Félagsfundur Tannlæknafélags Íslands hefur staðfest samning félagsins við Sjúkratryggingar Íslands um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.
Meira
Gríska þingið hefur samþykkt gríðarlegar niðurskurðaraðgerðir til að tryggja aðgengi að björgunarpakka Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem svarar til lána að verðmæti 8,8 milljarða evra.
Meira
Ferðamenn létu sér ekki bregða þótt ísbirnir gengju lausir í Prag, höfuðborg Tékklands, í gærdag. Þó var ekki um raunverulega ísbirni að ræða heldur umhverfissverndarsinnaða Grænfriðunga dulbúna sem hvítabirnir.
Meira
Áskriftarverð Morgunblaðsins hækkar 1. maí. Almennt verð fyrir fulla áskrift verður 4.680 kr. frá þeim tíma. Verðið hefur ekki verið hækkað í rúm tvö ár. Hækkunin nemur 6,6% en á sama tíma hefur neysluverðsvísitala hækkað um...
Meira
Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles frumflytur í desember nýtt tónverk sem hún hefur pantað hjá Daníel Bjarnasyni tónskáldi. Hinn heimsfrægi stjórnandi hljómsveitarinnar, Gustavo Dudamel, mun stjórna frumflutningnum.
Meira
Dómstóll í Kosovo hefur fundið fimm menn seka um að hafa komið að ólöglegum líffæraígræðslum á sjúkrahúsi í höfuðborg landsins, Pristina. Mennirnir sem voru dæmdir í 2-8 ára fangelsi eru taldir tengjast glæpahring er sérhæfir sig í sölu á líffærum.
Meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambik í 15 mánaða fangelsi fyrir 14,6 milljóna króna fjársvik. Tólf mánuðir af refsingunni eru bundnir skilorði.
Meira
Vegna fréttar um skoðanakannanir í Morgunblaðinu í gær skal tekið fram, að í síðustu könnun fyrirtækisins MMR fyrir alþingiskosningarnar var ekkert aldurshámark þátttakenda.
Meira
Framkvæmdastjórn ESB mun setja takmarkanir á notkun skordýraeiturs þrátt fyrir andstöðu meðal aðildarríkja. Takmarkanirnar munu ná til þeirra tegunda skordýraeiturs sem taldar eru ógna býflugnastofnun í álfunni.
Meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands komst næst kosningaúrslitunum í könnun sinni á fylgi flokkanna, sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 17.-23. apríl sl. Meðalfrávik könnunarinnar frá sjálfum úrslitunum var 0,61 prósentustig.
Meira
Töluverðar breytingar verða á framlögum ríkissjóðs til stjórnmálaflokkanna eftir kosningarnar, en úthlutun þeirra byggist annars vegar á fylgi flokka í kosningunum og hins vegar á fjölda þingsæta.
Meira
Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Forsætisráðherra Sýrlands, Wael al-Halqi slapp ómeiddur eftir sprengjutilræði sem beint var að honum og bílalest hans í gær.
Meira
Steinunn Guðmundardóttir, þjóðfræðingur og safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands, flytur í dag erindi um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem hún kallar: Sameiningartákn eða sundrungarafl?
Meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Einarsson megi velja Gest Jónsson sem verjanda sinn í máli sem sérstakur saksóknari höfðar gegn honum og fleiri fyrrverandi stjórnendum Kaupþings.
Meira
Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson hefur hringferð sína um landið í dag. Tilgangurinn ferðarinnar er að safna fé til styrktar Samhjálp. Upphaflega stóð til að hann hæfi róðurinn þann 1.
Meira
Tilkynnt var í gær að verðlaun Evrópusambandsins fyrir nútímabyggingarlist, kennd við Mies van der Rohe, fyrir árið 2013 féllu í skaut Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík.
Meira
Eldri starfsmönnum Hótels Loftleiða er boðið til kaffidrykkju í þingsölum hótelsins á morgun, 1. maí, klukkan 15. Þessi hópur vann á hótelinu á árum áður, en hótelið, sem nú heitir Reykjavík Hótel Natura, var opnað 1. maí 1966 og er því 47 ára á morgun.
Meira
Þrjár ungar konur í Frakklandi eiga yfir höfði sér fangelsisvist eða þungar sektir fyrir að hafa að ósekju angrað franska slökkviliðsmenn í París, höfuðborg Frakklands.
Meira
Hvolpalíf Sagt er að hundurinn sé besti vinur mannsins. Hundaeign í bæjum og borg færist í vöxt og henni fylgir aukið hvolpauppeldi. Það kann Ljósavíkur-Coco vel að...
Meira
Baldur Arnarson baldur@mbl.is Áætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni gróft á litið fjölga um 44.000-48.000 fram til ársins 2025 og verða þá um eða yfir 250.000. Í þeirri tölu er miðað við að íbúar Reykjavíkur verði 133.
Meira
Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Ef það ætti að ná fullum jöfnuði milli atkvæðafjölda og þingsæta flokkanna eftir þessar kosningar þyrfti að fjölga jöfnunarsætum úr níu í fjórtán, sem myndi þýða fjölgun þingmanna um fimm.
Meira
Keflavíkurkonur tryggðu sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik með því að sigra KR-inga í fjórða úrslitaleik liðanna í Vesturbænum. Þar með eru þær þrefaldir meistarar á tímabilinu eftir að hafa áður unnið bæði deildina og...
Meira
„Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar teljast vera hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.
Meira
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta er eflaust eitt minnsta úraframleiðslufyrirtæki í heimi og ég er kannski minnsti úrsmiðurinn,“ segir Gilbert Ó.
Meira
Kraftmikil sprenging varð í miðborg Prag, höfuðborgar Tékklands, í gærmorgun. Talið er að að minnsta kosti 35 manns hafi slasast, sumir alvarlega. Sprengingin er rakin er til gasleka að sögn lögreglu.
Meira
Nokkuð var um útstrikanir á kjörseðlum í Suðurkjördæmi um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá Karli Gauta Hjaltasyni, formanni yfirkjörstjórnar í kjördæminu, var strikað yfir nöfn þingmanna á rúmlega 700 atkvæðaseðlum.
Meira
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur staðfest að tillögur íslenskra stjórnvalda um nýtingaráætlun og aflareglur fyrir ýsu og ufsa standist alþjóðlegar kröfur um sjálfbærar nýtingaráætlanir fyrir fiskistofna.
Meira
Douglas Brotchie organleikari kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 12.15. Á efnisskránni eru verk eftir Cavazzoni, Cima, Frescobaldi, Lefébure-Wély og Langlais. Aðgangur er...
Meira
Dragnótabátar frá Ólafsvík mokfiskuðu við Öndverðarnes í gær. Steinunn SH kom með 40 tonn og Gunnar Bjarnarson SH kom með 51 tonn að landi úr aðeins tveimur köstum, mest stórum þorski. Aðrir dragnótabátar voru með 20 til 30 tonn.
Meira
Ólafur G. Skúlason hefur verið kjörinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir árin 2013-2015. Hann hlaut alls 1.097 atkvæði eða 48,4% greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka var 61,4%. Formannskjörið var endurtekið og lauk því 29. apríl.
Meira
Það hljóp heldur betur á snærið hjá Þjóðverjanum Michael Eisele, sem á sunnudag veiddi risaþorsk á sjóstöng við Sørey í Finnmörk í Noregi. Fiskurinn reyndist vera 47 kíló að þyngd og 160 sentimetra langur.
Meira
Fulltrúar Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar í landbúnaði, atvinnuvegaráðuneytisins og bjargráðasjóðs komu saman til fundar í gær til að leggja mat á stöðuna á Norður- og Austurlandi eftir kuldatíð þar að undanförnu.
Meira
Guðni Einarsson Andri Karl Jón Pétur Jónsson Una Sighvatsdóttir Formenn stjórnmálaflokka sem fengu kjörna fulltrúa á Alþingi gengu einn af öðrum á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í gær.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á næstu tólf árum er gróft á litið áætlað að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 44.000–48.000. Sú íbúafjölgun kallar á nýbyggingar og er fjöldi nýframkvæmda fyrirhugaður í sveitarfélögunum.
Meira
Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Fjöldi björgunarsveitarmanna og íbúa á Langanesi vann að því í gær að bjarga fimm háhyrningum sem syntu upp í fjöru þar og strönduðu. Tveir þeirra drápust í fjörunni í gær.
Meira
Baksvið Skúli Hansen skulih@mbl.is Mikil bjartsýni var í loftinu hjá íslenskum jafnaðarmönnum þegar Samfylkingin var stofnuð fyrir rétt tæpum þrettán árum. Þannig er í frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 5.
Meira
Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Miðað við úrslit kosninganna á laugardaginn eru allar líkur taldar á að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi næstu ríkisstjórn.
Meira
Skilaboðum sendum í gegnum spjallforrit á snjallsímum fjölgaði gríðarlega á síðasta ári og í fyrsta skipti voru slík skilaboð fleiri heldur en sms-skilaboð.
Meira
Fréttaskýring Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Fylgi stjórnmálaflokka segir ekki einungis til um hversu mörg þingsæti hver flokkur fær á Alþingi næstu fjögur árin.
Meira
„Það er útlit fyrir að báðar þyrlurnar verði klárar seinni partinn í vikunni,“ sagði Ásgrímur Ásgrímsson hjá Landhelgisgæslunni, spurður að því hvenær búast mætti við að þyrlurnar TF-LIF og TF-GNA yrðu tilbúnar til notkunar á ný.
Meira
Halldór Jónsson vill nálgast stjórnarmyndun þannig: Jákvætt hugarfar er það sem við sjálfstæðismenn eigum að hafa í heiðri á þeim dögum sem í hönd fara. Ég hef heyrt raddir sem finna öllum viðræðum við Framsóknarmenn allt til foráttu.
Meira
„Sameiningartákn eða sundrungarafl?“ nefnist erindi sem Steinunn Guðmundardóttir, þjóðfræðingur og safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands, flytur um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í dag kl. 12 í safninu.
Meira
Fjórir hafa verið tilnefndir til Turner-myndlistarverðlauna í Bretlandi, þau Laure Prouvost, Tino Sehgal, David Shrigley og Lynette Yiadom-Boakye.
Meira
Þráinn Karlsson, Aðalsteinn Bergdal og Gestur Einar Jónasson hafa komið 30 sinnum fram með sýninguna „Ég var einu sinni frægur“ á Norðurlandi og hafa sett stefnuna á Þjóðleikhúskjallarann um helgina.
Meira
Á aðdáendahátíð EVE-online í Hörpu um helgina var tilkynnt að CCP-leikjafyrirtækið hefði samið við Baltasar Kormák og framleiðslufyrirtæki hans um að vinna sjónvarpsþætti sem byggjast á heimi leiksins. Ætlunin er að þættirnir verði sýndir víða um lönd.
Meira
Hasarmyndin Iron Man 3 eða þriðja myndin um Járnmanninn var sú tekjuhæsta í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina en hana sáu rúmlega 13 þúsund manns. Tvær aðrar nýjar myndir rötuðu inn á topp tíu listann þessa vikuna, þ.e. The Call og Latibær .
Meira
Hin norska Andrea Gjestvang hreppti fyrir helgi hin eftirsóttu verðlaun sem besti ljósmyndari ársins í hinni viðamiklu ljósmyndasamkeppni sem kennd er við Sony. Rúmlega 122.
Meira
Breska leikonan Helen Mirren, sem hefur verið öðluð og er því kölluð Dame Helen í heimalandinu, hlaut um helgina sín fyrstu Olivier-verðlaun, fyrir túlkunina á Elísabetu drottningu í leikritinu The Audience .
Meira
Grísk menningaryfirvöld hafa látið fjarlægja af sýningu í furstaríkinu Katar tvær fornar styttur af nöktum karlmönnum. Var þeim pakkað aftur niður í kassa og sendar heim til Grikklands rétt áður en sýning helguð sögu Ólympíuleikanna til forna var opnuð.
Meira
Í alþingiskosningunum sl. laugardag átti fólk á mínum aldri – sitthvorumegin við fertugt – kost á að velja og kjósa flokka með jafnöldrum sínum í forystu.
Meira
Eftir Sigurjón Skúlason: "Aflsmunum ríkisvaldisins skal beitt til þess að tryggja að ekki sjáist súkkulaði á sjónvarpsskjánum áður en börnin fara að sofa"
Meira
Eftir Gest Ólafsson: "Ef upphafsgjöld á íbúðarhúsnæði verða ekki lækkuð má búast við að ungt fólk, sem við höfum síst efni á að missa, gefist upp og flytji af landi brott."
Meira
Eftir Jónas Gunnar Einarsson: "Engum seljanda íbúðaláns á að leyfast að velta afleiðuábyrgð 100% á allri verðlagsþróun á allri plánetunni yfir á kaupanda, almennan neytanda."
Meira
Frá Gesti Gunnarssyni: "Fyrir tæpum fimmtíu árum var ég látinn læra hagfræði í Stokkhólmi. Þetta voru nokkrir tímar, meðfram einhverju öðru. Kennarinn sagði að sumir væru alltaf blankir, sama hve mikið þeir þénuðu, aðrir ættu alltaf pening, sama hve lítið þeir þénuðu."
Meira
Eftir Ómar G. Jónsson: "Nýta síðan með skattlagningu hluta af stórgróða vogunarsjóðanna til að hjálpa þar frekar uppá og í önnur þörf verkefni fyrir þjóðfélagð."
Meira
Eftir Sigurð Oddsson: "Arður til hluthafa og framlag í samfélagsstyrki upp á samtals 800 millj. kr á 10 árum réttlætir ekki að koma sér undan greiðslu tekjuskatts á Íslandi."
Meira
Hlusta á RÚV eða ekki Mikið er leiðinlegt að ráða ekki á hvað maður hlustar í útvarpinu, mér finnst óásættanlegt að borga fyrir afnot af útvarpinu og fá eitthvað allt annað í eyrun en maður vill.
Meira
Árni Gunnarsson fæddist á Akureyri 17. október 1985. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 14. apríl 2013, af völdum slyss 4. apríl 2013. Útför Árna fór fram frá Akureyrarkirkju 26. apríl 2013.
MeiraKaupa minningabók
Birna Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 7. júlí 1932. Hún lést á Landspítalanum 17. apríl 2013. Foreldrar hennar voru Einar Kristinn Vilhjálmsson, f. 4. september 1912, d. 4. mars 1970 og Þorgerður Björnsdóttir, f. 22. nóvember 1912, d. 23. nóvember...
MeiraKaupa minningabók
Björn Þorsteinsson fæddist á Siglufirði 19. febrúar 1943. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 14. apríl 2013. Björn var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 23. apríl 2013.
MeiraKaupa minningabók
Grétar Emil Ingvason fæddist í Gíslholti í Holtum í Rangárvallasýslu 26. september 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. apríl 2013. Útför Grétars fór fram frá Garðakirkju 26. apríl 2013.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Helgason bóndi, Árnesi, Skagafirði, fæddist í Víkurkoti, Akrahreppi 30. júní 1943. Hann lést á heimili sínu 9. apríl 2013. Útför Guðmundar fór fram frá Goðdalakirkju 20. apríl 2013.
MeiraKaupa minningabók
Hjálmar Jón Torfason fæddist á Halldórsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu 29. janúar 1924. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. apríl 2013. Útför Hjálmars fór fram frá Fossvogskirkju 22. apríl 2013.
MeiraKaupa minningabók
Hrefna Á. Jónsdóttir fæddist í Pálmholti í Arnarneshreppi 24. maí 1926. Hún lést á Elliheimilinu Hlíð á Akureyri 21. apríl 2013. Foreldrar Hrefnu voru Jón Sigfús Sveinbjörnsson, f. 9. maí 1898, d. 23. september 1979 og Lovísa Sigríður Pétursdóttir, f....
MeiraKaupa minningabók
Hulda Sigrún Snæbjörnsdóttir fæddist í Borgarnesi 19. maí 1923. Hulda andaðist á Elliheimilinu Grund 14. apríl 2013. Foreldrar hennar voru þau Margrét Eyþórsdóttir, Reykjavík, og Snæbjörn Þorleifsson, Akureyri.
MeiraKaupa minningabók
Inga Lovísa Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1923. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. apríl 2013. Foreldrar hennar voru Nikolína Henrietta Katrín Þorláksdóttir, f. 9.6. 1884, d. 14.11. 1959 og Guðmundur Guðmundsson bakari, f. 6.5.
MeiraKaupa minningabók
Jón Ólafsson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 20. apríl 2013. Jón var fimmta barn af níu börnum hjónanna Þóru P. Jónsdóttur frá Breiðholti í Reykjavík, f. 13. maí 1891, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Lund Hansen fæddist á Álafossi 21. ágúst 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. apríl 2013. Hún var dóttir Ólafar Guðlaugsdóttur og Thorkild Christian Hansens, vefarameistara.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Ósk Geirsdóttir fæddist í Reykjavík 17. desember 1956. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. apríl 2013. Útför Sigríðar Óskar fór fram frá Fossvogskirkju 26. apríl 2013.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Hermannsson fæddist á Akureyri 28. desember 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. apríl 2013. Útför Stefáns fór fram frá Bústaðakirkju 19. apríl 2013.
MeiraKaupa minningabók
Theodór Árnason fæddist á Ísafirði 11. janúar 1924. Hann lést á elliheimilinu Grund 27. mars 2013. Foreldrar hans voru Árni Jón Árnason bankaritari, f. 17. maí 1894, d. 13. júlí 1939, og kona hans Guðbjörg Tómasdóttir, f. 6. desember 1898, d. 23.
MeiraKaupa minningabók
Dregið hefur úr verðbólgu á Spáni en það er einkum rakið til lækkunar á orkukostnaði. Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 1,5% í apríl á Spáni. Vísitala neysluverðs hækkaði einungis um 0,1% í apríl frá mars.
Meira
Í marsmánuði voru skráð 170 ný einkahlutafélög, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar voru 158 ný einkahlutafélög skráð í mars 2012.
Meira
Startup Iceland og NASDAQ OMX Iceland hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að Kauphöllin verður fjárhagslegur bakhjarl ráðstefnunnar í ár.
Meira
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl hækkaði um 0,19% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,3%.
Meira
Ert þú hjólreiðamaður sem hefur áhuga á að keppa? er spurning sem velt er upp á vefsíðunni hjolamot.is. Síðan heldur utan um mótshald í íslenskum keppnishjólreiðum en sú grein hefur verið ört vaxandi á undanförnum árum.
Meira
Örninn býður til stelpusamhjóls sunnudaginn 5. maí. Nú þegar hjólamennskan fer vaxandi sést glögglega að karlmenn eru í miklum meirihluta í íþróttinni.
Meira
Spurning vaknar hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni um hvort vorið sé tími ástarinnar. Hann svarar: Að stjórnarflokkunum foknum og framfarahugsjónum roknum þá brosum við breitt hér blómstrar þó eitt: Það er ástin á Framsóknarflokknum.
Meira
40 ára Lilja lauk MSc-prófi í fjármálum fyrirtækja og er hópstjóri fjárstýringa hjá Advania. Maki: Viðar Ágústsson, f. 1973, umsjónarmaður fasteigna við FB. Börn: Alma Dögg, f. 1993; Sturla Páll, f. 1998; Brynja Dís, f. 2007, og Ágúst Halldór, f.
Meira
Dalvík Jón Ármann fæddist 28. júlí kl. 3.49. Hann vó 3.882 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Eydís Ósk Jónsdóttir og Gylfi Heiðar Ómarsson...
Meira
Noregur Una Christina fæddist 29. janúar kl. 1.49. Hún vó 2.265 g og var 46 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigrún Rósa Eiríksdóttir og Christian Emmerhoff Nilsen...
Meira
30 ára Sigurður er húsasmiður í Reykjavík. Maki: Guðrún Jóna Hreggviðsdóttir, f. 1984, sjúkraliði. Börn: Signý Ylfa, f. 2001; Hreggviður Magnús, f. 2008, og Starkaður Enok, f. 2010. Foreldrar: Svava Eggertsdóttir, f. 1952, d.
Meira
90 ára Ástráður I.H. Björnsson Svanhvít Hjartardóttir 85 ára Margrét Guðbjörnsdóttir Ólafur Magnússon Sigrún Magnúsdóttir 80 ára Bergljót R.L. Þorfinnsdóttir Dóra Erna Ásbjörnsdóttir Olav F.
Meira
30 ára Vignir lauk BA-prófi í stjórnmálafræði við HÍ og er sérfræðingur á upplýsingatækni- og rannsóknarsviði Vinnumálastofnunar. Maki: Helga Lára Haarde, f. 1984, við markaðsrannsóknir hjá Markinu. Dóttir: Inga Jóna Haarde Vignisdóttir, f. 2012.
Meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum stjórnmálamanna við úrslitum kosninganna á laugardaginn. Sínum augum lítur hver á silfrið. Eins og oft er eftir íþróttakappleiki þá koma fram skemmtilega mismunandi skýringar.
Meira
30. apríl 1701 Prjónles Íslendinga var ákvarðað með konungsbréfi. Sokkar áttu að vera einlitir, ein dönsk alin á lengd og víðir eftir því. 30. apríl 1957 Skíðalandsgöngunni lauk.
Meira
Þorgeir Þorgeirson, kvikmyndastjóri og rithöfundur, fæddist í Hafnarfirði 30.4. 1933 en ólst upp fyrstu níu árin á Siglufirði. Foreldrar hans voru Þorgeir Elís Þorgeirsson sjómaður og k.h., Guðrún Kristjánsdóttir verkakona.
Meira
England Aston Villa – Sunderland 6:1 Christian Benteke 55., 60., 72., Ron Vlaar 31., Andreas Weimann 38., Gabriel Agbonlahor 89. – Danny Rose 33. Rautt spjald: Stéphane Sessegnon (Sunderland) 71. Staðan: Man.Utd. 35274479:3685 Man.
Meira
Íshokkí Kristján Jónsson kris@mbl.is Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkí, státar af því að hafa spilað hvern og einn einasta mótsleik sem A-landsliðið hefur spilað í karlaflokki.
Meira
Christian Benteke skoraði þrennu í gærkvöld þegar Aston Villa vann stórsigur á Sunderland, 6:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Aston Villa komst þar með fimm stig frá fallsæti deildarinnar og setti Wigan í mjög erfiða stöðu.
Meira
Á Ásvöllum Ívar Benediktsson iben@mbl.is Framarar komu klárir í slaginn gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöldi.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tveir af reyndari leikmönnum Keflavíkurliðsins verða ekki með því fyrstu vikurnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu sem hefst um næstu helgi.
Meira
Svíþjóð Sävehof – Kristianstad 27:29 • Ólafur Guðmundsson skoraði 6 mörk fyrir Kristianstad en staðan var 24:24 eftir venjulegan leiktíma. *Staðan er 2:1 fyrir...
Meira
Í Vesturbænum Kristján Jónsson kris@mbl.is Firnasterkt lið Keflavíkur setti punktinn yfir i-ið á frábæru keppnistímabili þegar liðið veitti Íslandsmeistaratitlinum viðtöku í húsi erkifjendanna KR í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi.
Meira
Úrslitakeppni NBA Austurdeild: Milwaukee – Miami 77:88 *Miami vann einvígið 4:0. Boston – New York 97:90 *Eftir framlengingu. *Staðan er 3:1 fyrir New York. Indiana og Atlanta mættust í nótt, Indiana var 2:1 yfir.
Meira
Stjórnendur Dráttarbíla ehf. fengu á dögunum afhenta nýja 57 sæta Volvo 9500 4x2 rútu. Brimborg seldi Dráttarvélum bílinn, sem með þessu róa á ný mið samhliða verktakastarfsemi. Í fyrra fengu Dráttarvélar sambærilega Volvo rútu.
Meira
Ford hefur alltaf framleitt Mustang-bílana nálægt höfuðstöðvum sínum í Michigan. Í fjóra áratugi voru bílarnir alltaf framleiddir í sömu verksmiðjunni en framleiðslan var flutt í aðra verksmiðju árið 2004.
Meira
Orðrómur hefur verið á kreiki í lengri tíma þess efnis að bandaríski bílarisinn GM myndi losa sig við þýska bílaframleiðandann Opel, en GM hefur átt Opel að fullu síðan árið 1931. Það hefur hins vegar aldrei staðið til af hálfu GM.
Meira
Kia Carens er nýkominn á markað og er síðasti bíllinn í framleiðslulínu Kia til að fá nýtískulegt útlitið frá hönnuði Kia, Peter Schreyer. Um leið fær Carens nýjar vélar og undirvagn svo að bíllinn er nýr á alla kanta.
Meira
Við samanburð á verðþróun viðgerða og varahluta kemur í ljós, að í nýliðnum marsmánuði var verð á bílavarahlutum 5,9% hærra en í sama mánuði í fyrra. Viðgerðarkostnaður hækkaði á sama tímabili um 4,6%.
Meira
Starfsfólk Bílarbúðar Benna kynnti Porsche Cayman S fyrir gestum og gangandi um sl. helgi. Hann var valinn sportbíll heimsins á bílasýningunni í New York nýlega.
Meira
Hinn fyrsta maí ár hvert hópast mótorhjól saman í hundraðatali til að keyra saman stuttan hring um Reykjavíkurborg. Tilgangurinn er að minna á vorið og mótorhjólin á götunum svo að eftir því sé tekið.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.