Greinar laugardaginn 31. maí 2014

Fréttir

31. maí 2014 | Erlendar fréttir | 127 orð

13 manns nauðguðu táningum

Lögregluyfirvöld í Kuala Lumpur í Malasíu greindu frá því í gær að þrettán manns hefðu verið handteknir, þar á meðal faðir og tveir synir hans, grunaðir um hópnauðgun á tveimur unglingsstúlkum. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 248 orð

2.916 manns eru í framboði

Alls eru 184 listar í framboði til 74 sveitarstjórna við kosningarnar í dag. Á þeim eiga sæti 2.916 frambjóðendur. Þar af eru 1.536 karlar og 1.380 konur, karlar eru því 53% frambjóðenda en konur 47%. Meira
31. maí 2014 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

8 konur læstar inni fórust í eldsvoða

Átta konur sem læstar voru inni af vinnuveitanda sínum fórust í gær í eldsvoða í Manila, höfuðborg Filippseyja. Lögreglan í Manila greindi frá þessu í gær. Átta aðrar konur komust lífs af með því að klifra upp á þak og stökkva niður, samkvæmt frétt AFP. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Dagskrá í fimm daga á Eskifirði

Skipulögð dagskrá hófst á Eskfirði að kvöldi 28. maí og lýkur á morgun. Ekki er aðeins verið að halda upp á sjómannadaginn, heldur er þess líka minnst að í ár eru 70 ár frá stofnun Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Fyrirtækið var stofnað 8. Meira
31. maí 2014 | Erlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Dalaí Lama heldur námskeið á Indlandi

Dalaí Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, kom til Mumbai á Indlandi í gærmorgun. Hér veifar hann til fylgismanna sinna við komuna. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 326 orð | 2 myndir

Eini dagurinn sem mig langar ekki að lifa aftur

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er eini dagurinn í lífi mínu sem mig langar ekki að lifa aftur,“ segir Sævar Guðjónsson, björgunarsveitarmaður á Mjóeyri í Eskifirði. Hann rifjar upp 10. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 627 orð | 2 myndir

Einkaneyslan er að aukast hratt

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi spá Landsbankans eftir um þróun einkaneyslu á næstu árum má ætla að einkaneysla á mann 2016 verði svipuð og hún var 2004, eða um 3,2 milljónir á hvern landsmann. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Fá að veiða meira í júní

Annað tímabil strandveiða hefst um hádegi á mánudag að loknum hátíðahöldum sjómannadagsins. Á þremur svæðanna taka bátarnir talsverðar fyrningar með sér frá maímánuði yfir í júní og eykst leyfilegur afli í mánuðinum sem því nemur. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 67 orð

Flugmenn Icelandair samþykktu kjarasamninginn

Flugmenn hjá Icelandair samþykktu kjarasamning sem gerður var við félagið á dögunum. Tæplega 77% þeirra félagsmanna Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem afstöðu tóku samþykktu samninginn. Hann gildir til 30. september nk. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 811 orð | 2 myndir

Gagnrýnir tvískinnungsháttinn

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Á góðum degi er yndislegt að vera úti á Skjálfandaflóa, verst hvað það hefur verið léleg veiði,“ segir Bragi Sigurðsson á Húsavík. Hann gerir út trilluna Árna ÞH 127 og hefur gert í 44 ár. Meira
31. maí 2014 | Erlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Gefur 50 milljónir evra til góðgerðarsamtaka

Það hljóp heldur betur á snærið hjá frönskum góðgerðarsamtökum í gær, þegar tilkynnt var í París að heppinn einstaklingur, sem vann 72 milljónir evra í Euro Millions happdrættinu, hefði ákveðið að gefa frönskum góðgerðarsamtökum 50 milljónir evra af... Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Gengið til kosninga í dag

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samkvæmt þeim könnunum sem birtar voru í gær, fær Sjálfstæðisflokkurinn annaðhvort þrjá eða fjóra borgarfulltrúa kjörna í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í dag. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 218 orð

Hagvöxtur er á uppleið

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hagvöxtur á næsta ári gæti orðið allt að 6,8%, eða um tvöfalt meiri en í fyrra. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Hald lagt á þýfi og fíkniefni í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á þýfi og talsvert af kannabisefnum, auk amfetamíns og illa fenginna lyfja í nokkrum húsleitum sem framkvæmdar voru í Hafnarfirði undanfarið. Þýfið samanstendur m.a. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Hvergi er haldin rafræn íbúakosning í dag

Rafrænar íbúakosningar samkvæmt sérstakri heimild í sveitarstjórnarlögum fara hvergi fram á landinu í dag. Fresti sveitarfélaga til að tilkynna þátttöku í tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar lauk 25. febrúar síðastliðinn. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Hvetja fólk til að hætta að gefa brauð

Andarungar sjást nú víða á ferli með foreldrum sínum en þeir koma úr eggjum sínum um þetta leyti. Þeim mun fara fjölgandi á næstu vikum en borgaryfirvöld í Reykjavík vilja biðja gesti við Tjörnina um að gefa fuglunum ekki brauð yfir sumartímann. Meira
31. maí 2014 | Erlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Hyggst stórfækka starfsmönnum

Þýska stórfyrirtækið Siemens greindi frá því í gær að það mundi standa við þær áætlanir sínar að fækka starfsmönnum sínum víða um heim um 11.600 manns. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 35 orð

Í fréttaskýringu um lyfjamál eldri borgara sem birtist í Morgunblaðinu á...

Í fréttaskýringu um lyfjamál eldri borgara sem birtist í Morgunblaðinu á mánudag mátti skilja að framboð af lyfjum á markaði væri í höndum smásala eða apóteka. Hið rétta er að framboð er ákvarðað af... Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Kennsla á vélstjórnarbraut

Nýr og fullkominn vélarrúmshermir var vígður í málmdeild Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað á mánudag. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Kjarasamningurinn samþykktur

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Félag grunnskólakennara samþykkti í gær nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var 20. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 349 orð | 2 myndir

Kjósendur 6,1% fleiri

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Á kjörskrárstofnum sem Þjóðskrá Íslands útbjó fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru 239.810 kjósendur. Konur eru 120.431 og karlar 119.377. Við sveitarstjórnarkosningarnar 2010 voru 225. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 267 orð

Komum útlendinga fjölgar

Komum á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri hefur fjölgað mikið á undanförnum árum eða um 19% frá árinu 2009. Árið 2009 voru skráðar rúmlega 12.000 komur á slysa- og bráðamóttöku en árið 2013 var sá fjöldi kominn upp í rúmlega 14.500. Meira
31. maí 2014 | Erlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Kosningabarátta um sjálfstæði Skota

Formleg kosningabarátta með og á móti sjálfstæði Skotlands hófst í gær, fjórum mánuðum áður en söguleg þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði eða ekki sjálfstæði á að fara fram, en dagsetningin fyrir atkvæðagreiðsluna hefur verið ákveðin 18. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Langþráðu markmiði náð

Ræðararnir af úthafsróðrarbátnum Auði voru þreyttir þegar þeir komu til Hafnar í Hornafirði í gærkvöldi enda höfðu þeir tekið vel á því á lokadegi leiðangursins til þess að ná inn Hornafjarðarós á réttu falli. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Launamunur ekki liðinn

„Óútskýrt launamisrétti verður ekki liðið á Landspítala og höfum við nú þegar ákveðið að efla jafnréttisnefnd spítalans til að gera okkur öllum betur kleift að takast á við vandann,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH, í forstjórapistli... Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 462 orð | 1 mynd

Leifur heppni hafði áhrif

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég lærði fljótt í bílaviðskiptum að sölumaður þarf að vera sáttasemjari. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 247 orð | 3 myndir

Litadýrð og gleði í kassabílaralli

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þó að grátt hafi verið yfir að líta í miðbæ Reykjavíkur í gær mátti sjá þar mikla litadýrð en þangað voru komin börn til að taka þátt í árlegu kassabílaralli frístundaheimila Vesturbæjar. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Lítið gert fyrir hinsegin nemendur í framhaldsskólum

Gert er ráð fyrir því að allir nemendur sem ritast inn í framhaldsskóla landsins séu gagnkynhneigðir og fyrir vikið er ekki tekið nægilegt tillit til hinsegin nemenda. Meira
31. maí 2014 | Innlent - greinar | 389 orð | 2 myndir

Loksins bílaþvottaplan í Borgarnesi

Bæjarlífið Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Nesbær , húsið sem stóð við Borgarbraut 58, hefur nú verið rifið og þrátt fyrir að hafa staðið þar í hartnær hálfa öld er ekki víst að þess verði saknað. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Með hvítt súkkulaði í fyrsta sinn

„Það snjóar í sumar,“ auglýsir Nói-Síríus. Það er ekki langtímaveðurspá heldur er fyrirtækið að kynna hvítt Nóakropp með vanillubragði. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 469 orð | 3 myndir

Mikil umskipti í starfinu með bráðageðdeildinni

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Með bráðageðdeild verður sérhæfingin í starfseminni hér meiri. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Ómar

Önd í aðhaldi Akfeitur steggurinn klórar sér á belgnum yfir sig leiður á brauðátinu. Fólk hefur verið beðið um að gefa ekki öndum brauð við Tjörnina í Reykjavík nú þegar ungatíminn fer í... Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Prestkosningar í Seljum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Biskup Íslands hefur ákveðið að hafna tillögu valnefndar að nýjum sóknarpresti í Seljaprestakalli í Reykjavík og auglýsa embættið að nýju. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 497 orð | 2 myndir

Repjuolían verður allt að 40 krónum ódýrari

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta hefur verið í á annað ár í undirbúningi og rannsóknum, þangað til við sáum að þetta virkar. Meira
31. maí 2014 | Erlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Segja annað eftirlitslið horfið í Úkraínu

Stjórnvöld í Kænugarði í Úkraínu greindu frá því í gær, að annað evrópskt eftirlitslið væri horfið í austurhluta Úkraínu. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Sjá merki um eldgos á Reykjaneshryggnum

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við sjáum breytingar sem eru vísbending um að það hafi orðið gos samfara skjálftahrinu sem var þarna úti á 61. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Skortur á húsnæði í Bolungarvík

Frá árinu 2008 hefur fasteignaverð í Bolungarvík tvöfaldast. Árið 2008 var meðalverð á fermetra íbúðarhúsnæðis í Bolungarvík 55.440 krónur en verðið tók mikinn kipp árið 2011 og hefur verið stöðugt upp á við síðan. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 395 orð | 1 mynd

Skyggnast bak við tjöldin í Þjóðleikhúsinu

Vilhjálmur A. Kjartnasson vilhjálmur@mbl.is Í myndinnsetningarverkinu Biðin sem sýnt verður á tjaldi á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu dagana 3. og 4. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Stef vill láta loka fyrir deildu.net og Piratebay

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mál Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, Stefs, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone, Hringdu og Tal var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Eldra mál Símans bíður kröfu um endurupptöku í Hæstarétti. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 322 orð | 2 myndir

Tíu milljarða aukning frá 2012

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Erlendir ferðamenn keyptu vörur og þjónustu fyrir 24,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins, borið saman við 19,2 milljarða á sömu mánuðum í fyrra og 14,3 milljarða 2012 á verðlagi hvers árs. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Tveggja mínútna fundur í borgarráði

Fundur sem fram fór í borgarráði í gær tók einungis tvær mínútur. Á honum var aðeins eitt mál á dagskrá og var það að samþykkja breytingar á kjörskrá fyrir kosningarnar í dag. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 522 orð | 2 myndir

Vilja breyta aðalskipulagi

Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir blokkarbyggð þar sem nú eru trjáreitir norðan Suðurlandsbrautar. Meira
31. maí 2014 | Erlendar fréttir | 287 orð | 2 myndir

Vilja reka fleyg í samstarfið

Fréttaskýrendur og greinendur hafa litla trú á því að eitthvað jákvætt komi út úr þeim samningi sem japönsk og norður-kóresk stjórnvöld gerðu með sér í fyrradag í Stokkhólmi og greint var frá hér í Morgunblaðinu í gær. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Vinnuhópur um endurskoðun hafta

Stjórnvöld hafa sett á fót vinnuhóp með hagsmunasamtökum viðskiptalífsins sem á að koma með tillögur síðar á árinu um hvernig liðka megi fyrir ýmsum smærri fjármagnshreyfingum og viðskiptum milli landa. Meira
31. maí 2014 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Öflug fréttavakt á mbl.is gerir kosningunum ýtarleg skil

Öflug fréttavakt verður á mbl.is í dag og fram á nótt. Ýtarlega verður fjallað um sveitarstjórnarkosningarnar um land allt og verða þeim gerð skil í fréttum, fréttaskýringum, myndskeiðum, viðtölum, grafískri framsetningu á nýjustu tölum og fleiru. mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

31. maí 2014 | Staksteinar | 217 orð | 1 mynd

Nýi stíllinn

Halldór Jónsson ritaði í gær nokkurs konar minningargrein um Reykjavíkurflugvöll, en hann segir að í dag verði „dauðadómur Reykjavíkurflugvallar innsiglaður með stórsigri Samfylkingarinnar, S. Björns og hins nýja borgarstjóra Dags. B. Meira
31. maí 2014 | Leiðarar | 596 orð

Útfærslustjórnmálin

Lítið er rætt um þá auknu afskiptasemi sem birtist á sveitarstjórnarstiginu um þessar mundir Meira

Menning

31. maí 2014 | Tónlist | 150 orð | 1 mynd

Áhrifamikill spunameistari í Mengi

Áhrifamikill bandarískur tónlistarmaður, Arto Lindsay, kemur fram á tvennum tónleikum í menningarhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2, nú um helgina. Meira
31. maí 2014 | Tónlist | 402 orð | 2 myndir

Blíðuhót og bylmingshögg

Verk eftir Brahms, Ravel, Chopin og Stravinskíj. Khatia Buniatishvili píanó. Fimmtudaginn 29.5. kl. 20. Meira
31. maí 2014 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Fjórða og síðasta opnun The Five Live Lo Fi

Fyrir rúmri viku var fyrsta opnun af fjórum á verkefninu The Five Live Lo Fi í Kling & Bang við Hverfisgötu. Um er að ræða fjórskipt verk, unnið í samstarfi íslenskra listanmanna og listahópsins E.S.P. Meira
31. maí 2014 | Tónlist | 616 orð | 2 myndir

Frækið ferðalag

Svona hefði Ian Curtis hljómað hefði hann verið ný-þjóðlagasöngkona gerandi út frá Brooklyn. Meira
31. maí 2014 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Harmur karlmanna á ÍNN

Vonandi verður kosningasjónvarp RÚV líflegt og bætir manni þannig upp óvenju dauflega kosningabaráttu þar sem hvorki frambjóðendur né fjölmiðlar hafa verið í fjörlegum gír. Meira
31. maí 2014 | Kvikmyndir | 266 orð | 1 mynd

Heimildamyndir á Patró

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin í áttunda sinn núna um hvítasunnuhelgina. Venju samkvæmt verður hátíðin á Vestfjörðum, í hinum fallega bæ Patreksfirði. Meira
31. maí 2014 | Tónlist | 97 orð | 1 mynd

Hinsegin tónleikar

Hinsegin kórinn heldur vortónleika sína í Háteigskirkju í dag, laugardag, og hefjast þeir klukkan 17. Kórinn leggur áherslu á fjölbreytt lagaval og líflega framkomu og er efnisskrá tónleikanna samkvæmt því. Meira
31. maí 2014 | Fólk í fréttum | 70 orð | 7 myndir

Sýningin „S7 – Suðurgata >{gt} Árbær (ekki á leið)&ldquo...

Sýningin „S7 – Suðurgata >{gt} Árbær (ekki á leið)“ var opnuð í Árbæjarsafni í gær. Meira

Umræðan

31. maí 2014 | Aðsent efni | 810 orð | 1 mynd

Aðför borgarstjórnar að þeim sem háð eru bifreiðum

Eftir Gunnar Finnsson: "Borgarstjórn er markvisst og „með einbeittum brotavilja“ að ganga á rétt stórs hóps einstaklinga til að nýta þá samgöngumöguleika sem þeir þurfa og hafa hingað til getað gengið að." Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Autt atkvæði flytur sterk skilaboð

Eftir Þorkel Á. Jóhannsson: "Atkvæði í kjörkassanum verður ekki véfengt, rangtúlkað eða hártogað þó autt sé. Og það flytur sterk skilaboð." Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 419 orð | 1 mynd

Ástæðulaust að breyta því sem vel gengur

Eftir Gunnar Einarsson: "Það er metnaður okkar sjálfstæðismanna, að Garðabær sé í fremstu röð hvað snyrtimennsku og umhverfismál áhrærir." Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 440 orð

Bjargvætturinn

Eftir Guðmund Guðmundsson: "Það verður nú munur að geta reikað eða hjólað milli kaffiskúranna í kyrrðinni, laus við allan umferðarhávaðann og mengunina frá bílum og flugvélum." Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 322 orð | 1 mynd

Björt framtíð – Garðabær fyrir alla

Eftir Guðrúnu Elínu Herbertsdóttur: "Ég hvet íbúa til að nýta kosningarétt sinn og kjósa eftir eigin sannfæringu. Björt framtíð í Garðabæ er valkostur." Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 703 orð | 1 mynd

Borgarstjórn úti í mýri

Eftir Daníel Sigurðsson: "Víðast hvar er lögð áhersla á að hafa flugvellina innan borgarmarka og sem næst miðju nema alstærstu millilandaflugvellina." Meira
31. maí 2014 | Pistlar | 411 orð | 1 mynd

Eitt lag enn

Evrópa kaus og niðurstöðurnar vöktu gríðarlega athygli. Sigurvegarinn er kannski ekki allra, en sú mikla andstaða sem viðkomandi hefur mætt í röðum afturhaldsseggja vekur vonir um að Evrópa sé á réttri braut. Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 449 orð | 1 mynd

Flugvöllurinn og lýðræðið

Eftir Þorleif Gunnlaugsson: "Í öllum hverfum Reykjavíkurborgar stendur vilji borgarbúa til þess að halda flugvellinum þar sem hann er og hreyfa hann hvergi." Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 762 orð | 2 myndir

Hvenær er útsvarsgreiðendum ofboðið?

Eftir Ragnhildi Kolka: "Eftir allt skipulagsklúðrið, vanhirðuna og virðingarleysið ... geta borgarbúar ekki hugsað sér annan borgarstjóra en þann sem stýrir aðförinni að þeim." Meira
31. maí 2014 | Pistlar | 458 orð | 1 mynd

Hver erum við? Og hver eru hin?

Um daginn sat ég með 14 ára dóttur minni að lesa samfélagsfræði og ræða hugtakið þjóðerniskennd , að fólk fyndi til samkenndar vegna búsetu, trúarbragða, menningar, sögu og tungumáls og að þannig hefðu orðið til hópar sem kölluðust þjóðir ... Meira
31. maí 2014 | Pistlar | 809 orð | 1 mynd

Hverju er fólk að mótmæla?

Stóra spurningin er hvernig forystumenn flokka bregðast við Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 271 orð

Loksins

Eftir Sigurð Óskar Halldórsson: "Flugvöllurinn verður að vera áfram þar sem hann er. Ísland hefur ekkert efni að byggja nýjan flugvöll, fyrir utan að heppileg staðsetning er ekki í sjónmáli." Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 603 orð | 1 mynd

Nýtum tækifærið – kjósum í dag

Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur: "Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða í þágu fólksins og nýta til fulls þá getu, þann kraft og samtakamátt sem í þeirra eigin frumkvæði býr." Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 186 orð

Opið bréf til hr. fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar

Eftir Guðrúnu Einarsdóttur: "Það er til skammar að slík árás skuli gerð á okkar kynslóð sem ól ykkur upp!" Meira
31. maí 2014 | Pistlar | 367 orð

Ríkur maður alltaf ljótur?

Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty gaf nýlega út bókina Fjármagn á 21. öld ( Le capital au XXI siècle ). Nafnið skírskotar bersýnilega til bókar Karls Marx, Fjármagnsins , en fyrsta bindi þess kom út 1867. Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Sameining eða yfirtaka?

Eftir Ólaf Proppé: "Sveitarfélögin Garðabær og Álftanes sameinuðust og það sem skiptir öllu máli er að hin nýja heild verði öflugri en eldri einingarnar hvor í sínu lagi." Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

Valið er einfalt í Reykjavík

Eftir Halldór Halldórsson: "Við viljum leggja áherslu á grunnþjónustuna; í stað þess að gera alls konar fyrir alla með auknum álögum og skuldasöfnun." Meira
31. maí 2014 | Velvakandi | 47 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Næsti borgarstjóri Vill fólk virkilega að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri? Samfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að við göngum í ESB. Þeir vilja að flugvöllurinn víki fyrir íbúðabyggð sem myndi stórauka skattaálögur á almenning. Meira
31. maí 2014 | Aðsent efni | 249 orð | 1 mynd

Það skiptir máli hverjir stjórna

Eftir Ólaf Inga Guðmundsson: "Ég hvet fólk til að kynna sér framboðin í sínum sveitarfélögum og velta því fyrir sér hverjum það treystir til að fara með stjórn mála í sínu nærumhverfi." Meira

Minningargreinar

31. maí 2014 | Minningargreinar | 1557 orð | 1 mynd

Árni Ólafsson

Árni Ólafsson fæddist í Syðstu-Mörk, Vestur-Eyjafallahreppi 12. júlí 1931. Hann lést í Sviss 11. apríl 2014. Foreldrar Árna voru Ólafur Ólafsson, bóndi frá Eyvindarholti, Vestur-Eyjafjallahreppi, f. 24.5. 1891, d. 13.7. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2014 | Minningargreinar | 1505 orð | 1 mynd

Björn Björnsson (Bubbur)

Björn Björnsson – Bubbur – fæddist á Ísafirði 22. júní 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 20. maí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jóhannsson, sjómaður, f. 1901, d. 1982 og Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1981. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2014 | Minningargreinar | 476 orð | 1 mynd

Eyjólfur Guðjónsson

Eyjólfur fæddist í Reykjavík 1. mars 1956. Hann lést á Hrafnistu DAS 9. maí 2014. Útför Eyjólfs fór fram frá Áskirkju 26. maí 2014. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2014 | Minningargreinar | 935 orð | 1 mynd

Guðfinna Jónsdóttir

Guðfinna Jónsdóttir fæddist í Hraunkoti í Aðaldal 11. nóvember 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 10. maí 2014. Foreldrar hennar voru Sigrún Jónasdóttir, f. 21.5. 1894, d. 2.3. 1985 og Jón Guðmundsson, f. 22.4. 1886, d. 6.2. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2014 | Minningargreinar | 846 orð | 1 mynd

Guðleif Kristjánsdóttir

Guðleif Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 29. janúar 1945, hún lést á heimili sínu 14. maí 2014. Útför Guðleifar fór fram frá Víðistaðakirkju 27. maí 2014. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2014 | Minningargreinar | 133 orð | 1 mynd

Ómar Jónasson

Ómar Jónasson fæddist í Vestmannaeyjum 19. júní 1953. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. maí 2014. Útför Ómars fór fram frá Kópavogskirkju 26. maí 2014. Meira  Kaupa minningabók
31. maí 2014 | Minningargreinar | 1069 orð | 1 mynd

Sigríður Guðmannsdóttir

Sigríður Guðmannsdóttir fæddist í Keflavík, 6. febrúar 1932. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Nesvöllum 16. maí 2014. Hún var elsta dóttir hjónanna Ólafíu Ólafsdóttur frá Eyrarbakka og Guðmanns Guðmundssonar frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 92 orð | 1 mynd

„Lofsverður árangur“ náðst

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir árangurinn af því að semja um launabreytingar, sem samrýmast stöðugu verðlagi, ekki láta á sér standa. Í frétt á heimasíðu SA segir Þorsteinn að lofsverður árangur hafi náðst á skömmum tíma. Meira
31. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 195 orð | 1 mynd

Fjármögnun FME í óvissu

Óvissa er um fjármögnun Fjármálaeftirlitsins (FME) og er það einn helsti óvissuþátturinn varðandi árangur af umbótaverkefnum sem ráðist hefur verið í og miða að því að eftirlitið uppfylli alþjóðleg viðmið um árangursríkt bankaeftirlit. Meira
31. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 97 orð | 1 mynd

Samskip högnuðust um tvo milljarða króna

Samskip högnuðust um tvo milljarða króna á síðasta ári, að því er kemur fram í tilkynningu. Samstæðan velti 88 milljörðum króna í fyrra og er áætluð velta um 100 milljarðar króna á þessu ári. Meira
31. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 233 orð | 1 mynd

Skoðar mál Íslandsbanka og Skeljungshjóna

Hörður Ægisson hordur@mbl. Meira
31. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 97 orð | 1 mynd

Uppgjör N1 var undir væntingum greinenda

Uppgjör N1 á fyrsta ársfjórðungi var undir væntingum greinenda. Félagið tapaði 86 milljónum króna en greinendur IFS og Arion banka höfðu að meðaltali spáð 206 milljóna króna hagnaði. Meira
31. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 506 orð | 3 myndir

Vilja liðka fyrir erlendum fjárfestingum íslenskra fyrirtækja

Fréttaskýring Hörður Ægisson hordur@mbl.is Að frumkvæði stjórnvalda hefur verið settur á fót vinnuhópur með fulltrúum frá hagsmunasamtökum viðskiptalífsins um endurskoðun fjármagnshafta. Meira

Daglegt líf

31. maí 2014 | Daglegt líf | 257 orð | 1 mynd

Að fljúga flugdreka er ekki það sama og að fljúga eins og fugl

Kanadamaðurinn Guy Stewart segir það hafa verið skyndiákvörðun þegar hann fór í inngangsnámskeið í íslensku í Manitoba-háskóla á sínum tíma. Meira
31. maí 2014 | Daglegt líf | 254 orð | 2 myndir

Gamla síldarverksmiðjan í Djúpavík er frábær staður fyrir ljósmyndasýningar

„Djúpavík hefur verið ástin í lífi mínu frá því ég kom hingað fyrst árið 2003. Meira
31. maí 2014 | Daglegt líf | 499 orð | 4 myndir

Skart búið til úr orkeruðum blúndum

Orkering er ævagömul hannyrðaaðferð sem hefur verið notuð hér á landi í nokkrar aldir. Áður fyrr var orkering notuð til að skreyta föt og punta heimilið. Meira
31. maí 2014 | Daglegt líf | 89 orð | 1 mynd

...skellið ykkur á fatamarkað

Kærustuparið María Birta og Elli Egilsson ætla að vera með fatamarkað á morgun sunnudag í Gym & Tonic-salnum á KEX hosteli við Skúlagötu frá klukkan 12-17. Meira
31. maí 2014 | Daglegt líf | 81 orð | 1 mynd

Tölt, óður til íslenska hestsins

Íslenski hesturinn er gegnheilt einkenni þjóðararfsins, hvort sem hann er í lausagöngu á hálendinu, taminn til að vinna verkin eða bera okkur á bakinu. Meira

Fastir þættir

31. maí 2014 | Fastir þættir | 144 orð | 1 mynd

1. d4 e6 2. e4 d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Rf6 5. Bd3 c5 6. dxc5 Bxc5 7. Bg5...

1. d4 e6 2. e4 d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Rf6 5. Bd3 c5 6. dxc5 Bxc5 7. Bg5 Be6 8. Rbd2 Rbd7 9. Rb3 Bb6 10. Rbd4 O-O 11. O-O h6 12. Bh4 Bg4 13. Dd2 Rc5 14. Hfe1 Bxf3 15. Rxf3 Ba5 16. Meira
31. maí 2014 | Fastir þættir | 131 orð | 1 mynd

380 milljónum kr. úthlutað til ferðamannastaða

Hverasvæðið Geysir fær úthlutað fimmtán milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum í sumar. Meira
31. maí 2014 | Í dag | 17 orð

Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús...

Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Meira
31. maí 2014 | Fastir þættir | 563 orð | 2 myndir

Guðmundur Kjartansson efstur – æsispennandi Íslandsþing

Þegar þetta er ritað eru þrjár umferðir eftir í keppni landsliðsflokks á Skákþingi Íslands sem fram fer í Stúkunni á Kópavogsvelli og alt bendir til þess að lokaumferðirnar verði æsispennandi en úrslit margra skáka hafa komið hressilega á óvart. Meira
31. maí 2014 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Kristófer Ingi fæddist 8. október kl. 3.47. Hann vó 2.590...

Hafnarfjörður Kristófer Ingi fæddist 8. október kl. 3.47. Hann vó 2.590 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Harpa Mjöll Ingadóttir og Hjalti Þór Guðmundsson... Meira
31. maí 2014 | Fastir þættir | 118 orð

Háskólalestin á Dalvík

Háskólalest Háskóla Íslands býður til vísindaveislu í menningarhúsinu Bergi á Dalvík milli kl. 12 og 16 í dag, laugardaginn 31. maí. Veislan er ætluð öllum aldurshópum og ókeypis er inn á hana. Meira
31. maí 2014 | Í dag | 283 orð

Kosningalimra, gátan og fjaðurhatturinn

Vísnagáta séra Sveins Víkings í síðustu viku var þessi: Hana börnin bæta við. Boðar logn og sólskinið. Þér í fangið erfið er. Oft er gott að búa hér. Ekki stóð á því að lausnir bærust. Harpa á Hjarðarfelli átti þessa: Börnin hækka býsna hratt. Meira
31. maí 2014 | Árnað heilla | 198 orð | 1 mynd

Lengi safnað fyrir Bandaríkjaferð

Þorbjörg Erla Halldórsdóttir fagnar 24 ára afmæli sínu í dag. Af því tilefni hyggst hún fá nánustu vinkonurnar í kökuboð og að sjálfsögðu bakaði Þorbjörg allt sjálf frá grunni. Meira
31. maí 2014 | Árnað heilla | 871 orð | 3 myndir

Ljúfar æskuminningar úr Garði og Hafnarfirði

Arnbjörn fæddist í Gerðum í Garði í húsi sem hét Sjólyst. Hann flutti þaðan til Hafnarfjarðar árið 1952. „Þessi fyrstu ár bernskunnar í Garðinum eru afskaplega skemmtileg og dýrmæt í minningunni. Þetta var í raun sveitalíf. Meira
31. maí 2014 | Í dag | 45 orð

Málið

Það er allalgengt umkvörtunarefni að eiga lítið eftir af mánaðarlaununum um mánaðamót . Fyrra orðið er með r -i en hitt ekki . Ástæðan er sú að mánaðarlaun eru þau laun sem maður fær fyrir eins mánaðar vinnu en mánaðamót eru mót tveggja mánaða... Meira
31. maí 2014 | Í dag | 1198 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Þegar huggarinn kemur. Meira
31. maí 2014 | Fastir þættir | 357 orð | 1 mynd

Pöddur skriðu um á milli spínatblaða

Kristján H. Johannessen khj@mbl. Meira
31. maí 2014 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Reykjavík Ágúst Kári fæddist 2. júlí kl. 7.09. Hann vó 3.220 g og var 49...

Reykjavík Ágúst Kári fæddist 2. júlí kl. 7.09. Hann vó 3.220 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Emilía Rós Sigfúsdóttir og Atli Rafn Björnsson... Meira
31. maí 2014 | Fastir þættir | 196 orð | 1 mynd

Sex ára dómur fyrir hrottafengin brot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í gær í sex ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á jólanótt inn á heimili barnsmóður sinnar og fyrrverandi unnustu, þar sem hann hélt henni í gíslingu klukkutímum saman og beitti hrottalegu og... Meira
31. maí 2014 | Í dag | 25 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Birta Jónasdóttir (á mynd) og Anna Rakel Arnardóttir ...

Sigurbjörg Birta Jónasdóttir (á mynd) og Anna Rakel Arnardóttir , nemendur í 4. bekk Blönduskóla, héldu tombólu og færðu Rauða krossinum, A-Húnavatnssýsludeild, ágóðann, 3.000... Meira
31. maí 2014 | Fastir þættir | 160 orð

Slettirekan. S-AV Norður &spade;G9 &heart;ÁG2 ⋄Á98763 &klubs;ÁK...

Slettirekan. S-AV Norður &spade;G9 &heart;ÁG2 ⋄Á98763 &klubs;ÁK Vestur Austur &spade;D10532 &spade;74 &heart;987 &heart;K53 ⋄D52 ⋄4 &klubs;G6 &klubs;D1098742 Suður &spade;ÁK86 &heart;D1084 ⋄KG10 &klubs;53 Suður spilar 6⋄. Meira
31. maí 2014 | Árnað heilla | 250 orð | 1 mynd

Steinþór Gestsson

Steinþór Gestsson alþingismaður fæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi 31.5. 1913, sonur Gests Einarssonar bónda á Hæli og k.h. Margrétar Gísladóttur. Systir Gests var Ingigerður, móðir Helgu, móður Ingimundar arkitekts, Einars, fv. Meira
31. maí 2014 | Árnað heilla | 400 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Guðbjört Magnúsdóttir Perla Kolka Sigríður Sörensdóttir 85 ára Árni Ásgrímur Blöndal Edda Magnúsdóttir Helgi Ólafsson 80 ára Matthías Eyjólfsson Sigurður Helgason 75 ára Björg Sigurvinsdóttir Jolanta Szczepanek Trausti Tómasson 70 ára Guðrún... Meira
31. maí 2014 | Fastir þættir | 295 orð

Víkverji

Víkverji er enn að hugsa um viðtal við fótboltakappann Pape Mamadou Faye sem birtist í Sunnudags-Morgunblaðinu um síðustu helgi. Þar kom fram að hann upplifði rasisma hér á Íslandi, einkum á fótboltavellinum, og það þegar hann var barn að aldri. Meira
31. maí 2014 | Í dag | 194 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

31. maí 1735 Maður gekk upp á stærri Lóndrangann á Snæfellsnesi, í fyrsta sinn svo vitað sé, og mældi hæð hans sem reyndist vera 44 faðmar (um 75 metrar). Þótti þetta glæfraför. Ekki var klifið aftur á sama stað fyrr en 1938. 31. Meira

Íþróttir

31. maí 2014 | Íþróttir | 111 orð | 2 myndir

1954 V-Þýskaland

Fimmta heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu var haldin í Sviss 16. júní til 4. júlí árið 1954. • Sextán þjóðir tóku þátt í lokakeppninni. Argentína hafnaði þátttöku en aðrar sterkustu þjóðir heims voru með í undan- eða aðalkeppni. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 470 orð | 2 myndir

Allt eftir áætlun þegar leið á

Fótbolti Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Aron framlengdi til 2018

Aron Jóhannsson er búinn að framlengja samning sinn við hollenska knattspyrnufélagið AZ Alkmaar til ársins 2018, eða um fjögur keppnistímabil til viðbótar. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 244 orð | 4 myndir

Á þessum degi

31. maí 1982 Jón Diðriksson setur Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi karla á móti í Rehlingen í Vestur-Þýskalandi, 3:41,65 mínútur. Það stendur enn. 31. maí 1984 Sigurður T. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd

Ekki alls fyrir löngu lagði einn af okkar ágætu íþróttafréttamönnum, sem...

Ekki alls fyrir löngu lagði einn af okkar ágætu íþróttafréttamönnum, sem nú reyndar starfar á öðrum miðli, það til að 29. júní yrði gerður að sérstökum íþróttadegi ár hvert. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 726 orð | 2 myndir

Flestir veðja á Barcelona

Meistaradeild Ívar Benediktsson iben@mbl.is Fjögur af sterkustu félagsliðum Evrópu, Barcelona, Flensburg, Kiel og Veszprém, leiða saman hesta sína í dag og á morgun um sigurlaunin í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Heiðar Davíð og Berglind á einu undir

Heiðar Davíð Bragason, GHD, og Berglind Björnsdóttir, GR, eru efst eftir fyrsta hring af þremur á öðru móti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Leikið er á Strandarvelli við Hellu og léku þau fyrsta hringinn í gær á 69 höggum eða einu höggi undir... Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

Hjá Arsenal til eftirlauna

Arsene Wenger verður í það minnsta 21 ár við stjórnvölinn hjá enska knattspyrnufélaginu Arsenal, svo framarlega sem hann uppfyllir nýjan þriggja ára samning sem félagið hefur gert við hann. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 700 orð | 6 myndir

Hverjir fylgja meisturunum?

HM í Brasilíu Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Morgunblaðið heldur áfram að rýna í riðlana 8 sem leikið er í á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Brasilíu 12. júní - 13. júlí. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 384 orð | 3 myndir

H örður Björgvin Magnússon getur ekki spilað með íslenska A-landsliðinu...

H örður Björgvin Magnússon getur ekki spilað með íslenska A-landsliðinu gegn Eistlandi á Laugardalsvellinum á miðvikudagskvöldið. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Þórsvöllur: Þór &ndash...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Þórsvöllur: Þór – ÍBV S15 Kaplakriki: FH – Víkingur R S19.15 Nettóvöllur: Keflavík – Fjölnir S19.15 1. deild karla: Torfnesvöllur: BÍ/Bolungarvík – KV L14 Þróttarvöllur: Þróttur R. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Óskar tekur við Valskonum

Óskar Bjarni Óskarsson verður næsti þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Val eftir því sem heimildir Morgunblaðsins herma. Gengið verður formlega frá ráðningunni á næstu dögum. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 634 orð | 4 myndir

Snýst um að sækja stigin á útivellina

Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Jafntefli á útivelli gegn Austurríki, 1:1, teljast vel viðunandi úrslit en það varð niðurstaðan úr vináttulandsleik þjóðanna í Innsbruck í gær. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Spánn 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Real Madríd – Zaragoza 78:70...

Spánn 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Real Madríd – Zaragoza 78:70 • Jón Arnór Stefánsson skoraði 4 stig fyrir Zaragoza og tók eitt frákast en hann spilaði í rúmar 14 mínútur. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Spænskur sigur gegn Bólivíu

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja héldu áfram undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu í gærkvöldi þegar liðið lagði Bólivíu í æfingaleik, 2:0. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Vináttulandsleikir karla Austurríki – Ísland 1:1 Marcel Sabitzer...

Vináttulandsleikir karla Austurríki – Ísland 1:1 Marcel Sabitzer 28. – Kolbeinn Sigþórsson 90. Hondúras – Tyrkland 0:2 Mevlüt Erdinc 70., Caner Erkin 82. Íran – Angóla 1:1 Karim Ansarifard 56. – Silva 42. Meira
31. maí 2014 | Íþróttir | 604 orð | 2 myndir

Vonandi raunhæft markmið fyrir ÓL í Ríó

FRJÁLSÍÞRÓTTIR Þorkell Gunnar Sigurbjörnss. thorkell@mbl.is Frjálsíþróttasamband Íslands, FRÍ, hefur sett sér það markmið að eiga 6 íslenska keppendur í frjálsum á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu eftir tvö ár. Meira

Ýmis aukablöð

31. maí 2014 | Blaðaukar | 19 orð | 1 mynd

12

Strandsiglingar eru hafnar á ný og hafa þær gefist einkar vel, segir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu... Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 26 orð | 1 mynd

14

Sjómannadagurinn er ávallt tilefni til hátíðahalda í Hafnarfirðinum og þar skemmta sér ungir sem aldnir við bryggjusporðinn. Siglingar og sjávarfang eru í öndvegi, sem vera... Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 26 orð | 1 mynd

6

Það vantar ekki viðburðina fyrir fjölskylduna alla þegar Hátíð hafsins verður haldin á sjómannadaginn í Reykjavík. Leikir, líf og fjör fyrir alla sem vettlingi geta... Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 849 orð | 3 myndir

„Mjög góður fiskur í allan vetur“

Aðalvandamálið hefur verið ýsan. Við höfum verið á flótta undan henni. Það hefur verið mjög mikið af stórri og góðri ýsu í sjónum sem ekki hefur mátt veiða. Sigurbjörn Guðmundsson, skipstjóri á Sturlu GK-12, í samtali við Sjómannadagsblað Morgunblaðsins. Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 384 orð | 1 mynd

„Þá sýður á keipunum“

Patreksfjörður skiptist í tvennt á Sjómannadaginn, í bláa Geirseyringa og rauða Vatneyringa. Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 314 orð | 2 myndir

Dæmigerð útgerð og árar ekki lagðar í bát

Sjómannadagsblað í Ólafsvík. Fjölbreytt efni, hugvekja og viðtöl. Verbúðarsögur. Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 776 orð | 3 myndir

Góðar undirtektir við siglingum á ströndina

Mikill sparnaður sem siglingarnar hafa í för með sér þar sem menn geta nýtt kerfið beint í skipið og beint til útflutnings Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 303 orð | 2 myndir

Hátíðin er eins og eitt stórt ættarmót

Grillað í hverjum garði og fjör um allan bæinn þegar Grindvíkingar halda Sjóarann síkáta Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 122 orð | 4 myndir

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði

Hafnarfjörður byggðist upp sem útgerðarbær og enn skiptir miklu máli þar hvernig fiskast. Sjómannadagurinn er því mikil hátíð í bæjarlífi Fjarðarins. Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 641 orð | 4 myndir

Strandsiglingar komnar til að vera

Strandsiglingarnar hafa gríðarlegan sparnað í för með sér fyrir sjávarútveginn sem og þjóðarbúið, segir Guðmundur Þ. Gunnarsson hjá Samskip. Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 347 orð | 3 myndir

Tónleikarnir standa upp úr

Eskfirðingar gera sér jafnan glaðan dag á Sjómannadaginn og í ár fagna þeir að auki 70 ára afmæli Eskju. Meira
31. maí 2014 | Blaðaukar | 766 orð | 6 myndir

Tvöföld hátíð í Reykjavík

Það verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna á Hátíð hafsins í Reykjavík yfir Sjómannadagshelgina. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.