Greinar föstudaginn 21. nóvember 2014

Fréttir

21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

13 milljarða aukning milli ára

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrjár af helstu þjónustugreinum ferðaþjónustunnar voru í örum vexti á fyrstu átta mánuðum ársins og er veltan á tímabilinu farin að nálgast 100 milljarða í fyrsta sinn. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 52 orð

19. nóvember er eftir Freyju Í umfjöllun um Geirfinnsmálið á síðu 14 í...

19. nóvember er eftir Freyju Í umfjöllun um Geirfinnsmálið á síðu 14 í Morgunblaðinu 19. nóvember segir að Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, sé höfundur bókarinnar 19. nóvember. Meira
21. nóvember 2014 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Aftakaharður vetur vestanhafs

Vitað er um átta dauðsföll af völdum stórhríðar í Erie-sýslu í New York-ríki. Um 240 þjóðvarðliðar voru kallaðir út í sýslunni til að aðstoða við snjómokstur og einn þeirra mokar hér af þaki húss í bænum West Seneca. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Ágóðinn rennur til kaupa á nýju tæki

Hljómsveitin Todmobile heldur stórtónleika í kvöld, föstudaginn 21. nóvember, í Bíóhöllinni á Akranesi. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Ákvörðun um þrengingu var frestað

Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur að hefja kynningu á tillögu umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar að þrengingu á Grensásveg og gerð hjólastígs á götunni sunnan Miklubrautar. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 795 orð | 4 myndir

„Þeir hlusta ekki á borgarana“

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Brennisteinsmengun berst í norðurátt frá gosstöðvum

Brennisteinsmengun vegna eldgossins í Holuhrauni fór mest upp í um 800 míkrógrömm nærri Mývatni og í Reykjahlíð í gær. Samkvæmt skilgreiningum getur slíkt hlutfall í andrúmsloftinu farið illa í viðkvæma. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 373 orð | 2 myndir

Byggja upp jarðhitasvæði í Níkaragva

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu milli ENEL, orkufyrirtækis Níkaragva, og fyrirtækisins Icelandic Geothermal Power SE um þróun auðlindagarðs á jarðhitasvæðunum Masaya, Apoya og Mombacho. Meira
21. nóvember 2014 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Dýrasta íbúð á Norðurlöndum seld

Þriggja svefnherbergja íbúð í Ósló var seld á 40 milljónir norskra króna í vikunni, jafnvirði 730 milljóna íslenskra. Að sögn norskra fjölmiðla er íbúðin sú dýrasta sem selst hefur á Norðurlöndunum miðað við fermetraverð. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 191 orð

Einnar gáttar stefna skaðar

„Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hefur náð þolmörkum. Um þetta eru flestir sammála og því er brýnt að leita lausna til framtíðar. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Eiturgufur í lofti

Íbúar við Súðarvog í Reykjavík hafa kvartað undan efnamengun frá nýju sprautunarverkstæði í hverfinu en borgaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu. Ármann Reynisson rithöfundur býr í hverfinu. Hann segir mengunina rýra verðmæti íbúða. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Eldri skákmenn leika sér

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrstu Íslandsmót eldri skákmanna í atskák fara fram í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju á morgun. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Eldri skákmenn með skákdellu

Einar S. Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands og nú formaður Riddarans í Hafnarfirði, er einn helsti hvatamaður skáklífs eldri skákmanna og Íslandsmótanna á morgun. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Eldvarnir betri og áhuginn brennandi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Krakkarnir eru áhugasamir og árangurinn af þessu starfi góður,“ segir Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 264 orð

Erum að dragast aftur úr

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Íslendingar hafa dregist aftur úr nágrannaþjóðunum í útflutningi í sjávarútvegi á síðustu árum. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Fjarðabyggð fær endurgreitt

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Þjóðskrá Íslands og íslenska ríkið skuli endurgreiða sveitarfélaginu Fjarðabyggð oftekið fasteignamatsgjald vegna álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Fjárlög bitna á Nýsköpunarstofnun

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur þurft að fækka starfsfólki sem nemur sjö stöðugildum á árinu vegna áhrifa fjárlaga 2014. Þetta kemur fram í svari iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 871 orð | 3 myndir

Glapræði að grafa undan forskotinu

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er glapræði að grafa undan forskoti okkar með álögum sem valda því að við verðum ekki áfram í fararbroddi í samkeppni við ríkisstyrktar afurðir samkeppnisaðila okkar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, m.a. Meira
21. nóvember 2014 | Erlendar fréttir | 576 orð | 2 myndir

Góð kynni yfir kvöldverði í stað fordóma

Sollentuna. AFP. | Í stríðshrjáðu landinu sem Mikhail Zuhir kemur frá, Sýrlandi, getur bank á dyr að kvöldlagi verið fyrirboði dauða, en þegar Zuhir drepur á dyr hjá grönnum sínum í Svíþjóð á dimmu kvöldi kemur hann með blóm og fær í staðinn bros. Meira
21. nóvember 2014 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Hertogaynjan af Alba látin

Hertogaynjan af Alba, auðugasta kona Spánar, lést í höll sinni í Seville í gær, 88 ára að aldri. Hún var þekkt fyrir að binda ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir og bar fleiri titla en nokkur annar aðalsmaður í heiminum. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 118 orð

Hótaði lögreglumönnum með hnífi

Óskað var eftir lögregluaðstoð í heimahús á Ísafirði aðfaranótt mánudags vegna manns í sjálfsvígshugleiðingum. Í tilkynningu til lögreglu fylgdu upplýsingar um að maðurinn væri með skurðáverka á handleggjum. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Hraðhleðslustöð við Fríkirkjuveginn

Orka náttúrunnar hefur nú opnað hraðhleðslustöð við Fríkirkjuveg í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stöðin er sú fyrsta í miðborginni en sú níunda sem Orka náttúrunnar setur upp á árinu. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Hæstiréttur staðfesti sýknu

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm í meiðyrðamáli sem Egill Einarsson höfðaði á hendur Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 158 orð

Kvarta yfir ósanngjarnri samkeppni

Nátengd form menningarefnis sitja ekki við sama borð við skattlagningu hér á landi. Þannig eru bækur og tónlist í neðra þrepi virðisaukaskatts, en kvikmyndir og sjónvarpsefni í efra þrepi. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 498 orð | 2 myndir

Lausafjármunir standa án stöðuleyfa við Jökulsárlón

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hornafjarðarbær hefur hafnað að veita Jökulsárlóni ferðaþjónustu ehf. stöðuleyfi fyrir yfirbyggða miðasölukerru og yfirbyggða kerru fyrir flotgalla við Jökulsárlón. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Ljúft að leika sér í Laugardal

Góða veðrið hefur leikið við Reykvíkinga í haust og á því var engin undantekning í gær. Þegar veður er gott er lítið mál að njóta útiverunnar með góða skapið að vopni, af því tilefni voru hressir 6. bekkingar í Laugarnesskóla í ratleik í Laugardal. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Lögin fyrst og sáttmálann svo

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Staðan á Íslandi væri allt önnur og betri ef stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 82 orð

Mannlaus trukkur rann og olli miklu tjóni

„Það var alveg með ólíkindum að engan sakaði,“ sagði Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhards við Vatnagarða, en mikið tjón varð þegar 18 hjóla trukkur með stórum tengivagni rann stjórnlaust frá Holtagörðum að verkstæði Bernhards á þriðja... Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 582 orð | 2 myndir

Margt er líkt með skyldum – en ekki allt

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norðurlandaþjóðirnar eru um margt líkar á sumum sviðum en á öðrum nokkuð ólíkar. Þetta kemur greinilega fram í Norrænu hagtöluárbókinni 2014 . Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Matur leikskólanna ekki í samræmi við manneldismarkmið

Maturinn í leikskólanum Sunnufold í Grafarvogi uppfyllir ekki opinber manneldismarkmið samkvæmt úttekt foreldraráðs skólans. Líklegt er að hið sama gildi um aðra leikskóla borgarinnar. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 80 orð

Málefni flóttamanna til umræðu í Iðnó

Sunnudaginn 23. nóvember efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til málþings um málefni flóttamanna og umsækjenda og alþjóðlega vernd á Íslandi. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Meirihlutinn samþykkti 19 mánaða samkomulag

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar

Dr. Michael Bregnsbo, lektor við Syddansk Universitet í Óðinsvéum mun flytja Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar 2014 í dag kl. 15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Sagnfræðistofnunar HÍ. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Nýtt frístundaheimili rís

Borgarráð samþykkti í gær að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við frístundaheimilið Vogasel við Vogaskóla. Gert er ráð fyrir allt að 110 börnum í Vogaseli. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Óánægja með leikskólamat

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Foreldraráð leikskólans Sunnufoldar í Grafarvogi hefur sent borgaryfirvöldum ályktun þar sem mótmælt er fyrirhugaðri lækkun á framlagi til hráefniskaupa í leikskólum Reykjavíkur. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Ómar

Ástin blómstrar Kossinn er lífsnauðsynlegur fólki hvort sem það heilsast eða kveður hvað annað, en ekki var annað sjá en að ástin blómstraði á Skólavörðuholtinu nú sem... Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Rætt um gagntilboð Félags tónlistarskólakennara

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samningafundi samninganefndar sveitarfélaganna og Félags tónlistarskólakennara (FT) lauk hjá ríkissáttasemjara undir kvöld í gær. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Sala aðgöngumiða og minjagripa verður í nýja húsinu

Framkvæmdum við nýtt móttökuhús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal er um það bil að ljúka. Þar verður miðasalan til húsa og minjagripir seldir. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Smyglað undir fölsku íslensku flaggi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rúmlega 300 tonn af laxi hafa verið flutt inn til Rússlands frá því í október með fölsuðum merkingum frá tveimur íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og fölsuðum vottorðum frá Matvælastofnun. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Spyr um athugun vegna trúnaðarbrots

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent fjármálaráðherra skriflega fyrirspurn þar sem óskað er eftir svörum um athugun rekstrarfélags Stjórnarráðsins „á trúnaðarbroti í innanríkisráðuneytinu,“ eins og þar segir. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 175 orð

Stjórnin alltaf upplýst

Ekki er að sjá að samdráttur í starfsmannahaldi Ríkisútvarpsins hafi ennþá skilað sér í lægri launakostnaði fyrirtækisins. Þetta segir í minnisblaði um málefni RÚV sem Ríkisendurskoðun hefur sent fjárlaganefnd Alþingis. Meira
21. nóvember 2014 | Erlendar fréttir | 242 orð

Sökuð um að dreifa áróðri

Rússar hafa opnað sjónvarpsstöð í Bretlandi og stofnað nýja fréttaveitu sem nefnist Sputnik og á að dreifa fréttum á þrjátíu tungumálum frá og með næsta ári. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 76 orð

Unglingaskákmót Fjölnis í Rimaskóla

Eitt elsta barna- og unglingaskákmót landsins, TORG-skákmót Fjölnis, verður haldið í 11. sinn laugardaginn 22. nóvember. Teflt verður í hátíðarsal Rimaskóla og hefst mótið kl. 11:00. Þátttakendur mæti tímanlega til skráningar. Meira
21. nóvember 2014 | Erlendar fréttir | 231 orð

Vilja ekki fá forræði í utanríkismálum

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Meirihluti grænlenska þingsins er andvígur tillögu tveggja stjórnarandstöðuflokka um að Færeyingar fari sjálfir með utanríkis- og varnarmál frá næstu áramótum og láti ekki stjórnvöld í Danmörku um það eins og verið hefur. Meira
21. nóvember 2014 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Þorkell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti í Borgarfirði

Þorkell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti í Borgarfirði, lést síðastliðinn þriðjudag eftir erfið veikindi, 67 ára að aldri. Þorkell stundaði um árabil netaveiðar í Hvítá og kom upp sögusafni um veiðarnar. Þorkell var fæddur 28. ágúst 1947. Meira

Ritstjórnargreinar

21. nóvember 2014 | Leiðarar | 288 orð

Hvað gerist við heimkomuna?

Stemma verður stigu við nýliðun hjá Ríki íslams Meira
21. nóvember 2014 | Staksteinar | 207 orð | 1 mynd

Óþörf stofnun

Vinnuhópur um lög, reglur og stjórnsýslu eftirlitsstofnana skilaði í gær áfangaskýrslu þar sem settar eru fram ýmsar tillögur til úrbóta. Meira
21. nóvember 2014 | Leiðarar | 336 orð

Vonarneisti

Ebólan hefur valdið miklu tjóni en vonir standa til að brátt megi sjá fyrir endann á faraldrinum Meira

Menning

21. nóvember 2014 | Kvikmyndir | 886 orð | 2 myndir

Andlit Íslands og þjóðargersemi

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jöklarinn – brot úr sögu Þórðar Halldórssonar, mesta lygara allra tíma – eða hvað? nefnist ævintýraleg heimildakvikmynd eftir Kára G. Schram sem verður frumsýnd annað kvöld kl. 20 í Bíó Paradís. Meira
21. nóvember 2014 | Tónlist | 365 orð | 1 mynd

„Bland í poka“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það má segja að ég taki forskot á sæluna,“ segir Steingrímur Þórhallsson tónskáld og organisti um tónleika sem haldnir verða í Neskirkju á morgun kl. 17. Meira
21. nóvember 2014 | Tónlist | 59 orð | 1 mynd

Godspeed You! Black Emperor á ATP

Hljómsveitin Godspeed You! Black Emperor mun leika á tónlistarhátíðinni All Tomorrow's Parties sem fram fer á Ásbrú í Reykjanesbæ 2.-4. júlí 2015. Meira
21. nóvember 2014 | Leiklist | 178 orð | 1 mynd

Hugleikur með óperu á leiklistarhátíð í Belgíu

Sýning leikfélagsins Hugleiks, Hin einkar hörmulega ópera um grimman dauða Píramusar og Þispu , hefur verið valin til þátttöku á leiklistarhátíð alþjóðaáhugaleikhúsráðsins, AITA/IATA í Belgíu 6.-13. júlí 2015. Meira
21. nóvember 2014 | Kvikmyndir | 415 orð | 2 myndir

Minna verður meira

Heimildarmynd eftir Yrsu Roca Fannberg. Ísland, 2014. 58 mín. Meira
21. nóvember 2014 | Tónlist | 686 orð | 2 myndir

Ólafur í nýju hlutverki

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ólafur Björn Ólafsson gaf fyrir fáeinum vikum út sína fyrstu sólóplötu, Innhverfi , undir listamannsnafninu Óbó. Meira
21. nóvember 2014 | Kvikmyndir | 90 orð

Rökkurmyndir og glæpasagnaganga

Borgarbókasafn tekur virkan þátt í glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hófst í gær og stendur til sunnudags. Þessa daga verða sýndar alls fjórar rökkurmyndir (Film Noir) kl. 15 í Kamesi safnsins, sem er á 5. hæð í aðalsafni, Tryggvagötu 15. Meira
21. nóvember 2014 | Kvikmyndir | 269 orð | 1 mynd

Stríð í ólíkum myndum

The Hunger Games: Mokingjay – Part 1 Kvikmynd byggð á þriðju bók E.L. James um Hungurleikana. Tvær kvikmyndir voru gerðar upp úr bókinni og er þetta sú fyrri. Meira
21. nóvember 2014 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Sykurmolabörn á topp-tíu-lista Frickes

David Fricke, einn þekktasti tónlistarmaður heims sem skrifar fyrir tímaritið Rolling Stone, var einn þeirra blaðamanna sem sóttu Iceland Airwaves-hátíðina í byrjun mánaðar og hefur hann nú birt lista yfir tíu bestu tónleika hátíðarinnar af þeim sem... Meira
21. nóvember 2014 | Tónlist | 62 orð | 1 mynd

Tónverk frá ýmsum tímum í hádeginu

Íslenski sönglistahópurinn kemur fram á tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Laugarneskirkju í hádeginu í dag. Yfirskrift tónleikanna er Libera me , en á efnisskránni eru trúarleg tónverk frá ýmsum tímum án undirleiks. Meira
21. nóvember 2014 | Fjölmiðlar | 179 orð | 1 mynd

Við þurfum safaríkar steikur

Það besta í íslenskri dagskrárgerð um þessar mundir er málfarsþátturinn Orðbragð og þjóðmálaþátturinn Hæpið. Það sem þessir ágætu þættir eiga sammerkt er frumleiki í hugsun og nálgun á efninu. Meira
21. nóvember 2014 | Myndlist | 126 orð | 2 myndir

Zaklynsky með nýja sýningu

Lumine Maris Ubique nefnist sýning Alexanders Zaklynskys sem verður opnuð í Gallerí Bakarí á Skólavörðustíg 40 í dag kl. 17. Meira

Umræðan

21. nóvember 2014 | Pistlar | 410 orð | 1 mynd

Bara tímaspursmál

Flest bendir til þess að einungis sé tímaspursmál hvenær raunveruleg krafa verður sett fram af hálfu Evrópusambandsins um að sambandið taki með beinum hætti yfir landamæraeftirlit á ytri landamærum Schengen-samstarfsins og þar með talið hér á landi. Meira
21. nóvember 2014 | Aðsent efni | 447 orð | 1 mynd

Fegurð náttúrunnar – okkar verðmætasta auðlind

Eftir Andrés Arnalds: "Fegurð Íslands er hornsteinn ferðaþjónustunnar, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyri. Náttúruvernd verður að efla." Meira
21. nóvember 2014 | Aðsent efni | 671 orð | 1 mynd

Frelsi á fjórum hjólum

Eftir Ólaf Stephensen: "Stuðningsmenn viðskiptafrelsisins hljóta að vilja að þegar frelsisbíllinn leggur af stað sé hann á öllum fjórum hjólum, en ekki bara einu eða tveimur." Meira
21. nóvember 2014 | Aðsent efni | 785 orð | 1 mynd

Íslenskir vísindamenn öflugir við birtingu vísindagreina í ritrýndum tímaritum

Eftir Þorvald Finnbjörnsson: "Birtingar vísindagreina í ritrýndum tímaritum eru mikilvægur mælikvarði á virkni vísinda í hverju landi. Íslenskir vísindamenn eru öflugir á því sviði." Meira
21. nóvember 2014 | Aðsent efni | 395 orð | 1 mynd

Lækkið tryggingagjaldið

Eftir Þorstein Víglundsson: "Ríkisstjórnin boðaði skattalækkanir á atvinnulífið en reynslan er þveröfug." Meira
21. nóvember 2014 | Aðsent efni | 453 orð | 1 mynd

Staðgöngumæðrun og samkynhneigð

Eftir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur: "Þarna er komið inn í frumvarpið að samkynhneigðir megi notast við þessa leið." Meira
21. nóvember 2014 | Velvakandi | 70 orð | 1 mynd

Tilboð

Ég versla reglulega í Fiskikónginum uppi á Höfða. Um daginn fór ég þar inn til að kaupa fiskfars sem ég bý svo til bollur úr við miklar vinsældir barnanna minna. Meira

Minningargreinar

21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 1524 orð | 1 mynd

Guðbjörg Hallvarðsdóttir

Guðbjörg Hallvarðsdóttir fæddist 4. maí 1935 í Vestmannaeyjum. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 11. nóvember 2014. Foreldrar Guðbjargar voru Hallvarður Sigurðsson, f. 14. maí 1902 á Seyðisfirði, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 544 orð | 1 mynd

Helga Jóhannsdóttir

Helga Jóhannsdóttir fæddist 1. júní 1964 í Reykjavík. Hún lést á Vífilsstöðum 13. nóvember 2014. Foreldrar hennar eru Margrét Sigfúsdóttir, f. í Reykjavík 3. september 1929, og Jóhann Hannesson, f. í Reykjavík 21. júní 1930. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 445 orð | 1 mynd

Helga Kristín Einarsdóttir

Helga K. Einarsdóttir fæddist 1. september 1941. Hún lést 31. október 2014. Jarðarför hennar var gerð 6. nóvember 2014. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 396 orð | 1 mynd

Indriði Björnsson

Indriði Björnsson fæddist 8. maí 1932 á Víkingavatni í Kelduhverfi. Hann lést 10. nóvember 2014 á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Foreldrar hans voru Kristín Hallgrímsdóttir frá Undirvegg og Björn Stefánsson frá Garði. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 372 orð | 1 mynd

Lillý Oktavía Guðmundsdóttir

Lillý Oktavía Guðmundsdóttir fæddist 13. september 1934. Hún lést 21. október 2014. Útför Lillýjar fór fram 29. október 2014. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 1573 orð | 1 mynd

Margrét Sjöfn Davíðsdóttir

Margrét Sjöfn Davíðsdóttir (Sísí), hárgreiðslumeistari, fæddist í Reykjavík 15. júní 1934. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 15. nóvember 2014. Hún var dóttir hjónanna Davíðs Gíslasonar, stýrimanns frá Hamri í Múlasveit við Breiðafjörð, f. 28.7. 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 2923 orð | 1 mynd

Reynir Gísli Karlsson

Reynir Gísli Karlsson fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1934. Hann lést á Landakotsspítala 12. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Ásta Þorkelsdóttir húsmóðir, f. 27.12. 1908, d. 7. nóvember 1996, og Karl G. Gíslason verkstjóri, f. 15.11. 1909, d. 16. 8. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 351 orð | 1 mynd

Sesselja Margrét Karlsdóttir

Sesselja Margrét Karlsdóttir fæddist 19. janúar 1929. Hún lést 19. október 2014. Útför Sesselju fór fram 28. október 2014. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 1457 orð | 1 mynd

Sæmundur Sigurþórsson

Sæmundur Sigurþórsson fæddist hinn 1. maí 1943 á Reyðarvatni á Rangárvöllum. Hann lést 8. nóvember 2014. Sæmundur var sonur Sigurþórs Óskars Sæmundssonar, f. 25. október 1915, d. 21. desember 1999, og Ástu Laufeyjar Gunnarsdóttur, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 590 orð | 1 mynd

Teitur Bergþórsson

Teitur Bergþórsson fæddist 23. ágúst 1953. Hann lést 31. október 2014. Útför Teits var gerð 11. nóvember 2014. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 5069 orð | 1 mynd

Unnar Jón Kristjánsson

Unnar Jón Kristjánsson fæddist í Reykjavík 12. maí 1966. Hann lést 9. nóvember 2014. Unnar var yngstur sjö systkina. Foreldrar hans eru Kristján V. Kristjánsson, f. 5.8. 1920, d. 9.11. 1998, og Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 1.8. 1924. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 1790 orð | 1 mynd

Viðar Jónsson

Viðar Jónsson fæddist í Vestmannaeyjum hinn 15. apríl 1960. Hann lést 13. nóvember síðastliðinn. Viðar var sonur hjónanna Kjartaníu Vilborgar Vilhjálmsdóttur, f. 22. nóvember 1922, og Jóns Tómasar Markússonar, f. 30. nóvember 1915, d. 13. júní 1989. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2014 | Minningargreinar | 1014 orð | 1 mynd

Vorsveinn Dalmann Friðriksson

Vorsveinn Dalmann Friðriksson fæddist 28.6. 1934 á Hverhóli í Skíðadal. Hann lést á heimili sínu, Höfðahlíð 11, hinn 11.11. 2014. Foreldrar Vorsveins voru hjónin Friðrik Jónsson, f. 2.11. 1892, d. 1985, og Svanfríður Gunnlaugsdóttir, f. 27.11. 1900, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. nóvember 2014 | Viðskiptafréttir | 228 orð | 1 mynd

Afkoma Eimskips batnar milli ára

Hagnaður Eimskips á þriðja fjórðungi ársins var 7,5 milljónir evra, eða sem svarar 1,1 milljarði króna, og jókst um 2,4 milljónir evra eða 48,0% frá sama fjórðungi í fyrra. Meira
21. nóvember 2014 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Einn nefndarmaður á móti lækkun stýrivaxta

Einn nefndarmaður peningastefnunefndar af fimm greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um lækkun stýrivaxta á síðasta fundi peningastefnunefndar. Kaus hann frekar að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meira
21. nóvember 2014 | Viðskiptafréttir | 395 orð | 1 mynd

Hagnaður 3,5 milljarðar á fjórðungnum

Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 18,2 milljörðum króna, en hann var 15,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi eigin fjár eftir skatta 13,8% en 13,4% í fyrra. Meira
21. nóvember 2014 | Viðskiptafréttir | 469 orð | 2 myndir

Háð fyrirvara um undanþágu frá fjármagnshöftum

Baksvið Hörður Ægisson hordur@mbl. Meira
21. nóvember 2014 | Viðskiptafréttir | 58 orð

HS Orka semur við AZAZO um hugbúnað

AZAZO (áður Gagnavarslan) og HS Orka hafa gert með sér samning um innleiðingu á CoreData ECM hugbúnaðarlausninni og hyggst HS Orka nýta lausnina í alla sína starfsemi. Meira
21. nóvember 2014 | Viðskiptafréttir | 230 orð | 1 mynd

Mest flutt af fiski til Rússlands

Áætlað er að 13.700 tonnum af eldisfiski verði slátrað hér á landi á næsta ári sem er um tvöfalt meira magn en í fyrra, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Meira
21. nóvember 2014 | Viðskiptafréttir | 85 orð | 1 mynd

Opnað fyrir umsóknir í Gulleggið

Í dag verður opnað fyrir umsóknir í frumkvöðlakeppnina Gulleggið 2015 og er það liður í Alþjóðlegu athafnavikunni sem Klak Innovit hefur umsjón með á Íslandi. Meira

Daglegt líf

21. nóvember 2014 | Daglegt líf | 934 orð | 4 myndir

Crossfit blómstrar líka í Hveragerði

Í litlu bæjarfélagi fyrir austan fjall, nánar tiltekið í Hveragerði, var opnuð þjálfunarstöð fyrir crossfit árið 2012. Á tveimur árum hefur komið í ljós að íbúar víðsvegar að af Suðurlandi leggja leið sína í stöðina til þess að iðka íþróttina. Meira
21. nóvember 2014 | Daglegt líf | 152 orð | 1 mynd

Farið í fjölskyldu- og friðargöngu á Esjuna um helgina

Laugardaginn 22. nóvember verður friðar- og fjölskylduganga á Esjuna til að minna á þá sem minna mega sín. Þátttakendur sem vilja og hafa tök á geta valið sér málefni til að styrkja. Meira
21. nóvember 2014 | Daglegt líf | 310 orð | 1 mynd

Heimur Ingileifar

Þegar leið að lokum ferðarinnar voru töskurnar orðnar troðfullar og veskin tóm. Meira
21. nóvember 2014 | Daglegt líf | 130 orð | 1 mynd

Hvernig varð Ósjálfrátt til?

Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ætlar í hádegisfyrirlestri í dag að ræða um bók sína Ósjálfrátt, þar sem segir frá hennar eigin lífi og fólksins hennar, sem þjóðin kannast við, hún er jú barnabarn Halldórs Laxness. Meira
21. nóvember 2014 | Daglegt líf | 75 orð | 1 mynd

Mávahlátur hljómar víða

Ekki einvörðungu á Íslandi sýnir fólk fuglum nærgætni og gefur þeim mola í maga. Meira
21. nóvember 2014 | Daglegt líf | 139 orð | 1 mynd

...njótið tóna Lucyar í kvöld

Á þessum síðustu og bestu tímum er íslenska þjóðin sérdeilis rík af ungu, vel menntuðu og hæfileikaríku tónlistarfólki. Meira

Fastir þættir

21. nóvember 2014 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. c4 Rb6 5. exd6 cxd6 6. Rc3 g6 7. Bd3 Bg7...

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. c4 Rb6 5. exd6 cxd6 6. Rc3 g6 7. Bd3 Bg7 8. Rge2 Rc6 9. d5 Re5 10. b3 Rxd3+ 11. Dxd3 Bf5 12. Dd2 Dc8 13. Bb2 0-0 14. 0-0 Rd7 15. Rd4 Rf6 16. Hfe1 He8 17. He2 Bg4 18. f3 Bd7 19. Hae1 Kf8 20. Kh1 a6 21. a4 Dc7 22. Meira
21. nóvember 2014 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

90 ára

Í dag er níræð Arndís Sigurðardóttir Genualdo . Hún er elst tíu systkina, þar af eru níu á lífi. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristjánsson alþingismaður og Ragna Pétursdóttir húsfrú, Vonarstræti 2, Rvík. Meira
21. nóvember 2014 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir

30 ára Auðbjörg ólst upp á Skatastöðum í Austurdal og í Stekkjarholti, býr á Sauðárkróki og er þroskaþjálfi og Bowentæknir á Króknum. Maki: Guðberg Ellert Haraldsson, f. 1974, þroskaþj. Börn: Haraldur Óli, f. 2004, og Harpa Sóllilja, f. 2011. Meira
21. nóvember 2014 | Fastir þættir | 182 orð

Á móti líkum. S-Enginn Norður &spade;G102 &heart;1043 ⋄KG...

Á móti líkum. S-Enginn Norður &spade;G102 &heart;1043 ⋄KG &klubs;ÁKG108 Vestur Austur &spade;ÁD753 &spade;98 &heart;6 &heart;DG752 ⋄ÁD1043 ⋄9865 &klubs;64 &klubs;53 Suður &spade;K64 &heart;ÁK98 ⋄72 &klubs;D972 Suður spilar 3G. Meira
21. nóvember 2014 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Baldvin Þór Bergþórsson

30 ára Baldvin ólst upp í Garði, býr þar og starfar hjá Nesfiski í Garði. Maki: Brynja Lind Vilhjálmsdóttir, f. 1986, starfar við íþróttahúsið í Garðinum. Dætur: Berglind Elma, f. 2006, og Kristrún Ýr, f. 2010. Foreldrar: Bergþór Baldvinsson, f. Meira
21. nóvember 2014 | Árnað heilla | 236 orð | 1 mynd

Bjarni Böðvarsson

Bjarni Böðvarsson hljómsveitarstjóri fæddist í Skildinganesi í Skerjafirði 21.11. 1900. Foreldrar hans voru Böðvar Bjarnason, prófastur á Hrafnseyri við Arnarfjörð, og k.h., Ragnhildur Teitsdóttir. Meira
21. nóvember 2014 | Í dag | 307 orð

Enn um Hallgerði og dagur íslenskrar tungu

Eins og lesendur Vísnahorns vita eru þrjár ljóðlínur í braghendu. Meira
21. nóvember 2014 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Íris Indriðadóttir

30 ára Íris lauk BEd.-prófi, er íþróttakennari við Flataskóla og kennari hjá World Class. Maki: Georg Alexander Valgeirsson, f. 1980, rafeindavirki. Synir: Sigurður Darri, f. 2007, og stjúpsynir: Halldór Snær, f. 2004, og Valgeir Marínus, f. 2009. Meira
21. nóvember 2014 | Í dag | 27 orð

Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð hefur sent einkason sinn í...

Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að hann skyldi veita okkur nýtt líf. Meira
21. nóvember 2014 | Í dag | 55 orð

Málið

Framhald frá í gær. Undantekningar – nokkrar: Orð sem enda á - ía (til baktería), - ja á eftir sérhljóða (til eyja), - ja á eftir öðrum samhljóða en g eða k (til hetja), - ngla (til kringla) og - va (til tölva). Meira
21. nóvember 2014 | Árnað heilla | 265 orð | 1 mynd

Stundar spennandi framhaldsnám

ÁÁrni Pétur Reynisson er í meistaranámi á leiklistarsviði í listkennsludeild í Listaháskólanum. „Ég er í námsleyfi frá Reykjavíkurborg í vetur og geri ráð fyrir að klára masterinn í vor. Þetta er frábærlega skemmtilegt nám en strembið um leið. Meira
21. nóvember 2014 | Árnað heilla | 141 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Arndís S. Meira
21. nóvember 2014 | Árnað heilla | 660 orð | 3 myndir

Var skelfilega matvandur

Kristinn fæddist í Reykjavík 21.11. 1964: „Fyrstu fjögur árin mín áttum við heima á Langholtsvegi 71, í kjallaranum hjá afa og ömmu. Við fluttum í Fossvoginn 1968. Þar var ég nánast samfleytt fram á fullorðinsár. Meira
21. nóvember 2014 | Fastir þættir | 288 orð

Víkverji

Það er ótrúlega gott verð fyrir svona fínan bíl, sagði Heimir Karlsson í bílahorni Bítis Bylgjunnar í gærmorgun þegar hann var upplýstur um að kaupa mætti ákveðinn bíl fyrir tæplega 5,4 milljónir króna. Meira
21. nóvember 2014 | Í dag | 157 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

21. nóvember 1942 Fyrsta einkasýning Nínu Tryggvadóttur var opnuð í Garðastræti 17 í Reykjavík. Á sýningunni voru sjötíu málverk, meðal annars mannamyndir. Meira

Íþróttir

21. nóvember 2014 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Á þessum degi

21. nóvember 1970 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigrar Bandaríkjamenn, 30:14, í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni en það er fyrri leikur af tveimur í heimsókn bandaríska liðsins. Ólafur H. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 450 orð

„Erfitt bæði andlega og líkamlega“

„Ég hef verið í ÍR síðan ég var 8 ára og á fullt af góðum vinum þar sem styðja mig áfram. Þetta var mjög erfið ákvörðun en ég fann að hún væri rétt. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla ÍR – Grindavík 90:85 ÍR: Trey Hampton 18...

Dominos-deild karla ÍR – Grindavík 90:85 ÍR: Trey Hampton 18, Matthías Orri Sigurðarson 18, Sveinbjörn Claessen 18, Kristján Pétur Andrésson 12, Hamid Dicko 9, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Ragnar Örn Bragason 5, Vilhjálmur T. Jónsson 4. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 410 orð | 3 myndir

Fjórir landsliðsmenn í FH

Frjálsar Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Frjálsíþróttadeild FH hefur borist öflugur liðsauki en fjórir landsliðsmenn hafa komið til félagsins á síðustu dögum og með tilkomu þeirra hefur FH-liðið styrkst til mikilla muna. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Grétar Rafn í starfsþjálfun hjá AZ

Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, verður við störf hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar út þetta tímabil. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 441 orð | 3 myndir

G ylfi Þór Sigurðsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, var í gær...

G ylfi Þór Sigurðsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, var í gær útnefndur leikmaður októbermánaðar hjá Swansea City. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Haukar gegn Haukum í 16 liða úrslitum

Það verða tveir eða þrír úrvalsdeildarslagir í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik. Það veltur á því hvort ÍR eða hið taplausa topplið 1. deildar, Grótta, fer með sigur af hólmi í rimmu liðanna í 32 liða úrslitum á mánudagskvöld. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 541 orð | 4 myndir

Háspenna en kaflaskipt í grannaslagnum

Á Ásvöllum Guðmundur Hilmarsson gummh@mbl.is Það var sannkölluð háspenna á lokamínútunum í viðureign Hauka og FH í Olís-deildinni en liðin áttust við í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: IG-höllin: Þór Þ...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: IG-höllin: Þór Þ. – Skallagrímur 19.15 1. deild karla: Ísafjörður: KFÍ – Valur 19.15 Smárinn: Breiðablik – Höttur 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Höllin Ak. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 573 orð | 4 myndir

Margir drógu vagninn

Í Garðabæ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Stjarnan hristi af sér slenið eftir ósigurinn gegn botnliði Skallagríms í síðustu umferð þegar Fjölnir kom í heimsókn í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gær. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd

Níu sigrar Fram í níu leikjum

Fram-konur voru ekki í teljandi vandræðum með að innbyrða sinn níunda sigur í jafnmörgum leikjum í Olís-deild kvenna í handknattleik í gærkvöld þegar FH kom í heimsókn í Safamýrina. Lokatölur urðu 21:15 eftir að staðan var 12:8 í hálfleik. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 576 orð | 3 myndir

Njarðvík heldur út

Í Njarðvík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi þegar lið Snæfells frá Stykkishólmi heimsótti þá grænklæddu í Ljónagryfjuna í gærkvöldi í Dominos-deild karla. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 454 orð | 4 myndir

Nýliðarnir gefa ekkert eftir í toppslagnum

Í Eyjum Arnar Gauti Grettisson sport@mbl.is Íslandsmeistarar ÍBV tóku á móti nýliðum Aftureldingar í Eyjum í gær. Mosfellingar hafa leikið lengst af vel í vetur en gengi Íslandsmeistaranna hefur ekki verið nógu gott. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Olís-deild karla ÍBV – Afturelding 23:24 Haukar – FH 22:22...

Olís-deild karla ÍBV – Afturelding 23:24 Haukar – FH 22:22 Fram – ÍR 18:27 Staðan: Afturelding 12822294:27218 Valur 11722291:26816 ÍR 12723322:30116 FH 12723321:29316 Akureyri 11605287:27312 Haukar 12444292:27812 ÍBV 11416290:2949... Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Sjötti sigurleikurinn hjá Tindastóli

Nýliðar Tindastóls fylgja Íslandsmeisturum KR áfram eins og skugginn í toppbaráttu Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Þeir sigruðu Keflvíkinga mjög örugglega, 97:74, á Sauðárkróki í gærkvöld og hafa unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í... Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Stærsti sigur ÍR-inga kom í Safamýri

ÍR steig ekki feilspor í toppbaráttu Olís-deildar karla í handknattleik þegar liðið sótti Fram heim í Safamýri í gærkvöld. Botnliðið reyndist engin fyrirstaða fyrir ÍR-inga sem unnu sinn stærsta sigur í vetur en níu mörkum munaði í leikslok, 27:18. Meira
21. nóvember 2014 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Þau tvenn alheimssamtök sem íslenskir íþróttaáhugamenn þekkja hvað best...

Þau tvenn alheimssamtök sem íslenskir íþróttaáhugamenn þekkja hvað best til, FIFA og IHF, eru skrýtnar stofnanir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.