sá sjöundi hlaut alvarleg meiðsli og liggur á spítala. Meira
22. júní 2012 | Erlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Spánn þarf 16-62 milljarða

Könnun sem bandarísk og þýsk endurskoðunarfyrirtæki gerðu að beiðni spænska seðlabankans sýndi fram á að þarlendar fjármálastofnanir þurfa á milli 16 og 62 milljarða evra viðbótarfjármögnun til að ná stöðugleika í fjármálaerfiðleikunum sem landið á nú... Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Stefna borginni

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Félag leikskólakennara hefur stefnt Reykjavíkurborg vegna afnáms greiðslna fyrir neysluhlé. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Tvö þúsund manns í miðnæturhlaupi

Metþátttaka var í Miðnæturhlaupi Suzuki sem fram fór í 20. sinn í gærkvöldi. Hlaupararnir tvö þúsund hlupu þrjár vegalengdir, 5 km, 10 km og í fyrsta sinn var boðið upp á hálfmaraþon. Hlauparar voru ræstir út milli kl. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Tyrfa Ingólfstorg og sýna EM í fótbolta á risaskjá

Rekstraraðilar við Ingólfstorg og Miðborgin okkar, samráðsvettvangur hagsmunaaðila í borginni, munu í sumar skipuleggja ýmsa viðburði á torginu með verkefninu Ylströnd Ingólfs. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Ungt fólk hittir forsetaframbjóðendur

Reykjavíkurráð ungmenna í samvinnu við LÆF og attavitinn.is standa að málþingi ungs fólks með forsetaframbjóðendum, 25. júní næstkomandi, í Tjarnarsalnum. Málþingið hefst klukkan 20 og mun standa í rúmlega einn og hálfan klukkutíma. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 916 orð | 6 myndir

Varar við hótelbólu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Einu sinni starfaði ég hjá Byggðastofnun. Þá voru byggð loðdýrabú úti um allt land og svo kom fiskeldið. Þar var drifkrafturinn byggðastefna, ekki arðsemin í greinunum. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Varar við of hraðri fjölgun hótelherbergja hérlendis

Hraður vöxtur í hótelgeiranum og mikil fjölgun íbúða sem eru leigðar út til erlendra ferðamanna kunna fyrr en varir að leiða til offramboðs á gistirýmum, að mati Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra Centerhotels. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Vinningshafi risapottsins ófundinn

Enn hefur vinningshafi sjöfalda lottóvinningsins, sem gekk út laugardaginn 9. júní síðastliðinn, ekki gefið sig fram. Vinningsmiðinn, sem gaf 73 mkr., var keyptur í Leirunesti á Akureyri. „Þetta er orðið dálítið sérstakt. Meira
22. júní 2012 | Erlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Þriggja daga vopnahlé

Hryðjuverkasamtökin Hamas hafa gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að samtökin séu reiðubúin að samþykkja vopnahlé við Ísrael með milligöngu Egyptalands. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Þrír sigrar á EM í brids í gær

Íslenska landsliðið í brids vann alla þrjá leiki sína á Evrópumótinu í Dublin í gær. Liðið er þó enn í 18. og neðsta sæti í úrslitakeppni mótsins. Ísland vann Þýskaland fyrst, 23:7, síðan Ísrael, 17:13, og loks Grikkland, 17:13. Meira
22. júní 2012 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Ögmundur opnaði Suðurstrandarveg

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Suðurstrandarvegur, sem liggur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar, var opnaður í gær við formlega athöfn. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júní 2012 | Staksteinar | 187 orð | 2 myndir

Af öðrum heimi

Dagur B. Eggertsson telur að meirihlutinn í borginni geti verið sáttur við niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar sem sýnir að Samfylkingin og systurflokkurinn hafa samtals 42% fylgi. Meira
22. júní 2012 | Leiðarar | 385 orð

Lögbrot á lögbrot ofan

Ekkert mark reyndist takandi á öllu talinu um jafnréttismál Meira
22. júní 2012 | Leiðarar | 262 orð

Rétttrúnaður ruglar umræðu

Fámennt velferðarríki getur ekki sýnt léttúð í meðferð alþjóðlegs vandamáls Meira

Menning

22. júní 2012 | Myndlist | 337 orð | 2 myndir

„Það er svo mikill kraftur og svo mikið flæði í fossinum“

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fossganga, myndlistarsýning Unnar Óttarsdóttur, verður opnuð í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag kl. 17. Meira
22. júní 2012 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Djass á Volcano House

Volcano House í Tryggvagötu 11 verður með lifandi tónlist á föstudags- og laugardagskvöldum í sumar og hefst tónleikaröðin í kvöld kl. 22. Meira
22. júní 2012 | Kvikmyndir | 560 orð | 2 myndir

Froðukennd rokksöngvagrínmynd

Leikstjóri: Adam Shankman. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Julianne Hough, Diego Boneta, Malin Akerman, Paul Giamatti, Alec Baldwin, Catherine Zeta-Jones og Russell Brand. Bandaríkin, 2012. 123 mín. Meira
22. júní 2012 | Fólk í fréttum | 40 orð | 1 mynd

Hlaut viðurkenningu frá Trip Advisor

Listasafn Reykjavíkur hlaut í vikunni viðurkenningu frá einni öflugustu ferðavefsíðu heims, Trip Advisor. Viðurkenningu hlýtur safnið fyrir háa einkunnagjöf notenda síðunnar, afar jákvæðar umsagnir og meðmæli ferðamanna. Meira
22. júní 2012 | Tónlist | 44 orð | 1 mynd

Íslenskar einsöngsperlur í Hörpu

Í sumar verður boðið upp á fjölda tónleika með íslenskum einsöngslögum í Hörpu. Í dag, á morgun og sunnudag kl. Meira
22. júní 2012 | Bókmenntir | 194 orð | 1 mynd

Klækir hlutskörpust

Sigurjón Pálsson hlaut í gær Blóðdropann 2012 fyrir bókina Klæki sem dómnefnd Hins íslenska glæpafélags valdi sem bestu glæpasögu ársins 2011, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu. Meira
22. júní 2012 | Kvikmyndir | 93 orð | 1 mynd

Korríró valin til keppni á SIFF

Stuttmyndin Korríró sem Björn Hlynur Haraldsson leikstýrði og samdi handrit fyrir hefur verið valin til keppni á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Salento á Ítalíu, Salento International Film Festival (SIFF), sem hefst 9. Meira
22. júní 2012 | Tónlist | 429 orð | 2 myndir

Kvöld göfugleikans

Jón Nordal: Adagio. Berg: Altenberg-Lieder. Mozart: Non mi dir (Don Giovanni); Miesera, dove son K369. Schubert: Ófullgerða sinfónían. Christine Schäfer sópran og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Ilan Volkov. Fimmtudaginn 14. júní kl. 19:30. Meira
22. júní 2012 | Myndlist | 288 orð | 1 mynd

Listasafn Íslands fær safn Sigurjóns Ólafssonar

Viðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið milli mennta- og menningarmálaráðuneytis, Listasafns Íslands og forsvarsmanna sjálfseignarstofnunar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar um gjöf á listaverkum Sigurjóns Ólafssonar og öðrum eignum safnsins til... Meira
22. júní 2012 | Kvikmyndir | 42 orð | 1 mynd

Olmos bætist í hóp leikara 2 Guns

Bandaríski leikarinn Edward James Olmos mun leika mexíkóskan eiturlyfjabarón, Papi Greco, í kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns. Meira
22. júní 2012 | Kvikmyndir | 688 orð | 2 myndir

Sigur Rós losuð úr snörunni

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is 14 leikstjórar og listamenn frá ýmsum löndum voru fengnir til þess að vinna stuttmyndir út frá lögum nýjustu hljóðversskífu Sigur Rósar, Valtara, og hafa þrjár þegar verið frumsýndar, sú nýjasta sl. Meira
22. júní 2012 | Kvikmyndir | 126 orð | 1 mynd

Skapstygg ekkja hverfur

Kvikmyndin Bernie verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag og er hún byggð á sönnum atburðum. Myndin segir af Bernie sem er útfararstjóri í smábæ í Texas. Hann vingast við Marjorie, auðuga og geðstirða ekkju og sér um öll hennar mál, m.a. Meira
22. júní 2012 | Myndlist | 185 orð | 1 mynd

Sleðinn sem nýr

Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Sleðinn er eins og nýr, búið að hreinsa hann allan og það verður allt annað að sjá þetta,“ segir Örn Þorsteinsson myndhöggvari. Meira
22. júní 2012 | Fjölmiðlar | 164 orð | 1 mynd

Snúist á sveif með illskunni

Nú ríkir gúrkutíð hjá sófakartöflum sem hafa takmarkað dálæti á knattspyrnu. Hvernig sem ég reyni fæst ég ekki til að halda athygli á fótboltaleikjunum Evrópumeistaramótsins lengur en í 15 mínútur. Meira
22. júní 2012 | Myndlist | 73 orð | 1 mynd

Þræta um línur og liti

Guðrún Gunnarsdóttir opnar 22. einkasýningu sína sem hún nefnir Þræta um línur og liti í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16. Á sýningunni eru þrívíddarteikningar unnar í rafmagnsvír og útsaumur. Meira

Umræðan

22. júní 2012 | Aðsent efni | 545 orð | 1 mynd

Baugur, Kaupþing og forsetaembættið

Eftir Þorstein Vilhjálmsson: "Ég vil ekki kjósa forseta sem minnir mig daglega á þessi tákn oflætis, græðgi og skammsýni; hegðunar og hugsunar sem ætti að heyra fortíðinni til." Meira
22. júní 2012 | Pistlar | 466 orð | 1 mynd

Rafræn stjórnsýsla í allra þágu

Aðgengi almennings að upplýsingum hefur aldrei verið betra. Með auknu aðgengi eykst einnig vitund fólks á því sem er að gerast í kringum það, í samfélaginu. Það hlýtur að vera til góðs. Meira
22. júní 2012 | Aðsent efni | 529 orð | 1 mynd

Sameinuðu þjóðirnar 2012 – Ár samvinnuhreyfinga í heiminum

Eftir Skúla Þorberg Skúlason: "Samvinna er þjóðfélagsstefna sem á sér djúpar rætur í Íslensku samfélagi. Samvinnuhugsjónin á Íslandi á rætur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar." Meira
22. júní 2012 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Sjúkraflug: Reykjavíkurflugvöllur

Eftir Sigurð Bjarna Jónsson: "Flugvöllur í Reykjavík er ekki einkamál höfuðborgarbúa. Þeir geta einungis valið milli þess að hafa „landspítala“ eða ekki." Meira
22. júní 2012 | Aðsent efni | 451 orð | 1 mynd

Um öryggisventil lýð veldisins Íslands, þingræði eða forsetaræði

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Núverandi forseti hefur hegðað sér í stjórnarathöfnum eins og bilaður lekaliði og slegið út eins og vindar blása hverju sinni." Meira
22. júní 2012 | Velvakandi | 174 orð | 1 mynd

Velvakandi

Ein óhress Þann 15. júní sl. Meira

Minningargreinar

22. júní 2012 | Minningargrein á mbl.is | 957 orð | 1 mynd | ókeypis

Ásta Vilhjálmsdóttir

Ásta Vilhjálmsdóttir fæddist að Meiri-Tungu í Holtum í Rangárvallasýslu 8. október 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. júní 2012. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 2051 orð | 1 mynd

Ásta Vilhjálmsdóttir

Ásta Vilhjálmsdóttir fæddist að Meiri-Tungu í Holtum í Rangárvallasýslu 8. október 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. júní 2012. Ásta var dóttir Vilhjálms Þorsteinssonar bónda í Meiri-Tungu, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 2668 orð | 1 mynd

Finnbogi Reynir Gunnarsson

Finnbogi Reynir Gunnarsson fæddist að Reynivöllum í Kjós 20. júní 1931. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. júní 2012. Hann var sonur hjónanna Málfríðar Guðbjargar Kristmundsdóttur, f. 21.5. 1901 á Ásbjarnarnesi í V-Húnavatnssýslu, d. 11.12. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 1025 orð | 1 mynd

Guðrún Ingibjörg Sigurðardóttir

Guðrún Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist á Búðum, Fáskrúðsfirði 19. október 1927. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 13. júní 2012. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson, smiður fæddur í Hólagerði, Fáskrúðsfirði árið 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 753 orð | 1 mynd

Haraldur Sigurðsson

Haraldur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1932. Hann lést á líknardeild Landspítalans 14. júní 2012. Foreldrar hans voru Sigurður Einar Ingimundarson, sjómaður í Reykjavík, f. 21. ágúst 1895 að Móum á Kjalarnesi, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 1906 orð | 1 mynd

Hjördís Böðvarsdóttir

Hjördís Böðvarsdóttir fæddist á Siglufirði 22. júní 1944. Hún andaðist á Landspítalanum Fossvogi 12. júní 2012. Foreldrar Hjördísar voru Ingibjörg Sigþóra Guðnadóttir, f. 13.12. 1920, d. 6.6. 2006 og Böðvar Egilsson, vélstjóri frá Ísafirði, f. 16.6. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 837 orð | 1 mynd

María Sigurlaug Þóra Jónsdóttir

María Sigurlaug Þóra Jónsdóttir fæddist að Húnsstöðum 1. ágúst 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 12. júní 2012. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Gísladóttir, f. 30. mars 1873, d. 22. júní 1940 og Jón Benediktsson, f. 21. maí 1881, d. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 1759 orð | 1 mynd

Ólafía Kristín Hannesdóttir

Ólafía Kristín Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1942. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. júní 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Hannes Erlingsson, skósmiður, f. 17. maí 1900 á Glammastöðum, Hvalfjarðarstrandarhreppi, d. 9. feb. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 1927 orð | 1 mynd

Robert Michael Hausler

Robert Michael Hausler (Bob) fæddist í Ottowa í Kanada 18. apríl 1951. Hann lést á Hospice líknarheimilinu í Pennsylvaníu 15. maí 2012. Foreldrar hans voru Robert J. Hausler, f. 18. apríl 1921, d. 18. júní 1998 og Kathleen Hausler, f. 21. júlí 1917, d. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 27 orð | 1 mynd

Sigurður Óskar Pálsson

Sigurður Óskar Pálsson fæddist í Breiðuvík við Borgarfjörð eystra 27. desember 1930. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 26. apríl 2012. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey. mbl.is/minningar Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 2401 orð | 1 mynd

Sigurður Sigurjónsson

Sigurður Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 17. október 1943. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 16. júní 2012. Foreldrar hans voru Sigurjón Árni Sigurðsson, f. 1. ágúst 1916, d. 28. ágúst 1982 og Bryndís Bogadóttir, f. 21. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 2937 orð | 1 mynd

Sigurjóna Símonardóttir

Sigurjóna Símonardóttir fæddist í Keflavík 30. ágúst 1932. Hún lést á Landspítalanum 14. júní 2012. Sigurjóna, oftast kölluð Jóna, var eldri dóttir hjónanna Símonar Guðlaugs Gíslasonar, vélstjóra og ketilsmiðs, f. í Keflavík 27.12. 1909, d. 12.4. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2012 | Minningargreinar | 277 orð | 1 mynd

Sigurjón Skúli Bjarnason

Sigurjón Skúli Bjarnason fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Hafnarfirði 26. maí 2012. Útför Skúla fór fram í kyrrþey 5. júní 2012. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. júní 2012 | Viðskiptafréttir | 203 orð | 1 mynd

245 milljónir evra fengið 20% afslátt

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Samanlagðar fjárfestingar á grundvelli fjárfestingarleiðar Seðlabankans nema 245 milljónum evra. Það eru um 50 milljarðar, samkvæmt samantekt Seðlabankans. Þessi fjárhæð er tilkomin í fjórum útboðum í ár. Meira
22. júní 2012 | Viðskiptafréttir | 64 orð | 1 mynd

Fækka um fimm þúsund

Franska flugfélagið Air France ætlar að fækka störfum um rúmlega fimm þúsund fyrir árslok 2014. Meira
22. júní 2012 | Viðskiptafréttir | 464 orð | 1 mynd

Landsbankinn ósammála lögmanni PwC

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Stjórnendur Landsbankans eru ósammála löglærðum viðmælanda Morgunblaðsins í gær um að nýfallinn dómur Evrópudómstólsins geti haft mikil áhrif á gengislánadóma Hæstaréttar. Meira
22. júní 2012 | Viðskiptafréttir | 205 orð | 1 mynd

Laun og kaupmáttur hækka

Launavísitalan hækkaði um 0,4% í maí síðastliðnum samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni. Undanfarna tólf mánuði hefur sama vísitala hækkað um 11% . Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka kemur fram að um dágóða hækkun á milli mánaða er að ræða, m.a. Meira
22. júní 2012 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Lægsta verð í 8 mánuði

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í gær og í New York fór hráolíuverð niður fyrir 80 Bandaríkjadali tunnan. Hefur það ekki verið jafn lágt í átta mánuði. Meira

Daglegt líf

22. júní 2012 | Daglegt líf | 232 orð | 2 myndir

Aðdáendur vefja sig Valtara-ullarteppum

Hljómsveitin Sigur Rós og hönnunarfyrirtækið Farmers Market hafa átt í samstarfi við framleiðslu á skemmtilegum grip tengdum útgáfu nýjustu plötu þeirra, Valtari, og komandi tónleikaferðar. Meira
22. júní 2012 | Daglegt líf | 105 orð | 1 mynd

Apalegur skúlptúr

Þessi skúlptúr eftir bandaríska listamanninn Jeff Koons er heldur apalegur, enda heitir verkið Apar. Það er ekki hægt að kvarta undan því að þessi skúlptúr sé leiðinlegur eða óskiljanlegur enda er hann bæði nýstárlegur og skemmtilegur. Meira
22. júní 2012 | Daglegt líf | 468 orð | 4 myndir

„Sá viðskiptatækifæri og greip það“

María Dís Ólafsdóttir gaf nýverið út prjónablaðið Ölduna en þrátt fyrir að vera ung að árum hefur hún hannað og prjónað föt og ýmislegt fleira í mörg ár. „Ég fylgist ekkert með tísku heldur geri bara það sem mér finnst fallegt og passar mínum eigin stíl,“ segir María um hönnun sína. Meira
22. júní 2012 | Daglegt líf | 411 orð | 1 mynd

Heimur Helga Vífils

Ég horfði á hana ansi sár og svekktur enda las hún greinilega ekki hugsanir og hafnaði tilboðinu hennar. Meira
22. júní 2012 | Daglegt líf | 124 orð | 1 mynd

Myndrænar uppskriftir

Viðskiptafræðineminn Eva Laufey Kjaran heldur úti bloggsíðu um mat, lífið og tilveruna. „Ég hef virkilega gaman af því að elda, baka, taka myndir og blogga um mat,“ segir á síðunni sem er stútfull af girnilegum uppskriftum og myndum með. Meira
22. júní 2012 | Daglegt líf | 99 orð | 1 mynd

... prófaðu nýja sundlaug

Það eru fjölmargar sundlaugar út um allt land og um að gera að nota sumarið til að fara í könnunarleiðangur um þær. Meira

Fastir þættir

22. júní 2012 | Fastir þættir | 152 orð | 1 mynd

1. c4 e6 2. g3 d5 3. Rf3 dxc4 4. Bg2 a6 5. O-O Rf6 6. Ra3 c5 7. Re5 Dc7...

1. c4 e6 2. g3 d5 3. Rf3 dxc4 4. Bg2 a6 5. O-O Rf6 6. Ra3 c5 7. Re5 Dc7 8. Raxc4 Rbd7 9. d4 cxd4 10. Bf4 Rh5 11. Rxd7 Rxf4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Buenos Aires í Argentínu. Meira
22. júní 2012 | Í dag | 295 orð

Af andamömmu og spaklegum spökum

Spaka er ferhend spakmælavísa, sem margir hafa spreytt sig á, en í formála að Tíundum Jóhanns S. Hannessonar skrifar Kristján Karlsson: „Í kveðskap Jóhanns Hannessonar er sundurgreinandi hugsun uppistaða ljóðsins. Meira
22. júní 2012 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Hekla Sól fæddist 15. ágúst kl. 23.42. Hún vó 3.435 g og...

Hafnarfjörður Hekla Sól fæddist 15. ágúst kl. 23.42. Hún vó 3.435 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Agnes Ægisdóttir og Páll Viðar Guðlaugsson... Meira
22. júní 2012 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Kristinn Einar Pétursson

50 ára Kristinn ólst upp í Reykjavík. Hann er framkvæmdastjóri Véltækni, eins af elstu starfandi verktakafyrirtækjum landsins. Kona Björk Þórarinsdóttir, f. 1964, hugmynda- og textasmiður hjá Expo auglýsingastofu. Börn Alexander, f. 1989 og Þröstur, f. Meira
22. júní 2012 | Árnað heilla | 528 orð | 4 myndir

Langar í fleiri ferðalög

Bára Huld fæddist í Reykjavík, ólst upp á Reyðarfirði til tíu ára aldurs en síðan í Reykjavík. Meira
22. júní 2012 | Í dag | 40 orð

Málið

„Í blokkinni eru einhverjar fimmtíu íbúðir.“ Þetta er úr enskunni og þýðir stundum um það bil en stundum er það notað eins og ein(n) í fleirtölu: einar 50 íbúðir og þýðir þá ekki færri en . Innfluttur óþarfi, segja... Meira
22. júní 2012 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið...

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7. Meira
22. júní 2012 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjanesbær Adam Þór fæddist 4. ágúst kl. 12.05. Hann vó 3.305 g og var...

Reykjanesbær Adam Þór fæddist 4. ágúst kl. 12.05. Hann vó 3.305 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Erna Skúladóttir og Ívar Heimisson... Meira
22. júní 2012 | Árnað heilla | 63 orð | 1 mynd

Rut Ottósdóttir

30 ára Rut Ottósdóttir býr í Reykjavík. Rut var í brautryðjendahópi sem hóf nám við HÍ, starfsdeild. Hún er margfaldur Íslandsmeistri í sínum flokki í sundi og hefur tvisvar keppt á Special Olympics. Hún vinnur í versluninni Takk á Stórhöfða. Meira
22. júní 2012 | Fastir þættir | 162 orð

Slagatalning. S-Enginn Norður &spade;D9 &heart;D943 ⋄ÁDG43...

Slagatalning. S-Enginn Norður &spade;D9 &heart;D943 ⋄ÁDG43 &klubs;87 Vestur Austur &spade;Á32 &spade;G864 &heart;ÁG &heart;K876 ⋄85 ⋄1097 &klubs;DG10642 &klubs;53 Suður &spade;K1075 &heart;1052 ⋄K62 &klubs;ÁK9 Suður spilar 3G. Meira
22. júní 2012 | Árnað heilla | 225 orð | 1 mynd

Steingrímur Hermannsson

Steingrímur Hermannsson, alþingismaður og forsætisráðherra, fæddist 22. júní 1928. Foreldrar hans voru Hermann Jónasson, alþingismaður og ráðherra, og Vigdís Oddný Steingrímsdóttir. Steingrímur var tvíkvæntur. Meira
22. júní 2012 | Árnað heilla | 62 orð | 1 mynd

Sædís Ósk Harðardóttir

40 ára Sædís Ósk ólst upp á Eyrarbakka og býr þar í dag. Hún lauk MA-prófi í sérkennslufræðum og starfar sem sérkennari í Sunnulækjaskóla á Selfossi, auk þess gegnir hún formennsku í sambandi íslenskra sérkennara. Maki Guðmundur Brynjólfsson, f. Meira
22. júní 2012 | Árnað heilla | 157 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Bára Jacobsen Laufey Bjarnadóttir 85 ára Eiríkur Eiríksson Hallgrímur Jónsson Hólmfríður Ásgeirsdóttir Þórður Eyjólfsson 80 ára Ásgrímur Ásgrímsson Björn Björnsson Einar Haraldur Gíslason Jóhann Sigvaldason Ólafur J. Meira
22. júní 2012 | Árnað heilla | 198 orð | 1 mynd

Veður úr einu í annað í vinnunni

Linda Reimarsdóttir, bókhaldari og einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Eldingar, er fertug í dag. Meira
22. júní 2012 | Fastir þættir | 317 orð

Víkverji

Það er ekkert grín að vera tekinn fyrir of hraðan akstur. Víkverji lenti í því á dögunum, vissi upp á sig sökina og borgaði 22.500 kr. sekt um leið og rukkunin birtist í heimabankanum. Sektin hljóðaði upp á 30.000 kr. Meira
22. júní 2012 | Í dag | 95 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

22. júní 1991 Hjónum frá Hellissandi var bjargað eftir að þau féllu 20 metra niður í sprungu á Snæfellsjökli. Síðar var atburðurinn sviðsettur fyrir bandaríska sjónvarpsþáttinn 911. 22. Meira

Íþróttir

22. júní 2012 | Íþróttir | 308 orð | 1 mynd

1. deild karla Fjölnir – Tindastóll 2:0 Bjarni Gunnarsson 26...

1. deild karla Fjölnir – Tindastóll 2:0 Bjarni Gunnarsson 26., Þórir Guðjónsson 72. ÍR – Þróttur R. 0:0 KA – Þór 3:2 Haukur Hinriksson 51., Hallgrímur Mar Steingrímsson 58. Darren Lough 88. – Ármann Pétur Ævarsson 47. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 429 orð | 1 mynd

„Það losnaði um stífluna“

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Við vorum miklu betri en þær allan leikinn. Í fyrri hálfleiknum höfðu þær meiri orku til að standa í okkur en við erum í miklu betra formi og skoruðum sjö mörk í seinni sem er náttúrlega frábært. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 839 orð | 3 myndir

Byrjaði 14 ára gamall í meistaraflokki

Fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaðurinn öflugi úr Val, hefur svo sannarlega gert það gott með Hlíðarendaliðinu í Pepsi-deildinni á yfirstandandi tímabili. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 353 orð | 2 myndir

Einum færri hafði KA betur

Fótbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Þótt ekki hafi allt gengið KA-mönnum í hag á knattspyrnuvellinum í leikjum 1. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

Fimm keppa á EM í Helsinki

Fimm Íslendingar verða á meðal þátttakenda á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Helsinki dagana 27. júní til 1. júlí en Frjálsíþróttasamband Íslands staðfesti rétt í þessu hverjir færu þangað. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 589 orð | 4 myndir

Hatrömm haustbarátta

Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eftir risasigur Íslands á Búlgaríu í Lovech í gær, 10:0, er staðan orðin skýr fyrir lokasprettinn í 3. riðli undankeppni Evrópumótsins. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Ólafsvík: Víkingur Ó. – Leiknir R 20...

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Ólafsvík: Víkingur Ó. – Leiknir R 20 Víkingsvöllur: Víkingur R. – Höttur 20 3. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 224 orð | 2 myndir

K ristinn Steindórsson og Guðjón Baldvinsson sáu um að skora mörkin...

K ristinn Steindórsson og Guðjón Baldvinsson sáu um að skora mörkin þegar lið þeirra, Halmstad, vann Assyriska, 3:1, á heimavelli í næstefstu deild sænsku knattspyrnunnar í gær. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 215 orð | 1 mynd

Margrét Lára tekur sér frí frá fótbolta

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir ætlar að taka sér frí frá fótbolta næstu mánuði til að jafna sig af meiðslum í lærum sem hafa lengi hrjáð hana. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 330 orð | 2 myndir

Ronaldo gefur afmælisgjafir

EM í fótbolta Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Cristiano Ronaldo hefur í tveimur síðustu leikjum Portúgals staðið vel undir þeirri nafnbót að vera talinn besti leikmaður Evrópumótsins í knattspyrnu í ár. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 161 orð

Sextán strákar frá tíu félögum á EM

Geir Sveinsson og Kristján Halldórsson, þjálfarar U20 ára landsliðs karla í handknattleik, hafa valið lokahópinn sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Tyrklandi 5.-15. júlí. Sextán leikmenn fara utan og koma þeir frá tíu félögum. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Tékkland – Portúgal 0:1 8 liða úrslit, Varsjá 1:0 Cristiano...

Tékkland – Portúgal 0:1 8 liða úrslit, Varsjá 1:0 Cristiano Ronaldo 79. Lið Tékklands : Cech, Gebre Selassie, Kadlec, Sivok, Limberský, Plašil, Pilar, Hübschman (Pekhart 86.), Jirácek, Darida (Rezek 61.), Baroš. Meira
22. júní 2012 | Íþróttir | 243 orð | 2 myndir

Þ órunn Helga Jónsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu í...

Þ órunn Helga Jónsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu í Lovech í gær, í Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu, og var vinstri bakvörður í stað Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.