Hvalveiðitímabilinu lýkur í dag en það hófst 16. júní í sumar. Tvö skip, Hvalur 8 og Hvalur 9, stunduðu veiðarnar. Síðasta langreyðin barst á land í gær en hitt skipið kemur inn í dag án hvals.
Meira
Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn 29. september ár hvert en Alþjóðahjartasambandið hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn.
Meira
Indverskir hindúar þvo fætur gúrúsins Mata Amritanandamayi (Móður eilífrar alsælu) sem hélt upp á sextugsafmæli sitt í gær með fylgismönnum sínum í Amritapuri, nálægt borginni Kollam á Indlandi.
Meira
Íbúðalánasjóður hefur auglýst 22 fasteignir til sölu á Akranesi og er þetta liður í átaki bæjaryfirvalda til að styrkja eldri hluta bæjarins. Óskað er eftir tilboðum í eignirnar og skal þeim skilað til fasteignasala, sem eru með þær í sölumeðferð til...
Meira
Starfsmenn Köfunarþjónustunnar unnu í gær við að steypa niður festingar á þverhníptri brún Skoravíkurbjargs á Langanesi. Þar stendur til að setja upp útsýnispall á bjargbrúninni í um 100 metra hæð yfir sjó.
Meira
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir mikilvægt að búið sé að eyða enn einni réttaróvissunni um uppgjör gömlu bankanna.
Meira
Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um leiksvæði fyrir börn í Reynisvatnsási, nýju hverfi við Úlfarsárdal og Grafarholt.
Meira
Baksvið Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Á síðasta ári voru flutt inn 247 þúsund tonn af eldsneyti fyrir bílaflota Íslendinga samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun.
Meira
Ellefu keppendur stóðu í ströngu í Hótel- og matvælaskólanum, MK í Kópavogi í gær í keppninni Matreiðslumaður ársins. Hver keppandi matreiddi þriggja rétta matseðil fyrir átta manns.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vopnasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru að rannsaka hvort þrjár efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi eftir saríngasárásina 21. ágúst sem varð til þess að Bandaríkjastjórn hótaði loftárásum á landið.
Meira
Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi staðfestu í gær að Nadezhda Tolokonníkova, ein af konunum þremur í hljómsveitinni Pussy Riot, hefði verið flutt á hjúkrunardeild fangelsis þar sem hún afplánar tveggja ára fangelsisdóm fyrir mótmæli hljómsveitarinnar í...
Meira
Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég tel bátinn nýja og þann möguleika að við siglum upp í Landeyjahöfn strax hafa sannað gildi sitt.
Meira
Áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir varðandi umbætur á skipulagi og stjórnun í ríkiskerfinu voru meginumræðuefni á fundi Angels Gurría, framkvæmdastjóra OECD, og íslenskra ráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Meira
Globeathon, fyrsta alþjóðlega hlaupið sem er haldið til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum, fer fram hér á landi á morgun, sunnudag. Ísland er eitt af 80 löndum sem taka þátt í hlaupinu í ár.
Meira
Hjónin Lilja Jakobsdóttir og Steinn J. Ólason hafa keypt Hótel Mosfell og taka við rekstrinum á þriðjudaginn. Þau hafa aldrei unnið við hótelrekstur áður, en eru samhent um að fara af stað í þessa vegferð og láta á það reyna hvernig gengur.
Meira
Óli Már Aronsson Hellu Tímamót verða á Hellu á Rangárvöllum um mánaðamótin en þá taka nýir eigendur við Hótel Mosfelli, sem hefur verið rekið á Hellu í nærri fjóra áratugi. Þá hefur verslunin Mosfell flutt sig um set í þorpinu.
Meira
„Dómur Hæstaréttar kemur heim og saman við það sem við sögðum í kosningabaráttunni í vor,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, en í dómi Hæstaréttar segir að slitastjórnum gömlu bankanna beri engin skylda til að greiða...
Meira
Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Íslensk-bandaríska orkufyrirtækið Reykjavik Geothermal, RG, gekk í gær frá samkomulagi í New York við ríkisstjórn Eþíópíu um að byggja og reka allt að 1.
Meira
Laun fyrir stjórnarsetu í lífeyrissjóðum hafa hækkað um allt að 158% á einum áratug. Laun fyrir setu í stjórn fjögurra stærstu lífeyrissjóðanna hafa hækkað um 68% frá árinu 2008.
Meira
Hryðjuverkamenn, sem réðust inn í Westgate-verslunarmiðstöðina í Naíróbí, höfðu leigt verslunarrými í miðstöðinni í nokkrar vikur til að undirbúa árásina. Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.
Meira
ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduósi Haustið hefur knúið dyra, um það vitnar allt í umhverfinu og veturinn handan við hornið. Laufin fölna, lömbin þagna, farfuglar á förum eða farnir og ferðamönnum fækkar.
Meira
„Það verður athugað hvort hægt sé að nýta næstu vikur í að vinna á því svæði sem enginn ágreiningur er um, en ekki verði farið inn í viðkvæmasta hluta hraunsins á meðan málið er á þessu stigi,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir...
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Fyrir um 50 árum boðaði Gunnar Finnsson nokkra stráka heim til mín á Melhagann og tilkynnti okkur að við værum að fara að stofna Smámeistaraklúbbinn í skák,“ segir Sigtryggur Sigurðsson.
Meira
Í október verður haldin önnur Lestrarhátíðin í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hátíðin í ár nefnist Ljóð í leiðinni og er tileinkuð borgarljóðum. Jón Gnarr borgarstjóri setur hátíðina á Hlemmi þriðjudaginn 1. október kl. 11.
Meira
Lokadagur grænmetismarkaðsins á Mosskógum í Mosfellsdal verður í dag og hefst klukkan 10. Grænmetismarkaðurinn er opinn á sumrin og þar hafa verið á boðstólum ýmsar salattegundir, spergilkál, gulrætur, spínat, svartkál og vorlaukur.
Meira
Átakið „Fisk í dag“ verður sett með formlegum hætti í dag í Smáralind milli klukkan 12 og 16. Það er Matís sem stendur fyrir herferðinni á landsvísu.
Meira
Fótboltahetjan Lionel Messi (t.v.) heilsar fjölmiðlamönnum eftir að hafa komið fyrir dómara í bænum Gava, nálægt Barcelona, í gær. Messi svaraði spurningum dómara vegna ásakana um að hann hefði skotið fjórum milljónum evra (650 millj. kr.
Meira
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er útúrsnúningur af verstu gerð. Það hlýtur að vera grundvallaratriði að ríkið gæti jafnræðis gagnvart þeim stofnunum sem fjármagnaðar eru af ríkissjóði.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gróðurinn dafnar vel og tré hér eru fljótsprottin. Fyrstu árin gróðursetti ég þétt svo plönturnar hefðu skjól hver af annarri. Næðu þær að komast upp úr sinunni var þeim borgið.
Meira
Íbúasamtök Vesturbæjar hafa hrundið að stað undirskriftasöfnun gegn nýju deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á milli Sjóminjasafnsins og Slippsins. Þarna er áformuð blönduð byggð.
Meira
Hjördís Eyþórsdóttir spilar til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í brids en heimsmeistaramótið stendur nú yfir á Bali í Indónesíu. Hjördís, sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum lengi, spilar í bandaríska kvennalandsliðinu.
Meira
Vísindavaka Háskóla Íslands var haldin í gær. Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra.
Meira
Kínverjar stefna að því að koma fyrstu geimstöð sinni á braut um jörðu innan áratugar. Gert er ráð fyrir því að allt að sex geimfarar geti dvalið í stöðinni í stuttum ferðum og þrír í lengri ferðum.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er „ákaflega líklegt“ að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé meginorsök þeirrar hlýnunar sem orðið hefur á jörðinni á tímabilinu 1951-2010.
Meira
Ummælin voru ekki Einars Sveins Í frásögn Morgunblaðsins af hringborðsumræðum um málefni Vestfjarða 14. september sl. var ranglega haft eftir Einari Sveini Ólafssyni að ekki væri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða í Reykhólasveit.
Meira
Það óhapp varð nýverið á Keflavíkurflugvelli að starfsmaður sem opnaði farangursrými á flugvél fékk á sig skordýraeitur og veiktist. Maðurinn fékk fljótlega höfuðverk en lauk þó vinnudeginum.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Brautin – bindindisfélag ökumanna hefur allt frá stofnun félagsins fyrir 60 árum beint athyglinni að auknu öryggi í umferðinni. Veltibíllinn hefur verið liður í því átaki.
Meira
Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Aðstandendur átaksverkefnisins Liðsstyrkur lýsa vonbrigðum sínum yfir því ef stór hluti fólks sem fékk vinnu út á verkefnið fær ekki endurráðningu.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Vinnuaðstæðurnar eru svolítið svakalegar,“ sagði Ómar Hafliðason, atvinnukafari og eigandi Köfunarþjónustunnar. Hann var ekki að lýsa aðstæðum á hafsbotni heldur á blábrún Skoravíkurbjargs á Langanesi.
Meira
Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa tekið eftir því í útsendingum frá opnum nefndarfundum Alþingis hvað þingmenn og gestir þeirra eru margir hverjir óvenju sléttir og felldir að sjá í framan.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ef 5.000 króna seðill sem gefinn var út í apríl 1971 hefði átt að hafa sama kaupmátt í júlí 2013 þyrfti fjárhæð hans að vera 42.200 krónur. Fjórum árum síðar, í janúar 1981, var gefinn út 500 kr.
Meira
Páll Vilhjálmsson er að vísa óbeint til ummæla Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra þegar Páll segir: Sænskir stjórnmálamenn sneru bökum saman þegar Svíþjóð lenti í kreppu á níunda áratugnum.
Meira
Leikstjórn: Róbert Ingi Douglas. Handrit: Róbert Ingi Douglas, Carlos Ottery og Christopher Loton. Aðalleikarar: Carlos Ottery, Ai Wan, Hu Gaoxiang, Christopher Loton og Cromwell Cheung. Ísland, Kína, 2013. 94 mín. Flokkur: Ísland í brennidepli.
Meira
Það er vel til fundið hjá RÚV að sýna vikulega, á laugardagskvöldum, kvikmynd um Indiana Jones. Í kvöld er komið að Indiana Jones og kóngsríki kristallshöfuðkúpunnar.
Meira
Samtökin UK Literacy Association tilkynntu í gær tilnefningar til barnabókaverðlauna sinna, UKLA Book Award, og eru tvær íslenskar bækur meðal tilnefndra.
Meira
Jagten eftir leikstjórann Thomas Vinterberg er framlag Dana til Óskarsverðlauna á næsta ári fyrir bestu kvikmynd á öðru tungumáli en ensku. Myndin hefur einnig veirð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.
Meira
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui halda útgáfutónleika í Salnum í dag kl. 16.
Meira
Heillandi, litrík og fjörug tónlistin úr ævintýrasöngleiknum Skilaboðaskjóðunni verður flutt á upphafstónleikum Litla tónsprotans í Eldborgarsal Hörpu í dag kl. 14 og 16. Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson með tónlist eftir Jóhann G.
Meira
Ómar Ragnarsson hóf í gær að segja ævisögu sína á Sögulofti Landnámsseturs og mun hann halda því áfram í kvöld kl. 20. Næstu sýningar verða 5., 12. og 13. október og 2. og 8. nóvember.
Meira
Eftir Guðna Ágústsson: "...margur maðurinn, og ekki síst ungt fólk, þjáist vegna fitu...þá er mikilvægt að taka upp nýjar lífsvenjur og nýjan lífsstíl."
Meira
Eftir Hjörleif Guttormsson: "Nú gerist umhverfisráðherra beinlínis talsmaður sérkrafna ákveðinna hópa, þegar hann setur fram hótun sína um afnám nýrrar náttúruverndarlöggjafar."
Meira
Eftir Eygló Egilsdóttur: "Allar tegundir jóga hafa sama markmið; að iðkandinn læri að þekkja sjálfan sig og geti betur beint orku sinni í uppbyggilegar athafnir og orð."
Meira
Þeirri einfeldningslegu hugmynd hefur skotið upp í sparnaðarumræðunni að íslensk tunga sjái um sig sjálf og engu þurfi að eyða nema orðum í hana.
Meira
Eftir Matthildi Björnsdóttur: "Það mun vera hægt að fara aftur í tímann og grafa eftir peningum sem voru gefnir afkomendum og líta á þá sem fyrirfram greiddan arf og/eða lán..."
Meira
Alls staðar er innræting Það vantar sjaldan innrætinguna hjá Ríkisútvarpinu. Þó kom mér á óvart, þegar ég horfði þar á barnaþátt í góðum félagsskap, hversu hiklaust menn ganga til verks. Þátturinn var teiknimynd um frosk og vini hans.
Meira
Eftir Stefán Einar Stefánsson: "Hins vegar mun fyrrnefnd aðgerð að öllum líkindum leiða til aukins hagvaxtar sem gefur fyrirtækjum í kjölfarið svigrúm til frekari umsvifa."
Meira
Eftir Ólafíu B. Rafnsdóttur: "Félagar í VR vilja þjóðarsátt um stöðugleika og aukinn kaupmátt samkvæmt tveimur könnunum sem VR gerði meðal félagsmanna."
Meira
Brynjar Baldvinsson fæddist á Gilsbakka á Litla-Árskógssandi 22. júní 1939. Hann lést á Dalbæ 19. september 2013. Brynjar var þriðja barn hjónanna Baldvins Jóhannessonar, f. 6.1. 1904, d. 13.1. 1974, og Jóhönnu Freydísar Þorvaldsdóttur, f. 6.8. 1914, d.
MeiraKaupa minningabók
Finnbogi Einarsson fæddist í Presthúsum 8. maí 1960. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. september 2013. Finnbogi var sonur hjónanna Hrefnu Finnbogadóttur, f. 22. apríl 1932, og Einars Kr. Klemenzsonar, f. 4. nóvember 1930, d. 12. janúar 2013.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Jóna Guðmundsdóttir fæddist í Staðarhöfða, Innri-Akraneshreppi 25. júlí 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. september 2013. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, f. 9. október 1882, d. 13. janúar 1946, og Guðrún K.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Ólína Thoroddsen fæddist í Reykjavík 2. september 1940. Hún lést 18. september 2013 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Laufey Eyjólfsdóttir Thoroddsen húsmóðir, f. 1905, d.
MeiraKaupa minningabók
28. september 2013
| Minningargrein á mbl.is
| 1024 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nauðasamningar Kaupþings og Glitnis verði ekki samþykktir í núverandi mynd og bönkunum hafi verið gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla þurfi, eigi Seðlabankinn að samþykkja fyrir sitt leyti undanþágu frá...
Meira
Vísitala framleiðsluverðs hefur lækkað um 3% frá því í ágúst í fyrra og verðvísitala sjávarafurða lækkað um 3,6%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju lækkað um 5,1% en matvælaverð hefur hækkað um 2,9%, samkvæmt frétt Hagstofu...
Meira
Fréttaskýring Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Arðsemi íslenskra fyrirtækja er almennt lág þegar tekið er tillit til þess hversu hátt vaxtastigið er á Íslandi.
Meira
Tal tapaði 197 milljónum króna á síðasta ári. Helsta skýringin á tapi síðasta árs er sögð mikill kostnaður í tengslum við innleiðingu á nýjum fjarskiptasamningi þar sem allir viðskiptavinir Tals voru fluttir af kerfum Vodafone yfir á kerfi Símans.
Meira
Í dag, laugardag kl. 14, verður ævintýraleg dagskrá í Gerðubergi á vegum Café Lingua. Tveir rithöfundar, Mazen Maarouf, sem er frá Palestínu, og Juan Roman, sem kemur frá Kólumbíu, ætla að spjalla um hið heimsfræga sagnasafn 1001 nótt.
Meira
Hugmyndir 21. aldarinnar, er röð málþinga á vegum ReykjavíkurAkademíunnar þar sem leitast er við að efna til þverfaglegrar umræðu um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans og með hvaða hætti það birtist í verkum íslenskra vísindamanna.
Meira
Tenórsöngvarinn Egill Árni Pálsson og sópransöngkonan Þóra Gylfadóttir ásamt Jóni Bjarnasyni píanóleikara munu halda tónleika á morgun sunnudag kl. 16 í Árbæjarkirkju. Gestur verður Matthías Nardeau óbóleikari.
Meira
Samtökin ´78 vilja minna alla á mikilvægi sannrar mannvirðingar, manngæsku og mannréttinda. Með það að leiðarljósi blása þau til hátíðar í dag í Þróttaraheimilinu, Engjavegi 7, Reykjavík. Hátíðin hefst kl. 17 og stendur í u.þ.b. klukkustund.
Meira
Hann myndar stórstjörnurnar, býr bæði í Stokkhólmi og Los Angeles og nýtur þess til fulls að þeysast um á ítölsku eðalvélhjóli þegar hann er ekki á ferðalögum vegna vinnunnar.
Meira
Hið árlega kjólaball Heimilistóna verður haldið í Iðnó í kvöld. Andrea Jóns þeytir skífum frá klukkan 22 og allir ættu að vera vel upphitaðir þegar Heimilistónar stíga á svið.
Meira
Árlega eru bruggaðir tíu og hálf milljón lítrar bjórs í brugghúsi Vífilfells á Akureyri. Tegundirnar eru 18 talsins, meðal þeirra eru Víking, Thule og Carlsberg og þeim til viðbótar eru tíu árstíðabundnar tegundir, t.d. jóla- og þorrabjór.
Meira
Bílaleiga Akureyrar – Höldur er stærsta bílaleiga landsins, með um 3.000 bíla á sínum snærum yfir sumartímann, 150 starfsmenn og starfsstöðvar á 16 stöðum um allt land, en aðalstöðvarnar eru á Akureyri.
Meira
María Dís Ólafsdóttir úr Kelduhverfi verður stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í vor. Hún er ári á undan jafnöldrunum í skóla – fékk að sleppa 8.
Meira
Ein þeirra hefða sem Akureyringar halda mjög fast í er að börn gangi á milli fyrirtækja á öskudaginn, kveði upp raust sína og þiggi góðgæti fyrir.
Meira
Bridsdeild Breiðfirðinga Sunnudaginn 22.9. var spilaður tvímenningur. Spilað var á tíu borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Karl Karlss. – Sigurður R. Steingrss. 266 Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverr. 247 Þorgeir Ingólfss.
Meira
Oft er sagt að danskra áhrifa gæti mjög á Akureyri og þá helst í Innbænum svonefnda, sem er elsti hluti kaupstaðarins. Húsin þar, sem mörg eru byggð um miðja 19.
Meira
Sumum þóttu Akureyringar sérvitrir í eina tíð og þykir eflaust enn. Eitt sem fólk á borgarhorninu hló mikið að var þegar norðanmaður vatt sér að pylsusala og bað um eina með alls kyns hefðbundu meðlæti, og bætti svo við hann vildi líka fá rauðkál.
Meira
Malín Brand malin@mbl.is Háskólinn á Akureyri er sérstakur fyrir margra hluta sakir. Þar er rík áhersla lögð á fræðasvið er tengjast norðurslóðum og eru viðmiðin í rannsóknum og kennslu alþjóðleg.
Meira
Sá sem kemur í Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Sólgarði gleymir ekki stund sem notið er þar. Það má fullyrða. Þetta er án efa eitt óvenjulegasta safn landsins; menn setur nánast hljóða þegar gengið er inn og í ljós kemur allt sem Sverrir safnaði.
Meira
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Eftir að Slippstöðin á Akureyri varð gjaldþrota árið 2005 tóku nokkrir starfsmenn fyrirtækisins sig saman og endurreistu það undir nafninu Slippurinn Akureyri.
Meira
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins er Leikfélag Akureyrar. Það hefur verið starfrækt í tæpa öld, en varð atvinnuleikhús fyrir 40 árum.
Meira
Lystigarðurinn á Akureyri er einn allra fallegasti skrúðgarður landsins og án efa vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í bænum. Almenningsgarður var opnaður formlega 1912 en grasagarðurinn 1957.
Meira
Hannesarmótið í Gullsmára Spilað var á 12 borðum í Gullsmára fimmtudaginn 26. september. Úrslit N/S: Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 241 Jón Stefánss. – Viðar Valdimarss. 193 Ragnh. Gunnarsd. – Sveinn Sigurjónss.
Meira
Ásdís fæddist á Seyðisfirði 29.9. 1953 og ólst þar upp. Hún gekk í Barnaskóla Seyðisfjarðar og fór síðan 15 ára til náms til Reykjavíkur en dvaldi á sumrum heima á Seyðisfirði þar sem hún starfaði lengst af á leikskóla.
Meira
Skáldahúsin eru áhugaverður hluti safnaflóru Akureyrar; Nonnahús, Sigurhæðir, hús séra Matthíasar Jochumssonar, og Davíðshús, sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi byggði við Bjarkarstíg 1944.
Meira
Skáldahúsin eru áhugaverður hluti safnaflóru Akureyrar; Nonnahús, Sigurhæðir, hús séra Matthíasar Jochumssonar, og Davíðshús, sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi byggði við Bjarkarstíg 1944.
Meira
Sigurður lenti í mjög alvarlegu slysi árið 2009 en náði sér ótrúlega vel. „Ég heyrði rifbeinin brotna, þetta gerðist það hægt að ég var eins og í pressu.
Meira
Íslandsmót kvenna í tvímenningi Helgina 12.-13.október nk. verður haldið Íslandsmót kvenna í tvímenningi. Skráning er hjá Bridssambandinu en henni lýkur á hádegi 11. okt. Núverandi Íslandsmeistarar eru Ljósbrá Baldursdóttir og Anna Þóra...
Meira
Enn var karlinn á Laugaveginum að snúast í kringum Ráðhúsið þegar ég sá hann og nikkaði til höfðinu eins og hann gerir þegar honum er heitt í hamsi: Einn með sjálfum sér í ráðum svartri tungu um höfuð vefur: „Flugvöllurinn burt fer bráðum.
Meira
Malín Brand malin@mbl.is Á fjórða hundrað nemenda hafa lært að aka hjá Hauki Ívarssyni síðan hann keypti bílinn, Mözdu 626, nýjan fyrir tuttugu og sex árum. Ökukennslan er aukabúgrein hjá Hauki sem er menntaður bifvélavirki.
Meira
Enn skal hér minnst á Ingibjörgu-vandann , sem hefur verið kallaður eignarfallsflótti . Það eru nokkrir áratugir síðan hann brast á af fullum þunga. Við sem eftir erum í virkinu höldum þó áfram að fara til Ingi bjargar...
Meira
„Hérna er mikill félags- og hópandi og margir segja að það sé einstaklega mikil samstaða meðal nemendanna í MA,“ segir Bjarni Karlsson, formaður Hugins, nemendafélags Menntaskólans á Akureyri.
Meira
„Hérna er mikill félags- og hópandi og margir segja að það sé einstaklega mikil samstaða meðal nemendanna í MA,“ segir Bjarni Karlsson, formaður Hugins, nemendafélags Menntaskólans á Akureyri.
Meira
Ragnar Hjálmarsson Ragnar, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, fæddist á Ljótsstöðum í Reykdælahreppi 28.9. 1898. Foreldrar hans voru Hjálmar Jónsson, bóndi á Ljótsstöðum, af Skútustaðaætt, og k.h.
Meira
Reykjavík Viktor Ingi fæddist 14. desember kl. 22.11. Hann vó 2.900 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Hrefna Jóhannsdóttir og Marteinn Skúlason...
Meira
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Við höfum alltaf reynt að vera öðruvísi en aðrir og við ákváðum strax í byrjun hvernig við vildum verða.
Meira
Gömlu torfbæirnir hafa varðveist betur á Norðurlandi en annars staðar og kemur þar til að nyrðra er skjólsælla og yfirleitt úrkomuminna en raunin er í öðrum landshlutum. Allmörg stök hús í gamla stílnum eru nyrðra, en einnig heilu bæirnir.
Meira
Staðan á fjárfestingamarkaði í dag er snúin. Því miður eru ekki í boði jafn mörg tækifæri til fjárfestinga og við hefðum kosið,“ segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA svf. Gamla stórveldið lifir enn.
Meira
Laugardagur 100 ára Lára Sæmundsdóttir 85 ára Már Elísson Sigríður Ágústa Guðmundsdóttir Sigþór Sigurðsson 80 ára Garðar Óskar Pálmason Ingveldur Valdemarsdóttir Vignir Sigurjónsson 75 ára Erna Þórdís Guðmundsdóttir Hulda Hjálmarsdóttir Karl Jóhann Már...
Meira
Þeir eru líklega fáir Íslendingarnir sem hafa ekki heyrt minnst á veitingastaðinn Bautann á Akureyri en hann hefur verið rekinn í Hafnarstræti samfleytt í rúm fjörutíu ár eða frá árinu 1971.
Meira
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þorvaldur Þóroddsson er liðlega hálffertugur Norðfirðingur sem síðustu misseri hefur gegnt starfi framleiðslustjóra landvinnslu Samherja. „Það kom aldrei annað til greina en að starfa í sjávarútvegi.
Meira
Asskoti er gott í þessu,“ sagði Víkverji þegar hann tók upp símann sinn; gamlan „spjall“-síma – ekki snjallsíma, af jörðinni eftir að hafa fallið niður á steinsteypta stétt af fjórðu hæð.
Meira
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Arngrímur Jóhannsson flugstjóri lætur ekki mikið fyrir sér fara, en er þó fyrir augum Akureyringa með reglulegu millibili, oft marga daga í viku.
Meira
28. september 1943 Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður og kona hans gáfu Akraneskaupstað nýbyggt kvikmynda- og hljómleikahús sem tók 377 manns í sæti. Tekjum af rekstri hússins átti að verja til mannúðar- og menningarmála. Húsið var vígt 8.
Meira
Því miður er lítil spenna fyrir leikina í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu sem leikin verður í dag. Úrslitin eru ráðin á toppi og botni. KR-ingar eru orðnir Íslandsmeistarar og Vesturlandsliðin ÍA og Víkingur Ólafsvík eru fallin.
Meira
„Ég er verri í dag en í gærkvöldi. Nú get ég vart staulast um á hækjum,“ sagði Daníel Berg Grétarsson, leikstjórnandi handknattleiksliðs HK, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Meira
Það verða KR og Keflavík sem leika til úrslita í Njarðvík á morgun um fyrsta stóra titilinn sem í boði er á keppnistímabilinu í körfuknattleik karla, deildabikarinn.
Meira
Deildabikar karla Undanúrslit í Njarðvík: Keflavík – Snæfell 96:70 Stigahæstir í Keflavík : Darrel Keith Lewis 22/6 fráköst, Michael Craion 18/12 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 11.
Meira
Gervigras Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Átján knattspyrnulið sem leika í efstu deildum karla í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku spila heimaleiki sína á gervigrasi. Þar af sjö í Svíþjóð. Átta af tólf liðum sænsku kvennadeildarinnar spila á gervigrasi.
Meira
fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Freyr Bjarnason, miðvörðurinn tignarlegi í liði FH, leikur í dag sinn síðasta leik en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.
Meira
Handbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is ÍR-ingar höfðu á vissan hátt upplifað sig sem gesti á eigin heimili þar til þeir tóku yfir rekstur Austurbergs, helsta handknattleikshúss félagsins, árið 2011.
Meira
Það ræðst eftir lokaumferðina í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í dag hvaða leikmaður mun standa uppi sem markakóngur deildarinnar og hampar gullskónum.
Meira
Norska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að Per-Mathias Högmo hefði verið ráðinn þjálfari norska karlalandsliðsins og mun hann leysa Egil „Drillo“ Olsen af hólmi þegar í stað.
Meira
Ó lafur Þórðarson verður áfram þjálfari knattspyrnuliðs Víkings úr Reykjavík sem tryggði sér sæti í efstu deild á ný eftir tveggja ára fjarveru um síðustu helgi. Þá verður Milos Milojevic áfram aðstoðarþjálfari Víkings.
Meira
Heimir Guðjónsson verður sitt sjöunda tímabil sem aðalþjálfari knattspyrnuliðs FH árið 2014 en hann skrifaði undir nýjan samning við knattspyrnudeild félagsins í gær.
Meira
Aðstaða Ívar Benediktsson iben@mbl.is Frjálsíþróttir hafa verið í mikilli sókn hér á landi á síðustu árum, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Öflugt starf er unnið hjá Frjálsíþróttadeild ÍR og fleiri deildir hafa sótt í sig veðrið, m.a. Ármenningar.
Meira
Margar af umferðum Pepsi-deildar karla í fótboltanum í sumar hafa verið dreifðar vegna frestana. Fyrir vikið hefur ekki verið hægt að birta úrvalslið umferðarinnar fyrr en seint og um síðir. Þannig var með 18. umferðina sem var á dagskrá 1. september.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.