Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nú er gengið út frá því að útvega þurfi 3.700 atvinnuleitendum sem hafa fullnýtt rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins starfstengd vinnumarkaðsúrræði á næsta ári.
Meira
„Þetta er bara til gamans gert. Tíminn á Ríkisútvarpinu var að mörgu leyti skemmtilegasti tíminn í mínu lífi, fjölbreytt starf með góðu fólki. Ég hef í rauninni alltaf saknað þess,“ segir Árni Gunnarsson, fyrrverandi fréttamaður.
Meira
Madríd. AFP. | Til átaka kom milli lögreglumanna og mótmælenda á Spáni og Ítalíu í gær þegar efnt var til verkfalla og fjöldamótmæla víða í Evrópu vegna sparnaðaraðgerða stjórnvalda.
Meira
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Ekki er loku fyrir það skotið að akureyrskir skíðamenn geti dustað rykið af svigskíðunum um helgina og rennt sér í Hlíðarfjalli. Ákveðið var að opna skíðasvæðið 1.
Meira
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Metró-hópurinn svonefndi, sem unnið hefur að hagkvæmniathugun á gagnsemi jarðlestakerfa fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, skilaði frekar jákvæðri umsögn um deiliskipulag nýja Landspítalans við Hringbraut.
Meira
Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC sem m.a. starfrækir 20 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, segir að samdráttur í fataverslun komi til vegna minni kaupgetu almennings.
Meira
Flokksval fer fram hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi og Reykjavík um helgina. Netkosning hófst í Suðurkjördæmi á miðnætti sl. og í Reykjavík hefst hún á miðnætti nk. Í Reykjavík eru um 7.000 félagar á kjörskrá og lýkur kosningu kl. 18.
Meira
Í tilefni af heimspekidegi UNESCO, sem er í dag 15. nóvember, flytur Páll Skúlason, prófessor í heimspeki, erindi í Lögbergi, stofu 101 kl. 16.00. Í erindinu verður sett fram greining á evrópskum háskólahefðum frá 19.
Meira
Íhlutir í líkamann eins og brjóstapúðar eða tungulokkar auk húðflúrs eru nýtt lýðheilsuvandamál sem er orðið stórt og algengt og mun sækja í sig veðrið er fram líða stundir að sögn Vilhjálms Ara Arasonar heimilislæknis.
Meira
Stjarnfræðingar skýrðu frá því í gær að fundist hefði „munaðarlaus“ hnöttur sem væri á flandri um geiminn án móðurstjörnu. Hnötturinn nefnist CFBDSIR2149 og er í meira en 100 ljósára fjarlægð frá jörðu.
Meira
Gunnella Þorgeirsdóttir, greinarformaður og aðjunkt í japönsku við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í dag, fimmtudaginn 15. nóvember, kl. 16, á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Meira
Í gær var átaksverkefninu „Grunnskóli á grænu ljósi“ ýtt úr vör í Ölduselsskóla en því er ætlað að vekja athygli á þremur afar mikilvægum atriðum: endurskinsmerkjum, öruggum ferðaleiðum og skólaakstri.
Meira
Baksvið Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sýslumannsembættið á Selfossi hefur gengið frá rekstraráætlun fyrir árið 2013 til innanríkisráðuneytisins.
Meira
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ef ekki koma frekari fjárveitingar til lögreglunnar og sýslumannsins á Selfossi þarf að segja upp fjórum lögreglumönnum og einnig starfsfólki á sýsluskrifstofu.
Meira
Hamas-samtökin á Gaza-svæðinu sögðu í gær að yfirmaður hernaðararms þeirra, Ahmed Said Khalil al-Jabari, hefði beðið bana í loftárás Ísraelshers. Sjónarvottar sögðu að Jabari hefði látið lífið þegar sprengju var varpað á bíl hans í Gaza-borg í gær.
Meira
Rekstrarfélag íslensku Iceland-verslunarinnar fór fjárfestingarleið Seðlabankans og sótti 160 milljónir kr. með skuldabréfaútgáfu, skv. gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Meira
Sviðsljós Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Vitundarvakningu þarf í sambandi við íhluti og efni sem eru sett í og á líkamann. Gera þarf meiri heilbrigðiskröfur til þeirra en gerðar eru í dag eins og með öll efni og lyf sem eru manneskjunni ætluð.
Meira
Andri Karl andri@mbl.is Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hyggst láta reyna á lögmæti sérstaks skatts á lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði, en sambandið telur að álagning skattsins brjóti gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Meira
Skipulagsstofnun telur að kerfisáætlun Landsnets, annars vegar fimm ára áætlun um raforkuþörf og hins vegar áætlun um þróun flutningskerfisins til ársins 2026, falli ekki undir lög um umhverfismat áætlana.
Meira
Innrammaður Þau geta verið fjölbreytt sjónarhornin sem skapast þegar fólk er að störfum í hversdeginum og svo var um þennan mann sem rammaði sjálfan sig inn þegar hann hallaði sér fram þar sem hann var við framkvæmdir í Borgartúninu í...
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölskylda Olofs Palme íhugar að höfða mál vegna umdeildrar kvikmyndar sem hún segir vega að mannorði hans. Myndin fjallar um forsætisráðherra sem venur komur sínar á vændishús og hefur kynmök við stúlku undir lögaldri.
Meira
Þáttur Styrmis Þórs Bragasonar í hinu svokallaða Exeter-máli var tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hæstiréttur dæmdi í sumar þá Jón Þorstein Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í málinu.
Meira
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segist óttast að grípi útgerðarmenn til verkbanns á sjómenn bitni það á þjóðinni í heild. Fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna í dag, en engin lausn virðist vera í sjónmáli.
Meira
Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fastaskrifstofu ráðsins sem stofna á í Tromsø í Noregi á næsta ári. Gert er ráð fyrir að Magnús hefji störf í febrúar en hann var valinn úr hópi 36 umsækjenda.
Meira
Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Hluti af fjármögnun verkefnisins er að tryggja að stofnunin hafi starfskrafta til að sinna verkefninu,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Meira
Álftirnar una sér jafnan vel á Reykjavíkurtjörn þegar veður er stillt og gott. Hins vegar er slæm veðurspá í kortunum og samfara lágum loftþrýstingi verður sjávarhæð óvenjumikil næstu daga. Landhelgisgæslan hefur m.a.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ungmennafélag Íslands er að undirbúa tillögu að IPA-verkefni Evrópusambandsins til að koma á fót lýðháskóla á Skógum undir Eyjafjöllum.
Meira
Getspá/Getraunir hafa fengið vottun frá World Lottery Association (WLA) um að fyrirtækið uppfylli ýtrustu kröfur um ábyrga spilun sem gerðar eru í heiminum. Áður hafði Getspá/Getraunir fengið vottun frá European Lotteries (EL).
Meira
Haraldur Bernharðsson, dósent í miðaldafræðum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur hlotið verðlaun Dags Strömbäcks fyrir framúrskarandi rannsóknir á íslenskri og gotneskri málsögu og norrænum miðaldahandritum.
Meira
Nýr viðskiptaþáttur hefst á mbl.is í dag. Sigurður Már Jónsson blaðamaður fær þar til sín fólk úr viðskiptalífinu og ræðir við það um helstu mál á baugi.
Meira
Ingiríður Vilhjálmsdóttir fagnaði 106 ára afmæli sínu í gær. Hún er þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn. Ingiríður er ættuð frá Reykjum á Skeiðum en fæddist í Reykjavík árið 1906.
Meira
Fréttaskýring Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Stjórnvöld, í samstarfi við m.a. skólastjórnendur, kennara og foreldra, ættu að setja sér það grundvallarmarkmið að allir nemendur ljúki skilgreindu námi á framhaldsskólastigi.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kuðungasafnið er nýjasta ljóðabók Óskars Árna Óskarssonar, sú tólfta, en einnig hefur hann sent frá sér sex prósaverk og tíu þýddar bækur, meðal annars ljóð eftir japönsk hækuskáld og smásögur bandarískra meistara 20.
Meira
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson halda útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld kl.
Meira
Ljósmyndir: Erlend Haarberg og Orsolya Haarberg. Texti: Unnur Jökulsdóttir. Fáanleg á íslensku, ensku og þýsku. Prentun: Oddi. Forlagið, 2012. 160 bls.
Meira
Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á morgun, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, með ýmsum uppákomum. Hér verða nokkrar nefndar. Í Ársafni, bókasafninu í Árbæ, verður boðið upp á maraþonlestur milli kl.
Meira
Flauta og fantasía er yfirskrift næstu tónleika í tónleikaröðinni Klassík í hádeginu sem haldnir verða í Gerðubergi á morgun, föstudag, kl. 12:15 og á sunnudaginn kemur kl. 13:15.
Meira
Finnski píanistinn Juho Pohjonen leikur píanókonsert W. A. Mozarts í c-moll á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30.
Meira
Sigur Rós heldur í tónleikaferð um Norður-Ameríku í mars á næsta ári og verður ferðin sú umfangsmesta sem hljómsveitin hefur farið í um það svæði. Umgjörð tónleikanna verður ný og auk þess mun sveitin flytja glæný lög.
Meira
Íslenska tísku- og hönnunarhúsið ATMO, Laugavegi 91, verður opnað í dag kl. 16.30. Í versluninni má m.a. finna fatnað, skó, gjafavöru, snyrtivörur og skartgripi og eru vörurnar allar íslensk hönnun. Um 60 vörumerki má finna í versluninni.
Meira
Bandaríski sýningastjórinn og prófessorinn David Ross verður gestur á fyrirlestraröð er nefnist Umræðuþræðir og fram í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20.
Meira
Frá Sveini Þorsteinssyni: "Yfirgangurinn í Ingva Hrafni í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið á dögunum í sambandi við auglýsingar í RÚV, bæði í sjónvarpi og útvarpi, er lýsandi fyrir frekjuna og yfirganginn í honum."
Meira
Frá Kristjáni S. Guðmundssyni: "Er Ísland réttarríki. Hvað er réttarríki? Réttarríki er sagt vera ríki þar sem allir þegnar þess standa jafnfætis gagnvart lögum."
Meira
Eftir Áslaugu Helgadóttur og Guðna Þorvaldsson: "Samþykkt Alþingis um lífrænan landbúnað er hliðstæð því að Alþingi setti sér að árið 2020 yrðu 15% af heilbrigðisþjónustunni óhefðbundnar lækningar."
Meira
Eftir Tryggva Þór Herbertsson: "Pólitísk óvissa er versti óvinur fjárfesta enda er fjárfestingastig á Íslandi þessi árin það lægsta frá lýðveldisstofnun sem aftur skýrir af hverju ný störf verða ekki til."
Meira
Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur: "Verkefni fulltrúa á næsta þingi verður meðal annars að endurreisa traustið sem glataðist við efnahagslegt hrun landsins."
Meira
Dagskrá Rásar 1 Bestu þakkir til dagskrárstjóra Rásar 1 fyrir marga góða dagskrárliði sem er ánægjulegt að hlusta á, t.d. má nefna þættina frá Norðurlöndum, en þar kynnir Aðalsteinn Ásberg ljóðasöngvara sem eru ekki oft á dagskrá.
Meira
Eftir Sigurð Sigurðarson: "Stöðvarhúsið lítur út eins og misheppnuð flugstöð, vegir hafa verið lagðir út um allt, rör liggja sem lýti á landinu og borholur eru uppi á fjallstindum."
Meira
Fjölmargir Íslendingar líta á Vilhjálm Bjarnason sem vin sinn enda hefur frammistaða hans í fjölmiðlum síðustu misseri verið sköruleg, hvort sem hann skammast yfir spillingu eða svarar spurningum í Útsvari.
Meira
Frá Ernu Arngrímsdóttur: "Fjöldi rannsókna fylgdi í kjölfar tímamótaárangurs 2005, þegar meingen psoriasis fannst en þar voru vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar að verki."
Meira
Anna Helgadóttir fæddist 13. janúar 1943 í Leirhöfn á Melrakkasléttu og ólst þar upp. Hún varð bráðkvödd 28. október 2012. Útför Önnu var gerð frá Akureyrarkirkju 9. nóvember 2012.
MeiraKaupa minningabók
Arinbjörn Axel Georgsson fæddist á Vopnafirði 10. desember 1959. Hann lést 30. október 2012. Útför Arinbjörns Axels fór fram frá Akraneskirkju 9. nóvember 2012.
MeiraKaupa minningabók
15. nóvember 2012
| Minningargrein á mbl.is
| 1673 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Hallfríður Margrét Magnúsdóttir fæddist í Hringverskoti í Ólafsfirði 21. ágúst 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, 27. október 2012. Útför Hallfríðar fór fram frá Ólafsfjarðarkirkju 10. nóvember 2012.
MeiraKaupa minningabók
Harpa Sif Sigurjónsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 4. apríl 1983. Hún lést á heimili sínu að Björtusölum 23 í Kópavogi 20. október 2012. Foreldrar hennar eru Steinunn Bjarney Hilmarsdóttir, f. 3.1. 1959 og Sigurjón Hörður Geirsson, f. 9.3.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Jónasdóttir fæddist á Siglufirði 3. febrúar 1926. Hún lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 2. nóvember 2012. Inga var jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 7. nóvember 2012.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Finnbogi Guðmundsson, flugumferðarstjóri, fæddist í Reykjavík 1. desember 1923. Hann lést á Landakotsspítala 5. nóvember 2012. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Pálsson, verslunarmaður, fæddur að Hjallakoti á Álftanesi, 28. september 1900, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
Kári Guðmundsson fæddist í Reykjavík 11. apríl 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. nóvember 2012. Foreldrar hans voru Guðmundur Haraldur Árnason stýrimaður, f. 26. febrúar 1898 á Gíslastöðum í Grímsnesi, d. 3.
MeiraKaupa minningabók
Málfríður Jónsdóttir fæddist 23. júlí 1927. Hún lést á Landspítala, Fossvogi, 26. október 2012. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, f. í Krossgerði, Beruneshreppi, S-Múlasýslu, 8. janúar 1879, d. 6. janúar 1964 og Ingibjörg Eyjólfsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Óskar Steindórsson fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1930. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 3. október 2012. Útför Óskars fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. október 2012.
MeiraKaupa minningabók
Óskar Þórarinsson fæddist í Vestmannaeyjum 24. maí 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 2. nóvember 2012. Útför Óskars fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 10. nóvember 2012.
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Ásbjörg Guðjónsdóttir fæddist í Ólafsvík 28. nóvember 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 4. nóvember 2012. Ragnheiður var dóttir hjónanna Guðjóns Ásbjörnssonar vélstjóra, f. 6. október 1898, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
Vilhelm Ragnar Ingimundarson fæddist í Reykjavík 10. janúar 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar 2012. Útför Vilhelms fór fram frá Fossvogskapellu 13. janúar 2012. Ragnhildur J. Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 22. október 1922.
MeiraKaupa minningabók
Vigfús Ólafsson fæddist í Sigtúnum á Kljáströnd í Höfðahverfi 7. nóvember 1922. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. október 2012. Útför Vigfúsar fór fram frá Akureyrarkirkju 7. nóvember 2012.
MeiraKaupa minningabók
Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, ásamt menningarhúsinu Hofi, standa fyrir viðburðinum Yndislestur. En honum er ætlað að lokka börn á öllum aldri til að vera duglegri að lesa.
Meira
Ef þér finnst gaman að dytta að heima fyrir og gefa gömlum hlutum nýtt líf eða svolitla breytingu þá ættir þú að kíkja á vefsíðuna curbly.com. Þar er að finna leiðbeiningar að ýmsu slíku, t.d.
Meira
Þeir sem hafa búið í Ameríkunni taka oft með sér hefðir þaðan hingað heim. Þakkargjörðarhátíðin er ein þeirra og verður slík veisla öllum opin á laugardag.
Meira
Þá er skammdegið skollið á og víst ekkert við því að gera. Það fylgir einfaldlega þessum árstíma. Þó er algjör óþarfi að leggjast í híði heldur reyna frekar að gera hið besta úr dimmum morgnum.
Meira
Hagkaup Gildir 15.-25. nóvember verð nú verð áður mælie. verð Íslandsnaut T-bone-steak 2.794 4.299 2.794 kr. kg Nautaat Ribeye frosið í sneiðum 3.198 3.998 3.198 kr. kg New Orleans BBQ-svínarif 1.154 1.649 1.154 kr.
Meira
Reykjavíkurborg og Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur bjóða til sýningar á heimildarmyndinni „Silence or Exile“ eða Þögn eða útlegð í Bíó Paradís í dag, fimmtudaginn 15. nóvember klukkan 18.00, á alþjóðadegi fangelsaðra rithöfunda.
Meira
Grétar Snær Hjartarson sendi umsjónarmanni góða kveðju: „Fyrir nokkrum dögum náði ég mér í Limrubókina og hef haft mikla ánægju af. Langar til að þakka þér með limru eftir Mosfellinginn Lárus Þórðarson.
Meira
40 ára Árný ólst upp í Keflavík en er nú húsfreyja í Mývatnssveit. Maki: Hólmgeir Eyfjörð, f. 1968, vörubílstjóri. Börn: Ingibjörg, f. 1991; Karl Óskar, f. 1995 og barnabarn: Logi Jónasson, f. 2012. Foreldrar: Ester Guðlaugsdóttir, f. 1952, fyrrv.
Meira
Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 13. nóvember var spilað á 16 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Ásgrímur Aðalsteinss. – Ólöf Hansen 368 Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimars. 347 Jóhann Benediktss.
Meira
Finnur Jónsson fæddist 15.11. 1892 á Strýtu í Hamarsfirði, sonur Jón Þórarinssonar, smiðs og bónda á Strýtu, og k.h., Ólafar Finnsdóttur húsfreyju. Faðir Jóns var Þórarinn, b. á Núpi á Berufjarðarströnd, bróðir Maríu, langömmu Eysteins, fyrrv.
Meira
Jóhanna fæddist í Reykjavík 15.11. 1952 og ólst þar upp. Hún lauk prófum frá Kvennaskólanum 1969, frá Fósturskóla Íslands 1977, B.Ed.-prófi frá KHÍ 2001, M.Ed-prófi við menntavísindasvið HÍ 2009 og prófi frá Leiðsögumannaskólanum við HÍ 2012.
Meira
40 ára Hrund ólst upp í Kópavogi og París, lauk doktorsprófi í verkfræði frá MIT og er dósent í umhverfisverkfræði við HÍ. Systkini: Sigrún Andradóttir, f. 1965; Þór Ísak, f. 1967, og Hjalti Sigurjón, f. 1976. Foreldrar: Svava Sigurjónsdóttir, f.
Meira
Konan varð fertug í október svo að við ætlum að slá þessu saman og halda upp á bæði afmælin með fjölskyldunni einhvern tíma á næstu dögum,“ segir Jón Sólmundarson, slökkviliðsmaður á Akranesi, sem er fimmtugur í dag.
Meira
Að „setja af stað“ og „hleypa af stað“ er iðulega notað í hallæri um það að efna til e-s, stofna e-ð, koma e-u á fót o.s.frv. Og stundum sjást menn ekki fyrir.
Meira
Reykjavík Embla Ósk fæddist í Reykjavík 6. febrúar kl. 3.50. Hún vó 3.760 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Auður Gréta Óskarsdóttir og Pétur Snorrason...
Meira
Akranes Jóhannes Kári fæddist 1. febrúar. Hann vó 4.015 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Ursula Ragna Ásgrímsdóttir og Jóhannes Smárason...
Meira
30 ára Pétur ólst upp í Garðabæ, hefur verið þar búsettur alla tíð og verið sölumaður hjá Þykkvabæjar-kartöfluverksmiðju frá 2010. Maki: Anna Margrét Steinarsdóttir, f. 1988, sölumaður hjá MS. Dóttir: Birta Líf, f. 2012.
Meira
90 ára Jón Guðjónsson 85 ára Eiríkur Hlöðversson Hörður Frímannsson Ingigerður Hallgrímsdóttir Margrét Jóna Jónasdóttir 80 ára Gígja Jóhannsdóttir Guðrún Gestsdóttir Pétur Geir Helgason 75 ára Ester Lára Sigurðardóttir Guðrún Sigurðardóttir Karitas...
Meira
Víkverji er enginn James Bond þótt honum finnist hann stundum hinn mesti kappi. Á dögunum stóð hann í hópi þar sem rætt var um skíðaferðir utan svokallaðra skíðasvæða þar sem ekki eru neinar lyftur og óvissan og háskinn þeim mun meiri.
Meira
15. nóvember 1951 Útvarpsstöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Radio Station TSK, hóf útsendingar. Útvarpað var „fréttum, hljómlist og þar fram eftir götunum,“ að sögn Dags. 15.
Meira
Guðjón Valur Sigurðsson er einn sjö leikmanna sem tilnefndir eru í kjöri á besta handboltamanni heims fyrir árið 2012 hjá vefmiðlinum handball-planet.com .
Meira
Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, á talsvert verk fyrir höndum ætli hann sér að komast á 3. og síðasta stig úrtökumótanna fyrir PGA-mótaröðina í golfi.
Meira
Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Daði Böðvarsson léku báðir sinn fyrsta A-landsleik í leiknum gegn Andorra í gærkvöld. Rúnar Már var í byrjunarliðinu en Jón Daði kom inn á þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum.
Meira
Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is KR fór upp fyrir Val í 3. sæti Dominos-deildarinnar í körfuknattleik þegar heil umferð var leikin í gærkvöldi. Liðin mættust í DHL-höllinni í Frostaskjóli og KR sigraði 65:54 eftir spennandi leik.
Meira
„Það var löngu orðið tímabært að skora með landsliðinu og vonandi fer nú allt í gang hjá manni,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson við Morgunblaðið eftir sigurinn gegn Andorra í gærkvöld.
Meira
NBA-deildin Charlotte – Washington 92:76 Indiana – Toronto 72:74 Sacramento – Portland 86:103 Orlando – New York 89:99 Brooklyn – Cleveland 114:101 LA Lakers – San Antonio Spurs...
Meira
fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslenska landsliðið í knattspyrnu fagnaði 2:0 sigri í sínum síðasta leik á árinu þegar það mætti Andorra á útivelli í gærkvöld.
Meira
David Bernstein, formaður enska knattspyrnusambandsins, vísar ásökunum samtaka þeldökkra lögfræðinga á Englandi til föðurhúsanna en þau gáfu það út í yfirlýsingu að enska sambandið sópaði málum um kynþáttaníð undir teppið.
Meira
Þórsarar frá Þorlákshöfn eru í þriðja sæti Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir góðan sigur á KR í Þorlákshöfn í gærkvöldi. 190 stig voru skoruð í leiknum en Þór skoraði 102 stig en Vesturbæingar gerðu 88 stig.
Meira
FÓTBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Knattspyrnumarkvörðurinn Ingvar Þór Kale sem leikið hefur með Breiðabliki undanfarin fjögur ár gengur í raðir síns uppeldisfélags, Víkings úr Reykjavík, í dag.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Auglýsingamarkaðurinn gefur oft ágæta hugmynd um ástand atvinnulífsins. Miðað við auglýsingasöluna síðustu misseri virðast íslensk fyrirtæki óðara vera að ná sér aftur á strik eftir kreppuna.
Meira
Það virðast vera tækifæri til að efla framlínuna hjá Vodafone, sem stefnir á hlutabréfamarkað fyrir áramót. Orðið framlína er notað yfir þá starfsmenn sem eiga í samskiptum við viðskiptavini.
Meira
Elsti banki heims, Banca Monte dei Paschi di Siena, var rekinn með tapi á þriðja ársfjórðungi en sérfræðingar sem Dow Jones-fréttaveitan leitaði til höfðu spáð því að hann yrði rekinn með hagnaði.
Meira
Samdrátturinn í grísku efnahagslífi á þriðja ársfjórðungi reyndist vera 7,2%, miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Elstat í gær. Samdrátturinn á öðrum ársfjórðungi í Grikklandi var 6,3% borið saman við annan ársfjórðung 2011.
Meira
Baksvið Hörður Ægisson hordur@mbl.is Það er ýmislegt sem bendir til þess að ekki sé þörf á því að Seðlabanki Íslands ráðist í frekari vaxtahækkanir á næstu misserum til að ná fram markmiði bankans um 2,5% verðbólgu – hugsanlega um mitt árið 2014.
Meira
Grikkland er fast í viðjum efnahagslegs helvítis. Frá því var greint í gær að hagkerfið hefði dregist saman um 7,3% á þriðja fjórðungi. Það er enn meiri samdráttur á milli ára en mældist á öðrum ársfjórðungi.
Meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu hækkuðu í gær eftir lækkanir undanfarna daga. Eins hækkaði evran í gær en í fyrradag hafði hún ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal í tvo mánuði.
Meira
• Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, hefur verið nánast alla sína starfsævi hjá fyrirtækinu • Mörg hefðbundin flugfélög glíma við mikla rekstrarerfiðleika en rekstur Icelandair Group hefur gengið vel eftir hrun • 75% farþega fyrirtækisins eru erlendir
Meira
Fréttaskýring Egill Ólafsson egol@mbl.is Fyrstu 10 mánuði ársins 2012 var þinglýst 6.283 kaupsamningum á landinu öllu, sem er 16,2% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður aðeins veitt 1.097 lán, en veitti 1.
Meira
• Mjög svipuð fyrirtæki geta verið með ólíka skattbyrði út af tæknilegum atriðum • Æskilegt að gefa lengri fyrirvara á skattahækkunum til að gefa tækifæri til aðlögunar • Sumar skattareglur festa fyrirtækin í öngstræti, torvelda lántökur, hamla vexti og fjárfestingu
Meira
• Má bæta verulega vinnubrögð við breytingar á skattareglum • Hefði verið hægt að minnka kostnaðinn við innleiðingu þrepaskipts tekjuskatts með því að hugsa út fyrir rammann • Margt í reglunum skapar óæskilega hvata, dregur t.d. úr sparnaði og minnkar lánsfjármagn
Meira
Breska knattspyrnuliðið Manchester United hefur bætt skuldastöðu sína á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins, júní til september, um 62,6 milljónir punda, eða sem svarar tæpum 13 milljörðum króna. Félagið skuldar nú 359,7 milljónir punda.
Meira
Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram á morgun undir yfirskriftinni Næstu skref? Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 8.15 til 10.00.
Meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands er vandi á höndum. Bankinn hefur það lögbundna hlutverk að tryggja stöðugt verðlag. Til þess að ná því markmiði hefur hann fá önnur úrræði en að hækka stýrivexti.
Meira
Japanski bílaframleiðandinn Toyota, stærsti bílaframleiðandi Japans, tilkynnti í gær að fyrirtækið yrði að innkalla um 2,7 milljónir bíla um allan heim.
Meira
Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is Mótmæli og verkföll settu mark sitt á ríki Evrópusambandsins í gær. Á Spáni og í Portúgal lömuðu allsherjarverkföll samgöngur, verslun og skólahald. Í Madríd og Róm sló í brýnu milli lögreglu og mótmælenda.
Meira
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Rekstrarfélag íslensku Iceland-verslunarinnar fór fjárfestingarleið Seðlabankans og sótti 160 milljónir króna með skuldabréfaútgáfu, samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Meira
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti í gær starfsmenn SAS til að samþykkja nýja rekstraráætlun til að koma í veg fyrir að flugfélagið fari í þrot, en á meðal aðgerða sem stjórn SAS hefur boðað er að laun starfsmanna lækki um 15%.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.