Greinar fimmtudaginn 30. maí 2013

Fréttir

30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 371 orð | 2 myndir

136 hafa sótt um dreifingu lyfjakostnaðar

Sviðsljós Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Síðan nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakostnaðar tók gildi 4. maí síðastliðinn hafa Sjúkratryggingum Íslands borist alls 136 umsóknir um dreifingu lyfjakostnaðar. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

222 milljónir til SOS-barnaþorpa

Á síðasta ári fóru tæpar 222 milljónir til styrktarbarna SOS Barnaþorpa á Íslandi sem staðsett eru víða um heim. Rúmlega 60% framlaganna eru í formi fastra mánaðarlegra framlaga styrktaraðila. Þetta kemur fram í ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2012. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 585 orð | 4 myndir

Af hættulegu vatni og mögulegu heimsmeti

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Heita vatnið var tekið af miðbænum og innbænum á Akureyri um hádegisbil á mánudaginn, sólarhring fyrr en áætlað var, vegna framkvæmda Norðurorku í miðbænum. Vatni var aftur hleypt á kerfið síðla kvölds. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Almannavarnir vara við hættu á skriðum

Aurskriða féll örskammt frá gömlu fjósi við Ystafell í Köldukinn í gærmorgun. Fjósið er ekki í notkun lengur og er það nýtt sem geymsla. Önnur aurskriða féll á svipuðum slóðum í fyrradag og lokaðist Norðurlandsvegur, þjóðvegur 85, um tíma. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 56 orð

Ársfundur UNICEF haldinn í dag

Ársfundur UNICEF á Íslandi fer fram í dag í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 10. Á fundinum mun Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynna niðurstöður ársins 2012 í starfi landsnefndarinnar. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Bakhjarlasveit Landsbjargar stofnuð

„Formlega verður átakinu hleypt af stokkunum á föstudagskvöldið,“ segir Ólöf S. Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, um hið svokallaða bakvarðasöfnunarátak félagsins. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

„Gaman að skoða tálknin og augun“

Nemendur í 5. bekk Heiðarskóla í Reykjanesbæ fóru í heimsókn í fiskvinnslufyrirtækið K&G í Sandgerði á þriðjudag. Krakkarnir kynntu sér þar fiskvinnslu og útflutning á ferskum og frosnum afurðum. Meira
30. maí 2013 | Erlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

„Nr. 59“ úr allri hættu eftir ótrúlegar hremmingar

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Móðir barnsins sem fannst í 10 sm breiðu skolpröri í Kína á laugardag verður ekki ákærð fyrir morðtilraun þar sem um slys var að ræða, segir lögreglan í Jinhua í héraðinu Zhejiang. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

„Skjóni“ klæddur í íslenska ull

Hestur í fullri stærð sem komið var fyrir á sýningu á vegum íslenska sendiráðsins í Berlín hefur nú verið klæddur í íslenska ull og telst brúnskjóttur. Á sýningunni sem nefnist Tölt eru verk íslenskra listamanna og hönnuða sem tengjast íslenska... Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

„Viltu tala íslensku við mig?“

Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 530 orð | 3 myndir

Bjóða út lóðir í nýju íbúðarhverfi

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Eftir því sem ég best veit er þetta fyrsta heila hverfið sem er boðið út til úthlutunar á höfuðborgarsvæðinu frá hruni. Meira
30. maí 2013 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Blóð rann úr hræinu

Rússneskir vísindamenn hafa fundið heillegar líkamsleifar af mammút í klaka í Norðaustur-Síberíu og hafa bæði blóð og vöðvar varðveist óvenju vel, að sögn sjónvarpsstöðvarinnar Russia Today . Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Búa sig undir að róa til sigurs

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land um helgina, eins og venjan er fyrstu helgi júnímánaðar. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Byrjar að hlaupa heim

Óskar Jakobsson hefur hlaup sitt frá Reykjavík til Ísafjarðar í dag. Leggur hann af stað frá N1 á Ártúnshöfða klukkan 17.30 en dagskrá hefst klukkan 17. Hópur ætlar að hlaupa af stað með Óskari. Óskar er frá Ísafirði og kallar skokkið Hlaupið heim. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 494 orð | 4 myndir

Ein flugbraut gengur ekki

Baksvið Skúli Hansen skulih@mbl.is Ekki gengur að vera með flugvöll á suðvesturhorni landsins, fyrir áætlunarflug fyrir farþega, sem er einungis með einni flugbraut, að sögn Péturs K. Maack, flugmálastjóra. Hann segir tvær ástæður vera fyrir þessu. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Ellefu Íslendingar fengu Fulbright-styrki í ár

Ellefu Íslendingar fengu í ár styrki frá Fulbright-stofnuninni á Íslandi og voru þeir afhentir í móttöku í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudaginn. Meira
30. maí 2013 | Erlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

ESB slakar á aðhaldsklónni

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrði frá því í gær að Frakkland, Spánn, Holland, Slóvenía, Pólland og Portúgal myndu fá aukinn tíma, allt að tvö ár, til að klára áætlanir sínar um aukið aðhald. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Fimmtíu evrur í farareyri

Króatarnir tuttugu og sjö sem fluttir voru úr landi á þriðjudag eftir að Útlendingastofnun synjaði þeim um leyfi hér á landi fengu greiddar fimmtíu evrur, jafnvirði um átta þúsund króna, í farareyri vegna ferða innanlands í Króatíu á hvern fullorðinn... Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Flugmálastjóri segir ekki ganga að hafa eina flugbraut

Það gengur ekki að vera með farþegaflugvöll á suðvesturhorni Íslands með einungis einni flugbraut, líkt og gert er ráð fyrir í drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Frönsk skúta á Hátíð hafsins

Franska skútan Étoile verður heiðursgestur á Hátíð hafsins í Reykjavík um helgina. Hún mun hafa viðdvöl í Reykjavík 30. maí til 2. júní. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Fylfullri hryssu lógað í misgripum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fylfull hryssa var nýlega tekin úr stóði í beitarhólfi fyrir austan fjall og slátrað þótt hún væri örmerkt öðrum eiganda en þeim sem færði hana til slátrunar. Meira
30. maí 2013 | Erlendar fréttir | 297 orð

Herða reglur gegn hatri

Ráðamenn Facebook-samskiptasíðunnar hafa látið undan þrýstingi úr ýmsum áttum og lofa nú að grípa til hertra aðgerða gegn „ögrandi, skaðlegu og hatursfullu“ efni á síðunni, að sögn BBC . Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Hjólreiðaleikar í Öskjuhlíð

Í tilefni af voropnun svokallaðrar pumpbrautar í Öskjuhlíð verður efnt til smáhjólreiðaleika á sunnudaginn. Att verður kappi í hinum ýmsu greinum við brautina sem opnuð var á samgönguviku síðasta haust. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Húsnæðið of stórt fyrir Iceland-verslun

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Hækkuðu lán og hættu

Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Fyrrverandi stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) afgreiddi nýjar úthlutunarreglur áður en hún lauk störfum. Þetta staðfesti Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, við Morgunblaðið. Meira
30. maí 2013 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Íslamisti játaði á sig morðtilraun á hermanni í París

Maður (með hettu), sem stakk franskan hermann í miðborg Parísar í hálsinn sl. laugardag, var handtekinn í gær og játaði hann á sig morðárásina. Að sögn heimildarmanna hefur maðurinn, sem er 22 ára gamall, síðustu árin tilheyrt hópi róttækra íslamista. Meira
30. maí 2013 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Króatar dæmdir

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í málefnum fyrrverandi Júgóslavíu dæmdi í gær sex fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Króata seka um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Laganám getur dregið úr spekileka

Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is Fróðskaparsetur Færeyja mun bjóða upp á meistaranám í lögfræði í fyrsta skipti nú í haust. Námið er skipulagt í samstarfi við háskóla í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Mikið ræðst af útfærslu stefnunnar

Forseti Alþýðusambands Íslands reiknar með að ríkisstjórnin efni fljótlega til samráðs við aðila vinnumarkaðarins, eins og forystumenn hennar hafa boðað. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Missti 7-8 kíló á göngunni

„Það fóru 7 eða 8 kíló í ferðinni, ég fann að það héngu utan á mér buxurnar,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson sem kom til landsins í gær eftir að hafa gengið á Everest-fjall, hæsta fjall heims. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Mývatnsmaraþon, eldsmiðamót og fleiri viðburðir um komandi helgi og spáð ágætisveðri

Þar sem sumarið er nú smám saman að ganga í garð og fyrsta helgi júnímánaðar handan við hornið eru eflaust einhverjir sem verða á faraldsfæti um helgina og eru því farnir að huga að því hvar góða veðrið mun halda sig eða hvar áhugaverða viðburði verði... Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

RAX

Nú er ég bit á köttinn Þessi forvitna kisa fylgdist undrandi með mannfólkinu við hraunið í Vestmannaeyjum og velti því fyrir sér hvað maðurinn með myndavélina væri að... Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Ráðherra boðar til fundar um lagningu Álftanesvegar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur boðað fulltrúa Garðabæjar og Vegagerðarinnar á sinn fund strax í næstu viku til að fara yfir lagningu Álftanesvegar um Gálgahraun. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 626 orð | 1 mynd

Ríkisolíufélag gæti hagsmuna Íslands

Fréttaskýring María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 162 orð

Rotþrær sumarhúsa í ólagi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aðeins 8% rotþróa sumarhúsa innan þjóðgarðsins á Þingvöllum fullnægja ýtrustu kröfum, samkvæmt könnun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Eigendur um 40% húsanna hafa frest til 2020 til úrbóta. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Segja þörf á vitundarvakningu

Rannsókn á ofbeldi gegn fötluðum konum leiddi í ljós að vitundarvakningar er þörf um ofbeldi gagnvart fötluðum börnum. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Síðustu leiðararnir settir niður

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áfangi náðist í framkvæmdum við Borgarfjarðarbrú í gær þegar síðustu steinsteyptu vegriðin voru sett á sinn stað á vegfyllingunni. Áfram verður unnið að endurbótum á brúargólfinu. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Sköpun og fjölbreytni í fyrirrúmi hjá nemendum

Þessir fimmtabekkingar í Háteigsskóla voru sposkir á svip er ljósmyndara bar að garði í gær er nemendur fimmtu bekkja Háteigsskóla buðu aðstandendum sínum í heimsókn til að taka þátt í menningarmóti. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 461 orð | 3 myndir

Spáir undir 4% atvinnuleysi í sumar

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Störfum fjölgaði mjög mikið á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það voru að jafnaði um 5.500 fleiri starfandi á mánuði en sömu mánuði í fyrra. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki

Sveinn Guðmundsson, hestamaður og hrossaræktandi á Sauðárkróki, lést í gærmorgun. Hann varð níræður. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Teikningar af húsum í Reykjavík á vefinn

Aðaluppdrættir bygginga í Reykjavík eru nú aðgengilegir á vefnum. Um er að ræða 130 þúsund teikningar. Þeir sem þurfa teikningar geta nú farið inn á vefinn teikningar.reykjavik.is í stað þess að sækja afrit uppdrátta í afgreiðslu byggingarfulltrúa. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 250 orð | 2 myndir

Telur reynslu landbúnaðar af ESB góða

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Tímabili atvinnuleysis að ljúka í byggingariðnaði

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Stemningin hjá mínum félagsmönnum er miklu betri en fyrir ári. Eftirspurnin er að aukast. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Tryggir samkeppni háskóla

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, leggur til að allir háskólar á Íslandi verði sjálfstæðar sjálfseignarstofnanir, sem beri ábyrgð á eigin fjármunum. Hver skólastofnun fái rekstrarfé byggt á gæðum námsins og hagræði í rekstri. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Um 1.720 börn hafa verið skráð með heimilistannlækni

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Foreldrar hafa brugðist vel við nýjum samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna, sem kveður á um fulla niðurgreiðslu SÍ utan árlegs komugjalds. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Vill einfalda regluverkið

„Það er algjört lykilatriði að einfalda regluverkið í kringum þetta og tryggja að þetta sé aðgengilegra og auðveldara fyrir rekstraraðila,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, spurð um afstöðu sína til reglugerðar um... Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Vill fyrirframgreiða tugi milljarða til LBI

Landsbankinn hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til slitastjórnar gamla Landsbankans (LBI) að hann hafi áhuga á að greiða fyrirfram tugi milljarða króna inn á 290 milljarða erlend skuldabréf milli gamla og nýja Landsbankans. Meira
30. maí 2013 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Vonar að „atvinnuleysið verði úr sögunni“ í sumar

„Tímabil mikils atvinnuleysis er að baki. Á tímabili var yfir 20% atvinnuleysi hjá okkur eftir hrunið. Nú heyrir maður á verktökum að þeir eru frekar að hugsa um að bæta við sig mönnum en fækka. Meira
30. maí 2013 | Erlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Vopnasala Rússa veldur taugatitringi

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ísraelar segjast vona að ekki komi til þess að Rússar standi við hótun um að afhenda Sýrlandsstjórn öflugar S-300-eldflaugar. Meira

Ritstjórnargreinar

30. maí 2013 | Leiðarar | 275 orð

Afreksmenn á ferð

Það hressir og kætir þegar „okkar fólk“ landar góðum sigri Meira
30. maí 2013 | Staksteinar | 207 orð | 1 mynd

Óljóst hvort þetta er ljóst

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, telur stefnu ríkisstjórnarinnar í ESB-málum óljósa: Ég reiknaði með að þar yrði mjög ákveðið og afdráttarlaust kveðið á um hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera í þessu máli,“ segir Árni Þór og gagnrýnir óskýr ákvæði... Meira
30. maí 2013 | Leiðarar | 364 orð

Veiki maður heimsins

Vandamál evrusvæðisins eru fjarri því að vera leyst Meira

Menning

30. maí 2013 | Tónlist | 345 orð | 1 mynd

„Bera hróður lands og lýðs hæst og víðast allra“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Söngvaskáldin og Sinfó er yfirskrift stórtónleika sem fram fara í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 20. Meira
30. maí 2013 | Hönnun | 457 orð | 2 myndir

„Enn að síast inn“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
30. maí 2013 | Tónlist | 148 orð | 1 mynd

Boðið upp á Pottapopp á Björtum dögum

Bjartir dagar, menningar- og listahátíð Hafnarfjarðar, verða settir á Thorsplani á morgun kl. 10 en þar munu allir fjórðabekkingar bæjarins syngja saman. Hátíðin, sem nú er haldin í ellefta sinn, stendur til sunnudagsins 2. júní. Meira
30. maí 2013 | Tónlist | 54 orð | 1 mynd

Dimma flytur Myrkraverk

Þungarokkssveitin Dimma blæs til rokkveislu á Gamla Gauknum annað kvöld kl. 23. Þar hyggst hún spila nýútkomna plötu sína, Myrkraverk , í heild sinni ásamt völdu eldra efni. Meira
30. maí 2013 | Bókmenntir | 142 orð | 1 mynd

Flateyjarbók aftur á Þingeyrum

Sýning um Flateyjarbók hefst á Þingeyrum í Húnaþingi á morgun, föstudag, klukkan 16. Meira
30. maí 2013 | Fjölmiðlar | 201 orð | 1 mynd

Fyrrv. eiginmaður fyrrv. eiginkonu

Það er ekki á hverjum degi sem menn flytja inn til fyrrverandi eiginmanns fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þetta gerði þó Alan nokkur Harper í vikunni, sá sami og kitlar hláturtaugarnar í bandaríska gamanþættinum Two and a Half Men. Meira
30. maí 2013 | Hönnun | 38 orð | 1 mynd

Fyrsti jakki Eggerts í eigu þjóðarinnar

Þjóðminjasafni Íslands verður á morgun afhent fyrsta flíkin sem Eggert Jóhannsson feldskeri saumaði eftir pöntun en það var lambskinnsjakki sem hann saumaði árið 1977 fyrir Rannveigu Guðmundsdóttur sem síðar varð alþingismaður og ráðherra. Meira
30. maí 2013 | Myndlist | 411 orð | 4 myndir

Íslensk list sýnilegri en áður í Feneyjum

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Fimmtugasti og fimmti Feneyjatvíæringurinn verður opnaður formlega á laugardag. Meira
30. maí 2013 | Tónlist | 227 orð | 1 mynd

Janis Carol snýr aftur með djassi

Söngkonan Janis Carol Walker, sem kallaði sig áður Janis Carol, heldur tónleika á Café Rosenberg á laugardaginn, 1. júní kl. 21, ásamt hljómsveit. Meira
30. maí 2013 | Leiklist | 59 orð | 1 mynd

Kristbjörg Kjeld með CommonNonsense

Leikhópurinn CommonNonsense, sem stendur á bak við Grímu-verðlaunasýninguna Tengdó í Borgarleikhúsinu, mun vinna að nýrri sýningu fyrir leikhúsið á næsta leikári. Meira
30. maí 2013 | Tónlist | 134 orð | 1 mynd

Lög Ásgeirs Trausta og Steina í Hjálmum í nýjum búningi í Neskirkju

Tónlistarmennirnir og bræðurnir Ásgeir Trausti og Þorsteinn Einarssynir koma fram á tónleikunum ásamt Stúlknakór Neskirkju og Kór Neskirkju í Neskirkju í kvöld kl. 20. Meira
30. maí 2013 | Tónlist | 37 orð | 1 mynd

Mezzoforte heldur tónleika í Hörpu

Hljómsveitin Mezzoforte heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu 6. júní nk. í tilefni af því að 30 ár eru nú liðin frá því að lag sveitarinnar „Garden Party“ komst á vinsældalista víða um heim, fyrst íslenskra... Meira
30. maí 2013 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Samsýning leirlistakvenna í Norræna húsinu

Sýningin Clay in Dialogue verður opnuð í anddyri Norræna hússins í dag kl. 18, samsýning leirlistakvenna frá Danmörku og Íslandi. Á sýningunni eiga verk þær Anna K. Meira
30. maí 2013 | Bókmenntir | 323 orð | 4 myndir

Skrímslaerjur og Ólíver tilnefndar

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
30. maí 2013 | Myndlist | 86 orð | 1 mynd

Spjall um yfirlitssýningu

Magnús Pálsson og Jón Proppé taka þátt í hádegisspjalli í Hafnarhúsinu í dag kl. 12.15 í tengslum við yfirlitssýningu Magnúsar í safninu. Meira

Umræðan

30. maí 2013 | Aðsent efni | 296 orð | 1 mynd

Enginn flugvöllur – ekkert samkomulag

Eftir Ögmund Jónasson: "Ráðherra ber að fylgja samgönguáætlun samkvæmt samþykktum Alþingis." Meira
30. maí 2013 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd

Er beðið eftir Godot?

Eftir Erling Garðar Jónasson: "Það ætti öllum að vera kýrskýrt að heilbrigðiskerfið er ekki sokkið af heilsuvanda gamla fólksins." Meira
30. maí 2013 | Pistlar | 506 orð | 1 mynd

Er einhver að tala illa um mig?

Það er ágæt regla í lífinu að velja vandlega þá sem maður tekur mark á og láta álit fólks úti í bæ ekki hafa of mikil áhrif á sig. Meira
30. maí 2013 | Aðsent efni | 766 orð | 4 myndir

Er verðtrygging vandinn?

Eftir Magnús Sigurðsson: "Það er augljóst að það er hækkun íbúðaverðs í bólunni sem er skaðvaldurinn, menn tóku of há lán og það er orsök skuldavandans." Meira
30. maí 2013 | Bréf til blaðsins | 382 orð

Flugvöllinn burt

Frá Rögnu Garðarsdóttur: "Mál er að 70 ára sögu flugrekstrar ljúki í hjarta höfuðborgar, enda margt orðið æði lúið á svæðinu og á skjön við kröfur og viðhorf nútímans og má nefna eftirfarandi rök fyrir því að völlurinn víki, enda upphaflega byggður sem herflugvöllur: 1." Meira
30. maí 2013 | Aðsent efni | 661 orð | 1 mynd

Hvatning til nýrrar ríkisstjórnar

Eftir Kjartan Örn Kjartansson: "Það er ekki hægt að líta fram hjá því að verðtryggð neytendalán til almennings eru þegar ólögleg frá 1.11. 2007" Meira
30. maí 2013 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Reykvíkingar eiga betra skilið

Eftir Björn Jón Bragason: "Glundroði, óráðsía og sukk eru þau orð sem lýsa best núverandi stjórnarháttum í ráðhúsinu. Reykvíkingar eiga betra skilið." Meira
30. maí 2013 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Seyðfirðingar í klóm náttúruaflanna

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Án jarðganga undir Fjarðarheiði festast Seyðfirðingar alltaf í klóm náttúruaflanna" Meira
30. maí 2013 | Aðsent efni | 428 orð | 1 mynd

Staða brennisteinsmála á Hellisheiði

Eftir Hólmfríði Sigurðardóttur: "Upplýst umræða um áskoranirnar er mikilvæg því hún hjálpar okkur, starfsfólki Orkuveitunnar, að beina sjónum að því sem skiptir fólk mestu máli." Meira
30. maí 2013 | Velvakandi | 142 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

RÚV skemmtir lýðnum Ríkisútvarpið kann að skemmta landsmönnum. Nú á þrenningarhátíð frumflutti það til dæmis nýtt íslenskt leikrit um fyrirtíðaspennu. Meira
30. maí 2013 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Öldrun þjóðarinnar og áhrifin á efnahagslífið

Eftir Árna Gunnarsson: "Hækkandi lífaldur mun hafa umtalsverð áhrif á efnahagslíf og afkomu þjóða á næstu árum." Meira

Minningargreinar

30. maí 2013 | Minningargreinar | 3281 orð | 2 myndir

Alexander G. Þórsson og Edda Þ. Sigurjónsdóttir

Alexander G. Þórsson fæddist í Reykjavík 13. mars 1941. Edda Þ. Sigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1945. Alexander og Edda létust af slysförum í Þjórsárdal 19. maí 2013. Alexander var sonur Þórs G. Jónssonar og Gyðu R. Alexandersdóttur. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 250 orð | 1 mynd

Anna Stefanía Sigfúsdóttir

Eyvör Anna Stefanía Sigfúsdóttir fæddist að Borgum í Grímsey 3. október 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 14. maí 2013. Anna var jarðsungin frá Húsavíkurkirkju 24. maí 2013. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 1451 orð | 1 mynd

Ársæll Snorrason

Ársæll Snorrason fæddist í Reykjavík 28. janúar 1965. Hann lést í Ósló 2. maí 2013. Foreldrar hans eru Snorri Friðriksson, f. 10. desember 1933, og Steinunn Húbertína Ársælsdóttir, f. 29. janúar 1940. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 6143 orð | 1 mynd

Einar Matthíasson

Einar Matthíasson fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1950. Hann lést 21. maí 2013. Einar var sonur hjónanna Matthíasar Guðmundssonar póstmeistara, f. 15. júlí 1913, d. 15. janúar 1998 og Gunnþórunnar Einarsdóttur kaupmanns, f. 24. febrúar 1920, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 912 orð | 1 mynd

Gissur Ólafur Erlingsson

Gissur Ólafur Erlingsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fæddist í Brúnavík við Borgarfjörð eystra 21. mars 1909. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík 18. maí 2013. Útför Gissurar fór fram frá Grafarvogskirkju 27. maí 2013. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 787 orð | 1 mynd

Hallveig Hannesdóttir

Gróa Hallveig Hannesdóttir fæddist á Vaðstakksheiði í Neshreppi utan Ennis á Snæfellsnesi 3. október 1927. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. maí 2013. Gróa Hallveig var alltaf kölluð Halla eða Hallveig. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 1766 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Hrafnhildur Guðmundsdóttir fæddist á Selfossi 18. mars 1992. Hún lést á líknardeild LHS, Kópavogi, 19. maí 2013. Foreldrar hennar eru Guðmundur Björgvin Gylfason, framhaldsskólakennari á starfsbraut FSu, f. 3. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 1577 orð | 1 mynd

Ólöf Helga Benónýsdóttir

Ólöf Helga Benónýsdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 21. maí 2013. Hún var dóttir hjónanna Benónýs Benónýssonar, f. 30. maí 1870, d. 23. águst 1943, kaupmanns og Halldóru Jakobsdóttur, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 776 orð | 1 mynd

Pétur Eggerz

Pétur Eggerz fæddist í Vík í Mýrdal 30. maí 1913, þar sem faðir hans var sýslumaður. Kristján Pétur Sigurðsson Eggerz var sonur hjónanna Sólveigar Kristjánsdóttur og Sigurðar Eggerz, sýslumanns og forsætisráðherra (1914-15 og 1922-24). Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 24 orð

Rangt höfundarnafn

Nafn höfundar ljóðs sem birtist í minningargrein um Guðjónínu Sigurðardóttur eftir Sigþóru, þriðjudaginn 28. maí, var rangt. Réttur höfundur er Kristján... Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2013 | Minningargreinar | 129 orð | 1 mynd

Þórólfur Meyvantsson

Þórólfur Meyvantsson fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, 16. maí 2013. Útför Þórólfs fór fram frá Neskirkju í Reykjavík 24. maí 2013. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

30. maí 2013 | Daglegt líf | 103 orð | 1 mynd

Grafísk hönnun og tölvutónlist

Grafíska hönnuðinum Guðmundi Inga Úlfarssyni er margt til lista lagt en á heimasíðu hans gudmundurulfarsson.com má sjá mörg af þeim verkum er hann hefur unnið að. Meira
30. maí 2013 | Neytendur | 354 orð

Helgartilboð

Fjarðarkaup Gildir 30. maí - 1. júní verð nú verð áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði 1.698 2.398 1.698 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði 1.298 1.598 1.298 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði 1.798 2.298 1.798 kr. kg Nautah.borg. Meira
30. maí 2013 | Daglegt líf | 84 orð | 1 mynd

...hlustaðu á metal

Þungarokkssveitin DIMMA mun koma fram á tónleikum á Gamla Gauknum annað kvöld klukkan 23. DIMMA sendi frá sér plötuna Myrkraverk fyrir síðustu jól og hefur fylgt henni eftir af kappi síðan. Meira
30. maí 2013 | Daglegt líf | 863 orð | 4 myndir

Með gráðu í dansi frá Juilliard í vasanum

Lilja Rúriksdóttir útskrifaðist á dögunum með Bachelor of Fine Arts-gráðu í dansi frá hinum virta Juilliard-listaháskóla í New York. Er hún fyrsti Íslendingurinn til að ljúka þaðan dansnámi en skólinn er afar eftirsóttur og komast færri að en vilja. Meira
30. maí 2013 | Daglegt líf | 86 orð | 1 mynd

Sjómannadagsveisla

GK Reykjavík ætlar að efna til fjögurra daga veislu í tilefni sjómannadagsins sem haldinn verður 2. júní. Meira
30. maí 2013 | Daglegt líf | 88 orð | 1 mynd

Skrifstofublækur koma saman og dansa í hádeginu

„Lunch beat“ er heiti á hádegisdansgleði. Mælst er til þess að fólk standi upp frá tölvunni, skilji við skrifborðsstólinn í klukkustund og dansi. Meira
30. maí 2013 | Daglegt líf | 131 orð | 1 mynd

Söngfjölskyldan heldur tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi

Tónleikarnir Ljúft og létt verða haldnir í Landnámssetrinu í kvöld klukkan 21. Þar kemur fram mikil söngfjölskylda og eru allir fjölskyldumeðlimir með tónlistarmenntun að baki. Meira

Fastir þættir

30. maí 2013 | Í dag | 330 orð

Af ljóði og Þórði í Skógum

Vísnahorni barst góð kveðja frá Ragnar Böðvarssyni með svari við fyrirspurn Þórðar í Skógum, sem birtist í Vísnahorni fyrr í vikunni. „Góðan daginn Pétur. Meira
30. maí 2013 | Fastir þættir | 163 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Dimmraddaði Finninn. S-AV Norður &spade;K7 &heart;ÁD8 ⋄ÁK6 &klubs;Á10732 Vestur Austur &spade;109653 &spade;D4 &heart;K92 &heart;G765 ⋄10 ⋄87432 &klubs;DG86 &klubs;94 Suður &spade;ÁG82 &heart;1043 ⋄DG95 &klubs;K5 Suður spilar 6G. Meira
30. maí 2013 | Fastir þættir | 164 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Eldri borgarar Hraunseli Föstudaginn 24. Meira
30. maí 2013 | Í dag | 24 orð

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur...

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. Meira
30. maí 2013 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd

Haukur Hjaltalín

30 ára Haukur lauk prófum í viðskiptafræði og endurskoðun og reikningsskilum og starfar hjá Deloitte. Maki: Klara Jónsdóttir, f. 1986, nemi í viðskipta- og ferðamálafræði. Sonur: Tómas Hjaltalín, f. 2012. Foreldrar: Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, f. Meira
30. maí 2013 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Jón Ingvi Pétursson

30 ára Ingvi ólst upp í Hveragerði, lauk sveinsprófi í pípulögnum og er pípulagningamaður, búsettur í Hveragerði. Hálfbróðir: Ingólfur Elvar Pétursson, f. 1980, sjómaður í Grindavík. Foreldrar: Pétur Ármann Jónsson, f. Meira
30. maí 2013 | Í dag | 29 orð

Málið

Ofurliði borin létum við undan síga. Þrotin að kröftum hnigum við niður. Komin til meðvitundar opnuðum við augun. Risin á fætur reikuðum við burt. – Ofnotaður verður stíllinn... Meira
30. maí 2013 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Kópavogur Alexandra Erla fæddist 2. september kl. 6.59. Hún vó 4.106 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Jóna Guðrún Kristinsdóttir og Guðjón Júlíusson... Meira
30. maí 2013 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Reykjavík Júlíus Kári fæddist 6. september kl. 5.24. Hann vó 3.800 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Sigrún Ásta Júlíusdóttir og Elías Kári Guðmundsson... Meira
30. maí 2013 | Árnað heilla | 211 orð | 1 mynd

Samveran er besta afmælisgjöfin

Helstu áformin eru að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Grétar Þór Þorsteinsson sem er þrítugur í dag. „Það vill einnig svo til að kærastan mín er að útskrifast á föstudaginn. Meira
30. maí 2013 | Í dag | 241 orð | 1 mynd

Sigurður Sigurðarson

Sigurður vígslubiskup fæddist í Hraungerði í Flóa 30.5. 1944 og ólst þar upp til tólf ára aldurs og síðan á Selfossi. Foreldrar hans voru Sigurður Pálsson, vígslubiskup á Selfossi, og k.h., Stefanía Gissurardóttir húsfreyja. Meira
30. maí 2013 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

Sigurlaug Vigdís Gestsdóttir

30 ára Sigurlaug ólst upp á Arnarstöðum í Skagafirði, er búsett í Reykjavík, lauk cand. psych.-prófi í sálfræði og hefur verið í fæðingarorlofi. Maki: Leifur Ingi Vilmundarson, f. 1975, framhaldsskólakennari. Sonur: Arnþór Ísar, f. 2012. Meira
30. maí 2013 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Bc4 Da5 8. O-O O-O 9. Rb3 Dc7 10. f4 d6 11. Be2 b6 12. Bf3 Bb7 13. Hf2 Ra5 14. Rxa5 bxa5 15. Dd3 Bc6 16. Hd1 Hfc8 17. Bd4 Rd7 18. Bxg7 Kxg7 19. e5 dxe5 20. Bxc6 Rc5 21. De3 Dxc6 22. Meira
30. maí 2013 | Árnað heilla | 492 orð | 4 myndir

Skrifað í skáldabænum

Þorsteinn Viðar fæddist í Reykjavík 30.5. 1943 og ólst þar upp við Fjölnisveg. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1964 og stundaði nám í lögfræði við HÍ um skeið. Meira
30. maí 2013 | Árnað heilla | 198 orð

Til hamingju með daginn

85 ára Elín Sigurðardóttir Sigurður Pálsson Þórður Þórarinsson 80 ára Aðalheiður B. Ormsdóttir Anna S. Eyjólfsdóttir Ólafur Eyjólfsson Sigrún Karlsdóttir 75 ára Magnús G. Meira
30. maí 2013 | Fastir þættir | 311 orð

Víkverji

Víkverji hefur verið að glugga í bók franska fræðimannsins Luciens Jaume um franska rithöfundinn Alexis de Tocqueville, sem þekktastur er fyrir doðrant sinn Lýðræði í Bandaríkjunum. Meira
30. maí 2013 | Í dag | 151 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

30. maí 1768 Eggert Ólafsson, varalögmaður og skáld, drukknaði á Breiðafirði við áttunda mann. Hann var 42 ára. Eggert ferðaðist um Ísland 1752-1757 ásamt Bjarna Pálssyni, síðar landlækni, og hefur ferðabók þeirra verið gefin út. Meira

Íþróttir

30. maí 2013 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

2:2 hjá Miami Heat

Roy Hibbert, miðherji Indiana, fór á kostum og skoraði 23 stig þegar Indiana Pacers jafnaði metin, 2:2, í viðureign liðsins gegn meisturum Miami Heat í úrslitum austurdeildar. NBA með sigri á heimavelli, 99:92. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 360 orð | 1 mynd

Borgunarbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 3. umferð: Þróttur R. – ÍBV...

Borgunarbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 3. umferð: Þróttur R. – ÍBV 1:5 Andri Björn Sigurðsson 52. – Aaron Spear 22., Gunnar Már Guðmundsson 80., 87., Ian Jeffs 84., Víðir Þorvarðarson 90. Sindri – Ýmir 4:0 Hilmar Þór Kárason 5. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 269 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Íslendingar unnu silfur og brons í einstaklingskeppninni í júdó á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Sveinbjörn Iura glímdi til úrslita í -81 kg flokki og varð þar að láta í minni pokann fyrir Svartfellingnum Srdjan Mrvaljevic. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Haraldur lengi frá

Haraldur Björnsson, markvörður hjá norska knattspyrnuliðinu Sarpsborg, verður lítið eða ekkert með því á yfirstandandi keppnistímabili, eða allavega ekki fyrr en með haustinu. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Íslendingalið fengu skelli

Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði fyrir norska úrvalsdeildarliðið Hönefoss í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. Það dugði ekki því lið hans tapaði óvænt, 2:1, fyrir C-deildarliðinu Alta á útivelli norður í Finnmörk. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 36 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Borgunarbikar karla, 3. umferð: Kópavogsvöllur: HK &ndash...

KNATTSPYRNA Borgunarbikar karla, 3. umferð: Kópavogsvöllur: HK – Breiðablik 19.15 Kaplakriki: FH – Keflavík 19.15 Þórsvöllur: Þór – Stjarnan 19.15 Bessastaðav.: Álftanes – Víkingur Ó 19.15 KR-völlur: KR – Grindavík 19. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Meistararnir áfram

Meistarar L.A. Kings komust í úrslit vesturstrandar í NHL-deildinni í íshokki með því að leggja San Jose Sharks að velli, 2:1, í oddaleik á heimavelli sínum í Staples Center í Los Angeles en Kóngarnir unnu seríuna samtals, 4:3. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 222 orð | 2 myndir

Menn hreinlega bara gáfust upp

Í Lúxemborg Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Karlalandsliðið í körfuknattleik fékk sannkallaða útreið þegar það mætti heimamönnum í Lúxemborg í öðrum leik sínum í körfuknattleikskeppni Smáþjóðaleikanna í Lúxemborg í gærkvöld. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 459 orð | 3 myndir

Metin eru sett til að slá þau

Í Lúxemborg Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslenska sundfólkið hélt áfram að sanka að sér verðlaunapeningum á öðrum keppnisdeginum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í gær. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Stórleikur hjá Helenu

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði vel í körfuknattleikskeppni Smáþjóðaleikanna í Lúxemborg í gær en liðið vann öruggan sigur á Möltu, 77:59. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 759 orð | 2 myndir

Ungar og óreyndar hetjur á Ísafirði og í Vesturbæ

Bikarinn Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það var nóg af dramatík en ekkert um óvænt úrslit þegar tíu lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, úrslit: Indiana – Miami 99:92...

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, úrslit: Indiana – Miami 99:92 *Staðan er 2:2 og næsti leikur í Miami í kvöld kl. 00.30. Fjóra sigra þarf til að vinna deildina og mæta San Antonio Spurs í úrslitaeinvígi... Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Þýskaland B-deild: Friesenheim – Bergischer 36:33 • Árni Þór...

Þýskaland B-deild: Friesenheim – Bergischer 36:33 • Árni Þór Sigtryggsson skoraði 2 mörk fyrir Friesenheim sem er í 11. sæti. • Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bergischer sem er efst þegar ein umferð er... Meira
30. maí 2013 | Íþróttir | 738 orð | 2 myndir

Öflugra leikmanna er saknað

Fréttaskýring Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira

Viðskiptablað

30. maí 2013 | Viðskiptablað | 2714 orð | 4 myndir

„Málefni háskóla eru efnahagsmál“

• Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að til að skapa verðmæti með hugviti þurfi háskólarnir að útskrifa öflugt fólk • HR hefur vaxið úr 300 manna skóla í 3. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 155 orð | 1 mynd

Efnahagur Spánverja skreppur enn saman

Staða Spánar batnar lítið næstu mánuðina ef marka má nýja þjóðhagsspá Seðlabanka Spánar. Þar kemur fram að samdráttur muni ríkja á Spáni á öðrum ársfjórðungi en atvinnulausum fjölgi hægar. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 201 orð | 1 mynd

Ekki lengur í stjórnarandstöðu

„Nú er ég kominn í nýtt starf og þarf að reyna að halda heila ræðu án þess að segja nokkurn skapaðan hlut sem vekur athygli og deilur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar hann hóf mál sitt á morgunverðarfundi um... Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 2083 orð | 5 myndir

Fleiri ættingjar koma að kaupunum

• Efnahagsástandið kallar á nýja hegðun hjá neytendum • Afar, ömmur, frændur og frænkur hjálpa til • Getur kostað sitt að eignast allt sem þarf fyrir fyrsta barnið • Takmarkaður endingartími barnabílstóla kemur í veg fyrir mikla verslun með notaða stóla Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 100 orð

Hagnaður hjá N1 minnkar

Rekstrartekjur N1 hf. á fyrsta ársfjórðungi 2013 voru 12.783 milljónir, samanborið við 12.419 milljónir á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 279 milljónir samanborið við 574 milljónir á sama tímabili 2012. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 134 orð | 1 mynd

Leið MP banka

MP banki hyggur á skráningu á hlutabréfamarkað á næsta ári. Bankinn keypti fyrir skemmstu Íslensk verðbréf og greiddi fyrir með eigin bréfum. Í hluthafahópi verðbréfafyrirtækisins voru m.a. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 614 orð | 3 myndir

Ný hlutabréfavísitala GAMMA segir aðra sögu

Baksvið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Ný hlutabréfavísitala fjármálafyrirtækisins GAMMA sýnir ólíka gengisþróun en úrvalsvísitala Kauphallarinnar. Er það vegna þess að þær eru byggðar upp með ólíkum hætti. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 125 orð

OECD spáir 2,5% hagvexti

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, spáir því að hagvöxtur verði 2½% á Íslandi á næsta ári en hagvöxtur verði fremur lítill í ár. Er aukning hagvaxtar rakin til fyrirhugaðra stórframkvæmda á næsta ári tengdra orkufrekum iðnaði. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 214 orð | 2 myndir

Samfélagslegt rekstrarleyfi

Opinberir aðilar veita formleg leyfi til rekstrar. Fyrirtæki þurfa engu að síður að starfa í sátt við samfélagið. Því hefur hugtakið samfélagslegt rekstrarleyfi (e. social license to operate) orðið til. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Til liðs við Lögmenn

Andri Vilhjálmur Sigurðsson héraðsdómslögmaður hefur bæst í eigendahóp lögmannsstofunnar Lögmenn Lækjargötu ehf. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 554 orð | 2 myndir

Umbætur í vændum

Lítið hefur áunnist á undanförnum árum í að vinda ofan af því gríðarlega efnahagslega ójafnvægi sem hefur fest rætur í kínverska hagkerfinu. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 343 orð | 1 mynd

Veðrið hefur mikil áhrif á söluna

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sumarið er annasamasti tími ársins hjá Slippfélaginu. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 177 orð | 1 mynd

Verðbólgan áfram 3,3%

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,05% í maí frá apríl og er verðbólgan, mæld á tólf mánaða tímabili, óbreytt, 3,3%. Greiningardeildir bankanna spáðu því að vísitalan myndi lækka um 0,1% á milli mánaða. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 374 orð | 1 mynd

Vill fyrirframgreiða tugi milljarða í gjaldeyri

Hörður Ægisson hordur@mbl. Meira
30. maí 2013 | Viðskiptablað | 832 orð | 3 myndir

Xbox-tölva Microsoft markar nýtt spor í samskiptum manns og tölvu

Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is Tölvufyrirtækið Microsoft kynnti í liðinni viku nýja kynslóð tækisins Xbox, sem einhvern tímann hefði verið kallað leikjatölva en nú væri nær að lýsa sem afþreyingarveitu heimilisins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.