Greinar laugardaginn 12. apríl 2014

Fréttir

12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

12 mánuðir fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tæplega fimmtugan karlmann í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás í september 2010, en maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut alvarlega augnáverka. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

149% aukning umferðarlagabrota

Umferðarlagabrotum fjölgaði um 149% í mars samanborið við meðaltal síðustu þriggja mánaða á undan, að því er fram kemur í Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð 2014. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

27% hlutur í HB Granda á 13,6 ma.

Almennu útboði á hlutabréfum í HB Granda lauk í gær en um þrjú þúsund fjárfestar óskuðu eftir því að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 23 milljarða króna. Útboðið nam 27% af útgefnum hlutum í HB Granda og er söluandvirði þess 13,6 milljarðar króna. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 145 orð

600 fjölskyldur fá mataraðstoð Fjölskylduhjálpar

Mikil þörf er á mataraðstoð fyrir páskana skv. upplýsingum Fjölskylduhjálpar Íslands. Fyrir páskahátíðina í ár mun Fjölskylduhjálpin afgreiða mataraðstoð til 600 fjölskyldna. Meira
12. apríl 2014 | Erlendar fréttir | 550 orð | 3 myndir

Afturhvarf til daga kalda stríðsins í Suður-Ameríku

Fréttaskýring Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Engu er líkara en að hjóli tímans hafi verið snúið við undanfarnar vikur og kalda stríðið sé enn í algleymingi. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

Aka eftir reiðvegi til að skoða Kirkjufell

Bæjarlífið Gunnar Kristjánsson Grundarfirði Þótt almenn ánægja ríki meðal ferðaþjónustufólks með síaukinn fjölda ferðafólks í Grundarfirði eru hestamenn hér ekki par sáttir við umferð bíla af öllum stærðum og gerðum á reiðvegi sínum sem er aflagður... Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Álag fylgir Liverpool-aðdáun

Lára Björg Björnsdóttir, aðstandandi Liverpool-aðdáanda, kallar í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins eftir skilningi og stuðningi sér og öðrum sem eru í sömu sporum til handa. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

„Getgátur“ um að eigið fé væri lítið

Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina að „fjármálaráðherra rak minni til þess að þegar sparisjóðurinn var tekinn yfir hafi verið uppi getgátur um að eigið fé væri orðið lítið sem ekkert en þó ekki verra en það“. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

„Óskiljanleg“ íhlutun ráðherra

„Í ljósi þeirra fjölmörgu aðvarana sem komu fram um stöðu Sparisjóðsins í Keflavík frá því á vormánuðum 2009 skilur maður ekki af hverju fjármálaráðherra og ríkisstjórnin halda málinu gangandi með þessum hætti,“ segir Guðlaugur Þór... Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir

„Þetta er orðið þroskað epli“

Thorsil ehf. og Reykjaneshöfn undirrituðu í gær samning um 160 þúsund fermetra iðnaðarlóð í Helguvík í Reykjanesbæ, þar sem Thorsil áformar að reisa kísilmálmverksmiðju. Verksmiðjan mun framleiða um 54. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 554 orð | 2 myndir

Bjuggust við vexti „út í endalaust“

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áhættusöm útlán sparisjóða til eignalítilla einkahlutafélaga áttu stóran þátt í falli þeirra. Þetta má lesa út úr II. kafla nýrrar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Björn Bjarnason á lista í Rangárþingi

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, skipar tólfta sæti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Kristín Þórðardóttir, fulltrúi sýslumanns, er í fyrsta... Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Búskapur áfram í Skálholti

Kirkjuráð hefur auglýst bújörðina Skálholt til ábúðar. Ákveðið var í kirkjuráði að áframhaldandi búskapur yrði á jörðinni. Núverandi ábúendur munu bregða búi fyrir næstu fardaga. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 479 orð | 3 myndir

Eftirlaunaaldur fylgi auknu langlífi

Sviðsljós Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Eftirlaunaaldurinn verður að hækka. Það er niðurstaða Maríasar Halldórs Gestssonar hjá Hagfræðistofnun en hann flutti fyrirlesturinn „Langlífi og eftirlaunaaldur – hvað segir hagfræðin? Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Erindi um byggingarstíl Seltirninga

Pétur H. Ármannsson, arkitekt, hefur rannsakað þróun byggingarlistar og byggingarstíl Seltirninga allt frá fyrstu byggð til dagsins í dag og flytur erindi um efnið í dag kl. 13 í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga á 2. hæð Eiðistorgs. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Fargjöld munu hækka

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Viðbúið er að flugfargjöld innanlands og milli landa hækki talsvert verði Reykjavíkurflugvelli lokað. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Feldur er fyrst og fremst kuldaflík, ekki stöðutákn

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Verðlækkun á minkaskinni á heimsmarkaði er væntanlega tímabundin að mati Eggerts Jóhannssonar feldskera. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 479 orð | 2 myndir

Fékk alslemmu í vikunni

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Mér þykir gaman að horfa á sjónvarpið, á þingið og vita hvaða úrræða verður gripið til í framtíðinni,“ segir Hlíf Böðvarsdóttir, sem fagnaði 105 ára afmæli sínu í gær. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Hrafnhildur setti Íslandsmet í fyrstu greininni

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hóf Íslandsmeistaramótið í sundi í Laugardalslauginni í gær á því að slá eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Íslenski hesturinn laðar að

„Markmiðið er að koma á persónulegum tengslum milli erlends hestaáhugafólks og íslenskra hrossaræktenda,“ segir Rúnar Guðbrandsson, einn af skipuleggjendum Icelandic Horse Expo 2014. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Ítrekað varað við tapi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands vöruðu ítrekað við alvarlegri stöðu Sparisjóðsins í Keflavík frá og með ársbyrjun 2009 og þar til ríkið tók hann yfir í apríl 2010. Við yfirtökuna varð til nýr sjóður, SpKef. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Kalt veður og úrkoma um páskana

Veður var hráslagalegt á suðvesturhorninu í gær eftir veðurblíðu að undanförnu. Á vef Vegagerðarinnar segir að skil fari yfir landið í dag með SA hvassviðri og úrkomu. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Kortleggja ímynd ferðaþjónustunnar

Skrifað var í vikunni undir samstarfssamning milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu, Ferðamálafélags Austur-Húnavatnssýslu og Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Meira
12. apríl 2014 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Lofar héruðunum meiri sjálfstjórn

Forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, reyndi að friða aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins með því að heita þeim meiri sjálfstjórn þegar hann hóf viðræður við leiðtoga í borginni Donetsk í gær. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Lúti sama regluverki

„Ég tel að það sé eftirspurn eftir breyttri bankastarfsemi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í gær í umræðum um skýrslu rannsóknarnefndar um fall sparisjóðanna. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 2079 orð | 3 myndir

Mikilvægur hlekkur flugsins

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flugmenn hafa áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti flugmenn úr ýmsum áttum á kaffistofu við flugvöllinn fyrr í vikunni. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 658 orð | 2 myndir

Milljarður króna í endurnýjun Reykjaæða

Fréttaskýring Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ráðist verður í að endurnýja hluta af Reykjaæðunum á þessu ári vegna aldurs. Æðarnar bera heitt vatn frá tveimur svæðum í Mosfellsdal, Reykjum og Reykjahlíð, til höfuðborgarsvæðisins. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Ómar

Á réttum stað Hjólagrindurnar við Norðlingaskóla koma að miklu gagni og börnin gæta þess að vera vel útbúin og leggja hjólunum... Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Páskafrí Alþingis stendur til 28. apríl

Alþingi er farið í páskafrí og verður ekki þingfundur á ný fyrr en eftir rúmar tvær vikur, mánudaginn 28. apríl. Þetta staðfesti Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
12. apríl 2014 | Erlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Rannsaka viðbrögð við hvarfi vélarinnar

Ríkisstjórn Malasíu hefur hafið rannsókn á því hvers vegna flugmálastjórn og her landsins misstu af tækifærum til að finna og fylgjast með ferðum flugs MH370 fyrstu klukkustundirnar eftir að flugvélin hvarf fyrir rúmum mánuði. Skv. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 751 orð | 2 myndir

Reykjavík besti kennsluvöllurinn

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nærri 400 einstaklingar nema flug í fjórum flugskólum á suðvesturhorninu. Töluverður hópur þeirra er útlendingar. Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki í þjálfun flugnema. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 104 orð

Samningar samþykktir

Félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg. Í síðasta mánuði höfnuðu félagsmenn St.Rv nýjum kjarasamningi við Reykjavíkurborg og því var aftur sest að samningaborðinu. Meira
12. apríl 2014 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Skortur á föngum

Starfsöryggi hollenskra fangavarða er í uppnámi því að fjöldi þeirra er nú orðinn meiri en tukthúslima í landinu. Hollensk stjórnvöld eru þegar byrjuð að loka fangelsum og segja upp fangavörðum en í mars voru 9.710 fangar í landinu á móti 9. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 87 orð

Skrifað undir nýjan kjarasamning

Samninganefndir kennara og stjórnenda Verslunarskóla Íslands skrifuðu undir kjarasamning eftir hádegi í gær. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 420 orð | 2 myndir

Sólarsveppir komnir í búðir

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fyrstu sendingarnar af íslenskum D-vítamínsveppum eru komnar í verslanir. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 623 orð | 1 mynd

SpKef uppfyllti ekki lög um eiginfjárhlutfall

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sparisjóðurinn í Keflavík uppfyllti ekki kröfur um lágmarks eiginfjárhlutfall þegar Fjármálaeftirlitið tók hann yfir sumarið 2010. Hafði þá reglulega komið fram í greiningu að framtíð sjóðsins héngi á bláþræði. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Stefnir í að hlutfall Íslendinga á eftirlaunaaldri verði nærri 50% árið 2060

Ef spár ganga eftir verða nær 50% fólks á Íslandi á eftirlaunaaldri á Íslandi árið 2060 en þetta hlutfall er um 20% í dag. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 704 orð | 3 myndir

Sterkleg bryggja í stað steinahrúgu

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Endurgerð gömlu bryggjunnar í Gróttu er nú að mestu lokið, en í samvinnu við Seltjarnarnesbæ hafa félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness unnið að þessu verkefni undanfarin ár. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 248 orð | 2 myndir

Stórt Mývatnshótel verður opnað í júní

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góður gangur er á framkvæmdum við byggingu Hótels Laxár, sem verður 80 herbergja og stendur í landi Arnarvatns í Mývatnssveit. Stefnt er því að taka hótelið í notkun seinnipart júnímánaðar. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Stúdentar mótmæla eftir helgi

Enn er fundað í kjaradeilu Félags háskólakennara við ríkið í húsi ríkissáttasemjara. „Það er allt á fullu en ég get því miður ekki sagt meira. Við erum allavega að tala saman,“ sagði Jörundur Guðmundsson, formaður félagsins, síðdegis í gær. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Undanskot frá skatti mest í ferðaþjónustu

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég get staðfest að það eru líkur á töluverðum undanskotum frá skatti í ferðaþjónustu og þau snúa ekki aðeins að gististarfsemi. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 88 orð

Veiktist á Vatnajökli

Björgunarsveitir á Austurlandi voru að flytja veikan mann af Vatnajökli til Egilsstaða þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Maðurinn var þátttakandi í leiðangri er hugðist þvera jökulinn frá Snæfelli til Grímsvatna. Hann veiktist óvænt á leiðinni. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 120 orð

Veruleg aukning á jarðskjálftum í marsmánuði

Tæplega 1.500 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í mars og er það töluverð aukning milli mánaða. Í febrúar mældust um 960 jarðskjálftar en í janúar voru þeir um 1.100. Skjálftahrina varð 8. og 9. Meira
12. apríl 2014 | Erlendar fréttir | 747 orð | 2 myndir

Vísað burt fyrir litlar sem engar sakir

Sviðsljós Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hundruð innflytjenda sem á að vísa úr landi hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum og hungurverkföllum í fangabúðum víðs vegar um Bandaríkin. Alls er um 34. Meira
12. apríl 2014 | Innlendar fréttir | 50 orð

Þjónustumiðstöð flytur á Laugaveg

Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða í Reykjavík mun á mánudag verða opnuð á nýjum stað á Laugavegi 77, 2. og 3. hæð. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar, að þjónustumiðstöðin hafi verið til húsa á Skúlagötu 21 um árabil. Meira

Ritstjórnargreinar

12. apríl 2014 | Leiðarar | 636 orð

Kínversk réttvísi

Ráðamenn í Kína nota dómstóla sem valdatæki Meira
12. apríl 2014 | Staksteinar | 249 orð | 2 myndir

Villuljósin kveikt

Björn Bjarnason bendir á það á Evrópuvaktinni að engu líkara sé en höfuðmarkmið ESB-aðildarsinna í umræðunum um Ísland og ESB sé að kveikja villuljós. Meira

Menning

12. apríl 2014 | Tónlist | 572 orð | 2 myndir

„Victor er náttúruafl“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Blúshátíð í Reykjavík verður sett í dag á hinum árlega Blúsdegi sem að þessu sinni fer fram á Skólavörðustíg. Setningin fer fram kl. Meira
12. apríl 2014 | Myndlist | 64 orð | 1 mynd

Bæn þjóðar

Í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá fæðingu Hallgríms Péturssonar stendur Hafnarfjarðarkirkja fyrir upprunaflutningi á öllum Passíusálmum Hallgríms við lögin sem þjóðin kunni og söng um aldir. Meira
12. apríl 2014 | Tónlist | 602 orð | 2 myndir

Fjallið helga

Og það var eitthvað táknrænt, eftir á að hyggja, við að sjá leiðtoga Mogwai í salnum því að fyrir tuttugu árum var hann að gera nokkurn veginn það sama Meira
12. apríl 2014 | Tónlist | 534 orð | 2 myndir

Happdrætti framtíðar

Verk eftir Alvin Lucier (kl. 18). Kl. 19: verk e. Pál Ívan Pálsson frá Eiðum (frumfl.), Valgeir Sigurðsson (frumfl. á Ísl.), Cathy Milliken (frumfl.) og Skúla Sverrisson* (frumfl.). Einsöngur*: Ólöf Arnalds. Sinfóníuhljómsveit Íslands; stjórnandi: Ilan Volkov. Fimmtudaginn 10. apríl 2014 í Hörpu. Meira
12. apríl 2014 | Kvikmyndir | 51 orð | 1 mynd

Hlaut áhorfendaverðlaun Politiken

Hross í oss, kvikmynd Benedikts Erlingssonar, hlaut áhorfendaverðlaun dagblaðsins Politiken á kvikmyndahátíðinni CPH PIX í Kaupmannahöfn. Meira
12. apríl 2014 | Tónlist | 71 orð | 1 mynd

Lag um neyðarnúmer

Dr. Gunni hefur samið lag við texta eftir Þórarin Eldjárn og nefnist það „Einn, einn, tveir“. Lagið var unnið í samvinnu við Barnamenningarhátíð og Neyðarlínuna og eru flytjendur þess Friðrik Dór, Magga Stína, dr. Gunni og vinir hans. Meira
12. apríl 2014 | Tónlist | 77 orð | 1 mynd

Margeir í Reykjavík Art Gallery

Out of body experience nefnist myndlistarsýning sem Margeir Dire opnar í Reykjavík Art Gallery í dag. Meira
12. apríl 2014 | Myndlist | 52 orð | 1 mynd

Mono Town leikur á Græna hattinum

Í tilefni af fyrstu breiðskífu sinni In the Eye of the Storm heldur Mono Town útgáfutónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Meira
12. apríl 2014 | Kvikmyndir | 484 orð | 2 myndir

Ný „svakamálasaga“ sígildra spæjara

Leikstjórn: Bragi Þór Hinriksson. Handrit: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Aðalhlutverk: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason og Svandís Dóra Einarsdóttir. 100 mín. Ísland, 2014. Meira
12. apríl 2014 | Tónlist | 62 orð | 1 mynd

Nýdönsk plata í haust

Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt lag, „Uppvakninga“, og verður það á væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar, Diskó Berlín, sem kemur út í september. Nýdönsk hljóðritaði fimm ný lög í Berlín í mars sl. Meira
12. apríl 2014 | Myndlist | 234 orð | 1 mynd

Sigrún Huld listamaður hátíðarinnar

Sigrún Huld Hrafnsdóttir er listamaður hátíðarinnar List án landamæra í ár, sem sett var í gær og stendur til 25. maí. Sigrún Huld hóf að leggja stund á myndlist árið 1997 og notar jöfnum höndum pastel-, akrýl- og vatnsliti við listsköpun sína. Meira
12. apríl 2014 | Tónlist | 54 orð | 1 mynd

Styrktartónleikar SCF

Frímúrarakórinn heldur tvenna tónleika í Regluheimilinu að Skúlagötu 55 í dag kl. 14 og 17. Stjórnandi er Jónas Þórir. Sérstakir gestir eru finnski frímúrarakórinn SCF, svo og þekktir íslenskir og finnskir einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Meira
12. apríl 2014 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Sue Townsend látin

Rithöfundurinn Sue Townsend er látin, 68 ára að aldri. Townsend var hvað þekktust fyrir grátbroslegar bækur sínar um táninginn Adrian Mole. Meira
12. apríl 2014 | Myndlist | 325 orð | 1 mynd

Tíu nemendur sýna og verja verk sín

Fyrsta útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands verður opnuð í Gerðarsafni í dag kl. 15. Þar leggja tíu nemendur fram verk sín til opinberrar sýningar og MA-varnar. Þrír eru í hönnun, þ.e. Meira
12. apríl 2014 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd

Tveir ungir og góðir drengir

Um daginn voru nokkrir innhringjendur á Útvarpi Sögu að hneykslast á Hraðfréttadrengjunum á RÚV og fannst þeir vera dónalegir og lítið fyndnir. Meira
12. apríl 2014 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Úlfar Þormóðsson ræðir um ritskoðun og guðlast

Úlfar Þormóðsson rithöfundur ræðir við gesti um ritskoðun og guðlast í tengslum við sýninguna Harro á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 15. Meira

Umræðan

12. apríl 2014 | Aðsent efni | 536 orð | 1 mynd

Að hafa trú á lífinu

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Sleppum ekki takinu á lífinu, jafnvel þótt við skiljum ekki alltaf í hvað við höldum. Lífið er eilíf perla sem okkur er falið að gæta og pússa." Meira
12. apríl 2014 | Pistlar | 433 orð | 2 myndir

Alltaf sama tuggan

Í spjalli manna á milli er málumhverfið mikilvægt. Meðal vina er andrúmsloftið afslappað og margt látið flakka. Opinberlega er líklegt að málfarið verði uppskrúfaðra og stirðara, færri slettur og yfirlýsingar. Meira
12. apríl 2014 | Pistlar | 433 orð | 1 mynd

Djörfung og dugur

Það var ánægjulegt að heyra Elínu Hirst, þingmann Sjálfstæðisflokksins, viðra þá hugmynd á dögunum að ef til vill myndu Íslendingar kjósa að láta mögulegar olíulindir á Drekasvæðinu ósnertar. Meira
12. apríl 2014 | Aðsent efni | 801 orð | 1 mynd

Er magnbundin íhlutun bara ógerleg á Íslandi?

Eftir Kjartan Örn Kjartansson: "Það skemmtilega er að sjóðurinn fer fyrir í rest í góðan hagnað sem þá rynni til ríkisins." Meira
12. apríl 2014 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Hafa talsmenn aðildar ekki trú á grundvelli ESB?

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Stuðningsmenn ESB-aðildar gera lítið sem ekkert til að útskýra fyrir almenningi þá miklu kosti sem þeir sjái í aðild Íslands að þessu ríkjasambandi." Meira
12. apríl 2014 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Hvar á ég að vera?

Eftir Ósk Axelsdóttur: "Skortur á húsnæði og umönnun fyrir ósjálfbjarga einstaklinga á besta aldri." Meira
12. apríl 2014 | Pistlar | 860 orð | 1 mynd

Kominn tími á sátt milli útgerðar og þjóðar

Þá nótt skildi ég hvers vegna Hvítasunnusöfnuðurinn var svona sterkur í Eyjum. Meira
12. apríl 2014 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Nóg hefur hann fengið að éta, blessaður

Eftir Ársæl Þórðarson: "Hvers vegna voru ríkisbankarnir seldir? Hvers vegna gátu eigendur þeirra tekið sér alræðisvald yfir sjóðum þeirra og voru á engan hátt gerðir ábyrgir fyrir viðskiptavinum sínum í hópi almennra borgara?" Meira
12. apríl 2014 | Aðsent efni | 285 orð | 1 mynd

Óslóartréð

Eftir Fabian Stang: "Fyrir meira en sextíu árum, þegar Óslóarbúar hófu að færa Reykvíkingum jólatré, var það til að undirstrika vináttutengslin á milli landanna." Meira
12. apríl 2014 | Pistlar | 284 orð

Steinn og stjórnmálin

Ungur gekk Steinn Steinarr í Kommúnistaflokk Íslands, sem stofnaður var haustið 1930. Meira
12. apríl 2014 | Bréf til blaðsins | 336 orð | 1 mynd

Umræðan á sunnudegi

Frá Unni Ósk Tómasdóttur: "Umræðan í dag, 6. apríl 2014, er mæring krónunnar og ábyrgð manna á eigin gjörðum. Sagt er af framámönnum Sjálfstæðisflokksins að krónan hafi bjargað því sem bjargað varð eftir hrun. Mér er spurn, á hverjum bitnaði þessi björgun?" Meira
12. apríl 2014 | Velvakandi | 155 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Vond aðkoma að nýju Shell-bensínstöðinni við Miklubraut Nú hefur verið opnuð ný Shell-bensínstöð við Miklubraut og er það ágætt. Galli er þó á aðkomu að stöðinni. Meira

Minningargreinar

12. apríl 2014 | Minningargreinar | 311 orð | 1 mynd

Áslaug Gunnarsdóttir

Áslaug Gunnarsdóttir frá Flatey á Skjálfanda fæddist 26. desember 1938. Hún lést á Landspítalanum, Fossvogi, 30. mars 2014. Áslaug var dóttir hjónanna Kristínar Gísladóttur og Gunnars Guðnasonar. Meira  Kaupa minningabók
12. apríl 2014 | Minningargreinar | 580 orð | 1 mynd

Bjarni Hinrik Jónasson

Bjarni Hinrik Jónasson fæddist á Kvíabryggju í Eyrarsveit 6. júlí 1939. Hann lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 21. mars 2014 . Foreldrar Bjarna Hinriks voru Þorkatla Bjarnadóttir, f. 9. ágúst 1904, d. 20. mars 1995, og Jónas Ólafsson, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
12. apríl 2014 | Minningargreinar | 1093 orð | 1 mynd

Friðrik Helgi Steindórsson

Friðrik Helgi Steindórsson var fæddur að Teigi á Seltjarnarnesi 21. apríl 1928. Hann lést 22. mars 2014. Friðrik Helgi var sonur hjónanna Steindórs Kristins Ingimundarsonar, f. 1899-1960 og Oddnýjar Hjartardóttur, f. 1898, d. 1976. Meira  Kaupa minningabók
12. apríl 2014 | Minningargreinar | 1709 orð | 1 mynd

Hákon Ormsson

Hákon Ormsson fæddist í Dufansdal 27. júlí 1930. Hann lést á Hjúkrunarheimili aldraðra á Hólmavík 31. mars 2014. Foreldrar hans voru Ormur Grímsson, f. 7. maí 1892, d. 27. apríl 1979, og Kristín Jónasdóttir, f. 22. ágúst 1907, d. 28. mars 1970. Meira  Kaupa minningabók
12. apríl 2014 | Minningargreinar | 975 orð | 1 mynd

Ingólfur Njálsson

Ingólfur Njálsson fæddist á Hólmum við Reyðarfjörð 1. maí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað 3. apríl 2014. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guðrún Lovísa Sigurðardóttir, f. 29. september 1910, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
12. apríl 2014 | Minningargreinar | 1871 orð | 1 mynd

Jóna Jakobína Þorgeirsdóttir

Jóna Jakobína Þorgeirsdóttir fæddist 30. október 1933. Hún lést 5. apríl 2014. Foreldrar hennar voru Þorgeir Bjarnason og Ágústa Guðmundsdóttir. Jóna Jakobína var elst fimm systkina, hin eru Þórunn Freyja, Bjarni, Kristín og Guðmundur. Meira  Kaupa minningabók
12. apríl 2014 | Minningargreinar | 2096 orð | 1 mynd

Loftur Þorsteinsson

Loftur Þorsteinsson fæddist 23. apríl 1925. Hann lést 1. apríl 2014. Útför Lofts var gerð 8. apríl. Meira  Kaupa minningabók
12. apríl 2014 | Minningargreinar | 696 orð | 1 mynd

Svava Þorbjarnardóttir

Svava Þorbjarnardóttir söngkona fæddist á Hraunsnefi í Norðurárdal 13. janúar 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 18. mars 2014. Svava var jarðsungin frá Dómkirkjunni 2. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
12. apríl 2014 | Minningargreinar | 555 orð | 1 mynd

Þyrí Sigurbjörnsdóttir

Þyrí Sigurbjörnsdóttir fæddist í Kelduneskoti í Kelduhverfi 15.8. 1934. Hún andaðist 13.3. 2014. Hún var eitt ellefu barna þeirra hjóna Ingunnar Kristinsdóttur og Sigurbjarnar Hannessonar í Kelduneskoti í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. apríl 2014 | Viðskiptafréttir | 151 orð | 1 mynd

Hagnaður JPMorgan minnkar

Afkoma bandaríska risabankans JPMorgan Chase á fyrsta fjórðungi ársins var birt í gær og olli markaðsaðilum vonbrigðum. Hagnaður féll um 19% miðað við sama tímabil í fyrra og nam hann 5,3 milljörðum dollara eða liðlega 590 milljörðum króna. Meira
12. apríl 2014 | Viðskiptafréttir | 145 orð | 1 mynd

Kaupir Hótel Óðinsvé

Náðst hefur samkomulag milli fasteignafélagsins Regins og Gamma ehf. um kaup á félagi sem á fasteignirnar er hýsa Hótel Óðinsvé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Regin. Fasteignirnar eru Þórsgata 1 og Lokastígur 2 í Reykjavík og eru þær um 2. Meira
12. apríl 2014 | Viðskiptafréttir | 396 orð | 1 mynd

Smærri fjárfestar hagnast

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hlutabréf Sjóvár hækkuðu um 15% þegar tryggingafélaginu var fleytt á markað í gær, sé horft til útboðsgengis í tilboðsbók A. Meira
12. apríl 2014 | Viðskiptafréttir | 249 orð

Spá 2,7% hagvexti í ár

Vaxandi einkaneysla og umskipti í fjárfestingu mun drífa áfram hagvöxt á næstu árum, en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,7% á þessu ári, 3% árið 2015 og rétt undir 3% á árunum 2016 til 2018. Meira

Daglegt líf

12. apríl 2014 | Daglegt líf | 519 orð | 4 myndir

Hér leynast gullmolar innan um

Nú hefur verið ákveðið að leggja niður bókasafn Grundar og verður af því tilefni haldinn bókamarkaður þar í dag. Meira
12. apríl 2014 | Daglegt líf | 83 orð | 1 mynd

...kíkið á óvenjulegan lopafatnað með heiðnum táknum

Gunnar Aðalsteinn Thorsteinson sýnir um þessar mundir handverk sem er óvenjulegt og öðruvísi, peysur, vesti, húfur, eyrnabönd og fleira sem skreytt er með heiðnum táknum. Meira
12. apríl 2014 | Daglegt líf | 178 orð | 2 myndir

Leiðsögn þeirra sem mála með munninum

Heldur betur er ástæða til að heimsækja Þjóminjasafnið þessa helgina, því þar verður margt um að vera. Listamenn sem stunda listmálun með munninum ætla í dag, laugardag, frá kl. 13-15 að veita gestum leiðsögn í þeirri list í anddyri Þjóðminjasafnsins. Meira
12. apríl 2014 | Daglegt líf | 143 orð | 1 mynd

Markaðssettu þig án þess að ræna banka

Félag frístundamálara var formlega stofnað hinn 16. apríl árið 2009. Félagsmenn eru um 145 og fer sífellt fjölgandi. Félagið stendur fyrir ráðstefnu um myndlist og markaðsmál í dag í Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, klukkan 12 og 18. Meira
12. apríl 2014 | Daglegt líf | 130 orð | 1 mynd

Páskaföndur og frímerkjafjör

Nú er lag fyrir fjölskyldur að mæta á bókasafnið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 14 í dag, því þar verður hægt að föndra páskaskraut. Allt efni á staðnum. Meira

Fastir þættir

12. apríl 2014 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Dd6 4. d4 Rf6 5. Rf3 g6 6. Bg5 Bg7 7. Dd2...

1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Dd6 4. d4 Rf6 5. Rf3 g6 6. Bg5 Bg7 7. Dd2 Rd5 8. Rxd5 Dxd5 9. Be2 Rc6 10. c3 Bf5 11. O-O O-O 12. Hfe1 e5 13. c4 Dd6 14. d5 Rb8 15. Bh6 a5 16. Bxg7 Kxg7 17. c5 Dxc5 18. Rxe5 Db4 19. Dc1 c6 20. Bf3 Hc8 21. d6 Dxd6 22. Meira
12. apríl 2014 | Fastir þættir | 161 orð

Enginn gúmmískvís. S-Allir Norður &spade;D632 &heart;74 ⋄ÁKDG109...

Enginn gúmmískvís. S-Allir Norður &spade;D632 &heart;74 ⋄ÁKDG109 &klubs;9 Vestur Austur &spade;G9754 &spade;108 &heart;1098 &heart;DG653 ⋄8 ⋄753 &klubs;KG74 &klubs;D85 Suður &spade;ÁK &heart;ÁK2 ⋄642 &klubs;Á10632 Suður spilar 6G. Meira
12. apríl 2014 | Í dag | 271 orð

Frá Sveini Víkingi í gátur Ólafs Davíðssonar

Fyrir viku varð þessi gáta eftir séra Svein Víking fyrir valinu: Á tungu er gott að hafa hann. Heldur ljótur framan í þér. Í hendi tengir hest og mann. Hafður títt á veiðum er. Viðbrögðin urðu mikil og góð. Meira
12. apríl 2014 | Í dag | 239 orð | 1 mynd

Geir Gunnarsson

Geir fæddist í Hafnarfirði 12.4. 1930 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Gunnar Ingibergur Hjörleifsson, sjómaður í Hafnarfirði, og k.h., Björg Björgólfsdóttir húsfreyja. Eiginkona Geirs var Ásta Lúðvíksdóttir framhaldsskólakennari sem lést 2012. Meira
12. apríl 2014 | Fastir þættir | 382 orð

Gísli og Gabríel unnu Kópavogs-Butlerinn Þriggja kvölda...

Gísli og Gabríel unnu Kópavogs-Butlerinn Þriggja kvölda Butler-tvímenningi Bridsfélags Kópavogs lauk sl. fimmtudag. Gabríel Gíslason og Gísli Steingrímsson höfðu að lokum sigur eftir að að hart var sótt að þeim síðasta kvöldið. Meira
12. apríl 2014 | Í dag | 1521 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. Meira
12. apríl 2014 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: En snúið yður nú til mín, segir Drottinn, af öllu hjarta...

Orð dagsins: En snúið yður nú til mín, segir Drottinn, af öllu hjarta, með föstum, gráti og kveini. (Jl. 2, 12. Meira
12. apríl 2014 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Jóel fæddist 24. júlí 2013 kl. 7.41. Hann vó 4.290 g og var 53...

Reykjavík Jóel fæddist 24. júlí 2013 kl. 7.41. Hann vó 4.290 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Berglind Jóhannesdóttir og Yannier Oviedo... Meira
12. apríl 2014 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Óli Freyr fæddist 26. desember 2013 kl. 10.11. Hann vó 3.694 g...

Reykjavík Óli Freyr fæddist 26. desember 2013 kl. 10.11. Hann vó 3.694 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Tinna Freysdóttir og Arnór... Meira
12. apríl 2014 | Fastir þættir | 530 orð | 4 myndir

Skrítin mynstur „Houdini“

Dagur Ragnarsson – Guðmundur Kjartansson Svartur leikur og vinnur. Þessi staða kom upp í 2. umferð „Wow air-mótsins“ sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir. Meira
12. apríl 2014 | Í dag | 349 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 95 ára Dagbjört Einarsdóttir Jóninna Pálsdóttir 90 ára Auður Magnúsdóttir Jófríður Guðbrandsdóttir 85 ára Karólína Hlíðdal Lára Dagbjört Sigurðardóttir 80 ára Eva Óskarsdóttir Guðjón Björnsson Margrét Oda Ingimarsdóttir 75 ára Ingunn Erna... Meira
12. apríl 2014 | Í dag | 584 orð | 4 myndir

Upphafsmaður og kóngur skagfirsku sveiflunnar

Geirmundur fæddist á Sauðárkróki 13.4. 1944 en ólst upp á Geirmundarstöðum í Skagafirði. Hann var í Barnaskóla Staðarhrepps og lauk þaðan barnaskólaprófi 1958. Meira
12. apríl 2014 | Fastir þættir | 313 orð

Víkverji

Víkverji fór fyrir nokkru að sjá Bróður minn ljónshjarta í áhugaleikhúsinu á Selfossi. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum enda leikurinn alveg hreint einstakur. Meira
12. apríl 2014 | Í dag | 140 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

12. apríl 1919 Snjóflóð féll úr Staðarhólshnjúk við Siglufjörð og sópaði með sér öllum mannvirkjum síldarverksmiðju Evangers og sex öðrum húsum. „Þar stóð ekki steinn yfir steini og eyðileggingin afskapleg,“ sagði í blaðinu Fram. Meira
12. apríl 2014 | Í dag | 249 orð | 1 mynd

Þurfa að vera tilbúin þegar kallið kemur

Jón Helgi Kjartansson má varla vera að því að eiga afmæli. Tölvunarfræðinámið við Háskólann í Reykjavík og björgunarsveitarstörf með Ársæli eiga hug hans allan og um þessar mundir stendur yfir prófatími í ofanálag. Meira

Íþróttir

12. apríl 2014 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Afturelding jafnaði einvígið með sigri í Neskaupstað

Kvennalið Aftureldingar í blaki gerði góða ferð austur í Neskaupstað í gærkvöld og sigraði þar lið Þróttar, 3:1, í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1:1, en þrjá sigra þarf til að verða meistari. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 156 orð | 2 myndir

A rna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik, og samherjar hennar...

A rna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik, og samherjar hennar í danska handknattleiksliðinu SK Aarhus, unnu sér í gærkvöld sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Á þessum degi

12. apríl 1962 Sundkappinn Guðmundur Gíslason setur bæði Íslands- og Norðurlandamet í 400 metra fjórsundi karla á afmælissundmóti Sundhallarinnar í Reykjavík. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 290 orð | 1 mynd

„Íslenska liðið er nú ansi gott.“ Það var óneitanlega...

„Íslenska liðið er nú ansi gott. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Bubba Watson með þrjú högg í forskot

Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson náði í gærkvöld þriggja högga forystu á Mastersmótinu í golfi á Augusta-vellinum í Georgía-ríki. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Undanúrslit, fjórði leikur: Grindavík &ndash...

Dominos-deild karla Undanúrslit, fjórði leikur: Grindavík – Njarðvík 89:73 *Staðan er 2:1 fyrir Grindavík og fjórði leikur í Njarðvík á mánudagskvöld. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 729 orð | 2 myndir

Eins og áður er krafan um sigur

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik karla hefði getað verið óheppnara með andstæðinga en að sama skapi einnig heppnara þegar dregið var í undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Varsjá í gærmorgun. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 680 orð | 2 myndir

Emil afar eftirsóttur

HM í íshokkí Sindri Sverrisson Belgrad Emil Alengård, besti leikmaður íslenska landsliðsins í íshokkí, hefur ákveðið að yfirgefa félagslið sitt, Mjölby, í sumar. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 657 orð | 2 myndir

Grindavík í kjörstöðu

Í Grindavík Kristinn Friðriksson kiddigeirf@gmail.com Grindavík tók á móti Njarðvík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Domino's-deildarinnar í gærkvöldi. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 148 orð | 2 myndir

Grindavík – Njarðvík 89:73

Grindavík, undanúrslit karla, fjórði leikur, föstudag 11. apríl 2014. Gangur leiksins : 4:4, 10:7, 15:9, 19:14, 25:14, 33:22, 38:28, 43:35 , 47:43, 60:46, 63:52, 70:56 , 72:61, 80:68, 84:68, 89:73. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 889 orð | 3 myndir

Hefur alls ekki gefið landsliðið upp á bátinn

HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Hrafnhildur byrjaði á meti

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH hóf Íslandsmeistaramótið í sundi í Laugardalslauginni í gær á því að slá eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fjórði leikur: Ásgarður: Stjarnan...

KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fjórði leikur: Ásgarður: Stjarnan – KR (1:2) S19.15 1. deild kvenna, oddaleikur: Smárinn: Breiðablik – Fjölnir (1:1) S19. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 317 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 2: Þór – FH 1:0 Ármann Pétur...

Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 2: Þór – FH 1:0 Ármann Pétur Ævarsson 51.(víti) Þróttur R. – Fylkir 0:3 Hákon Ingi Jónsson 25., Sjálfsmark 48., Egill Trausti Ómarsson 71. Staðan: FH 760123:618 Þór 752012:317 Fylkir 732215:1311 Leiknir R. Meira
12. apríl 2014 | Íþróttir | 614 orð | 3 myndir

Risaleikur á Anfield

England Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Tvö bestu og skemmtilegustu lið ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, Liverpool og Manchester City, leiða saman hesta sína á Anfield á morgun í einum af úrslitaleikjum tímabilsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.