Flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn til Íslands í gærdag var aflýst. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði ástæðuna vera þá að fugl fór í hreyfil vélarinnar.
Meira
Sviðsljós Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Jákvæð viðbrögð viðskiptavina sem sumir koma aftur og aftur hvetja okkur áfram,“ segir Kristín Ingibjörg Tómasdóttir á Reykhólum en hún stendur að Sjávarsmiðjunni með foreldrum sínum og fjölskyldu.
Meira
Raggi áttræður Söngvarinn ástsæli, Ragnar Bjarnason, á 80 ára afmæli í dag og af því tilefni hélt hann tónleika í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn var.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lögreglan þarf að leggja mikinn mannafla, tíma og orku í að koma í veg fyrir að fólk fari inn á bannsvæðið norður af Vatnajökli og vinna úr málum sem upp hafa komið vegna þess.
Meira
Björgunarsveitarmenn fóru um kvöldmatarleytið í gær til leitar að erlendum ferðamanni sem villtist í eða við Hoffellsdal í Hornafirði. Hann fannst heill á húfi upp úr klukkan hálfellefu. Maðurinn var í gönguferð með konu sinni.
Meira
Fjölmennar kröfugöngur voru víða um heim í gær, þar sem fólk krafðist aðgerða til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Kröfugangan í New York var sú stærsta og mættu tugir þúsunda í hana.
Meira
Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Allt í allt hafa nú tæplega sjö þúsund einstaklingar, sem ekki hafa getað stundað vinnu vegna veikinda eða slysa, leitað til VIRK Starfsendurhæfingarþjónustunnar á síðustu fimm árum. Í dag eru um 2.
Meira
Frans páfi fordæmdi í gær allar tilraunir til þess að nota trúarbrögð til þess að réttlæta ofbeldi. Sagði páfinn í ræðu, sem hann flutti í Tirana, höfuðborg Albaníu, að enginn gæti framið ofbeldi í nafni Guðs.
Meira
Stóðréttir eru haldnar hver á fætur annarri þessar vikurnar. Víða var réttað um helgina og næstkomandi laugardag verða vinsælustu stóðréttirnar í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði.
Meira
Guðný Guðmundsdóttir og Sighvatur Jónsson voru krýnd Íslandsmeistarar í ökuleikni á fólksbílum á Íslandsmeistaramótinu í ökuleikni sem fór fram um helgina.
Meira
Læðan Rósa fannst eftir að hafa verið týnd í þrjú ár. Hún fannst þegar Végeir Hjaltason sá kunnuglegan kött á fésbókarsíðu Kattholts og ákvað að kanna málið betur. Reyndist þetta þá vera köttur sem hann hafði oft passað og var í eigu systur hans.
Meira
Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Læðan Rósa fannst eftir að hafa verið týnd í þrjú ár á höfuðborgarsvæðinu. Hún fannst þegar Végeir Hjaltason sá mynd af kunnuglegum ketti á fésbókarsíðu Kattholts.
Meira
Þessir áhorfendur á leik Breiðabliks og Víkings voru mættir til þess að styðja sitt lið, þó að aðstæður til knattspyrnuiðkunar hefðu alls ekki verið góðar, þar sem haustlægð gekk yfir landið.
Meira
Athafnamaðurinn Orri Vigfússon segir að hann og nokkrir félagar hans vilji helst fá að taka yfir flugvöllinn á Siglufirði, en ISAVIA lokaði vellinum í júlí síðastliðnum vegna hagræðingar. Orri er að reisa 1.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar „að fara í frekari rannsóknir á vatnsbúskap og áhrifum fyrirliggjandi framkvæmda í Vatnsmýri.
Meira
Nýtt friðarsamkomulag náðist í gærkvöldi í Jemen eftir að uppreisnarmenn úr hópi sjítamúslíma höfðu gert áhlaup á helstu stjórnarbyggingar og höfuðstöðvar jemenska hersins í höfuðborginni Saana í gær, og náð þeim á sitt vald.
Meira
„Á þeim tíma sem ég hef setið í stjórn ÍLS hef ég upplifað það að stjórnin er á engan hátt stefnumarkandi í stórum málum sem snerta framtíð Íbúðalánasjóðs.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forsetaframbjóðendurnir Ashraf Ghani og Abdullah Abdullah gerðu í gær með sér samkomulag um að skipta með sér völdum í Afganistan, en þrír mánuðir eru síðan forsetakosningar voru haldnar í landinu.
Meira
„Það urðu straumhvörf í ræktuninni með honum,“ segir Gunnar Arnarson, hestamaður og stjórnarmaður í Orrafélaginu, um stóðhestinn Orra frá Þúfu sem felldur var um helgina, 28 vetra. Orri á um 1.
Meira
Fólkið sem rekur þaraböðin í bráðabirgðahúsnæði á Reykhólum er að undirbúa byggingu nýs baðstaðar við sjóinn. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur látið gera nýtt aðal- og deiliskipulag sem sýnir svæðið á milli þorpsins og sjávar sem útivistarsvæði.
Meira
Átján þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að efla virkni atvinnulausra í samfélaginu.
Meira
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur vill meiri rannsóknir á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda í Vatnsmýri, en veruleg óvissa ríkir um áhrif framkvæmdanna á friðlandið í Vatnsmýri og Reykjavíkurtjörn.
Meira
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við Bloomberg sem birt var í gær að þeir vogunarsjóðir sem ættu kröfur á föllnu íslensku bankana gætu bráðum fengið greiddar kröfur sínar.
Meira
Þáttur um ævi og störf veitingamannsins Ólafs Laufdal verður sýndur á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld klukkan 21. Ólafur Laufdal er af mörgum talinn ókrýndur konungur veitingamanna á Íslandi.
Meira
Eins og endranær er margt fróðlegt í nýútkomnum Þjóðmálum. Þar er til að mynda frásögn af sögu sem tímaritið Saga vildi ekki segja en Þjóðmál birta nú og er afar forvitnileg.
Meira
Það eru margir sem hætta í þessu fagi vegna þess að það er erfiðara en þeir héldu, maður býr kannski til eina sekúndu af efni á dag, en ein sekúnda er 12-24 teikningar eftir því hvernig hreyfingin er.
Meira
Þrennir tónleikar voru haldnir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardag til heiðurs bandaríska tónlistarmanninum Meat Loaf. Uppselt var á þá alla.
Meira
Veggmyndir eftir myndlistarmanninn Ragnar Kjartansson og vegglistahóp frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs voru vígðar í Krummahólum í Breiðholti í fyrradag. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, vígði verkin.
Meira
Skjár einn sýnir framhaldsþáttinn Extant þar sem hin undurfagra Halle Berry leikur geimfara. Hún er nýkomin til jarðar eftir að hafa verið 13 mánuði ein úti í geimnum en uppgötvar að hún er barnshafandi. Nokkuð sem á ekki að hafa getað gerst.
Meira
Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 15. september var fyrsta spilakvöld hjá BH veturinn 2014-2015. Spilaður var eins kvölds Barómeter með þátttöku 12 para. Bestum árangri náðu (% skor): Sigurjón Harðarson - Sigurjón Björnss.
Meira
Eftir Silju Dögg Gunnarsdóttur: "Flugmiði innanlands kostar í sumum tilfellum jafnvel meira en flugmiði til Kaupmannahafnar. Þetta er ekki eðlilegt en hvað er til ráða?"
Meira
Eftir Ragnar Þorsteinsson: "Vettvangskannanir sýna að 75% kennslustunda eru góð eða frábær. Þær benda ekki til að kennslu hafi hrakað eða „drengir séu hafðir úti í horni“."
Meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifaði fyrir nokkrum dögum ágæta grein þar sem hann, vegna frétta í fjölmiðlum um mengun frá gosinu í Holuhrauni, benti fólki á að mengun gæti aðeins verið af mannavöldum, gosið væri náttúruhamfarir.
Meira
Eftir Hjörleif Guttormsson: "Fæst almannasamtök og stjórnmálaflokkar sjá ástæðu til að móta sér stefnu um örlagaríkustu mál, lengra en í besta falli út kjörtímabilið."
Meira
Hinn 21. september eru liðin 100 ár frá fæðingu Brands Tómassonar, fyrsta flugvirkja Flugfélags Íslands, og seinna yfirflugvirkja félagsins.
MeiraKaupa minningabók
Jóhannes Þór Hermannsson fæddist á Syðri-Kambhóli í Arnarneshreppi þann 26. mars 1935. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. september 2014. Foreldrar hans voru Guðrún Björg Baldvinsdóttir, f. 13. ágúst 1902, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Jóna Bergsdóttir var fædd á Nautabúi í Hjaltadal 17. júní 1949. Hún lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 13. september 2014. Foreldrar hennar voru Bergur Guðmundsson, f. 19. júlí 1904, d. 24. mars 1992 og Hólmfríður Jónsdóttir, f. 30.
MeiraKaupa minningabók
Hlutafjárútboð Alibaba og skráning á bandaríska hlutabréfamarkaðinn virðist hafa fangað athygli fjárfesta mjög rækilega. Kínverski netverslunarisinn kom inn á bandaríska hlutabréfamarkaðinn með látum á föstudag.
Meira
Gengisvísitala Bandaríkjadals, DXY, hefur styrkst statt og stöðugt frá miðju sumri og hækkað samtals um 6% frá 30. júní. Var síðasta vika sú tíunda í röðinni sem vísitalan hækkar, að sögn Reuters.
Meira
Lokadagur samgönguviku er í dag og sem fyrr er dagurinn tileinkaður öðrum samgöngumátum en einkabílnum. Bíllausi dagurinn er tilvalinn til að leiða hugann að því hvernig komast má á milli staða án einkabílsins.
Meira
Í fréttum að undanförnu hefur komið fram að margir freistast til að nálgast eldstöðvarnar í þeirri von að sjá eldgosið í Holuhrauni með eigin augum.
Meira
Félagarnir að baki blaðinu Reykjavík Grapevine gera iðulega ýmsar athuganir á veitingastöðum og því helsta sem ferðamönnum stendur til boða á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Miðvikudaginn 24. september verður alþjóðleg ráðstefna haldin í Hörpu á vegum Umhverfisstofnunar. Tilefnið er ærið og umræðuefnið brýnt: Plast í hafi.
Meira
Í júní síðastliðnum var opnuð merk sýning í Þjóðminjasafni Íslands en þar gefur að líta ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar, rithöfundar og blaðamanns. Sýningin ber yfirskriftina Svipmyndir eins augnabliks.
Meira
30 ára Egill býr í Reykjavík, stundar nám í lögfræði við HÍ og starfar hjá Verði tryggingum. Maki: Inga Bryndís Árnadóttir, f. 1986, þroskaþjálfi. Börn: Emma Karín, f. 2007, og Fróði og Máni, f. 2013. Foreldrar: Gróa Margrét Finnsdóttir, f.
Meira
Einar Skúlason göngugarpur ætlar að sleppa því að fara í göngu á afmælisdaginn. „Ég hugsa að ég hlaupi í staðinn, er búinn að bóka mig í maraþon í október í Brussel.
Meira
Andri Már Hilmarsson, Alex Helgi Óskarsson og Sveinn Ingi Guðjónsson voru í fótbolta í bakgarðinum hjá Andra Má við Hólabraut á Siglufirði þegar Morgunblaðið kíkti í heimsókn.
Meira
30 ára Haukur ólst upp í Reykjavík, er nú búsettur á Seltjarnarnesi, lauk sveinsprófi í pípulögnum frá Tækniskólanum, starfar við pípulagnir og hefur starfrækt Pípulagnaþjónustu Reykjavíkur frá 2008. Foreldrar: Sigurþór Jónsson, f.
Meira
Ragnar fæddist í húsi séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups í Lækjargötu 12A í Reykjavík þann 22.9. 1934. Hann var í Miðbæjarskólanum, Austurbæjarskóla og Ingimarsskóla og stundaði nám í píanóleik í tvo vetur.
Meira
Í síðustu viku útskýrði ég eftir bestu getu vísnaleik, sem Jón Ingvar Jónsson fann upp á og kallaði „fullyrðingar eða hag- og fullyrðingar“ sem felst í því að hver braglína segi fulla hugsun og hver taki við af öðrum uns vísan er fullort.
Meira
30 ára Kristín ólst upp á Skyggni í Hrunamannahreppi, býr í Reykjavík, lauk prófum frá Iðnskólanum og er að ljúka BA-prófi í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Dóttir: Bogey Sigríður Sævarsdóttir, f. 2008. Foreldrar: Guðmundur Stefánsson, f.
Meira
„Nýting efniviðsins hefur verið góð.“ Og gott eitt um það að segja nema sjálfan viðinn , hann beygist svo: viður , um við , frá viði – til viðar . Sem sagt: nýting efniviðarins .
Meira
Sigurjón Friðjónsson fæddist á Sílalæk í Aðaldal 22.9. 1867. Foreldrar hans voru Friðjón Jónsson, bóndi á Sílalæk og síðar á Sandi, af Hólmavaðsætt, og k.h., Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, af Sílalækjarætt.
Meira
Líney Sigurðardóttir lineysig@simnet.is Á Þórshöfn eru hörkuduglegar konur sem láta að sér kveða á ýmsum vettvangi. Þær hafa sterkar taugar til heimabyggðarinnar og vilja gefa af sér til samfélagsins.
Meira
90 ára Ingunn K. Kristensen 85 ára Sigurður Guðmundsson Steinbjörn Björnsson 80 ára Albert Stefánsson Auður Rögnvaldsdóttir Hörður Vignir Sigurðsson Kristján S.
Meira
Varmahlíð Snæbjört Ýr Smáradóttir fæddist 23. október 2013 kl. 12.51. Hún vó 3.882 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðrún Ólafsdóttir og Sigþór Smári Sigurðsson...
Meira
Hjóladagur fjölskyldunnar var haldinn á Akureyri á laugardaginn og var þá nýr, glæsilegur og áberandi göngu- og hjólastígur meðfram Drottningarbrautinni formlega vígður. Mikill fjöldi fólks dró fram reiðhjólið.
Meira
Vestmannaeyjar Sara Rós Sindradóttir fæddist 26. október 2013. Hún vó 3.455 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Sindri Ólafsson...
Meira
Viðtal Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Siglufjarðarbær er í miklum blóma og þar er miklu kostað til. Uppbygging bæjarins hefur tekist vel, svo eftir hefur verið tekið.
Meira
Öflug leðurvinnsla er á Sauðárkróki og skapar hún mörgum atvinnu og samfélaginu góðar tekjur. Fyrirtækin Loðskinn og Sjávarleður (Atlantic Leather) eru rekin undir sama þaki. Það fyrrnefnda sútar kindagærur og selur óunnar úr landi.
Meira
Velferðarkerfi Íslendinga virkar í meginatriðum vel. Neyðartilvikum er sinnt á bráðadeildum, slysavarðstofu og kveisum og skeinum á Læknavakt eða á heilsugæslustöð.
Meira
22. september 1988 Ísland sigrar Alsír, 22:16, í öðrum leik liðsins í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Seoul, eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik.
Meira
Danmörk FC Köbenhavn – Bröndby 1:0 • Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður hjá FCK á 73. mínútu. • Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Bröndby á 78. mínútu.
Meira
Úrslitin í leikjunum fjórum í 1. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta á laugardag voru eins og við var að búast. Íslandsmeistarar Vals lögðu KA/Þór í leik sem lauk 18:14.
Meira
Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þrátt fyrir að haustvindar hafi gert mönnum erfitt fyrir í Pepsi-deildinni í gær tókst Árna Vilhjálmssyni að skora fyrstu þrennu tímabilsins í sigri Breiðabliks á Víkingum.
Meira
Í Kaplakrika Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það er gott fyrir lið eiga markavél eins og Atli Viðar Björnsson er svo sannarlega en þessi mikli markaskorari sá til þess að gulltryggja FH-ingum 4:2 sigur gegn Fram í gær.
Meira
Íslendingar unnu til sjö verðlauna á fyrsta smáþjóðamótinu í karate í Lúxemborg um helgina. Sjö þjóðir sendu keppendur til leiks sem voru samtals 240.
Meira
Enski miðjumaðurinn Frank Lampard sem lék við góðan orðstír hjá Chelsea í 13 ár skoraði jöfnunarmark Englandsmeistara Manchester City í stórslag helgarinnar í enska boltanum, þegar hann jafnaði metin í 1:1 gegn Chelsea.
Meira
Í Vesturbæ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það voru ekki margir sem bjuggust við því að leikur KR og ÍBV yrði jafn fjörugur og raun bar vitni þegar liðin mættust í hávaðaroki í Frostaskjólinu í gær.
Meira
Á Hlíðarenda Ívar Benediktsson iben@mbl.is Stemningin og leikgleðin er aðalsmerki nýliða Aftureldingar sem í gærkvöldi unnu annan leik sinn í Olís-deildinni er þeir sóttu Valsmenn heim í Vodafone-höllina.
Meira
Pólverjar urðu í gærkvöld heimsmeistarar karla í blaki eftir 3:1-sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM sem fram fór í Póllandi. Þetta er í annað sinn sem Pólverjar fagna heimsmeistaratitli karla í blaki en Brasilía hafði unnið síðustu þrjú mót.
Meira
Keppni í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu lauk á laugardag og þá réðst hvort Leiknir eða ÍA yrði 1. deildar meistari. Það kom í hlut Leiknis sem burstaði Tindastól 4:0 á sama tíma og Skagamenn gerðu 2:2-jafntefli við KA. Leiknir endaði með 48 stig í...
Meira
Á Kópavogsvelli Ingólfur Sigurðsson sport@mbl.is Þrenna Árna Vilhjálmssonar í slagviðrinu á Kópavogsvelli undirstrikar enn og aftur hversu góður framherji hann er.
Meira
Spennan magnast í baráttu FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta og í botnbaráttunni milli Fram, Fjölnis og Keflavíkur eftir leiki gærdagsins. FH sigraði Fram, 4:2, og heldur því toppsætinu en Fram er áfram í fallsæti.
Meira
Segja má að liðsmenn karla- og kvennaliðs Bjarnarins hafi farið í fýluferð til Akureyrar um helgina, því Skautafélag Akureyrar sigraði í leikjum beggja kynja á Íslandsmótinu í íshokkíi á laugardag.
Meira
Íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir á skotskónum fyrir lið sín í ensku B-deildinni í knattspyrnu um helgina. Aron Einar kom Cardiff yfir gegn Derby á útivelli í 1:0 á 51. mínútu.
Meira
Stjarnan getur í dag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum, þegar næstsíðasta umferðin í Pepsi-deildinni fer fram kl. 17.15.
Meira
Á Hlíðarenda Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Nú þegar sex stig eru eftir í pottinum er Valur tveimur stigum á eftir Víkingi eftir leiki gærdagsins. Valsmenn unnu Þór í gær 2:0 í rokinu að Hlíðarenda.
Meira
Í Keflavík Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Þeir voru ekki öfundsverðir leikmenn Keflavíkur og Fylkis í Pepsi-deild karla að fá það hlutskipti að spila í veðrinu sem boðið var upp á í Keflavík í gær.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.