Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) í Darmstadt í Þýskalandi í gær, þegar staðfest var að tekist hefði í fyrsta sinn að lenda geimfari frá jörðunni á halastjörnu.
Meira
Það er varla hægt að halda því fram að Magnús Carlsen sé sigurstranglegri í einvígi sínu við Viswanathan Anand, a.m.k. ef tekið er mið af taflmennskunni í fjórum fyrstu skákum heimsmeistaraeinvígisins sem fram fer þessa dagana í Sochi við Svartahaf.
Meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Akureyri fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar og umferðarlagabrot með því að hafa að morgni 17. mars 2014 orðið valdur að bílslysi með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri...
Meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sýndi fimleg handtök þegar hann felldi jólatré hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk í gær. Tréð verður fært íbúum Þórshafnar í Færeyjum að gjöf fyrir þessi jól.
Meira
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Brunavarnir verða meðal annars auknar í nýju deiliskipulagi fyrir hjólhýsasvæðið í Þjórsárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Reiknað er með að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið verði kynnt næsta vor.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ísland er einstakt í hópi landa heimsins og breytist örar en önnur lönd. Þess vegna er einkar mikilvægt að varðveita breytingasögu landsins með skipulegum hætti, t.d. með ljósmyndum.
Meira
Það voru pollróleg eldri hjón sem mættu á skrifstofu Íslenskrar getspár í gærmorgun með Lottóvinningsmiðann góða sem var keyptur í Fjarðarkaupum í síðustu viku. Miðinn sem er 5 raðir og kostaði 650 krónur skilaði eigendum sínum 48.912.
Meira
Vindrafstöðin í Belgsholti bilaði í þriðja sinn fyrir skömmu. Einn af spöðunum sem knýja rafalinn brotnaði af og féll til jarðar. Haraldur Magnússon bóndi segir að bilunin hafi komið honum að óvörum. Hver spaði sé festur með átta öflugum boltum.
Meira
Björgunarsveitarmenn hjálpuðu erlendum ferðamönnum sem festu sig í gær á Dettifossvegi eystri. Vegurinn er merktur ófær en lögreglumenn á Húsavík segja að það dugi ekki því á hverjum vetri þurfi að sækja fólk á vegi sem merktir eru ófærir.
Meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað dr. Hjört Braga Sverrisson, framkvæmdastjóra mannréttindadeildar ÖSE í Kosovo, formann kærunefndar útlendingamála.
Meira
Þessi krummi krunkaði úti og kallaði á nafna sinn í skammdeginu nýverið. Þótt myrkir dagar geti verið þreytandi þá styttist í vetrarsólstöður, þær eru 21. desember og eftir það tekur dag að lengja aftur.
Meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vekur athygli á því að það breyti engu um afkomu ríkissjóðs hvort framkvæmdir við nýjan Landspítala verði opinber framkvæmd eða leiguframkvæmd á vegum opinbers hlutafélags.
Meira
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að á Íslandi gildi svipaðar reglur og víða erlendis í sambandi við blóðgjöf, og heilsufarsblöð á ensku auðveldi erlendum íbúum blóðgjöf hérlendis. Ákveðnar reglur gilda um blóðgjöf.
Meira
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Lagt er til í fjárhagsáætlun að á næsta ári veiti sveitarfélagið 50% afslátt af gjaldskrá leikskólans af dagvistargjöldum og að elsti árgangurinn verði gjaldfrjáls að fullu.
Meira
Björgunarfélag Akraness hefur fest kaup á bát af gerðinni Halmatic 35 frá Bretlandi en hann var smíðaður fyrir breska sjóherinn árið 1996. Báturinn kom til landsins í gær.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríflega 300 umsóknir hafa borist um 35 störf hjá Alvotech, systurfyrirtæki Alvogen, vegna nýs hátækniseturs í Vatnsmýri.
Meira
Þó kuldaboli bíti kinn þarf að viðra hundinn. Þá er best að klæða sig eftir veðri og arka af stað, en varlega skal farið yfir umferðargötu eins og þessir hundeigendur gerðu á Seltjarnarnesi í gær.
Meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína til ríkisstjórnarinnar og Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að draga ákvörðun um flutning Fiskistofu til baka.
Meira
Blikur eru á lofti á erlendum áburðarmörkuðum og er ekki gefið að miklar verðlækkanir á olíu undanfarið muni skila sér í lægra innkaupsverði á áburði til íslenskra söluaðila.
Meira
Sviðsljós Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mandarínur eru órjúfanlegur hluti jólahalds hjá mörgum. Þessi litli appelsínuguli ávöxtur hefur tekið við keflinu af eplinu og appelsínunni sem jólaávöxtur landans.
Meira
Velta erlendra greiðslukorta á fyrstu níu mánuðum ársins var ríflega 93 milljarðar króna, tæpum 18 milljörðum króna meiri en sömu mánuði í fyrra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Hagstofu Íslands.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Símafélögin hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir rafrænum skilríkjum fyrir farsíma í kjölfar þess að tilkynnt var um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar.
Meira
Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Þetta er hluti af því að nota bæði land og innviði borgarinnar sem best,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Ráðhúsinu í gær.
Meira
Borið á torg Það er í mörg horn að líta og mörgum nauðþurftum að sinna í lífi hunda og manna, jafnvel þótt þeir séu staddir á virðulegasta torgi höfuðborgarinnar,...
Meira
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þjóðskráin notaði gögn um leigusamninga, meðal annars frá góðærisárunum 2006 og 2007, og nýtti þá til viðmiðunar til að gera nýtt fasteignamat.
Meira
Svíar hafa eignast sinn fyrsta heimsmeistara í póker þegar Martin Jacobson fagnaði titlinum. Fékk hann að launum 10 milljónir bandaríkjadala eða það sem nemur rúmum 1,2 milljörðum íslenskra króna.
Meira
Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa náð sögulegum áfanga í loftslagsmálum en þjóðirnar hafa sett sér ný markmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogar ríkjanna hittust á fundi í Peking og kynntu áætlun þeirra að honum loknum í fyrrinótt.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Félagsmenn í Félagi tónlistarkennara skora á sveitarfélögin að fylgja sínu meginsamningsmarkmiði í kjaraviðræðum, um jafnrétti í launasetningu, og krefjast þess að þegar verði gengið til samninga við félagið.
Meira
Lögreglan á Akureyri er með tvo menn í haldi sem eru grunaðir um að hafa kveikt í bifreið í bænum í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar hafa mennirnir ekki verið yfirheyrðir en það verður væntanlega gert síðar í dag.
Meira
Útgjöld Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar vegna landvörslu námu 135,8 milljónum króna fyrstu 10 mánuði ársins og eru orðin hærri en allt árið í fyrra.
Meira
Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað styrkjum sem frjáls félagasamtök geta sótt um til utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu-, neyðar- og mannúðarverkefna.
Meira
Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segist ætla að halda áfram með sín verkefni í innanríkisráðuneytinu og ljúka þeim vel.
Meira
Þórdís Sæmundsdóttir fæddist í Árnabotni í Hraunsfirði í Snæfellssýslu 13. nóvember árið 1914. Hún fagnar því hundraðasta afmælisdegi sínum í dag. Foreldrar hennar voru Sæmundur Kristján Guðmundsson og Jóhanna Elín Bjarnadóttir.
Meira
Þrír sænskir ríkisborgarar, sem hafa barist fyrir málstað samtakanna Ríkis íslams, féllu í loftárás Bandaríkjamanna í sýrlenska bænum Kobane á sunnudag. Þetta kemur fram í sænska dagblaðinu Expressen.
Meira
Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði grein hér í blaðið í gær og benti á að eftir skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar væri stórt verkefni framundan við að „leiðrétta annan og jafnvel meiri forsendubrest en hækkun...
Meira
Leikverkið Ríkharður III. (fyrir eina konu) verður sýnt kl. 19 í kvöld í Tjarnarbíói. Verkið er unnið upp úr leikriti Williams Shakespeare og er verk í vinnslu, leikið af Emily Carding og framleitt af leikhópnum Brite Theater.
Meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, kemur Hallgerði langbrók í Njáls sögu til varnar í bók sem kemur út í dag. Hann segir að Hallgerður hafi verið misskilin kona sem hafi orðið fórnarlamb eineltis og kynferðislegrar misnotkunar.
Meira
Tvöfaldur diskur með öllum lögum hljómsveitarinnar Pelican verður gefinn út eftir helgi í Bretlandi af útgáfufyrirtækinu RPM International sem hefur áður gefið út disk helgaðan íslensku poppi á árunum 1972-77, Poppsaga: Iceland's Pop Scene 1972-1977.
Meira
Færeyski tónlistarmaðurinn Maríus Ziska, sem þykir einn sá efnilegasti í heimalandi sínu, heldur í stutta tónleikaferð um landið í með starfsbróður sínum Svavari Knúti. Svavar og Maríus eru góðir félagar og hafa m.a.
Meira
Ekki man ég í svipinn við hvað Sigmundur Ernir Rúnarsson starfar nú en þess er varla langt að bíða að hann verði fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna á nýjan leik, kæri hann sig um.
Meira
Hljómsveitin Sigur Rós hlaut í fyrradag evrópsku Lovie-verðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í kynningu á listsköpun á netinu.
Meira
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta var furðu áreynslulaus fæðing,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir um hljómplötuna Nóg til frammi sem Hljómsveitin Eva sendi nýverið frá sér.
Meira
Sýningin Musée Islandique með verkum Ólafar Nordal myndlistarkonu verður opnuð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn á morgun. Í verkunum vinnur hún með mannfræðirannsóknir sem gerðar voru á...
Meira
Fimmta höfundakvöldið í Gunnarshúsi fer fram í kvöld kl. 20 og mæta að þessu sinni rithöfundurinn Þórarinn Leifsson og ljóðskáldið Kristín Eiríksdóttir og svara spurningum Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur um nýútkomnar bækur sínar.
Meira
Fyrr í vikunni voru mótmæli á Austurvelli, þar sem kvartað var undan hinu og þessu, enda er þjóðin mjög upptekin af því að vera í nöldurgírnum og hefur verið nokkuð lengi.
Meira
Ég vona heilshugar að Alþingi samþykki ekki að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Ef það verður gert missi ég allt álit á Alþingi. Ég vil ekki trúa því að óreyndu, það er nóg böl í íslensku þjóðfélagi, það þarf ekki að auka það enn frekar.
Meira
Fjögurra kvölda keppni hjá Bridsdeild Breiðfirðinga Það var spilað á 12 borðum 9. nóv sl. í keppni sem stendur yfir í 4 kvöld og 3 bestu kvöldin ráða úrslitum. Úrslit í N/S: Unnar A. Guðmss. – Guðm. Sigursteinss. 262 Oddur Hanness.
Meira
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Þú tekur ekkert með þér þegar þú hverfur úr þessum heimi. En hvað viltu skilja eftir þig? Hver verður ævisaga þín þegar upp er staðið?"
Meira
Eftir Kára Gunnarsson: "Mér finnst leitt þegar hroki er talinn eðlilegur málflutningur, burtséð frá hvert umræðuefnið er. Jafnvel þótt menn telji sig vera stóra kalla."
Meira
Eyjólfur Einar Bragason fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1953. Hann lést á Akershus-háskólasjúkrahúsinu í Lørenskog, Noregi mánudaginn 27. október 2014. Eyjólfur var sonur hjónanna Guðlaugar Marteinsdóttur sjúkraliða, f. 31.10. 1931, d. 17.12.
MeiraKaupa minningabók
Helga Egilsdóttir fæddist 2. nóvember 1932 í Njarðvík. Hún lést 4. nóvember 2014 á heimili sínu, Hlévangi í Reykjanesbæ. Foreldrar Helgu voru Sigurbjörg Ögmundsdóttir frá Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, f. 29.10. 1892, d. 27.5.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Hemmert Sigurjónsson fæddist á Húsavík 29. ágúst 1951. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 5. nóvember 2014. Helgi var sonur Sigurjóns Jónssonar sjómanns, f. 20. júní 1903, d. 7. desember 1968, og Rósu Árnadóttur húsmóður, f. 15.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir fæddist 15. september 1924. Hún lést 22. október 2014. Útför Ingibjargar var gerð 1. nóvember 2014.
MeiraKaupa minningabók
Ingjaldur Hannibalsson fæddist í Reykjavík 17.11. 1951. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 27. október 2014. Foreldrar hans voru Hólmfríður Ingjaldsdóttir, kennari, og Hannibal Valdimarsson, alþingismaður og síðar ráðherra.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Sæunn Ragnheiður Guðmundsdóttir fæddist 11. október 1952 í Reykjavík. Hún lést 2. nóvember 2014 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar Kristínar voru Guðmundur Ögmundsson, f. 7. apríl 1906, d. 3.
MeiraKaupa minningabók
Óðinn Jakob Árnason fæddist í Hjarðarholti í Glerárþorpi 5. nóvember 1931. Hann lést að heimili sínu, Mýrarvegi 111, Akureyri, 3. nóvember 2014. Óðinn var sonur hjónanna Sigurðar Árna Árnasonar, f. 23. janúar 1908, d. 19.
MeiraKaupa minningabók
Fjarðarkaup Gildir 13.-15. nóv. verð nú áður mælie. verð Lambainnralæri (kjötborð) 2.598 3.498 2.598 kg Grísalundir (kjötborð) 1.598 2.398 1.598 kg Grísahnakki úrb. (kjötborð) 1.198 1.598 1.198 kg FK hangilæri úrb. 2.698 3.198 2.698 kg FK hangiframp.
Meira
Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens er ekki síður fær að tjá sig í orðum en gegnum myndlistina á striga. Það vita þeir sem fylgjast með honum á Facebook þar sem hann er virkur notandi.
Meira
Múmínálfarnir, Morrinn og Tove Jansson verða í brennidepli í Café Lingua í dag. Kaffispjallið fer að þessu sinni fram á skandinavísku í Norræna húsinu á milli klukkan 17 og 18. Hinn 9.
Meira
Hvort var Mörður Valgarðsson illmenni eða fórnarlamb rógsherferðar? Um þetta og fleira verður fjallað á málfundi um Mörð sem haldinn verður í kvöld í Iðu Zimsen á Vesturgötu 2 í Reykjavík.
Meira
Sjálfboðaliðar í London tóku að sér í gær að fjarlægja keramíkblómin rauðu sem stungið hafði verið niður í breiðu við Tower of London, til minningar um þá hermenn sem féllu í fyrri...
Meira
Aðdáendur Múmínálfanna eru fjölmargir víða um heim og eiga margir hverjir sér eftirlætis persónu úr þessum vinsælu sögum listakonunnar og rithöfundarins Tove Jansson.
Meira
Akureyringurinn Finnur Ragnar Jóhannesson er tölvunarfræðingur hjá Þekkingu hf. Þekking býður fyrirtækjum upp á alhliða rekstrarþjónustu fyrir tölvukerfi.
Meira
Hjónin Freyja Fanndal Sigurðardóttir og Einar Sigurðsson frá Gljúfri í Ölfusi eiga í dag 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau fagna þessum tímamótum í faðmi...
Meira
Þetta bréf barst mér: „Orð Einars Kárasonar um flugvöllinn og „hyskið“ hafa orðið hagyrðingum að yrkisefni og er fésbókin meðal annars vettvangurinn.
Meira
30 ára Linda Björk ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum í margmiðlunarhönnun í Danmörku og vinnur að málefnum hundaræktar. Dóttir: Ellen Katrín, f. 2011. Bræður: Aron, f. 1988, og Egill Þór, f. 1990. Foreldrar: Díana Sveinbjörnsdóttir, f.
Meira
Stundum sér maður orð hverfa hægt og hægt úr málinu og þau þurfa ekki að láta mikið yfir sér til að manni þyki eftirsjá að þeim. Þótt sést nú æ sjaldnar. Það er samsett úr þó at , þ.e. þó að . Og tímans tönn nagar áfram því oft er ekki eftir nema þó...
Meira
Þuríður fæddist í Vestmannaeyjum 13.11. 1954 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Þuríður var í Barnaskóla Vestmannaeyja og Gagnfræðaskólanum í Eyjum; hóf síðan nám í Kennaraskólanum en hætti í gosinu 1973.
Meira
30 ára Ólafur ólst upp í Reykjavík, býr þar, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði við Morgunblaðið um skeið. Hálfsystur: María Lovísa Arnardóttir, f. 1997, og Arna Kristín Arnarsdóttir, f. 2003. Hálfbróðir: Guðmundur Magnússon, f. 1987.
Meira
30 ára Sigurrós ólst upp í Grundarfirði, býr þar, lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ og stundar MEd-nám við HÍ. Maki: Þorsteinn Hjaltason, f. 1984, sjómaður. Börn: Sævar Hjalti, f. 2012, og Bergur Ingi, f. 2013. Foreldrar: Elínborg Þorsteinsdóttir, f.
Meira
100 ára Þórdís Sæmundsdóttir 95 ára Guðmundur Guðmundsson 85 ára Auður Ása Benediktsdóttir Helga Kristín Magnúsdóttir 80 ára Elísabet Vigfúsdóttir Guðni Grímsson Ólafur Blómquist Jónsson 75 ára Ásdís Bjarney Óskarsdóttir Steingrímur Ingvarsson 70 ára...
Meira
Rúmur mánuður er nú til jóla, og því býr Víkverji sig nú undir það að fá spurninguna sem hann kvíðir svo mikið fyrir: „Og hvað langar þig í í jólagjöf?“ Víkverji vonar að lesandinn misskilji ekki.
Meira
13. nóvember 1942 Morgunblaðið hóf birtingu á teiknimyndum með Andrési önd og sagði að öllum þætti vænt um Andrés sem kynntust honum. Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem hið íslenska nafn andarinnar kom fram á prenti. 13.
Meira
Aron Pálmarsson var í leikmannahópi þýska meistaraliðsins Kiel í gær eftir mánaðarfjarveru vegna meiðsla. Kiel vann þá nauman sigur á heimavelli á nýliðum Erlangen, 23:22. Sigurbergur Sveinsson skoraði fimm af mörkum Erlangen sem situr í 15.
Meira
Fótbolti Kristján Bernburg í Belgíu sport@mbl.is „Við lékum við eitt besta liðs heims og ég var mjög ánægður með mína menn. Við áttum mörg mjög góð tækifæri en Belgarnir eru með einn besta markvörð í heimi sem er hreint út sagt frábær.
Meira
13. nóvember 1983 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigrar Ítalíu, 25:15, í Granada á Spáni. Guðríður Guðjónsdóttir skorar 8 mörk og Erna Lúðvíksdóttir 6. 13.
Meira
Barist verður um sigurinn í efstu deildum í deildakeppni Golfsambands Íslands í Borgarnesi og Leirdalnum á næsta ári. Þetta kemur fram í drögum að mótaskrá GSÍ, sem lögð voru fram á formannafundinum um síðustu helgi.
Meira
Golf Kristján Jónsson kris@mbl.is Brynjar Eldon Geirsson er á leið til Þýskalands til þess að taka við starfi íþróttastjóra hjá golfklúbbi í nágrenni Berlínar.
Meira
fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Hálfgert varalið Íslands á heiður skilinn fyrir góða frammistöðu gegn stjörnum prýddu liði Belga þrátt fyrir 3:1 tap á Bauduoin Stadion leikvanginum í Brussel í gær.
Meira
Körfubolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Staða þriggja efstu liðanna í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, breyttist ekkert þegar sjöunda umferðin var leikin í gærkvöld.
Meira
Íslandsmótið í golfi verður haldið á Akranesi næsta sumar en nú liggja fyrir drög að mótaskrá Golfsambandsins fyrir næsta ár. Var hún kynnt á formannafundi GSÍ um síðustu helgi.
Meira
Petr Cech, markvörðurinn frábæri sem hefur verið í herbúðum Chelsea frá árinu 2004 og hefur um árabil verið talinn í hópi bestu markvarða heims, mun verja mark Tékka þegar þeir mæta Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins í Plzen á sunnudaginn.
Meira
M agnús Þór Gunnarsson , leikmaður Grindavíkur, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KKÍ fyrir brot sitt á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna í síðustu viku.
Meira
Senn líður að landsleiknum gegn Tékkum í undankeppni EM karla í knattspyrnu. Sú magnaða staða er uppi í riðlinum að þessi lið hafa skilið Holland eftir sex stigum fyrir aftan sig eftir aðeins þrjá leiki. Hver hefði trúað því?
Meira
Stórleikur Snorra Steins Guðjónssonar dugði Sélestat ekki í gær þegar liðið tapaði á heimavelli, 29:26, fyrir Aix í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Snorri Steinn skoraði 10 mörk.
Meira
Allir þekkja þá indælu tilfinningu að þiggja gjafir, opna og njóta. En það kemur mörgum í opna skjöldu hversu gefandi það er að snúa taflinu við og gefa þeim sem sárlega þurfa á því að halda. Tilfinningin er einstaklega góð og verður ekki upplifuð nema í reynd.
Meira
Hörður Ægisson hordur@mbl.is Engin raunveruleg áætlun um afnám fjármagnshafta hafði verið unnin af hálfu stjórnvalda þegar núverandi ríkisstjórn tók við sumarið 2013. Hún kom að tómu borði.
Meira
Það færist í vöxt að gefa hvers kyns dekur og slökun í gjafir til starfsmanna, viðskiptavina og kunningja. Slík vellíðan ratar ennfremur æ oftar í pakkana til herranna, segir Erla Kristín Sverrisdóttir, snyrtifræðingur og eigandi á snyrtistofunni Morgunfrú.
Meira
Landsnet Einar S. Einarsson hefur verið ráðinn markaðs- og þjónustustjóri Landsnets. Um nýtt starf er að ræða og mun hann stýra málefnum er snúa að þjónustu- og markaðsmálum, s.s.
Meira
Það virðist alltaf gusta af Vilborgu Einarsdóttur. Alltaf eru mörg járn í eldinum hjá fyrirtæki hennar Mentor og mikið starf óunnið við að bæta og efla menntun barna, með tæknina að vopni. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?
Meira
Vefsíðan Fyrir örfáum árum gat verið heljarinnar verkefni fyrir fyrirtæki að eignast fallega vefsíðu. Vefsíðuhönnuðir og forritarar hafa lengi getað rukkað nokkuð háan taxta enda ekki á allra færi að skrifa snotran og öruggan kóða eða hanna fallega...
Meira
Áratugum saman hef ég unnið með fjármálastjóra sem trúir þessari kenningu staðfastlega. Ég skil það vel því hann er fjármálastjóri og á að hafa fjármál fyrirtækisins í brennidepli. En ég er honum samt algjörlega ósammála því ég er markaðsmaður.
Meira
Eftir Vincent Boland í Dyflini og Peter Spiegel í Brussel Bréfaskriftir Jean-Claudes Trichets og írskra ráðamanna frá árinu 2010 sýna fram á að Evrópski seðlabankinn hafði í hótunum til að fá Írland til að sækja um neyðaraðstoð.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Frumkvöðlum getur verið vandi á höndum þegar kemur að því að skipta eignarhaldinu í nýju sprotafyrirtæki. Hversu margra prósenta virði er það að eiga hugmyndina, leggja til sérfræðivinnu, fjármagn eða sambönd?
Meira
Ríkissjóður Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við vinnu stjórnvalda við losun fjármagnshafta muni nema 335 milljónum króna. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á næsta ári.
Meira
Græjan Sumir hafa nagandi áhyggjur af öryggi heimilisins á meðan heimilismeðlimir eru í vinnunni eða skólanum. Coocoon er áhugaverð ný tegund af heimavarnarkerfi sem getur slegið á áhyggjurnar.
Meira
Stöðutáknið Sumir vilja meina að Land Rover-jeppar séu ekki lengur í tísku. Nú séu breyttir tímar og bílar eigi að vera litlir, ódýrir og helst rafmagnsknúnir. Íburðarmiklar drossíur eru svo mikið „2007“.
Meira
GOmobile María Rut Kristinsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri GOmobile. María Rut hóf störf á fyrirtækjasviði félagsins í byrjun árs en hefur síðustu mánuði alfarið séð um markaðsstarf þess. Tekur hún nú formlega við starfi markaðsstjóra.
Meira
Það vakti nokkra athygli og umtal í vikunni þegar sýnt var fram á að lífeyrissjóðir landsmanna áttu yfir 40% af hlutafé skráðra félaga um síðustu áramót.
Meira
Fjárfestingar Eignarhaldsfélagið Mata hf. hagnaðist um ríflega 452 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tap að fjárhæð 63 milljónir árið áður. Guðný, Eggert, Halldór og Gunnar Gíslabörn standa á bak við fjárfestingafélagið Mata.
Meira
Frístundaveiði Slegið var met í svokölluðum frístundaveiðum á fiskveiðiárinu 2013 og 2014. Þá lönduðu 48 bátar, sem höfðu fengið leyfi til veiðanna, 335 tonnum af afla. Frá þessu er greint á kvotinn.is.
Meira
Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) stóð fyrir ráðstefnu um fjármögnun sprotafyrirtækja í vikunni. Írski englafjárfestirinn Michael Culligan hélt framsögu, ásamt Guðjóni Má Guðjónssyni, Eyrúnu Eggertsdóttur, dr.
Meira
Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Til að bregðast við kalli markaðarins, ákvað Hildur Sif Kristborgardóttir að stofnaði Sjávarafl, markaðs- og útgáfuhús í sjávarútvegi.
Meira
Vínyllinn dó næstum út. Nú er hann orðinn töff. Það sama gæti gerst með niðurhal á tónlist. Strax á næsta ári gætu tekjur vegna streymis tónlistar í gegnum veitur eins og Spotify, Pandora, SoundCloud og YouTube orðið meiri en tekjur af niðurhali.
Meira
Bókin Árangur netrisans Google byggist á meiru en bara öflugri leitarvél. Fyrirtækið er þekkt fyrir að fara óhefðbundnar og mjög árangursríkar leiðir á nánast öllum sviðum.
Meira
Eftir Richard Milne í Stokkhólmi Sænska ríkisstjórnin þykir hafa farið illa af stað í samskiptum sínum við atvinnulífið og hafa yfirlýsingar nýrra ráðherra þótt einstrengingslegar og jafnvel fjandsamlegar.
Meira
Það er ýmislegt og margvíslegt sem hægt er að setja í pakka til þeirra sem ætlunin er að gleðja. Vellíðan og dekur að hætti Provence-héraðs í Suður-Frakklandi má hæglega gefa með gjafaöskju frá L'Occitane.
Meira
Þorskur Útflutningur á léttsöltuðum frosnum þorskflökum hefur aukist töluvert það sem af er ári, samanborð við sama tímabil í fyrra, eða rúmlega 100% á milli ára. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru flutt út tæplega 5.500 tonn af vörunni en rúmlega 2.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eitt af yngstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins þarf m.a. að glíma við að mikið af fiski er seldt framhjá uppboðsmarkaði. Veiðigjöld eru byrði á rekstrinum en ágætar horfur á erlendu mörkuðum
Meira
Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fyrrverandi eigendur Skeljungs eru sögð sækjast eftir tveimur sætum í stjórn VÍS. Keyptu 3% hlut í félaginu í síðasta mánuði.
Meira
Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Síðasta ár olli bílaumboðum miklum vonbrigðum og eiginfjárstaðan er veik. Umboðin telja þó að mikill viðsnúningur hafi átt sér stað á þessu ári.
Meira
Hönnun Sveinbjargar Hallgrímsdóttur sækir innblástur í náttúruna sem hún ólst upp við. Íslensk hönnunarvara er meðal annars kjörin til að senda til viðskiptavina og samstarfsmanna erlendis.
Meira
Jóhann er ekki með staðlaðar körfur heldur velur sérstaklega í hverja gjafakörfu í samræmi við tilefnið. Sýna þarf hæfilega aðgát þegar ferskvörur fara í jólapakkann en óhætt er að ostarnir og kjötið sé í um hálfan dag utan kælis.
Meira
Trékassi með flösku af rauðvíni og flösku af hvítvíni er pakki sem fer vel undir jólatrénu. Gæti verið skemmtilegt að gefa starfsmönnum kampavínsflösku í áramótagjöf eftir jólafríið, t.d. til að fagna lokum síðasta vinnudags ársins.
Meira
Gjafirnar frá Jurtaapóteki gefa fólki afsökun til að dekra við sjálft sig, nostra við húðina eða gefa líkamanum næringarskot. Íslensk framleiðsla, aukaefnalaus, rotvarnarefnalaus, fylliefnalaus og úr lífrænu hráefni.
Meira
Í úrvalinu hjá Sölku þessi jólin er meðal annars að finna öndvegisrit Úlfars Finnbjörnssonar, Stóru alifuglabókina, og bók Margrétar Marteinsdóttur og Rakelar Garðarsdóttur um umhverfisvænan og sóunarlausan lífsstíl.
Meira
Mikið úrval gjafavöru hjá Lífi & List og fylgir skiptiréttur öllum fyrirtækjagjöfum. Reiknar með að steikarsteinninn frá Steakstones og Shorebird-tréfuglinn eftir Sigurjón Pálsson verði með vinsælustu fyrirtækjagjöfunum þessi jólin.
Meira
Ný andlitsvörulína úr íslenskum jurtum, fyrir konur á miðjum aldri, er væntanleg á markað á næstu dögum undir merkjum Sóley Organics. Húðvörur fyrirtækisins hafa fengið mjög góðar viðtökur á liðnum árum, bæði hérlendis og erlendis, og nú beinist athyglin að Bretlandsmarkaði.
Meira
Hægt að fá mikið fyrir peninginn þegar auglýsingavara er valin í jólapakkann. Gott að gæta hófs við merkingar og gera einfalda þarfagreiningu á starfsmannahópnum
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.