Greinar mánudaginn 24. júní 2013

Fréttir

24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Aukasýning með Jeff Dunham í Höllinni

Uppselt er á sýningu uppistandarans Jeffs Dunhams í Laugardalshöll föstudaginn 20. september. Ákveðið var að setja á aukasýningu kl. 23.00 sama kvöld. Miðasala hófst í liðinni viku og miðað við ásókn í miðana stefnir í að einnig verði uppselt á... Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Bad Days skemmtir á Café Rosenberg

Hin blússkotna þjóðlagapoppsveit Bad Days treður upp á Café Rosenberg nk. miðvikudagskvöld. Í bandinu eru Eyvindur Karlsson, Símon Hjaltason, Guðjón Guðjónsson, Hjalti Stefán Kristjánsson og Hallur Guðmundsson. Tónleikarnir hefjast kl.... Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Ban Ki-moon í opinbera heimsókn

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Heimsóknin hefst formlega 2. júlí þótt hann komi til landsins degi fyrr. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 334 orð | 2 myndir

„Enduðu með harmonikkuballi“

Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Hér voru tónleikar sem enduðu með harmonikkuballi, eins og var oft hér í gamla daga. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

„Þetta er að ganga frá okkur“

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Forsvarsmenn tveggja útgerða minni báta og fiskverkana segja að veiðigjöld, hið almenna og sérstaka, séu að sliga fyrirtækin. Hvort fyrirtæki um sig borgar um 30 milljónir í veiðigjöld á ári. Meira
24. júní 2013 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Danski arkitektinn Henrik Larsen látinn

Danski arkitektinn Henning Larsen er látinn 87 ára að aldri. Meðal helstu verka arkitektastofu hans er hús utanríkisráðuneytis Riyad og óperuhúsið í Kaupmannahöfn. Larsen kom meðal annars að byggingu tónlistarhússins Hörpu. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Dans stiginn á taílenskri menningarhátíð í Reykjavík

Taílensk-íslenska félagið hélt taílenska menningarhátíð í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardaginn undir yfirskriftinni Thai Festival 2013 In Reykjavik. Meira
24. júní 2013 | Erlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Dóu í umsjá barnaverndaryfirvalda

Tveir ungir drengir sem voru í tímabundinni umsjá franskra barnayfirvalda létust eftir að þeir féllu ofan í tjörn nærri hótelinu sem þeir dvöldu á í útjaðri Parísar. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 217 orð

Dýr og óskilvirk aðgerð

Skúli Hansen skulih@mbl.is Niðurstöður rannsókna sérfræðinga Seðlabanka Íslands sýna að almenn niðurfærsla er bæði dýr og óskilvirk aðgerð til að koma til móts við þau heimili sem eiga bæði við greiðslu- og skuldavanda að stríða. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Ellefu langreyðar eru komnar á land

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjórum langreyðum var landað í Hvalstöðinni í Hvalfirði í gær. Hvalur 9 kom fyrst að landi um tíuleytið í gærmorgun með tvo hvali og svo kom Hvalur 8 með aðra tvo á fjórða tímanum í gær. Meira
24. júní 2013 | Erlendar fréttir | 63 orð

Enn mannfall í átökum í Sýrlandi

Að minnsta kosti tíu manns féllu í gær í árásum uppreisnarmanna á öfgahóp salafista sem hertekið hefur landsvæði nærri Damaskus í Sýrlandi. Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur hvatt uppreisnarmenn til þess að ná svæðinu til baka á ný. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 672 orð | 2 myndir

Flestir aldraðir sjálfbjarga hér á landi

Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil þörf er á að efla og styrkja þjónustu við aldraða, umönnun þeirra og forvarnir til að bæta aðstæður og líðan eldra fólks. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 78 orð

Forvarnarstarf þarf að bæta til muna

„Við þurfum vitundarvakningu í þessum efnum,“ segir Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir, sem stundað hefur nám í lýðheilsuvísindum og brautskráðist frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands um helgina. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Færri aldraðir búa við skerta færni

Um 60% aldraðra Evrópubúa, sem orðnir eru 75 ára og eldri, búa að jafnaði við skerta færni í daglegum athöfnum vegna sjúkdóma eða af öðrum heilsufarsástæðum. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Gaskútur sprakk í kjallaraíbúð

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var í fyrrinótt kallað út að kjallaraíbúð við Stórholt í Reykjavík, en gaskútur hafði sprungið í íbúðinni um klukkan tvö eftir miðnætti. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 159 orð

Heimilislausum ítrekað vísað frá Gistiskýlinu í Reykjavík

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var 111 heimilislausum karlmönnum vísað frá Gistiskýlinu í Reykjavík vegna plássleysis. Á sama tíma í fyrra var 24 karlmönnum vísað frá af sömu ástæðu. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 500 orð | 2 myndir

HÍ brautskráði 1841 kandídat

Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Háskóli Íslands brautskráði 1841 kandídat við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll sl. laugardag. Alls voru 1859 prófskírteini afhent, flest skírteini voru afhent á félagsvísindasviði, eða 631, en fæst á hugvísindasviði,... Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 504 orð | 1 mynd

Hægt að seinka kynlífi unglinga

Þórunn Kristjándóttir thorunn@mbl.is „Þessi rannsókn styður við fyrri rannsóknir á þessu sviði. Árangur af kynfræðslu í grunnskólum á Íslandi hefur lítið verið rannsakaður. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ísland kjörið í stjórn FAO á næsta tímabili

Ísland var kjörið til setu í stjórn FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, síðastliðinn föstudag. Ísland mun eiga stjórnarsæti á næsta kjörtímabili sem er frá 2014-2017. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Íslandsmet í lundaábúð í Drangey

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ábúðarhlutfall lunda í Drangey á Skagafirði mældist vera 91% við athugun í gær, að sögn dr. Erps Snæs Hansen, líffræðings hjá Náttúrustofu Suðurlands. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Kepptu í Íslandsmeistaramótinu í skógarhöggi á skógardeginum mikla

Skógardagurinn mikli fór fram um helgina en þar er meðal annars keppt í Íslandsmeistaramótinu í skógarhöggi. Meira
24. júní 2013 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Knattspyrnan hefur ekki áhrif

Mótmæli héldu áfram í Brasilíu í gær en kannanir sýna að meirihluti landsmanna styður mótmælendur og viðleitni þeirra til að vekja athygli á hnignandi opinberri þjónustu sem og spillingu í landinu. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Líta málið alvarlegum augum

Á hverjum einasta samráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar, mörg ár aftur í tímann, hafa fjárframlög ríkisins til refaveiða verið á blaði. Þetta segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Löng afgreiðsla torveldar atvinnuleit

Margir kalla eftir úrbótum í málefnum hælisleitenda á Íslandi. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Myndvöktun valin besta lokaritgerðin við vorútskrift

Lokaritgerð Katrínar Þórðardóttur, Myndvöktun, hlaut verðlaun fyrir bestu meistararitgerðina við vorútskrift lagadeildar Háskóla Íslands. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 708 orð | 3 myndir

Niðurfærsla lána óskilvirk aðgerð

Baksvið Skúli Hansen skulih@mbl. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ólafur Darri leikstýrir ekki Sumarljósi

Í viðtali við leikarann Ólaf Darra Ólafsson, sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 22. Meira
24. júní 2013 | Erlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Reyna að hindra för Snowden til Ekvador

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fréttaskýrendur reyndu fram eftir degi í gær að rýna í það hvert för uppljóstrarans Edward Snowden væri heitið. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Skákhátíð á Ströndum

„Þetta var alveg sérdeilis vel heppnuð og skemmtileg skákhátíð á Ströndum. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Styrmir Kári

Perla Hafnarfjarðar Hollvinafélag Hellisgerðis í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ hélt í gær veglega afmælishátíð í Hellisgerði í tilefni af 90 ára afmæli garðsins og þar voru þessar ungu... Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 107 orð

Stærsta ráðstefnan í Hörpu frá upphafi

Haldin verður ráðstefna Evrópusamtaka tannréttingasérfræðinga – European Orthodontic Society (EOS) í Hörpu dagana 26.-30. júní. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Tekur mál Jóns Ásgeirs fyrir

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent ríkisstjórn Íslands bréf þar sem henni er gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæru Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Íslandi og hefur ríkisstjórnin frest til 26. september nk. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 68 orð | 2 myndir

Uppáklædd í dansi og söng

Hin árlega Jónsmessugleði Félags eldri borgara í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Árbæjarsafns var haldin í gær. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 655 orð | 3 myndir

Veiðigjöld eru að sliga minni útgerðir

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er að ganga frá okkur,“ sagði Garðar Ólason, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grímsey, um veiðigjöld sem lögð eru á útgerð hans, Sigurbjörn ehf. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Viður úr höfninni notaður í húsgögn

Um það bil 200 ára gamall eða eldri viður, sem notaður var við gerð Reykjavíkurhafnar, hefur verið endurnýttur og notaður meðal annars við gerð húsgagna. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Vueling hefur flug milli Íslands og Spánar

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling flaug fyrsta flug sitt til Keflavíkurflugvallar aðfaranótt síðastliðins föstudags. Þar með bættist Vueling í hóp 16 flugfélaga sem fljúga til 70 áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 532 orð | 2 myndir

Þjónusta þarf ferðafólk til að tryggja öryggi

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Slysavarnafélagið Landsbjörg fer nær daglega í útköll til þess að aðstoða ferðamenn í vandræðum á hálendinu þó komið sé fram á mitt sumar. Meira
24. júní 2013 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju

Sönghópurinn Voces Thules flytur andleg og veraldleg lög í Þingvallakirkju á morgun. Meira

Ritstjórnargreinar

24. júní 2013 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Samrunaþróunin sem ekki má ræða

Hollensk stjórnvöld hafa áttað sig á því, sem stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu neita að viðurkenna, að samrunaferlið innan sambandsins hefur gengið allt of langt. Meira
24. júní 2013 | Leiðarar | 594 orð

Verk vinstristjórnarinnar ekki útgangspunktur

Þegar rætt er um skattabreytingar geta ofurskattarnir ekki verið viðmiðun Meira

Menning

24. júní 2013 | Tónlist | 439 orð | 1 mynd

Faktorý kveður

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tónleikastaðurinn Faktorý fer fram hjá fáum sem sækja miðbæ Reykjavíkur til að gera sér glaðan dag eða njóta næturlífsins um helgar. Meira
24. júní 2013 | Fjölmiðlar | 200 orð | 1 mynd

Góði sálfræðingurinn

Skjár einn sýnir reglulega þætti sálfræðingsins Dr. Phil þar sem hann gefur fólki ráð og hjálpar því á allan mögulegan hátt. Yfirleitt ætla ég einungis að horfa á brot úr þætti en get svo ekki slitið mig frá skjánum. Stundum verð ég klökk af því að Dr. Meira
24. júní 2013 | Menningarlíf | 1037 orð | 2 myndir

Spennandi tímar framundan

Rithringur er góður stökkpallur fyrir fólk sem hefur skrifað fyrir skúffuna og vill koma verkum sínum á framfæri og það fær yfirlestur, rökræður og gagnrýni á verk sín frá öðrum meðlimum. Meira
24. júní 2013 | Fólk í fréttum | 56 orð | 4 myndir

Strumpadagurinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Alþjóðlegi Strumpadagurinn var haldinn hátíðlegur í annað sinn víða um heim sl. laugardag, en þá var fæðingardagur Peyos, skapara Strumpanna. Eins og 22. Meira

Umræðan

24. júní 2013 | Aðsent efni | 687 orð | 1 mynd

Að svæfa eða ljúka aðildarviðræðum við ESB?

Eftir Guðna Ágústsson: "Umræðan er ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum hættuleg til lengdar. Ég vil trúa því að höggvið verði á allan vafa í þessu efni þegar Alþingi kemur saman til fundar í haust." Meira
24. júní 2013 | Bréf til blaðsins | 332 orð | 1 mynd

Eftir hvítasunnu í Kaldakinn

Frá Birni S. Stefánssyni: "Þegar sagt var frá því skömmu eftir hvítasunnu, að skriða hefði fallið í Ystafelli í Þingeyjarsýslu, varð nokkur umræða um það, hvort segja ætti Ystafell í Kaldakinn eða Köldukinn." Meira
24. júní 2013 | Pistlar | 502 orð | 1 mynd

Gerum grín að pöbbunum

Ég sá tilveru mína í nýju ljósi þegar ég komst yfir eintak af breska dagblaðinu Daily Mail á dögunum. Þar rakst ég á grein eftir Jan Moir sem bar yfirskriftina „Af hverju er dregin upp sú mynd af feðrum í sjónvarpi að þeir séu vanvitar? Meira
24. júní 2013 | Aðsent efni | 730 orð | 1 mynd

Samningatækni og sáttamiðlun – verði hluti af lífsleiknifræðslu fullorðinna

Eftir Þráin Þorvaldsson: "Er sáttargerð ekki ein mikilvægasta leiðin til þess að bæta samskipti í íslensku þjóðfélagi?" Meira
24. júní 2013 | Velvakandi | 109 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Hættur við hvert fótmál Ekki verður bæði sleppt og haldið. Aðhald hefur sínar afleiðingar, og örvun atvinnulífsins hefur aðrar afleiðingar. Hvort tveggja ófyrirséð. Meira

Minningargreinar

24. júní 2013 | Minningargreinar | 1166 orð | 1 mynd

Eiður Ágúst Gunnarsson

Eiður Ágúst Gunnarsson var fæddur 22. febrúar 1936. Hann lést 15. júní 2013 á Landspítalanum í Fossvogi. Eiður var sonur hjónanna Elínar Valdimarsdóttur, f. 1912, d. 1998 og Gunnars Hálfdánarsonar, f. 1909, d. 2001. Systur Eiðs eru Helena Marín, f. Meira  Kaupa minningabók
24. júní 2013 | Minningargreinar | 1309 orð | 1 mynd

Haukur Magnússon

Haukur Magnússon fæddist á Brekku í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu 1. september 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 15. júní 2013. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Bjarni Jónsson bóndi í Brekku, f. 18.6. 1887, d. 17.5. Meira  Kaupa minningabók
24. júní 2013 | Minningargrein á mbl.is | 1380 orð | 1 mynd | ókeypis

Níels Maríus Blomsterberg

Níels Maríus Blomsterberg fæddist í Reykjavík 15. janúar 1927. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 9. júní 2013. Meira  Kaupa minningabók
24. júní 2013 | Minningargreinar | 966 orð | 1 mynd

Níels Maríus Blomsterberg

Níels Maríus Blomsterberg fæddist í Reykjavík 15. janúar 1927. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 9. júní 2013. Foreldrar hans voru Frederik A. Hans Blomsterberg, fæddur í Helsingör 6. október 1898, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
24. júní 2013 | Minningargreinar | 1072 orð | 1 mynd

Sigrid Valtingojer

Sigrid Valtingojer myndlistarmaður fæddist í Teplitz-Schönau í Súdetahéraði í Tékklandi 18. mars 1935. Hún lést á sjúkrahúsi í Berlín 8. maí 2013. Foreldrar hennar voru Siegfried og Katharina Plaschka. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 259 orð | 1 mynd

Gullið sýnir lítil batamerki eftir harkalega byltu

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Verð á gullli tók skarpa dýfu á fimmtudag og hafði í lok viðskipta á föstudag ekki sýnt nein batamerki að ráði. Únsan lækkaði um 87,70 dali á fimmtudag, eða um 6,4% og endaði í 1.285,90 dölum. Meira
24. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 191 orð | 1 mynd

Oracle niður, Facebook upp

Hlutir í hugbúnaðarfyrirtækinu Oracle féllu um 9,3% á föstudag vegna frétta um að frammmistaða á fjórða rekstrarársfjórðungi hefði ekki staðið undir væntingum. Meira

Daglegt líf

24. júní 2013 | Daglegt líf | 162 orð | 1 mynd

Draumar á Jónsmessu á Nesinu

Jónsmessunótt er ein af mögnuðustu nóttum ársins. Henni fylgir ýmiss konar náttúrutrú, m.a. að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Þessa nótt á að vera gott að leita töfragrasa og náttúrusteina og Jónsmessudöggin þykir heilnæm til lækninga. Meira
24. júní 2013 | Daglegt líf | 673 orð | 6 myndir

Ég er ástfangin af íslenska hestinum

Hún hefur byggt upp af miklum metnaði hestabúgarð í Finnlandi þar sem einvörðungu eru íslenskir hestar, enda eru þeir ástríða hennar. Anki Väyrynen hlaut á dögunum verðlaun fyrir besta hestabúgarð ársins 2012 í Suður-Finnlandi. Meira
24. júní 2013 | Daglegt líf | 90 orð | 1 mynd

...farið í selaskoðun

Margt er hægt að gera skemmtilegt út um allt land og eitt af því er að fara í siglingar með fyrirtæki sem heitir Selasigling ehf. og er á Hvammstanga. Selasigling ehf. Meira
24. júní 2013 | Daglegt líf | 64 orð | 1 mynd

Góð dagskrá á Faktorý

Eins og margir vita mun skemmtistaðnum Faktorý verða lokað í ágúst þar sem þar á að byggja hótel. Því verður mikið lagt í dagskrá staðarins það sem eftir lifir sumars, jafnt í miðri viku sem og um helgar. Meira
24. júní 2013 | Daglegt líf | 126 orð | 1 mynd

Sjómannslíf Hornfirðinga

Viðamikil og spennandi sjóminjasýning var opnuð í gömlu Skreiðarskemmunni á Höfn á þjóðhátíðardaginn sl. Meira
24. júní 2013 | Daglegt líf | 83 orð | 1 mynd

Þjóðminjasafni afhentur glæsilegur skautbúningur

Þjóðminjasafni Íslands hefur verið færður skautbúningur Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur til varðveislu. Það var Margrét Þ. Meira

Fastir þættir

24. júní 2013 | Í dag | 275 orð

Af köttum og Hótel Örk

Eins og allir vita þá eru hinir raunverulegu skúrkar í þjóðfélaginu þeir sem eiga ekki fyrir rafmagnsreikningnum sínum um mánaðamótin – að ekki sé minnst á þá sem eru svo vitlausir að vilja eiga þak yfir hausinn á sér. Meira
24. júní 2013 | Árnað heilla | 564 orð | 4 myndir

Bókamaður á Akranesi

Bragi fæddist á Akranesi 24.6. 1933 og ólst þar upp. Meira
24. júní 2013 | Fastir þættir | 166 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Sparsamur fyrirliði. Meira
24. júní 2013 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

Dögg Halldórsdóttir

30 ára Dögg er snyrtifræðingur og starfar hjá IGS. Maki: Kristján Helgi Jónsson, f. 1984, starfsm. IGS. Dóttir: Ásdís María, f. 2011. Tvíburasystir: Björk, starfsm. við leikskóla. Foreldrar: Kristín Vigdís Valdimarsdóttir, f. 1952, starfsm. Já. Meira
24. júní 2013 | Í dag | 8 orð

Hallelúja. Lofa þú Drottin, sála mín. (Sálmarnir 146:1)...

Hallelúja. Lofa þú Drottin, sála mín. Meira
24. júní 2013 | Í dag | 241 orð | 1 mynd

Ingibjörg Gestsdóttir

Ingibjörg Gestsdóttir ljósmóðir fæddist í Múlaseli í Hraunhreppi á Mýrum hinn 24.6. 1863. Foreldrar hennar voru Gestur Jónsson, bóndi í Múlaseli, og Ragnheiður Sveinbjarnardóttir, húsfreyja í Katanesi á Hvalfjarðarströnd og síðar í Reykjavík. Meira
24. júní 2013 | Í dag | 37 orð

Málið

„Svifflugvél“ er merkilega lífseigt orð um svifflugu , gripurinn ætti bara að svífa. Svo meinlega stendur þó á að til munu vera svifflugur með hjálparmótor (rétt eins og seglskútur). Þær væri þá afsakanlegt að kenna við... Meira
24. júní 2013 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Mosfellsbær Jóhann Helgi fæddist 25. október kl. 21.40. Hann vó 4.005 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Laufey Bjarnadóttir og Baldur Hauksson... Meira
24. júní 2013 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Be2 Rbd7 7. Rh4 Bg6 8. O-O Re4 9. g3 Rd6 10. b3 Be7 11. Rxg6 hxg6 12. f3 Rf5 13. a3 Dc7 14. f4 g5 15. cxd5 cxd5 16. Rb5 Db6 17. Bd3 gxf4 18. Hxf4 Rd6 19. Df1 f5 20. b4 Rf6 21. Rc3 Rde4 22. Ra4 Dd6 23. Meira
24. júní 2013 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Snorri Geir Snorrason

30 ára Snorri ólst upp á Dalvík, lauk sveinsprófi í húsamálun og prófum frá Lögregluskóla ríkisins, og er lögregluþjónn á Sauðárkróki. Systkini: Elvar Freyr, f. 1986; Kristín María, f. 2003 (hálfsystir samf.), og Bjarki Þór, f. 2005 (hálfbróðir samf.). Meira
24. júní 2013 | Árnað heilla | 188 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Arnór Karlsson 90 ára Jóhanna Magnúsdóttir Jóna Gísladóttir Kristrún Hreiðarsdóttir 80 ára Baldur Þorsteinn Bjarnason Sigríður María Jónsdóttir 75 ára Ásta Sigríður Guðlaugsdóttir Bjarni Andrésson Daníel Karl Pálsson Karl Kreidler Kristín... Meira
24. júní 2013 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Valur Guðlaugsson

30 ára Valur ólst upp í Reykjavík en er nú búsettur í Kópavogi, lauk M.Acc-gráðu í endurskoðun frá HÍ og er aðalbókari Kópavogsbæjar. Maki: Helga Hilmarsdóttir, f. 1985, nemi. Foreldrar: Guðlaugur Einarsson, f. Meira
24. júní 2013 | Fastir þættir | 293 orð

Víkverji

Vinnustaður Víkverja skrýðist nú sínu fegursta. Munar þar ekki síst um lúpínuna, sem er að springa út með sínum fallega bláma. Víkverji er, eins og gefur að skilja, mjög hrifinn af bláum lit og telur því lúpínu til mikillar prýði. Meira
24. júní 2013 | Í dag | 157 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

24. júní 1865 Keisaraskurði var beitt í fyrsta sinn hér á landi. Aðgerðina framkvæmdu Jón Hjaltalín, Gísli Hjálmarsson og tveir franskir læknar. Barnið lifði en móðirin dó skömmu síðar. Meira
24. júní 2013 | Árnað heilla | 207 orð | 1 mynd

Ætlar að eiga rólegan afmælisdag

Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, verkefnastjóri þróunar- og gæðamála hjá Listaháskóla Íslands, fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Deginum mun ég verja í vinnunni en að vinnudegi loknum fer ég með vinkonu minni í nudd. Meira

Íþróttir

24. júní 2013 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

1. deild kvenna A Álftanes – BÍ/Bolungarvík 2:0 Staðan: ÍA...

1. deild kvenna A Álftanes – BÍ/Bolungarvík 2:0 Staðan: ÍA 651022:116 Fylkir 651021:316 Álftanes 53118:710 Fram 62139:107 Haukar 52035:106 Tindastóll 51224:75 Víkingur Ó. 61234:125 BÍ/Bolungarvík 71156:204 ÍR 60336:153 1. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Aníta vann besta afrekið

Af þeim 15 þjóðum sem kepptu í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Slóvakíu um helgina var það Ísland sem átti þann fulltrúa sem besta afrekið vann. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 625 orð | 2 myndir

Áfram klifið og útlitið bjart

Í SLÓVAKÍU Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þótt árangur Anítu Hinriksdóttur standi vissulega upp úr eftir þátttöku Íslands í 3. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Ásdís hefur mánuð til að fá Moskvumiðann

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari hefur rúman mánuð til stefnu til að ná lágmarki fyrir HM í Moskvu, stærsta mót sumarsins í frjálsum íþróttum. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

„Keyptu Danir Evrópukeppnina?“

Zoran Gobac, einn af frammámönnum Handknattleikssambands Krótaíu, er óánægður með hvernig hagað var drætti fyrir Evrópumeistaramótið í handknattleik karla sem fram fer í Danmörku í janúar. Dregið var á föstudaginn. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 417 orð | 2 myndir

„Þetta gefur góð fyrirheit“

Í SLÓVAKÍU Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég fer með góðar minningar héðan. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

Fjögur mörk frá Hernández

Riðlakeppni álfukeppninnar í knattspyrnu lauk í gær í Brasilíu og þá skýrðist hvaða lið munu mætast í undanúrslitum. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 768 orð | 4 myndir

Fjörugt jafntefli nyrðra

Á AKUREYRI Andri Yrkill Valsson sport@mbl. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 358 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ari Freyr Skúlason skoraði bæði mörk Sundsvall þegar liðið vann Brage, 2:1, á útivelli í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í gær. Sundsvall er þar með komið í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 341 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kvennasveitir Íslands stóðu sig afar vel í báðum boðhlaupunum í Evrópukeppni landsliða í Slóvakíu um helgina og fengu báðar silfur. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 643 orð | 4 myndir

Glæsimark en bragðdauft

Í EYJUM Júlíus G. Ingason sport@mbl.is Leikur ÍBV og Fram á Hásteinsvelli í gær fer seint í sögubækurnar sem skemmtilegasti knattspyrnuleikur sögunnar og er líklega nær því að vera einn sá leiðinlegasti. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Grindvíkingar auka forskotið

Grindvíkingar eru komnir með þriggja stiga foyrstu í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 3:2-sigur á Leikni úr Reykjavík í sjöundu umferð deildarinnar. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Halmstad – Häcken 0:2 • Guðjón Baldvinsson kom inn á sem...

Halmstad – Häcken 0:2 • Guðjón Baldvinsson kom inn á sem varamaður á 52. mínútu hjá Halmstad. Kristinn Steindórsson lék allan leikinn. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

Haugesund – Brann 2:1 • Birkir Már Sævarsson lék allan...

Haugesund – Brann 2:1 • Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn með Brann. Hönefoss – Odd Grenland 1:1 • Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson léku allan leikinn með Hönefoss. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 19 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Keflavík 19.15 Kaplakriki: FH – Fylkir 19. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Nýir þjálfarar mæta á Akranesvöll

Áttundu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, lýkur í kvöld með þremur leikjum. ÍA fær Keflavík í heimsókn, Fylkir sækir FH heim í Kaplalrika og loks mætir Breiðablik liði Vals á Kópavogsvelli. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 428 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla ÍBV – Fram 1:0 Gunnar Már Guðmundsson 83. Þór...

Pepsi-deild karla ÍBV – Fram 1:0 Gunnar Már Guðmundsson 83. Þór – Stjarnan 1:1 Hlynur Atli Magnússon 40. – Veigar Páll Gunnarsson 29. Rautt spjald : Veigar Páll (Stjörnunni) 66. KR – Víkingur Ó. 2:1 Óskar Örn Hauksson 73. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 676 orð | 4 myndir

Slakir KR-ingar mörðu sigur

Á KR-VELLI Benedikt Bóas benedikt@mbl.is KR-ingar unnu Víkinga frá Ólafsvík 2:1 í gærkvöldi en ekki var það glæsilegur sigur. Þeir voru hreint út sagt arfaslakir en unnu og um það snýst þessi fallega íþrótt. Meira
24. júní 2013 | Íþróttir | 659 orð | 2 myndir

Tvöfaldur sigur hjá GR

golf Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, bæði úr Golfklúbbi Reykjavíkur, urðu um helgina Íslandsmeistarar í holukeppni, en leikið var á Hamarsvelli í Borgarnesi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.