Allt er þetta gjörbreytt. Kostir fólks eru allt aðrir en voru. Nú þarf sífellt að réttlæta tilveru Ríkisútvarpsins, nauðungargreiðslurnar og hvers vegna allir ættu að láta sívaxandi misnotkun á ríkisrekinni fréttastofu yfir sig ganga.
Meira
Það er áhugavert að fylgjast með því sem kallast mætti fréttaflutningur almennings af veru hjónanna og stórstjarnanna Beyoncé Knowles og Jay Z hér á landi.
Meira
Það er mikill ábati af því að innleiða rafræn skilríki, bæði fyrir ríkið og viðskiptalífið í heild sinni. Kostnaður mun skila sér margfalt til baka í formi hagræðingar, að sögn formanns verkefnisstjórnar um útbreiðslu og notkun þessara skilríkja.
Meira
Hinn breski Paddington bangsi hefur átt hug og hjörtu breskra barna í hátt í 60 ár. Fyrsta bókin um þennan talandi, kurteisa bangsa kom út árið 1958 en kvikmynd um hann var frumsýnd á dögunum.
Meira
Á sunnudag klukkan 14 verður Jón Óskar myndlistarmaður með leiðsögn fyrir gesti á sýningu sinni í Listasafni Íslands. Kröftug myndverk listamannsins eru í þremur sölum safnsins og gleðja augu...
Meira
Frá og með 1. janúar nk. verður bannað að nota líffæri úr fólki sem tekið hefur verið af lífi í Kína nema að því gefnu að samþykki viðkomandi liggi fyrir. Þessu fagna mannréttindasamtök en á móti kemur að biðlistinn eftir líffærum mun lengjast.
Meira
Þekktust þið félagar fyrir Hraðfréttir? Heldur betur. Við kynntumst fyrst í prufum fyrir Verzlósöngleik. Í stuttu máli flaug Benni inn en Fannar fékk ekki inngöngu.
Meira
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson hafa skemmt Íslendingum með góðu gríni í Hraðfréttum í tæpt ár. Þátturinn hóf göngu sína fyrst á mbl sjónvarpi og færði sig síðan í Efstaleitið.
Meira
Bók er besta jólagjöfin var einhvern tímann auglýst og það á sannarlega enn við. Fátt er betra en að gleyma sér yfir góðri bók. Úrvalið er gríðarlegt og það er um að gera að taka sér góðan tíma í bókabúðunum og skoða bækur og velja síðan það sem þykir girnilegast.
Meira
Bók vikunnar Guðni Ágústsson skrifar um Hallgerði langbrók í bókinni Hallgerður - Örlagasaga hetju í skugga fordæmingar og kemur henni til varnar á ástríðufullan...
Meira
Ekki grunaði mig að Beyoncé Knowles sjálf myndi mæta til Íslands rétt fyrir jól til þess að halda upp á afmæli eiginmannsins, tónlistarmannsins Jay Z. Og af því maður þarf náttúrlega alltaf að tengja allt við sjálfan sig þá fannst mér þetta táknrænt.
Meira
David Beckham hefur stofnað sitt eigið tískuhús ásamt viðskiptafélaga sínum og ráðgjafa Simon Fuller. Eiginkona David, Victoria Beckham, fyrrverandi kryddpía, hefur notið gífurlegrar velgengni eftir að hún stofnaði samnefnt tískuhús árið 2008.
Meira
Um aldir hafa Gardavatnið á Ítalíu og nærliggjandi slóðir þar verið vinsæll ferðamannastaður. Náttúran á þessum slóðum er falleg og margt skemmtilegt að sjá, svo sem í Limone en þar setja sítrónur svip sinn á bæinn. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Meira
Hver kannast ekki við að drekka yfir sig, hringja í fyrrverandi maka sinn eða gamla vini sem maður hefur fyrir löngu misst sambandið við eða skrifa inn óviðeigandi statusa á samskiptamiðla og vakna svo daginn eftir með enga hugmynd um hvað gerðist...
Meira
Stór og glæsilegur hópur var saman kominn í lokapartíi Sagafilm fyrir þáttaröðina Nautnir norðursins. Áherslan var á hágæða hráefni og ánægjulega samveru. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
Meira
Einstakt afrek var unnið á Landspítalanum nýverið er lífi manns, sem stunginn var með hnífi í hjartað, var bjargað og sérstaka athygli vakti að hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson, hnoðaði hjarta mannsins með berum höndum.
Meira
Eva Laufey er vön að baka sömu tegundirnar fyrir jólin. Hún er mikið jólabarn og hlakkar til að njóta fyrstu jóla nýfæddrar dóttur sinnar í faðmi fjölskyldunnar. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Meira
ÍBA varð bikarmeistari 1969 og árið eftir lék liðið í Evrópukeppni bikarhafa gegn FC Zürich. Báðar viðureignir fóru fram í Sviss og tók ferðin 10 daga. Ein æfing fór fram í skrautlegum túr, skv. því sem segir í bókinni.
Meira
Guðný Hrefna Sverrisdóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra í rólegu hverfi á Álftanesi. Guðný segir heimilisstílinn einkennast af skandinavískri hönnun og segir hún hlýleika skipta mestu máli á heimilinu. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Meira
Þegar vinsæl listasöfn eru heimsótt gefur hvarvetna að líta sama furðulega fyrirbærið; í stað þess að horfa á listina og reyna að upplifa og njóta, beina gestir á hraðferð myndavélum að verkunum og taka ljósmyndir. Til hvers? Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er þjóðþekkt fyrir að vera sérlega lunkin í eldhúsinu. Hún heldur upp á fyrstu jól nýfæddrar dóttur sinnar með unnusta sínum og bakar að sjálfsögðu smákökur fyrir tilefnið.
Meira
Byggt verður við leikskólann Krílakot á Dalvík á næstu misserum. Vinna hefst á næsta ári og lýkur 2016 og er áætlaður kostnaður rúmar 167 milljónir með búnaði. Þá verður á næsta ári hafist handa við viðhald og endurbætur á sundlaug bæjarins.
Meira
Tinna Þórudóttir Þorvaldar er ritstjóri bókarinnar Heklfélagið en þar eru alls kyns nýjar og frumlegar uppskriftir að fjölbreyttum verkefnum, flíkum, teppum og svo framvegis.
Meira
Rúna Magdalena Guðmundsdóttir er eigandi hárgreiðslustofunnar Hárgallerí á Laugavegi 27. Hún og eiginmaður hennar Sigurður Kaldal eiga þrjú börn, Vilhjálm Kaldal, Írenu Líf og Ingibjörgu Kaldal.
Meira
Þrettán dagar til jóla er jólasaga með skemmtilegum myndum fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára eftir Brian Pilkington. Dag einn finnur Grýla skrýtinn hlut í snjónum. Fyrst veldur hann jólasveinunum vandræðum en síðan fá þeir að leika...
Meira
Hversu miklu máli skiptir hamingjan? Svör fólks við þessari einföldu spurningu hneigjast til þess að vera afar ólík. Í augum sumra er hamingjan eitt af stóru markmiðunum, jafnvel eitthvað sem hægt væri að kalla tilganginn með þessu öllu saman.
Meira
Það er gaman að gefa sér tíma til að fá sér eitthvað annað en Cheerios og hafragraut í morgunmat en slíkt er þó oft ekki mögulegt nema um helgar og í löngum fríum.
Meira
Hvað á að gefa fólki sem á allt? Kannski eitthvað sem eflir heilsuna því hún er ómetanleg. Úrvalið í þessum flokki er endalaust en hérna eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir jóga- og líkamsræktarfólk, fyrir hjólajól og huggulegheit. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Meira
Sumarið 1935 missti Vilhjálmur Valdimarsson, þá níu ára gamall, móður sína og tvo bræður með fjögurra daga millibili vestur í Látravík. Þá úr kíghósta en hana úr heilablóðfalli.
Meira
Fjörður þessi er fyrir vestan og tilheyrir Reykhólasveit. Austanmegin við hann eru rústir bæjarins Skóga, hvaðan þjóðskáldið Matthías Jochumsson var. Fyrir botni fjarðar eru Kollabúðir, fundarstaður Vestfirðinga forðum daga, samanber Kollabúðafundi.
Meira
Illugi Jökulsson , rithöfundur, gefur út nokkrar bækur um þessi jól. Hann hefur brennandi áhuga á sögulegum fróðleik og þykir fátt skemmtilegra en að koma honum til skila í bókum.
Meira
Í rólegu hverfi á Álftanesi hefur Guðný Hrefna Sverrisdóttir , eigandi vefverslunarinnar Minimal decor, komið sér og fjölskyldu sinni vel fyrir. Heimilið er einstaklega fallegt.
Meira
Jógakennarinn og leikkonan María Dalberg kennir Ashtanga-jóga í Yoga Shala Reykjavík ásamt því að halda námskeið fyrir hópa. Hún lék nýverið í leiksýningunni Strengir í Tjarnarbíói og í kvikmyndinni Borgríki 2.
Meira
Það getur verið snúið að finna hina fullkomnu gjöf fyrir þann sem þér þykir vænst um. Margir virðast eiga allt og því erfitt að finna réttu gjöfina. Hér gefur að líta nokkrar vel valdar gjafir sem ættu að henta í jólapakkana. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Meira
Pop up verslun heldur jóla- og hönnunarmarkað helgina 6.-7. desember í Porti Hafnarhússins frá klukkan 11-17. Reykjavík Roasters PopUp kaffihús verður á staðnum ásamt jólavættunum og góðum tónum.
Meira
Hvar og hvenær? Úlfljótsvatni, sunnudaginn 7. desember kl. 13. Nánar: Aðventuhátíð fyrir fjölskyldur í fallegri náttúru. Glæsilegt jólahlaðborð, föndurstund, kakó, pönnukökur og eplabogfimi.
Meira
Jólasýning verður í Árbæjarsafni á sunnudag milli klukkan 13 og 17 og er óhætt að mæla með henni fyrir allar fjölskyldur. Jólasveinar verða á vappi, guðsþjónusta klukkan 14 og dansað úti kringum jólatré klukkan...
Meira
Mótettukór Hallgrímskirkju kemur fram á þrennum jólatónleikum á næstu dögum, undir stjórn Harðar Áskelssonar, undir yfirskriftinni „Sjá himins opnast hlið“.
Meira
Fjöldi myndverka verður að þessu sinni boðin upp á tvískiptu jólauppboði í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Fyrra uppboðið fer fram á sunnudag kl. 16 en það seinna á mánudag kl. 18. Forsýning á verkunum, sem eru um 160 talsins, er á laugardag kl.
Meira
Fyrir ári eða svo var Samsung á toppnum, var orðið mun stærra á farsímamarkaði en helsti keppinauturinn, Apple, og miklu stærra en aðrir Android-símasmiðir, ekki síst fyrir það hve Samsung framleiddi margar gerðir af farsímum og þá mörg afbrigði af...
Meira
Flýtigjald sem leggst ofan á smálán hjá Múla, 1909 og Hraðpeningum fer í sérstaka innheimtu. Lántaki sem fór tvo mánuði fram yfir eindaga með 20 þúsund króna lán sat uppi með 36 þúsund króna skuld, en ekki bara það heldur fór 5.
Meira
Nú er ég að lesa Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi . Það er grípandi lesning. Hér áður fyrr hefðu mínir marxísku vinir ekki borið virðingu fyrir þeirri skoðun en ég geri ráð fyrir að Guðrún hafi hlotið uppreisn æru.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 7.
Meira
Ég er að verða sjötugur og hef aldrei upplifað svona veðurfar á Íslandi áður. Ég hef upplifað fárviðri en ekki svona. Þetta var eins og skothríð. Pétur Einarsson á Selá í Eyjafirði. Steypt hlaða og fjárhús...
Meira
Í sumarlok fluttist ég til Finnlands. Kærasta mín er þarlend og við ákváðum að dvelja árlangt í heimaborg hennar, Tampere. Fyrsta mánuðinn í Finnlandi ferðuðumst við mikið svo ég gæti kynnst mörgum hliðum á landinu.
Meira
Stefán Arngrímsson var mikill fylgismaður knattspyrnuliðs Íþróttabandalags Akureyrar, ÍBA, þegar það var og hét. Hann hefur skrifað sögu liðsins.
Meira
Dvergbloggmiðillinn Tumblr er í dag mest ört vaxandi samskiptamiðill heims en fast á hæla honum fylgja miðlar á borð við Instagram og Twitter. Snapchat er mest ört vaxandi appið. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is
Meira
Það er ekki langt síðan Samsung kynnti nýtt farsímaflaggskip, Galaxy S5, en þrátt fyrir það er fyrirtækið enn að senda frá sér síma. S5 var stór, 5,1", og næsti sími, Note 4, risavaxinn - 5,7".
Meira
Í bókinni Dancing Horizon – Ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar 1970-1982 er að finna heildaryfirlit yfir hin kunnu ljósmyndaverk listamannsins frá þessum árum.
Meira
MMM er matreiðslubók eftir Mörtu Maríu. Þar er að finna á annað hundrað uppskriftir. Mörtu Maríu er margt til lista lagt og hún gefur jafnframt ráð um hollustu, næringu og heilbrigt lífsmynstur og deilir fegrunar- og slökunarúrræðum...
Meira
The House of Marley er bandarískt lífsstílsvörumerki með sterka tilvísun í tónlistarmanninn Bob Marley. Fyrirtækið framleiðir heyrnartól, hljómtæki, töskur og úr sem eru unnin úr umhverfisvænum efnum.
Meira
Það er huggulegt að fríska sig við með hressandi göngutúr inn á milli smákökuáts á aðventunni. Hægt er að ganga um göturnar í hverfinu og skoða öll fallegu jólaljósin.
Meira
Myndsegulbandstækið var auglýst sem byltingarkennd nýjung í Morgunblaðinu hinn 17. febrúar 1980 og því fylgdu alls konar nýstárleg undarlegheit á borð við „remote control“ eða fjarstýringu.
Meira
Tónlistarmaðurinn virti og áhrifamikli Prince eyddi nýlega bæði Facebook- og Twitter-reikningum sínum þrátt fyrir að stutt sé síðan hann hóf innreið sína inn á samskiptamiðla.
Meira
Hafist verður handa við að setja upp vatnsrennibraut við sundlaugina á Hvammstanga um miðjan mánuðinn og gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun síðari hluta...
Meira
Það eru nokkur tæki og tól sem geta gert gæfumuninn í eldamennsku fyrir stórmáltíðir. Ber þar fyrst að nefna kjötmæli sem kemur sér sérstaklega vel þegar fuglakjöt, svo sem kalkúnn, er eldað og að sjálfsögðu nautakjöt.
Meira
Kaupmaðurinn á horninu – Óskar í Sunnubúðinni segir frá er bók eftir Jakob F. Ásgeirsson. Óskar var kaupmaðurinn á horninu í fjóra áratugi og var í nánum tengslum við viðskiptavini sína.
Meira
Bandaríkjamaðurinn Danny Shouse gerði sér lítið fyrir og skoraði 100 stig fyrir Ármann í 118:109-sigri á Skallagrími í Borgarnesi í 1. deildinni í körfubolta í byrjun desember 1979.
Meira
Skötuhjúin Grýla og Leppalúði munu skemmta börnum og fullorðnum í Þjóðminjasafninu á sunnudag klukkan 14, ásamt söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Löng hefð er fyrir því að foreldrar jólasveinanna heimsæki safnið og fái til liðs við sig góðan gest.
Meira
Snapchat er það smáforrit fyrir snjallsíma sem vex hraðast um þessar mundir en Snapchat leggur áherslu á að laða til sín táninga og notendur á þrítugsaldri.
Meira
Google kemur víða við og vinnur að þróun ýmissa tækninýjunga á borð við drón, sjálfakandi bíla, blöðrur sem flytja með sér þráðlaust internet og fleira.
Meira
Einn skrítnasti veitingastaður í heimi, Dinner in the Sky, er staðsettur í París, Brussel og Dubai. Veitingastaðurinn býður gestum að snæða við glæsilegt matarborð sem hangir í krana, 50 metra frá jörðu.
Meira
Nýskipaður starfshópur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar í atvinnu- og byggðaþróun heldur opinn fund 10. desember og eru íbúar hvattir til að mæta, auk þess að taka þátt í viðhorfskönnun sem dreift verður í hvert hús...
Meira
„Staðarlýsingar stemma meira og minna,“ segir Þorgrímur Gestsson um staði sem hann hefur skoðað á slóðum fornsagnanna í Noregi, Orkneyjum og á Hjaltlandi. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Meira
Sýningum á verkinu Lífið er að ljúka í Tjarnarbíói; sýnt er á sunnudag klukkan 13 og svo tvisvar 18. janúar. Eftir það hverfa leikararnir til annarra verkefna. Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla...
Meira
RÚV kl. 17.26 Jesus og Josefine er danskt jóladagatal fyrir börnin. Ævintýrum Jósefínu eru fá takmörk sett eftir að hún finnur tímavél sem hjálpar henni að ferðast allt aftur til unglingsára Jesú. Talið er niður til jóla og sjöundi þáttur er á sunnudag.
Meira
Táningabók Sigurðar Pálssonar er þriðja og síðasta bókin í minningaröð Sigurðar Pálssonar og hann segir þar frá unglingsárum sínum á sjöunda áratugnum. Bókin hefur fengið afar góða dóma enda einstaklega skemmtileg, fyndin og falleg.
Meira
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir mikilvægt að styðja við bakið á konum sem hafa áhuga á því að vera í framlínu stjórnmála. Sjálf er hún orðin Patreksfirðingur í hjartanu en hún fann ástina á nær fyrsta degi í starfi sem bæjarstjóri. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Meira
Gunni Hilmarsson er hönnuður hjá Freebird og Kormáki & Skildi. Gunnar, sem starfað hefur í tískubransanum um áraraðir, hefur mikinn áhuga á því sem viðkemur tísku og ber fágaður fatastíll hans þess vitni. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Meira
Arnar Eggert Thoroddsen, doktorsnemi í tónlistarfræðum í Edinborg, fer ekki í jólaköttinn þetta árið enda búinn að eignast glænýja jólapeysu sem helguð er bandarísku þrasshljómsveitinni Slayer.
Meira
Samskiptamiðillinn Twitter hefur tilkynnt áform sín um að snjallsímaforrit hans muni nú skima yfir annað efni á síma notandans í því augnamiði að geta klæðskerasniðið Twitter-upplifunina betur að viðkomandi.
Meira
Félag fornleifafræðinga efnir í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands til málþings í dag, laugardag, á afmælisdegi dr. Kristjáns Eldjárns. Hefst dagskráin klukkan 13 í fyrirlestrasal safnsins og eru allir velkomnir.
Meira
Hugmyndin kom fyrir rúmum áratug síðan og er nú orðin að veruleika segja Ágústa Hera Harðardóttir og Sigurjón Sigurgeirsson. Þau hönnuðu föðurland með fallegum loftmyndum frá Landeyjasandi. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Meira
Hjónin Beyoncé og Jay-Z eru vinsæl með eindæmum og snjallt viðskiptafólk. Þau eru fræg fyrir meira en bara að vera fræg. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Meira
Þeir sem eru mikið á ferðinni geta oft átt í mesta basli með að halda röð og reglu á ólíkum gjaldmiðlum. Þetta sniðuga veski frá Smythson er hugsað fyrir heimshornaflakkarann.
Meira
Systirin ... Elínborg Sturludóttir: „Ásthildur er fljót að hugsa og svo áframgeng að það eru ekki allir sem ná að fylgja henni. Hún er hjálpfús og yndisleg en getur líka gert ríkar kröfur til annarra og verið hörð í horn að taka.
Meira
Þessa dagana lesa höfundar og þýðendur landsins víða upp úr bókum sínum og árita. Á sunnudag klukkan 16 lesa upp í húsi skáldsins á Gljúfrasteini þau Áslaug Agnarsdóttir, Bjarki Bjarnason, Guðrún Guðlaugsdóttir, Gyrðir Elíasson og Pétur...
Meira
Fyrirmyndir í námi fullorðinna er viðurkenning sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur veitt árlega frá árinu 2007. Árangur og framtíð framhaldsfræðslu , var yfirskrift fundar sem var haldinn í gær.
Meira
Bókin Rogastanz, sem nýlega kom út, er afrakstur af starfi rithöfundar. Nú held ég að tími sé kominn fyrir leikkonuna að setja sig í stellingar. Framundan eru spennandi verkefni, aðallega tengd kvikmyndum. Ingibjörg...
Meira
Fulltrúar líf- og umhverfisvísindastofnunar Háskóla Íslands og forsvarsmenn Stofnfisks hf. gerðu með sér á dögunum samsstarfssamning um rannsóknir á erfðafræði laxfiska og samnýtingu á starfsaðstöðu í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.
Meira
Ríflega fjórðungur Íslendinga á aldrinum 25 til 64 hefur eingöngu lokið grunnmenntun, eða námi sem er styttra en framhaldsskólinn. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.
Meira
Fulltrúar Landsnets hafa samið við þýska fyrirtækið Nexans um kaup á jarðstreng sem lagður verður milli Njarðvíkur og Helguvíkur og tengir kísilver United Silicon við orkukerfið.
Meira
Vonbrigði eru hve lítið er komið til móts við kröfur launþegahreyfingarinnar við aðra umræðu um frumvarp til fjárlaga. Þetta segir í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands sem fundaði í vikunni.
Meira
Stjórnvöld eiga að skila sjómönnum til baka þeim skattaafslætti sem þeir hafa notið í meira en hálfa öld. Þetta segir í ályktun formannaráðstefnu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands sem haldin var á dögunum.
Meira
Móta verður skýra sýn á hvað átt er við með hugtakinu starfsmenntun og hvaða grundvallarskilyrði þarf að uppfylla í því sambandi. Greina verður og þörf fyrir slíka menntun. Þetta segir í umfjöllun um menntamál í nýju fréttabréfi Alþýðusambands Íslands.
Meira
Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsir í ályktun undrun á tillögum fjárlaganefndar Alþingis um að skerða væntanlega hækkun á bótum almannatrygginga um næstu áramót um tæpar 500 milljónir um næstu áramót.
Meira
Hveragerði, Fnjóskadalur, Höfn í Hornafirði og Reyðarfjörður eru næstu staðir sem 4G farsímanet Símans mun ná nú til. 4G nær nú til 3/4 hluta landsins og um átta af hverjum tíu seldum símum styðja við kerfið.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.