Greinar föstudaginn 28. júní 2013

Fréttir

28. júní 2013 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

500 fangar teknir af lífi

Kimberly McCarthy, 52 ára kona sem dæmd var til dauða fyrir hrottalegt morð á 71 árs konu árið 1997, var tekin af lífi í fangelsi skammt utan við bæinn Huntsville í Texas-ríki síðastliðið miðvikudagskvöld. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Allir velkomnir á mót í rathlaupum

Í dag 28. júní hefst alþjóðlega rathlaupamótið ICE-O sem stendur einnig 29. og 30. júní. Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið. Hlaupið verður víða á höfuðborgarsvæðinu og keppt verður í ýmsum flokkum, fyrir alla aldurs- og getuhópa. Meira
28. júní 2013 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Ánægð með viðræður

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ræðu sinni í neðri deild þýska þingsins í gær að hún væri ánægð með að hægt væri að taka upp aðildarviðræður að nýju á milli Evrópusambandsins og Tyrklands. Meira
28. júní 2013 | Erlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Beðið fyrir frelsishetjunni Mandela

Suður-Afríkumenn söfnuðust saman í Soweto í gærkvöldi til að biðja fyrir Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Meira
28. júní 2013 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Björguðu póstbrúðum

Lögreglumenn í borginni Bacoor á Filippseyjum björguðu í fyrradag 29 konum sem selja átti mansali til Suður-Kóreu. Þá voru fimm handteknir vegna málsins og hafa þeir verið ákærðir fyrir að selja svokallaðar póstbrúðir (e. mail order brides). Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 692 orð | 2 myndir

Brottfall úr kennaranámi

Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Aðsókn í bæði leikskólakennaranámið og í grunnskólakennaranámið hefur dregist saman. Þessi þróun hefur verið í gangi nokkuð lengi,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir, forseti kennaradeildar Háskóla Íslands. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 105 orð

Bæjarstjórnin í Eyjum hafnar hóteli í Hásteinsgryfju

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur með sjö samhljóða atkvæðum hafnað umsókn H-Eyja um lóð í Hásteinsgryfju undir 120 herbergja hótel. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Börnin glödd með fjölleikasýningu

Listamenn úr fjölleikahópunum Cirkus Xanti og Sirkus Aikimoinen léku listir sínar á leikstofu Barnaspítala Hringsins í gær við mikla hrifningu barna á sjúkrahúsinu. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 97 orð

Dæmd fyrir stórfellt brot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu, sem er fyrrverandi starfsmaður Kaupþings, til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt. „Brot hennar er stórfellt,“ segir í dómnum. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Eggjaskoðun Jón Þórður Björnsson er athugull og glöggur piltur og fann þrastarhreiður í grænum lundi við Hádegismóa í gær. Hann gat ekki á sér setið að rannsaka þrastareggin... Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 134 orð

Eldri borgarar fagna breytingum

Kjaranefnd Félags eldri borgara fagnar því, að félagsmálaráðherra skuli hafa lagt fram frumvarp um að afturkalla skerðingu á frítekjumarki vegna atvinnutekna. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Engin formleg eftirgrennslan hafin

Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að hjá íslenskum stjórnvöldum sé engin formleg eftirgrennslan hafin í tengslum við meint eftirlit bandarískra og breskra stjórnvalda með íslenskum borgurum. Meira
28. júní 2013 | Erlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

F-16-þota hrapaði

Bandarísk orrustuþota af gerðinni F-16 Fighting Falcon hrapaði rétt fyrir utan Luke-herflugvöllinn í útjaðri Phoenix-borgar í Arizona í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 742 orð | 2 myndir

Fast á hæla Grikkjum og Írum

Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Fjölbreytt leiktæki við slippinn

„Þetta er það sem kallað hefur verið biðstöðuverkefni,“ segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá Reykjavíkurborg, og vísar til leiktækja sem sett hafa verið upp á auða reitnum vestan við slippinn við Mýrargötu í Reykjavík. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 612 orð | 3 myndir

Flestir vilja einbýlishús í miðborginni

Fréttaskýring Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Draumahúsnæði hins dæmigerða Reykjavíkurbúa er einbýlishús í hverfi nærri miðborginni, þar sem húsagerð er blönduð. Þetta kemur fram í skýrslu sem Land-ráð sf. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Frumvarp um veiðigjöld úr nefnd

Í samantekt á skýrslu OECD um efnahagsmál á Íslandi er mælst til þess að dregið verði úr þeirri hækkun sem var fyrirhuguð á sérstöku auðlindagjaldi á sjávarútveginn, sérstaklega botnfiskveiðar. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Fyrir eigin vélarafli til hafnar

Þórsnes II náðist af strandstað við Skoreyjar á Breiðafirði á flóðinu í gærkvöldi. Skipið virtist óskemmt og sigldi fyrir eigin vélarafli til Stykkishólms. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Gestir og gangandi geta prófað pyndingar á Austurvelli

Ungliðahreyfing Amnesty International mun á morgun, laugardaginn 29. júní, sýna pyndingaraðferðir sem beitt hefur verið víðs vegar um heiminn. Tilefnið er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna til stuðnings fórnarlömbum pyndinga sem er 26. júní. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Gjaldið hækkar úr 400 í 500 krónur

Umferðaröryggisgjald sem innheimt er við almenna skoðun ökutækis, skráningu ökutækis og skráningu eigendaskipta mun um mánaðamótin hækka úr 400 krónum í 500 krónur. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Greiða þarf niður skuldir ríkissjóðs

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir verga landsframleiðslu Íslands koma vel út í evrópskum og alþjóðlegum samanburði. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 1466 orð | 9 myndir

Hér er að myndast samfélag

Baksvið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fyrstu mánuðina sem fjölskyldan bjó hér í dalnum fannst mér ég stundum eins og staddur í stríðshrjáðu landi, á vígvelli þar sem herliðin voru þó hlaupin á brott. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 504 orð | 1 mynd

Hjartað farið að slá á ný

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það er allt að komast á fullt,“ segir veitingamaðurinn Eyþór Þórisson, sem rekur veitingastaðinn Kaffi Láru á Seyðisfirði, staðinn sem nefndur hefur verið hjarta bæjarins. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hlutfall kynja í nefndum og ráðum nánast jafnt

Hlutfall kynja í nefndum og ráðum velferðarráðuneytisins hefur verið nánast jafnt síðastliðin tvö ár. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 223 orð

Laun og lengd náms letja

Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Aðsókn í kennaranám í Háskóla Íslands hefur dregist mikið saman á undanförnum árum, en árið 2008 voru sett lög sem lengdu skyldunám til kennarastarfa úr þremur árum í fimm ár. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 605 orð | 2 myndir

Leikur og glens vítt og breitt um landið

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Hugmyndin er að reyna að gæða bryggjuna smálífi,“ segir Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi sveitarfélagsins Ölfuss, en um helgina verður efnt til bryggjudaga í Herjólfshúsinu í Þorlákshöfn. Meira
28. júní 2013 | Erlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Lögðu hald á smokka

Tollverðir í pólsku hafnarborginni Gdynia hafa gert upptæka rúmlega milljón falsaðra smokka sem fundust í kínverskum skipagámi. Smokkarnir voru ranglega merktir með tékknesku vörumerki og er talið að þeir hafi verið ætlaðir fyrir Evrópumarkað. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Manntalið frá 1703 hluti af Minni heimsins

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur samþykkt umsókn Þjóðskjalasafns Íslands um að setja fyrsta manntalið sem tekið var á Íslandi, árið 1703, á lista Sameinuðu þjóðanna yfir Minni heimsins (Memory of the World). Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 1426 orð | 7 myndir

Miða við rangar tölur

SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Efnahagsleg staða er afburðagóð hjá tveimur af tuttugu og fimm sjávarútvegsfyrirtækjum í aflamarkskerfinu. Skuldastaðan er erfið hjá tíu fyrirtækjum og mjög erfið hjá fjórum til viðbótar. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Minningarsjóður um Ólaf E. Rafnsson

Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar, forseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sem varð bráðkvaddur 19. júní sl. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Nýr rafstrengur lagður til Eyja

Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Framkvæmdirnar eru hafnar og við stefnum að því að geta klárað verkið í júlí,“ segir Ingólfur Eyfells, verkefnastjóri hjá Landsneti, en fyrirtækið vinnur nú að því að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Pólitískur vilji fyrir inngöngu nauðsynlegur

Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Það sem við þurfum að gera á næstu mánuðum er að ræða um hvað Evrópusambandið raunverulega snýst og ákveða síðan hvort við viljum ganga þar inn. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Samningur þyrlulækna framlengdur

Samningur innanríkisráðuneytis og velferðarráðuneytis við þyrlulækna hefur verið framlengdur að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Segir fjölmiðlakönnun gefa réttari mynd

Rafrænar ljósvakamælingar sem Capacent gerir mánaðarlega gefa nákvæmari og réttari mynd af þróun áskriftar sjónvarpsstöðvanna en neyslu- og lífsstílskönnun fyrirtækisins sem gerð er einu sinni á ári, að sögn Einars Einarssonar, framkvæmdastjóra Capacent... Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sjö sækjast eftir sæti í stjórn Skipta

Kosning til stjórnar Skipta fer fram á hluthafafundi næsta þriðjudag. Sjö eru í framboði en aðeins fimm stjórnarsæti eru í boði. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Skaftá safnar kröftum

„Eftir því sem líður lengra á milli þess að katlarnir tæma sig, því stærri verða hlaupin,“ segir Gunnar Sigurðsson, hópstjóri vatnamælakerfis Veðurstofu Íslands. Undir Skaftárjökli eru jarðhitasvæði þar sem vatn safnast síðan í tvo katla. Meira
28. júní 2013 | Erlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Snowden situr fastur

Mál bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowdens er í pattstöðu eftir að stjórnvöld í Rússlandi neituðu að afhenda hann til verktaka á vegum Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA), líkt og stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu óskað eftir með óformlegum... Meira
28. júní 2013 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Tsakhia Elbegdorj lýsir yfir sigri í forsetakosningum

Tsakhia Elbegdorj, forseti Mongólíu, lýsti yfir sigri í forsetakosningunum þar í landi eftir að bráðabirgðaniðurstöður sem birtust í gær bentu til þess að af þeim þremur frambjóðendum sem í framboði voru hefði hann fengið langflest atkvæði, 50,23%. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 482 orð | 1 mynd

Tuga milljarða skaðabótakröfum skilanefndar var vísað frá

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skaðabótamáli slitastjórnar gamla Landsbankans á hendur fyrrverandi stjórnendum og bankaráðsmönnum og breskum tryggingafélögum var vísað frá dómi í gær með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 52 orð

Veitir styrki til að sækja ráðstefnur

Jarðhitafélag Íslands veitir í ár íslenskum háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrki til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur; einn styrk til doktorsnema að upphæð allt að 300.000 kr. og tvo styrki til meistaranema að upphæð allt að 100.000 kr. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 150 orð

Verður eftirsótt hverfi

„Úlfarsárdalurinn mun verða eftirsótt hverfi og þess sér strax stað í fasteignaverði þar,“ segir Sveinn Eyland löggiltur fasteignasali hjá Landmarki. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

28. júní 1541 Klerkar Skálholtsbiskupsdæmis samþykktu nýja kirkjuskipan. Þar með hófust siðaskiptin formlega. 28. júní 1965 Byrjað var að afhenda nafnskírteini til allra Íslendinga tólf ára og eldri, alls um 140 þúsund. Tilgangurinn var m.a. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Þórsnes II komst lítt skemmt til hafnar

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fiskiskipið Þórsnes II náðist af strandstað við Skoreyjar á flóðinu í gærkvöldi. Skipinu var siglt til Stykkishólms þar sem skemmdir verða kannaðar. Þórsnes II er á beitukóngsveiðum, gert út frá Grundarfirði. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Ætla að hefja framkvæmdir við Norðurturn á nýjan leik

Stærstu kröfuhafar í þrotabú Norðurturns ehf. ætla að stofna með sér félag og leysa til sín bygginguna Norðurturn við vesturhlið Smáralindar og hefja framkvæmdir á nýjan leik, en byggingin hefur lengi staðið hálfkláruð. Meira
28. júní 2013 | Innlendar fréttir | 448 orð | 3 myndir

Ætla að klára Norðurturn og leigja út

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Dótturfélag Regins hf., Reginn A1 ehf., hefur undirritað samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa þotabús Norðurturnsins ehf. um heildsöluleigu á tveimur hæðum Norðurturnsins við verslunarmiðstöðina Smáralind. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júní 2013 | Leiðarar | 433 orð

Brostnar vonir

Þegar væntingum er ekki stillt í hóf er boðið upp á vonbrigði Meira
28. júní 2013 | Leiðarar | 170 orð

Rofar fyrir heiðglugga

Ásmundur Einar Daðason er ekki villtur í þokunni Meira
28. júní 2013 | Staksteinar | 208 orð | 1 mynd

Varðliðarnir verja ofurskattana

Varðliðar vinstri stjórnarinnar sem hrökklaðist frá völdum í kosningunum í vor hafa síðan lagt sig fram um að verja verk þessarar óheillastjórnar. Breytir engu þó að almenningur hafi vísað henni úr stjórnarráðinu með sögulegum hætti. Meira

Menning

28. júní 2013 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

30 ára bið eftir Carmen lýkur 19. okt.

Íslenska óperan frumsýnir 19. október óperuna Carmen eftir Georges Bizet en hún var síðast sett á svið hér á landi fyrir tæpum 30 árum. Hljómsveitarstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson, leikstjóri Jamie Hayes og leikmyndahöfundur Will Bowen. Meira
28. júní 2013 | Kvikmyndir | 1754 orð | 2 myndir

Baltasar klífur tindinn

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég er að undirbúa Everest-verkefnið, myndin á að fara í tökur í október, samkvæmt nýjustu fréttum [... Meira
28. júní 2013 | Tónlist | 341 orð | 1 mynd

„Góð viðurkenning og hvatning“

„Mér þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu,“ segir Hulda Jónsdóttir fiðluleikari, sem í gær við hátíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hlaut styrk úr Minningarsjóði um franska hljómsveitarstjórann og Íslandsvininn Jean-Pierre... Meira
28. júní 2013 | Tónlist | 671 orð | 2 myndir

„Mikil nálægð milli hljómsveita og tónleikagesta“

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is All Tomorrow's-hátíðin hefst í kvöld og má fastlega búast við því að mikil stemning verði í gömlu herstöðinni á Miðnesheiði. Meira
28. júní 2013 | Tónlist | 657 orð | 1 mynd

„Þetta er stórskotalið söngvara“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
28. júní 2013 | Kvikmyndir | 63 orð | 1 mynd

Diaz verður með í Annie

Cameron Diaz mun fara með hlutverk Miss Hannigan, framkvæmdastýru munaðarleysingjahælisins, í endurgerð söngleiksins Annie fyrir hvíta tjaldið sem Jay-Z framleiðir í samvinnu við Will og Jada Pinket Smith. Meira
28. júní 2013 | Myndlist | 306 orð | 1 mynd

Framlag Íslands valið með nýjum hætti

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM) kynnti á blaðamannafundi í gær nýtt fyrirkomulag við val á framlagi Íslands á Feneyjatvíæringinn í myndlist. Meira
28. júní 2013 | Kvikmyndir | 301 orð | 1 mynd

Háskalegar árásir á forsetann og fjölskylduna

The Purge Hér er á ferðinni spennutryllir sem á að gerast í framtíðinni. Meira
28. júní 2013 | Fjölmiðlar | 104 orð | 1 mynd

Íslensk útgáfa gerð af Biggest Loser

SkjárEinn og Saga Film ætla að framleiða íslenska þáttaröð eftir forskrift bandarísku þáttanna Biggest Loser, Biggest Loser Ísland, en í þáttunum keppist fólk í yfirþyngd við að missa sem flest kíló. Meira
28. júní 2013 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Læknasápur heilla

Mikið ósköp er leiðinlegt þegar uppáhaldslæknaþættirnir manns fara í sumarfrí. Undirrituð þarf að bíða alveg fram á haust að sjá hvað fólkið á Seattle-sjúkrahúsinu er að bardúsa, en þar er reyndar stórhættulegt að vinna. Meira
28. júní 2013 | Myndlist | 77 orð | 1 mynd

Málverk Basquiats verðmæt

Stórt ónefnt málverk eftir bandaríska graffitílistamanninn Jean-Michel Basquiat (1960-1988) var slegið ónefndum kaupanda á uppboði hjá Christie's, fyrir næsthæstu upphæð sem fengist hefur fyrir verk eftir listamanninn. Meira
28. júní 2013 | Fólk í fréttum | 69 orð | 3 myndir

Sirkusgleði á spítala

Listamenn úr sirkushópunum Cirkus Xanti og Sirkus Aikimoinen glöddu börn á leikstofu Barnaspítala Hringsins í gær með ævintýralegum uppátækjum sínum. Sirkusfólkið tekur þátt í sirkushátíðinni Volcano sem hefst 4. júlí nk. Meira
28. júní 2013 | Tónlist | 51 orð | 1 mynd

Tveir ljóðaflokkar Beethovens

Kristján Jóhannesson baritón og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari flytja tvo ljóðaflokka eftir Ludwig van Beethoven á hádegistónleikum í Háteigskirkju í dag kl. 12.00-12.30. Meira

Umræðan

28. júní 2013 | Aðsent efni | 364 orð | 1 mynd

Fréttavakt um Ríkisútvarpið

Eftir Hall Hallsson: "Aðfinnslur hlustenda og áhorfenda verði til umfjöllunar. Starfsmenn Ríkisútvarpsins mæti til þess að ræða vinnubrögð og ástæður tiltekinna ákvarðana." Meira
28. júní 2013 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Skortur á skipulagi samhliða fjármögnun?

Eftir Magnús Oddsson: "Umræðan virðist hverfast nær öll um mögulegt fyrirkomulag aukinnar gjaldtöku fyrir aðgengi okkar og gesta að landinu í heild eða einstökum svæðum." Meira
28. júní 2013 | Pistlar | 409 orð | 1 mynd

Tölvupóstsnjósnir og einkalíf

Friðhelgi einkalífsins er einn af hornsteinum lýðræðissamfélags. Krafan um að bera virðingu fyrir friðhelgi einkalífsins er sterk og skýlaus og stjórnvöld eiga að gæta þess að hún sé virt. Meira
28. júní 2013 | Velvakandi | 166 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Flest verður Vífilfelli að sérnafni Það hendir að ég kaupi mér flösku af besta drykk í heimi. Í sumar hef ég tekið eftir því að á flöskuna er prentuð áskorun til mín um að „njóta“ nú drykkjarins með hinum og þessum. Meira

Minningargreinar

28. júní 2013 | Minningargreinar | 1526 orð | 1 mynd

Anna Þorvarðardóttir

Anna Þorvarðardóttir fæddist á Eskifirði 28. október 1935. Hún andaðist á Seyðisfirði 23. júní 2013. Hún ólst upp við Tungustíginn á Eskifirði, hjá foreldrum sínum, þeim Þorvarði Guðmundssyni, f. 27.8. 1910, d. 2.6. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 1432 orð | 1 mynd

Björk Þorgrímsdóttir

Björk Þorgrímsdóttir fæddist á sjúkrahúsinu á Húsavík 29. maí 1953. Hún lést á gjörgæsludeild fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri 19. júní 2013. Björk var dóttir Ninnu Kristbjargar Gestsdóttur, f. 19. október 1932, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargrein á mbl.is | 1140 orð | 1 mynd | ókeypis

Björk Þorgrímsdóttir

Björk Þorgrímsdóttir fæddist á sjúkrahúsinu á Húsavík 29. maí 1953. Hún lést á gjörgæsludeild fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri 19. júní 2013. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 2603 orð | 1 mynd

Elísabet Jóna Benediktsdóttir

Elísabet Jóna Benediktsdóttir fæddist í Stóra-Rimakoti, Ásahreppi (Þykkvabæ) 21. desember 1940. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi 19. júní 2013. Foreldrar hennar voru Benedikt Jóhann Pétursson, f. 18.3. 1900, d. 10.9. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 1912 orð | 1 mynd

Guðmundur Alfonsson

Guðmundur Alfonsson fæddist í Ólafsvík 27. ágúst 1933. Hann lést á gjörgæsludeild LSH Fossvogi 19. júní 2013. Foreldrar hans voru Alfons Kristjánsson, f. í Ólafsvík 8. des. 1905, d. 4. ágúst 1961, sjómaður og Ásthildur Guðmundsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 1230 orð | 1 mynd

Guðmundur Björnsson

Guðmundur Reyndal Björnsson fæddist á Lækjarbæ í Fremri-Torfustaðahreppi 28. ágúst 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 19. júní 2013. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur húsfreyju, f. 9.12. 1891, d. 4.6. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 11545 orð | 2 myndir

Hermann Gunnarsson

Hermann Gunnarsson fæddist á Bárugötu í Reykjavík 9. desember 1946. Hann lést á Taílandi 4. júní 2013. Foreldrar hans voru Björg Sigríður Hermannsdóttir, f. 1924, d. 1990 og Gunnar Gíslason, f. 1922, d. 2005. Hermann var elstur fjögurra systkina. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 1369 orð | 1 mynd

Hjalti Sighvatsson

Hjalti Sighvatsson fæddist á Tóftum í Stokkseyrarhreppi 1. desember 1932. Hann lést á gjörgæsludeild Landsspítalans í Fossvogi 12. júní 2013. Foreldrar hans voru Guðbjörg Halldóra Brynjólfsdóttir, f. 17. október 1895, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 2551 orð | 1 mynd

Ingibjörg Magnúsdóttir

Ingibjörg Magnúsdóttir fæddist á Laugalandi í Stafholtstungum 12. desember 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. júní 2013. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir húsfeyja, f. 15. nóv. 1891, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 2577 orð | 1 mynd

Methúsalem Þórisson

Methúsalem Þórisson fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1946. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 14. júní 2013. Methúsalem var sonur hjónanna Þóris Guðmundssonar, f. 9. maí 1919, d. 31. maí 2004, og Arnfríðar Snorradóttur, f. 26. febrúar 1925. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 366 orð | 1 mynd

Ragnar Heiðar Guðsteinsson

Ragnar Heiðar Guðsteinsson fæddist í Reykjavík 5. október 1954. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. maí 2013. Útför Ragnars fór fram frá Bústaðakirkju 6. júní 2013. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 892 orð | 1 mynd

Róbert Jónsson

Róbert Harry Jónsson símvirki fæddist 5. febrúar 1949. Hann lést 10. júní 2013. Móðir hans var Erna Ólsen, f. 1926, d. 2011, og faðir Gerald Billington, bandarískur, f. 1911, d. 1986. Uppeldisfaðir Róberts er Jón Ágúst Ólafsson, f. 1925. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 1284 orð | 1 mynd

Rólant Dal Christiansen

Rólant Dal Christiansen fæddist í Þórshöfn í Færeyjum 1. desember 1928. Hann lést á Landspítalanum 12. júní 2013. Foreldrar hans voru Johan Sophus Dal Christiansen, f. 31.8. 1888, d. 4.12. 1969 og Rosa Dal Christiansen, f. 13.5. 1890, d. 17.6. 1986. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 321 orð | 1 mynd

Sigurberg Þórarinsson

Sigurberg Þórarinsson fæddist á Reyðarfirði 26. júní 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 8. júní 2013. Útför Sigurbergs var frá Hafnarfjarðarkirkju 18. júní 2013. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 2794 orð | 1 mynd

Sigurður Sigurbergsson

Sigurður Sigurbergsson fæddist á Stapa í Hornafirði 6. apríl 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn, 17. júní 2013. Foreldrar hans voru hjónin Björg Einarsdóttir húsfreyja á Stapa, f. 26. ágúst 1900, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 515 orð | 1 mynd

Sæmundur Jónsson

Sæmundur Jónsson fæddist í Baldurshaga í Grindavík 30. júní 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 21. júní 2013. Hann var sonur hjónanna Jóns M. Gíslasonar, f. 1906, d. 1984, og Valgerðar Sigurðardóttur, f. 1911, d. 1982. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 3880 orð | 1 mynd

Þorbjörn Jónsson

Þorbjörn Jónsson fæddist í Reykjavík 1. október 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 22. júní 2013. Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson, f. 18. nóvember 1889, d. 19. ágúst 1957 og Þórunn Pálsdóttir, f. 14. mars 1892, d. 18. september 1969. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2013 | Minningargreinar | 526 orð | 1 mynd

Þórunn Sólveig Ólafsdóttir

Þórunn Sólveig Ólafsdóttir fæddist á Akureyri 13. október 1937. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. júní 2013. Útför Þórunnar fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 82 orð

15,7% fjölgun nýskráninga

Í maímánuði voru nýskráð 189 einkahlutafélög, flest í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Til samanburðar var nýskráð 151 einkahlutafélag í maí í fyrra. Meira
28. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 94 orð | 1 mynd

35-49 ára skuldugust

Í lok árs 2011 skulduðu fjölskyldur á aldrinum 35-49 ára mest allra aldurshópa. Samanlagðar skuldir þeirra voru 809,3 ma.kr. sem samsvarar um 43% af heildarskuldum og höfðu dregist saman um 7,6% á milli ára. Meira
28. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 57 orð

Allir voru sammála

Allir meðlimir peningastefnunefndar Seðlabankans studdu tillögu seðlabankastjóra um óbreytta stýrivexti bankans á síðasta vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar sem var 12. júní sl. Meira
28. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 70 orð | 1 mynd

Ársverðbólga nú mælist vera 3,3 af hundraði

Fram kom á vef Hagstofunnar í gærmorgun að vísitala neysluverðs hefði hækkað um 0,53% á milli mánaða í júní frá því sem var í maímánuði og verðbólga farið úr 3,4% í maí í 3,3%. Meira
28. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 101 orð | 1 mynd

Bjarga bönkum

Fjármálaráðherrar Evrópusambandslandanna hafa gert með sér drög að samkomulagi um hvernig bjarga eigi bönkum sem glíma við rekstrarvanda án þess að skattgreiðendur sitji uppi með reikninginn. Meira
28. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 43 orð

Hagvöxtur undir spám

Hagvöxtur mældist 1,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Bráðabirgðatölur gerðu ráð fyrir 2,4% hagvexti á tímabilinu, samkvæmt umfjöllun The Wall Street Journal. Vðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út nýjar hagtölur í fyrradag. Meira
28. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 502 orð | 4 myndir

Harðar kosningar til stjórnar Skipta í vændum

Fréttaskýring Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Sjö bjóða sig fram til stjórnar Skipta, sem er meðal annars móðurfélag Símans, Skjásins og Mílu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
28. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

Kamprad snýr heim

Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, ætlar að flytja aftur heim til Svíþjóðar en þar hefur hann ekki búið í fjörutíu ár. Hann býr nú í Sviss þar sem hann er ríkastur allra, en hann er í fimmta sæti yfir ríkustu menn í heimi. Meira
28. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 194 orð | 1 mynd

Takast á við atvinnuleysisvandann

Æðstu ráðamenn Evrópusambandslanda munu funda í tvo daga, m.a um þann vanda sem mörg löndin glíma við, sem er að atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Í Evrópusambandinu er um fjórðungur þeirra sem eru á aldrinum 18 til 25 ára atvinnulaus. Meira

Daglegt líf

28. júní 2013 | Daglegt líf | 119 orð | 1 mynd

Brjálað fjör á Brákarhátíð

Mikið verður um dýrðir í Borgarnesi um helgina, en þá verður hin árlega Brákarhátíð. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meira
28. júní 2013 | Daglegt líf | 400 orð | 2 myndir

Göngutúr um bæinn með innsýn í líf Hafnfirðings

Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is „Mig langaði að draga fram þá staði sem skipta mig máli og heiðra minningarnar,“ segir Björg Magnúsdóttir rithöfundur sem setti nýlega upp sýningu í opnu rými í Hafnarfirði. Meira
28. júní 2013 | Daglegt líf | 512 orð | 1 mynd

Heimur Maríu Margrétar

Nöfn eru hvorki venjuleg né óvenjuleg. Þau eru afstæð og háð venjum, viðhorfi og tíðaranda hverju sinni. Af hverju Harpa en ekki Píanó? Meira
28. júní 2013 | Daglegt líf | 78 orð | 1 mynd

...kíkið á tónleika á KEXinu

Á morgun laugardag ætlar Stefanía Svavars að halda blústónleika á Kex Hosteli við Skúlagötu. Hún ætlar að flytja tónlist eftir uppáhaldslistamenn sína sem hafa haft áhrif á hana sem söngkonu, t.d. Meira
28. júní 2013 | Daglegt líf | 701 orð | 4 myndir

Spila, syngja, dansa og kveða rímur

Þau eru fjölhæf krakkarnir í þjóðlagasveitinni Gljúfrabúa, spila sum hver á fleiri en eitt hljóðfæri og fara létt með að dansa líka þjóðdansa þegar þau koma fram. Auk þess kveða þau rímur. Meira

Fastir þættir

28. júní 2013 | Í dag | 324 orð

Af laxveiði Ólafs G. og félaga

Sandá í Þistilfirði er skemmtileg laxveiðiá og var það löngum svo, að sömu hóparnir skiptu með sér ánni ár eftir ár. Einhverju sinni voru þeir þar saman Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og Ólafur G. Einarsson. Meira
28. júní 2013 | Árnað heilla | 623 orð | 3 myndir

„Ég man þig“ í bígerð

Ó skar fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum þar til hann varð ellefu ára, þá flutti hann í Hvassaleitishverfið. Hann gekk í Ísaksskóla, Melaskóla, Hvassaleitisskóla og Verzlunarskóla Íslands. Meira
28. júní 2013 | Fastir þættir | 172 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Skrúfstykki. N-Enginn Norður &spade;Á852 &heart;D2 ⋄108 &klubs;ÁK985 Vestur Austur &spade;K96 &spade;1073 &heart;Á653 &heart;G109 ⋄974 ⋄532 &klubs;G72 &klubs;D1064 Suður &spade;DG4 &heart;K874 ⋄ÁKDG6 &klubs;3 Suður spilar 6⋄. Meira
28. júní 2013 | Árnað heilla | 215 orð | 1 mynd

Í húsbíl á Bíldudals grænum baunum

Maður verður að fara á útihátíð með ömmu sinni og afa á 25 ára afmælinu,“ segir Heimir Hannesson, nýútskrifaður stjórnmálafræðingur, en hann er 25 ára í dag. Meira
28. júní 2013 | Í dag | 19 orð

Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið...

Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Meira
28. júní 2013 | Árnað heilla | 44 orð | 1 mynd

Kristín Hjartardóttir

30 ára Kristín er grunnskólakennari og býr í Reykjanesbæ. Maki: Gustav Helgi Haraldsson, f. 1981, netsérfræðingur. Börn: Esther Júlía, f. 2005, Þóra Vigdís, f. 2009, og Freyja Kristín, f. 2012. Foreldrar: Hjörtur Zakaríassson, f. Meira
28. júní 2013 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

München Sóley Karen Jensdóttir fæddist 9. febrúar kl. 16.58. Hún vó 2.960 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Bryndís Stefánsdóttir og Jens... Meira
28. júní 2013 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Reykjavík Aron Freyr Elíasson fæddist 10. október kl. 12.33. Hann vó 4.730 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Unnur Karen Guðmundsdóttir og Elías Raben... Meira
28. júní 2013 | Árnað heilla | 56 orð | 1 mynd

Ólafur Pálsson

60 ára Ólafur er bóndi í Saurbæ í Holtum í Rangárvallasýslu og hefur búið í Saurbæ alla tíð. Maki: Guðrún Hálfdánardóttir, f. 1959, bóndi. Börn: Lára, f. 1986, Margrét, f. 1989, Ingibjörg, f. 1992, og Hjördís, f. 1994. Foreldrar: Páll Elíasson, f. Meira
28. júní 2013 | Fastir þættir | 168 orð

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. Rf3 Rf6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 Bb4 7. Rxc6 bxc6 8. Bd3 d5 9. exd5 exd5 10. O-O O-O 11. cxd5 cxd5 12. Bg5 Be6 13. Df3 h6 14. Bh4 Be7 15. Hfe1 Hb8 16. Bf5 Bxf5 17. Dxf5 Hxb2 18. Bxf6 Bxf6 19. Rxd5 Bd4 20. Hf1 Hxf2 21. Meira
28. júní 2013 | Í dag | 292 orð | 1 mynd

Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Sveinbjörn tónskáld fæddist á Nesi við Seltjörn 28.6. 1847 en ólst upp í Reykjavík frá fjögurra ára aldri. Hann var sonur Þórðar Sveinbjörnssonar, háyfirdómara við Landsyfirréttinn, og s.k.h., Kirstínar Katrínar Knudsen. Meira
28. júní 2013 | Árnað heilla | 201 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Anna Guðmundsdóttir Ragna Gamalíelsdóttir 90 ára Jytte Karen Michelsen Sigurður Stefánsson 85 ára Bára J. Olsen Halldór Júlíusson Magðalena S. Hallsdóttir Þorgerður Þorleifsdóttir 80 ára Anna S. Meira
28. júní 2013 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

Valur Norðri Gunnlaugsson

40 ára Valur er Reykvíkingur og verkefnastjóri hjá Matís ohf. Maki: Laufey Kristjánsdóttir, f. 1975, gæðastjóri hjá Mannviti. Börn: Þórunn, f. 2008, og Hanna Kristín, f. 2010. Foreldrar: Gunnlaugur Sigurðsson, f. Meira
28. júní 2013 | Fastir þættir | 325 orð

Víkverji

Víkverji var viðstaddur brautskráningu kandídata sem luku framhaldsnámi við Háskóla Íslands um nýliðna helgi. Skipulagið var sem smurð vél og gaman var að sjá ánægjuna sem skein úr hverju andliti. Meira

Íþróttir

28. júní 2013 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

33. sigurleikur Serenu í röð

Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams hélt sigurgöngu sinni áfram á tennisvellinum í gær þegar hún tryggði sér sæti í 4. umferð á Wimbledon-mótinu sem stendur yfir þessa dagana í Lundúnum. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

Álfukeppnin Undanúrslit: Spánn – Ítalía 0:0 *Spánverjar höfðu...

Álfukeppnin Undanúrslit: Spánn – Ítalía 0:0 *Spánverjar höfðu betur í bráðabana í vítakeppni, 7:6. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 335 orð | 2 myndir

Bjarki Már til liðs við Aue

handbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Bjarki Már Gunnarsson, varnarmaðurinn sterki úr HK sem á baki þrjá leiki með íslenska A-landsliðinu í handknattleik, er á leið út í atvinnumennskuna. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 1018 orð | 2 myndir

Draumurinn að keppa fyrir Ísland í Ríó 2016

Frjálsar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég elska að keppa fyrir Ísland. Ég reyni eins og ég get að læra íslenskuna og vil tala hana fullkomlega. Liðsfélagarnir hjálpa mér mikið og það er gott að finna þennan mikla samhug í hópnum. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 344 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Hanna Rut Heimisdóttir , landsliðskona í íshokkí, hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Bjarnarins fyrir næsta tímabil. Hún hefur leikið með Birninum undanfarin ár. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 590 orð | 2 myndir

Fyrirmyndirnar hefur vantað

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 562 orð | 2 myndir

Getum unnið alla

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Við erum alltaf ánægðir með að vinna og teljum okkur geta unnið hvern sem er. Það gefur okkur mikið fyrir framhaldið að hafa sótt hingað sigur. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Gísli í 2. sæti fyrir lokahring

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili hefur leikið afar vel á Finnish International Junior mótinu sem fram fer á Cooke-vellinum í Vierumaki í Finnlandi. Gísli var í 3. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

Hörður Axel með spennandi kosti

„Það poppar upp áhugi hér og þar en maður er bara að skoða hvað myndi henta manni sjálfum best. Ég veit af mjög spennandi kostum í Þýskalandi og einnig annars staðar. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Húsavíkurvöllur: Völsungur – KF 19.15...

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Húsavíkurvöllur: Völsungur – KF 19.15 2. deild karla: Vilhjálmsv.: Höttur – Dalvík/Reynir 20.00 3. deild karla: Grundarfj.: Grundarfj. – Augnablik 20. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Með tilboð frá Ademar León

handbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Róbert Aron Hostert, stórskyttan snjalla úr Íslandsmeistaraliði Fram í handknattleik, er mjög eftirsóttur. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Meistaraheppni Spánverja

Það verða heims- og Evrópumeistarar Spánverja sem mæta Brasilíumönnum í úrslitaleik Álfukeppninnar í knattspyrnu á Maracana-vellinum í Rio de Janeiro á sunnudaginn. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 137 orð

Rúnar Már í stað Ara hjá Sundsvall?

Leikur Sundsvall gegn Landskrona í sænsku 1. deildinni á morgun verður sennilega síðasti leikur landsliðsmannsins Ara Freys Skúlasonar fyrir Sundsvall ef marka má frétt Sundsvalls Tidning. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Tévez fær tíuna hjá Juventus

Carlos Tévez hefur sett stefnuna á að vinna bæði ítalska meistaratitilinn með Juventus og Meistaradeildina en argentínski sóknarmaðurinn er orðinn liðsmaður Juventus eftir að hafa spilað með liði Manchester City undanfarin ár. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Werder að velja á milli Alfreðs og Barrios?

Þýska knattspyrnufélagið Werder Bremen er í leit að framherja og er íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason ofarlega á lista yfir þá sem koma til greina samkvæmt fréttum þýskra og hollenskra miðla. Meira
28. júní 2013 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Þumlungi frá því að ná HM-lágmarkinu

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni var grátlega nærri því að tryggja sér farseðilinn á HM í Moskvu í ágúst þegar hún keppti á Grand Prix mótinu í Stokkhólmi í gærkvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.