Gert var ráð fyrir að 200 almennir borgarar yrðu fluttir frá borginni Homs í Sýrlandi í gær en á fimmtudaginn náðist samkomulag milli þarlendra stjórnvalda og uppreisnarmanna um að gera „mannúðarhlé“ á bardögum til að gefa fólki tækifæri til...
Meira
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þjófnaðarmálum, innbrotum og eignaspjöllum fækkar en ofbeldisbrotum fjölgar. Þetta er meginniðurstaðan í samantekt embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um verkefni lögreglu á síðasta ári.
Meira
Mikið var um dýrðir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí, sem fór fram í gær. Þema kvöldsins var „Draumar Rússlands,“ og leiddi stúlkan Lyubov, en nafn hennar þýðir ást, áhorfendur í gegnum þúsund ára sögu Rússlands.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Lekamálið“ svonefnda er komið til lögreglunnar. Ríkissaksóknari framsendi í gær embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kæru á meðferð persónuupplýsinga, ásamt gögnum „til viðeigandi...
Meira
Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu og Evrasíu, neitaði í gær að tjá sig um símtal sem hún átti við sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, þar sem hún bölvaði Evrópusambandinu fyrir meðhöndlun sambandsins á ástandinu...
Meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru byrjaðir að grafa prufuholur í Pósthússtræti til að undirbúa fyrirhugaða endurgerð götunnar á milli Austurstrætis og Tryggvagötu.
Meira
Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is EFLA verkfræðistofa hefur endurnýjað verksamninga við Statnett í Noregi í tengslum við hönnun og ráðgjöf vegna lagningar 150 kílómetra háspennulínu (420kV) milli Ofoten og Balsfjord í Norður-Noregi.
Meira
Fyrirtækið Stoðtæki ehf. fékk um tvö þúsund pör af svonefndum hálkugormum með flugi í gær og var þegar hafist handa við að dreifa þeim í verslanir en í vetur hefur fyrirtækið selt um átta þúsund pör af þessari hálkuvörn.
Meira
Fréttaskýring Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða í vikunni tillögu forsætisnefndar um að halda fjölda borgarfulltrúa óbreyttum í 15 á næsta kjörtímabili.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gert er ráð fyrir að vegurinn frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæðinu á Bakka verði að hluta til í jarðgöngum. Sú lausn er nokkru dýrari en vegur yfir Húsavíkurhöfða en talin hafa minni umhverfisáhrif.
Meira
Nýr íslenskur söngleikur, Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, verður frumsýndur í New York í sumar. Höfundur er Ívar Páll Jónsson, og er þetta hans fyrsti söngleikur, en leikstjóri verður Bergur Þór Ingólfsson.
Meira
Mánudaginn 10. febrúar mun Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi MA og framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd kynna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var að beiðni Blátt áfram.
Meira
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Klassísk tónlist var í aðalhlutverki á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í gær, þar sem sópraninn Anna Netrebko söng ólympíusönginn fyrir 40.000 áhorfendur á Fisht-leikvanginum.
Meira
Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands (KÍ), gerir athugasemd við þau orð núverandi sviðsstjóra leitarsviðs Krabbameinsfélagsins (KÍ) að nýjar skipulagsbreytingar á leghálskrabbameinsleitinni séu í samræmi...
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég vinn á meðan volgt er í mér hlandið,“ segir hagleiksmaðurinn Jón H. Karlsson úr Sandgerði, sem verður 75 ára í haust, um leið og hann strýkur yfir einn smíðisgripinn, eftirlíkingu af gömlu skipi.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á næstu vikum stendur til að hefja framkvæmdir við 76 lúxusíbúðir í Skuggahverfinu. Íbúðirnar verða í tveimur turnum, 11 og 18 hæða, og eru verklok áformuð haustið 2016. Alls verða byggðir 9.
Meira
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sakaði ríkisstjórnina um að stilla sér upp í hópi ójafnaðarmanna, í ávarpi við upphaf flokksráðsfundar Vg í gær.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Skuggahverfisins í Reykjavík hefjast á næstu vikum og er stefnt að því að hverfið verði fullbyggt síðla árs 2016. Byggðir verða tveir turnar, 11 hæða og 18 hæða.
Meira
Eftir margar vikur af stöðugu regni og hvassviðri á Englandi hefur verið gripið til þess ráðs að gefa eymdarlegum mörgæsum í sædýrasafni í Scarborough þunglyndislyf til að freista þess að hressa þær við.
Meira
Veiðimenn og starfsmenn Jim Corbett-þjóðgarðsins í Uttar Pradesh-ríki á Indlandi leita nú að stórhættulegu tígrisdýri sem hefur orðið níu mönnum að bana síðan 29. desember síðastliðinn.
Meira
Verkefnið Okkar mál – samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi hlaut Orðsporið 2014. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Hannesarholti á Degi leikskólans s.l. fimmtudag.
Meira
Miklu af kopar var stolið frá Íslenskum aðalverktökum nýverið. Áætlað er að rúmt tonn hafi horfið með þessum hætti, að því er fram kemur í frétt frá lögreglunni á Suðurnsesjum, sem óskar eftir upplýsingum um verknaðinn.
Meira
Samningafundi strandríkjanna um stjórnun makrílveiða lauk í gær í London, án þess að samningar næðust. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra kennir því um að Norðmenn hafi sýnt verulega óbilgirni í viðræðunum.
Meira
Fyrirhugaðar eru endurgerðir og viðbætur við lóðir sex grunnskóla og eins leikskóla í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn að bjóða þessar framkvæmdir út og er kostnaður áætlaður 350 milljónir króna.
Meira
Foreldrar þurfa að inna af hendi 390 krónur fyrir hvern greiðsluseðil í heimabanka sem gefinn er út af íþróttafélagi sem notast við greiðslukerfið Nóra. Tugir íþróttafélaga notast við kerfið til að innheimta gjöld sín.
Meira
„Það gengur alveg djöfullega, ekkert spennandi. Við höfum kastað þrisvar í dag og fengið tæp 200 tonn,“ sagði Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki NK, í gærkvöldi.
Meira
Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef ástríðu fyrir íslenska hestinum. Hef haft áhuga hestamennsku frá því ég var krakki og haft ánægju af félagsstörfum.
Meira
Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Discover the world hafa haft á orði að þeim finnist of mikil mannþröng á vinsælum ferðamannastöðum á Íslandi. „Þeir hafa orðið fyrir dálitlum vonbrigðum.
Meira
Þórshöfn Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Veturinn hefur verið mildur á Langanesinu það sem af er og hafa bændur nýtt góða tíð til að létta af sér vorverkum. Frost er ekki í jörðu svo vatn liggur ekki á túnum heldur tekur þíð jörðin við vætunni.
Meira
Norski lögmaðurinn Geir Lippestad verður framsögumaður á fundi sem Lögmannafélag Íslands stendur fyrir föstudaginn 14. febrúar nk. Hann er þekktastur sem verjandi Anders Behrings Breiviks, sem sakfelldur var fyrir fjöldamorðin í Ósló og Útey í Noregi...
Meira
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Öllum almenningi verði án endurgjalds veittur aðgangur að prentarfi Íslendinga, sem ekki er á markaði í gegnum vefgáttina baekur.is.
Meira
Stjórn Ungra vinstri grænna hefur lagt fram tillögu til ályktunar fyrir flokksráðsfund Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um að lagst verði harðlega gegn öllum áformum um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Meira
Hátíðarguðsþjónusta verður í Seltjarnarneskirkju á morgun kl. 11 í tilefni af 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup mun predika og Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngja einsöng. Fræðslumorgnar eru haldnir í kirkjunni kl.
Meira
Könnunarfyrirtækið MMR birti í gær niðurstöður um hvaða stjórnmálaflokkum væri best treystandi til hvaða verka. Þar kom fram að VG væri síst treystandi – fyrir utan Pírata að vísu – fyrir skattamálum.
Meira
Ár er í dag liðið frá því menningarhúsið Hannesarholt við Grundarstíg var formlega opnað. Húsið var reist af Hannesi Hafstein árið 1915 og var heimili hans til dánardags.
Meira
Hljómsveitin Blær leikur í Hinu húsinu á morgun kl. 15 og eru tónleikarnir hluti af tónleikaröðinni Fjórirfjórðu. Blær var stofnuð í Garðabæ í fyrra og hefur verið iðin við tónleikahald síðustu mánuði.
Meira
Ertu tilbúin, frú forseti? nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Þar er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.
Meira
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Erindi bókarinnar er að opna fólki frekari innsýn í það hvernig leikhúsið eins og við þekkjum það hefur orðið til. Bókin mun gagnast vel nemendum í hugvísindum almennt og sérstaklega í leiklistarfræði.
Meira
Fyrsta breiðskífa Cell7. Ýmsir lögðu henni lið við gerð plötunnar, m.a. Gnúsi Yones, Maximum, Plan B, Drífa Sigurðardóttir og Sunna Ingólfsdóttir. Cell7Music gefur út. 2013.
Meira
„Drum & bass“-tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Gremlinz frá Kanada kemur fram á klúbbakvöldi skemmtistaðarins Park, Hverfisgötu 20, í kvöld ásamt plötusnúðunum Agzilla, Elvari, Plasmic og Andra.
Meira
Sýning á verkum finnska listamannsins Harros verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag kl. 16. Þar getur að líta popplistaverk Harros frá árunum 1968 til 1972. „Þau ollu uppnámi þegar þau voru fyrst sýnd í Finnlandi.
Meira
Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís sýnir M eftir Fritz Lang annað kvöld kl. 20. Myndin er frá árinu 1931 og fjallar um barnamorðingja sem gengur laus í Berlín.
Meira
Vegna fádæma góðra viðtaka og fjölda áskorana hafa forsvarsmenn Kling & Bang gallerís ákveðið að framlengja myndbandsinnsetningu Ragnars Kjartanssonar, The Visitors , um tvær vikur eða til 23. febrúar.
Meira
Fólk á aldrinum 25 til 34 ára vill í 80 til 90% tilvika búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Capacant vinnur fyrir Reykjavíkurborg, Kópavog og Reykjanesbæ og verður afhent um miðjan mánuðinn.
Meira
Eftir Gunnar Þórarinsson, Bryndísi Gunnlaugsdóttur Holm, Einar Jón Pálsson, Ásgeir Eiríksson og Ólaf Þór Ólafsson: "Hagsmunaaðilar í hópferðaþjónustu hafa barist gegn því að leiðin sé skilgreind sem almenningssamgöngur og vilja óhefta samkeppni"
Meira
Eftir Gunnlaug Snæ Ólafsson: "Íbúðir ætlaðar sérstaklega fyrir námsmenn verði að vera niðurgreiddar með einhverjum hætti. Hver á að greiða kostnaðinn af slíku?"
Meira
Það voru hugsjónatímar og menn fullir af bjartsýni. Þá var hvorki búið að finna upp minnimáttarkennd né mengun.“ Þannig fórust Rögnvaldi Sigurjónssyni píanóleikara orð þegar hann rifjaði upp æsku sína á millistríðsárunum.
Meira
Eftir Einar Sveinbjörnsson: "Það er umhugsunarefni fyrir lífeyrissjóðina að þeir sjálfir hafi forgöngu um að búa til nokkurs konar elítulífeyriskerfi fyrir hálaunastjórnendur."
Meira
Frá Halldóri Úlfarssyni: "Öll þessi óvissa, í öll þessi ár, algerlega að óþörfu undir styrkri stjórn norrænu velferðarstjórnarinnar. Nú sér loks fyrir endann á blóði drifinni slóð velferðarstjórnarinnar í málefnum heimilanna."
Meira
Einar G. Pétursson: "Fyrst tekið er mark á Landnámu sem áreiðanlegri heimild... hvernig stendur þá á því að landnám í Geitlandi og afdölum Norðurárdals... verður eitthvað réttminna en önnur landnám?"
Meira
Eftir Toshiki Toma: "Mér finnst eðlileg krafa að þær greinar, sem við innflytjendur, sem ekki höfum íslensku að móðurmáli, sendum í dagblöð eða ræður sem við flytjum, séu lesnar yfir."
Meira
Hraðfréttir Mig hefur lengi langað til að láta í mér heyra í sambandi við „Hraðfréttir“ í sjónvarpinu. Þessir menn halda líklega að þeir séu fyndnir, en það er mesti misskilningur. Fyrir utan hvað þeir eru orðljótir og miklir dónar.
Meira
Eftir Kristján Sverrisson: "Eru foreldrar sem hafna kuðungsígræðslu að svipta barn sitt rétti til heyrandi talmáls, rétt eins og heyrnarlausir voru áður sviptir rétti til táknmáls?"
Meira
Þegar heyrist í þeim, sem töldu ekkert athugavert við hryðjuverkalögin, sem Bretar settu á okkur, og vildu síðar óðfúsir semja við Breta um að greiða hinar svokölluðu Icesave-kröfur, sem við höfðum ekki stofnað til, hlýtur ýmsum að detta í hug...
Meira
Adam Jónsson fæddist 14. september 1921 á Meiðavöllum í Kelduhverfi. Hann lést þriðjudaginn 28. janúar 2014 á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Foreldrar Adams voru hjónin Jón Sigurgeirsson, f. 11.12. 1884, d. 19.06. 1954 og Halldóra Jónsdóttir, f. 21.2.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Arndís Jónsdóttir fæddist í Gilkoti í Lýtingsstaðahreppi 11. júlí 1922. Hún lést á Dvalarheimili Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki 30. janúar 2014. Foreldrar: Jón Ástvaldur Magnússon, f. 18.1. 1897 á Hraunshöfða í Öxnadal, d. 27.8.
MeiraKaupa minningabók
Erlingur Rafn Viggósson fæddist 28. apríl 1928 í Strýtu í Flatey á Breiðafirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 31. janúar 2014. Foreldrar hans voru María Þórðardóttir, f. 15. ágúst 1904, d. 13.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Karlsdóttir var fædd í Efstadal í Laugardal 10. janúar 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði aðfaranótt 2. febrúar 2014. Foreldrar Guðrúnar voru Karl Jónsson, f. 1. júlí 1904, d. 4. júní 1979, og Sigþrúður Guðnadóttir, f. 8.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Guðjónsson fæddist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 12. júlí 1942. Hann lést á heimili sínu, Virginia Beach,Va., Bandaríkjunum, 31. janúar 2014. Foreldrar hans voru hjónin Hulda K. Petersen húsfreyja, f. 1911, d. 1980, og Guðjón M.
MeiraKaupa minningabók
8. febrúar 2014
| Minningargrein á mbl.is
| 3242 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Haraldur Eldon Logason fæddist 1. júní 1938. Hann lést 18. janúar 2014. Haraldur var jarðsunginn 28. janúar 2014 mbl.is/minningar
MeiraKaupa minningabók
Skarphéðinn Andri Kristjánsson fæddist í Neskaupstað 1. mars 1995. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 28. janúar 2014 vegna áverka eftir umferðarslys í Borgarfirði 12. janúar. Skarphéðinn Andri var sonur hjónanna Kristjáns S.
MeiraKaupa minningabók
Þorkell Valdimarsson fæddist í Reykjavík 3. október 1932. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 27. janúar 2014. Foreldrar hans voru Valdimar Þórðarson, kaupmaður, f. 28. janúar 1905, d. 1. júlí 1981 og (Sigríður) Elín Þorkelsdóttir, f. 13.
MeiraKaupa minningabók
Gengi hlutabréfa Icelandair Group féll um 5,51% í gær en félagið birti uppgjör sitt fyrir seinasta ár eftir lokun markaða í fyrradag. Mikil velta var með hlutabréfin í gær en hún nam rúmlega einum milljarði króna.
Meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánhæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt sem BBB og BBB+ í innlendri mynt. Einkunnir fyrir skuldabréf (e.
Meira
Alls voru framleiddar landbúnaðarvörur fyrir 61,5 milljarða í fyrra og er það aukning um 4,3% frá árinu á undan er framleiðslan var metin á 59 milljarða króna.
Meira
Af þeim 154,8 milljónum evra sem skiptu um hendur á gjaldeyrismarkaði í janúar keypti Seðlabanki Íslands 67,8 milljónir evra, jafnvirði um 10,5 milljarða íslenskra króna. Þetta samsvarar 45% af allri veltunni í mánuðinum.
Meira
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gengið hefur verið frá samstarfssamningi milli Genis hf. og Landsvirkjunar um gerð viðskiptaáætlunar fyrir klór-alkalíverksmiðju. Þróuð verður áfram viðskiptahugmynd um byggingu og rekstur klór-alkalíverksmiðju á Íslandi.
Meira
Bloggsíða Sigrúnar Þorsteinsdóttur, cafesigrun.com, er stútfull af fjölbreyttum mataruppskriftum sem innihalda ekki hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur. Síðan er mjög aðgengileg og líka á ensku, þar er líka fræðsla, það sem er vinsælast og svo framvegis.
Meira
Nornirnar Nína og Njála bjóða á Vetrarhátíð upp á magnaðar og mjúkar sögur í sögubíl Borgarbókasafns, honum Æringja, sem verður á Ingólfstorgi klukkan 14-14.30 í dag. Boðið verður upp á...
Meira
Akureyri Þorkell Hrafn fæddist 31. maí kl. 00.40. Hann vó 4.044 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Sólveig Jónasdóttir og Einar Már Hólmsteinsson...
Meira
Nú gengur á með kjarasamningum. Þá tímgast orðið kröfugerð eins og kanína. Það þýðir bókstaflega að gera kröfu ( r ) en er iðulega notað um sjálfar kröfurnar . Að „leggja fram kröfugerð“ – það eru bara...
Meira
Guðmundur fæddist í Reykjavík 8.2. 1954 og ólst upp á Bárugötunni í Vesturbænum: „Reyndar má segja að maður hafi alist upp hjá þjálfurum KR, þeim Atla, Sigurgeir, Óla Lár, Gumma Pé og Erni Steinsen.
Meira
Davíð Hjálmar Haraldsson segir á Leirnum að sér finnist sjálfsagt að verða við ósk Haga um að fá fellda niður tolla á osti úr alls konar furðuskepnum; sauðnautum, buffalóum o.fl.
Meira
Páll og Hjalti með öll spil á hendi í keppninni um Oddfellowskálina Fjórða umferð um Oddfellow-skálina var spiluð á stormasömu mánudagskvöldi á þorra. 16 pör mættu til leiks.
Meira
Reykjavík Lilja Ruth fæddist 24. maí kl. 8.45. Hún vó 4.550 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson og Rakul Heygsá...
Meira
Laugardagur 85 ára Eyþór Einarsson Finnbogi Guðmundsson Jón Fr. Sigvaldason Valdimar Karlsson Vilborg Jónatansdóttir 80 ára Hrefna S. Kristjánsdóttir Jón V.
Meira
Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra fæddist í Reykjavík 9.2. 1889. Hann var sonur Þórhalls Bjarnarsonar biskups og k.h., Valgerðar Jónsdóttur húsfreyju.
Meira
Ætli dagurinn byrji ekki eins og aðrir afmælisdagar hjá okkur í fjölskyldunni, með háværum söng, kerti, kökum og pökkum. Það verður ekkert sofið út þó að það sé laugardagur.
Meira
Þorrablót, þorrablót, ó þorrablót. Það er einstakur viðburður. Ekki svo að skilja að Víkverja þyki maturinn sérstaklega góður sem fylgir því þegar þorrinn er blótaður. Það er hátíðin sjálf sem er miklu skemmtilegri en súrmaturinn.
Meira
8. febrúar 1925 Halaveðrið. Togararnir Leifur heppni og Robertson fórust í miklu norðan- og norðaustanveðri á Halamiðum og með þeim 68 menn. Í sama veðri fórst vélbátur með sex mönnum og fimm manns urðu úti. 8.
Meira
handbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Ég get staðfest að Kiel hefur boðið mér nýjan samning en ég hef líka fengið fyrirspurnir frá fleiri félögum.
Meira
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í loftskammbyssu á alþjóðlega mótinu Inter-Shoot í Hollandi í gær. Hann komst í úrslit með frábæru skori, 588 stigum, aðeins einu stigi frá Íslandsmeti sínu.
Meira
8. febrúar 1973 Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigrar Sovétríkin, 23:19, í vináttulandsleik í Laugardalshöll. Ekki var þó um sterkasta lið Sovétmanna að ræða. Geir Hallsteinsson skorar átta mörk fyrir Ísland, í sínum 70. landsleik, og Ólafur H.
Meira
Michael Craion var hetja Keflvíkinga þegar þeir hrósuðu sigri gegn Þór í Þorlákshöfn, 94:93. Craion skoraði sigurkörfu Keflvíkinga rúmri hálfri mínútu fyrir leikslok.
Meira
Í Vesturbænum Kristján Jónsson kris@mbl.is Topplið KR lenti í ströggli gegn liði KFÍ sem á í fallbaráttu þegar liðin mættust í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi.
Meira
KR og Keflavík héldu áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld og eru áfram jöfn á toppnum en þurftu að hafa mikið fyrir sigrum sínum.
Meira
Olís-deild karla Valur – HK 48:18 Staðan: Haukar 131012346:29321 ÍBV 12804324:29616 Valur 13715359:30315 Fram 13706283:30614 FH 13616325:31013 ÍR 13607352:35812 Akureyri 12408276:3068 HK 131111293:3863 1.
Meira
Sex mínútur eru til leiksloka í spennandi leik Íslendinga og Makedóníumanna á EM í síðasta mánuði. Íslenska liðið er tveimur mörkum yfir, 27:25, og rúmar fimm mínútur eftir.
Meira
ÓL í Sotsjí Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Nú þegar Vetrarólympíuleikarnir hafa verið settir með glæsibrag í Sotsjí í Rússlandi reikar væntanlega hugur fárra lesenda til Suður-Kóreu. Réttilega.
Meira
Grindvíkingar unnu 16 stiga sigur á Snæfellingum. 99:83, þegar liðin áttust við í Dominos-deildinni í körfuknattleik í Röstinni í Grindavík í gærkvöld. Þeir fóru þar með upp fyrir Njarðvík á ný og í 3. sætið.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.