Herjólfur siglir aðeins eina ferð til Vestmannaeyja í dag og á morgun. Siglt verður frá Þorlákshöfn báða dagana. Það stafar af því að samkvæmt ölduspá verður ófært til Landeyjahafnar þessa daga.
Meira
Talning í Skoruvíkurbjargi á Langanesi, sem Náttúrustofa Norðausturlands framkvæmdi í sumar, bendir til 42% fækkunar stuttnefju frá síðasta ári. Hefur stuttnefju nú fækkað um 82% í Skoruvíkurbjargi á tímabilinu frá 1986 fram til ársins 2014.
Meira
„Samskipti lögreglustjóra eru við alla starfsmenn ráðuneytis án tillits til stöðu þeirra innan ráðuneytisins. Það ræðst af efni hvers erindis hver starfsmanna ráðuneytis er í samskiptum við lögreglustjóra.
Meira
Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum leiddu verkfallsaðgerðir á flæði- og aðgerðasviði til þess að fresta þurfti 35-40 skipulögðum aðgerðum í gær. Þar með lengist biðlistinn sem því nemur. Hins vegar voru gerðar 15-20 bráðaaðgerðir í gær.
Meira
Karlmaður, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir og leitað var að með aðstoð björgunarsveita, fannst látinn á Miðnesheiði norður af öryggisgirðingu sem afmarkar haftasvæði Keflavíkurflugvallar í gær.
Meira
Stjórn Strætó bs. og Reynir Jónsson framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum. Staða framkvæmdastjóra verður í framhaldinu auglýst laus til umsóknar.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í haust ákvað Guðröður Hákonarson að bjóða upp á svokallaðan mömmumat kvöld eitt á Kaupfélagsbarnum á Hildibrand-hóteli í Neskaupstað.
Meira
Samningamönnum Írans og ríkjanna fimm sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, tókst ekki að ná langtímasamkomulagi í deilunni um kjarnorkuáætlun írönsku klerkastjórnarinnar.
Meira
Jose Socrates, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, kom fyrir dómara í Lissabon í gær vegna ásakana um að hann hefði gerst sekur um fjársvik, mútuþægni og peningaþvætti.
Meira
Veðurblíða Einmuna veðurblíða hefur verið á landinu undanfarið. Margir hafa nýtt dagana vel til útivistar í Grafarvogi líkt og annars staðar því engu er líkara en vorið sé á næsta...
Meira
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki um mitt sumar 2015 við 1.440 fermetra viðbyggingu við fiskiðjuver HB Granda á Norðurgarði og 260 fermetra sorpflokkunarstöðvar auk aðstöðu til geymslu veiðarfæra.
Meira
Fundi Félags prófessora og samninganefndar ríkisins, sem frestað var á föstudag en átti að fara fram í gær, hefur á nýjan leik verið frestað. Ráðgert er að hann fari fram um miðjan dag í dag. Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins, sagði við mbl.
Meira
Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í fyrri hluta keppninnar, heitum réttum, á sunnudag, niðurstaðan var kynnt í gær.
Meira
Samanlögð velta kvikmyndagerðar og af upptöku sjónvarpsefnis og myndbanda á fyrstu átta mánuðum ársins sló met og var um 10,5 milljarðar króna. Íslensk kvikmyndagerð er í sókn og hefur greinin velt tugum milljarða króna á síðustu árum.
Meira
Guðmundur Magnússon Agnes Bragadóttir Framlag til Landspítalans á fjárlögum næsta árs verður líklega hækkað um einn milljarð króna að tillögu ríkisstjórnarinnar við aðra umræðu fjárlagafrumvarpins á þriðjudag í næstu viku.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Marktækur munur er á sölu nýrra bíla til einstaklinga fyrir og eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar voru kynntar mánudaginn 10. nóvember, fyrsta virka daginn í 46. viku ársins.
Meira
Samninganefndir sveitarfélaganna og Félags tónlistarskólakennara sátu enn á maraþonfundi hjá ríkissáttasemjara þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi en fundurinn hófst klukkan eitt eftir hádegi.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veltan af framleiðslu kvikmynda, sjónvarpsþátta og myndbanda á fyrstu átta mánuðum ársins var meiri en nokkru sinni, eða 10,5 milljarðar króna.
Meira
Einar Jónsson, bóndi á Sjónarhóli í Mývatnssveit, hefur veitt rúmlega 150 mýs í heimatilbúna gildru. Einar segir að töluverður músagangur sé við fjárhúsin sín og hann viti til þess að músagangur sé víða mikill í sveitinni.
Meira
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Framlög til Landspítalans munu að líkindum hækka um einn milljarð króna við aðra umræðu fjárlaga samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar.
Meira
„Já, það er rétt. Ragnheiður gegnir stöðu innanríkisráðherra meðan Hanna Birna Kristjánsdóttir er í leyfi erlendis,“ sagði Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra, í gærkvöldi.
Meira
Í dag, þriðjudag, klukkan 13 heldur Öldrunarráð Íslands ráðstefnu á Hótel Natura þar sem fjallað verður um sveigjanleg starfslok og atvinnumál 60 ára og eldri.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hafa samið sín á milli um skiptingu makrílkvóta á næsta ári. Þar er miðað við að heildaraflinn verði 1.054 þúsund tonn og skipta þjóðirnar á milli sín um 890 þúsund tonnum.
Meira
Sigurður Hallmarsson, fyrrverandi kennari, skólastjóri og fræðslustjóri, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, sunnudaginn 23. nóvember síðastliðinn, nær 85 ára að aldri. Sigurður fæddist á Húsavík 24. nóvember 1929.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Unnið er að gerð hermilíkans sem sýnir mögulega útbreiðslu flóða komi til þess að vatn frá eldgosi í norðanverðum Vatnajökli hlaupi í farveg Þjórsár. Hluti vatnsins gæti mögulega leitað í farvegi Ytri-Rangár og Hvítár.
Meira
Snjólaust hefur verið á snjóathugunarstöðvum dögum saman. Það er heldur óvenjulegt svo seint í nóvember, en ekki einsdæmi, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Meira
Fréttaskýring Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íslensk erfðagreining efnir nú til opinna fræðslufunda í húsakynnum sínum til að kynna almenningi starfið sem unnið er hjá fyrirtækinu, í gær var umfjöllunarefnið erfðir brjóstakrabbameins.
Meira
Alls hafa nú um 165 þúsund manns verið þátttakendur í rannsóknum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar frá því að fyrirtækið hóf störf fyrir 18 árum. Forstjóri fyrirtækisins, dr.
Meira
Tveir karlmenn voru í gærkvöldi úrkurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa stungið mann með hnífi á Hverfisgötu í fyrrakvöld. Fórnarlambið gekkst undir aðgerð í fyrrakvöld og er í lífshættu.
Meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir umfang verðtryggðra neytendalána, að undanskildum fasteignaveðlánum og námslánum, nema um 66 milljörðum króna.
Meira
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlaut tvenn verðlaun í verðlaunasamkeppni lífeyrissjóða sem haldin var af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE) nýverið.
Meira
Ánægjulegt er að sjá að afkoma ríkissjóðs er að þróast með jákvæðum hætti og að svigrúmið til góðra verka er meira en ætla mátti þegar fyrstu drög að fjárlögum næsta árs litu dagsins ljós.
Meira
Yfir 10.000 manns sáu næstsíðustu kvikmyndina í Hungurleika-syrpunni, The Hunger Games: Mockingjay – Part 1 , yfir helgina. Myndinni er byggð á fyrri hluta síðustu bókar E.L. James um Hungurleikana.
Meira
Saxófónleikarinn Anna Webber kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld ásamt tríói píanóleikarans Sunnu Gunnlaugsdóttur. Anna Webber er kanadísk og býr og starfar í New York.
Meira
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta eru fyrstu tónleikarnir í fimm tónleika röð þar sem við munum flytja allar sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó.
Meira
„Áhrifamikil dönsk mynd sem vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni árið 2012. Vaxtarræktarmaður heldur til Taílands í leit að ást og hamingju. Heimurinn sem mætir honum er hrár og blygðunarlaus, þar til hann kynnist Toi.
Meira
Richard Andersson, bassa, höfundur tónlistar og hljómsveitastjóri, Kasper Tranberg trompet, Jesper Zauthen altósaxófón og Peter Bruun, trommur. Föstudagskvöldið 21. nóvember 2014 kl. 21.00.
Meira
Listmálarinn Stefán Boulter heldur fyrirlesturinn „Handverk er hugmynd“ í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 17. Stefán mun fjalla um eigin verk og vekja áleitnar spurningar um listsköpun, eins og segir í tilkynningu.
Meira
Mozart: 4 sönglög; Píanókonsert í F K413 (umritun höfundar); Fiðlusónata í B K378 (umr. J. André). Bartók: Strengjakvartett nr. 1 (1908). Kammerhópurinn Camerarctica (Marta G.
Meira
Hljómsveitin Nýdönsk fagnar vínilútgáfu nýjustu breiðskífu sinnar, Diskó Berlín , með útgáfuhátíð og tónleikum á skemmtistaðnum Húrra í kvöld og hefst gleðin kl. 20.
Meira
Gjörningalistamaðurinn Ingvar Björn framkvæmir viðamikinn listgjörning í Gamla bíói á fimmtudagskvöldið með fjórum mennskum penslum. Hljómsveitin Vök og rapparinn Blaz Roca eru ofin í...
Meira
Enski tónlistarmaðurinn Sting mun taka að sér hlutverk í söngleiknum The Last Ship sem sýndur er á Broadway í New York. Fyrsta sýningin með Sting verður 9. desember og mun hann leika og syngja til 10. janúar.
Meira
Lúðrasveit Reykjavíkur heldur minningartónleika í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl. 20 um fyrrverandi liðsmenn sveitarinnar, básúnuleikarana Friðrik Theódórsson og Björn R. Einarsson sem létust á þessu ári.
Meira
Tónleikar verða haldnir í kvöld kl. 20.30 á stóra sviði Þjóðleikhússins til styrktar Halldóri Snæ Bjarnasyni, hljóðmeistara hússins, sem berst við krabbamein. Á tónleikunum koma m.a.
Meira
Í sýningarými Nýlistasafnsins, sem nú er flutt að Völvufelli 13-21 í Breiðholti, hefur verið opnuð sýning sænsku listarkonunnar Vildu Kvist, „We Need Better Endings“. Kvist er fædd í Gautaborg árið 1979 en býr og starfar í Stokkhólmi.
Meira
Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, mun halda fyrirlestur um íslenska silfursmiði í hádegisfyrirlestri Þjóðminjasafnsins í dag, þriðjudag, og hefst hann kl. 12.05.
Meira
Eftir Grétu Björgu Egilsdóttur: "Samúðarkveðjunum til stuðnings kaus háttvirtur borgarstjóri að túlka orð mín sem svo að ég væri að ófrægja og ómerkja alla þá ágætu menn sem að samkomulaginu hafa staðið."
Meira
Eftir Valtý Sigurðsson: "Stefndi ritaði hin umdeildu orð, ásamt fleiri fúkyrðum á rituðu og táknrænu formi, á forsíðumynd tímarits af áfrýjanda."
Meira
Lögfræðistofan vann deildakeppnina Deildakeppnin fór fram um sl. helgi. Var spilað í tveimur deildum og sigraði Lögfræðistofa Íslands með litlum mun að þessu sinni en sveitin sigraði einnig í þessari keppni í fyrra.
Meira
Guðrún Bergmann skrifar pistla á Smartlandið og mér finnst hún hitta naglann á höfuðið í þeim síðasta þar sem hún segir: „Ég held ég hafi snemma verið í þessum ofurkvennahópi og því var útbruninn fyrir fimm árum bara afleiðing af einhverju sem...
Meira
Ingunn Einarsdóttir fæddist á Fjallalækjarseli í Þistilfirði 25. mars 1920. Hún lést 19. nóvember 2014 á dvalarheimilinu Hlévangi, Reykjanesbæ. Ingunn var gift Árna Guðmundssyni, vigtarmanni og vélstjóra. Árni fæddist 28.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Sæunn Ragnheiður Guðmundsdóttir fæddist 11. október 1952 í Reykjavík. Hún lést 2. nóvember 2014 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför Kristínar fór fram frá Digraneskirkju 13. nóvember 2014.
MeiraKaupa minningabók
Lúlley Esther Lúthersdóttir fæddist á Vatnsleysu í Fnjóskadal 24. febrúar 1922. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 10. nóvember 2014. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Pálsdóttir, f. 24. apríl 1892, d. 6. janúar 1978, og Lúther Olgeirsson, f. 17.
MeiraKaupa minningabók
Ragna Iðunn Björnsdóttir fæddist 21. desember 1928 á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð laugardaginn 15. nóvember síðastliðinn. Ragna var dóttir Björns Jóhannssonar og Elínar Elíasdóttur.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Hauksson fæddist á bænum Arnarstöðum í Helgafellssveit 16. september 1933. Hann lést á líknardeild Landspítalans 7. nóvember 2014. Foreldrar hans voru hjónin Petrína Guðríður Halldórsdóttir húsfreyja, f. 24.9. 1897, d. 17.5.
MeiraKaupa minningabók
Hagnaður samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur nam 7,9 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn var 5,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra.
Meira
Hagnaður N1 nam 932 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, sem er um 35% meiri hagnaður en á sama fjórðungi í fyrra. Framlegð nam 3.083 milljónum og jókst um 1,1%.
Meira
Verðbólga er drifin af verðhækkunum á húsnæði og þjónustu um þessar mundir, en hún var 1,9% í október. Sé neysluvísitölunni skipt upp í liði er verðbólga í húsnæðisliðnum 6,8% undanfarna 12 mánuði.
Meira
Jólaverslun PopUp hefur verið vinsæl síðustu ár og er markaðurinn einstakt tækifæri fyrir fagurkera á öllum aldri til að koma og kynna sér nýjungar í íslenskri hönnun og gera góð kaup fyrir jólin.
Meira
Stefán Hilmarsson sendir nú frá sér jólaplötu. Lögin koma úr ýmsum áttum en textana hefur hann sjálfur samið. Ég heyrði í þeim aðventuhljóm, segir söngvarinn góðkunni. Plötunni sem hann gefur út sjálfur fylgir hann eftir með tónleikum sem verða í...
Meira
Í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík er alltaf eitthvað áhugavert um að vera og hægt er að skoða dagskrána á heimasíðunni hannesarholt.is. Í kvöld kl. 20.
Meira
Fyrsti fræðslufundur Vistræktarfélags Íslands verður í kvöld kl. 20 í Síðumúla 1 í Reykjavík (í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands). Þar verður m.a fjallað um það hvernig hægt er að berjast gegn eyðileggingu mannsins i heiminum. Dr.
Meira
Nú er lag að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og mæta á Klambratún í dag kl. 17.15 og upplifa ógleymanlega stund með því að taka þátt í einstökum viðburði.
Meira
Akranesi Aron Emil Gíslason fæddist 9. september 2014. Hann vó 3.862 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Sóley Guðmundsdóttir og G ísli Björn Rúnarsson...
Meira
30 ára Erla ólst upp í Eyjum, býr í Garðinum, lauk prófum frá Keili, er með próf í sölu- og markaðsfræði, með diplomu í förðun og er kokkur hjá Laugaási í Reykjavík. Systkini: Friðrik Elís, f. 1975; María Höbbý, f. 1977; Ása Hrönn, f.
Meira
30 ára Hafsteinn ólst upp á Húsavík, býr þar, lauk sveinsprófi í rafvirkjun og er rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Húsavík. Maki: Daria Richardsdóttir, f. 1981, starfsmaður við kjötvinnslu. Dóttir: Sandra, f. 2004. Foreldrar: Friðbjörn Óskarsson, f.
Meira
Kjartan Örn Gylfason tannlæknir er uppalinn Árbæingur og er mikill Fylkismaður. „Ég er búinn að sjá nánast alla meistaraflokksleiki í fótbolta með Fylkisliðinu síðan 1970.
Meira
Jólin eru að nálgast. Á sunnudaginn skrifaði Davíð Hjálmar Haraldsson í Leirinn: „Í dag verður laufabrauðsgerð, tími samt til að semja limru. Hrafngerður Hreiðars frá Kverk var hraustleg og fádæma sterk.
Meira
Á heitir Sauðá og rennur sína leið í Skagafirði vestanverðum. Við hana er kenndur bærinn Sauðárkrókur . Íbúar þar hafa lengi þurft að þola þá raun að bærinn væri nefndur Sauðar - og jafnvel Sauða -krókur og þeir Sauð -kræklingar .
Meira
Monika Helgadóttir á Merkigili fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, 25.11. 1901. Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson frá Syðri-Mælifellsá í Skagafirði og Margrét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum.
Meira
40 ára Sigfús lauk sveinsprófi í stálsmíði, stundar nám í iðnfræði við HR og er þjónustumaður hjá 3X Technology. Maki: Ólöf Hildur Gísladóttir, f. 1978, nemi. Dætur: Maríanna Guðbjörg, f. 2002, og Rósanna Ísleif, f. 2011.
Meira
85 ára Guðbjörg Jónsdóttir Magnús H. Sveinbjörnsson Sigmundur Vigfússon 80 ára Erna Kristinsdóttir Hilmar Bjartmarz Magnús Guðlaugur Lórenzson Ólafur Heiðar Jónsson Rúnar Guðbjartsson Þórey S. Guðmundsdóttir 75 ára Björn Ó.
Meira
Víkverji telur sig vera nokkuð vel búinn undir áföll og hörmungar, svona andlega séð. Víkverji er einnig orðinn nokkuð vanur því að verða fyrir vonbrigðum, eftir að hafa borið miklar væntingar í brjósti mánuðum og árum saman.
Meira
Sigríður Pálmadóttir fæddist í Reykjavík 25.11. 1939 og ólst þar upp. Hún var í Laugarnesskóla og MR og lauk þaðan stúdentsprófi 1959. Haustið 1959 hóf Sigríður nám við Tónlistarháskólann í Köln í Þýskalandi.
Meira
Þessar góðu vinkonur héldu tombólu fyrir utan Bónus í Mosfellsbæ. Söfnuðu þær alls 2.859 krónum sem renna til hjálparstarfs Rauða krossins. Stelpurnar heita Hrafnhildur Tinna Elvarsdóttir og Lára Björg Þórisdóttir...
Meira
25. nóvember 1902 Vélbátur var reyndur í fyrsta sinn hér á landi, á Ísafirði. Tveggja hestafla „olíuhreyfivél“ hafði verið sett í árabátinn Stanley. „Ferðin gekk ágætlega og gekk báturinn álíka og 6 menn róa,“ sagði í Vestra. 25.
Meira
Ákvörðun IHF á síðasta föstudag um hvaða þjóðir fái sæti Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (SAF) á HM karla í handknattleik er undarleg.
Meira
25. nóvember 1964 Ísland vinnur Spán í annað sinn á jafnmörgum dögum í vináttulandsleik karla í handknattleik í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli og nú eru lokatölurnar 23:16, eftir að íslenska liðið breytir stöðunni úr 8:7 í 20:10.
Meira
Fimleikar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Sævar Ingi Sigurðarson vann á dögunum til silfurverðlauna á norska meistaramótinu í áhaldafimleikum í flokki 15-16 ára. Sævar Ingi vann þar að auki til fernra verðlauna í keppni á einstökum áhöldum.
Meira
Markahæstu leikmenn Pepsi-deilda kvenna og karla í knattspyrnu á árinu 2014 fengu í gær afhenta gullskóna frá Adidas, en þeir hafa verið afhentir samfleytt frá árinu 1983.
Meira
H afsteinn Briem , sem lék með Frömurum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í ár, gekk í gær til liðs við Eyjamenn. Hafsteinn er 23 ára gamall miðjumaður og lék með HK til ársins 2011 en síðan með Val, Haukum og Fram.
Meira
ÍR-ingar eru komnir í sextán liða úrslitin í bikarkeppni karla í handknattleik eftir sigur á toppliði 1. deildar, Gróttu, á Seltjarnarnesi í gærkvöld en lokatölur urðu 26:23. Staðan í hálfleik var 18:13, ÍR í hag.
Meira
Í Vesturbænum Kristinn Friðriksson kiddigeirf@gmail.com Haukar mættu í Vesturbæinn í gærkvöldi til að freista þess að verða fyrsta liðið til að sigra KR í Dominosdeild karla í körfubolta í vetur.
Meira
Fréttaskýring Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það sem plagaði Víkinga helst á annars frábæru tímabili nýliða í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á síðustu leiktíð, var skortur á markaskorurum.
Meira
Southampton missti Chelsea lengra fram úr sér í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld með því að gera jafntefli, 1:1, við Aston Villa á útivelli.
Meira
Bremsubúnaður er einhver mikilvægasti öryggisbúnaður bílsins. Sigurður Nikulásson, sölustjóri varahluta hjá Bílaumboðinu Öskju segir að mjög mikilvægt sé að skipta um bremsuvökva á tveggja ára fresti.
Meira
Fyrstu eintök nýrrar Corvettu Z06 byrjuðu að rúlla út af færibandi Chevrolet í Bowling Green í Bandaríkjunum í síðustu viku. Verksmiðjan afkastar sjö bílum á klukkustund en von er á bílnum á markað snemma á næsta ári.
Meira
Jepplingurinn Honda HR-V naut á sínum tíma mikillar velgengni í Noregi, ekki síst fjórdrifna útgáfan. Smíði bílsins var hætt 2006 en nú hefur Honda dregið hann fram í dagsljósið á ný og uppfært og endurbætt.
Meira
Orka náttúrunnar hefur nú opnað hraðhleðslustöð við Fríkirkjuveg í samstarfi við Reykjavíkurborg. Stöðin er sú fyrsta í miðborginni en sú níunda sem Orka náttúrunnar setur upp á árinu. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.
Meira
Síðla árs 2011 hófst almenn sala á kínverska rafbílnum BYD e6 í heimalandinu Kína. Fyrir þann tíma höfðu leigubílstjórar haft til reynslu 40 slíka bíla í bænum Shenzhen. Prófanir bílstjóranna hófust í maí árið 2010.
Meira
Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari ökumanna í formúlu-1, er annálaður fyrir mikinn hraða. Sá hraðakstur á sér stað innan rammgerðra öryggisgirðinga á kappakstursbrautum.
Meira
Óhætt er að segja að Audi hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann kom fram með A4-bílinn. Af þessum vel heppnaða bíl hefur þýski bílsmiðurinn smíðað og selt sex milljónir eintaka.
Meira
Það var mikið um dýrðir og nóg af glæsivögnum þegar bílablaðamenn fengu að skoða bílana sem skipa sýningarkost Alþjóðlegu bílasýningarinnar í Los Angeles 2014.
Meira
Þótt ekkert hafi verið getið um það opinberlega af hálfu Volkswagen þá ganga kraftmiklar sögur fjöllum hærra af því að ný útgáfa af Golf sé í vændum. Og það enginn smábíll heldur kraftmesti Golf sögunnar.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.