Greinar þriðjudaginn 29. janúar 2013

Fréttir

29. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 182 orð

Arnaraugu Skattmanns

Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 16 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Dómur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður hennar, á blaðamannafundi um Icesave í... Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 409 orð | 3 myndir

„Öskraði af gleði“ yfir tíðindunum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Dagurinn byrjaði þannig að ég var í leigubíl og öskraði af gleði í bílnum þegar ég heyrði þetta. Þetta er mikill hátíðisdagur fyrir Ísland. Meira
29. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Beðið eftir aðstoð í Jakarta

Börn í höfuðborg Indónesíu, Jakarta, bíða í gær eftir að fá ýmis skólagögn sem sjóður til aðstoðar fólki í flóðavanda úthlutar. Geysileg rigning á svæðinu í liðinni viku olli miklum flóðum, 32 fórust og um 46.000 manns urðu að flýja heimili sín. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Buslað og brugðið á leik í hlýrri lauginni

Í janúarkuldanum getur verið gott að ylja sér og leika í hlýrri innisundlaug eins og þessir krakkar voru að gera í Árbæjarlaug þegar ljósmyndara bar að garði. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Ekki skuldbindingar Íslendinga

Samningurinn við Breta og Hollendinga, svonefndur Svavarssamningur, um skuldbindingar ríkissjóðs vegna Icesave var hryllilegustu mistök sem gerð hafa verið frá árinu 1262. Þeirri skoðun lýsti Davíð Oddsson í viðtali í Morgunblaðinu 5. júlí árið 2009. Meira
29. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Evrópa ekki í kreppu, „hún er að deyja“

Hugmyndin um sameinaða Evrópu er ekki í kreppu, „hún er að deyja“. Þetta er fullyrt í opnu bréfi 11 þekktra lista- og menntamanna sem birtist í ýmsum fjölmiðlum álfunnar í gær. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Formlegt leyfi fyrir nýtingu heits vatns

Íslensk matorka hefur fengið nýtingarleyfi Orkustofnunar vegna jarðhita í landi Stóra-Klofa í Baðsheiði í Rangárþingi ytra. Vatnið er notað til fiskeldis og hitaveitu. Stefanía K. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 542 orð | 3 myndir

Greinargerðin óskýr og þarfnast lagfæringa

Fréttaskýring Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Í umsögn meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar um stjórnarskrárfrumvarpið segir að nefndinni hafi verið kynnt nokkuð hörð gagnrýni á greinargerð frumvarpsins. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 138 orð | 2 myndir

Hlé gert á samningaviðræðum

Viðræðum hjúkrunarfræðinga og stjórnenda Landspítalans um endurnýjun stofnunarsamnings þeirra var frestað eftir fund þeirra í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvenær fundað verður í kjaradeilunni á nýjan leik. Meira
29. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Íslamistar hraktir frá Timbúktú

Franskar og malískar hersveitir tóku í gær borgina Timbúktú í norðanverðu Malí en borgin hefur verið í höndum herskárra íslamista. Þeir náðu norðurhluta Malí á sitt vald í fyrra. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Íslenski hópurinn reynslunni ríkari

„Það gekk ágætlega. Okkur tókst ætlunarverk okkar og það var mikill sigur,“ segir Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður um þátttöku Íslendinga í snjólistaverkakeppninni í Breckenridge í Colorado í Bandaríkjunum, sem lauk um helgina. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 371 orð | 3 myndir

Já-hópar lokuðu vefsíðum sínum

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fylkingar mynduðust vegna Icesave-deilunnar og skiptust þær í tvo hópa. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 607 orð | 7 myndir

Kristján Þór vann afgerandi sigur í Norðausturkjördæmi

Guðni Einarsson Jón Pétur Jónsson Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu alþingiskosningar. Hann vann afgerandi sigur í prófkjörinu á laugardaginn var og fékk 84,3% gildra atkvæða í 1. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 74 orð

Landfræðilegar merkingar ræddar

Á lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri, sem haldið verður í stofu M102 þriðjudaginn 29. janúar, mun Ingólfur Friðriksson lögfræðingur fjalla um löggjöf ESB og Noregs um vernd landfræðilega merkinga, markmið hennar og framkvæmd. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 1728 orð | 8 myndir

Málflutningurinn meistaraverk

Baksvið Andri Karl andri@mbl.is „Mun hann ekki bara að lesa upp stutta tilbúna tilkynningu um ósigur Íslands? Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Meiri óvissa á spítalanum

Kjartan Kjartansson Anna Lilja Þórisdóttir Sex sjúklingar voru fluttir af Landspítalanum á heilbrigðisstofnanirnar á Selfossi, Akranesi og Suðurnesjum til að létta álagi af spítalanum. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Nemendur smíðuðu sjálfir útitaflmenn

Nemendur tíunda bekkjar Patreksskóla á Patreksfirði smíðuðu sjálfir taflmenn í útitafl sem komið hefur verið upp við skólann. Nemendurnir og Henrik Danielsen stórmeistari vígðu taflið við athöfn sem fram fór í tilefni af Skákdegi Íslands. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Rafmagnstruflanir og ófærð vegna veðursins

Vegir á norðanverðu landinu og Vestfjörðum lokuðust í gær í ofviðri sem átti ekki að byrja að ganga niður fyrr en nú í morgun. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 88 orð | 2 myndir

Rafrænni formannskosningu Samfylkingarinnar lokið

Rúmlega 5.500 flokksfélagar í Samfylkingunni höfðu greitt atkvæði í formannskjöri flokksins þegar rafrænni atkvæðagreiðslu lauk klukkan sex síðdegis í gær. Enn áttu þó einhver póstatkvæði eftir að berast. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 70 orð

Ræðir þróun viðskipta við Kína

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós, Íslandsstofa og viðskiptafræðideild HÍ efna til fyrirlesturs Péturs Yang Li, „Aukin viðskiptatækifæri í Kína?“ á Háskólatorgi þriðjudaginn 29. janúar kl. 12.00-13.00. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Sakar Íslandspóst um aðför að héraðsfréttablöðum

Blaðamannafélag Íslands gagnrýnir Íslandspóst harðlega vegna fyrirhugaðrar hækkunar fyrirtækisins á póstburðargjöldum þar sem hækkunin muni koma mjög illa við fréttablöð á landsbyggðinni og í sumum tilfellum höggva nærri starfsgrundvelli þeirra. Meira
29. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 410 orð | 2 myndir

Setja skilyrði fyrir fundi

Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Símaskráin 2013 tileinkuð Landsbjörg

Símaskráin 2013 verður tileinkuð sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og þeirra góða starfi, segir í tilkynningu frá ja.is. Af því tilefni gefst landsmönnum tækifæri til að þakka öllum 18. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Sporna við spóli og glannaskap

„Sérstaklega verði horft til forvarnaraðgerða til að koma í veg fyrir spól og glannaskap á hringtorgi fyrir ofan Lund,“ stendur í ályktunartillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs, í bæjarráði hinn 24. janúar sl. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 463 orð | 2 myndir

Suðurpóllinn verið eins og ástin í lífinu

SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Suðurpólsfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir kom til landsins í fyrrinótt eftir að hafa náð markmiðinu – að ganga ein á suðurpólinn. Vilborg Arna segir að sér líði vel eftir afrekið. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 455 orð | 2 myndir

Taka ekki undir kröfur um lækkaðan hámarkshraða

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Texti um lækkaðan hámarkshraða á nýjum Dettifossvegi var fjarlægður úr greinargerð með tillögu um deiliskipulag svæðisins til þess að bæjarstjórn Norðurþings gæti kynnt breytingarnar. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 1105 orð | 13 myndir

Tilefni til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd um Icesave

Pétur Blöndal pebl@mbl.is „Þetta fólk kann ekki að skammast sín,“ sagði Sigurður Kári Kristjánsson lögfræðingur klukkutíma eftir að dómur féll en þá hafði hann heyrt fyrstu viðbrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Toppurinn á 40 ára ferli

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er toppurinn á ferlinum,“ segir Erla Sigurjónsdóttir, sem er 76 ára og leiddi bridssveit sína í 4.-5. sæti á bridshátíð Bridgesambands Íslands á Hótel Reykjavík Natura um helgina. Meira
29. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Toyota aftur komin í efsta sæti í heimi

Þrír stærstu bílaframleiðendur Japans, Toyota, Nissan og Honda, skýrðu í gær frá því að salan í fyrra hefði slegið öll met og Toyota væri nú á ný orðin stærsta bílaverksmiðja heims. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 75 orð

Varð úti á Kópaskeri

Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn utandyra á Kópaskeri á sunnudagsmorgun. Talið er að hann hafi orðið úti á leið heim af þorrablóti í bænum á laugardagskvöld. Aftakaveður gekk yfir Norðurland aðfaranótt sunnudags með slydduhríð og miklu roki. Meira
29. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 509 orð | 3 myndir

ÞJÓÐARSIGUR

• Icesave-deilunni lýkur með fullnaðarsigri eftir að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil • Einn af forsvarsmönnum Indefence segir málið aflétta óvissu um skuldir ríkissjóðs • Forsætisráðherra telur að fagna beri sigri en ekki leita að sökudólgum í Icesave-deilunni Meira
29. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Þrír handteknir vegna eldsvoða

Lögreglan í Brasilíu hefur handtekið þrjá menn vegna elds í næturklúbbnum Kiss í borginni Santa Maria á sunnudag en þá fórst 231. Um er að ræða eiganda klúbbsins, liðsmenn hljómsveitarinnar Gurizada Fandangueira og yfirmann öryggismála hjá klúbbnum. Meira

Ritstjórnargreinar

29. janúar 2013 | Staksteinar | 176 orð | 4 myndir

Sökudólgarnir benda á sig

Jóhanna segir að við eigum að fagna en „ekki leita að sökudólgi“. Steingrímur J. var líka í fagnaðargírnum í gær og sagði að niðurstaðan í Icesave-málinu væri „stórkostlegur sigur fyrir okkur“. Meira
29. janúar 2013 | Leiðarar | 728 orð

Þjóðin vann – ríkisstjórnin tapaði

Þjóðin var í rétti, ríkisstjórnin brotleg Meira

Menning

29. janúar 2013 | Tónlist | 127 orð | 1 mynd

Argo hlýtur enn ein verðlaunin

Kvikmyndin Argo var valin sú besta á verðlaunahátíð Sambands kvikmynda- og sjónvarpsleikara í Bandaríkjunum, Screen Actors Guild (SAG), í fyrrakvöld. Meira
29. janúar 2013 | Dans | 421 orð | 2 myndir

Beyoncé og Keersmaeker á Dansverkstæðinu

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Súper-Sóló-Nights nefnist ný dansviðburðaröð sem hefur göngu sína í kvöld í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30, og verður boðið upp á viðburðinn á þriggja mánaða fresti. Meira
29. janúar 2013 | Kvikmyndir | 84 orð | 2 myndir

Django situr sem fastast

Kvikmynd Quentins Tarantinos, Django Unchained , er sú sem hæstar tekjur hlutust af í miðasölu í kvikmyndahúsum hér á landi yfir helgina, aðra vikuna í röð. Meira
29. janúar 2013 | Kvikmyndir | 56 orð | 1 mynd

Fyrsta stillan úr 2 Guns Baltasars

Fyrsta stillan úr væntanlegri kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, er komin í umferð á netinu. Á henni sjást aðalleikarar myndarinnar, Denzel Washington og Mark Wahlberg, ábúðarfullir og til í tuskið á gangi að ónefndum stað. Meira
29. janúar 2013 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Hádegistónleikar Íslensku óperunnar

„Í hirð hans hátignar – úr hugarfylgsni konunga, riddara og annarra hirðmanna“ er yfirskrift hádegistónleika Íslensku óperunnar sem fram fara í Norðurljósum í dag kl.12:15. Meira
29. janúar 2013 | Myndlist | 123 orð | 1 mynd

Hreindýraland fer víða um heim

Alþjóðlega kvikmynda- og myndbandslistahátíðin 700IS Hreindýraland, sem haldin hefur verið árlega á Fljótsdalshéraði sl. átta ár, verður með sýningu í Norræna húsinu 7.-10. febrúar nk. og verður hún hluti af Vetrarhátíð. Meira
29. janúar 2013 | Kvikmyndir | 477 orð | 2 myndir

Hreyfing og orka í stað rökrænnar söguframvindu

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dansarinn og danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir og Marino Thorlacius ljósmyndari hafa undanfarið verið að vinna að stuttmynd sem sýnd verður á vormánuðum og nefnist Requiem . Meira
29. janúar 2013 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Í hvernig peysu verður hún núna?

Ég verð að játa að ég er ofurspennt, bíð með önd í hálsi: Því brátt kemur hún á skjáinn nýja þáttaröðin danska, Forbrydelsen, eða Glæpurinn. Meira
29. janúar 2013 | Menningarlíf | 380 orð | 1 mynd

Íslandssagan sem gæti hafa gerst

„Hvað ef? Íslandssagan sem gæti hafa gerst“ er yfirskrift erindis sem Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, flytur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.05. Meira
29. janúar 2013 | Tónlist | 131 orð | 1 mynd

Íslensk-kanadískur hrærigrautur á Faktorý í kvöld

Íslensk-kanadískir risahrærigrautartónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Faktorý í kvöld en á þeim koma fram Prins Póló, Benni Hemm Hemm og kanadísku tónlistarmennirnir Woodpigeon, Clinton St. John, Samantha Savage Smith og Laura Leif. Meira
29. janúar 2013 | Dans | 350 orð | 1 mynd

Leikur eigið efni í bland við djassstandarda

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
29. janúar 2013 | Kvikmyndir | 692 orð | 2 myndir

Stórbrotin saga í misvel sungnum orðum

Leikstjórn: Tom Hooper, leikarar: Helena Bonham Carter, Russell Crowe, Hugh Jackman, Anne Hathaway, Sacha Baron Cohen, Amanda Seyfried, Eddie Redmayne, Aaron Tveit. Lengd 158 min. Meira
29. janúar 2013 | Tónlist | 53 orð | 1 mynd

Ungklassík í Ráðhúsi Reykjavíkur

Reykjavíkurborg heldur fyrstu Ungklassík-tónleika ársins í Ráðhúsinu. „Ungklassík er tónleikaröð sem er haldin í samstarfi við tónlistarskóla Reykjavíkur. Meira

Umræðan

29. janúar 2013 | Aðsent efni | 601 orð | 1 mynd

Fróðleikur, fiskur og ferðalangar

Eftir Sigrúnu Magnúsdóttur: "Mikilvægt er að búa strandlengju okkar og hafnarsvæði þannig úr garði að ferðalanga af skemmtiferðaskipum fýsi að staldra við í Reykjavík." Meira
29. janúar 2013 | Pistlar | 453 orð | 1 mynd

Í núinu

Í afbragðsleikriti Hávars Sigurjónssonar, Jónsmessunótt, heldur ein persónan því fram þegar draugar hins liðna virðast ætla að ríða fjölskyldufögnuði á slig að ekkert skipti máli nema núið, hvorki fortíðin, né framtíðin, aðeins núið. Meira
29. janúar 2013 | Aðsent efni | 179 orð

Orkuveitan á að flytja í ódýrt húsnæði

Mér þóttu það góðar fréttir, að Orkuveita Reykjavíkur skyldi fá viðunandi tilboð í glæsihús sitt við Bæjarháls. Ég gaf mér það að sú hugsun lægi þar að baki, að starfsemin yrði flutt í ódýrt atvinnuhúsnæði, sem nóg er af um alla Reykjavík. Meira
29. janúar 2013 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd

Sniðgengu stjórnvöld sveitarstjórnarlögin?

Eftir Einar Kristin Guðfinnsson: "Lagabókstafurinn er skýr, en það virðist blasa við að hann hafi ekki verið virtur þegar stjórnvöld gripu til aðgerða á árunum 2008 til 2012." Meira
29. janúar 2013 | Velvakandi | 108 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

Stuðningsyfirlýsing Trúnaðarmenn hjúkrunarfræðinga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi vilja fyrir hönd félagsmanna sinna koma á framfæri eindregnum stuðningi við hjúkrunarfræðinga Landspítala háskólasjúkrahúss og hvetja til þess að gengið verði... Meira

Minningargreinar

29. janúar 2013 | Minningargreinar | 1693 orð | 1 mynd

Birgir Ágústsson

Birgir Ágústsson fæddist í Reykjavík 24. maí 1931. Hann lést á Krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 22. janúar 2013. Foreldrar hans voru Ágúst Benediktsson, vélstjóri, f. 25.8. 1897, d. 24.7. 1964 og Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir, húsfreyja, f. Meira  Kaupa minningabók
29. janúar 2013 | Minningargreinar | 313 orð | 1 mynd

Guðjón Guðjónsson

Guðjón Guðjónsson fæddist í Neskaupstað 22. júní 1936. Hann lést 16. janúar sl. Faðir Guðjóns var Guðjón Símonarson, f. á Þingvöllum 10. september 1877, d. 24. mars 1962. Móðir hans var Guðrún Sigurveig Sigurðardóttir, f. í Mjóafirði 6. janúar 1888, d. Meira  Kaupa minningabók
29. janúar 2013 | Minningargreinar | 4314 orð | 1 mynd

Jóhanna Kristinsdóttir

Jóhanna Kristinsdóttir fæddist í Keflavík 11. október 1929 og lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 21. janúar 2013. Foreldrar hennar voru Kristinn Jónsson f. 3. febrúar 1897, d. 11. október 1982 og Kamilla Jónsdóttir f. 11. október 1904, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
29. janúar 2013 | Minningargreinar | 873 orð | 1 mynd

Kjartan Árni Björnsson

Kjartan Árni Björnsson fæddist á Krithóli í Skagafirði 7. október 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Friðriksdóttir, fædd 28. september 1906, dáin 3. maí 2005, og Björn Ólafsson, fæddur 9. Meira  Kaupa minningabók
29. janúar 2013 | Minningargreinar | 1490 orð | 1 mynd

Kristjana Guðrún Benediktsdóttir

Kristjana Guðrún Benediktsdóttir fæddist á Hólmavaði í Aðaldal 17. desember 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benedikt Kristjánsson, bóndi á Hólmavaði, og eiginkona hans Jónasína... Meira  Kaupa minningabók
29. janúar 2013 | Minningargreinar | 8592 orð | 1 mynd

Snæfríður Baldvinsdóttir

Snæfríður Baldvinsdóttir fæddist 18. maí 1968 í Reykjavík, en ólst upp á Ísafirði fram á unglingsár. Hún lézt á heimili sínu laugardaginn 19. janúar sl., 44 ára að aldri. Foreldrar Snæfríðar eru Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Meira  Kaupa minningabók
29. janúar 2013 | Minningargreinar | 1788 orð | 1 mynd

Tómas Ævar Sigurðsson

Tómas Ævar Sigurðsson fæddist á Akranesi 23. desember 1939. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. janúar sl. Foreldrar hans voru Sigurður Kristinn Þorvaldsson og Svafa Símonardóttir, bæði látin. Systkini Tómasar eru: Þórir, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Hækkar hagnaðarspá

Breska lágfargjaldfélagið Ryanair greindi frá því í gær að það hefði endurskoðað og hækkað hagnaðarspá sína fyrir þetta ár. Þetta var gert vegna þess að afkoma félagsins á þriðja fjórðungi rekstrarárs félagsins á árinu 2012 , þ.e. Meira
29. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 64 orð | 1 mynd

Hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Kauphöllinni í gær eftir að EFTA-dómstóllinn sýknaði Ísland í Icesave-málinu. Gengi hlutabréfa Icelandair Group hafði hækkað um 3,10% um kl. 15.30 í gær og stóð hluturinn þá í 9,65. Meira
29. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 73 orð | 1 mynd

Margir erlendir fjölmiðlar fjölluðu um Icesave í gær

Icesave-málið rataði á síður fjölda erlendra fréttamiðla í gær. Breska blaðið Financial Times sagði m.a. að Ísland hefði unnið óvæntan sigur. Meira
29. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 246 orð | 1 mynd

Margir staðir fá ljósnet á árinu

53 nýir þéttbýlisstaðir fá ljósnet Símans á árinu. Þegar er unnið að því að uppfæra netið á Akranesi, í Keflavík og Njarðvík. Meira
29. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 714 orð | 4 myndir

Óvissu aflétt í efnahagsmálum

Fréttaskýring Hörður Ægisson hordur@mbl.is Með fullnaðarsigri Íslands í Icesave-málinu hefur umtalsverðum óvissuþætti um skuldbindingar ríkissjóðs og efnahagshorfur Íslands verið rutt úr vegi. Meira
29. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 75 orð | 1 mynd

Rafgeymar Dreamliner Boeing 787 sagðir í lagi

Greint var frá því í samgönguráðuneyti Japans í gær, að rannsakendur og eftirlitsmenn hefðu enga galla fundið í rafgeymum Dreamliner Boeing 787, sem hafa verið kyrrsettar undanfarið og teknar til gaumgæfilegrar rannsóknar. Meira
29. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

Ráðinn sjóðstjóri

Jón Ingi Árnason hefur verið ráðinn sjóðstjóri hjá Landsbréfum hf. Meira
29. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 191 orð | 1 mynd

Töluvert færri kaupsamningar

Töluvert minni velta var á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku en vikunni þar á undan. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 18. janúar til og með 24. janúar 2013 var 90. Meira

Daglegt líf

29. janúar 2013 | Daglegt líf | 874 orð | 4 myndir

Ég vil frekar hlaupa hratt en langt

Hún þurfti að velja á milli þess að vera rosalega fyndin og í slæmu líkamlegu formi, eða vera í rosa góðu hlaupaformi og ekki alveg jafn fyndin. Hún valdi að hætta í uppistandi en einbeita sér að hlaupi. Meira
29. janúar 2013 | Daglegt líf | 121 orð | 1 mynd

Fróðleikur og afþreying í bland

Vefsíðan blisstree.com er lífsstílstengd vefsíða um ýmislegt er tengist almennri heilsu og vellíðan. Hér má lesa greinar um bæði líkamlega og andlega heilsu, fréttir af fræga fólkinu og nýjasta heilsuæði þess og margt fleira. Á vefsíðunni getur þú t.d. Meira
29. janúar 2013 | Daglegt líf | 105 orð | 1 mynd

Jafnvægi og mótstaða

Rope Yoga TRX FLEX-æfingakerfið er notað í stað lóða eða tækja og er unnið með líkamsþyngd hvers og eins til að hámarka árangur og virkja og styrkja vöðva. Er kerfið ætlað hvort heldur sem er fyrir byrjendur eða íþróttamenn í toppformi. Meira
29. janúar 2013 | Daglegt líf | 97 orð | 1 mynd

...kynnið ykkur gönguleiðir

Göngu-Hrólfur og Vita sport halda kynningarfund þriðjudaginn næstkomandi, 7. febrúar kl. 18.00, á Hótel Hilton. Á fundinum verða kynntar gönguferðir á Gran Canaria, í Andalúsíu, á Madeira, tvær gönguferðir í Toscana, jurta- og sælkeraferð og gönguferð. Meira

Fastir þættir

29. janúar 2013 | Í dag | 280 orð

Af Icesave, fésbók, kosningum og kenningum

Ekki er úr vegi að rifja upp limru Hjálmars Freysteinssonar, sem orti í apríl árið 2011 eftir að samningurinn var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu: Komið í bátinn er babb nú breytast þrætur í rabb, þegar menn fatt´að þetta er satt að Icesave var... Meira
29. janúar 2013 | Fastir þættir | 171 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Ekki nógu gott. Meira
29. janúar 2013 | Í dag | 15 orð

Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist...

Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist! Meira
29. janúar 2013 | Árnað heilla | 186 orð | 1 mynd

Héldu upp á 60 ára afmæli um helgina

Við konan [Tinna] héldum saman upp á afmælið um helgina. Hún varð líka þrítug fyrr í mánuðinum. Meira
29. janúar 2013 | Árnað heilla | 531 orð | 3 myndir

Íslendingasögurnar lesnar spjalda á milli

Ríkarður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1964, stundaði nám í læknisfræði við HÍ 1964-'66 en lauk embættisprófi í lögfræði við HÍ 1975. Meira
29. janúar 2013 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

Magnús J. Guðmundsson

30 ára Magnús ólst upp í Þorlákshöfn, er byggingatæknifræðingur frá HR og starfar hjá Trésmiðju Heimis í Þorlákshöfn. Maki: Finna Dröfn Sæmundsdóttir, f. 1982, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Guðmundur Baldursson, f. Meira
29. janúar 2013 | Í dag | 38 orð

Málið

„Þetta er með verstu blindflugum sem ég hef lent í,“ sagði gamli flugstjórinn. „Flugnagerið var sótsvart.“ Við fyrirgefum honum, því hann hafði orðið fyrir erfiðri reynslu. Meira
29. janúar 2013 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Akureyri Tinna Margrét fæddist 6. mars kl. 13.56. Hún vó 3.850 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Ólöf Harpa Jósefsdóttir og Axel Grettisson... Meira
29. janúar 2013 | Í dag | 241 orð | 1 mynd

Páll S. Pálsson

Páll Sigþór Pálsson hæstaréttarlögmaður fæddist í Sauðanesi í Torfalækjarhreppi 29.1. 1916. Hann var sonur Páls Jónssonar, bónda og búfræðings í Sauðanesi, og Sesselju Þórðardóttur frá Steindyrum. Meðal systkina Páls má nefna dr. Hermann, fyrrv. Meira
29. janúar 2013 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

Sigrún Sveinbjörnsdóttir

40 ára Sigrún lauk prófum í uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ og starfar á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Maki: Rúnar Bragason, f. 1972, vörubílstjóri. Börn: Heiða Rún, f. 1998; Arnar Máni, f. 2002, og Lilja Rún, f. 2008. Meira
29. janúar 2013 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 g6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Bg7 7. Bg2 0-0 8. 0-0 He8 9. Rc2 d6 10. Bd2 a6 11. Hc1 Re5 12. b3 c6 13. Be3 Rfg4 14. Bd4 c5 15. Bxe5 Bxe5 16. Rd5 Hb8 17. h3 Rf6 18. Rce3 Rxd5 19. Rxd5 Da5 20. Hc2 Bf5 21. Dd2 Dd8 22. Meira
29. janúar 2013 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir

40 ára Sveinbjörg ólst upp á Ísafirði, lauk embættisprófi frá HÍ, er með hdl.-réttindi og er lögmaður með eigin stofu. Börn: Stefanía Þórhildur, f. 1998, Sesselja Katrín, f. 2001, og Eyjólfur Örn, f. 2001. Foreldrar: Sveinbjörn Kristjánsson, f. Meira
29. janúar 2013 | Í dag | 26 orð | 1 mynd

Söfnun

Sigrún Anna Bjarnadóttir og Elín Pálsdóttir söfnuðu 5.618 kr. á Húsavík með því að ganga í hús og syngja fyrir nágranna. Þær gáfu Rauða krossinum... Meira
29. janúar 2013 | Árnað heilla | 162 orð

Til hamingju með daginn

103 ára Anna Pálmey Hjartardóttir 85 ára Guðmundur Eggertsson Guðrún Kristinsdóttir Herdís Tryggvadóttir Þuríður Fanney Sigurjónsdóttir 80 ára Anna Guðmundsdóttir 75 ára Baldur Guðmundsson Eiríkur Skjöldur Þorkelsson Ingigerður Guðmundsdóttir 70 ára... Meira
29. janúar 2013 | Fastir þættir | 259 orð

Víkverji

Víkverji á börn í Verzlunarskóla Íslands og leggur leið sína þangað nær daglega til að keyra þau og/eða sækja. Mikið umferðaröngþveiti myndast við skólann upp úr klukkan átta á morgnana enda margir foreldrar augljóslega jafnalmennilegir og Víkverji. Meira
29. janúar 2013 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

29. janúar 1905 Jarðskjálfti fannst víða um sunnanvert og vestanvert landið. Verulegt tjón varð á tveimur bæjum nálægt Krýsuvík. Upptökin voru við Kleifarvatn og áætluð stærð skjálftans 5,5 stig. 29. Meira

Íþróttir

29. janúar 2013 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd

1. deild karla Haukar – Hamar 101:95 Tö.fræði úr leiknum var ekki...

1. deild karla Haukar – Hamar 101:95 Tö.fræði úr leiknum var ekki fáanleg í gærkvöldi. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Boston varð fyrir áfalli

Rajon Rondo, leikstjórnandi körfuboltastórveldisins Boston Celtics, leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni í NBA-deildinni vestanhafs. Krossband í hægra hné slitnaði í leik Boston gegn Atlanta Hawks aðfaranótt laugardags. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 370 orð

Evrópa átti tíu bestu liðin einu sinni enn

Staða Evrópu í handknattleiksheiminum breyttist ekkert á heimsmeistaramóti karla sem lauk á Spáni á sunnudaginn. Fjórða mótið í röð komst engin þjóð utan Evrópu í hóp tíu fremstu þjóðanna í keppninni. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 301 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Íslendingaliðið Avaldsnes fór vel af stað í undirbúningnum fyrir fyrstu leiktíð sína í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi. Avaldsnes, með fjórar íslenskar landsliðskonur innanborðs, mætti tveimur úrvalsdeildarliðum. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Hörður styrkir Akureyringa

Hörður Fannar Sigþórsson er genginn á ný til liðs við úrvalsdeildarliðið Akureyri, handboltafélag, eftir að hafa leikið í haust og fram að áramótum með Kyndli í Þórshöfn í Færeyjum. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Ítali sigraði í Kitzbühel

Hinn 23 ára gamli Dominik Paris varð um helgina aðeins annar Ítalinn sem vinnur erfiðustu brunkeppni heimsbikarsins í hinni krefjandi Hahnenkamm-braut í Kitzbühel í Austurríki. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 9 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur – ÍA 18.30...

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur – ÍA 18. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 471 orð | 2 myndir

Landsliðsmaður í tveimur vetraríþróttagreinum

Skíði/Íshokkí Kristján Jónsson kris@mbl.is Íþróttamaðurinn Sturla Snær Snorrason bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans í íþróttunum því Sturla er landsliðsmaður bæði á skíðum og einnig í íshokkíi. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 190 orð | 7 myndir

Líf og fjör á Stórmóti ÍR

Hið árlega Stórmót ÍR var haldið um helgina og er óhætt að segja að frjálsíþróttahluti Laugardalshallar hafi iðað var lífi. Þátttakendur voru á áttunda hundrað og þeir yngstu átta ára gamlir, talsvert fleiri en á síðasta ári og komu þeir frá 29 félögum. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Missa Haukar menn í bann?

Fjórir handknattleiksmenn fengu rauða spjaldið í undanúslitaleikjum og úrslitaleik deildabikarkeppni HSÍ, FÍ-bikarnum, sem fram fóru um nýliðna helgi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skiluðu dómarar inn skýrslu til aganefndar HSÍ a.m.k. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Níu mörk í fyrstu fimm

Patrick Marleau, leikmaður San Jose Sharks, hefur byrjað keppnistímabilið með látum í amerísku NHL-deildinni í íshokkí. Keppnistímabilið er nýhafið eftir verkbann og er lið San Jose taplaust í fyrstu fimm leikjunum. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Norðurlandsmót karla Kjarnafæðismótið í Boganum: Þór – Þór 2 8:0...

Norðurlandsmót karla Kjarnafæðismótið í Boganum: Þór – Þór 2 8:0 Staðan: KA 440020:312 Þór 440017:112 Dalvík/Reynir 412114:185 KF 612311:185 Völsungur 31116:74 KA 2 410311:173 Þór 2 501410:251 Spánn Sevilla – Granada 3:0 Staðan: Barcelona... Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 196 orð | 1 mynd

Patrekur tekur við Haukum af Aroni

Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik og landsliðsþjálfari Austurríkis, verður næsti þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik. Hann tekur við af Aroni Kristjánssyni þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 344 orð | 2 myndir

Rétta skrefið á ferlinum

Viðhorf Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tekur Aron Jóhannsson rétt skref á ferlinum með því að ganga til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi? Hann mun að óbreyttu skrifa undir samning við félagið í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun í gær. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Stórsigur Bjarnarins

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á Íslandsmóti karla í íshokkíi í gær. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins 7:0. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 652 orð | 2 myndir

Töfraljóminn tendraður á ný

England Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Enska bikarkeppnin er líklega frægasta knattspyrnumót heims, allavega í sögulegum skilningi. Meira
29. janúar 2013 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Woods vann í 75. sinn

Tiger Woods tryggði sér í gærkvöldi sinn 75. sigur á PGA-mótaröðinni þegar hann lék lokahringinn á Torrey Pines-vellinum í Kaliforníu á 72 höggum og samtals á 274 höggum hringina fjóra eða 14 höggum undir pari. Meira

Bílablað

29. janúar 2013 | Bílablað | 310 orð | 1 mynd

600 hestafla Challenger er væntanlegur

Þrátt fyrir hækkandi bensínverð þá eru nú framleiddir sífellt kraftmeiri bílar. En með aðstoð mikilla tæknilegra framfara þá eyða þessir kraftmeiri bílar sífellt minna bensíni. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 592 orð | 2 myndir

Dreymdi um ofurbíl frá fimm ára aldri

Þegar ég var níu ára gamall fór pabbi minn með okkur krakkana í Gamla bíó að sjá norska leikbrúðumynd sem hét Álfhóll – Kappaksturinn mikli. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 127 orð | 1 mynd

Evrópusigur

Ford Fiesta er söluhæsti smábíllinn í Evrópu á nýliðnu ári, 2012, og annar mest seldi bíllinn í heildina. Í toppsætinu varð Volkswagen Golf. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 74 orð

Getur gengið á gasinu

Skv. Autoguide.com mun BMW i3 rafbíllinn nota vél úr BMW mótorhjóli til að hlaða rafmótor bílsins í akstri og auka þannig drægni í 400 km. Mun þessi vél líka geta gengið á gasi til að gera hana náttúruvænni. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 157 orð | 4 myndir

Harðjaxl í sparifötum

Breska bílabreytingafyrirtækið Kahn Design sendi í lok síðasta árs frá sér einkar fallega sérútgáfu af hinum verklega Land Rover Defender. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 159 orð

Hundar kenna mannasiði

Það er ekki á hverjum degi sem flækingshundar nýtast til umferðarfræðslu og til að kenna fólki betra hátterni í umferðinni. Sú er samt raunin í Búkarest, rúmensku höfuðborginni. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 283 orð | 4 myndir

Jepplingar með nýjum svip

Við finnum glöggt að áhugi kaupenda er mikill. Það gefur vísbendingu um að bílarnir gætu skorað á markaðnum þegar salan fer af stað fyrir alvöru í vor,“ segir Úlfar Hinriksson, framkvæmdastjóri Susuki á Íslandi. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 179 orð

Kostar aðeins 440 milljónir!

Þótt mikið sé um dýra súperbíla þá er sjaldgæft að þeir kosti meira en milljón dollara á götuna komnir. Þetta er að breytast og fram er kominn ennþá meiri ofurbíll og menn þurfa kafa djúpt í vasann vilji þeir eignast einn slíkan. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 8 orð

Kostir Rúmgóður, aksturseiginleikar og öryggisbúnaður. Gallar Innstig...

Kostir Rúmgóður, aksturseiginleikar og öryggisbúnaður. Gallar Innstig... Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 223 orð | 1 mynd

Metsala í sögu Porsche í fyrra

Fleiri Porsche-bílar seldust á árinu 2012 en nokkru sinni fyrr í sögu þýska framleiðandans. Alls voru afhentir 141.075 eintök af Porsche sem er 18,7% aukning frá árinu 2011. Mikil aukning í Austurlöndum og Evrópu. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 224 orð | 1 mynd

Pallbíll í skammarkrókinn

Viðurkenningar fyrir skilvirkni bíla og sparneytni eru eftirsóttar í augum bílaframleiðenda. Slíkum útnefningum fylgja stundum önnur „verðlaun“ og óæðri. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 333 orð | 1 mynd

Smíða bíla með sólinni

Bílaframleiðendur keppast ekki einungis við að smíða mengunarminni bíla heldur sýna og tilhneigingu til að gera verksmiðjur sínar vistvænni. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 780 orð | 5 myndir

Stærri, sterkari og stílhreinni

V æntanleg er á markað ný kynslóð hinnar vinsælu Oktavíu sem var mest seldi fólksbíllinn á Íslandi 2011. Þar af leiðandi er þetta mikilvægur bíll fyrir Skoda á Íslandi og kynningar á bílnum hérlendis alltaf beðið með nokkurri eftirvæntingu. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 185 orð | 1 mynd

Toyota á toppnum með vafasaman heiður

Alls 650 tilvik í Bandaríkjunum á síðasta ári leiddu til þess að innkalla þurfi alls 17,8 milljónir bíla, það er vegna bilaðs öryggisbúnaðar eða annars. Meira
29. janúar 2013 | Bílablað | 77 orð | 1 mynd

Toyota gefur dísilvél

Á dögunum fékk Borgarholtsskóli afhenta fullbúna 8 sylindra dísilvél, sömu gerðar og notuð er í flaggskipinu Land Cruiser 200. Toyota á Íslandi gaf vélina sem notuð verður í kennslu í bifvélavirkjun við skólann. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.