Gangi spár eftir verður yfirstandandi ár stærsta ferðaár á Keflavíkurflugvelli með um 2,4 milljónir flugfarþega. Skv. upplýsingum Isavia í gærkvöldi sló nýliðið sumar öll fyrri met í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áður en gengið var til þingkosninga í apríl 2009 bundu margir forystumanna Samfylkingar og stuðningsmanna þeirra vonir við að sótt yrði um aðild að ESB og aðildarferlinu síðan lokið snemma á kjörtímabilinu.
Meira
Blautt og grátt hefur verið í borginni undanfarna daga og óhætt að segja að haustið sé svo sannarlega að minna á sig. Ekki er útlit fyrir að stytti upp næstu daga en spáð er rigningu eða skúrum víða um land fram yfir helgi.
Meira
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Rannsóknir hafa leitt í ljós að yfirgnæfandi líkur eru á framúrkeyrslu í kostnaði á opinberum framkvæmdum,“ segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Meira
Fréttaskýring Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fyrirhugað er að framkvæmdir við stækkun álversins á Grundartanga hefjist í vetur og standi yfir næstu fimm árin.
Meira
Hæstiréttur hefur dæmt mann í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist tvívegis á sambýliskonu sína. Í annað skiptið var hún ófrísk, en í hitt skiptið hélt hún á fimm daga gömlu barni þeirra.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stjórnvöld vilja skoða það sem þau kalla „þrönga leið“ til lausnar á vanda þeirra sem hafa fengið veð að láni fyrir skuldum sínum.
Meira
Arion banki dreifir endurskinsmerkjum nú þegar hausta tekur og skammdegið tekur völdin. Eins og undanfarin haust hafa merki verið send til allra sex ára barna á landinu og munu þau berast á næstu dögum.
Meira
„Það væri mun betra,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, LV, spurður hvort það væri ekki betra að stjórnvöld væru einhuga í stefnu sinni varðandi virkjunarframkvæmdir á meðan vinna við rammaáætlun færi fram á Alþingi.
Meira
Hópur manna fylgist með orrustuþotu af gerðinni F/A-18 Hornet á flugsýningu svissneska flughersins yfir Axalp í Alpafjöllum í gær. Flugsýningin er haldin árlega á þessum árstíma og opin almenningi. Orrustuþotum er flogið nálægt áhorfendunum í um 2.
Meira
Líklega fyrsta prentaða eintak Þórbergs Þórðarsonar er falt á vef Netbókabúðarinnar. Um er að ræða boðsbréf Þórbergs frá árinu 1915 þar sem hann biðlar til fólks að gerast áskrifendur að væntalegri bók sinni; skýringum á Eddu Snorra Sturlusonar.
Meira
Margrét Júlía Rafnsdóttir gefur kost á sér í 3.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún hefur tekið virkan þátt í starfi flokksins frá stofnun hans og verið varabæjarfulltrúi í Kópavogi frá árinu 2010, segir í tilkynningu frá...
Meira
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Arsenal-klúbburinn á Íslandi fagnar þrjátíu ára afmæli sínu á mánudaginn en hann var stofnaður á Selfossi 15. október árið 1982.
Meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir opnum fundi í Iðnó í Reykjavík í dag, föstudaginn 12. október, með foreldrum bandarísku baráttukonunnar Rachel Corrie.
Meira
Fyrsti þátturinn af „Á tali við Hemma Gunn“ í Sjónvarpinu skaust beint í efsta sæti í mælingu Capacent yfir vinsælasta sjónvarpsefnið í síðustu viku, miðað við uppsafnað áhorf. Mældist þátturinn með 43,9% áhorf og fór m.a.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tímarammi aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið hefur verið á reiki á síðustu misserum en samkvæmt bjartsýnustu spám ætti Ísland að vera komið inn í ESB.
Meira
Alþingi samþykkti í gær lagafrumvarp innanríkisráðherra um breytingar á kosningalögum. Fela nýju lögin í sér, að fatlaðir kjósendur geta sjálfir valið hver aðstoðar þá við atkvæðagreiðslu.
Meira
Þó að veturinn sé handan við hornið stöðvar það ekki allra hörðustu golfara í að stunda íþrótt sína. Garðar Eyland, framkvæmdastjóri GR, segir að það sé vel hægt að spila golf þó að vel sé liðið á haustið. ,,Ef vindurinn er hægur er lítið mál að spila.
Meira
Samtök lífrænna neytenda standa fyrir viðburðinum Lífrænt Ísland - framboð, fróðleikur og smakk í Norræna húsinu sunnudaginn 14. október nk. frá kl. 12.00-17.00.
Meira
Fyrrverandi sýningarstúlka og poppstjarna í Svíþjóð, Camilla Henemark, hefur sent frá sér bók þar sem hún fjallar meðal annars um samband sitt og Karls Gústafs Svíakonungs.
Meira
Talsverð rigning var á höfuðborgarsvæðinu í gær og höfðu niðurföllin í Austurstræti ekki undan. Þess í stað myndaðist þessi myndarlegi pollur og er engu líkara en að Tjörnin hafi flætt yfir steypta bakka sína og hreinlega teygt sig yfir...
Meira
Kona í Karachi í Pakistan tekur þátt í mótmælum gegn talibönum vegna árásar þeirra á Malala Yousafzai, 14 ára stúlku sem þeir reyndu að ráða af dögum vegna baráttu hennar gegn grimmdarverkum talibana, m.a. árásum á stúlknaskóla.
Meira
Meira en tíundi hver Bandaríkjamaður sem horfði á kappræður forsetaefna stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum í vikunni sem leið fylgdist með þeim með tveimur tækjum; þ.e. sjónvarpi og tölvu eða snjallsíma.
Meira
Óli Björn Kárason hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 10. nóvember næstkomandi. Hann hefur verið varaþingmaður flokksins á yfirstandandi kjörtímabili.
Meira
Sviðsljós Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ríflega þriðjungur af fjárfestingum Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2001-2010 var vegna Hellisheiðarvirkjunar, annarrar aflmestu virkjunar landsins og einnar öflugustu jarðvarmavirkjunum í heimi.
Meira
Stjórnmálaflokkarnir munu á næstunni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á...
Meira
Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, segir að Róbert Marshall hafi haft samráð við forystu flokksins um þá ákvörðun sína að styðja ríkisstjórnina áfram, þrátt fyrir að hafa sagt sig úr Samfylkingunni í gær.
Meira
Landssamtök sauðfjárbænda hafa efnt til söfnunar til að styðja við bakið á bændum á þeim svæðum sem urðu fyrir áföllum í óveðrinu sem gekk yfir á Norðurlandi snemma í september.
Meira
Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, gerir ýmsar athugasemdir við skýrslu úttektarnefndar um OR í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Hann segir nefndina m.a.
Meira
Elínbjörg Magnúsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Hún sækist eftir stuðningi í 5. sæti í prófkjörinu sem fram fer 24.
Meira
Ný fylgiskönnun norska ríkisútvarpsins bendir til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir í Noregi fengju nær tvöfalt fleiri þingsæti en stjórnarflokkarnir ef kosið væri nú.
Meira
Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Svo virðist sem stjórnarflokkarnir séu ekki einhuga um undirbúningsframkvæmdir Landsvirkjunar við Bjarnarflagsvirkjun.
Meira
Í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur segir m.a. að nefndarmönnum hafi verið sagt að arðsemi Hellisheiðarvirkjunar hafi verið reiknuð út, bæði áður en framkvæmdir hófust og síðar.
Meira
Róbert Marshall sagðist fyrir fáeinum vikum vilja færa sig um set til Reykjavíkur, enda var hratt minnkandi eftirspurn eftir honum í Suðurkjördæmi.
Meira
Þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Retro Stefson. Hljómsveitina skipa Gylfi Freeland Sigurðsson, Haraldur Ari Stefánsson, Jón Ingvi Seljeseth, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel Stefánssynir, Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir og Þórður Jörundsson. Record Records gefur út. 2012.
Meira
Ferðalag nefnist sýning Gunnars S. Magnússonar sem opnuð verður í Studio Stafni í dag kl. 17. Á sýningunni getur að líta kolateikningar og málverk listamannsins. Gunnar er fæddur í Skerjafirði 1930.
Meira
End of Watch Tveir lögreglumenn og vinir í Los Angeles komast í kast við valdamikla glæpaklíku eftir að hafa gert upptæk skotvopn og peninga í hennar eigu. Klíkan hyggur á hefndir og lögreglumennirnir tveir þurfa að berjast fyrir lífi sínu.
Meira
Það er ákveðin nostalgía yfir sjónvarpsefninu á RÚV þessa dagana. Ekki aðeins er skautað yfir liðna tíma Hemma Gunn, heldur er viðtalssettið í Kastljósinu með einhverju taui í bakgrunninum, að minnsta kosti í einstaklingsviðtölum vikunnar.
Meira
Málað á ferð er yfirskrift listasmiðju fyrir alla fjölskylduna sem boðið verður upp á á Kjarvalsstöðum nk. sunnudag kl. 15. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 6-10 ára í fylgd með fullorðnum.
Meira
Hljómsveitin Valdimar, með söngvarann og básúnuleikarann Valdimar Guðmundsson í fararbroddi, heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Valdimar sendir frá sér breiðskífuna Um stund á næstu dögum og mun m.a.
Meira
Færeyski gítarleikarinn Rasmus Rasmussen er látinn. Rasmus var þekktur tónlistarmaður og tók m.a. þátt í Músíktilraunum árið 2002 með hljómsveit sinni Makrel og var kosinn besti gítarleikari tilraunanna.
Meira
Ráðstefna um Halldór Laxness hófst í gær í Moskvu á vegum vinafélags Íslands þar í borg, í tilefni af 110 ára afmæli skáldsins. Á henni verða m.a.
Meira
Eyrún Magnúsdóttir: "Oft er talað um að sagan endurtaki sig. Þegar sagan sem í hlut á er rekstrarsaga Orkuveitu Reykjavíkur, vörðuð slæmum ákvörðunum, fíflagangi með almannafé og mikilmennskubrjálæði, þá er það óhugnanleg tilhugsun að hún geti endurtekið sig."
Meira
Frá Guðmundi Þorsteini Veturliðasyni: "Nokkrar tillögur sem mér finnst þarfnast leiðréttinga af Alþingi við annars nokkuð vel unnið starf Stjórnlagaráðs við gerð „Tillagna að nýrri stjórnarskrá“. Í 20."
Meira
Eftir Svein H. Skúlason: "Sérstaka kröfu verður að gera til gamalla framámanna, að þeir gleymi gömlum ýfingum og stefni að því eina marki að ná góðum árangri í næstu kosningum."
Meira
Eftir Birgi Ármannsson: "Það er hrein firra og stenst enga skoðun að atkvæðagreiðslan snúist á einhvern hátt um störf þjóðfundar og stjórnlaganefndar veturinn 2010 til 2011."
Meira
Eftir Sylviane Lecoultre og Eyrúnu Thorstensen: "Brosin okkar köllum við Brospinna og þau eru hönnuð með það í huga að hægt sé að gefa þau og þiggja og þau eru um leið tákn jákvæðni og lausnamiðaðrar hugsunar þegar kreppir að."
Meira
Eftir Helga Magnússon: "Skattpíningarstefna núverandi ríkisstjórnar er komin á leiðarenda. Mikilvægt er að strax verði hafist handa með að snúa skattlagningarstefnunni til betri vegar."
Meira
Eftir Björgvin Guðmundsson: "Stjórnarflokkarnir geta bjargað sér út úr þessu máli með því að setja kvótana á uppboðsmarkað. Það verður ekki minni samstaða um það."
Meira
Eftir Reimar Pétursson: "Óboðlegt er að breyta öllum atriðum stjórnskipunarinnar í einu. Í því fælist hættulegur leikur að fjöreggi þjóðarinnar, stjórnskipun lýðveldisins."
Meira
Eftir Gunnar Einarsson: "Um leið verður hægt að tryggja áframhaldandi verndun dýrmætra útivistarsvæða sem ná til sveitarfélaganna tveggja og samfellu í byggðamynstrinu ..."
Meira
Eftir Þorvald Örn Árnason: "Í sveitarfélaginu Vogum er þriðji elsti grunnskóli landsins. Hann var stofnaður einkum fyrir fátæk börn og veitir í dag gjaldfrjálsan hádegismat."
Meira
Minningabrot frá Týról Við hjónin áttum 60 ára brúðkaupsafmæli og ákváðum að fara í bændaferð. Þessi ferðamáti er yndislegur. Dvalið er á hóteli allar nætur og skoðunarferðir á daginn. Á afmælisdaginn fórum við með hestvagni í kringum Walchsee-vatn.
Meira
Einar Pétursson húsasmíðameistari og kaupmaður fæddist á Hjaltastað í Eiðaþinghá 2. nóvember 1923. Hann lést á dvalarheimilinu Grund 5. október 2012.
MeiraKaupa minningabók
Páll Ingimundur Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 21. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. október 2012. Páll var sonur hjónanna Bjarnveigar Sigríðar Ingimundardóttur, f. 31.1. 1902, á Patreksfirði, d. 27.4.
MeiraKaupa minningabók
Trausti Gestsson skipstjóri fæddist í Ólafsfirði 3. febrúar 1932. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. september 2012. Útför Trausta fór fram frá Akureyrarkirkju 8. október 2012.
MeiraKaupa minningabók
Viðar Kornerup-Hansen fæddist í Reykjavík 21. júní 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. október 2012. Viðar var sonur hjónanna Guðrúnar Andrésdóttur húsfreyju, f. í Reykjavík 11.10. 1901, d. 20.2.
MeiraKaupa minningabók
Þóra Erla Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 17. janúar 1931. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 7. september 2012. Útför Þóru Erlu fór fram frá Grafarvogskirkju 14. september 2012.
MeiraKaupa minningabók
Þór Jens Gunnarsson fæddist í Kaupmannahöfn 30. nóvember 1947. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 25. september 2012. Útför Þórs fór fram frá Hallgrímskirkju 9. október 2012.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Torfi Einarsson kristjantorfi@gmail.com „Ég hef alla tíð verið mjög hlynntur kvótakerfinu og tel það skynsamlegustu stjórn fiskveiða miðað við þær aðstæður sem eru á Íslandi.
Meira
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Það er vandasamt að verðmeta íslenskt fyrirtæki með erlendar tekjur í gjaldeyrishöftum. Enda er hægt að verðleggja tekjurnar með þremur mismunandi aðferðum.
Meira
Í kvöld verður sannkallað Bleikt sveitaball í Iðnó og er yfirskriftin Dönsum saman með Göngum saman. Hið rómaða sveitaballsband Blek og byttur ætlar að halda öllum á gólfinu frá kl. 22.30-24.
Meira
Ótal vefsíður eru til um graffitílistina en vert er að mæla sérstaklega með síðunni spraycreammagazine.com. Þar eru m.a. ótal myndbönd frá hinum ólíkustu hornum heims, myndbönd af gröffurum að störfum, spjall við þá og ýmsilegt fleira.
Meira
Seinna var mér sagt, að þegar bíllinn fór af stað frussaði pústið olíu og öðru ógeði á fjörgamla ömmu brúðarinnar – sem var í sínu fínasta pússi.
Meira
Í Hjartagarðinum ríkir jákvæður samfélagsandi og náungakærleikur. Fólk kann að meta skreytta veggina sem umvefja það á meðan notið er menningar og góðs félagsskapar. En nú stendur til að rústa garðinum með nýbyggingum.
Meira
Það er gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík, hún iðar af lífi og skemmtilegum stöðum. Í kvöld stígur Ragga Gröndal á svið á Café Haiti ásamt hljómsveit sinni sem skipuð er þeim Birgi Baldurssyni á trommur og Guðmundi Péturssyni á gítara og bassa.
Meira
Nú um helgina ætla skátar að halda friðarþing í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi. Pallborðsumræður verða í dag og í kvöld verða sérstakir friðartónleikar í Hörpunni þar sem fram koma Ojba Rasta, Bloodgroup og Tilbury.
Meira
Rosenberg við Klapparstíg er frábær tónleikastaður með mikilli nánd. Í kvöld ætlar Ómar Diðriks og Sveitasynirnir að spila fyrir gesti frá klukkan 22.
Meira
40 ára Deepa ólst upp í Minneapolis í Bandaríkjunum, lauk MSc-prófi í taugavísindafræðum frá MIT og er framkvæmdastj. MindGames ehf. Maki: dr. Hannes Högni Vilhjálmsson, f. 1972, dósent í tölvunarfr. við HR. Dóttir: Gíta Guðrún, f. 2012.
Meira
Högna Hákonardóttir , Steinunn Þórðardóttir og Ásta Rún Ingvadóttir héldu tombólu við Melabúðina í Reykjavík í ágúst síðastliðnum og söfnuðu 3.570 kr. til styrktar Rauða krossi...
Meira
30 ára Íris ólst upp á Suðureyri, býr í Bolungarvík og starfar í Kampa á Ísafirði við gæðaeftirlit. Maki: Ingólfur Hallgrímsson, f. 1981, verslunarstjóri í Samkaupum. Dætur: Eydís Birta, f. 2005, og Rakel Eva, f. 2009. Foreldrar: Ingvar Bragason, f.
Meira
Nokkuð algeng misritun: „atburðarrás.“ E.t.v. finnst mönnum tvö r nauðsynleg til að hrinda atburðarás af stað. En einn atburður gerir enga rás. Rás þýðir hér rennsli eða ferli og til þess þarf fleiri en einn atburð: at burða rás...
Meira
Aðalsteinn fæddist á Egilsstöðum og átti heima á Skriðuklaustri í Fljótsdal fyrstu tvö árin, þar sem foreldrar hans störfuðu þá, en ólst síðan upp í Klausturseli í Jökuldal við öll almenn sveitastörf.
Meira
Reykjavík Emilía Katrín fæddist 5. desember kl. 18.27. Hún vó 3.255 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Eyrún Pétursdóttir og Snæbjörn Helgi Emilsson...
Meira
Sverrir fæddist í Keflavík fyrir réttri öld, sonur Júlíusar Björnssonar, sjómanns þar, og k h., Sigríðar Sverrínu Sveinsdóttur húsfreyju. Sverrir sótti námskeið í bókhaldsfræðum í HÍ 1941 og stundaði nám í Bandaríkjunum árið 1946.
Meira
Það er vandlifað og hætturnar leynast víða. Algengast er að menn beinbrotni vegna högga af einhverju tagi en Alþýðublaðið greindi frá því fyrir rúmlega 40 árum að rúmlega tvítug ensk stúlka hefði brákast á hrygg þrisvar sinnum bara við það að hnerra.
Meira
12. október 1612 Kötlugos hófst. Jökullinn „sprakk fram austur allt í sjó, kom þar upp eldur, hann sást nær alls staðar fyrir norðan land,“ segir í Skarðsárannál. 12. október 1918 Katla gaus eftir 58 ára hlé.
Meira
30 ára Þuríður fæddist í Stykkishólmi en ólst upp á Þorbergsstöðum í Laxárdal í Dölum. Hún er nú búsett í Búðardal og er skólaliði við Auðarskóla. Börn: Jón Grétar, f. 2007, og Heiða Dís, f. 2008. Foreldrar: Grétar Bæring Ingvarsson, f.
Meira
Fótbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á fyrir höndum erfitt verkefni þegar liðið mætir Albaníu í Tirana í þriðja leik sínum í undankeppni HM í dag klukkan 17 að íslenskum tíma.
Meira
Einar Daði Lárusson úr ÍR er fremstur tugþrautarmanna á Norðurlöndum á þessu ári. Hann náði bestum árangri þeirra á árinu þegar hann fékk 7.898 stig á stigamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, í Kladnó í Tékklandi í júní.
Meira
Marthe Sördal var atkvæðamest hjá Fram með 9 mörk þegar Safamýrarliðið vann stórsigur á Fylki, 36:12, í N1-deild kvenna í handknattleik á heimavelli í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 22:6 fyrir Fram sem er með 8 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína.
Meira
Svisslendingurinn Roger Federer verður í efsta sæti þegar næsti heimslisti verður gefinn út á mánudaginn. Mun Federer þá ná merkilegum áfanga því þetta verður þrjúhundraðasta vikan þar sem hann er efstur á heimslistanum.
Meira
Í Austurbergi Ívar Benediktsson iben@mbl.is Stemningin var frábær í Austurbergi í gærkvöldi þegar ÍR mætti FH á heimavelli sínum í úrvalsdeild karla í handknattleik. Heimamenn voru fjölmennir en einnig mættir talsverður hópur FH-inga.
Meira
EVRÓPUKEPPNI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það undirstrikar talsverðan styrk þessa liðs að það vann Flensburg í Þýskalandi í Evrópukeppni bikarhafa á síðasta vetri.
Meira
Í Vesturbænum Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Í gærkveldi fóru Skagfirðingarnir í Tindastóli í heimsókn í Vesturbæinn og freistuðu þess að næla sér í sín fyrstu stig á útivelli gegn KR í úrvalsdeildinni í körfubolta.
Meira
Varnarmaðurinn sterki í handknattleikliði Hauka, Sveinn Þorgeirsson, er nokkuð vongóður um geta spilað með liðinu gegn HCZaporozhye í EFH-keppninni á morgun og á laugardaginn.
Meira
Flestir telja sig eflaust hafa nokkra hugmynd um starfssvið stílista og þau verkefni sem þeir fást við frá degi til dags. Olga Soffía Einarsdóttir hefur starfað undanfarin ár sem stílisti og fjölbreytileiki verkefnanna kemur á óvart.
Meira
Haustförðunin frá Guerlain leggur áherslu á varir og kinnar. Útlitið er undirstrikað með léttri augnförðun og dökkum varalit og vel skyggðri húð, eins og Iðunn Jónasardóttir útskýrir, en hún á heiðurinn af þessari fallegu förðun.
Meira
Sterkir litir og frísklegt útlit koma saman í haustförðun Lancôme í ár. Kristjana Rúnarsdóttir á heiðurinn af þessari fallegu förðun og leiðir okkur hér í gegnum ferilinn:
Meira
Í þessari haustförðun frá MAC er áherslan á varirnar um leið og augnförðunin er höfð frekar létt. Harpa Káradóttir förðunarfræðingur hefur orðið og útskýrir útlitið:
Meira
Fatahönnuðurinn Íris Eggertsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega og fallega hönnun undir merkinu Líber. Í hönnun hennar fara saman margbrotin snið og mismunandi textíll sem myndar eitthvað nýtt og spennandi.
Meira
Konur eiga það almennt sameiginlegt að vilja líta vel út frá degi til dags og stór liður í því er að koma sér upp föstum venjum og öruggum handtökum við förðunina, sama hvert tilefnið er.
Meira
Léttur farði, rakagefandi efni og ferskt útlit eru einkennandi fyrir þessa haustförðun með Sensai-vörum frá Kanebo. Valgerður Jóhannsdóttir, förðunarfræðingur Sensai, leiðir okkur gegnum ferilinn.
Meira
Oft fæst fallegri húðlitur án þess að setja upp grímu eða þekja húðina of mikið, eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi myndum. Þóra Matthíasdóttir sýnir haustförðun skref fyrir skref, með vörum frá Yves Saint Laurent.
Meira
Af nógu er að taka fyrir herrana þegar nýr ilmur er annars vegar í haust og vetur. Kryddaður, léttur, kröftugur, seiðandi, sportlegur eða fágaður — hér er að finna ilm við hvers nútíma herramanns smekk.
Meira
Húðin þarf oftar en ekki á umhyggju að halda yfir köldustu og dimmustu mánuðina. Fátt er betra en að láta munúðarfull krem, þar sem list og vísindi koma saman, gæla við hörundið og næra það.
Meira
Litirnir í haust og vetur eru sterkir og svipmiklir og draga fram ákveðna þætti á borð við varir og neglur, þó að grunnförðunin sé lágstemmd og mild á litinn.
Meira
Sífellt fleiri sækjast eftir að nota lífrænt vottaðar vörur og Lavera snyrtivörurnar koma þar sterkar inn enda hafa þær staðist ströngustu vottunarferli.
Meira
Það er litrík flóra spennandi ilmvatna sem dömurnar geta valið um í haust og vetur og alveg rakið að allar ættu þær að finna sér ilm við hæfi, enda koma blóm, ávextir, krydd og viður við sögu.
Meira
Í vetur leggja snyrtivöruframleiðendur og förðunarfræðingar þá línu að förðun um augu og kinnar er með náttúrulegum og mildum litum. Meðfædd fegurð fær að njóta sín.
Meira
Fyrr á þessu ári kynnti Redken til sögunnar nýja línu af hárlitum sem kallast Chromatics. Línan felur í sér ýmsar nýjungar eins og Sara Hirchel, litasérfæðingur og fræðari frá Redken í Danmörku, útskýrir, en hún var fyrir skemmstu í heimsókn hér á landi.
Meira
Hlín Ósk Þorsteinsdóttir býr til armbönd og margs konar aðra skartgripi úr orkusteinum undir merkinu Óskabönd. Steinarnir eru margskonar að lit og gerð, og orkan sem í þeim býr sömuleiðis, eins og Hlín útskýrir.
Meira
Þegar hausta fer er lag að huga að húðinni og gera vel við hana fyrir veturinn. Á Snyrtistofunni Salon Ritz er októbermánuður tileinkaður húðslípun og andlitsböðum, eins og Helga Sigurðardóttir, meistari í snyrtifræði og eigandi stofunnar segir frá.
Meira
Haustið er komið og veturinn á næsta leiti. Þá er tíminn til að huga að húðinni og hjúpa hana unaði og munaði sem felst í silkimjúkum húðkremum sem vernda húðina og fríska hana við þegar óblíð tíðin herjar á. Af nógu er líka að taka.
Meira
Stórviðburður varð í tískuheiminum á nýliðinni tískuviku í París þar sem tókust á tveir risar, Saint Laurent og Dior, en tískuhúsin hafa nýverið fengið nýja stjóra.
Meira
Sú var tíðin að svartur litur var tengdur við karlmannaföt, fatnað þjónustufólks, sorgarklæðnað og einkennisbúninga. Coco Chanel breytti því öllu saman.
Meira
Carine Roitfeld hvarf snögglega úr ritstjórastól franska Vogue en snýr nú aftur tvíefld með nýtt og frumlegt sköpunarverk – tískuritið CR Fashion Book.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.