Greinar miðvikudaginn 6. mars 2013

Fréttir

6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 797 orð | 2 myndir

23 milljarða útgjaldaauki á 5 árum

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Útgjöld ríkissjóðs munu stóraukast á næstu árum og áratugum verði frumvarp velferðarráðherra um róttækar breytingar á ellilífeyriskerfi almannatrygginga lögfest. Meira
6. mars 2013 | Erlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Ákvarðanir stimplaðar

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ráðamenn í Kína viðurkenna að mörg erfið vandamál eins og skortur á heilsugæslu og velferðarkerfi séu enn óleyst en hyggjast halda áfram á sömu braut hagvaxtar og borgavæðingar. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Án samráðs við fjármálaráðuneyti

Veruleg gagnrýni kemur fram á frumvarp velferðarráðherra um breytingar á fyrirkomulagi ellilífeyris í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Breytingarnar eru m. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Árni Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor

Árni Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, lést í Reykjavík í gær, þriðjudag, 80 ára að aldri. Árni fæddist 11. 5. 1932 og voru foreldrar hans Guðríður Sigurðardóttir frá Stokkseyri og Vilhjálmur Árnason skipstjóri. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Átta innbrot í sumarhús í Borgarfirði

Alls var brotist inn í átta orlofshús í Borgarfirði í liðinni viku, tvö í Húsafelli og sex í Skorradalnum. Að sögn lögreglu í Borgarnesi voru í þessum innbrotum ekki unnar miklar skemmdir en stolið þaðan helstu verðmætum. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

„Mér sýnist þetta vera gróft dæmi um utanvegaakstur“

„Af myndum að dæma finnst mér þetta líta skelfilega út. Meira
6. mars 2013 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Chavez látinn og veikindin rannsökuð

Hugo Chavez, forseti Venesúela, lést í gær úr krabbameini, 58 ára að aldri. Þetta staðfesti varaforseti landsins, Nicolas Maduro, í gærkvöldi í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Chavez hafði glímt við krabbamein um árabil. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ekki atvinnulausir læknar

Í viðtali við Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, í Morgunblaðinu í gær féll niður orðið ekki í eftirfarandi ummælum. „Það eru ekki atvinnulausir læknar hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndum. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 571 orð | 2 myndir

Embætti ríkissaksóknara undirmannað

Fréttaskýring Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að ákæruvaldið sé undirmannað, þetta hefur komið fram hjá tveimur fyrirrennurum mínum. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Erindi um vetrarstöðvar flórgoða

Þorkell Lindberg Þórarinsson líffræðingur flytur erindið „Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 6. mars kl. 15.15. Flórgoðinn er eini íslenski varpfuglinn af goðaætt. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 345 orð | 2 myndir

Fjölgun ferðamanna að vetri til í Stykkishólmi

Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Sæferðir í Stykkishólmi, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, hafa verið með starfsemi frá 1986. Eins og víða um land hefur afþreyingarþjónusta nánast eingöngu verið í gangi yfir sumartímann hér í Stykkishólmi. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 366 orð | 2 myndir

Framkvæmdir hefjast við fyrsta Stracta-hótelið í vor

Sviðsljós Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stracta Construction ehf. sem undirbýr byggingu hótela víða um land vinnur með nokkrur sveitarfélögum að skipulagsmálum og undirbúningi lóða. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Frjósemi kvenna óx milli ára

Árið 2012 fæddust 4.533 börn á Íslandi, sem er nokkur fjölgun frá árinu 2011 þegar hér fæddust 4.492 börn. Það komu 2.317 drengir í heiminn og 2.216 stúlkur árið 2012, þetta jafngildir 1.046 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Göng í gegnum Reynisfjall

„Við erum ánægð að þetta sé loksins frágengið. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Holóttur vegur á Raknadalshlíð

„Þetta lítur ekki vel út, vegurinn er orðinn götóttur skratti,“ segir Eiður Thoroddsen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði. Vegurinn um Raknadalshlíð, innan við þorpið, skemmdist illa í þíðunni á dögunum. Meira
6. mars 2013 | Erlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Hóta að rifta vopnahléssáttmálanum

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta að rifta á mánudag vopnahléi sem gert var við grannana í Suður-Kóreu árið 1953 eftir þriggja ára, mannskætt stríð. Meira
6. mars 2013 | Erlendar fréttir | 202 orð | 2 myndir

Kenyatta sigurstranglegur

Þegar um 40% kjörstaða í forsetakosningunum í Kenía höfðu sent frá sér tölur var Uhuru Kenyatta varaforsætisráðherra með um 53% stuðning, aðalkeppinautur hans, Raila Odinga forsætisráðherra, var með um 41%. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Lánþegar borga ÍLS fyrr en áður

Eindagatímabil á afborgunum á lánum frá Íbúðalánasjóði hefur verið stytt og er nú þrír dagar en áður höfðu viðskiptavinir að jafnaði 14 daga til að borga eftir gjalddaga. Breytingin tekur gildi hinn 1. apríl næstkomandi. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 145 orð

Leggja til breytingar um fiskveiðistjórnun

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til í nefndaráliti að frumvarp til laga um stjórn fiskveiða verði samþykkt með nokkrum breytingum. Nefndarálitið var birt á vefsvæði Alþingis í gærkvöldi. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Lítil umhverfisáhrif en ýmissa leyfa þörf

Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að hækkun uppsetts afls Múlavirkjunar í Eyja- og Miklaholtshreppi úr 1,9 MW í 3,2 MW sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 230 orð

Lokaði fyrir aðgang að gamalli vefslóð í safni

Ekki er algengt að farið sé fram á að lokað sé fyrir aðgang að vefsíðum sem geymdar eru í vefsafni Landsbókasafns Íslands. Slíkt kemur þó fyrir að sögn Ingibjargar Sverrisdóttur landsbókavarðar. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Mestur kostnaður hjá Illuga í prófkjöri

Prófkjörsframboð Illuga Gunnarssonar hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík kostaði tæpar fimm milljónir króna og var kostnaður hans mestur af þeim sem hafa skilað inn uppgjöri. Meira
6. mars 2013 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Minnast andláts Stalíns

Kona í Moskvu með eins konar helgimynd af einræðisherranum Jósef Stalín en í gær voru liðin 60 ár frá því að hann lést. Meira
6. mars 2013 | Erlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Nasistar ráku yfir 40.000 fangabúðir

Sagnfræðistofnun í Washington segir að í ljós hafi komið að nasistar hafi ekki rekið um 20.000 fangabúðir og gettó í Evrópu þar sem gyðingar og fólk af öðru þjóðerni var oft myrt heldur hafi þær verið minnst 42.000. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 191 orð | 2 myndir

Nýir ritstjórar fréttablaða

Mikael Torfason hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins og mun hann starfa við hlið Ólafs Stephensen ritstjóra. Mikael var áður ritstjóri Fréttatímans og hóf þar störf sem ritstjóri í ágúst í fyrra. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 50 orð

Opnað fyrir framtalsskil á morgun

Opnað verður fyrir framtalsskil einstaklinga á þjónustuvefnum skattur.is á morgun, 7. mars. Rafræn þjónusta embættis ríkisskattstjóra vegna framtalsgerðar færist sífellt í aukana. Í fyrra var 97,3% allra skattframtala skilað rafrænt. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Opna nýja Víðisverslun við Hringbraut í Vesturbænum

Víðir ætlar að opna nýja matvöruverslun við Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur og er stefnt að því að það verði í lok þessa mánaðar, að sögn Eiríks Sigurðssonar, kaupmanns í Víði. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Ómar

Kjötveisla Þeir duttu heldur betur í lukkupottinn, starrarnir á Lækjartorgi, þegar þeir komust í dálítið hakk sem annað hvort velviljaður eða sóðalegur vegfarandi henti frá... Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 465 orð | 2 myndir

Óvíst um málalok

Egill Ólafsson Guðni Einarsson Hallur Már Hallsson Stjórnarskrármálið er á dagskrá Alþingis í dag. Enginn botn fékkst í það í gær hverjar lyktir málsins yrðu á yfirstandandi þingi. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Ræða baráttu gegn hagræðingu úrslita

Málþing um baráttuna gegn hagræðingu úrslita í íþróttahreyfingunni verður haldið miðvikudaginn 6. mars frá kl. 12-14 í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli. Málið hefur verið í brennidepli í kjölfar upplýsinga um umfangsmikil svik á þessu sviði. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 53 orð

Rætt um kosti og galla beins lýðræðis

Lagastofnun og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands halda opinn fund miðvikudaginn 6. mars kl. 12-13.30 í stofu 101 í Lögbergi undir heitinu „Beint lýðræði, kostir og gallar“. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

Safnaðarheimili sem félagsmiðstöð

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kvenfélag Langholtssóknar verður 60 ára 12. mars nk. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Samvinna um verndun náttúru

„Ef taka á á móti fjölda ferðamanna í viðkvæmri náttúru þarf að verja hana og vanda þannig til verka að umgengni geti verið góð og vanda til þeirra mannvirkja sem gerð eru,“ segir Páll Gíslason, einn af eigendum Fannborgar sem rekur... Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Skip við skip á loðnu úti fyrir Hornafirði

Ágætis veður var á loðnumiðunum út af Hornafirði á mánudag og var um tugur skipa á veiðum. Loðnan var ekki á stóru svæði og þröngt á torfunni eins og sjá má á myndinni. Ásgrímur Halldórsson var á miðunum á mánudaginn og fékk 1. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Stjórnarskráin á dagskrá í dag

Stjórnarskrármálið er á dagskrá Alþingis í dag. Enginn botn fékkst í það í gær hverjar lyktir málsins yrðu á þessu þingi. Formenn flokkanna funduðu um afgreiðslu stjórnarskrármálsins og fleiri mála. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Tívolí-reiturinn í Hveragerði til sölu

„Við viljum gjarnan sjá hvað lóðarhafi getur gert á þessu svæði. Þetta er gríðarlega skemmtileg lóð og mér liggur við að segja á besta stað á Suðurlandi. Þarna eru miklir möguleikar fyrir alls konar starfsemi. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

UMFÍ 50+ verður haldið í Vík í Mýrdal

Undirritaðir hafa verið samningar í Vík í Mýrdal vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli landsmótsnefndar og Mýrdalshrepps annars vegar og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu hins vegar. Mótið verður haldið 7.-9. júní í sumar. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Utanvegaakstur á vinsælum ferðamannastað

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú utanvegaakstur við Sólheimajökul. Tilkynnt var um utanvegaaksturinn í fyrradag. Töluverð ummerki eftir bíla sjást á svæðinu. Sveinn K. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 188 orð | 2 myndir

Varðskip ekki boðin velkomin

„Þetta sýnir að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar, ásamt Vinstri grænum, treystir sér ekki til að bjóða þessi skip velkomin til Reykjavíkur. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 256 orð

Vegið að ákæruvaldinu

Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir að embættið geti ekki sinnt þeim lögbundnu verkefnum sem því eru falin miðað við þann mannafla og fjárframlög sem embættið hafi til umráða. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 504 orð | 2 myndir

Vilja koma gasmæli fyrir á tindi Heklu

Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Til stendur að setja gasmæli á tind eldfjallsins Heklu og er vonast til að þær mælingar styrki spár um yfirvofandi eldgos. „Þetta eru fyrstu mælingar sinnar tegundar hér á landi. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Vilja sameina betur krafta bænda úr öllum greinum

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti í Borgarfirði, var í gær kjörinn nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Meira
6. mars 2013 | Erlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Vill banna árás rappara

Innanríkisráðherra Frakklands, Manuel Valls, telur rappara ráðast á táknmyndir franska lýðveldisins og ýta einnig mjög undir kvenfyrirlitningu, segir í frétt á vefsíðu norska Aftenposten . Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Vindmyllur fyrir kartöfluverksmiðjuna

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samþykkt hefur verið að heimila uppsetningu vindmylla í Þykkvabæ, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tilgangurinn er að afla raforku fyrir rekstur Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Vindmyllur til orkuöflunar í Þykkvabæ

Hreppsnefnd Rangárþings ytra hefur samþykkt heimild til uppsetningar tveggja vindmyllna í Þykkvabæ, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Myllurnar eru reistar í þeim tilgangi að draga úr orkukostnaði Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Víða áhugi á jarðhita

Alþjóðleg ráðstefna um jarðvarma verður sett í Hörpu í dag og munu yfir 300 manns frá 24 löndum sækja fyrirlestra þar næstu daga. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, skiptast fyrirlestrarnir í þrjár línur. Meira
6. mars 2013 | Innlendar fréttir | 426 orð | 3 myndir

Þarf að herða matvælaeftirlit

Sviðsljós Kjartan Kjartansson kjartan@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

6. mars 2013 | Staksteinar | 192 orð | 1 mynd

Bregður skildi fyrir Stjórnarskrá

Páll Vilhjálmsson bendir á að undirtónn í gagnrýni sumra á Stjórnarskrána sé að hún sé valdatæki fárra: Ef við gefum okkur þessa forsendu, að stjórnarskráin sé valdatæki, þá er næst að spyrja: í þágu hverra? Meira
6. mars 2013 | Leiðarar | 291 orð

Eggjahljóð úr óvæntri átt?

Fjöldi framboða herðir á kröfu um nægan tíma fyrir kosningabaráttu Meira
6. mars 2013 | Leiðarar | 281 orð

Einfaldlega of seint

Enn telja stjórnarflokkarnir að hægt sé á síðustu stundu að fá hina til bjargar Meira

Menning

6. mars 2013 | Kvikmyndir | 79 orð | 1 mynd

370 myndir frá 61 landi sendar inn

370 stutt- og heimildarmyndir frá 61 landi hafa verið sendar inn til sýninga á stutt- og heimildarmyndahátíðinni Reykjavík Shorts & Docs Festival og er það metfjöldi innsendra kvikmynda frá upphafi hátíðarinnar, skv. Meira
6. mars 2013 | Kvikmyndir | 111 orð | 1 mynd

Átta íslenskar kvikmyndir í Danmörku

Átta íslenskar kvikmyndir verða sýndar í Kaupmannahöfn og Árósum á hátíð sem ber yfirskriftina Islandsk film/ad nye veje sem hefst á morgun. Meira
6. mars 2013 | Kvikmyndir | 73 orð | 1 mynd

Davis gagnrýnir MacFarlane

Leikkonan Geena Davis segir kynni nýliðinnar Óskarsverðlaunahátíðar, Seth MacFarlane, hafa sýnt konum óvirðingu með framkomu sinni á hátíðinni. Meira
6. mars 2013 | Bókmenntir | 405 orð | 3 myndir

Dramatísk saga stríðsljósmyndara

Eftir Susana Fortes. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi. Lesbók 2012. 234 bls. Meira
6. mars 2013 | Tónlist | 556 orð | 1 mynd

Hljóðfæri sem reynir á

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Colin Stetson hefur starfað með mörgum heimskunnum tónlistarmönnum og hljómsveitum á undanförnum árum auk þess að vinna að eigin tónlist og gefa út sólóplötur. Meira
6. mars 2013 | Leiklist | 587 orð | 2 myndir

Konur allra tíma

Karma fyrir fugla eftir Kari Ósk Grétudóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Leikarar: Herdís Þorvaldsdóttir, Hilmir Jensson, Kristbjörg Kjeld, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Meira
6. mars 2013 | Kvikmyndir | 432 orð | 1 mynd

Leitaði ekki langt yfir skammt að viðfangsefni

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Heimildarmyndin St. Sig: Strigi og flauel , eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld kl. 20 fyrir boðsgesti og fer degi síðar í almennar sýningar. Meira
6. mars 2013 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Tekið í tröll

Þau eru kostuleg, nördin í bandaríska gamanþættinum The Big Bang Theory, sem sýndur er á Stöð 2, og uppátækin eftir því. Þannig hafði eitt þeirra, geimverkfræðingurinn Howard Wolowitz, nýverið mök við tröll. Meira
6. mars 2013 | Menningarlíf | 476 orð | 2 myndir

Útlendingum sendur tónninn

Við erum þungarokksband sem enginn hefur komið að sjá – nema í útlöndum. Meira
6. mars 2013 | Kvikmyndir | 82 orð | 1 mynd

Vinnur upp úr handriti Kubricks

Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg ætlar sér að vinna handrit að sjónvarpsþáttum upp úr kvikmyndahandriti Stanleys heitins Kubricks um Napóleon Bónaparte. Meira
6. mars 2013 | Kvikmyndir | 534 orð | 1 mynd

Þáttaröð um kynlíf ungs fólks að hefja göngu sína

Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það er mikil skemmtun í þessu og flott sjónvarpsefni þegar við prófum hitt og þetta – en ég myndi segja að þetta væri fyrst og fremst fræðandi. Meira

Umræðan

6. mars 2013 | Bréf til blaðsins | 168 orð

Að vera plataðir

Frá Valdimar Guðjónssyni: "Ágætur kunningi og jafnaldri, Bjarni Harðarson, ritar grein hér í Morgunblaðið nú um helgina, 2. mars. Kemur rithöfundurinn og Tungnamaðurinn þar með samlíkingu fróðlega. Sumsé skamma viðdvöl fagurgalandi loftriddara hér á bæ fyrir öld síðan." Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 516 orð | 1 mynd

Ágæt helgi

Eftir Indriða Aðalsteinsson: "Nú um helgina áttuðu stjórnmálafræðingar sig loks á því hvað Evrópumálið ristir tilfinningalega djúpt í sálarlíf margra og kemur blóðinu á hreyfingu." Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Eftir Ólaf Darra Andrason: "Hið rétta er að verðlagseftirlit ASÍ kannar verð í verslunum sem eru með 85-90% markaðshlutdeild á matvörumarkaðinum." Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Ert þú velferðarvörður barns?

Eftir Jóhönnu Guðjónsdóttur: "Velferðarvörður er nýyrði, notað um þann sem þarf að berjast fyrir þjónustu við börn og ungmenni með sérþarfir til að þau njóti velferðar í æsku." Meira
6. mars 2013 | Pistlar | 401 orð | 1 mynd

ESB og stefna Sjálfstæðisflokksins

Vorið 2011 birtist á Pressunni ekki-frétt um skoðanir Benedikts nokkurs Jóhannessonar á Morgunblaðinu. Þar er m.a. haft eftir honum: „Blaðið væri lélegt nútímablað vegna þess að það blandar saman fréttum og skoðunum. Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd

Fjárfestum í ungum listamönnum

Eftir Sigurjón Norberg Kjærnested: "Leggjum niður heiðurslaun listamanna og komum í staðinn á sérstökum starfslaunum fyrir unga listamenn." Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 324 orð | 1 mynd

Hjúkrun skiptir máli

Eftir Vigdísi Hallgrímsdóttur: "Nú standa yfir formannskosningar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar nýti kosningarétt sinn og velji formann." Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 800 orð | 1 mynd

Í þágu auðvaldsins

Eftir Halldór Gunnarsson: "Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis á jafnréttisgrundvelli heldur orðinn tæki í þágu auðvaldsins." Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Loforð sem öðrum er ætlað að efna

Eftir Óla Björn Kárason: "Fátt bendir til að það verði sérstakur hausverkur núverandi ráðherra að efna loforðin. Það kemur í hlut annarra." Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Stefnan og fólkið

Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur: "En ég held keik áfram og bíð spennt eftir því sem kemur. Ég trúi á stefnuna og fólkið sem hana ber í hjarta sínu." Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 450 orð | 1 mynd

Umræðufroða og umræðuryk

Eftir Björn Vernharðsson: "Það er ofar mínum skilningi að lögmaður og fv. hæstaréttardómari vilji að hnefarétturinn eigi að gilda í skuldamálum heimilanna en ekki lögin." Meira
6. mars 2013 | Velvakandi | 101 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Lúffur fundust Gráar lúffur fundust við Kaldársel sl. sunndag, upplýsingar í s. 8630631, Einar. Blóm Mjög stór flöskulilja og sjaldgæft drekatré til sölu fyrir lítinn pening. Upplýsingar í s. 5674327. Meira
6. mars 2013 | Aðsent efni | 495 orð | 1 mynd

Verðtrygging er hagsmunamál lánþega...

Eftir Guðmund Andra Skúlason: "Þangað til hér verður stokkað algerlega upp í hinu ósjálfbæra lífeyriskerfi landsmanna munum við búa við verðtryggingu fjármuna." Meira

Minningargreinar

6. mars 2013 | Minningargreinar | 1559 orð | 1 mynd

Guðmundur Sigurvin Hannibalsson

Guðmundur Sigurvin Hannibalsson fæddist í Þernuvík í Ögurhreppi 17. febrúar 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 25. febrúar síðastliðinn. Útför Sigurvins fór fram frá Grindavíkurkirkju 4. mars 2013. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2013 | Minningargreinar | 826 orð | 1 mynd

Guðni Albert Guðjónsson

Guðni Albert Guðjónsson rennismíðameistari fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 16. maí 1931. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. febrúar síðastliðinn. Útför Guðna var gerð frá Neskirkju 4. mars 2013. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2013 | Minningargreinar | 2378 orð | 1 mynd

Halldór Steinþór Sigurðsson

Halldór Steinþór Sigurðsson fæddist á Hólmavík, Strandasýslu, 19. september 1945. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. febrúar 2013. Foreldrar Halldórs voru: Sigurður Halldórsson, f. 8. maí 1921 á Geirmundarstöðum, Strandasýslu, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2013 | Minningargreinar | 1289 orð | 1 mynd

Hjörtur Guðmundsson

Hjörtur Guðmundsson fæddist á Steinsstöðum á Djúpavogi 10. janúar 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 22. febrúar sl. Útför Hjartar fór fram frá Kópavogskirkju 4. mars 2013. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2013 | Minningargreinar | 3200 orð | 1 mynd

Jón Páll Ingibergsson

Jón Páll Ingibergsson fæddist í Reykjavík 11. okt. 1916. Hann lést á LSH Fossvogi 21. feb. 2013. Foreldrar hans voru Ingibergur Jónsson, f. 10. júní, 1880, d. 22. júlí 1968, og Málfríður Jónsdóttir, f. 8. mars 1884, d. 24. jan. 1974. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2013 | Minningargreinar | 1056 orð | 1 mynd

Pétur Bergmann Árnason

Pétur Bergmann Árnason fæddist á Bjargi við Bakkafjörð 8.5. 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19.2. sl. Pétur var jarðsunginn frá Skeggjastaðakirkju, Bakkafirði, laugardaginn 2. mars 2013. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2013 | Minningargreinar | 1374 orð | 1 mynd

Þorbjörg Þórarinsdóttir Eldjárn

Þorbjörg Þórarinsdóttir var fædd 6. mars 1914 á Tjörn í Svarfaðardal og lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni 19. febrúar 2013. Foreldrar hennar voru Þórarinn Kr. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. mars 2013 | Viðskiptafréttir | 54 orð | 1 mynd

Átta danskir bankar undir smásjánni

Átta bankar og sparisjóðir eru undir smásjá danska fjármálaeftirlitsins vegna hættu á að þeir fari í þrot. Samanlögð útlán þessara banka eru 50 milljarðar danskra króna, sem er jafnvirði tæplega 1.100 milljarða íslenskra króna. Meira
6. mars 2013 | Viðskiptafréttir | 119 orð | 1 mynd

Dæmdir fyrir fjársvik

Fyrrverandi bankastjóri og stjórnarformaður Kabul Bank voru í gær dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir fjársvik. Undanskot þeirra eru helsta ástæða þess að Kabul Bank, sem var stærsti banki Afganistan, fór í þrot árið 2010. Meira
6. mars 2013 | Viðskiptafréttir | 104 orð | 1 mynd

Fjármálaráðherra Belgíu sagði af sér í gær

Fjármálaráðherra Belgíu, Steven Vanackere, tilkynnti afsögn sína í gær, en ýjað hefur verið að því að hann tengist hneykslismáli hjá Belfius-bankanum, samkvæmt frétt fréttastofunnar Belga . Meira
6. mars 2013 | Viðskiptafréttir | 52 orð

Hafði ekki aðkomu

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Arion banka: „Það er rangt sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins, 5. mars, að Goldman Sachs hafi haft verulega aðkomu að erlendu skuldabréfaútboði Arion banka sem lauk þann 22. Meira
6. mars 2013 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Hagnaður fjórfaldaðist

Hagnaður færeyska bankans BankNordik fjórfaldaðist í fyrra miðað við árið 2011. BankNordik er skráður í Kauphöll Íslands. Meira
6. mars 2013 | Viðskiptafréttir | 236 orð | 1 mynd

Lagarammar verði styrktir

Svigrúm er til að styrkja lagaramma samkeppniseftirlitanna á Norðurlöndum til þess að bæta skilvirkni í starfi, samkvæmt því sem fram kemur í samnorrænni skýrslu sem samkeppniseftirlit Norðurlanda hafa nýverið gefið út. Meira
6. mars 2013 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Markaðir að hressast

Helstu hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu í gær eftir lækkun í fyrradag. Mest var hækkunin í Sjanghaí en kínverska þingið var sett í gær og 7,5% hagvaxtarspá stjórnvalda birt. Meira
6. mars 2013 | Viðskiptafréttir | 932 orð | 2 myndir

Vill afnema forréttindi banka

Viðtal Hörður Ægisson hordur@mbl. Meira

Daglegt líf

6. mars 2013 | Daglegt líf | 1043 orð | 4 myndir

Fjallkona með nútímalegar hugmyndir

Þeir sem heyra sögu veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt sammælast um að hún teljist til merkra Íslendinga sem hafa sett svip sinn á reykvíska menningu. Meira
6. mars 2013 | Daglegt líf | 189 orð | 3 myndir

Hann lét klárinn brokka

Vinir Tungnarétta hafa sent frá sér tilkynningu: Manstu hvar þú varst miðvikudaginn 17. september árið 1986? Eða laugardaginn 11. september 2010? Síðastliðið haust var réttað í Tungnaréttum sunnudaginn 16. september. Kannski varst þú þar. Meira
6. mars 2013 | Daglegt líf | 82 orð | 1 mynd

Ljósmyndasýning í Pásuhorni

Fólkið & samfélagið er þriðja ljósmyndasýning ljósmyndarans Helga Halldórssonar eða Fredda. Sýningin er Gallerý Pásuhorni á 2. hæð í Klúbbnum Geysi, Skipholti 29. Sýningin stendur fram til loka apríl og verður opin alla virka daga frá kl. 8.30-16. Meira
6. mars 2013 | Daglegt líf | 108 orð | 1 mynd

...lærið að búa til sushi í kvöld

Í kvöld kl. 20-22 mun Gunnvant Ármannsson matreiðslumaður kenna einfaldar aðferðir við að búa til girnilegt sushi. Það mun hann gera á hinum mánaðarlega fundi sem kallast handverkskaffi og fer fram í Gerðubergi. Meira
6. mars 2013 | Daglegt líf | 63 orð | 1 mynd

Parísarkona Hemingways

Metsölubókin Parísarkonan (The Paris Wife) eftir Paulu McLain er komin út hjá Bókaútgáfunni Sölku í kilju, en hún kom út innbundin sl. haust. Þetta er söguleg skáldsöga um fyrsta hjónaband Ernests Hemingways. Meira
6. mars 2013 | Daglegt líf | 100 orð | 1 mynd

Uppáhaldsverk Hrefnu Sætran

Á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur er gaman að kynna sér hvað er þar í boði hverju sinni. Á morgun, fimmtudag, mun Hrefna Sætran matreiðslumaður segja frá vali sínu á verki vikunnar í samtali við gesti safnsins. Meira

Fastir þættir

6. mars 2013 | Í dag | 365 orð

Af skemmtilegri sögu, drósum og slitru Óttars

Jón Daníelsson skrifar skemmtilega hugleiðingu um slitrur, en tilefnið var fyrirspurn um slitrur eftir Óttar Einarsson sem féll nýlega frá: „Ég man vel eina slitru sem Óttar orti um mig sjálfan, líklega 1974 eða '75, á þeim tíma sem ég ritstýrði... Meira
6. mars 2013 | Fastir þættir | 173 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Róleg byrjun. Meira
6. mars 2013 | Fastir þættir | 380 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Enn vinnur sveit Önnu Ívarsdóttur Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni lauk í gær með sigri sveitar Önnu Ívarsdóttur fjórða árið í röð með 242 stig eftir tveggja daga spilamennsku. Meira
6. mars 2013 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

Bryndís Jóna Sigurðardóttir

30 ára Bryndís er hárgreiðslum. og vinnur einnig við. Maki: Ólafur Waage Arnbjörnsson, f. 1980, bakari. Börn: Þrjú stjúpbörn: Benjamín, f. 2002, Arnbjörn, f. 2003, og Agatha Ylfa, f. 2006, og Sigurður Björn, f. 2011. Foreldrar: Sigurður Gunnarsson, f. Meira
6. mars 2013 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Edda Margrét S. Arndal

30 ára Edda ólst upp í Hafnarfirði en býr í Reykjavík. Hún er þjónustufulltrúi hjá Motus en er innanhússarkitekt að mennt. Maki: Sigurjón Snær Jónsson, f. 1984, endurskoðandi. Sonur: Óskírður Sigurjónsson, f. 1.2. 2013. Foreldrar: Stefán F. Arndal, f. Meira
6. mars 2013 | Árnað heilla | 554 orð | 4 myndir

Fór snemma að vinna

Brynjúlfur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kaupmannahöfn fyrstu fjögur árin. Hann flutti svo heim til Íslands og var fjögur ár í sveit á Hnjóti í Örlygshöfn, V-Barð. Meira
6. mars 2013 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Gunnar Sigurðsson

50 ára Gunnar er fæddur og uppalinn á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, Skag., og er bóndi þar. Maki: Svanhildur Pálsdóttir, f. 1970, hótelstjóri á Hótel Varmahlíð. Börn: Sindri, f. 1992, Hrafnhildur, f. 1998, og Berglind, f. 2001. Meira
6. mars 2013 | Í dag | 248 orð | 1 mynd

Kristján Jónsson

Kristján Jónsson póstmeistari fæddist 6.3. 1915. Hann var sonur Bergsveins Sveinssonar og Sigríðar Friðriksdóttur í Aratungu í Hrófbergshreppi. Kjörforeldrar hans voru Jón Finnsson, verslunarstjóri á Hólmavík, og Guðný Oddsdóttir kona hans. Meira
6. mars 2013 | Í dag | 51 orð

Málið

„[B]ófi sem nýverið hafði verið laminn í klessu af hægri hönd [hendi] eins stærsta bófa á landinu sver þess eið að una sér ekki hvíldar þar til [fyrr en] bófarnir eru steindauðir.“ Unaðsríkur stíll, en þetta heitir að unna sér (ekki)... Meira
6. mars 2013 | Árnað heilla | 233 orð | 1 mynd

Nílarferð og dekurdagur

Ég er nýbúinn að halda upp á fimmtugsafmæli eiginkonu minnar, þannig að þetta litla afmæli mitt fellur svolítið í skuggann af því. Ég var eiginlega búinn að gleyma þessu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem er 52 ára í dag. Meira
6. mars 2013 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Reykjavík Þorsteinn Kristinn fæddist 6. apríl kl. 0.06. Hann vó 4.160 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Ólöf Helga Þorsteinsdóttir og Kjartan Aðalbjörnsson... Meira
6. mars 2013 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Grindavík Gunnar William fæddist 26. júlí kl. 10.01. Hann vó 3.745 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Lilja Jóhannsdóttir og Einar Gunnarsson... Meira
6. mars 2013 | Í dag | 35 orð

Sjá, Guð er hjálp mín, ég er öruggur og óttast ekki. Því að Drottinn er...

Sjá, Guð er hjálp mín, ég er öruggur og óttast ekki. Því að Drottinn er vörn mín og lofsöngur, hann kom mér til hjálpar. Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. Meira
6. mars 2013 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Bd6 6. Bd3 Rbd7 7. O-O O-O 8. e4 dxc4 9. Bxc4 e5 10. Bg5 h6 11. Bh4 De7 12. He1 Bc7 13. d5 Rb6 14. Bb3 a6 15. Rd2 Hd8 16. Hc1 g5 17. Bg3 cxd5 18. exd5 Rbxd5 19. Rxd5 Rxd5 20. Meira
6. mars 2013 | Árnað heilla | 190 orð

Til hamingju með daginn

90 ára María Gísladóttir Málfríður A. Meira
6. mars 2013 | Fastir þættir | 308 orð

Víkverji

Skjótt skipast veður í lofti. Ekki er langt síðan vor var í lofti og gróður allur kominn á skrið. Nú hefur frostið læst klónum sínum í allt og fyrir utan gluggann hjá Víkverja gægjast græn strá upp úr snjóföl, sem liggur á frosinni jörð undir hvítri... Meira
6. mars 2013 | Í dag | 184 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

6. mars 1830 Eldgos hófst í sjó nærri Eldeyjarboða út af Reykjanesi og stóð það í tvo mánuði. „Rak mikið af vikri að næstu ströndum,“ sagði í ritinu Landskjálftar á Íslandi. 6. Meira

Íþróttir

6. mars 2013 | Íþróttir | 641 orð | 2 myndir

„Alltaf stærra og stærra“

Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta mót verður alltaf stærra og stærra í sniðum og núna finnum við vel fyrir því að það er Evrópumót seinna á árinu. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 497 orð | 2 myndir

„Engin óskastaða að vera í“

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

„Leikmaður fólksins“

Stuðningsmenn norska knattspyrnufélagsins Start tóku þátt í að fjármagna kaupin á Matthíasi Vilhjálmssyni og samninginn sem gerður var við hann í vetur, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun um hann í Nettavisen. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 440 orð | 2 myndir

„Var einföld ákvörðun“

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

Besta lið heims er mótherjinn í dag

Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar gegn Íslandi í dag fyrsta mótsleik sinn undir stjórn nýs þjálfara, Tom Sermanni, en hann tók við liðinu í vetur af hinni sænsku Piu Sundhage. Leikur liðanna í Algarve-bikarnum hefst klukkan 14 í... Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 351 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ítalska A-deildarliðið Pescara sem landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason leikur með réð í gær Cristian Bucchi þjálfara liðsins en hann tekur við starfinu af Cristiano Bergodi sem var rekinn á sunnudaginn. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

GOG í úrvalsdeildina

Danska handknattleiksliðið GOG, sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsmaður leikur með, hefur tryggt sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni á nýjan leik eftir nokkurra ára fjarveru. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 202 orð | 6 myndir

HSK og Selfoss fengu flest stig

Sameiginlegt lið HSK og Selfoss hlaut flest stig í stigakeppni Meistaramóts Íslands fyrir 11-14 ára sem fram fór í Laugardalshöll helgina 23.-24. febrúar, eftir jafna keppni við lið ÍR. Sunnlendingar hlutu samtals 517,7 stig en ÍR 494,6 stig. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

Katrín hefur spilað alla á Algarve

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur leikið alla 32 leiki Íslands í Algarve-bikarnum frá upphafi. Hún er í íslenska liðinu sem mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna á fyrsta leikdegi mótsins í Portúgal á morgun. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Njarðvík: Njarðvík...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Njarðvík: Njarðvík – Keflavík 19.15 Vodafonehöllin: Valur – Haukar 19.15 Dalhús: Fjölnir – KR 19.15 Stykkish.: Snæfell – Grindavík 19. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 511 orð | 2 myndir

Leikurinn eyðilagður

Fótbolti Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Þeir ríflega 76. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, síðari leikir: Man. Utd &ndash...

Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, síðari leikir: Man. Utd – Real Madrid 1:2 Sergio Ramos sjálfsmark 48. – Luka Modric 66., Cristiano Ronaldo 69. *Real Madrid áfram, 3:2 samanlagt. Dortmund – Shakhtar Donetsk 3:0 Felipe Santana 31. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Óvænt tap hjá Guif

Íslendingaliðið Guif tapaði afar óvænt fyrir næstneðsta liði deildarinnar, HK Varanäs, 25:28, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Stefnir allt í úrslitaleik

ÍBV vann Gróttu, 32:23, í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi en staðan í hálfleik var 17:12 heimamönnum í vil. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Sveinbjörg vann í Finnlandi

Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH sigraði í fimmtarþraut innanhúss í flokki 22 ára og yngri á fjölþrautamóti sem fram fór í Joensuun í Finnlandi um síðustu helgi. Sveinbjörg fékk 3. Meira
6. mars 2013 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Svíþjóð 08 Stockholm – Norrköping 82:85 • Pavel Ermolinskij...

Svíþjóð 08 Stockholm – Norrköping 82:85 • Pavel Ermolinskij skoraði 4 stig fyrir Norrköping og gaf 4 stoðsendingar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.