Greinar föstudaginn 26. júlí 2013

Fréttir

26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 417 orð | 3 myndir

Aðeins eitt SMS – það þarf svo lítið til

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Þórir Guðmundsson missti tvíburasystur sína, Þóreyju, í bílslysi á Hnífsdalsvegi fyrir sjö árum þegar hún var að keyra til vinnu, en gögn sýna að líklega hefur farsími truflað hana við akstur. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Afgreiddu nýtt deiliskipulag

Borgarráð samþykkti í gær nýtt deiliskipulag fyrir Landsímareitinn. Fyrir fund borgarráðs tók Dagur B. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Aníta fær átta milljóna króna styrk

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær að veita Anítu Hinriksdóttur, Evrópu- og heimsmeistara í 800 m hlaupi, tveggja milljóna króna árlegan styrk fram að Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Rio de Janeiro árið 2016. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 535 orð | 3 myndir

Athygli vekur hvað hvalurinn fer hratt yfir

Baksvið Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Tiltekin steypireyður vekur mikla athygli vísindamanna um þessar mundir, en hægt er að fylgjast með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Gervihnattasendi var skotið á hvalinn aðfaranótt 12. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Blikar bókuðu ferð til Asíu

Breiðablik er komið í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir frækinn sigur á Sturm Graz í Austurríki í gær, 1:0, þar sem Ellert Hreinsson skoraði sigurmarkið. Breiðablik hefur nú haldið marki sínu hreinu 4 Evrópuleiki í röð. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Eggert

Hundur á vinafundi Tryggur og vinalegur hundur fylgist með latte-lepjandi vinum sínum og öðru góðu fólki við Kaffi París í miðborginni í gær þegar hún iðaði af lífi í... Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 1319 orð | 4 myndir

Ekki endurreiknað hjá öllum

Viðtal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, boðar að leiðréttingu á endurútreikningum á gengislánum verði því sem næst lokið fyrir áramót. „Við reynum að vinna þetta eins hratt og hægt er. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 643 orð | 3 myndir

Friðhelgi einkalífsins háð hagsmunamati

Viðtal Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Fólk er að selja mikilvæga hagsmuni og réttindi sín í skiptum fyrir þjónustu sem það nýtur góðs af og er alltaf meira og meira notuð. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Hanna afnam reglugerð Ögmundar

Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur fellt úr gildi reglugerð Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, um breytt skilyrði fyrir fasteignakaupum útlendinga hér á landi. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 91 orð

Kaldara veður og rigning um helgina

Veðurspáin fyrir helgina er þokkaleg en búast má við að kólni í veðri, að sögn Einars Magnúsar Einarssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann mælir með því að menn búi sig undir skúrir, sé ætlunin að halda í útilegu. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Koma vel undan kuldanum

Búast má við góðri berjasprettu og að hægt verði að hefja berjatínslu um miðjan ágúst að sögn berjaáhugamannsins Sveins Rúnars Haukssonar sem kannað hefur berjalönd víða um land að undanförnu. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Leið um Teigsskóg var hafnað

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skipulagsstofnun hefur hafnað því að leið B um Teigsskóg í Þorskafirði fari í mat á umhverfisáhrifum. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Leit að sjómanni af Skinney SF hætt

Skipulagðri leit að sjómanninum sem féll útbyrðis af Skinney SF 020 var hætt um miðjan dag í gær. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

List undir dúk í Reykjanesbæ

Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Grímuklæddir listamenn munu næstu fimm vikur vinna að listaverki á gömlum vatnstanki við Vatnsholtið í Reykjanesbæ. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 787 orð | 1 mynd

Lög verði tekin til endurskoðunar

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Taka þarf lög og lagaframkvæmd á sviði gjaldeyrismála til heildarendurskoðunar með hliðsjón af hagsmunum almennra borgara á Íslandi, sem þurfa að búa við gjaldeyrishöft á komandi árum. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Magnús er nýr skattakóngur

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, greiðir hæstu skattana í ár, eða rúmlega 189,6 milljónir króna. Kemur þetta fram í yfirliti ríkisskattstjóra um hæstu gjaldendur í álagningu einstaklinga fyrir árið 2013 sem birt var í gær. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Óánægja með endurgreiðslur

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Óánægju hefur gætt vegna endurgreiðslu frá Íslandsbanka þar sem vaxtabætur koma til með að skerðast sem endurgreiðslunni nemur, en bankinn endurgreiddi fyrr á árinu 20. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Ógagnsæi í ákvörðunum

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Skortur er á gagnsæi í ákvörðunum Seðlabanka Íslands við afgreiðslu undanþága frá lögum um gjaldeyrismál að mati Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 262 orð

Ósamræmi í atvinnuleysistölum á milli ríkisstofnana

Talsverður munur er á atvinnuleysistölum frá annarsvegar Vinnumálastofnun og hinsvegar Hagstofu Íslands. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Símon Símonarson

Símon Símonarson framkvæmdastjóri lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 25. júlí, 79 ára að aldri. Símon var lengi vel einn af fremstu og sigursælustu bridgespilurum landsins. Símon fæddist í Reykjavík 24. september 1933. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Skilyrði að fyrirtæki fari eftir kjarasamningum

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Starfsgreinasambandið átti fund með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í vetur, þar sem fulltrúar þess lýstu áhyggjum af því að eftirlit með fyrirtækjum sem taka þátt í útboðum væri ekki nægilega tryggt. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Skipulagsstofnun hafnar Teigsskógi

Skipulagsstofnun hefur hafnað því að leið B um Teigsskóg í Þorskafirði fari í mat á umhverfisáhrifum. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 483 orð | 2 myndir

Tónlistin eykur lífsgæði fólks

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ferð Áhafnarinnar á Húna II aflaði björgunarsveitunum alls tæplega 24 milljóna króna. Miðasala á hverjum stað rann til björgunarsveitarinnar á staðnum. Hljómsveitin, aðstoðarfólk og áhöfnin á Húna II gáfu öll vinnu sína. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Traustið hefur aukist

Þriðjungur Íslendinga hefur tilhneigingu til þess að treysta íslenskum stjórnmálaflokkum, samkvæmt niðurstöðum Eurobarometer, skoðanakönnunar Evrópusambandsins sem gerð var í maí síðastliðnum og birt var nú í vikunni. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Tæknin alltaf skrefinu á undan lögum

„Það er eðli tækninnar að hún er alltaf á undan lagabók-stafnum. Hún er brautryðjand-inn og löggjafinn getur ekki sett umgjörð um þá braut sem tæknin ryður,“ segir Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Verktakinn hefur sagt sig frá verkinu

Tveir erlendir verkamenn þáðu í gær boð starfsgreinafélagsins Afls um aðstoð við að innheimta laun og orlof sem þeir hafa verið hlunnfarnir um. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Voldugur Selfoss með Viðey og Esju í baksýn

Þau eru voldug flutningaskipin þegar þau sigla út úr Reykjavíkurhöfn og út á Faxaflóa. Þau verða hinsvegar ansi lítilfjörleg þegar þau eru komin út á mitt Atlantshaf. Meira
26. júlí 2013 | Erlendar fréttir | 735 orð | 2 myndir

Þeyttist af sporinu á ofsahraða

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl. Meira
26. júlí 2013 | Erlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Þjóðarsorg á Spáni

Heimir Snær Guðmundsson Kjartan Kjartansson Einn stjórnenda lestarinnar sem fór út af sporinu í Galisíuhéraði í norðvesturhluta Spánar á þriðjudagskvöld verður yfirheyrður nánar í dag. Meira
26. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Ætlaði í fráhvarfsflug en missti hæð

Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag hugðist fara í fráhvarfsflug þegar hún missti hæð og lenti á flugbrautinni með hjólin í uppréttri stöðu. Meira

Ritstjórnargreinar

26. júlí 2013 | Staksteinar | 218 orð | 1 mynd

Gjáin innan ESB

Styrmir Gunnarsson fjallar á Evrópuvaktinni um þann mikla mun sem er orðinn á milli suðurhluta og norðurhluta ESB: Gjáin“ á milli norðurs og suðurs í Evrópu er að verða hættuleg. Meira
26. júlí 2013 | Leiðarar | 621 orð

Uppgangur Persaveldis

Vesturlönd standa frammi fyrir vaxandi vanda vegna aukinna áhrifa Írans Meira

Menning

26. júlí 2013 | Fólk í fréttum | 334 orð | 4 myndir

Berfættir gestir og dáleiðandi tónlist

Af tónleikum Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Fátt getur skákað ljúfri tónlist í bland við sólargeisla á björtu sumarkvöldi í Reykjavík, en slík var stemningin á tónleikum Sin Fang og Amiinu í Fríkirkjunni í Reykjavík á miðvikudagskvöldið. Meira
26. júlí 2013 | Menningarlíf | 544 orð | 3 myndir

Blæbrigðarík og lifandi tónlist

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is K Tríó gaf nýlega út plötuna Meatball Evening en þetta er þriðja plata tríósins. Meira
26. júlí 2013 | Kvikmyndir | 99 orð | 1 mynd

Efron eða Gosling í Stjörnustríði?

Og enn segir af Íslandsvininum Ryan Gosling (sjá síðuna á móti) því nú berast fréttir af því að hann komi til greina í hlutverk sonar Loga geimgengils í sjöundu Stjörnustríðs-myndinni, Star Wars: Episode VII . Meira
26. júlí 2013 | Myndlist | 222 orð | 1 mynd

Fölblár punktur

Sýning myndlistarmannanna Ragnheiðar Gestsdóttur og Curvers Thoroddsen, Fölblár punktur , verður opnuð í dag kl. 17 í Skaftfelli - bókabúð, sýningarrými Skaftfells á Seyðisfirði, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Meira
26. júlí 2013 | Fólk í fréttum | 489 orð | 3 myndir

Hefur þú séð Ryan Gosling?

Myndir af Júlíusi leiddu hins vegar í ljós að hann er ekkert sérstaklega líkur Gosling, nema kannski þegar hann setur upp sólgleraugu. Meira
26. júlí 2013 | Kvikmyndir | 68 orð | 1 mynd

Heimildarmyndin Aska sýnd í Iðnó

Ný heimildarmynd um eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, Aska, verður frumsýnd í Iðnó í kvöld í lokahófi þeirra sem að henni komu en sýningin er aðeins fyrir boðsgesti. Höfundar myndarinnar eru Herbert Sveinbjörnsson og Hildur Margrétardóttir. Meira
26. júlí 2013 | Tónlist | 121 orð | 1 mynd

Ljótir hálfvitar leika á Mærudögum

Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir mun fagna útkomu fjórðu breiðskífu sinnar með tónleikum í heimahögum, eins og vanalega, og verða þeir að þessu sinni haldnir í íþróttahöllinni á Húsavík. Meira
26. júlí 2013 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Ophidian I hitar upp fyrir Wacken

Hljómsveitin Ophidian I heldur brátt til Þýskalands þar sem hún mun leika á þungarokkshátíðinni Wacken Open Air og keppa fyrir Íslands hönd í þungarokkshljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle. Meira
26. júlí 2013 | Menningarlíf | 184 orð | 2 myndir

Ótrúlegt ævistarf Jóns lærða

Bók um Jón lærða Guðmundsson, 1574-1658, er nýkomin út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi og ber heitið Í spor Jóns lærða . Þar rekja tólf höfundar spor Jóns lærða sem er talinn einn sérstæðasti Íslendingur á siðskiptaöld. Meira
26. júlí 2013 | Tónlist | 204 orð | 2 myndir

Ragnar stoltur af stælingu Jay Z

Bandaríski rapparinn Jay Z tók upp á því 10. júlí sl. að flytja eitt laga sinna, „Picasso Baby“, samfellt í sex klukkustundir í galleríinu Pace í New York. Meira
26. júlí 2013 | Fólk í fréttum | 240 orð | 1 mynd

Seldist upp á Bræðsluna á tveimur dögum

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tónlistarhátíðin Bræðslan verður um helgina en um er að ræða tónleika sem verða í gömlu Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Meira
26. júlí 2013 | Fjölmiðlar | 170 orð | 1 mynd

Skuggahliðar Baltimore-borgar

Oft er sagt að ef maður ætti að velja eina bók til þess að lesa yfir ævina, þá yrði sú bók Don Kíkóti. Hliðstæða bókarinnar í heimi sjónvarpsins hlýtur að vera bandaríski sjónvarpsþátturinn The Wire. Um það erum við Jón Gnarr sammála. Meira

Umræðan

26. júlí 2013 | Pistlar | 462 orð | 1 mynd

Úrelt viðhorf heima og heiman?

Á meðan konur ganga út frá því að þær geti gert allt það sem karlar geta í atvinnulífinu en halda fast í þá hugmynd að þær séu körlum fremri í öllu því sem snýr að heimilishaldi og barnauppeldi, þá verður fullu jafnrétti kynjanna aldrei náð. Meira
26. júlí 2013 | Velvakandi | 93 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Hvar er biðskýlið? Hvernig stendur á því, að það er búið að taka strætóskýlið við stoppistöðina í Suðurgötunni við Þjóðminjasafnið og enginn bekkur er þar heldur til að hvíla lúin bein, meðan beðið er? Meira
26. júlí 2013 | Aðsent efni | 1096 orð | 1 mynd

Þjóðareign eða fullveldisréttur?

Eftir Jóhann J. Ólafsson: "Er það tilgangur stjórnmálamanna að sefa eða svæfa þjóðina í málinu svo hún haldi að það sé útrætt og afgreitt?" Meira

Minningargreinar

26. júlí 2013 | Minningargreinar | 788 orð | 1 mynd

Alan James Winrow

Alan James Winrow fæddist á Englandi 15. október 1956. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 23. júlí 2013. Foreldrar hans voru William Joseph Winrow, f. 27. apríl 1919, d. 23. ágúst 1969, og Kathleen Ellen Winrow (áður Harding), f. 17. mars 1922, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2013 | Minningargreinar | 1310 orð | 1 mynd

Arnviður Ævarr Björnsson

Arnviður Ævarr Björnsson fæddist á Húsavík 27. ágúst 1922. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 17. júlí 2013. Foreldrar hans voru Björn Jósefsson, héraðslæknir á Húsavík, f. 1885 á Hólum í Hjaltadal, d. 1963, og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir,... Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2013 | Minningargreinar | 1058 orð | 1 mynd

Frímann Ottósson

Frímann Ottósson fæddist á Oddhóli í Rangárvallasýslu 10. janúar 1953. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 18. júlí 2013. Móðir hans er Guðrún Frímannsdóttir, f. 31. mars 1932. Faðir hans var Helgi Ottó Carlsen, f. 5. júlí 1933, d. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2013 | Minningargreinar | 1521 orð | 1 mynd

Ólafía Sólveig Jónatansdóttir

Ólafía Sólveig Jónatansdóttir fæddist á Bíldudal 29. mars 1940. Hún lést á heimili sínu á Eyrarbakka 11. júlí 2013. Hún var dóttir hjónanna Jónatans Kristins Jóhannessonar, húsasmíðameistara í Reykjavík, f. 27. mars 1897, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2013 | Minningargreinar | 2073 orð | 1 mynd

Óskar Óskarsson

Óskar Óskarsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1952. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 17. júlí 2013. Foreldrar hans voru þau Óskar Björnsson, f. 19. apríl 1913, d. 15. júlí 1995, frá Berunesi við Reyðarfjörð, og Gunnþóra Björgvinsdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2013 | Minningargreinar | 1447 orð | 1 mynd

Sigurður Kristjánsson

Sigurður Kristjánsson, fyrrverandi yfirkennari, fæddist í Reykjavík 26. desember 1912. Hann andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund 13. júlí 2013. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2013 | Minningargreinar | 677 orð | 1 mynd

Sólberg Björnsson

Sólberg Björnsson fæddist á Hofsósi 7. nóvember 1932. Hann lést 19. júlí 2013. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2013 | Minningargreinar | 1960 orð | 1 mynd

Tryggvi Karlsson

(Björn) Tryggvi Karlsson, fæddist að Stóru-Borg í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 28. mars 1932. Hann lést á Hjúkrunarheimili aldraðra, Sunnuhlíð, Kópavogi, 13. júlí 2013. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2013 | Minningargreinar | 1318 orð | 1 mynd

Vigfús Vigfússon

Vigfús Vigfússon fæddist í Ólafsvík 2. júní 1950. Hann lést á heimili sínu 17. júlí 2013. Foreldrar hans eru Vigfús Kr. Vigfússon, f. 14.12. 1924 og Herdís Kr. Hervinsdóttir, f. 26.3. 1928. Systkini Vigfúsar eru: Hervin, f. 28.2. 1947. Kristín, f. 27.2. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. júlí 2013 | Viðskiptafréttir | 65 orð | 1 mynd

40 milljarða hagnaður

Hagnaður af rekstri Facebook nam 333 milljónum dala, andvirði um 40 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi. Uppgjörið stóðst væntingar fjárfesta og hækkuðu hlutabréf félagsins í verði, að því er segir í frétt BBC. Meira
26. júlí 2013 | Viðskiptafréttir | 417 orð | 2 myndir

Afkoma endurspeglar erfiðar aðstæður

Baksvið Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Afkoma Marels á fyrri helmingi ársins 2013 endurspeglar krefjandi markaðsaðstæður og áframhaldandi töf á fjárfestingu á helstu mörkuðum félagsins. Meira
26. júlí 2013 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Helgi selur í Marel

Tvö félög tengd Helga Magnússyni , fjárfesti og stjórnarmanni í Marel, seldu í dag 600 þúsund hluti í Marel fyrir rúmar 80 milljónir króna. Varðberg ehf., sem er að fullu í eigu Helga, seldi 200 þúsund hluti og Eignarhaldsfélag Hörpu ehf. Meira
26. júlí 2013 | Viðskiptafréttir | 180 orð | 1 mynd

Kínverjar vilja örva vöxt

Kínversk stjórnvöld kynntu í gær nýjar aðgerðir sem eiga að örva hagvöxt. Snúast aðgerðirnar meðal annars um að veita litlum fyrirtækjum skattaívilnanir, lækka gjöld á þá sem standa í útflutningi og að leggja nýjar járnbrautir. Meira
26. júlí 2013 | Viðskiptafréttir | 161 orð | 1 mynd

Mikill skuldavandi

Sala á eignarhlut ríkisins í bönkunum er augljós upphafsleikur í þeirri viðleitni að minnka skuldir og draga úr vaxtakostnaði ríkisins. Það er ekki hlutverk ríkisins að standa í miklum bankarekstri. Meira

Daglegt líf

26. júlí 2013 | Daglegt líf | 152 orð | 1 mynd

Allir hjóla og allir vinna

Hin árlega hjólreiðakeppni Gullhringurinn verður haldin 18. ágúst næstkomandi við Laugarvatn. Meira
26. júlí 2013 | Daglegt líf | 953 orð | 3 myndir

Á snjóbretti í Smáralindinni

Netþættirnir Og hvað hafa notið talsverðra vinsælda en þar má meðal annars sjá snjóbrettakappa fara niður rúllustiga í Smáralindinni svo eitthvað sé nefnt. Davíð Arnar Oddgeirsson, einn forsprakka þáttanna, segir stefnuna vera á sjónvarpið. Meira
26. júlí 2013 | Daglegt líf | 113 orð | 1 mynd

Fjöldi sveita á Innipúkanum

Innipúkinn hefur skipað sér í sess meðal vinsælustu viðburða verslunarmannahelgar síðustu ár. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á hátíðina í ár sem fer fram dagana 2. til 4. ágúst. Meira
26. júlí 2013 | Daglegt líf | 444 orð | 1 mynd

HeimurEinars

Það er nefnilega snúið, núið, því reyni maður að koma fingri á það og mæla nafn þess, þá er það búið. Meira
26. júlí 2013 | Daglegt líf | 75 orð | 1 mynd

...sjáið Grísalappalísu

Margt er um að vera í plötubúðinni 12 Tónum þessa dagana en hljómsveitin Grísalappalísa mun stíga á svið í verlsuninni í dag klukkan 18. Meira
26. júlí 2013 | Daglegt líf | 152 orð | 1 mynd

Tíundi áratugurinn endurvakinn

Tíundi áratugur tuttugustu aldar var mörgum minnisstæður hvað tónlist varðar. Sveitir á borð við Nirvana, The Smashing Pumpkins, Backstreet Boys og Britney Spears áttu hug og hjörtu allra auk þess sem evrópoppið tröllreið öllu. Meira

Fastir þættir

26. júlí 2013 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

70 ára

Sigurjón R. Þorvaldsson er sjötugur í dag, 26. júlí. Í tilefni þess ætlar hann að hafa opið hús á heimili sínu, Furulundi 15a á Akureyri, laugardaginn 27. júlí, frá kl. 15 og fram eftir degi. Vinir og ættingjar eru hjartanlega... Meira
26. júlí 2013 | Í dag | 344 orð

Af Jóni Thoroddsen og Grími Thomsen

Ég var að taka til í bókaskápnum og rakst þá á Ársrit hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn og opnaðist þar sem þessar línur stóðu: Góður vinur er gulli betri aumur er sá sem aldrei berst Í því sama riti var skemmtileg og fróðleg grein eftir Boga... Meira
26. júlí 2013 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Bjarni Þórður Halldórsson

30 ára Bjarni er alinn upp á Húsafelli og í Árbæ, þar sem hann býr, og er kennari í Kelduskóla, Grafarv. Maki: Hrönn Baldvinsdóttir, f. 1983, rekur hárgreiðslustofuna Skugga. Sonur: Baldvin, f. 2011. Foreldrar: Halldór Bjarnason, f. Meira
26. júlí 2013 | Fastir þættir | 170 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Lengri leiðin. Meira
26. júlí 2013 | Í dag | 281 orð | 1 mynd

Höskuldur Björnsson

Höskuldur Björnsson listmálari fæddist í Dilksnesi við Hornafjörð 26. júlí 1907. Faðir hans var Björn óðalsbóndi og oddviti þar, Jónssonar óðalsbónda og söðlasmiðs á Hoffelli í Nesjum Guðmundssonar, bónda og læknis í Hoffelli, Eiríkssonar. Meira
26. júlí 2013 | Í dag | 21 orð

Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég...

Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. Meira
26. júlí 2013 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Kristleifur Halldórsson

30 ára Kristleifur er frá Húsafelli í Borgarfirði, býr í Hafnarfirði og er yfirmatreiðslumeistari á Serrano. Maki: Tinna Rut Róbertsdóttir, f. 1987, sjúkraliðanemi. Börn: Birta Líf, f. 2008, Ólafur Logi, f. 2009, og Kristleifur Bjarni, f. 2011. Meira
26. júlí 2013 | Í dag | 41 orð

Málið

Maður sem oft er spurður um líðan sjúklinga gengur undir starfsheitinu „vakthafandi læknir“. Í stað þessa orðalepps mætti segja læknir á vakt eða bara læknir . Hættan á því að e-r haldi að um sé að ræða fjarverandi lækni er... Meira
26. júlí 2013 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Garðabær Signý Daniela fæddist 4. september kl. 14.57. Hún vó 3.430 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Viviana Jacqueline Viveros Cantero og Karl Jóhann Ásmundsson... Meira
26. júlí 2013 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Reykjanesbær Emma Sjöfn fæddist 16. febrúar kl. 22.58. Hún vó 3.976 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Ruth Kjærnested og Einar Haukur Björnsson... Meira
26. júlí 2013 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Ragnheiður Gísladóttir

40 ára Ragnheiður er Selfyssingur, fædd þar og uppalin, og er kennari í Sunnulækjarskóla. Maki: Ævar Svan Sigurðsson, f. 1973, deildarstjóri hjá Advania. Börn: Lena Rut, f. 1999, og Arnar Svan, f. 2002. Foreldrar: Gísli Grétar Magnússon, f. Meira
26. júlí 2013 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. c3 Rf6 4. d3 d5 5. Rbd2 Be7 6. b4 a6 7. Bb2 b5 8. Be2 O-O 9. O-O h6 10. He1 Be6 11. a3 Dd7 12. Bf1 Hfd8 13. Dc2 Hac8 14. Hac1 dxe4 15. dxe4 Rh7 16. Hcd1 f6 17. c4 Rb8 18. cxb5 axb5 19. Rb3 De8 20. Rh4 c6 21. Rf5 Bf8 22. Meira
26. júlí 2013 | Árnað heilla | 623 orð | 4 myndir

Skólastýra á miðstigi í Hjallastefnunni

Sara Dögg fæddist í Reykjavík 26. júlí 1973 en er alin upp á Reykhólum í Reykhólasveit. Hún gekk í Reykhólaskóla. Meira
26. júlí 2013 | Árnað heilla | 206 orð | 1 mynd

Skreppur til Eyja í tilefni stórafmælis

Kristín Sverrisdóttir, eigandi Ísfugls, fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag, en í tilefni af því ætlar hún ásamt eiginmanni sínum, Jóni Magnússyni Jónssyni, að „skreppa af landi brott“ í dagsferð til Vestmannaeyja. Meira
26. júlí 2013 | Árnað heilla | 169 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Ásta Ebenharðsdóttir Björg Karlsdóttir 85 ára Sváfnir Sveinbjarnarson 80 ára Gunnar Flóventsson Blöndal Hörður Arnórsson Una Halldóra Halldórsdóttir 75 ára Erna G. Sigurðardóttir Guðlaug Gunnarsdóttir Guðni Þ. Meira
26. júlí 2013 | Fastir þættir | 275 orð

Víkverji

Víkverji hefur gaman af boltaleikjum, sérstaklega þar sem fæturnir eru notaðir til að stjórna knettinum. Meira
26. júlí 2013 | Í dag | 222 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

26. júlí 1925 Skátamót var haldið í Þrastaskógi. Þar komu saman skátar úr þremur félögum. Baden Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar, var sent „símskeyti í minningu um fyrsta skátamót Íslands,“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu. 26. Meira

Íþróttir

26. júlí 2013 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Andstæðingar Íslands í úrslitum

Þýskaland og Noregur sem voru með Íslandi í riðli í lokakeppni EM í Svíþjóð mætast í úrslitaleik keppninnar. Noregur sló Danmörku út í undanúrslitum í gærkvöldi eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 701 orð | 4 myndir

Blikar bókuðu ferð til Asíu

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég er sveittur, og bara nokkuð ánægður með að vera kominn áfram. Þetta síast kannski ekki inn fyrr en síðar því þetta voru mikil átök og einbeiting, svo maður er hálftómur. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Evrópudeildin ÍBV – Rauða Stjarnan 0:0 Rautt spjald : Stefan...

Evrópudeildin ÍBV – Rauða Stjarnan 0:0 Rautt spjald : Stefan Mihajlovic 76. Standard Liege – KR 1:3 Frédéric Bulot 26., Imoh Ezekiel 68., 73. – Emil Atlason 69. Sturm Graz – Breiðablik 0:1 Ellert Hreinsson 39. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

Eyjamenn úr leik eftir hetjulega baráttu

Eyjamenn féllu úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn hinu fornfræga liði Rauðu stjörnunnar. ÍBV tapaði einvíginu samtals 2:0. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Forystusauðirnir tóku stöðunni með ró

Fyrsta keppnisdegi er lokið á Íslandsmótinu í höggleik á Korpúlfsstöðum. Morgunblaðið ræddi við þau Harald Franklín Magnús og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem eru með forystuna að loknum 18 holum af 72. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

FÓTBOLTI Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: Kópavogsvöllur: Breiðablik...

FÓTBOLTI Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: Kópavogsvöllur: Breiðablik – Fylkir 19.15 Samsungv.: Stjarnan – Þór/KA 19.15 2. deild karla: KR-völlur: KV – Ægir 20 Garðsvöllur: Víðir – ÍH 20 1. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 637 orð | 3 myndir

Góður leikur ÍBV en mörkin vantaði

Fótbolti Júlíus G. Ingason sport@mbl.is Eyjamenn geta gengið stoltir frá viðureign sinni gegn hinu fornfræga liði Rauðu stjörnunnar frá Serbíu. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Helgi heimsmeistari eftir dramatík

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson varð í gær heimsmeistari á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem stendur yfir í Lyon í Frakklandi. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Íslandsmótið í höggleik Karlaflokkur: Haraldur Franklín Magnús 68 Rúnar...

Íslandsmótið í höggleik Karlaflokkur: Haraldur Franklín Magnús 68 Rúnar Arnórsson 70 Arnar Freyr Jónsson 71 Alfreð Brynjar Kristinsson 71 Axel Bóasson 71 Birgir Leifur Hafþórsson 71 Kristófer Orri Þórðarson 72 Örvar Samúelsson 72 Magnús Lárusson 72... Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 513 orð | 3 myndir

KR mátti sín lítils í Belgíu

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Rúnar Kristinsson þjálfari KR ákvað að hvíla Hannes Þór Halldórsson aðalmarkvörð liðsins ásamt fleiri leikmönnum þegar liðið sótti Standard Liege heim í Belgíu í gærkvöld í seinni leik liðanna í 2. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Toppliðin misstu öll af stigum

Dramatíkin var allsráðandi í uppbótartíma í Grindavík í gærkvöld þar sem heimamenn gerðu 1:1-jafntefli við Hauka í mikilvægum slag í toppbaráttu 1. deildar karla í knattspyrnu. Á sama tíma vann Selfoss algjöran stórsigur á toppliði Víkings R., 6:1. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 445 orð | 3 myndir

Ungt fólk með forystuna

Golf Kristján Jónsson kris@mbl.is Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili eru með forystu að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst á Korpúlfsstaðavelli í gær. Meira
26. júlí 2013 | Íþróttir | 718 orð | 4 myndir

Þriðji sigurleikurinn í röð hjá landsliðinu í körfubolta

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Danir reyndust engin fyrirstaða fyrir Íslendinga þegar karlalandslið þjóðanna í körfuknattleik mættust í Garðabænum í gærkvöldi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.