Greinar laugardaginn 1. febrúar 2014

Fréttir

1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

40% hækkun á hár- og fótsnyrtingu

Dvalar- og hjúkrunarheimili í fjárhagsvanda geta ekki gripið til sama ráðs og sjúkrahúsin í landinu og lokað deildum yfir sumartímann í sparnaðarskyni. Þau þurfa því að leita annarra leiða til að ná fram hagræðingu í rekstri. Meira
1. febrúar 2014 | Erlendar fréttir | 189 orð

90 milljónum barna bjargað

Með markvissri baráttu gegn barnadauða síðastliðin ár hefur tekist að bjarga 90 milljónum barna frá dauða, ef miðað er við að tíðni barnadauða hefði haldist sú sama og árið 1990. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

94 dagar kostuðu tæpar 8 milljónir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var alls 94 daga erlendis á árinu 2013, þar með eru taldir frídagar erlendis. Ferðakostnaðurinn nam 7,9 milljónum kr. en forsetinn greiddi sjálfur allan kostnað við einkaferðir sínar. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 379 orð | 2 myndir

Aðeins tvö bankaútibú verða eftir í miðborginni

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þessi þróun heldur áfram. Útibúunum fækkar og starfsfólkinu einnig þegar upp er staðið. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 225 orð

Aðgerðir til að styðja við stöðugleika

Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp um gjaldalækkanir ríkissjóðs. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Arna forstöðumaður Listhúss Kópavogs

Arna Schram hefur verið ráðin forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar en starfið var auglýst laust til umsóknar í desember sl. Arna var valin úr hópi 37 umsækjenda en Capacent hélt utan um ráðningarferlið. Meira
1. febrúar 2014 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Áfengisneysla helsta dánarorsökin

Helsta skýringin á því hvers vegna svo margir Rússar deyja fyrir aldur fram er óhófleg áfengisneysla, einkum vodkadrykkja. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem er sú viðamesta sem gerð hefur verið á þessu vandamáli. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Ágreiningur um áherslur

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, utan Flóabandalagsins, áttu fund í gær þar sem farið var yfir úrslit atkvæðagreiðslu um kjarasamninga SGS og Samtaka atvinnulífsins. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Beðið á rauðu ljósi Margir ökumenn virðast eiga erfitt með að fara eftir settum reglum en gæsirnar í Gnoðarvogi virða að sjálfsögðu lögin og bíða rólegar eftir grænu... Meira
1. febrúar 2014 | Innlent - greinar | 476 orð | 4 myndir

Ásgerður: Mjög ánægð með mikinn stuðning íbúa

„Ég er mjög ánægð með þennan mikla stuðning íbúa,“ sagði Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og oddviti sjálfstæðismanna, þegar Morgunblaðið leitaði í gær álits hennar á niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi... Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 43 orð

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafninu

Ókeypis barnaleiðsögn verður í Þjóðminjasafni Íslands sunnudaginn 2. febrúar. Í tilkynningu frá safninu segir, að vegna mikillar eftirspurnar verði boðið upp á leiðsögn klukkan 14 og aftur klukkan 15. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

„Þokast í samkomulagsátt“

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það hefur aðeins þokast í samkomulagsátt. Það sem hins vegar skilur á milli er tvennt. Í fyrsta lagi vantar dálítið upp á að menn komi sér saman um hlutdeildir sín á milli, milli einstakra landa. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 453 orð

Daggjöld duga ekki og vandinn vex

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meirihluti hjúkrunarheimila glímir við mikinn fjárhagsvanda þar sem daggjöld standa ekki undir fullum rekstri. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Dansað og sungið í Vesturbænum

Mikil gleði ríkti á árlegu þorrablóti í Félags- og þjónustumiðstöðinni við Vesturgötu í Reykjavík í gær og skemmtu viðstaddir sér við dans og söng, en að vanda var boðið upp á glæsilegt þorrahlaðborð. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 1053 orð | 7 myndir

Eiginfjárstaða heimila styrkist

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi spá Greiningar Íslandsbanka um 6,5% hækkun fasteignaverðs á þessu ári eftir mun hlutur eiginfjár heimila í húsnæði vaxa umtalsvert og skuldir heimila sem hlutfall af eignum lækka. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Erlendu kortin veltu 4,5 milljörðum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Enn eitt metið í kortaveltunni féll í desember þegar veltan af erlendum greiðslukortum var 4,5 milljarðar. Þetta má ráða af nýjum tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar en skv. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 161 orð

Eykur eigið fé heimilanna

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áhrif efnahagshrunsins á eiginfjárstöðu fjölmargra heimila eru að ganga til baka, þótt margir eigi enn um sárt að binda vegna skuldavanda. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 138 orð

Fara eftir lögum og reglum

„Við erum milliliðir á milli tollgæslunnar og móttakandans, við vinnum eftir því starfsumhverfi sem okkur er sett og förum eftir lögum og reglum Tollstjóra,“ segir Atli Freyr Einarsson, framkvæmdastjóri DHL, um málið. Meira
1. febrúar 2014 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Friðarviðræður báru ekki árangur

Fyrstu lotu friðarviðræðna fulltrúa stjórnarinnar og stjórnarandstæðinga í Sýrlandi lauk í Genf í gær án þess að samkomulag næðist. Meira
1. febrúar 2014 | Innlent - greinar | 636 orð | 5 myndir

Fylgi Sjálfstæðisflokksins 64%

BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 88 orð

Gelti ákaft vegna háværrar vekjaraklukku

Vekjaraklukka gerði íbúum í ónefndu fjölbýlishúsi í Reykjavík lífið leitt á dögunum. Klukkan, sem var hátt stillt, vakti heimilishund í næstu íbúð með þeim afleiðingum að hvutti fór að gelta linnulaust. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 55 orð

Gjögur kaupir um 500 tonn af þorski

Útgerðarfélagið Gjögur hf. á Grenivík kaupir um 500 tonna þorskkvóta af Stálskipi ehf., að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Meira
1. febrúar 2014 | Erlendar fréttir | 1005 orð | 3 myndir

Gæti dregið dilk á eftir sér

Fréttaskýring Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnmálaskýrendur í Danmörku eru ekki á einu máli um hvaða áhrif brotthvarf Sósíalíska þjóðarflokksins (SF) hafi á minnihlutastjórn Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Hefur gefið út tvo diska

Spurður hvað taki við, nú þegar Snorri hættir, segist hann reikna með að gefa sér meiri tíma fyrir tónlistina og önnur áhugamál. Samlagsstjórinn hefur gert töluvert af því að semja tónlist og m.a. gefið út tvo geisladiska með eigin efni. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 104 orð

Heildarbílasala í janúar Rangt var haft eftir Jóni Trausta Ólafssyni...

Heildarbílasala í janúar Rangt var haft eftir Jóni Trausta Ólafssyni, framkvæmdastjóra Öskju, í frétt í Morgunblaðinu í gær um bílasölu í janúar. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Hitinn í janúar var yfir meðallagi

Þegar þrjár athuganir voru eftir af janúarmánuði var meðalhiti í Reykjavík 2,3 stig. Það er 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 1,3 stigum ofan við meðallag síðustu 10 ára (2004 til 2013). Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Kaupa kvótann til að mæta skerðingum

Síldarvinnslan í Neskaupstað kaupir megnið af aflaheimildum Stálskips ehf. í íslensku fiskveiðilögsögunni, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra. Gjögur á Grenivík kaupir um 500 tonn af þorskkvóta Stálskips. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Láta kanna forkaupsréttinn

Hafnarfjarðarbær er að láta lögfræðinga skoða hvort forkaupsréttur sveitarfélagsins hafi virkjast við sölu skips og aflaheimilda Stálskips ehf. úr bænum. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Ljósmengunin hér á við stærri borgir

Stærsti stjörnusjónauki landsins, sem er í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, hefur lítið nýst undanfarin fimmtán ár vegna vaxandi sjónmengunar á höfuðborgarsvæðinu að sögn Sævars Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Með sex af sjö bæjarfulltrúum

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stórsigur í komandi sveitarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 480 orð | 2 myndir

Meiri varkárni gagnvart höfuðmeiðslum

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ég held að við getum staðið okkur betur og verið varkárari þegar höfuðmeiðsli eru annars vegar,“ segir Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari, sem haldið hefur fyrirlestra um höfuðáverka í íþróttum. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Mjallhvít minnir á vorið á Sandi í Aðaldal

Það varð uppi fótur og fit í geitahúsinu á Sandi í Aðaldal á bóndadaginn þegar uppgötvaðist að fjölgað hefði í hjörðinni fyrr en áætlað var. Það var kærkominn kiðlingur sem fæddist þennan fyrsta dag í þorra og börnin á bænum urðu himinlifandi. Meira
1. febrúar 2014 | Erlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Mótmælandi segist hafa verið pyntaður

Úkraínskur stjórnarandstæðingur, Dmítró Búlatov, sem hefur skipulagt mótmæli gegn stjórnvöldum í Kíev, segir að óþekktir menn hafi rænt honum, haldið honum í átta daga og pyntað hann. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Ólympíufarar í Sochi í skíðagöllum frá Henson

Henson hefur hafið framleiðslu á skíðagöllum. Gallinn hefur verið samþykktur af FIS – Alþjóðaskíðasambandinu. Einar Kristinn Kristbergsson skíðakappi mun klæðast honum á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 269 orð | 2 myndir

Sandborið en glæra lengi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ástandið hér hefur sannarlega batnað eftir að Umhverfisstofnun lét nú í vikunni sandbera neðra bílaplanið næst fossinum. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Seldu 23 þúsund lítra af þorrabjór fyrstu tvo dagana

Sala á þorrabjór hófst á bóndadag og fyrstu söluhelgina, þ.e. föstudag og laugardag fyrir viku, seldust alls 23 þúsund lítrar af bjórnum í verslunum ÁTVR. Þetta er nokkru meira en á síðasta ári, þegar 15,7 þúsund lítrar seldust fyrstu tvo söludagana. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 697 orð | 3 myndir

Síðasta verk að fylgja eftir nýrri ostalínu

Viðtal Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er búinn að vera góður tími. Ég hef fengið að sjá samlagið vaxa og dafna allt frá árinu 1959 þegar ég byrjaði að vinna hérna í sumarvinnu, 14 ára gamall. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 113 orð

Sjálfstæðisflokkurinn með yfir 30%

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 30,5% fylgi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Stöðvar 2 sem sagt var frá í kvöldfréttum stöðvarinnar í gær. Er það töluvert meira en flokkurinn fékk í þingkosningunum í vor, en þá hlaut hann 26,7%. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Spurningakeppi átthagafélaga að hefjast

Spurningakeppni átthagafélaganna í Reykjavík, sem var endurvakin á síðasta ári, hefst í Breiðfirðingabúð 6. febrúar og lýkur 4. apríl en þá verður haldið sveitaball í borg eftir að úrslitin verða ljós. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Spyr ekki fólkið um vegabréf

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég reikna með að geta opnað aftur um miðjan apríl,“ segir Piotr Jakubek, kaupmaður í Mini Market við Drafnarfell í Reykjavík. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Stálskip selur skip og kvóta

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað og Gjögur hf. á Grenivík kaupa veiðiheimildir Stálskips ehf. í íslenskri lögsögu. Útgerðarfélag Akureyringa ehf. kaupir úthafsveiðiheimildir félagsins. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 95 orð

Stálskip selur Þór HF úr landi og kvótann á þrjá staði

Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað og Gjögur hf. á Grenivík kaupa veiðiheimildir Stálskips ehf. í íslenskri lögsögu. Útgerðarfélag Akureyringa ehf. kaupir úthafsveiðiheimildir félagsins. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 595 orð | 2 myndir

Stjörnurnar fá ekki að láta ljós sitt skína

Fréttaskýring Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ljósmengun rýrir næturmyrkrið yfir höfuðborgarsvæðinu átján sinnum meira en hún gerði fyrir rétt rúmri öld og jafnast á við það sem gerist í stórum borgum í Evrópu. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

Stærsta reiðhöll landsins risin

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Stærsta reiðhöll landsins á Kjóavöllum í Kópavogi verður vígð um helgina. Hún er í eigu hestamannafélagsins Spretts, sem er sameinað hestamannafélag Andvara í Garðabæ og Gusts í Kópavogi. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 131 orð

Talinn hafa látist úr ofskömmtun magnesíums

Hugsanleg afglöp læknis í starfi eru nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis. Ættingjar látins aldraðs manns kvörtuðu til embættisins yfir vinnubrögðum læknisins. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Telur brot Sigurjóns og Elínar stórfelld

Sérstakur saksóknari telur að Sigurjón Þ. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 673 orð | 2 myndir

Tilefnislaus gjöf til vandræða

Sviðsljós Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Tíu manns hafa greinst með inflúensu

Alls hafa tíu einstaklingar greinst með inflúensu sl. vikur, níu með inflúensu A(H1)pdm09 og einn með inflúensu B. Þeir sem greindust voru á aldrinum 3-63 ára, allir búsettir á suðvesturhorni landsins. Frá þessu er greint á vef landlæknisembættisins. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Tveggja ára fangelsi fyrir smygl á amfetamíni

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlendan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt til landsins verulegt magn af amfetamíni, sem var af þó nokkrum styrkleika. Þá skal maðurinn greiða 697.459 kr. í sakarkostnað. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Um 650 milljónir króna í uppbyggingu á Kjóavöllum

Stærsta reiðhöll landsins á Kjóavöllum í Kópavogi verður vígð um helgina. Hún er í eigu hestamannafélagsins Spretts. Áætlaður kostnaður við byggingu reiðhallarinnar er í kringum 500 milljónir króna. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

ÚA kaupir þorsk og karfa í úthafinu

Útgerðarfélag Akureyringa ehf., sem er í eigu Samherja hf., kaupir úthafsveiðiheimildir Stálskips ehf. Um er að ræða þorskveiðiheimildir í Barentshafi, bæði í norsku og rússnesku lögsögunni. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Viðey opnuð eftir bryggjuframkvæmdir

Viðey verður opnuð á ný um helgina en lokið er framkvæmdum á bryggjunni þar. Í Viðeyjarstofu er rekið kaffihús. Meira
1. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 177 orð

Þrír ákærðir fyrir fjársvik

Þrír fyrrverandi stjórnendur hjá Landsbankanum í Lúxemborg hafa verið ákærðir fyrir fjársvik í París. Þeir eru Daninn Torben Bjerregaard Jensen, Svíinn Olle Lindfors og Belginn Failly Vincent. Meira

Ritstjórnargreinar

1. febrúar 2014 | Staksteinar | 218 orð | 2 myndir

Enginn áhugi á því sem skiptir máli

Þeir S. Björn Blöndal frá Bjartri framtíð og Halldór Halldórsson frá Sjálfstæðisflokki ræddu saman í Ríkisútvarpinu í gær. Tilefnið var borgarstjórnarkosningarnar í vor og nýlegar skoðanakannanir sem Morgunblaðið birti í byrjun vikunnar. Meira
1. febrúar 2014 | Leiðarar | 280 orð

Grunaður um græsku

Kerfið á að vera til fyrir almenning, en ekki almenningur fyrir kerfið Meira
1. febrúar 2014 | Leiðarar | 298 orð

Uppbótartíminn einn er eftir

Mótmælin í Úkraínu halda áfram og staða forsetans virðist æ ótryggari Meira

Menning

1. febrúar 2014 | Myndlist | 116 orð | 1 mynd

Ásdís Sif með gjörning í Mengi

Ásdís Sif Gunnarsdóttir flytur nýja texta og spilar myndbönd í Mengi menningarhúsi á Óðinsgötu 2 í kvöld. „Ásdís mun einnig fá aðra listamenn til að lesa upp á móti sér. Meira
1. febrúar 2014 | Fjölmiðlar | 177 orð | 1 mynd

Brakandi snilld beint frá Ameríku

Superbowl, eða ofurskálin, í bandarísku NFL-deildinni fer fram á morgun og verður sýnt frá leiknum á Stöð 2 sport. Meira
1. febrúar 2014 | Tónlist | 508 orð | 2 myndir

Efni sem draumar eru ofnir úr

Steve Reich: Three Movements (1986). Þuríður Jónsdóttir: Miss Reykjavík Rita (frumfl.) Haukur Tómasson: Í sjöunda himni (2011). Daníel Bjarnason: The Isle is full of noises* (ísl. frumfl.). Meira
1. febrúar 2014 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Ensími með tvenna tónleika á Bar 11

Hljómsveitin Ensími heldur tvenna tónleika á Bar 11 í kvöld, laugardag. Kvöldið hefst kl. 19.30 þegar Ensími verður gestur hjá Matta í Luftgítar og er þátturinn í beinni útsendingu á Rás 2. Meira
1. febrúar 2014 | Kvikmyndir | 29 orð | 1 mynd

Everest verður frumsýnd 27. febrúar 2015

Kvikmyndavefurinn Deadline greinir frá því að kvikmyndin Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks verði frumsýnd 27. febrúar á næsta ári. Þar kemur einnig fram að hún verði sýnd í... Meira
1. febrúar 2014 | Kvikmyndir | 60 orð | 1 mynd

Friðrik Þór ómyrkur í máli í Gautaborg

Vefurinn Screen Daily fjallar um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar sem sjónum er beint sérstaklega að á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Meira
1. febrúar 2014 | Tónlist | 135 orð | 1 mynd

Góðgerðarrapp á Gamla Gauknum

Góðgerðarrapptónleikar fara fram á Gamla Gauknum í kvöld og hefjast kl. 22. Þar koma fram listamennirnir Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, Larry BRD og Kött Grá Pjé. Miðaverð er 2.000 kr. og verða miðar seldir við innganginn og á midi.is. Meira
1. febrúar 2014 | Leiklist | 86 orð | 1 mynd

Grænlensk gestasýning í kvöld

Grænlenska dans- og söngsýningin Pioneers verður sett upp í Nemendaleikhúsinu við Sölvhólsgötu í kvöld kl. 20. Höfundur og leikstjóri sýningarinnar er Pipaluk K. Jørgensen, útsetning tónlistar er í höndum Karinu Møller. Meira
1. febrúar 2014 | Tónlist | 425 orð | 4 myndir

Músíkveisla helgarinnar

Fjöldi viðburða verða á Myrkum músíkdögum um helgina sem og Reykjavík Visual Music - Punto y Raya Festival 2014. Laugardagur 1. febrúar • Kl. 10.30 í Silfurbergi Hörpu. Opinn fyrirlestur Marcins Gizycki. • Kl. 11 í Hörpu. Meira
1. febrúar 2014 | Tónlist | 1012 orð | 6 myndir

Ólgandi tilfinningaflækjur

Setjið ykkur í stellingar, Eurovision-menn og -konur, því veislan hefst í kvöld, fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar 2014. Bein útsending hefst á RÚV kl. 19.45 og fimm lög verða flutt, af þekktum sem lítt þekktum söngvurum. Meira
1. febrúar 2014 | Menningarlíf | 27 orð | 3 myndir

Strengjasveitin Skark Ensemble hélt tónleika í gær á heldur óhefðbundnum...

Strengjasveitin Skark Ensemble hélt tónleika í gær á heldur óhefðbundnum tónleikastað; bílakjallara Útvarpshússins við Efstaleiti. Tónleikarnir voru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum sem stendur nú sem... Meira
1. febrúar 2014 | Tónlist | 946 orð | 3 myndir

Svona hljómar Skandinavía

Tónlist Arnar Eggert Thorodsen arnareggert@arnareggert.is Nú á miðvikudaginn voru þær tólf plötur sem tilnefndar eru til Norrænu tónlistarverðlaunanna eða Nordic Music Prize kynntar til leiks. Meira
1. febrúar 2014 | Myndlist | 449 orð | 2 myndir

Tær hreyfing

Til 9. febrúar 2014. Opið þri.-su. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Áslaug Thorlacius. Meira
1. febrúar 2014 | Leiklist | 72 orð | 1 mynd

Unglingurinn í leikferð um Suðurland

Gaflaraleikhúsið og Menntalest Suðurlands hafa gert með sér samning um sýningar á leikritinu Unglingurinn eftir Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur á Suðurlandi dagana 16. febrúar til 22. Meira
1. febrúar 2014 | Tónlist | 58 orð | 1 mynd

Við slaghörpuna í hálfa öld

Jónas Ingimundarson píanóleikari, Gunnar Guðbjörnsson söngvari og Arnar Jónsson leikari koma fram á tónleikum í Salnum á morgun, sunnudag, kl. 12. Meira
1. febrúar 2014 | Bókmenntir | 55 orð | 1 mynd

Yrsa í fremstu röð

Draugasaga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, hefur hlotið mikið lof í virtum bandarískum bókmenntatímaritum en bókin fer á markað í Bandaríkjunum 25. mars nk. Meira

Umræðan

1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 255 orð | 1 mynd

Dagur helgaður kvenfélagskonum

Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur: "Kvenfélagskonur um allt land hafa nú í 145 ár unnið stórkostlegt sjálfboðastarf í þágu samfélagsins." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 696 orð | 1 mynd

Gagnrýni á gjaldeyrisútboð Seðlabankans

Eftir Lúðvík Júlíusson: "Það er kominn tími til að Seðlabankinn læri af reynslunni og sýni betri vinnubrögð." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 403 orð | 1 mynd

Hógværð og æðruleysi í stjórnmálum

Eftir Sævar Má Gústavsson: "Ég tel að mun betri leið til að koma sér á framfæri sem frambjóðandi sé að skýra frá þeirri lífsspeki sem viðkomandi notast við í lífi og starfi." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 808 orð | 2 myndir

Hryðjuverkalögin voru glæpsamleg atlaga gegn fullvalda ríki

Eftir Jón Magnússon og Guðna Ágústsson: "Ekkert hefur komið fram sem réttlætir aðgerðir Breta vegna starfsemi útibús Landsbanka Íslands í London." Meira
1. febrúar 2014 | Pistlar | 859 orð | 1 mynd

Í efnahagslegu fúafeni

Forsendur fyrir kjarabótum er hvergi að sjá svo langt sem augað eygir. Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 448 orð | 1 mynd

Konur og/eða einstaklingar

Eftir Þóreyju Vilhjálmsdóttur: "Ég vil ekki kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru konur – ég vel hæfustu einstaklingana,“ er setning sem flestir hafa heyrt." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 262 orð | 1 mynd

Kröftugur frambjóðandi til bæjarstjórnar í Kópavogi

Eftir Hildi Jónsdóttur: "Að hafa reynslu af stjórnun í slíkum skóla hlýtur að vera góð reynsla til setu í bæjarstjórn." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 259 orð | 1 mynd

Kæru Hafnfirðingar

Eftir Unni Láru Bryde: "Ég hef mikinn metnað fyrir hönd Hafnarfjarðar og býð fram krafta mína til að gera góðan bæ öflugri og betri." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 690 orð | 1 mynd

Landlægt kæruleysi í öryggismálum

Eftir Jóhannes Inga Kolbeinsson: "Því miður er ástandið á Íslandi síst til fyrirmyndar þegar kemur að tölvuöryggi og meðferð greiðslukortaupplýsinga." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 689 orð | 1 mynd

Nám áfengis-og vímuefnaráðgjafa

Eftir Huldu Margréti Eggertsdóttur: "Meðferðin er alltaf að þróast og alltaf má bæta og laga. Ég fagna því að fólk berjist fyrir því." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Reykjavík taki forystu í skólamálum

Eftir Magnús Má Guðmundsson: "Sem kennari veit ég að með læsi verður allt annað nám auðveldara, markvissara og ekki síst skemmtilegra fyrir nemandann." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 399 orð | 1 mynd

Skemmtum okkur í heimabyggð

Eftir Pétur Gaut Svavarsson: "Ég vil að bærinn verði sjálfbær. Sjálfbær að því leyti að við Hafnfirðingar þurfum ekki að leita út fyrir bæinn, hvorki með verslun eða þjónustu né skemmtanir." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Skýr stefna fyrir Hafnarfjörð

Eftir Kristin Andersen: "Kominn er tími til að virkja bjartsýni og kraft fólks og fyrirtækja í Hafnarfirði." Meira
1. febrúar 2014 | Pistlar | 362 orð | 2 myndir

Spörum orðin

Á tímum niðurskurðar vítt og breitt í samfélaginu hef ég velt fyrir mér hvort ekki megi spara orðin í daglegu tali. Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Stefnufesta er lykillinn að lífsgæðum

Eftir Margréti Björnsdóttur: "Það er því farsælasta leiðin til árangurs að vinna af festu, aga og öryggi í náinni samvinnu við íbúa bæjarins." Meira
1. febrúar 2014 | Pistlar | 441 orð | 1 mynd

Stjórnvöld athugið!

Stúdentum er gjarnan stillt upp sem forréttindahóp sem kjökrar yfir ömurlegum kjörum og málaðar eru upp myndir af lötum og frekum einstaklingum sem eiga helst að prísa sig sæla að fá að mennta sig yfir höfuð. Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 649 orð | 1 mynd

Stöndum með þeim sem standa með Kópavogi

Eftir Jóhann Ísberg: "Minn skilningur á samkeppni er sá að hún eigi að tryggja neytendum bestu mögulegu kjör. Sé einhver vafi á því eigum við hiklaust að taka slaginn." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 304 orð | 1 mynd

Tími á breytingar

Eftir Rósu Guðbjartsdóttur: "Við sjálfstæðismenn viljum sækja fram, auka umsvif í bænum og nýta þau tækifæri sem sannarlega eru til staðar." Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Ungt fólk í forgang

Eftir Margréti Friðriksdóttur: "Þroski og hæfni nemenda segja meira en ártal og mikilvægt er að veita áhugasömum nemendum fleiri tækifæri." Meira
1. febrúar 2014 | Velvakandi | 63 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Týndur hundur Chiwaiwa-hundur, grár að lit, hvarf frá Hraunteig í Reykjavík. Uppl. í síma 894-0725. Gjafakort bankanna Bankarnir hagnast á gjafakortunum, þeir taka lán hjá kaupmönnum þar sem gjafakortin eru kreditkort en ekki staðgreiðsla. Meira
1. febrúar 2014 | Pistlar | 451 orð

Viðbótarheimild um huldumann

Ég hef skrifað hér þrisvar um íslenska huldumanninn á Galapágos-eyjum, sem ég frétti af vegna ferðar minnar þangað sumarið 2013. Meira
1. febrúar 2014 | Aðsent efni | 703 orð | 1 mynd

Þjóðremban einangrar og veikir

Eftir Þröst Ólafsson: "Engin Evrópuþjóð ein og sér, ekki einu sinni Þjóðverjar, er nægilega öflug til að standast ógnanir hnattvæðingarinnar, hvað þá smáþjóð eins og við." Meira

Minningargreinar

1. febrúar 2014 | Minningargreinar | 1818 orð | 1 mynd

Birgitta Pálsdóttir

Birgitta Pálsdóttir fæddist á Siglufirði 24. ágúst 1953. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 24. janúar 2014. Birgitta var dóttir hjónanna Páls Ágústs Jónssonar, f. 9.9. 1921, d. 13.2. 1995, og Unu Sigríðar Ásmundsdóttur, f. 16.6. 1927, d. 4.4. Meira  Kaupa minningabók
1. febrúar 2014 | Minningargreinar | 1901 orð | 1 mynd

Fríða Björg Loftsdóttir

Fríða Björg Loftsdóttir fæddist í Reykjavík 29. júlí 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 17. janúar 2014. Foreldrar hennar voru Stefanía Elín Grímsdóttir húsmóðir og Loftur Guðmundsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Meira  Kaupa minningabók
1. febrúar 2014 | Minningargreinar | 2714 orð | 1 mynd

Helgi Axel Davíðsson

Helgi Axel Davíðsson fæddist á Ásláksstöðum í Vatnsleysustrandarhreppi 13. október 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23. janúar 2014. Foreldrar Helga voru Vilborg Jónsdóttir, f. 1887, d. 1985, og Davíð Stefánsson, f. 1877, d. 1959. Meira  Kaupa minningabók
1. febrúar 2014 | Minningargreinar | 1321 orð | 1 mynd

Kristín Jónína Kolbeinsdóttir

Kristín Jónína Kolbeinsdóttir fæddist á Ísafirði 22. nóvember 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 22. janúar 2014. Foreldrar hennar voru Kolbeinn Steinleifur Brynjólfsson, f. 3.12. 1894, d. í júní 1953, og Sigríður María Erlendsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
1. febrúar 2014 | Minningargreinar | 1607 orð | 1 mynd

Margrét Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

Margrét Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 1. september 1936. Hún lést mánudaginn 21. janúar sl. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Foreldrar Margrétar voru hjónin Sigurgeir Björnsson, póstþjónn og símritari í Reykjavík, f. 25.10. Meira  Kaupa minningabók
1. febrúar 2014 | Minningargreinar | 1162 orð | 1 mynd

Sigrún Torfadóttir

Sigrún Torfadóttir fæddist í Reyjavík 19. desember, 1932. Hún andaðist 17. janúar 2014. Foreldrar hennar voru Torfi Karl Eggertsson, f. í Hítardal á Mýrum, 29.8. 1893, d. 17.1. 1951, og Guðrún Sigríður Brandsdóttir, f. á Norðfirði, 22.10. 1898, d. 16.6. Meira  Kaupa minningabók
1. febrúar 2014 | Minningargreinar | 1789 orð | 1 mynd

Sigurjón Reykdal

Sigurjón Reykdal fæddist á Sauðárkróki 26. janúar 1941. Hann lést á legudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 15. janúar 2014. Foreldrar hans voru Kristján Reykdal, ökukennari, leigubifreiðarstjóri og sunnudagaskólakennari, f. Meira  Kaupa minningabók
1. febrúar 2014 | Minningargreinar | 672 orð | 1 mynd

Unnur Halldórsdóttir

Unnur Halldórsdóttir fæddist á Patreksfirði 10. ágúst 1916. Hún lést 17. janúar 2014. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Hjartardóttir, f. 8.11. 1890, d. 28.5. 1976, og Halldór Jóhannesson, f. 27.6. 1891, d. 18.5. 1970. Systkini Unnar eru: Jóhanna, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. febrúar 2014 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Endurnýjun bílaflota hjá Landflutningum

Landflutningar, dótturfélag Samskipa, stendur nú í mikilli endurnýjun á tækjum og búnaði sínum og hefur meðal annars keypt fimm nýja dráttarbíla. Meira
1. febrúar 2014 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd

FKA veitir viðurkenningar

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) afhenti sínar árlegu viðurkenningar í Hörpu í fyrradag. Meira
1. febrúar 2014 | Viðskiptafréttir | 144 orð | 1 mynd

Hættir hjá Framtakssjóði Íslands

Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur óskað eftir því við stjórn sjóðsins að láta af störfum frá og með næsta aðalfundi FSÍ 27. mars næstkomandi, samkvæmt því sem fram kemur í frétt á heimasíðu sjóðsins. Meira
1. febrúar 2014 | Viðskiptafréttir | 72 orð | 1 mynd

Kosinn í stjórn ERA

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur verið kosinn í stjórn European Regions Airline Association (ERA). ERA eru hagsmunasamtök 50 flugfélaga í Evrópu og yfir 120 samstarfsaðila þeirra, m.a. Meira
1. febrúar 2014 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Minni sala í Þýskalandi

Smásala dróst saman í Þýskalandi í desember og kom það öllum að óvörum enda desember yfirleitt besti mánuðurinn hjá kaupmönnum. Samkvæmt upplýsingum frá þýsku hagstofunni dróst smásalan saman um 2,5% í desember frá nóvembermánuði. Meira
1. febrúar 2014 | Viðskiptafréttir | 728 orð | 4 myndir

Stéttinni ekki til framdráttar

Fréttaskýring Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Skil á skattaframtölum lögaðila hafa farið versnandi ár frá ári en í fyrra tók steininn úr, að mati Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Meira

Daglegt líf

1. febrúar 2014 | Daglegt líf | 81 orð | 1 mynd

Alþjóðleg hinsegin vetrarhátíð

Hið árlega Masquerade Pink Partý verður haldið í Iðnó í kvöld, laugardaginn 1. febrúar klukkan 22.30. Það er haldið í tengslum við alþjóðlegu hinsegin vetrarhátíðina Rainbow Reykjavík. Meira
1. febrúar 2014 | Daglegt líf | 741 orð | 4 myndir

Gestirnir finni að þeir séu velkomnir

Sumir bandarískir ferðamenn verða óöruggir ef þeim er úthlutað herbergi á þrettándu hæð hótels því talan er óhappatala í huga sumra. Í Kína er það talan fjórir. Meira
1. febrúar 2014 | Daglegt líf | 260 orð | 1 mynd

Kómísk keppni um salatblað

Skjaldbökuspilið er ætlað þeim yngstu en er þó þannig úr garði gert að fullorðnir geta líka haft af því nokkra skemmtun. Meira
1. febrúar 2014 | Daglegt líf | 109 orð | 1 mynd

...kynnist japanskri menningu

Japanshátíð Háskóla Íslands verður haldin í dag, laugardag, á Háskólatorgi frá klukkan 13-17. Meira
1. febrúar 2014 | Daglegt líf | 191 orð | 1 mynd

Skipulagning gerð skemmtileg

Mannfólkið er misgott í því að skipuleggja tíma sinn og koma því á kortið sem þarf að gera. Það er afleitt hversu skipulagsgáfunni er misskipt því öll þurfum við að halda skipulagi upp að einhverju marki. Meira

Fastir þættir

1. febrúar 2014 | Fastir þættir | 154 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. e3 Bg7 4. Bd3 0-0 5. 0-0 d6 6. Rc3 Rbd7 7. He1 e5...

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. e3 Bg7 4. Bd3 0-0 5. 0-0 d6 6. Rc3 Rbd7 7. He1 e5 8. dxe5 dxe5 9. e4 c6 10. Re2 Dc7 11. Rg3 Rc5 12. Bc4 Be6 13. Bxe6 Rxe6 14. Bd2 Had8 15. De2 Rf4 16. Bxf4 exf4 17. Rf1 Hfe8 18. R1d2 b5 19. Meira
1. febrúar 2014 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

80 ára

Salvör Ragnarsdóttir (Lalla) verður 80 ára sunnudaginn 2. febrúar. Hún efnir af því tilefni til veislu, á afmælisdaginn, í sal FEBAN, Kirkjubraut 40 á Akranesi kl. 14-17. Hún vonast til að sjá ættingja sína og vini þar samankomna. Gjafir... Meira
1. febrúar 2014 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

90 ára

Pétur Kr. Jónsson, Hellum, Bæjarsveit í Andakílshreppi, fyrrverandi bóndi og tónlistarkennari, er níræður í dag, 1. febrúar. Af því tilefni mun fjölskyldan gleðjast... Meira
1. febrúar 2014 | Árnað heilla | 595 orð | 3 myndir

Ákvað að verða kennari er hann var átta ára

B ernharð Sigursteinn fæddist að Árnesi II í Glerárþorpi 1.2. 1939, en hefur átt lögheimili á Akureyri frá 1943. Meira
1. febrúar 2014 | Fastir þættir | 244 orð

Fimmtán borð í Gullsmáranum Spilað var á 15 borðum í Gullsmára...

Fimmtán borð í Gullsmáranum Spilað var á 15 borðum í Gullsmára fimmtudaginn 30. janúar. Úrslit í N/S: Birgir Ísleifsson – Jóhann Ólafsson 317 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 314 Margrét Guðmundsd. – Ágúst Helgas. 310 Sigurður Gunnlss. Meira
1. febrúar 2014 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Sandra Rós fæddist 21. maí kl. 00.19. Hún vó 2996 g og var...

Hafnarfjörður Sandra Rós fæddist 21. maí kl. 00.19. Hún vó 2996 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðmundur Loftur Erlingsson og Sigfríð Berglind Thorlacíus... Meira
1. febrúar 2014 | Í dag | 46 orð

Málið

Sögnin að kveikja þýðir m.a. að láta lifna . Að kveikja líf er m.a. að geta afkvæmi. „Þetta kveikir í metnaði meðal nemenda“ er því líkt og að tala um að „kveikja í eldi“. Meira
1. febrúar 2014 | Í dag | 1855 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Jesús gekk á skip Meira
1. febrúar 2014 | Í dag | 15 orð

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur...

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42. Meira
1. febrúar 2014 | Árnað heilla | 209 orð | 1 mynd

Orðinn óbreyttur sjálfstæðismaður

Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Hann segist ekki hafa stórveislu í hyggju en gæti þó farið út að borða með félögunum. Meira
1. febrúar 2014 | Í dag | 255 orð

Undir Tungustapa og ort um Helgur

Í gær birtist þessi vísnagáta eftir Kristján Eiríksson í Vísnahorni: Hún var gefin Regins bróður bana. Bjó hún þar sem Tungustapinn rís. Náttsól forðum nefndu bragnar hana. Niður fór hún þar sem hverinn gýs. Meira
1. febrúar 2014 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Vestmannaeyjar Sara Huld fæddist 16. maí kl. 18.55. Hún vó 3.555 g og...

Vestmannaeyjar Sara Huld fæddist 16. maí kl. 18.55. Hún vó 3.555 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Íris Huld Gunnarsdóttir og Elvar Páll Sævarsson... Meira
1. febrúar 2014 | Fastir þættir | 265 orð

Víkverji

Aldrei hefði Víkverji getað ímyndað sér að honum myndi líka við íslensku útgáfuna af þættinum Biggest Loser sem Skjár einn sýnir. Fyrir tilviljun horfði Víkverji á þáttinn. Meira
1. febrúar 2014 | Í dag | 194 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

1. febrúar 1904 Heimastjórn. Ný stjórnskipan kom til framkvæmda og fól í sér skipan íslensks ráðherra sem bæri ábyrgð gagnvart Alþingi. Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherrann. Hann gegndi því embætti til 1909 og aftur frá 1912 til 1914. 1. Meira
1. febrúar 2014 | Í dag | 334 orð

Þorsteinn Magnússon

Þorsteinn Magnússon, sýslumaður á Móeiðarhvoli, fæddist á Espihóli í Hrafnagilshreppi 2.2. 1714, fyrir 300 árum. Foreldrar hans voru Magnús Björnsson, lögsagnari á Stóra-Eyrarlandi, á Stokkahlöðum og á Espihóli, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja. Meira

Íþróttir

1. febrúar 2014 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Á þessum degi

2. febrúar 2000 Íslendingar sigra Finna, 1:0, í Norðurlandamóti karla í knattspyrnu á La Manga á Spáni, eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Noreg í fyrsta leiknum. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 702 orð | 2 myndir

„Bara ef það hentar mér“

Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Bara ef það hentar mér,“ sungu Stuðmenn um árið. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 428 orð | 1 mynd

Breyttist úr skúrki í hetju með 23 mörkum

England Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Luis Suárez fagnaði þriggja ára veru sinni hjá Liverpool í gær en 31. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 334 orð | 3 myndir

Brown og Mirko skoruðu 75 stig

Óhætt er að segja að Joshua Brown og Mirko Stefán Virijevic hafi verið í algjörum aðalhlutverkum þegar KFÍ vann gríðarlega mikilvægan sigur á Skallagrími í fallbaráttuslag á Ísafirði í gærkvöld, 83:82. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla KFÍ – Skallagrímur 83:82 Staðan: KR...

Dominos-deild karla KFÍ – Skallagrímur 83:82 Staðan: KR 151411423:118528 Keflavík 151411378:116328 Grindavík 151051338:124420 Njarðvík 151051444:125220 Þór Þ. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

E inar Kristinn Kristgeirsson náði í gær sínum bestu punktum erlendis...

E inar Kristinn Kristgeirsson náði í gær sínum bestu punktum erlendis þegar hann varð í 15. sæti á sterku svigmóti í Austurríki og fékk fyrir það 27,45 FIS-punkta. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 280 orð

Fæ alls konar áskoranir

„Þetta kom bara upp allt í einu núna í miðri vikunni og var fljótt að gerast. Þjálfarinn vildi bara fá mig strax og það er gott að vita af því. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: Mýrin: Stjarnan...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: Mýrin: Stjarnan – ÍBV L13.30 N1-höllin: Afturelding – Selfoss L13. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 501 orð | 2 myndir

Kominn á mjög góðan stað

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Björn hefur ekki fengið nóg að spila og þá er eina vitið fyrir mann á hans aldri að komast í burtu. Ég held að hann sé kominn á mjög góðan stað til að bæta sig, spila meira og sýna sig svolítið aftur. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Källström stóð upp úr á lokadeginum

Arsenal nýtti lokadag félagaskiptagluggans í gær til að fá til sín sænska landsliðsmanninn Kim Källström frá Spartak Moskvu. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Minningarbrot frá Herning í Danmörku. Þrír menn, hver frá sínu landinu...

Minningarbrot frá Herning í Danmörku. Þrír menn, hver frá sínu landinu, verða á vegi hver annars við kaffivél og taka spjall saman. Sá danski spyr þann íslenska. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Olís-deild kvenna FH – Fylkir 29:21 Mörk FH : Ingibjörg...

Olís-deild kvenna FH – Fylkir 29:21 Mörk FH : Ingibjörg Pálmadóttir 10, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 5, Rakel Sigurðardóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 3, Steinunn Snorradóttir 2, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Aníta Mjöll Ægisdóttir 1, Birna Íris... Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Reykjavíkurmót karla B-riðill: Fylkir – Víkingur R. 4:1 Ásgeir Örn...

Reykjavíkurmót karla B-riðill: Fylkir – Víkingur R. 4:1 Ásgeir Örn Arnþórsson (2), Finnur Ólafsson, Elís Rafn Björnsson – Viktor Jónsson. Valur – Þróttur R. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd

Sársaukafullt og leiðinlegt

Körfuknattleikssamband Íslands hefur átt í viðræðum við Svíann Peter Öqvist um að stýra karlalandsliðinu áfram á þessu ári og þá í undankeppni Evrópumótsins 2015. Ísland er í 22. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

Stefán Gísla getur fært Blika á næsta stall

„Það er mjög góður liðstyrkur í Stefáni Gíslasyni. Í honum fáum við góðan fótboltamann með mikla reynslu og á góðum aldri fyrir okkar hóp. Meira
1. febrúar 2014 | Íþróttir | 610 orð | 1 mynd

Var betra en óttast var

HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Sem betur fer þá leit öxlin betur út en óttast var,“ sagði Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður Evrópumeistara Team Tvis Holstebro í Danmörku, við Morgunblaðið í gær. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.