Greinar laugardaginn 28. júní 2014

Fréttir

28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

963 fóstureyðingar í fyrra

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Framkvæmdar voru 963 fóstureyðingar hér á landi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs landlæknisembættisins. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Aðferðafræðin er óumdeild

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við mbl.is ekkert þokast í kjaradeilu flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Afbrotum fækkað um tæp 14%

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skráðum afbrotum fækkaði árið 2013 um 13,9% frá fyrra ári, samkvæmt skýrslu Ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði sem gefin var út í gær. Heildarfjöldi skráðra afbrota á síðasta ári var 53.255. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Afskráningu flugbrauta frestað

ISAVIA ohf. hefur frestað lokun flugbrautanna á Kaldármelum, Siglufirði og Sprengisandi. Lokunin átti að taka gildi í byrjun júlí en var frestað til 1. september. Umræddir lendingarstaðir hafa ekki fengið nægilegt viðhald og eru því í slæmu ástandi. Meira
28. júní 2014 | Erlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Alvarleg sýking í villtum laxi

Norskir vísindamenn hafa gert viðvart um alvarlega sýkingu í villtum laxi og silungi undan ströndum Noregs. Svo virðist sem nánast allir silungar á svæðinu séu alvarlega sýktir af sjávarlús. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ágætt skyggni á útsýnispalli Perlunnar

Mikill fjöldi ferðamanna var á stjái um höfuðborgina í gær, en tvö stór skemmtiferðaskip komu að landi. Nýttu margir þeirra tækifærið og brugðu sér í útsýnisferðir um suðvesturhornið. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Ákvörðun ráðherra er áfall

Kristján H. Johannessen khj@mbl. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

„Þessi veröld er fjölbreytileg og vekur forvitni margra“

Sólheimajökull er vinsæll áfangastaður ævintýragjarnra ferðamanna. „Jökullinn verður vinsælli með hverju árinu. Náttúrufegurðin er mikil og mörg undur er að finna á jöklinum. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 577 orð | 3 myndir

Er NATO orðið að pappírstígrisdýri?

FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fjárfest fyrir 15 milljarða

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætla má að ákvarðanir HB Granda um fjárfestingar í ár og á síðustu árum nemi yfir 15 milljörðum. Auk þess hefur fyrirtækið greitt niður skuldir fyrir svipaða upphæð á síðustu fimm árum. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 831 orð | 1 mynd

Fjölgum síðum ef vertíðin er góð

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mannlíf og málefni hér í Vestmannaeyjum endurspeglast ágætlega í blöðum liðinna ára,“ segir Ómar Garðarsson, blaðamaður á Eyjafréttum. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Golli

Fyrstir í mark Þórður Kárason og Sigurður Gylfason sigruðu í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon í gær. Þeir hjóluðu með hönd á öxl hvor annars og urðu því... Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Greina spákaupmennsku í fjórum hlutafjárútboðum frá hruni til 2013

Hluthöfum fjögurra af þeim sjö félögum sem skráð voru í Kauphöll Íslands frá hruni bankanna til ársloka 2013 fækkaði um 21%–26% á fyrsta viðskiptadegi eftir skráningu. Um er að ræða hlutafjárútboð Haga, VÍS, TM og N1. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Hjólreiðakeppnin Tour de Hvolsvöllur í dag

Hjólreiðakeppnin Tour de Hvolsvöllur fer fram í dag, en hjólað verður frá Reykjavík til Hvolsvallar, um 110 kílómetra vegalengd. Rangárþing eystra stendur fyrir keppninni. Keppnin var fyrst haldin árið 1993 en var lögð niður nokkrum árum síðar. Meira
28. júní 2014 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Leiðtogar ESB tilnefna Juncker

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins tilnefndu í gær Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 92 orð

Leitað verður í gljúfrinu

Á bilinu 50 til 60 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu í dag taka þátt í að stífla rennslið í Bleiksárgljúfri og aðstoða við leit að Ástu Stefánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því um síðastliðna hvítasunnuhelgi. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 1214 orð | 4 myndir

Miklar fjárfestingar HB Granda

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl. Meira
28. júní 2014 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Nafnbreyting götu til höfuðs Kínverjum

Breytingartillaga sem fylgir nýju fjárlagafrumvarpi Virginíuríkis í Bandaríkjunum leggur til að götuheiti kínverska sendiráðsins í höfuðborginni Washington verði breytt. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd

Neyddist til að greiða upp lán

Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Nýr meirihluti í Langanesbyggð

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Skrifað var í gær undir málefnasamning um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Langanesbæjar. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 432 orð | 4 myndir

Ólíkar aðstæður skýri útkomu skólanna

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Allar upplýsingar um skólastarf eru til gagns en samanburður á skólum á grundvelli kannana eins og PISA-könnunarinnar er vandmeðfarinn vegna mismunandi aðstæðna í hverjum skóla. Meira
28. júní 2014 | Erlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Óttast ný átök í Afganistan

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Írak hefur undanfarið þurft að þola uppreisnir og hörð átök í kjölfar þeirra. Margir óttast að Afganistan muni feta sömu slóð þegar herlið NATO fer þaðan. Meira
28. júní 2014 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Plantekrum kókaplöntunnar fækkar

Samkvæmt nýjustu tölum frá Sameinuðu þjóðunum hefur ræktunarsvæðum kókaplöntunnar fækkað í Perú og Bólivíu. Kókaplantan er meginhráefnið í vinnslu kókaíns og er Perú mesta framleiðslulandið, og Bólivía það þriðja mesta. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 53 orð

Rangt nafn og starfsheiti Ranglega var farið með nafn og starfstitil...

Rangt nafn og starfsheiti Ranglega var farið með nafn og starfstitil Björgvins Skafta Bjarnasonar, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í frétt í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangt nafn Rangt var farið með nafn Jóhönnu S. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Reynt að treysta rannsóknir betur

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Við vinnu við fjárlög fyrir næsta ár er unnið að því að festa rekstur Hafrannsóknastofnunar betur í sessi en verið hefur undanfarin ár, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 966 orð | 3 myndir

Samhent systkini keppa í barnaflokki á landsmóti

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Systkinin Sunna Dís Heitmann og Kristófer Darri Sigurðsson eru bæði tólf ára og keppa í barnaflokki á landsmótinu fyrir hestamannafélagið Sprett. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Seðlabankinn tjáir sig ekki um mál Ursusar

Seðlabankinn mun ekki tjá sig um málefni Ursusar ehf., eignarhaldsfélags Heiðars Guðjónssonar fjárfestis. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 71 orð

Skortir NATO trúverðugleikann?

Nú þegar Rússar eru farnir að gera sig gildandi á nýjan leik hefur þeim fjölgað sem óttast að hinar nýju áherslur sem NATO hefur haft eftir fall Sovétríkjanna hafi dregið tennurnar úr bandalaginu, en verkefni sambandsins breyttu um eðli eftir kalda... Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 358 orð | 2 myndir

Skólahreystiskólinn byrjaður

Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Skólahreystiskólinn hófst af fullum krafti síðasta mánudag og fer skólahald fram á hreystibrautinni í garði Laugardalslaugar í Reykjavík. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Smáíbúðir fyrir 700 milljónir í miðbænum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir eru að hefjast við 21 íbúð og fjórar vinnustofur við Lindargötu 28-32 í Reykjavík og er stefnt að afhendingu eignanna um haustið 2015. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 721 orð | 3 myndir

Undirbúa byggingu hótels á Hverfisgötu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar hafa hug á að opna hótel eða gistihús á Hverfisgötu 78. Þar er nú fimm hæða bygging með íbúðum og atvinnuhúsnæði. Byggingin er vestan við portið að bakhúsi Kjörgarðs á Laugavegi. Meira
28. júní 2014 | Erlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Úkraína gerir samning við ESB

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Forseti Úkraínu, Petro Porosénkó, undirritaði í gær nýjan viðskiptasamning á milli lands síns og Evrópusambandsins. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Vafasöm egg og málverk á eBay

Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Það er búið að benda okkur á eggjasöluna og við erum með málið í skoðun. Meira
28. júní 2014 | Innlendar fréttir | 251 orð

Verðmæti makrílafurða eykst um 2,5 milljarða

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Leyfilegur heildarafli í makríl í ár verður aukinn um 20 þúsund tonn frá því sem áður hafði verið ákveðið og gæti útflutningsverðmæti makrílafurða aukist um 2,5 milljarða frá því sem áður var áætlað. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júní 2014 | Staksteinar | 201 orð | 1 mynd

Faglegt gagnsæi

Einföld en brýn mál hafa tafist úr hömlu hjá Ríkisendurskoðun og nú er komið í ljós að stofnunin hefur verið önnum kafin við mál sem hún telur að þoli enga bið. Meira
28. júní 2014 | Leiðarar | 359 orð

Morðin í Sarajevó sem umturnuðu veröldinni

Eitt hundrað ár eru í dag frá ódæðisverki sem hleypti af stað heimsstyrjöldum Meira
28. júní 2014 | Leiðarar | 210 orð

Svifasein borg?

Er kerfið í Reykjavík svo þunglamalegt og íþyngjandi að það stendur vexti fyrir þrifum? Meira

Menning

28. júní 2014 | Tónlist | 122 orð | 1 mynd

Abstrakt raftónlist í Tjarnarbíói í kvöld

Franski raftónlistarmaðurinn Lafidki mun standa fyrir tónleikum klukkan 20 í Tjarnarbíói í kvöld. Kappinn hefur haldið tónleika um allan heim og meðal annars deilt sviðum með tónlistarmönnum á borð við Mariu Minerva, James Ferraro og K-X-P. Meira
28. júní 2014 | Tónlist | 411 orð | 2 myndir

Angurvær hjartaknúsari skilaði sínu

Hláturkliður fór um salinn þegar hjartaknúsarinn sló á létta strengi þar sem hann sat feimnislegur en dularfullur við píanóið. Skotheld blanda. Meira
28. júní 2014 | Tónlist | 128 orð | 1 mynd

Átta kammertónleikar á tíu dögum

Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleikaferð um Þýskaland í dag og munu þau spila á átta tónleikum á tíu dögum. Um er að ræða fimmta túr sveitarinnar um Þýskaland en hún hefur verið einkar iðin við að fara út fyrir landsteinana. Meira
28. júní 2014 | Tónlist | 60 orð | 1 mynd

Barokk í eftirlæti

Strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík í kvöld og annað kvöld kl. 20. Sveitin mun flytja vinsæla tónlist frá barokktímabilinu, m.a. eftir Händel, Pachelbel, Bach og Vivaldi. Meira
28. júní 2014 | Fólk í fréttum | 25 orð | 1 mynd

Edge of Tomorrow

Hermaður ferðast um tíma og rúm í stríði við geimverur. Mbl. Meira
28. júní 2014 | Menningarlíf | 210 orð | 1 mynd

Ég má ekki tapa þáttakapphlaupinu

Ég hef alltaf verið áhugamaður um gott sjónvarp, jú eins og svo margir. Ég er einn af þeim sem sátu límdir við skjáinn tvisvar í viku í denn tíð. Einn daginn horfði ég á Lost og hinn daginn horfði ég á Prison Break. Meira
28. júní 2014 | Bókmenntir | 29 orð | 1 mynd

Fimm íslenskir höfundar í Gautaborg

Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl, Yrsa Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason, Sjón og Lani Yamamoto munu koma fram í bókmenntadagskrá og öðrum viðburðum bókasýningarinnar í Gautaborg í september á þessu... Meira
28. júní 2014 | Tónlist | 665 orð | 2 myndir

Hugleiðingar og hughreystingar

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þessa plötu tileinka ég dótturdóttur minni, Jónu Isis Oliviu, en hún lifði aðeins einn dag. Hún fæddist í London 25. mars 1999 en var jarðsett hér heima. Meira
28. júní 2014 | Fólk í fréttum | 39 orð | 1 mynd

Maleficent

Sögumaður segir frá sögu valdamikillar álfkonu sem lifir í mýri skammt frá landamærum konungsríkis manna. Meira
28. júní 2014 | Fólk í fréttum | 63 orð | 1 mynd

Neyslukapphlaup í Árbæjarsafni

Í tilefni nýrrar sýningar á Árbæjarsafni sem ber heitið Neyzlan – Reykjavík á 20. öld verður blásið til neyslukapphlaups í safninu á morgun kl. 14. Kapphlaupið verður í formi leiks sem reynir á kunnáttu og getu í flokkun og vistvænni hugsun. Meira
28. júní 2014 | Tónlist | 610 orð | 4 myndir

Sagan öll?

Hann er skemmtilegur stílisti, með þennan breska, kaldhæðna, popppennahúmor, með sagnfræðina á hreinu og það sem mestu skiptir; hreina, sannferðuga ástríðu fyrir efninu. Meira
28. júní 2014 | Kvikmyndir | 618 orð | 2 myndir

Tárvott og táplítið táningspar

Leikstjórn: Josh Boone. Handrit: Scott Neustadter og Michael H. Weber. Aðalhlutverk: Shailene Woodley, Ansel Elgort, Nat Wolff, Laura Dern, Sam Trammell og Willem Dafoe. Bandaríkin, 2014. 125 mín. Meira
28. júní 2014 | Fólk í fréttum | 436 orð | 9 myndir

The Fault in Our Stars Myndin segir frá tveimur unglingum sem eiga...

The Fault in Our Stars Myndin segir frá tveimur unglingum sem eiga ýmislegt sameiginlegt. Meira
28. júní 2014 | Fólk í fréttum | 115 orð | 2 myndir

Transformers: Age of Extinction

Age of Extinction hefst fjórum árum eftir atburðina og uppgjörið í siðustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wahlberg fer með hlutverk einstæðs föðurs sem dag einn kaupir gamlan trukk eða sjálfan Optimus Prime. Meira
28. júní 2014 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Tvennir rokktónleikar á Gauknum

Þungarokkssveitin DIMMA mun efna til tónleikahalds á Gauknum í dag og í kvöld klukkan 16 og 22. Fyrri tónleikarnir verða opnir öllum aldurshópum og mun hljómsveitin Meistarar dauðans stíga á stokk með DIMMU en um er að ræða barnunga þungarokkara. Meira
28. júní 2014 | Myndlist | 109 orð | 1 mynd

Tvívirkni GÓMS opnuð í Deiglunni

GÓMS-tvíeykið opnar í dag kl. 15 sýninguna Tvívirkni í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri. Meira
28. júní 2014 | Bókmenntir | 36 orð | 1 mynd

Valeyrarvalsinn hlýtur lof í Danmörku

Valeyrarvalsinn, skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar, kom út fyrir skömmu í Danmörku og hafa gagnrýnendur þar í landi farið fögrum orðum um bókina. Meira
28. júní 2014 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Þýsk úrvalssveit leikur á Jómfrúartorgi

Ungmennastórsveit Norður-Rínarhéraða Þýskalands, Jugend Jazz Orchester NRW, leikur á tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, í dag kl. 17 og er aðgangur ókeypis sem fyrr. Meira

Umræðan

28. júní 2014 | Pistlar | 447 orð | 2 myndir

Að tala ljótt

Á þessum síðustu og verstu tímum þar sem samfélagsmiðlar eru uppfullir af ókvæðisorðum og hatursáróðri í garð samferðamanna er ekki út í hött að velta fyrir sér uppruna íslenskra blótsyrða. Meira
28. júní 2014 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Harmleikur á Hornströndum

Eftir Indriða Aðalsteinsson: "Á öllu þessu svæði hafa raddir vorsins hljóðnað, friðaður vargurinn hefur séð um það og stórar spildur í fuglabjörgunum heyra honum nú einnig til." Meira
28. júní 2014 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Heimskur er heimaalinn

Gunnar Dofri Ólafsson: "Íslendingar hafa um aldir vitað að ferðalög til framandi heima eru besta og áhrifaríkasta tól þess sem vill fræðast." Meira
28. júní 2014 | Aðsent efni | 799 orð | 1 mynd

Íslam – eða eitthvað annað

Eftir Jóhann L. Helgason: "Við skulum ekki vera bláeyg og barnaleg þegar kemur að íslam." Meira
28. júní 2014 | Aðsent efni | 922 orð | 1 mynd

Jón og séra Jón gái að sér

Eftir Valdimar H. Jóhannesson: "Ef íslam er alls ekki skylt kristni og í raun með innibyggt ofbeldi þá er hollast fyrir kirkjuna að sjá að sér í tíma." Meira
28. júní 2014 | Aðsent efni | 994 orð | 1 mynd

Kínasamningurinn skapar einstök tækifæri

Eftir Össur Skarphéðinsson: "Alþjóðlega fyrirtækið Silicor tók fyrir skömmu ákvörðun um 77 milljarða fjárfestingu á Grundartanga í sólarkísilverksmiðju sem mun veita 400 Íslendingum vel launaða atvinnu." Meira
28. júní 2014 | Pistlar | 289 orð

Raunveruleg tímamót

Raunveruleg tímamót eru ekki um áramót eða árþúsundamót, sem eru aðeins reikningseiningar. En hvenær hafa orðið mest tímamót á Íslandi? Meira
28. júní 2014 | Pistlar | 841 orð | 1 mynd

Um jöfnuð og ójöfnuð

Athugasemd U Thants, viðbrögð Bjarna og göngutúr Davíðs Meira
28. júní 2014 | Aðsent efni | 933 orð | 1 mynd

Vald sem á að beita til góðs

Eftir Guðmund Ragnarsson: "Sú millifærsla er ekki gerð nema með því að minnka hlut annarra sem fá minna og þurfa að greiða hærri skatta." Meira

Minningargreinar

28. júní 2014 | Minningargreinar | 3547 orð | 1 mynd

Guðmundur Árnason

Guðmundur Árnason fæddist á Ólafsfirði 4. febrúar 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 15. júní 2014. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir frá Ólafsfirði, f. 27. mars 1904, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2014 | Minningargreinar | 908 orð | 1 mynd

Jóna G. Stefánsdóttir

Jóna Guðbjörg Stefánsdóttir fæddist á Sigríðarstöðum í Flókadal í Fljótum 23. maí 1927. Hún lést á Landspítalanum 22. maí 2014. Jóna var ein af fjórtán börnum Stefáns Aðalsteinssonar bónda og Kristínar Jósepsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2014 | Minningargreinar | 1392 orð | 1 mynd

Jónas Kristjánsson

Jónas Kristjánsson fæddist 10. apríl 1924. Hann lést 7. júní 2014. Útför hans fór fram 25. júní 2014. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2014 | Minningargreinar | 423 orð | 1 mynd

Kristrún Ingibjörg Fanney Þórhallsdóttir

Kristrún Ingibjörg Fanney Þórhallsdóttir fæddist á Langhúsum í Fljótsdal 4. apríl 1939. Hún lést á heimili sínu, Árskógum 34, Egilsstöðum, 21. júní 2014. Foreldrar hennar voru Þórhallur Ágústsson, bóndi á Langhúsum, f. 14.9. 1901, d. 25.6. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2014 | Minningargreinar | 288 orð | 1 mynd

Margrét Jónasdóttir

Margrét Jónasdóttir fæddist 21. mars 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 26. maí 2014. Hún var jarðsungin 30. maí 2014. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2014 | Minningargreinar | 386 orð | 1 mynd

Svavar Guðni Guðnason

Svavar Guðni Guðnason fæddist í Reykjavík 27. október 1980. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. mars sl. Útför Svavars Guðna fór fram frá Fella- og Hólakirkju 7. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2014 | Minningargreinar | 361 orð | 1 mynd

Sveinn Antoníusson

Sveinn Antoníusson fæddist 11. maí 1956. Hann lést 15. júní 2014. Útför hans fór fram 21. júní 2014. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2014 | Minningargreinar | 296 orð | 1 mynd

Vignir Páll Þorsteinsson

Vignir Páll Þorsteinsson fæddist 5. desember 1952. Hann andaðist 17. maí 2014. Minningarathöfn um Vigni Pál fór fram 14. júní 2014. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. júní 2014 | Viðskiptafréttir | 158 orð | 1 mynd

Áskriftir í útboði felldar niður

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, vildi ekki tjá sig um niðurfellingar áskrifta upp á um 774 milljónir króna í hlutafjárútboði HB Granda í apríl þegar eftir því var leitað. Meira
28. júní 2014 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Greiðsluafkoma ríkissjóðs batnar

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var jákvætt um 18,2 milljarða króna fyrir fyrstu fimm mánuði ársins. Það er 31,4 milljarða króna bati frá sama tímabili í fyrra, þegar handbært fé var neikvætt um 13,2 milljarða. Meira
28. júní 2014 | Viðskiptafréttir | 131 orð | 1 mynd

Hagar hagnast

Hagnaður verslunarfyrirtækisins Haga á tímabilinu 1. mars til 31. maí nam 939 milljónum króna, sem jafngildir 5,0% af veltu, en hagnaðurinn var 837 milljónir á sama tímabili í fyrra. Vörusala félagsins á tímabilinu nam 18. Meira
28. júní 2014 | Viðskiptafréttir | 75 orð

Reitun hækkar lánshæfismat Kópavogsbæjar

Lánshæfismat Kópavogsbæjar hækkar um tvo flokka í nýju mati Reitunar á lánshæfi bæjarins. Matið hækkar í i.A2 úr i.BBB1. Meira
28. júní 2014 | Viðskiptafréttir | 643 orð | 2 myndir

Skýr merki um spákaupmennsku í fjórum útboðum

Fréttaskýring Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Í kjölfar hlutafjárútboða fjögurra af þeim sjö félögum sem skráð voru í Kauphöll Íslands frá hruni bankanna til ársloka 2013 fækkaði hluthöfum um 21%–26% á fyrsta viðskiptadegi. Meira
28. júní 2014 | Viðskiptafréttir | 470 orð | 1 mynd

Spá mesta verðstöðugleika í áratug

Sigurður Nordal sn@mbl.is Verðbólga verður undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans út árið, gangi spá Greiningar Íslandsbanka eftir. Verði það raunin er það lengsta tímabil verðbólgu við markmið Seðlabanka Íslands í áratug. Meira

Daglegt líf

28. júní 2014 | Daglegt líf | 133 orð | 1 mynd

Bláskógaskokk í fögru umhverfi

Hvorki meira né minna en fjörutíu og eitt ár er frá því fyrst var hlaupið svokallað Bláskógaskokk og næsta víst að margir eiga skondnar minningar frá því fyrsta hlaupi, því sumir gátu vart gengið fyrir harðsperrum dagana á eftir, en í þá daga stökk... Meira
28. júní 2014 | Daglegt líf | 298 orð | 1 mynd

Grímuverðlaunaverk um Davíð flutt á Rifi

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í Eyjafirði fæddist undir lok nítjándu aldar en hann er eitt af þeim ljóðskáldum sem nánast allir Íslendingar kannast við og hafa dálæti á, enn þann dag í dag. Meira
28. júní 2014 | Daglegt líf | 99 orð | 1 mynd

...látið börn gefa börnum

Það er mikið kærleiksverk að kenna börnum að láta gott af sér leiða. Nú er gott tækifæri því í dag frá kl. 12 til 17 verður opið hús fyrir börn á öllum aldri í miðstöð átaksins Hjálpum Serbíu, í Ármúla 26, Reykjavík. Meira
28. júní 2014 | Daglegt líf | 1460 orð | 6 myndir

Nútíminn myndaður með augum fortíðar

Það væri eitthvað bogið við að segja að myndasmiðurinn Hörður Geirsson hefði verið að festa eitthvað á filmu að undanförnu. Hann hefur sannarlega verið að ljósmynda en það hefur hann gert með býsna gamalli og nánast gleymdri aðferð. Meira

Fastir þættir

28. júní 2014 | Fastir þættir | 176 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 4. c3 Rgf6 5. De2 a6 6. Ba4 e5 7. O-O Be7...

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 4. c3 Rgf6 5. De2 a6 6. Ba4 e5 7. O-O Be7 8. d4 b5 9. Bc2 O-O 10. Hd1 Dc7 11. d5 Hb8 12. a4 c4 13. axb5 axb5 14. b4 cxb3 15. Bxb3 Rc5 16. Bc2 Bd7 17. Ba3 Ha8 18. Rbd2 Ra4 19. Bxa4 Hxa4 20. Bb4 Hfa8 21. Hxa4 bxa4 22. Meira
28. júní 2014 | Í dag | 278 orð | 1 mynd

Egill Vilhjálmsson

Egill Vilhjálmsson forstjóri fæddist í Hafnarfirði 28.6. 1893. Hann flutti fjögura ára með foreldrum sínum, Vilhjámi Gunnarssyni og Önnu Magneu Egilsdóttur, til Bíldudals. Meira
28. júní 2014 | Í dag | 17 orð

Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok...

Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða. Meira
28. júní 2014 | Árnað heilla | 206 orð | 1 mynd

Hlakkar til áranna 46 sem eftir eru

Helga Rún Pálsdóttir ætlar að fagna fimmtugsafmæli sínu í faðmi stórfjölskyldunnar á ættarmóti í Biskupstungum. Hún hyggst ekki halda neina stórveislu. Meira
28. júní 2014 | Í dag | 21 orð | 1 mynd

Inga Björk Ragnarsdóttir og Marsibil Bragadóttir Mogensen voru með...

Inga Björk Ragnarsdóttir og Marsibil Bragadóttir Mogensen voru með tombólu í Fossvoginum. Þær söfnuðu 3.097 kr. og færðu Rauða krossinum... Meira
28. júní 2014 | Fastir þættir | 579 orð | 2 myndir

Magnús Carlsen er þrefaldur heimsmeistari

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen varð að láta sér lynda 2. sætið á norska stórmótinu sem lauk í Stafangri um miðjan mánuðinn. Meira
28. júní 2014 | Í dag | 48 orð

Málið

Sifjar eru tengdir eða skyldleiki og búsifjar talið hafa merkt í upphafi skyldulið búseiganda en fer síðar að merkja nábýli . Að veita eða gera e-m (þungar) búsifjar : sýna e-m ágengni . Að verða fyrir búsifjum : bíða tjón . Meira
28. júní 2014 | Í dag | 804 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Hin mikla kvöldmáltíð Meira
28. júní 2014 | Árnað heilla | 627 orð | 3 myndir

Syngur, málar og skrifar

Sverrir fæddist á Spítalavegi 15 á Akureyri, 28.6. 1924, og hefur alltaf átt lögheimili á Suðurbrekkunni. Hann fór á mis við barnaskóla vegna veikinda til 10 ára aldurs. Meira
28. júní 2014 | Árnað heilla | 347 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 80 ára Aðalgeir Aðalsteinsson Áslaug Dóra Aðalsteinsdóttir Guðrún Reynisdóttir Helga Ingibjörg Steindórsdóttir Jóhanna Ester Hoffritz Vorsveinn D. Friðriksson 75 ára Eygló Ragnarsdóttir Halldóra Traustadóttir Jón Gunnar Sæmundsson Steini S. Meira
28. júní 2014 | Í dag | 19 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Lyklakippa fannst Lyklakippa fannst í Lindasíðu á Akureyri, húslyklar og litlir lyklar ásamt lítilli felgu. Upplýsingar í síma... Meira
28. júní 2014 | Í dag | 295 orð

Víkverji

Nú virðast tónlistarhátíðir spretta upp eins og gorkúlur hér yfir sumartímann. Skyldi engan undra því fátt er skemmtilegra en að viðra sig í sumrinu og hlýða á fagra tóna í góðum hópi vina. Meira
28. júní 2014 | Í dag | 284 orð

Vísnagátan og rölt með kerlingu út á Granda

Fyrir viku var gátan eftir Hörpu á Hjarðarfelli: Lítil fleyta á lygnum sæ, löngum snýst hann nið´r í bæ. Ómissandi á ýmsum tækjum, undir rúmið hann við sækjum. Og hér sendir Harpa lausnina: Litla báta kalla koppa. Koppar snúast hjólum með. Meira
28. júní 2014 | Í dag | 135 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

28. júní 1947 Landbúnaðarsýning var opnuð í Reykjavík. Hún stóð í tvær vikur og 60.300 manns sáu hana (landsmenn voru þá 135 þúsund). 28. Meira

Íþróttir

28. júní 2014 | Íþróttir | 779 orð | 2 myndir

Aldrei vanmetið aftur

HM í Brasilíu Þorkell Gunnar Sigurbjörnss. thorkell@mbl.is Fyrir HM í knattspyrnu í Brasilíu talaði nánast enginn um að Kostaríka færi upp úr riðlakeppninni. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Aron fær stór verkefni

Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding og íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, fær stór verkefni með danska liðinu í Meistaradeild Evrópu næsta vetur. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 734 orð | 3 myndir

Atli sótti torsóttan sigur í Kaplakrika

Í Kaplakrika Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 638 orð | 4 myndir

Árangursrík vertíð Danans

Í Laugardal Þorkell Gunnar Sigurbjörnss. thorkell@mbl.is Daninn Jeppe Hansen stoppaði kannski ekki lengi í úrvalsdeildinni á Íslandi en hann setti svo sannarlega mark sitt á deildina þessa tæpu tvo mánuði sem hann lék í henni. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 202 orð | 2 myndir

Átta hreinir úrslitaleikir

Tveimur umferðum af þremur í riðlakeppninni á Íslandsmótinu í holukeppni er lokið, en mótið hófst á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði í gærmorgun. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Átta Íslendingar verða í eldlínunni þegar flautað verður til leiks í...

Átta Íslendingar verða í eldlínunni þegar flautað verður til leiks í Meistaradeild Evrópu í lok september, en þá verða fram undan sextán leikir hjá þeim liðum sem komast alla leið inn á stóra sviðið í Lanxess-leikvanginum í Köln þegar úrslitahelgin fer... Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Á þessum degi

28. júní 1964 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigrar Finna, 14:5, á Norðurlandamótinu utanhúss á Laugardalsvelli og stendur því vel að vígi fyrir lokaumferð mótsins. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Besta kast 18 ára pilts í heiminum

Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastarinn efnilegi úr ÍR, náði í gærkvöld besta árangri 18 ára pilts í heiminum með karlasleggju á þessu ári. Hann kastaði henni þá 68,65 metra á móti FH-inga í Kaplakrika og bætti sig um rúman metra. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 356 orð

Brasilía – Síle í Belo Horizonte í dag kl. 16. Það fer vart á...

Brasilía – Síle í Belo Horizonte í dag kl. 16. Það fer vart á milli mála að Brasilíumenn eru sigurstranglegri í þessum Suður-Ameríkuslag. Á heimavelli og með allan þann meðbyr sem því fylgir. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 662 orð | 2 myndir

Hvað skilur keppnin eftir sig?

HM í Brasilíu Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Flestum ber saman um að heimsmeistarakeppnin sem nú stendur yfir í Brasilíu sé sú skemmtilegasta í manna minnum. Aldur viðkomandi hefur að sjálfsögðu eitthvað með slíkar yfirlýsingar að gera. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Íris afgreiddi sitt gamla félag í bikarnum

Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, reyndist sínu gamla félagi, KR, erfiður ljár í þúfu í gærkvöld þegar liðin mættust í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu. KR, sem leikur í 1. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

KA-menn á mikilli siglingu

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KA hefur heldur betur snúið blaðinu við í 1. deild karla í fótboltanum eftir slæma byrjun á keppnistímabilinu. Akureyrarliðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í vor, gegn Víkingi Ó., Þrótti R. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Borgunarbikar kvenna, 8-liða úrslit: Vodafonev.: Valur...

KNATTSPYRNA Borgunarbikar kvenna, 8-liða úrslit: Vodafonev.: Valur – Breiðablik L14 Jáverkvöllur: Selfoss – ÍBV L14.30 1. deild karla: Leiknisv.: Leiknir R. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 336 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla FH – Valur 2:1 Fram – Stjarnan 1:2 Staðan...

Pepsi-deild karla FH – Valur 2:1 Fram – Stjarnan 1:2 Staðan: FH 1073016:424 Stjarnan 1064017:1122 Keflavík 944115:916 KR 951313:1116 Víkingur R. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Southampton selur stjörnurnar

Manchester United gekk í gær frá kaupum á Luke Shaw, hinum unga bakverði Southampton og enska landsliðsins í knattspyrnu, og talið er að félagið hafi greitt fyrir hann 31,5 milljónir punda. Shaw er 19 ára gamall og lék með Englendingum á HM í Brasilíu. Meira
28. júní 2014 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Þrjú íslensk mörk í bikarsigri Viking

Þeir Björn Daníel Sverrisson, Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson fyrirliði skoruðu allir fyrir Viking frá Stavanger í gærkvöld þegar liðið vann Sogndal, 4:1, í 16-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.