Fjölmenni var í gærdag við hátíðar0guðþjónustu í Breiðabólstað í Fljótshlíð, þegar haldið var upp á 100 ára afmæli kirkjunnar þar. Þetta er stafnkirkja byggð árið 1912 eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar arkitekts.
Meira
30. júlí 2012
| Innlendar fréttir
| 193 orð
| 1 mynd
Árlega flýgur Félag íslenskra einkaflugmanna með krabbameinsveik börn og var að þessu sinni flogið frá Múlakoti í Fljótshlíð en þar voru börnin ásamt fjölskyldum sínum í útilegu.
Meira
Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík – RIFF verður Queen of Montreuil, nýjasta kvikmynd Sólveigar Anspach. Didda Jónsdóttir og Úlfur sonur hennar leika mæðgin og stela víst...
Meira
Ebólu-vírusinn hefur dregið 14 manns til dauða í vesturhluta Úganda það sem af er þessum mánuði. Sjúkdómurinn hefur valdið töluverðum ótta meðal íbúa á svæðum og fjöldi fólks hefur flúið heimili sín vegna ótta um smit.
Meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa gefið skýra yfirlýsingu þess efnis til stjórnvalda í Suður-Kóreu að þau ættu ekki að búast við breyttum áherslum í samskiptum ríkjanna undir forustu Kim Jong-un.
Meira
Angela Merkel, kanslari þýskalands, og Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, ræddu saman um vandamál evrusvæðisins á laugardaginn. Þau eru bæði sammála um að ríkin verði að beita öllum tiltækum ráðum til að bjarga evrunni og evrusvæðinu.
Meira
30. júlí 2012
| Innlendar fréttir
| 169 orð
| 1 mynd
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er stytta af séra Bjarna Þorsteinssyni. Hann var allt í öllu á sínum tíma á Siglufirði, nefndur faðir Siglufjarðar.
Meira
Áfram Ísland! Stemningin var gríðarlega góð meðal stuðningsmanna Íslands í gærmorgun á Ólympíuleikunum í London þegar handknattleikslið karla mætti Argentínu og hafði...
Meira
30. júlí 2012
| Innlendar fréttir
| 166 orð
| 1 mynd
Alþjóðlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson gerði jafntefli við þýska stórmeistarann og landsliðsmanninn Rainer Buhmann í 9. og síðustu umferð Czech Open sem lauk um helgina. Hjörvar var grátlega nálægt því að ná lokaáfanga að stórmeistaratitli.
Meira
30. júlí 2012
| Innlendar fréttir
| 443 orð
| 2 myndir
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er náttúrulega tegund sem er algeng á þessum árstíma hérna í kringum landið, hann heldur sig þó yfirleitt dýpra. Þetta er svona djúpsjávarhvalur og á heima í úthafinu.
Meira
30. júlí 2012
| Innlendar fréttir
| 426 orð
| 1 mynd
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Rekstur kaffistofu Samhjálpar hefur verið þungur að undanförnu, en það má m.a. rekja það til aukins fjölda heimsókna í sumar.
Meira
Á morgun verða næstu tónleikar í jazztónleikaröðinni á KEX Hostel og mun kvartett Andrésar Þórs Gunnlaugssonar spila. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og trommuleikarinn Scott McLemore.
Meira
30. júlí 2012
| Innlendar fréttir
| 189 orð
| 1 mynd
Afurðir íslensku kornræktarinnar fara aðallega í kjarnfóður fyrir nautgripi. Nokkuð er þó orðið um að bygg og hveiti sé notað í brauð og til bruggunar. Nú hefur bæst við matarolía úr repjuolíu.
Meira
30. júlí 2012
| Innlendar fréttir
| 360 orð
| 1 mynd
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni mun, ef fram heldur sem horfir, leiða til aukins framleiðslukostnaðar mjólkur, eggja og kjöts hér á landi og væntanlega um leið til hækkunar á matvælaverði í framhaldinu.
Meira
Komi til þess að Ísrael geri loftárásir eða á einhvern annan hátt ráðist gegn kjarnorkuráætlun Írans mun Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, veita Ísrael fullan stuðning verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna.
Meira
Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Setningarathöfn Ólympíuleikanna vekur ávallt mikla athygli og er mikil eftirvænting eftir henni og reyna gestgjafar leikanna að toppa þá sem á undan voru.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hækkandi heimsmarkaðsverð á korni mun hafa áhrif hér á landi á næstu vikum og mánuðum. Hráefni í fóður til framleiðslu á mjólk, eggjum og ýmsum kjöttegundum mun hækka.
Meira
30. júlí 2012
| Innlendar fréttir
| 347 orð
| 2 myndir
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Margir kaupmenn og fasteignaeigendur við Laugaveginn í Reykjavík eru mjög óánægðir með hækkun bílastæðagjalda í miðborginni, en hækkunin tekur gildi í dag.
Meira
30. júlí 2012
| Innlendar fréttir
| 380 orð
| 1 mynd
„Það er eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna að tryggja að eignarhald og langtíma yfirráðaréttur yfir landi og auðæfum lands og sjávar fari ekki út úr okkar samfélagi. Við megum engan tíma missa.
Meira
Jóhann Hauksson, blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, hafði „manndóm og getu til að horfast í augu við það“ að upplýsingar sem hann veitti um laun forsætisráðherra og annarra embættismanna reyndust ekki réttar.
Meira
Bandaríska sveitin Black Eyed Peas stendur nú í ströngu en meðlimir hennar kærðu á dögunum fyrrverandi fjármálastjóra hljómsveitarinnar, Sean M. Larkin, fyrir svik. Samkvæmt will.i.am, Taboo og apl.de.
Meira
Mikil opnunargleði var á föstudaginn við bæjarins bezta torg, sem er fyrir framan pylsuvagninn Bæjarins beztu hjá Kolaportinu og veitingastaðnum Horninu við Hafnarstræti.
Meira
Þetta á að vera gott hús og klassi yfir því en ekkert snobbhús. Hérna hefur þjóðin reist sér félagsheimili, svona eins og í Stuðmannamyndinni, nóg pláss fyrir alla þegar inn er komið.
Meira
„Við erum fyrst núna að gera okkur grein fyrir stærð sýningarinnar, eftir að hafa skoðað umfjöllun danskra miðla og heyrt í hönnuðum sem taka þátt í henni. Þetta er ein af stærstu samnorrænu sýningum í arkitektúr.
Meira
Söngkonan Madonna á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Tónleikaferðalag hennar hefur verið gagnrýnt mikið að undanförnu og nú síðast létu franskir tónleikagestir fúkyrðum rigna yfir hana.
Meira
Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Ég hafði lengi vitað að ég gæti þetta. Í rúm 20 ár hef ég starfað í leikskóla og þar hef ég oft og tíðum verið að spinna upp sögur, bæði sjálf og með börnunum.
Meira
Tónlistarmaðurinn Borko nýlega frá sér lagið Born to Be Free en það er titillag samnefndrar hljómplötu sem er væntanleg frá Borko. Á „B-hlið“ breiðskífunnar er að finna endurhljóðblöndun af laginu sem Hermigervill sá um.
Meira
Hópur manna fer á taugum í hvert sinn sem sjónvarpsdagskrá RÚV riðlast. Þessi hópur þarf að hugsa sinn gang. Þegar sjónvarpsdagskrá er farin að stjórna lífi fólks og hafa áhrif á tilfinningalíf þess þá er ástæða til að leggjast í djúpa innri skoðun.
Meira
Spænskir vísindamenn birtu á dögunum grein þess efnis að popptónlist í dag væri talsvert háværari og óskýrari en hún var fyrir nokkrum áratugum. Hún verður að sama skapi einsleitari með árunum.
Meira
„Í raun og veru þá fjalla ljóðin um sjálfan mig á einhvern hátt. Ég skrifa ljóð í stað þess að halda dagbók. Ég ímynda mér að aðrir listamenn geri það líka, til dæmis tónlistarmenn. Þeir skrifa og syngja um sjálfan sig og sitt líf.
Meira
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ekkert – ipodinn minn krassaði. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Ok Computer á í harðri samkeppni við the Wall.
Meira
Eftir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur: "Einstakir landeigendur og fjárvana sveitarfélög taka ákvarðanir sem varða heildarhagsmuni lands og þjóðar langt inn í framtíðina. Slíkt er óboðlegt."
Meira
Í fyrradag voru 110 ár liðin frá fæðingu austurríska heimspekingsins Karls R. Popper. Á morgun verða svo 100 ár liðin frá fæðingu bandaríska Nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Miltons Friedmans.
Meira
Eftir Helga Laxdal: "Verða fyrirsagnir starfsauglýsinga almennt hjá Lv. eitthvað á þessa leið í framtíðinni: Lv óskar að ráða gæslumann, aðsetur o.s.frv."
Meira
Útvarpsstjóri Mikið er ég sammála Þóru gömlu í Velvakanda í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. júlí. Útvarpsstjóri á ekki að vera lengur en 3-4 ár. Endurnýjum þá og fáum ferska inn. Kristín af yngri kynslóðinni.
Meira
Minningargreinar
30. júlí 2012
| Minningargreinar
| 4906 orð
| 1 mynd
Grétar Hannesson fæddist í Reykjavík 9. apríl 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans 22. júlí 2012. Foreldrar hans voru Svanlaug Thorlacius Pétursdóttir, verkakona, f. 27.12. 1910, d. 3.2. 1991, og Hannes Sigurbjartur Guðjónsson verkamaður, f....
MeiraKaupa minningabók
30. júlí 2012
| Minningargreinar
| 2455 orð
| 1 mynd
Guðmundur Theodórsson fæddist að Hafurstöðum í Öxarfirði 1. október 1927. Guðmundur lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 22. júlí 2012. Foreldrar Guðmundar voru Guðrún Pálsdóttir, f. 3. mars 1902 á Svínadal í Kelduhverfi, d. 19.
MeiraKaupa minningabók
30. júlí 2012
| Minningargreinar
| 3356 orð
| 1 mynd
Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 3. ágúst 1928. Hún lést á Landspítalanum 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Guðnason framkvæmdastjóri, f. 26.12. 1903, d. 25.8. 1984, og Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 19.5. 1904, d....
MeiraKaupa minningabók
30. júlí 2012
| Minningargreinar
| 1010 orð
| 1 mynd
Jóhannes Haraldur Proppé fæddist að Tjarnargötu 3 í Reykjavík 26. desember 1926. Hann bjó í Reykjavík alla sína tíð og lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 21. júlí sl.
MeiraKaupa minningabók
30. júlí 2012
| Minningargreinar
| 1639 orð
| 1 mynd
Jónas Egilsson var fæddur í Reykjavík 16. júlí 1969. Hann lést á krabbameinsdeild LSH þann 20. júlí 2012. Hann var sonur hjónanna Egils Jónassonar f. 1.10. 1944, d. 2.7. 2005 og Aðalheiðar Hannesdóttur f. 18.11. 1946.
MeiraKaupa minningabók
Spennandi dómsmál er framundan í Kaliforníu en á mánudag mun dómstóll þar taka fyrir deilu tæknirisanna Apple og Samsung. Um er að ræða eitt stærsta einkaleyfamál tæknigeirans til þessa og segir Reuters að niðurstaðan geti breytt ásýnd markaðarins.
Meira
30. júlí 2012
| Viðskiptafréttir
| 606 orð
| 2 myndir
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Stokkur Software er að gera spennandi hluti í þróun snjallsímaforrita. Fyrirtækið er ungt og hófst starfsemin ekki fyrir alvöru fyrr en síðasta sumar.
Meira
Flestir hafa sjálfsagt einhvern tímann keypt sér flík sem virtist algjörlega fullkomin á því augnabliki en endaði síðan inni í skáp ónotuð. Þá er tilvalið að nýta sér vefsíður á borð við www.fataskipti.is.
Meira
Sjálfboðaliðar fara nú um Goðahverfið í miðbæ Reykjavíkur og víðar og leita uppi afleggjara og fleira blómlegt sem borgarbúar vilja ánafna í samfélagsbeð á Óðinstorgi.
Meira
Áhugafólk um prjónaskap víða um heim kemur saman á norrænni prjónaráðstefnu í Borgarnesi í byrjun ágúst. Á ráðstefnunni verða námskeið í hefðbundinni tækni og handverksþekkingu jafnt sem skapandi og frumleg verkefni og útfærslur.
Meira
Á næstu sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar munu Júlía Traustadóttir sópransöngkona og Sólrún Gunnarsdóttir fiðluleikari leika verk eftir bresk tónskáld frá fyrri hluta 20. aldar sem eru samin undir áhrifum þjóðlaga.
Meira
Uppskriftirnar á vefsíðunni smoothieweb.com eru fjölbreyttar og sumar öðruvísi og skemmtilegar. Þar er að finna uppskriftir að alls konar þeytingum sem er gott að fá sér í morgunmat eða á milli mála.
Meira
Anna Borg leikkona fæddist í Reykjavík 30.7. 1903, dóttir Borgþórs Jósefssonar, bæjargjaldkera í Reykjavík, og k.h., Stefaníu Guðmundsdóttur, sem var fremsta leikkona þjóðarinnar um árabil. Anna var af mikilli leikarafjölskyldu.
Meira
30 ára Guðmundur fæddist í Reykjavík, ólst upp í Bolungarvík en býr í Reykjavík frá 1999 og starfar hjá Símanum. Maki: Ragnheiður Gísladóttir, f. 1989. Stjúpdóttir: Eva Marín, f. 2010. Foreldrar: Bryndís Konráðsdóttir, f.
Meira
Systurnar Indiana Guðvarðardóttir , 9 ára, og Bryndís Guðvarðardóttir , 6 ára héldu tombólu í Breiðholti. Alls söfnuðu þær 1.345 kr. sem þær gáfu til styrktar Rauða...
Meira
K ári fæddist í Reykjavík, ólst upp á Selfossi til fimm ára aldurs en síðan í Reykjavík. Hann var í Hlíðaskóla, lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 2002 og stundaði nám í læknisfræði og stjórnmálafræði við HÍ um skeið.
Meira
30 ára Magnús ólst upp í Reykjavík. Hann lauk prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2008, stundar myndlist, er í hjómsveitinni Quadruplos og er tæknimaður hjá Epli.is. Maki: Valgerður Halldórsdóttir, f. 1986, nemi.
Meira
Morgunsár er fallegt orð, eiginlega ljúfsárt. Það þýðir dagrenning . Nóttin er á enda og maður þykist sjá í sárið á nýjum degi. Í orðinu er þó ekkert sár, s-ið tilheyrir morgninum og ár þýðir snemma . Þess vegna skiptist það morguns-ár...
Meira
Reykjavík Júlía Rut fæddist 29. október kl. 15.09. Hún vó 4.445 g og 55 cm. Foreldrar hennar eru Erla María Árnadóttir og Róbert Karl Hlöðversson...
Meira
30 ára Rafn ólst upp í Sandgerði og stundar nám í húsgagnasmíði, járnsmíði og hönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Maki: Sigríður Maggý Árnadóttir, f. 1983, leikskólakennari. Börn: Ragnheiður Júlía, f. 2008; ónefndur, f. 2012.
Meira
90 ára Þórhildur Kristín Bachmann 80 ára Bragi Haraldsson Guðfinnur Erlendsson Magnús Guðbrandsson Páll Dagbjartsson Svala Sigurðardóttir 75 ára Arndís Styrkársdóttir Eiríkur Óskarsson Guðjón Ragnar Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Hulda Jakobsdóttir...
Meira
Víkverji er miðbæjarrotta. Þó ekki (lengur) í þeim skilningi að hann búi og eyði öllum vökustundum í miðbænum að eltast við lattebolla og listasýningar heldur að hjarta hans slær í takt við miðborgarsvæðið og klukkuna í Hallgrímskirkju.
Meira
30. júlí 1284 Sturla Þórðarson sagnaritari lést, um 70 ára. Hann tók saman eina gerð Landnámu, samdi Íslendinga sögu og sett hefur verið fram kenning um að hann sé höfundur Njálu. Sturla var lögmaður í nokkur ár.
Meira
Ég geri ráð fyrir því að vakna glaður eins og ég geri alla morgna um hálf sjö og fæ örugglega afmæliskoss,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, en hann fagnar 56 ára afmæli sínu í dag.
Meira
Í LONDON Kristján Jónsson og Kjartan Þorbjörnsson Hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sýndi allar sínar bestu hliðar í handboltahöll Ólympíusvæðisins í gærmorgun þegar Ísland vann Argentínu 31:25 í fyrsta leik sínum á leikunum.
Meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkonan unga úr Ægi, synti í fyrsta skipti á Ólympíuleikum í gærmorgun og var mjög nálægt sínum besta árangri í 100 metra baksundi. „Ég er bara mjög sátt þó ég hefði auðvitað viljað fara hraðar.
Meira
Kristinn Óskarsson, sem hingað til hefur verið betur þekktur sem einn besti og reynslumesti dómarinn í körfuknattleik, sýndi á Íslandsmótinu í höggleik að hann er flottur kylfingur. Kristinn endaði í 5. til 6.
Meira
Í LONDON Kristján Jónsson kris@mbl.is Morgunverkin í London reyndust íslensku landsliðsmönnunum í handknattleik drjúg í gær þegar liðið vann sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum.
Meira
Hreiðar Levý Guðmundsson kom sterkur inn af varamannabekknum á móti Argentínu og varði þrjú vítaköst í leiknum. Það hafði sitt að segja í því að Ísland náði að landa sex marka sigri eftir erfiðan leik. „Jú jú, ég var mjög sáttur við mína innkomu.
Meira
Íslenska karlalandsliðið vann í gær sinn 15. sigur í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna frá því að það tók fyrst þátt árið 1972 en alls á Ísland 38 landsleiki að baki á Ólympíuleikum.
Meira
Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari ólympíu-, heims-, og Evrópumeistara Noregs, mátti sætta sig við tap í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum. Noregur tapaði fyrir Frakklandi, 24:23, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 17:12.
Meira
Sveinbjörg Zophoníasdóttir , úr FH, bætti Íslandsmetið í langstökki í flokki 20 til 22 ára á unglingamóti FH í frjálsíþróttum á Kaplakrikavelli á laugardaginn.
Meira
Kristján Jónsson kris@mbl.is Ásgeir Sigurgeirsson, úr Skotfélagi Reykjavíkur, undirstrikaði á laugardaginn að hann á fullt erindi á Ólympíuleikana í London.
Meira
Á FYLKISVELLI Stefán Stefánsson ste@mbl.is Herfang Garðbæinga eftir heimsókn í Árbæinn í gærkvöldi var ekki mikilfenglegt þrátt fyrir að nokkuð væri fyrir því haft og þrjú mörk skoruð.
Meira
Á KÓPAVOGSVELLI Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Straumlausir, bensínlausir, mættu ekki til leiks, ekki vaknaðir, með hugann við þjóðhátíð eru allt frasar sem væri hægt að nota um lið ÍBV sem mætti Breiðabliki í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær.
Meira
Á STRANDARVELLI Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Ég var staðráðin í að fá par eða betra á lokaholunni,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eftir að hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Strandarvelli í gær.
Meira
Dagur Ebenezersson úr Keili átti heldur betur skrautlegan hring á laugardeginum, en þá lék hann á pari vallarins. Það gerði hann þrátt fyrir að fá aðeins fjögur pör á holunum átján. Dagur fékk auk þess sjö fugla og sjö skolla.
Meira
Á SELFOSSVELLI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Enn er langt í það, og ekki alveg víst að það gerist, að síðasti naglinn verði negldur í kistu Selfyssinga í sumar og þeir kveðji úrvalsdeildina í knattspyrnu aftur eftir eins árs dvöl.
Meira
Í LONDON Kristján Jónsson kris@mbl.is Ragna Ingólfsdóttir, úr TBR, mun hefja keppni á Ólympíuleikunum í London í kvöld og mætir Akvile Stapusaityte frá Litháen. Jie Yao frá Hollandi er einnig í riðlinum en Ragna keppir á móti henni annað kvöld.
Meira
Eitt allra líklegasta liðið til að vinna fótboltann á Ólympíuleikunum voru Spánverjar enda ríkjandi Evrópumeistarar í flokki U21 árs. Sá draumur er aftur á móti úti því Spánn er afar óvænt fallið úr leik á Ólympíuleikunum eftir tvo tapleiki í röð.
Meira
Í London Kristján Jónsson kris@mbl.is Sarah Blake Bateman gaf vonandi tóninn fyrir góðan árangur Íslendinga á Ólympíuleikunum í London þegar hún setti fyrsta Íslandsmetið á leikunum á laugardagsmorguninn.
Meira
Morgunblaðið spurði Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara að því hvort það væri ekki sérstakt ánægjuefni að Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson skuli báðir hafa getað tekið þátt í sigurleiknum á móti Argentínu.
Meira
„Þetta var stórkostlegt. Ég hugsaði með mér að þetta væri eins og hvert annað stórmót. Þegar ég labbaði inn á völlinn þá fann ég að þetta er öðruvísi og umgjörðin er önnur.
Meira
„Ég held að „sérstakur“ sé bara ágætt orð til að lýsa þessum leik,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar R., í samtali við Morgunblaðið um sigurleik liðsins gegn Þór, 2:1, í 13. umferð 1. deildar karla í gær.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.