Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Frá því að launafólki var heimilað að taka út séreignasparnað sinn til að mæta brýnum fjárhagsvanda í mars árið 2009 hafa nú alls verið teknir út rúmlega 83 milljarðar króna. Alls hafa 67.
Meira
Landsbankinn og Hugsmiðjan hlutu í gær samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Fyrirtækin sem hljóta viðurkenninguna þykja hafa staðið sig vel í að hvetja starfsfólk að nýta sér vistvæna ferðamáta og auðveldað því að hvíla einkabílinn.
Meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti á fundi Hafnasambands Íslands í gærmorgun að hún ætlaði að leggja fram lagafrumvarp um breytingar á hafnalögum sem miðuðu að því að bregðast við fjárhagsvanda hafna og styðja betur endurnýjun...
Meira
Lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur ekki verið tilkynnt um framkvæmdirnar við nýja ljósastýrða gangbraut yfir Hringbraut á móts við Sæmundargötu. Þetta segir í svari Ólafs Bjarnasonar, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ákveðið að fram skuli fara málflutningur kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka, um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar...
Meira
Margir foreldrar fóru með ólögráða börnum sínum og keyptu fyrir þau eintak af tölvuleiknum vinsæla Grand Theft Auto V (GTA V) þegar hann fór í sölu á mánudagskvöld þrátt fyrir að leikurinn sé ætlaður 18 ára og eldri.
Meira
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Verið er að stofna allt að fimm mannslífum á ári í hættu verði uppsögnum lækna í þyrluáhöfnun Landhelgisgæslunnar haldið til streitu en þær taka gildi um næstu áramót.
Meira
Lausn Haustjafndægragátunnar er að þessu sinni þrjár ferskeytlur í reitum 1-86, 87-178 og 179-260. Á stöku stað er skýring með stafafjölda í sviga. Oftast er þá um að ræða hluta úr lengra orði. Lausnin þarf að berast blaðinu fyrir 4.
Meira
Nýráðningar í fiskiðjuverum HB Granda í ágústmánuði og það sem af er september eru alls um 60 talsins, þar af eru um 35 í Reykjavík og um 25 á Akranesi. Þá hefur fyrirtækið fjárfest í nýjum og fullkomnum fiskvinnslubúnaði.
Meira
Túnis. AFP. | Konur frá Túnis hafa ferðast til Sýrlands til að heyja „kynlífs-jíhad“ en það gera þær með því að svala líkamlegum þörfum íslamskra stríðsmanna.
Meira
Fjölbrautaskólinn við Ármúla hlaut Hjólaskálina í gær fyrir að hvetja nemendur og starfsfólk til að hjóla í skólann, meðal annars með því að bjóða upp á íþróttaáfangann „Hjólað í skólann“.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kornskurður stendur nú yfir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, það er að segja þegar gefur til þreskingar. Ólafur Eggertsson bóndi sagði að búið væri að vera blautt í haust í bland við hvassviðri.
Meira
Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi St. Franciskuspítalinn í Stykkishólmi er bæjarbúum og öðrum íbúum á Snæfellsnesi mikils virði og mikilvægur öryggisþáttur í þróun byggðar á svæðinu.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Tilgangurinn með Hreyfitorgi er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar hjá embætti landlæknis. Vefurinn hreyfitorg.
Meira
Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Ný heimildarmynd bandaríska dagblaðsins The New York Times hefur vakið athygli í Bandaríkjunum en myndin fjallar um líf og afdrif íslenska háhyrningsins Keikós.
Meira
Aðalmeðferð fór fram í gær í máli ákæruvaldsins gegn Páli Heimissyni, sem gegndi stöðu ritara íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hann er ákærður fyrir umboðssvik í tengslum við notkun á greiðslukorti Sjálfstæðisflokksins.
Meira
Fréttaskýring Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Brögð eru að því að foreldrar kaupi tölvuleiki fyrir börn sín þrátt fyrir að þeir séu ekki taldir við hæfi þeirra samkvæmt samevrópskum merkingum.
Meira
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú við loðnuleit og mælingar norður af landinu. Alls óvíst er um loðnuveiðar í vetur þar sem lítið fannst af ungloðnu í fyrrahaust og síðasta vetur.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er eins og makríllinn hafi horfið héðan af grunnslóðinni með norðanhvellinum um síðustu helgi,“ segir Guðlaugur Birgsson, skipstjóri á Öðlingi SU 19 frá Djúpavogi.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veltan í hinum ýmsu atvinnugreinum hefur aukist umtalsvert frá árinu 2010 en samdráttur í hagkerfinu var þá hvað mestur eftir hrunið.
Meira
Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú þegar afar góðu laxveiðisumri er að ljúka er ljóst að metveiði hefur verið í allmörgum ám og gríðarlega góð veiði í þeim mörgum hverjum.
Meira
Ljóst er að afar góðu laxveiðisumri lýkur með metveiði í mörgum ám. Þegar klakveiði er ólokið í Norðurá er ljóst að fyrra met frá árinu 2008 hefur verið slegið, en það var 3.307 laxar. Veiði lauk í Haffjarðará með nýju meti, 2.
Meira
Laufey Steingrímsdóttir prófessor, Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur leiða gönguferð um miðborg Reykjavíkur laugardaginn 21. september þar sem matur, saga og menning verða meginefnið.
Meira
Þátttakendur í sumarlestri Bókasafns Seltjarnarness lásu alls 16.573 blaðsíður og var þeim merka áfanga fagnað með uppskeruhátíð í Bókasafninu nýlega þar sem rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir heiðraði börnin með nærveru sinni og las fyrir þau.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Sovét-Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú?“ orti Jóhannes úr Kötlum um miðja síðustu öld. Hann var hluti af fjölmennum og öflugum hópi Íslendinga sem litu á kommúnistaríkin sem fyrirmynd.
Meira
Stjórnvöld ætla ekki að taka þátt í að styrkja áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, að því er segir í bréfi innanríkisráðuneytisins til byggðaráðs Skagafjarðar. Ráðið skorar á innanríkisráðuneytið að endurskoða afstöðu sína.
Meira
Nýtt skip hefur bæst í flota Samskipa-samstæðunnar. Gengið var frá kaupum á skipinu í byrjun mánaðarins og hefur það fengið nafnið Samskip Akrafell.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísitala kaupmáttar launa í ágúst var lítillega lægri en í ágúst 2008, eins og grafið hér til hægri sýnir. Vísitalan náði lágmarki 2010 en hefur svo hægt og bítandi hækkað.
Meira
Aðgengi fatlaðra verði bætt Edda Heiðrún Backman og Jón Gnarr borgarstjóri fóru á hljólastólum um Laugaveginn í gær til þess að vekja athygli á nauðsyn þess að bæta aðgengi fatlaðs...
Meira
Rangur aldur Í afmælisgrein um Guðmund Árnason ráðuneytisstjóra í blaðinu í gær var ranglega sagt í yfirfyrirsögn að Guðmundur hefði orðið 60 ára. Hann varð hins vegar fimmtugur, eins og reyndar kemur fram í upphafi greinarinnar.
Meira
Baksvið Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar rann út á miðnætti í gær, föstudag.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þessi verður örugglega seld á veitingahús,“ segir Geir Vilhjálmsson, fisksali í Fiskbúðinni Hafberg við Gnoðarvog í Reykjavík, um 11 kg sandhverfu sem hann er með til sölu í búðinni.
Meira
Nefnd um eitt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fundað fjórum sinnum á síðustu þremur vikum um leiðir til að jafna kostnað sjúklinga af heilbrigðisþjónustu, óháð því hvernig hún er veitt. Formaður nefndarinnar er Pétur H.
Meira
Dómstóll í Japan dæmdi í gær 41 árs gamlan mann, Tatsujiro Fukasawa, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa laumað sýru í skó samstarfskonu sinnar, með þeim afleiðingum að taka þurfti framan af tám konunnar.
Meira
Starfshópur á vegum Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, sem falið var að skoða mögulega staðsetningu á sundlaug í Fossvogsdal, leggur til að gerð verði tillaga að nýrri sundlaug í miðjum dalnum í nýju aðalskipulagi sveitarfélaganna beggja.
Meira
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Að minnsta kosti 81 hefur látið lífið í flóðum og aurskriðum í Mexíkó, eftir að hitabeltisstormarnir Manuel og Ingrid gengu á land.
Meira
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar síðasta miðvikudag var samþykkt tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að umferðartalning verði gerð á nokkrum götum í nágrenni við Hofsvallagötu.
Meira
ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur Sigurgeirsson Árborg Eyrarbakki hefur verið undirlagður kvikmyndagerðarfólki undanfarið þar sem farið hafa fram upptökur á atriðum í norsku kvikmyndinni Død Snø 2.
Meira
„Við fáum ekki betur séð en að þarna sé, því miður, um kolólöglegt athæfi um að ræða; akstur utan vega sem er lögbrot,“ segir Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, um auglýsingu sem var tekin upp hér á landi fyrir bandaríska...
Meira
Bílaleigur veltu um 8,84 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en 3,8 milljörðum sömu mánuði árið 2010. Það er um 104% raunaukning, en veltan þessa mánuði 2010 er 4,3 milljarðar á núvirði.
Meira
Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hélt aðalfund á Hótel Reykjavík Natura í fyrradag. Á fundinum var Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, kjörin formaður samtakanna, en hún er fyrsta kona sem gegnir því embætti.
Meira
Vonir manna um að finna líf á Mars hafa dvínað eftir að athuganir Curiosity, könnunarróbóta bandarísku geimferðastofnunarinnar, leiddu í ljós að mun minna er af metangasi í andrúmslofti rauðu plánetunnar en áður var talið.
Meira
Þrettán manns, þeirra á meðal þriggja ára gamalt barn, særðust í skotárás í Chicago í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Enginn lést né hafði nokkur verið handtekinn í gær en lögregla telur líklegt að árásin tengist glæpagengjum í borginni.
Meira
Frístundabóndinn Oliver Langheim, betur þekktur sem Graskers-Olli, heldur utan um 320 kg grasker af tegundinni Atlantic Giant í garði sínum í Fuerstenwalde í austurhluta Þýskalands.
Meira
Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri ætlar ekkert að gera með þær undirskriftir sem hann fékk í hendur í gær. Tæpar 70.000 áskoranir um að Reykjavíkurflugvöllur yrði ekki fluttur úr Vatnsmýrinni fengu afar slæmar viðtökur.
Meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO mun ekki ráðast í gerð þáttaraðarinnar The Missionary, skv. frétt á vefnum Deadline. Baltasar Kormákur leikstýrði prufuþætti fyrir þáttaröðina, sk. „pilot“ á ensku.
Meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, mun halda sérstaka frumsýningu á íslensk-bandarísku kvikmyndinni Dagar grámans (e. Days of Gray ) við undirleik hljómsveitarinnar Hjaltalín, föstudaginn 4. október kl. 21 í Gamla bíói.
Meira
Hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir gáfu út sína fyrstu plötu, Hjalti og Lára , 30. ágúst sl. Á morgun halda þau útgáfutónleika kl. 17 í Laugarneskirkju.
Meira
Bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur var í gær breytt í hjólaskautadiskó með tilheyrandi diskókúlum, ljósadýrð og taktfastri tónlist. Gátu gestir ýmist rennt sér á línuskautum eða hjólaskautum við undirleik plötusnúðsins DJ terrordisco.
Meira
Möguleikhúsið sýnir barnaleikritið Langafi prakkari sem byggt er á sögum Sigrúnar Eldjárn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun sem og sunnudaginn 29. september kl. 14. Í leikritinu segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar.
Meira
Maður að mínu skapi – stofuleikur eftir Braga Ólafsson. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Þorleifur Einarsson og Þorsteinn Bachmann.
Meira
Elín Hansdóttir og Theresa Himmer taka þátt í leiðsögn og ræða við gesti um verk sín á sýningunni Vísar – húsin í húsinu í Hafnarborg á morgun, sunnudag, kl. 15.
Meira
Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar hefst mánudaginn 23. september. Samkvæmt upplýsingum frá Ragnheiði Skúladóttur, leikhússtjóra LA, hafa aldrei jafn margar umsóknir, eða 75 talsins, borist skólanum.
Meira
JaJaJa Festival nefnist norræn menningarhátíð sem haldin verður á tónleikastaðnum Roundhouse í Lundúnum 8. og 9. nóvember nk. Á henni munu tónlistarmenn frá Norðurlöndum koma fram og þá m.a. íslensku hljómsveitirnar múm, Mammút og Sin...
Meira
Fyrsta sýning New York City Opera í vetur hefur vakið mikla athygli og lof. Félagið sýnir óperuna Anne Nicole , eftir tónskáldið Mark-Anthony Turnage og textahöfundinn Richard Thomas, um dramatískt líf fyrirsætunnar Anne Nicole Smith.
Meira
Skjáblinda nefnist sýning Þórs Sigurþórssonar sem opnuð verður í Þoku í dag kl. 16. „Í innsetningunni má sjá skúlptúra og veggverk úr fundnum hlutum en fundnir hlutir hafa verið uppistaðan í mörgum af fyrri verkum Þórs.
Meira
Sænska síðmálmsveitin Cult of Luna heldur tónleika í kvöld á Gamla Gauknum en um upphitun sjá þungarokkssveitirnar Momentum, Gone Postal og Angist. Tónleikarnir hefjast kl. 23 en húsið verður opnað klukkustund fyrr.
Meira
Sjötta sýningin af sjö í sýningaröðinni Matur er manns gaman í Leir 7 við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi, verður opnuð í dag kl. 14. Að þessu sinni sýna Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingibjörg Helga Ágústsdóttir og Páll Kristjánsson textíl, útskurð og...
Meira
Eftir Sigurð E. Þorvaldsson og Tryggva Ásmundsson: "Það er góðra gjalda vert að reyna að hafa vit fyrir „vinnuölkum“ í læknastétt, en það má helst ekki bitna á sjúklingum."
Meira
Frá Einari Magnússyni: "Ég greindist með mergsjúkdóm í júní 2009. Ég vil vekja athygli á því að það er nauðsynlegt fyrir karlmenn að hitta aðra í sömu sporum í kjölfar greiningar."
Meira
Eftir Árna Bjarnason: "Á þessum tíma gætti töluverðrar ókyrrðar hjá sjómönnum á smábátum og voru uppi raddir um að stofna sér félag. Þeir kröfðust þess að gerður yrði kjarasamningur við þá. Við þessar aðstæður ákvað SSÍ að hefja aftur viðræður við LS."
Meira
Góð þjónusta Um daginn varð bilun á uppáhaldsstöð minni á Fjölvarpinu. Ég hringdi í Stöð 2 þar sem ég er í viðskiptum og stúlkan sem svaraði erindi mínu sýndi mikinn skilning á vandræðum mínum.
Meira
Auður Júlíusdóttir fæddist í Sigluvík, S-Þing., 24. nóvember 1919. Hún lést 14. september 2013. Foreldrar Auðar voru Herdís Þorbergsdóttir, f. 1891 á Breiðumýri, d. 1965 og Júlíus Jóhannesson, f. 1893 á Litlu-Tjörnum, d. 1969.
MeiraKaupa minningabók
Ásmundur Þorsteinsson fæddist í Móakoti á Norðfirði 1. janúar 1944. Hann lést í Neskaupstað 13. september 2013. Foreldrar hans voru Þorsteinn Norðfjörð Jónsson, sjómaður, f. á Norðfirði 11. janúar 1903, d. 20.
MeiraKaupa minningabók
Haukur Haraldsson fæddist í Brautarholti á Langholti 5. júlí 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki 9. september 2013. Foreldrar hans voru Haraldur B. Stefánsson, f. 6. janúar 1902, d. 25. júní 1969, og Jóhanna Gunnarsdóttir, f. 12.
MeiraKaupa minningabók
Jónheiður Gunnarsdóttir fæddist að Moshvoli í Hvolhreppi 20. nóvember 1921. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi 4. september 2013. Útför Jónheiðar var gerð frá Örkinni, Kirkjulækjarkoti 14. september 2013.
MeiraKaupa minningabók
Ólöf Helgadóttir fæddist í Stafni í Reykjadal 3. mars 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 13. september 2013. Foreldrar hennar voru Helgi Sigurgeirsson frá Stafni og Jófríður Stefánsdóttir frá Galtará í Gufudalssveit.
MeiraKaupa minningabók
Páll Jónsson fæddist 22. ágúst 1924 á Búðareyri við Reyðarfjörð, Suður-Múlasýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi 11. september 2013. Útför Páls fór fram frá Selfosskirkju 20. september 2013.
MeiraKaupa minningabók
Svavar Sigurðsson fæddist í Brekkukoti í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu 31. október 1930. Hann lést á Landspítalanum, Hringbraut 10. september 2013. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason, f. 24.1. 1895, d. 5.7. 1953, og Anna Sigurðardóttir, f. 6.4.
MeiraKaupa minningabók
Walter Helgi Jónsson húsgagnabólstrari fæddist í Reykjavík 21. september 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. desember 2009. Útför Walters fór fram í kyrrþey.
MeiraKaupa minningabók
Þórður Þórðarson vélstjóri fæddist í Ólafsvík 1. nóvember 1923. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í Ólafsvík 14. september 2013. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Kristjánsson, f. 23.7. 1891 á Rauðkollsstöðum í Eyjahreppi, d. 28.9.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Stóru viðskiptabankarnir þrír myndu skoða kaup á lánasafni Íbúðalánasjóðs, yrði það boðið til sölu við endurskipulagningu sjóðsins en hann glímir við mikinn vanda. Íslandsbanki hefur t.d. haft það til skoðunar.
Meira
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, segir að útgáfufélagið hafi greitt í síðasta mánuði þær tæplega ellefu milljónir króna sem það skuldaði í opinber gjöld.
Meira
Fasteignasjóðurinn FAST-1, sem er undir stjórn VÍB, eignastýringar Íslandsbanka , hefur samið um kaup á turninum við Höfðatorg. Seljendur eru Íslandsbanki og Pétur Guðmundsson, forstjóri...
Meira
Tilboði fasteignafélagsins Regins, sem á m.a. Smáralind , í Eik fasteignafélag var ekki samþykkt. 68% hluthafa hefðu þurft að samþykkja til að yfirtakan gengi í gegn.
Meira
Dagana 23.-25.september n.k eru stjórnendur og leiðtogar hvarvetna úr atvinnulífinu hvattir til að setja upp rautt nef og finna trúðinn í sjálfum sér. Um er að ræða leiðtoga- og samskiptafærninámskeið sem nefnist Ertu að grínast?
Meira
Allri fjölskyldunni er boðið frítt í bíó í dag kl 17:30 en þá ætlar Bíó Paradís að bjóða á sýningu á myndinni „Mamma, ég elska þig.“ Myndin er sýnd á Evrópskri kvikmyndahátíð 2013, sem haldin er dagana 19. – 29. september í Bíó...
Meira
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Sögufélagið bjóða borgarbúum og öðrum gestum í bókmennta- og sögugöngu um miðborg Reykjavíkur í dag laugardag undir leiðsögn Jóns Karls Helgasonar.
Meira
Frú Helena Sigtryggsdóttir er níræð í dag, 21. september. Hún fæddist á Árskógsströnd en bjó sinn búskap á Siglufirði með eiginmanni sínum Jóhanni G. Möller sem lést árið 1997. Þau eignuðust 6 börn, barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin 16.
Meira
Axel Kristjánsson, vélfræðingur og forstjóri Rafha, fæddist í Reykjavík 21.9. 1908. Hann var sonur Kristjáns Hálfdans Jörgens Kristjánssonar, múrara í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Ólafsdóttur húsmóður.
Meira
Djúpivogur Ívar Orri fæddist 14. janúar. Hann vó 15 merkur og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Íris Dögg Hákonardótt ir og Kristján Ingimarsson...
Meira
Eldri borgarar Hafnarfirði Föstudaginn 13. september var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 34 para. Meðalskor 312 og efstu pör í N/S: Katarínus Jónss. – Ágúst Vilhelmsson 401 Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 386 Magnús Oddss.
Meira
Óhjákvæmilegt og annað en er varasöm blanda: „Það er óhjákvæmilegt annað en að þetta fari illa.“ Hljómar óheillavænlega en þýðir, sem betur fer: Þetta getur alls ekki farið...
Meira
Siglufjörður Brynjar Snær fæddist 29. janúar kl. 12.36. Hann vó 4.240 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans heita Katrín Dröfn Haraldsdóttir og Hjalti Bergsteinn Bjarkason...
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áætlað er að um 113 þúsundum fjár verði í haust slátrað hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Sláturtíðin sem hófst þann 4. september stendur næsta hálfan annan mánuðinn og er nú komin á fullt...
Meira
Laugardagur 104 ára Klara Vemundsdóttir 103 ára Guðríður Jónsdóttir 95 ára Þórarinn Sveinsson 90 ára Gunnar Ólafsson Helena Sigtryggsdóttir 85 ára Arnheiður Helgadóttir Hannes Ágústsson Sigurgeir Friðjónsson 80 ára Bragi Guðbrandsson Kristinn...
Meira
Sigurveig Káradóttir, matgæðingur með meiru, fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í dag. Hún segist ætla að stinga af með fjölskyldunni í frí. „Ég verð að heiman á afmælisdeginum.
Meira
Réttir, réttir og aftur réttir. Víkverji ætlar ekki að láta réttardaginn í dag fram hjá sér fara. Því fátt er eins skemmtilegt og að sjá væna dilka (en þeir eru víst ekki svo vænir í ár sökum einstaks veðurfars það sem af er ári) og hitta mann og annan.
Meira
21. september 1918 Fyrsta konan fékk ökuskírteini hér á landi. Það var Áslaug Þorláksdóttir Johnson. Þá voru áttatíu karlar komnir með ökuréttindi. 21.
Meira
Landsliðið Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Næsta fimmtudagskvöld markar ákveðin kaflaskil hjá þeirri dýrmætu þjóðareign sem íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er.
Meira
Afturelding vann HK, 3:0, í fyrsta leiknum í úrvalsdeild kvenna í blaki, Mikasa-deildinni, að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem hrinurnar enduðu 25:18, 25:11 og 25:21.
Meira
Afturelding sigraði Gróttu, 25:19, í fyrsta leik 1. deildar karla í handknattleik sem fram fór á Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöld en þessi lið eru bæði talin líkleg til að slást um sæti í efstu deild í vetur.
Meira
Birgir Leifur Hafþórsson er kominn áfram á annað stig úrtökumóta Evrópumótaraðarinnar eftir að hafna í 12. sæti á fyrsta stigi á móti sem lauk í Þýskalandi í gær.
Meira
Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ekki sóttu KR-ingar gull í greipar Breiðabliks í fyrrakvöld. Þeir fá því næsta tækifæri til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á morgun þegar þeir heimsækja gömlu erkifjendurna í Val á Hlíðarenda.
Meira
Frakkar komu fram hefndum á grönnum sínum Spánverjum með því að sigra þá í æsispennandi og framlengdum leik, 75:72, í undanúrslitum Evrópumóts karla í körfuknattleik í Ljubljana í gærkvöld.
Meira
Íslandsmeistarar Fram unnu nauman sigur á FH, 21:18, þegar liðin mættust í fyrsta leik úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olís-deildarinnar, í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöld.
Meira
Lögregluyfirvöld í Manchester hafa í samvinnu við fulltrúa borgarliðanna, City og United, unnið hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að allt sjóði upp úr í grannaslag liðanna á Etihad-vellinum á morgun kl. 15.
Meira
Ó lafur Örn Bjarnason, knattspyrnumaður frá Grindavík og fyrrverandi landsliðsmaður, hefur lagt skóna á hilluna og kemur því ekki til með að spila fleiri leiki fyrir Fram á tímabilinu en þetta kom fram á 433.is í gær.
Meira
• Olís-deild kvenna í handbolta fer af stað • Stjarnan hefur fengið mikinn liðsstyrk og líkleg til árangurs • Sterkir leikmenn farnir frá Val • Íslandsmeistarar Fram stórt spurningarmerki • ÍBV gæti blandað sér í toppslaginn og...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.