Greinar fimmtudaginn 28. nóvember 2013

Fréttir

28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 589 orð | 1 mynd

21,8 milljörðum króna meiri halli

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hallinn á rekstri ríkissjóðs á yfirstandandi ári verður 25,5 milljarðar króna á rekstrargrunni en ekki 3,7 milljarðar sem gert hefur verið ráð fyrir í fjárlögum, skv. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 47 orð

22 millj. vegna ráðgjafar í makríldeilu

Óskað er eftir 22,5 milljóna kr. fjárheimild til að greiða fyrir þjónustu alþjóðlega almannatengslafyrirtækisins Burson-Marsteller við kynningu á málstað Íslendinga í makríldeilunni. Það hefur m.a. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 50 orð

295 millj. hækkun sanngirnisbóta

Gerð er tillaga í fjáraukalagafrumvarpinu um 295 milljóna kr. hækkun fjárheimildar til greiðslu sanngirnisbóta vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn. Er það til viðbótar við 337 millj. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

40.000 Kópavogsbúar 2024

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma nýtt aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 á fundi sínum í fyrrakvöld. Í nýja aðalskipulaginu er m.a. lögð áhersla á þéttingu byggðar, en reiknað er með að íbúafjöldi í Kópavogi verði kominn yfir 40 þúsund árið 2024. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 44 orð

46,7 millj. vegna tapaðrar bótakröfu

Óskað er eftir 46,7 milljóna kr. aukafjárveitingu utanríkisráðuneytis vegna tapaðrar bótakröfu á hendur fyrrverandi starfsmanni sendiráðs Íslands í Vín, sem var dæmdur til refsingar fyrir að hafa dregið sér fé af bankareikningi sendiráðsins. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 277 orð

78 sumarhúsalóðir á uppboði

Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Sýslumaðurinn á Selfossi auglýsti í Morgunblaðinu í gær uppboð á 78 sumarhúsalóðum í Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 3. og 4. desember. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 777 orð | 4 myndir

Af ungu listafólki og vinum í Brasilíu

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Þrír ungir Akureyringar hlutu á dögunum fyrstu verðlaun í svæðisbundinni, norskri stuttmyndakeppni fyrir kvikmynd um 16 ára gamlan dreng sem telur sig vera fyrsta íslenska mafíósann. Meira
28. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Assange sleppur líklega við ákæru

Ólíklegt er að Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, verði ákærður af bandarískum yfirvöldum fyrir að hafa birt leyniskjöl. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Athugasemdir voru gerðar við 250 atriði

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls bárust 206 bréf með athugasemdum við nýtt Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 frá einstaklingum, fyrirtækjum, íbúasamtökum, félagasamtökum og hópum. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi er áætlað 5% í október

Atvinnuleysi í október var 5%, borið saman við 4,4% atvinnuleysi í sama mánuði í fyrrahaust. Þetta er niðurstaða vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands, en hún var gerð á tímabilinu frá 30. september til 3. nóvember sl. Úrtakið var 1. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 395 orð | 1 mynd

Beðið eftir að SLN birtist í Bretlandi

Jón Sigurðsson Blönduósi Margir leyfa sér að fara í utanlandsferðir með mislöngu millibili og hafa flestir af því hina mestu ánægju. Farfuglarnir koma á vorin og fara á haustin og er dvöl þeirra mislöng eftir fuglategundum. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Björgunarsveitin Strönd 80 ára

Ólafur Bernódusson Skagaströnd Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd hélt upp á 80 ára afmæli sitt með því að bjóða fólki til kaffiveislu í húsnæði sveitarinnar sunnudaginn 24. nóvember. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Bændur þurfa að fjölga mjólkurkúnum um þúsund

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gert er ráð fyrir að mjólkurkúm á landinu geti fjölgað um allt að eitt þúsund á næstu 12 mánuðum til að mæta aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum. Kýrnar gætu þá orðið nær 25 þúsund. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Fékk eina og hálfa milljón kr. í styrk

Grænlenskur nemandi í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Birthe Naasunnguaq Svendsen, hlaut í vikunni eina og hálfa milljón króna í styrk frá Heimskautaréttarstofnuninni við skólann. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 379 orð | 2 myndir

Fjárfest í framtíðinni

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þorskstofninn er að styrkjast og líklega verða aflaheimildir auknar verulega á næsta fiskveiðiári. Mér finnst ekki ósennilegt að viðbótin frá því sem nú er verði um 10 til 15% og því þarf útgerðin að vera vel... Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 458 orð | 3 myndir

Fljótari að bregðast við bilunum

Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Farangursflokkunarkerfi Keflavíkurflugvallar hefur verið keyrt nálægt þolmörkum undanfarin ár og slæm bilun í sumar sýndi enn fram á nauðsyn þess að ráðast í endurbætur. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Gera upp húsin og leigja til ferðamanna

Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fjórum timburhúsum sem standa á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu í Reykjavík verður breytt þannig að hægt verði að leigja íbúðirnar í húsunum til ferðamanna, gangi áætlanir félagsins Vatnsstígur 8 ehf. eftir. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd

Golli

Spegilmynd Endur busla í hálffrosinni Tjörninni í Reykjavík innan um álftir þegar góðhjartaðir fuglavinir, sem speglast hér í vatninu, gefa þeim brauðmola í... Meira
28. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Handtóku 15 herskáa íslamista

Lögreglan í Moskvu handtók fimmtán manna hóp herskárra íslamista í austurhluta borgarinnar í gær og fundust sprengjur, handsprengjur og byssur í fórum þeirra. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 1220 orð | 4 myndir

Hlutur innlends eldsneytis lítill

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 633 orð | 1 mynd

Hópuppsagnir hjá RÚV

Fréttaskýring Viðar Guðjónsson Hjörtur J. Guðmundsson Til stendur að segja upp 60 starfsmönnum Ríkisútvarpsins og þar af var 39 sagt upp í gær. Aðgerðirnar eru liður í um 500 milljón króna sparnaðarkröfu sem gerð hefur verið til stofnunarinnar. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 527 orð | 1 mynd

Húmoristi kemur víða við

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég er enginn rithöfundur, bara skrásetjari,“ segir Ingvar Júlíus Viktorsson sem sendi á dögunum frá sér safn gamansagna, Húmör í Hafnarfirði , og er þegar byrjaður að safna saman efni í næstu bók. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Íslenskum saltfiski vel tekið erlendis

Íslenskum saltfiski hefur verið mjög vel tekið í Portúgal og á Spáni að undanförnu, ef marka má viðbrögð þarlendra fjölmiðla við kynningum á saltfiskinum. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 554 orð | 3 myndir

Kröfur vegna peninga sem „voru aldrei til“

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Kvenfélagasambandið heldur hádegisfund um sóun matvæla og siðferði notkunar

Kvenfélagasamband Íslands heldur hádegisfund í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, föstudaginn 29. nóvember kl. 12-13. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Leigja Austurstræti 16

Dótturfélag Regins hf. og Keahótel ehf. hafa gert með sér samkomulag um leigu á fasteigninni Austurstræti 16 í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu að Reginn hafi nýverið keypt fasteignina sem sé 2.773 fermetrar að stærð. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Lýsa stuðningi við evrópska Úkraínu

Úkraínumenn á Íslandi lýstu í gær yfir stuðningi sínum við samningaviðræður ríkisstjórnar Úkraínu og Evrópusambandsins. Fólkið safnaðist saman fyrir utan Hallgrímskirkju. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Með tvo ferfætlinga á ferðinni

Fátt er meira hressandi en góður göngutúr í dagsbirtunni í fylgd með ferfættum vinum. Þessir þrír virtust þó hafa lent í smá-ógöngum þar sem þeir fóru um framkvæmdasvæði við Hallgrímskirkju í gærdag í ágætis veðri. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Meirihlutinn héldi velli í Kópavogi

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa héldi velli ef sveitarstjórnarkosningar færu fram á morgun. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Mótmæla seinagangi borgaryfirvalda

Austurbæjarskóli fær til umráða Spennistöð sem er við skólann og mun nýtast sem fjölnotasalur. Á fundi byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar á þriðjudaginn sl. Meira
28. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 502 orð | 2 myndir

Mynda afgerandi meirihluta

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og sósíaldemókratar (SPD) hafa komist að samkomulagi um að mynda samsteypustjórn. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Neysla kindakjöts eykst á milli ára

Neysla á kindakjöti hér á landi var að jafnaði 20,7 kíló á hvern íbúa árið 2012, sem er aukning á milli ára um tæp 2 kíló á íbúa. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Norsk máláhrif á Íslandi

Norsk máláhrif og kirkja og klaustur á Íslandi er yfirskrift fyrirlestrar sem Haraldur Bernharðsson heldur í dag í fyrirlestraröð Miðaldastofu um þetta efni. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16:30 og fer fram í stofu 423 í Árnagarði í Háskóla Íslands. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 40 orð

Nýr upplýsingavefur um launajafnrétti

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti hefur opnað upplýsingavef um helstu verkefni sem hópurinn vinnur að og framvindu þeirra. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 229 orð

Nærri 130 milljarða lækkun

Hörður Ægisson hordur@mbl.is Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa náð samkomulagi um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna sem fela það í sér að skuldir þeirra gætu lækkað í kringum 130 milljarða króna. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 169 orð

Olíunotkun hefur dregist saman

Olíunotkun hefur dregist saman hér á landi undanfarin ár. Hún var 616 kílótonn í fyrra en 765 kílótonn árið 2007. Samdrátturinn því tæplega 20% samdráttur á fimm árum. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Rangur fjöldi fulltrúa í Hafnarfirði

Mistök urðu hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í útreikningi á fjölda bæjarfulltrúa í Hafnarfirði í könnun á fylgi flokka í bænum, sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Rannsóknarnefndir þurfa 802 milljónir

Heildarkostnaður við starfsemi tveggja rannsóknarnefnda Alþingis er kominn rúmlega 321 milljón kr. fram úr fjárheimildum. Er kostnaður við nefndinar í ár nú áætlaður 802,2 milljónir kr. en fjárheimild ársins samkvæmt fjárlögum er 481 milljónir kr. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 613 orð | 2 myndir

Rífandi gangur í rúningnum

Baksvið Atli Vigfússon Laxamýri „Ég hef mest rúið 260 kindur yfir daginn, en það var langur dagur. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 367 orð | 2 myndir

Sex íbúðir bætast við í miðbæ Þórshafnar

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Sex nýjar íbúðir verða til í miðbæ Þórshafnar næsta sumar en framkvæmdir hófust í haust. Breytingar standa nú yfir á þessu 550 fermetra húsi við Langanesveginn en Fánasmiðjan var þar áður með starfsemi sína. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Sjálfsagt að efna til víðtækara samráðs

„Ég er sannfærður um að þau þrjú heilbrigðisumdæmi sem út af standa, Vestfirðirnir, Norðurland og Suðurland, þurfa að ganga í gegnum skipulagsbreytingu á stofnanastrúktúr. Ég er sannfærður um það. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 664 orð | 3 myndir

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig

Baksvið Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Skortir kvefmeðul vegna vanda erlendis

Saltvatn og önnur kvefmeðul eru ekki auðfundin í apótekum landsins. Ástæðan er ekki aukin eftirspurn kvefaðra Íslendinga eftir vörunum. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Stugga við síldinni með sprengjum

Ágúst Ingi Jónsson Baldur Arnarson Djúpsprengjur verða notaðar til að stugga við síldinni í Kolgrafafirði. Áætlað er að sprengt verði eftir hádegi í dag, en áður munu starfsmenn Hafrannsóknastofnunar mæla magn síldar í firðinum og hvar hún heldur sig. Meira
28. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 117 orð

Taka grillin úr umferð

Starfsmenn Peking-borgar hafa lagt hald á um fimm hundruð grill borgarbúa á undanförnum þremur mánuðum og eytt þeim. Þetta er liður í átaki borgaryfirvalda til þess að reyna að draga úr loftmengun í borginni sem er ein sú mesta í heiminum. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Tekist á um lán Glitnis til Stíms

Lögmenn tveggja af fimm sem stefnt er í skaðabótamáli slita-stjórnar Glitnis vegna lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Stím í janúar 2008 fóru í gær fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að málinu yrði vísað frá. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 576 orð | 1 mynd

Tækin gömul og skólastarf líður fyrir niðurskurð

Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Síðustu fimm árin hefur Verkmenntaskólinn á Akureyri ekki getað endurnýjað tæki og í sumum tilvikum er langur vegur frá því að tækjabúnaður skólans haldi í við þróunina í atvinnulífinu. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 716 orð | 3 myndir

Verðmæt efni úr útblæstrinum

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bláa lónið nýtir nú útblástursgas frá jarðvarmaveri HS-Orku í Svartsengi við ræktun smáþörunga. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 42 orð

Viðbótarframlag vegna ríkisstjórna

Sótt er um 97 milljóna kr. viðbótarframlag í fjáraukalagafrumvarpinu vegna biðlauna og orlofsuppgjörs ráðherra og aðstoðarmanna í fyrri ríkisstjórn og fjölgunar ráðherra og aðstoðarmanna í núverandi ríkisstjórn. Útgjöldin hækka því úr 242 millj. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 818 orð | 4 myndir

Víða hætt við að hækka gjaldskrár

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sveitarfélög eru nú í óðaönn að ganga frá fjárhagsáætlunum sínum fyrir næsta ár. Mörg hafa lokið fyrri umræðu um áætlunina og sú seinni er þá eftir. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Þarf að efla HIV-fræðslu ungmenna

„Náum núllpunkti. Eyðum fordómum“ er slagorð Alþjóðalega-alnæmisdagsins 1. desember nk. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 401 orð | 2 myndir

Ögn betri horfur í ellilífeyrismálum

Sviðsljós Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Nýbirt skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um ellilífeyrismál kveður upp jákvæðan dóm um þróunina á undanförnum árum. Meira
28. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Ökumenn til fyrirmyndar í göngunum

Allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar í Hvalfjarðargöngum í fyrradag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hvalfjarðargöng í norðurátt, um einn kílómetra frá syðri munna ganganna. Meira

Ritstjórnargreinar

28. nóvember 2013 | Leiðarar | 162 orð

Banki sektaður um metfé

Hvers vegna var ekki farin sama leið á Íslandi og í Bandaríkjunum? Meira
28. nóvember 2013 | Leiðarar | 368 orð

Óvissa um samstarf þrátt fyrir sáttmála

Merkel teygir sig langt í nýjum stjórnarsáttmála Meira
28. nóvember 2013 | Staksteinar | 177 orð | 1 mynd

Undarleg umræða um Ríkisútvarpið

Ekkert vantaði upp á það á þingi í gær að stjórnarandstæðingar svöruðu kalli útvarpsins síns og þráspyrðu ráðherra um málefni þess. Meira

Menning

28. nóvember 2013 | Tónlist | 279 orð | 2 myndir

25 íslenskar plötur í forvali norrænna verðlauna

Kynntur hefur verið íslenski forvalslistinn fyrir Norrænu tónlistarverðlaunin sem veitt verða í fjórða sinn í febrúar nk. í Osló samhliða by:Larm tónlistarhátíðinni. Meira
28. nóvember 2013 | Tónlist | 53 orð | 1 mynd

ATP haldin í annað sinn á Ásbrú 2014

Tónlistarhátíðin All Tomorrow's Parties, ATP, verður haldin í annað sinn á Ásbrú í Reykjanesbæ á næsta ári, dagana 10.-12. júlí. Meira
28. nóvember 2013 | Kvikmyndir | 599 orð | 2 myndir

Á bandarískan veg

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
28. nóvember 2013 | Tónlist | 87 orð | 1 mynd

Drengjakór syngur í Hallgrímskirkju

Drengjakór Reykjavíkur heldur aðventutónleika sína í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kemur, þ.e. 1. desember, kl. 14. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og orgelleikari er Lenka Mátéová. Meira
28. nóvember 2013 | Hönnun | 60 orð | 1 mynd

Fyrirlestur á lokadegi í Hafnarborg

Þráinn Hauksson landslagsarkitekt flytur erindi í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Þar segir hann frá ýmsum þeirra verkefna sem hann hefur komið að og tengjast umhverfisskipulagi í Hafnarfirði. Meira
28. nóvember 2013 | Kvikmyndir | 50 orð | 1 mynd

Íslensk þrívíddarstuttmynd frumsýnd

Brynjar Helgason frumsýnir sína fyrstu þrívíddarstuttmynd í Bíó Paradís í dag kl. 15.30. Myndin nefnist 3-D og er sögusvið hennar flóamarkaður í Karlsruhe í Þýskalandi. Meira
28. nóvember 2013 | Kvikmyndir | 383 orð | 2 myndir

Mannkyni bjargað?

Leikstjóri: Gavin Hood. Handrit: Gavin Hood, byggt á sögu Orson Scott Card. Aðalhlutverk: Asa Butterfield, Harrison Ford, Hailee Steinfeld, Abigail Breslin, Ben Kingsley, Viola Davis, Aramis Knight og Suraj Partha. Bandaríkin, 2013. 114 mínútur. Meira
28. nóvember 2013 | Fjölmiðlar | 201 orð | 1 mynd

Pílagrímsferðir að blokk og barnaefni

Þau eru ófá heimilin þar sem brotthvarf Fólksins í blokkinni af skjánum var trega blandið. Ljósvaki hefur m.a.s. Meira
28. nóvember 2013 | Tónlist | 59 orð | 1 mynd

Styrktartónleikar á afmælisdeginum

Sigrún Ósk Ingadóttir heldur söngtónleika á 65 ára afmæli sínu í húsnæði SÁÁ í Efstaleiti 7 í kvöld kl. 20.15. Á efnisskrá verða ýmis íslensk klassísk sönglög sem og erlend söngleikjalög. Meira
28. nóvember 2013 | Myndlist | 65 orð | 1 mynd

Teiknimessa haldin í Týsgalleríi

Teiknimessa fer fram í Týsgalleríi í kvöld og annað kvöld milli kl. 20 og 22. Þar verður boðið upp á listaverk á verðbilinu 22-120 þúsund. Meira
28. nóvember 2013 | Bókmenntir | 471 orð | 3 myndir

Það sem aldrei varð

Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga eftir Sigrúnu Pálsdóttur. 229 bls. innb. JPV útgáfa gefur út, 2013. Meira
28. nóvember 2013 | Tónlist | 837 orð | 2 myndir

Þorrablót Sinfaldar

Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Það blæs um Hörpu þennan miðvikudagsmorgun. Góðir tuttugu metrar á sekúndu. Hafi einhver ætlað að leita skjóls í Eldborginni er það skammgóður vermir. Þar gengur nefnilega á með norðanstormi. Meira
28. nóvember 2013 | Kvikmyndir | 62 orð | 1 mynd

Þriðja serían væntanleg haustið 2015

Hans Rosenfeldt, handritshöfundur að Brúnni , staðfestir í samtali við Kvällsposten að vinnan við gerð þriðju sjónvarpsþáttaraðarinnar sé þegar hafin. Ráðgert er að hún verði frumsýnd haustið 2015. Meira

Umræðan

28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 570 orð | 1 mynd

Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, mikilvæg stétt í heilbrigðiskerfinu

Eftir Hjalta Þór Björnsson: "Áfengis- og vímuefnaráðgjafi er sá sem ásamt lækni og hjúkrunarfræðingum er í mestu sambandi við sjúkling í afeitrun." Meira
28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 869 orð | 1 mynd

Álag í starfi sjúkraliða

Eftir Ásdísi Emilíu Björgvinsdóttur: "Við sjúkraliðar, og að sjálfsögðu allt annað starfsfólk í heilbrigðisgeiranum, erum að þrotum komin." Meira
28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 562 orð | 1 mynd

Borgarstjórn á villigötum

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Á fjölförnustu umferðaræðunum í Reykjavík getur mikið öngþveiti í umferðinni tafið fyrir því að sjúklingur komist tímanlega undir læknishendur." Meira
28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 299 orð | 1 mynd

Breytt framkvæmd um áramót hjá Tryggingastofnum

Eftir Sólveigu Hjaltadóttur: "Í framtíðarsýn Tryggingastofnunar leggur stofnunin áherslu á að veita öfluga rafræna og persónulega þjónustu og er breytt framkvæmd liður í því." Meira
28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 486 orð | 1 mynd

Íslendingar í Star Trek

Eftir Kristján Hall: "Það er undarlegt að fara um hálfa vetrarbrautina í leit að forvitnilegum lífsformum og finna svo þetta við heimkomuna." Meira
28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 1177 orð | 1 mynd

Krabbameinssjúku fólki mismunað eftir búsetu

Eftir Boga Þór Arason: "Er eðlilegt að krabbameinssjúklingur fái ekki heimahjúkrun í fjóra sólarhringa samfleytt?" Meira
28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 607 orð | 1 mynd

Makríll gæti bjargað Landspítala

Eftir Lýð Árnason: "Útgerð sem ekki þolir frjálsa samkeppni er ríkisstyrkt. Er einhver munur að fá brauðið heimsent eða éta það í kornhlöðu ríkisins?" Meira
28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Makrílveiðar báta og smærri skipa

Eftir Kjartan Örn Kjartansson: "Það skyldi þó aldrei vera að nú eigi að fara að friða makrílinn." Meira
28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Nokkur orð um norðurljós

Eftir Þorstein Sæmundsson: "Sambandið milli sólvirkni og norðurljósa er alls ekki eins eindregið og margir halda" Meira
28. nóvember 2013 | Aðsent efni | 842 orð | 1 mynd

Styður Elko óheiðarlega sölumennsku?

Eftir Ívar Jóhann Halldórsson: "Viðskiptavinir fá rangar upplýsingar varðandi viðbótatryggingar heimilistækja sem fyrirtækið neitar svo að taka ábyrgð á þegar upp er staðið." Meira
28. nóvember 2013 | Velvakandi | 45 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Ljót hús Mikið finnst mér mörg þessi nýju hús sem verið er að byggja ljót. Ég sá teikningu að nýju þjónustu- og veitingahúsi við Reynisfjöru í Morgunblaðinu í gær. Það er alveg eins og eplakassi. Horfið á hús Guðjóns Samúelssonar, þau eru falleg. Meira
28. nóvember 2013 | Bréf til blaðsins | 283 orð | 1 mynd

Vinnum saman takk

Frá Pétri Ólafssyni: "Á því svæði sem er skilgreint sem höfuðborgarsvæði eru sjö sveitarfélög. Vissulega voru þau fleiri, samgöngur verri og lengra var á milli byggðanna. Á síðustu 20-30 árum hefur þétting byggðar sameinað þetta svæði sem aldrei fyrr." Meira
28. nóvember 2013 | Pistlar | 381 orð | 1 mynd

Ögurstund hjá forsætisráðherra

Forsætisráðherra landsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er ungur og býr ekki að langri reynslu í stjórnmálum. Meira

Minningargreinar

28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 1254 orð | 1 mynd

Auður Gísladóttir

Auður Gísladóttir fæddist að Ytra-Holti í Svarfaðardal 5. nóvember 1921. Hún lést á deild 13-E á Landspítalanum 22. nóvember 2013. Foreldrar hennar voru Halldóra Guðnadóttir og Gísli Jóhannesson. Eiginmaður Auðar var Jón Frímann Frímannson, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 2162 orð | 1 mynd

Ása Björgvinsdóttir

Ása Björgvinsdóttir fæddist að Ási í Fáskrúðsfirði 25. júlí 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 15. nóvember 2013. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 2118 orð | 1 mynd

Bjarghildur Soffía Stefánsdóttir

Bjarghildur Soffía Stefánsdóttir blaðamaður fæddist í Kúldshúsi í Stykkishólmi 28. maí 1920. Hún lést á Landakoti 18. nóvember 2013. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 398 orð | 1 mynd

Inga Ólafía Haraldsdóttir

Inga Ólafía Haraldsdóttir (Inga Lóa) fæddist á Akureyri 28. nóvember 1943. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 16. júlí 2013. Útför Ingu Lóu fór fram frá Bessastaðakirkju 30. júlí 2013. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 1329 orð | 1 mynd

Lára Jónína Árnadóttir

Lára Jónína Árnadóttir fæddist í Reykjavík 25. júlí 1928. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. nóvember 2013. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir, f. 29. ágúst 1896, d. 21. apríl 1983 og Árni Þórðarson, f. 4. október 1897, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 581 orð | 1 mynd

Lúðvík Kjartan Kristjánsson

Lúðvík Kjartan Kristjánsson fæddist í Reykjavík 19. október 1986. Hann lést á Landspítalanum 1. nóvember 2013. Útför Lúðvíks fór fram í Fríkirkjunni í Reykjavík í kyrrþey 8. nóvember 2013. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 1428 orð | 1 mynd

Magnús Hjálmarsson

Magnús Hjálmarsson fæddist í Berufirði, Suður-Múlasýslu, 30. janúar 1930. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 19. nóvember 2013. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Hjálmar Guðmundsson, bóndi, f. 14.6. 1897, d. 1.5. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 1738 orð | 1 mynd

Margrét Laufey Ingimundardóttir

Margrét Laufey Ingimundardóttir fæddist á Stafnesi á Reykjanesi 23. nóvember 1926. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 18. nóvember 2013. Foreldrar hennar voru Jónína Benedikta Eyleifsdóttir, f. í Glaumbæ í Miðnesi 22. júní 1897, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 2380 orð | 1 mynd

Sigríður Halla Einarsdóttir

Sigríður Halla Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. október 1932. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. nóvember 2013. Foreldar Höllu voru hjónin Einar Eggertsson kafari, f. 15.10. 1903, d. 9.9. 1987, og Sveinbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 31.12. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 1016 orð | 1 mynd

Sigríður Margrét Hreiðarsdóttir

Sigríður Margrét Hreiðarsdóttir fæddist að Laugarbrekku í Hrafnagilshreppi, Eyjafirði, 2. október 1944. Hún lést 23. nóvember 2013. Sigríður var dóttir hjónanna Hreiðars Eiríkssonar, f. 7. apr. 1913, d. 25. nóv. 1995, og Ragnheiðar Maríu Pétursdóttur,... Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 403 orð | 1 mynd

Steinunn Jósefína Guðmundsdóttir Kristiansen

Steinunn Jósefína Guðmundsdóttir Kristiansen fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, 8. september 1927. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 12. nóvember 2013. Jarðarför Steinunnar fór fram frá Hallgrímskirkju 22. nóvember 2013. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2013 | Minningargreinar | 322 orð | 1 mynd

Súsanna Steinþórsdóttir

Súsanna Steinþórsdóttir fæddist í Hafnarfirði 24. janúar 1961. Hún lést á Akranesi 7. nóvember 2013. Útför Súsönnu fór fram frá Akraneskirkju 18. nóvember 2013. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

28. nóvember 2013 | Daglegt líf | 89 orð | 1 mynd

200 síðna jólablað á vefnum

Home Magazine er íslenskt tímarit sem mikið er lagt í. Því ritstýrir Þórunn Högna og fjallar um eitt og annað sem tengist heimilinu og fjölskyldunni. Meira
28. nóvember 2013 | Daglegt líf | 564 orð | 3 myndir

Alltaf góður andi á Korpúlfsstöðum

Í kvöld verður virkilega huggulegt við Korpúlfsstaði. Þeir fjörutíu listamenn sem þar eru með aðstöðu bjóða gestum og gangandi að líta inn og anda að sér ylnum í þessum merkilegu húsakynnum. Meira
28. nóvember 2013 | Daglegt líf | 306 orð | 1 mynd

Fjarðarkaup Gildir 28.-30. nóv verð nú áður mælie. verð Svínahnakki...

Fjarðarkaup Gildir 28.-30. nóv verð nú áður mælie. verð Svínahnakki, úrb. úr kjötborði 1.198 1.598 1.198 kr. kg Nauta t-Bone, úr kjötborði 2.798 3.498 2.798 kr. kg Hamborgarar 2x115 g m/brauði 420 504 420 kr. pk. Matfugl kjúklingabr., frosnar 1.798 2. Meira
28. nóvember 2013 | Daglegt líf | 232 orð | 1 mynd

Jólasveinadagatal í desember

Íslensku jólasveinarnir eru komnir í svokallað „app“ sem iPad-notendur um allan heim geta fengið og kynnst jólasveinunum í réttri röð. Meira
28. nóvember 2013 | Daglegt líf | 61 orð | 1 mynd

... kynnist fuglunum

Fuglavernd stendur fyrir fræðslufundi í Arion Banka, Borgartúni 19 og hefst hann klukkan 20:30. Lilja Jóhannesdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ mun segja frá rannsóknum sínum á fuglalífi á landbúnaðarsvæðum á Suðurlandi. Meira

Fastir þættir

28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

1. c4 d6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. Rc3 Rf6 5. e4 Rbd7 6. Rge2 c6 7. O-O a6...

1. c4 d6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. Rc3 Rf6 5. e4 Rbd7 6. Rge2 c6 7. O-O a6 8. d4 O-O 9. h3 e5 10. Be3 exd4 11. Bxd4 b5 12. cxb5 axb5 13. b4 Bb7 14. f4 He8 15. a4 c5 16. bxc5 b4 17. c6 Bxc6 18. Rd5 Bxd5 19. exd5 Rc5 20. Rc1 Rfe4 21. Bxg7 Kxg7 22. Kh2 Df6... Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 287 orð

Aðalsteinn og Sverrir unnu Íslandsmót eldri spilara í tvímenningi...

Aðalsteinn og Sverrir unnu Íslandsmót eldri spilara í tvímenningi Íslandsmót eldri spilara í tvímenningi sem fór fram sl. laugardag. Meira
28. nóvember 2013 | Í dag | 200 orð

Af tímaskekkju, gellum og sérfræðingum

Davíð Hjálmar Haraldsson lýsir vel tíðarandanum: Utan þings og allt í kring sem innst í hringum: Senn þarf slyngan sérfræðing í sérfræðingum. Ágúst Marinósson kastar fram stöku um gellur: Fiskiátið eflir þrótt, örvast heilasellur. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 6 orð

Á morgun

Á morgun verður fjallað um... Meira
28. nóvember 2013 | Árnað heilla | 274 orð | 1 mynd

Ásgeir Sigurðsson

Ásgeir Sigurðsson skipstjóri fæddist í Gerðiskoti í Flóagaflshverfi 28.11. 1894. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli, bóndi í Gerðiskoti, fræðimaður og rithöfundur, og k.h., Ingibjörg Þorkelsdóttir, húsfreyja frá Óseyrarnesi. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 332 orð | 1 mynd

Einar Benediktsson leitaði gulls í Mosfellsbæ

Lengi hefur verið vitað að gull væri að finna í bergi í Þormóðsdal og Miðdal í Mosfellsbæ, en áhöld hafa verið um hvort það sé það mikið að ástæða sé til að hefja vinnslu. Meira
28. nóvember 2013 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

Erla Björk Tryggvadóttir

30 ára Erla Björk ólst upp í Reykjavík en er tamningakona á Hvoli II. Maki: Bergþór Andrésson, f. 1980, markaðsstjóri hjá Innliti ehf. í Reykjavík. Sonur: Alex Bjarki Bergþórsson, f. 2012. Foreldrar: Ingibjörg Svana Runólfsdóttir, f. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 99 orð | 1 mynd

Flugvélar stórar og smáar

Í einu flugskýlanna voru Skjöldur Sigurðsson og Einar Páll Einarsson við smíðar á flugmódeli þegar Morgunblaðið bar að garði. Verið var að smíða líkan af tvíþekju. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 160 orð

Framherjar. V-NS Norður &spade;106 &heart;KD32 ⋄DG &klubs;ÁK863...

Framherjar. V-NS Norður &spade;106 &heart;KD32 ⋄DG &klubs;ÁK863 Vestur Austur &spade;ÁK95432 &spade;87 &heart;Á96 &heart;G1075 ⋄Á ⋄K10642 &klubs;97 &klubs;DG Suður &spade;DG &heart;84 ⋄98753 &klubs;10542 Suður spilar 2⋄ doblaða. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

Greta Salóme, Halldór Laxness og Salóme Þorkelsdóttir

Í Mosfellsbæ er fjölbreytt mannlífsflóra og fjöldi hæfileikafólks á ýmsum sviðum og á hverju ári er þar valinn Mosfellingur ársins og bæjarlistamaður. Þá hafa þrír heiðursborgarar verið valdir í bænum, meðal þeirra er Halldór Laxness. Meira
28. nóvember 2013 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Guðmundur Freyr Ómarsson

30 ára Guðmundur býr í Garðabæ, lauk MSc-prófi í alþjóða viðskiptum frá HR og er viðskiptastjóri hjá Microsoft á Íslandi. Maki: Erna Heiðrún Jónsdóttir, f. 1984, lögmaður hjá Logos. Börn: Pétur Ómar, f. 2009, og Eydís Jóna, f. 2012. Meira
28. nóvember 2013 | Árnað heilla | 572 orð | 4 myndir

Keflvískur KR-ingur

Jónas Guðni fæddist í Keflavík 28.11. 1983 og ólst þar upp, auk þess sem hann átti heima í Danmörku frá tveggja ára aldri og þar til hann varð 10 ára: „Pabbi var að læra verkfræði í Danmörku og við vorum því þar á veturna en heima á sumrin. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 436 orð | 2 myndir

Klúbbur fyrir alla sem hafa áhuga á flugi

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Árið 1981 komu 14 flugáhugamenn saman og stofnuðu Flugklúbb Mosfellssveitar, sem nú er kenndur við Mosfellsbæ. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 130 orð | 1 mynd

Lakkríssnúðar og súkkulaði

Mosfellsbakarí er rúmlega 30 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki, stofnað af hjónunum Ragnari Hafliðasyni og Áslaugu Sveinbjörnsdóttur. Meira
28. nóvember 2013 | Í dag | 34 orð

Málið

Þýðingamál getur verið bæði frjótt og skemmtilegt, sbr. miðaldaþýðingar úr latínu. Oft er þó lítil málbót að því: „Þetta skapaði ótta meðal sumra farþeganna“ – Sumir farþeganna urðu óttaslegnir eða Ótti greip suma... Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 106 orð | 2 myndir

Mosfellingar flagga Hvítblánum

Hvítbláinn, forveri íslenska fánans, blaktir við hún þegar ekið er yfir brúna niður í Álafosskvosina í Mosfellsbæ. Fáninn er dreginn að húni til heiðurs Einari Péturssyni, sem rak ullarverksmiðjuna að Álafossi ásamt Sigurjóni bróður sínum. Þann 12. Meira
28. nóvember 2013 | Í dag | 24 orð

Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef...

Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Meira
28. nóvember 2013 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Rúnar Már Kristinsson

30 ára Rúnar ólst upp á Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum, er búsettur í Reykjavík og er tæknifræðingur hjá Samey ehf. Maki: Svava Ragnarsdóttir, f. 1986, móttökuritari. Dóttir: Sjöfn Rúnarsdóttir, f. 2012. Foreldrar: Óli Kristinn Ottósson, f. Meira
28. nóvember 2013 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Selfoss Hulda Ieva fæddist 22. október kl. 18.10. Hún vó 4.560 g og var...

Selfoss Hulda Ieva fæddist 22. október kl. 18.10. Hún vó 4.560 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Lauma Gulbe og Jóhannes Pétur Héðinsson... Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 65 orð | 1 mynd

Sterk og náttúruleg leikföng

Ásgarður var stofnaður árið 1993 og hefur starfsleyfi sem verndaður vinnustaður frá Velferðarráðuneytinu. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að hanna þar og smíða einföld og sterk barnaleikföng úr náttúrulegum efnivið. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 410 orð | 2 myndir

Sumir hnífar koma til mín í draumi

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í kvosinni í Mosfellsbæ búa um 40 manns. Þeirra á meðal eru hjónin Soffía Alice Sigurðardóttir og Páll Kristjánsson. Meira
28. nóvember 2013 | Árnað heilla | 217 orð | 1 mynd

Súpan forskot á aðventuna

Þegar verið er að telja konum trú um að þær eigi alltaf að vera 29 ára tek ég ekki undir það því þegar maður eldist verður maður svo glaður yfir því að eiga afmæli,“ segir Margrét Bóasdóttir, formaður Landssambands blandaðra kóra með meiru, en hún... Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 513 orð | 2 myndir

Tálga í við og vinna textíl

„Ég kenni frekar nýja áfanga þar sem nemendur læra að skapa og hanna fallega hluti úr endurnýtanlegu efni,“ segir Sigrún Theodóra Steinþórsdóttir, listgreinakennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Meira
28. nóvember 2013 | Árnað heilla | 214 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Kristín Olga Jónsdóttir Sólborg Bjarnadóttir 85 ára Anna Tyrfingsdóttir Garðar Karlsson Sólveig Björgvinsdóttir 80 ára Elín G. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 588 orð | 3 myndir

Verkstæði jólasveinanna er í Mosfellsbæ

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Verkstæði jólasveinanna er það sem kemur upp í hugann þegar komið er inn í Braggann, verkstæði Ásgarðs í kvosinni í Mosfellsbæ. Meira
28. nóvember 2013 | Fastir þættir | 310 orð

Víkverji

Jólin nálgast og jólaskreytingar eru farnar að skjóta upp kollinum. Raunar hafði Víkverji heyrt að fyrstu jólatilburðir verslana hefðu hafist í október. Víkverja þykir það fullsnemmt og þykir honum sem skreytingarnar komi fyrr með hverju einasta ári. Meira
28. nóvember 2013 | Í dag | 167 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

28. nóvember 1700 Núgildandi tímatal, nýi stíll, tók gildi. Dagarnir frá 17. til 27. nóvember voru felldir niður það ár. 28. nóvember 1921 Rússneskur drengur, sem Ólafur Friðriksson ritstjóri hafði haft með sér til landsins mánuði áður, var sendur utan. Meira

Íþróttir

28. nóvember 2013 | Íþróttir | 260 orð

„Leikirnir við Sviss eru afar mikilvægir“

„Leikirnir við Sviss eru afar mikilvægir í þessum langa æfingatíma sem landsliðið fær um þessar mundir,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðskona í handknattleik um væntanlega vináttulandsleiki við Sviss sem fram fara í íþróttahúsinu á... Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Enn af upplifun minni á Maksimir-leikvangi í Zagreb í Króatíu á dögunum...

Enn af upplifun minni á Maksimir-leikvangi í Zagreb í Króatíu á dögunum. Skondið var að fylgjast með heimamönnum úr stétt ljósmyndara og blaðamanna athafna sig meðan á leiknum stóð og í leikslok. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

FH-ingar stefna á að fylla Kaplakrika

FH-ingar gera sér vonir um að fylla Kaplakrika í kvöld þegar liðið tekur á móti erkifjendum sínum í Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Vináttulandsleikur kvenna: Hertz-höllin: Ísland &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Vináttulandsleikur kvenna: Hertz-höllin: Ísland – Sviss 18 Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Austurberg: ÍR – HK 19 Framhús: Fram – Valur 19. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 417 orð | 1 mynd

Keflavík – Njarðvík 70:48 TM-höllin, úrvalsdeild kvenna í...

Keflavík – Njarðvík 70:48 TM-höllin, úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildin, miðvikudaginn 27. nóvember 2013. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Keflavík skellti grönnum sínum

Keflavíkur-liðið í körfuknattleik kvenna heldur áfram að vera eitt í efsta sæti Dominos-deildar eftir öruggan sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 70:48, í TM-höllinni í Keflavík í gærkvöldi. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Kiel færðist upp um eitt sæti með sigri

Þýska meistaraliðið Kiel færðist upp í annað sæti úr því þriðja í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar liðið vann öruggan sigur á Lübbecke, 37:30, á heimavelli sínum í gærkvöldi. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu A-riðill: Bayer Leverkusen – Man. United 0:5...

Meistaradeild Evrópu A-riðill: Bayer Leverkusen – Man. United 0:5 Antonio Valencia 22. Emir Spahic 30. (sjálfsmark), Jonny Evans 66., Chris Smalling 78., Nani 88. Shakhtar Donetsk – Real Sociedad 4:0 Luiz Adriano 37., Alex Teixeira 48. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 511 orð | 2 myndir

Nenni ekki norðurpólslífi

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég mun örugglega ákveða mig eftir svona tvær vikur. Á meðan ekkert virkilega spennandi kemur þá spila ég á Íslandi næsta sumar,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 196 orð | 1 mynd

Nýtt met hjá liði Bayern

Þýskalands- og Evrópumeistarar Bayern München slógu nýtt met í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gær þegar liðið bar sigurorð af CSKA Moskva, 3:1, í snjókomunni í Moskvuborg. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Ólafur fór hamförum

Ólafi Andrési Guðmundssyni héldu engin bönd í gærkvöldi þegar lið hans, Kristiansund, vann Rimbo Roslagen, 40:30, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 519 orð | 2 myndir

Rætt um að spila níu á móti níu í 4. flokki

Fótbolti Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks, mun á mánudaginn klukkan 20. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 492 orð | 2 myndir

Stefnir á að æfa á Flórída fram yfir ÓL

Sund Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég reiknaði nú ekki með svona góðum árangri. Var að vonast eftir að ná kannski lágmarksárangri í einhverjum greinum til þátttöku á háskólameistaramótinu. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 407 orð | 3 myndir

Sænska stórskyttan Kim Andersson sem leikur með KIF Kolding í dönsku...

Sænska stórskyttan Kim Andersson sem leikur með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik verður frá keppni næstu fimm mánuðina en hann gekkst undir aðgerð í gær vegna þrálátra meiðsla í öxl. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 959 orð | 2 myndir

Trúði alltaf á sjálfan sig

Viðtal Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl. Meira
28. nóvember 2013 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Þýskaland Gummersbach – Burgdorf 21:25 • Rúnar Kárason...

Þýskaland Gummersbach – Burgdorf 21:25 • Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir Burgdorf. Balingen – Flensburg 24:32 • Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir Flensburg. Meira

Viðskiptablað

28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 234 orð | 1 mynd

5 ár frá höftum

Í dag eru fimm ár frá setningu fjármagnshafta. Þó ekki beri að fagna þeim tímamótum þá var um að ræða nauðsynlega neyðarráðstöfun sem var mikilvægur liður í því að koma á efnahags- og fjármálalegum stöðugleika. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 685 orð | 2 myndir

Aðeins hálfur sigur unninn

Samkomulag milli Írans og vesturveldanna um kjarnorkumál mun ekki aðeins hafa pólitíska þýðingu í alþjóðlegum öryggis- og varnarmálum. Áhrifin gætu sömuleiðis orðið talsverð fyrir heimshagkerfið. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 672 orð | 2 myndir

„Ætlum okkur að taka stóran bita af kökunni“

Viðtal Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Íslenska nýsköpunarfyrirtækið GreenQloud minnir um margt á tæknifyrirtæki í Kísildalnum í Bandaríkjunum. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 810 orð | 1 mynd

Góðu gæjarnir vinna

• Rannsóknir sýna að samfélagslega ábyrgir starfshættir skila betri rekstri til lengri tíma litið • Fjárfestar líta í auknum mæli til samfélagslegra áhrifa • Siðvísirinn hjálpar til við að taka betri ákvarðanir þegar staðið er frammi fyrir siðaklemmum Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 192 orð | 1 mynd

Hagnaðist um 4,2 milljarða

Hagnaður Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi nam 4,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi sem er 400 milljónum minni hagnaður heldur en á sama tímabili í fyrra. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 347 orð | 1 mynd

Maðurinn á bak við hangikjötið

Sumir myndu ganga svo langt að segja að þjóðin öll reiði sig á Benedikt Benediktsson. Hamingja margra fjölskyldna hvílir á herðum Benedikts og samstarfsmanna hans og má ekkert út af bera. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 175 orð | 3 myndir

Nýir ráðgjafar Expectus

Upplýsingatæknisvið Expectus, sem sérhæfir sig í að aðstoða stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana í verkefnum tengdum viðskiptagreind, hugbúnaðarþróun og rekstri upplýsingakerfa þar sem áherslan er á gæði gagna, rauntímaeftirlit og að búa til... Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 170 orð | 1 mynd

Ólíkt hafast menn að

Mikill munur er á yfirlýsingum stjórnenda einkafyrirtækja og stofnana þegar nauðsynlegt er að draga saman seglin og segja upp fólki vegna minni tekna. Það kom glögglega í ljós í gær. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 112 orð

SagaPro með bestu vöruna

Bandaríska tímaritið Better Nutrition verðlaunaði íslensku náttúruvöruna SagaPro sem bestu nýju vöruna í nóvember tölublaði tímaritsins. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 408 orð | 1 mynd

Sátt um skuldalækkun

Hörður Ægisson hordur@mbl.is Skuldir heimila gætu lækkað í kringum 130 milljarða króna miðað við það samkomulag sem náðst hefur milli ríkisstjórnarflokkanna um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 77 orð | 1 mynd

Semja við Rönning um kaup á heimilistækjum

Ríkiskaup hafa samið við Rönning um kaup á heimilistækjum. Samningurinn tryggir liðlega 850 fyrirtækjum og stofnunum á vegum ríkis og sveitarfélaga aðgang að heimilistækjum frá Gorenje, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Rönning. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 814 orð | 3 myndir

Stjórn Venesúela í hart við kaupmenn

Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is Óðaverðbólga og harkalegar efnahagsaðgerðir hafa valdið ólgu og uppnámi í Venesúela. Stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn kaupsýslumönnum í landinu og forsetinn tekið sér vald til lagasetningar með tilskipunum. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 76 orð

Verðbólgan á 12 mánuðum 3,7%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,36% í nóvember frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,20% frá október. Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er nú 3,7% en var 3,6% í síðasta mánuði. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 925 orð | 1 mynd

Verður að gefa af einlægni

• Almenningur virðist kunna best að meta þegar fyrirtæki gefa af hógværð • Gott að stjórnendur skoði vandlega hvar þörfin er mest svo að jöfnuður skapist milli góðgerðarfélaga • Ekki á allra færi að gefa þannig að bæti ímynd fyrirtækis og auki velvild á smekklegan hátt Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 636 orð | 1 mynd

Verður skylda að gera grein fyrir samfélagsábyrgð í ársskýrslu?

• Áhugaverð tillaga um tilskipun til afgreiðslu hjá ESB • Danir innleiddu reglu um bókhald um samfélagslega þætti og sköpuðu hvata fyrir fyrirtæki til að sýna frumkvæði • Ekki skyldugir til að gera góða hluti fyrir samfélagið en fáir vilja hafa þennann kafla tóman Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 272 orð | 2 myndir

Vinnusýnishorn sem valaðferð

Öll fyrirtæki vilja velja hæfasta starfsfólkið en rannsóknir síðustu áratuga hafa sýnt með óyggjandi hætti að brjóstvitið er vondur bandamaður í ráðningum og að til eru betri aðferðir. Meira
28. nóvember 2013 | Viðskiptablað | 3250 orð | 2 myndir

Ætla ekki að elta tiltekna markaðshlutdeild

• Orri Hauksson tekur við keflinu hjá fjarskiptarisanum Skiptum eftir umfangsmikla fjárhagslega endurskipulagningu • Segir samstæðuna nú geta tekið stærri og meira stefnumarkandi ákvarðanir • Mikilvægara fyrir Símann að halda góðum... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.