Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Strætó bs. hefur orðið að fella niður 178 ferðir á landsbyggðinni það sem af er desembermánuði, fyrst og fremst vegna veðurs og ófærðar.
Meira
Áætlanir um verslun Ikea á Akureyri eru nú í biðstöðu. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi. „Í raun höfum við sett þetta tímabundið á ís.
Meira
Vetrarlandið hefur fært þeim gleði sem hafa unun af því að leika sér í snjónum enda fátt betra en að gleyma stað og stund í mjúkri kuldasænginni.
Meira
Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands munu undirrita viljayfirlýsingu í Stúdentakjallaranum á mánudaginn næstkomandi, 22. desember, um uppbyggingu á allt að 650 nemendaíbúðum á næstu fimm árum.
Meira
EON arkitektar, stofa Hlédísar Sveinsdóttur, báru sigur úr býtum í tveimur flokkum þegar hið virta hönnunartímarit Interior Design úthlutaði verðlaunum fyrir framúrskarandi verk á árinu 2014 í New York á dögunum.
Meira
Lögregla og sjúkralið voru kölluð út vegna vinnuslyss sem varð í Þorlákshöfn á sjötta tímanum í gær. Þar festist maður í fiskvinnsluvél og urðu slökkviliðsmenn að beita klippum til að losa hann úr vélinni.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samningar náðust ekki um stjórnun veiða og skiptingu afla úr stofnum norsk-íslenskrar síldar og kolmunna á fundum strandríkja í London í vikunni. Hámarksafli var hins vegar samþykktur í báðum tegundum og fyrir 1.
Meira
Fjandsamlegar myndlíkingar til að lýsa krabbameini geta reynst sjúklingum í meðferð óþægur ljár í þúfu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem birt verður í janúarútgáfu sálfræðiritsins Personality and Social Psychology Bulletin.
Meira
Sjóránum hefur fjölgað á Gíneuflóa á síðustu árum, að sögn Skrifstofu alþjóðlegra siglingamála, IMB, stofnunar sem safnar upplýsingum um sjórán í heiminum.
Meira
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Óbyggðanefnd hefur kveðið upp úrskurði í ágreiningsmálum á svonefndu svæði 8 norður, það er að segja Húnavatnssýslu vestan Blöndu ásamt Skaga.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gæsastofnum sem verpa hér eða hafa hér viðkomu reiddi yfirleitt þokkalega af á árinu. Heiðagæsastofninn setti nýtt stærðarmet í fyrra og taldist vera um 372.000 fuglar.
Meira
Viðtal Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Starfsfólk flestra framhaldsskóla landsins er að undirbúa þessar breytingar, það er að segja að nám til stúdentsprófs taki almennt þrjú ár í stað fjögurra.
Meira
Skíðaunnendur í borg og bæjum nærri Bláfjöllum geta tekið gleði sína því að í gær var skíðasvæðið opnað í fyrsta skipti í vetur. Færið ku vera með besta móti, nýfallinn púðursnjór.
Meira
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fatlað fólk greiðir rúmlega sex sinnum meira fyrir að nýta sér þær 20 ferðir sem þeim standa til boða eftir að hafa nýtt sér úthlutun sem nemur 60 ferðum á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðra.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölmiðlar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa skýrt frá vísbendingum um umfangsmiklar farsímanjósnir í höfuðborgum landanna að undanförnu.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Blómlegt safnaðarstarf fer fram í hinni aldargömlu Hafnarfjarðarkirkju. Kirkjan var vígð 20. desember 1914, sem þá bar upp á 4. sunnudag í aðventu, og því rétt öld liðin frá vígslunni.
Meira
Færðin hefur ekki farið framhjá neinum en það er snjór á fleiri stöðum en á götum því á gangstéttum er fannfergið einnig mikið. Þar vinna hetjurnar sem hreinsa ruslakör landsmanna og það er ekki létt starf.
Meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur ákveðið að Sveitarfélagið Hornafjörður skuli tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi eftir úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi.
Meira
Rúmlega 95% af þeim ferðamönnum sem komu til landsins í sumar sögðu að ferðin hefði staðið undir væntingum. Þá telja 83% ferðamanna líklegt að þau muni ferðast aftur seinna til Íslands.
Meira
Ferðaleikhúsið, sem einnig gengur undir nafninu Light Nights, verður með jólaflóamarkað í dag, laugardaginn 20. desember, frá kl. 14-18 á Baldursgötu 37 í Reykjavík.
Meira
Nokkrir nemendur í Verslunarskóla Íslands urðu uppvísir að því að hafa svindlað á prófum en þeir komust yfir lykilorð sem veitti þeim aðgang að tölvukerfi skólans.
Meira
Krossgátubók ársins 2015 er komin í verslanir. Þetta er 32. árgangur bókarinnar sem hefur ætíð notið mikilla vinsælda hjá áhugafólki um krossgátur.
Meira
Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Frídagar í kringum jólahátíðina eru nokkuð margir í ár og eru samhangandi frídagar fimm talsins ef aðfangadagur er talinn með. Skilgreiningar á brandajólum má rekja til 17.
Meira
Lokaspretturinn er hafinn hjá Jólaþorpinu í Hafnarfirði og verður opið frá laugardegi til Þorláksmessu. Opnunartíminn um helgina er klukkan12-18 á laugardeginum, 11-18 á sunnudeginum og á mánudag og á Þorláksmessu er opið frá 16-21.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á nýjum bílum lækkar talsvert um áramótin þegar efra þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5% í 24%. Lækkunin er mismikil eftir því hversu dýrir bílarnir eru.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Starfsmenn 3X, Skagans og Þorgeirs og Ellerts á Akranesi keppast þessa dagana við að setja upp nýjan vinnslubúnað og raunar allt kerfi á millidekki um borð í Málmey SK 1.
Meira
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Okkar mat er það að mikið beri í milli,“ sagði Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, eftir fund samninganefnda lækna og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýir bílar lækka í verði um áramótin samhliða því að efra þrepið í virðisaukaskatti er lækkað úr 25,5% í 24%. Dæmi um áhrifin af skattalækkuninni eru sýnd í töflunni hér til hliðar.
Meira
Spennt fyrir jólum Börnin horfðu agndofa á Skyrgám sem heilsaði upp á þau í Þjóðminjasafninu. Þau lofuðu að vera ávallt stillt og prúð svo þau fengju nú örugglega eitthvað gott í...
Meira
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Samkvæmt gildandi lögum um tekjuskatt skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði. Á grundvelli þessa verður persónuafsláttur 610.825 kr.
Meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að gera eins árs samning við Nýlistasafnið um leigu á húsnæði á Bankastræti 0 þar sem áður voru snyrtingar kvenna og karla.
Meira
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við skiljum því ekki alveg þann andbyr sem þessi uppbygging á starfsendurhæfingu hefur mætt af hálfu stjórnvalda,“ segir Hannes G.
Meira
Úr bæjarlífinu Andrés Skúlason Djúpivogur Loksins hefur vetur konungur gengið í garð í Djúpavogshreppi og taka íbúar honum fagnandi undir endurteknu norðurljósatrafi sem leikið hefur með himinskautum í bakgrunni Búlandstinds.
Meira
Skipaskrá og sjómannaalmanak fyrir árið 2015 er komin út. Bókinni er dreift frítt til útgerða skipa og báta sem eru í rekstri, einnig til framkvæmda- og útgerðarstjóra stærri fyrirtækja auk fleiri aðila, segir í tilkynningu.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rétt fjörutíu ár eru í dag, 20. desember, liðin frá snjóflóðunum sem féllu niður yfir byggðina í Neskaupstað þar sem tólf manns fórust.
Meira
Á morgun, sunnudag, verða vetrarsólstöður og þá er stysti sólardagur ársins. Sólstöður eru sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs og eru þær tvisvar á ári. Sumarsólstöður eiga sér stað á tímabilinu 20. til 22.
Meira
Verðbólga á 12 mánaða grundvelli mælist nú 0,8% og hefur hún ekki verið minni í um tvo áratugi. Bankarnir og Seðlabankinn spáðu mun meiri verðbólgu undir lok þessa árs en raunin er og kemur mikil lækkun olíuverðs þar við sögu.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verðbólga á tólf mánaða grundvelli, samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans, mælist 0,8% í desember. Það er langt undir spám banka og Seðlabankans, eins og sýnt er hér í töflu.
Meira
Bandarískir vísindamenn segja að búnaður sem notaður var til að fylgjast með ferðum smáfugla, sem nefnast gullskríkjur, hafi leitt í ljós að þeir hafi flogið frá varpstöðvum sínum í Tennessee daginn áður en skýstrókur gekk þar yfir og svo virðist sem...
Meira
Fréttaskýring Skúli Halldórsson sh@mbl.is Fjandsamlegar myndlíkingar til að lýsa krabbameini geta reynst sjúklingum í meðferð óþægur ljár í þúfu.
Meira
Borgarstjórnarfundur í vikunni var venju fremur gagnlegur, en þar kom fram hvaða sjónarmið reka fulltrúa vinstri meirihlutans áfram þegar kemur að bílaeign og bílanotkun borgarbúa.
Meira
Rithöfundarnir Hjörtur Marteinsson, Oddný Eir Ævarsdóttir, Soffía Bjarnadóttir, Þórarinn Eldjárn og Þórdís Gísladóttir lesa úr verkum sínum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudaginn 21. desember.
Meira
Vaughan Williams: Tallis fantasía fyrir strengjasveit. Beethoven: Keisarakonsertinn. Tsjækovskíj: Sinfónía nr. 1 í g. Leif Ove Andsnes píanó; Fílharmóníuhljómsveit Lundúnaborgar. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Fimmtudaginn 18. desember kl. 19:30.
Meira
Jólatónleikar Boudoir-sönghópsins fara fram í Fella- og Hólakirkju á morgun, sunnudaginn 21. desember, klukkan 17:00. Þar verður flutt falleg og hátíðleg söngdagskrá í anda jólanna, lög sem margir kannast við og önnur minna þekkt en spennandi.
Meira
Ebba eldaði jólamatinn í sérstökum matreiðsluþætti á RÚV síðastliðið fimmtudagskvöld. Ebba er fædd sjónvarpskona með mikla útgeislun. Maturinn sem hún eldaði virkaði svo alveg sérlega ljúffengur, sérstaklega lambahryggurinn.
Meira
Jólakvartett söngkonunnar Kristjönu Stefánsdóttur heldur árlega jóladjasstónleika sína í Tryggvaskála á Selfossi í kvöld kl. 21 og segir í tilkynningu að jóladjassinn hafi um árabil verið partur af jólastemningu Sunnlendinga.
Meira
Dúettinn My Bubba, skipaður hinni sænsku My Larsdotter og Guðbjörgu Tómasdóttur, lék í Det store Juleshow, árlegum jólatónlistarþætti danska ríkisútvarpsins, DR, sem sýndur verður á RÚV annað kvöld kl. 20.45.
Meira
Þrír ungir myndlistarmenn hljóta í dag styrk úr Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur í Listasafni Íslands. Styrkinn hljóta þau Anna Hrund Másdóttir, Dagrún Aðalsteinsdóttir og Pétur Már Gunnarsson.
Meira
Sagan um manninn sem er í okkur öllum kom út í október á þessu ári og nefnist Dýrmundur og málið með veginn . Höfundur bókarinnar er Jón Pálsson en þetta er hans fyrsta skáldsaga en ekki fyrsta verk.
Meira
Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur frá árinu 1998 haldið Stórtónleika Rótarý í byrjun árs og frá 2005 úthlutað um leið verðlaunum til ungs tónlistarfólks sem sýnt hefur afburða árangur í námi og störfum á tónlistarsviðinu.
Meira
Mikil áhugakona um íslenskar bókmenntir spurði mig nýlega hvort ég væri ekki ánægð með að Guðni Ágústsson hefði rétt hlut Hallgerðar langbrókar sem legið hefði óbætt hjá garði um aldir. Ég svaraði því til að sú málsvörn væri heldur seint á ferðinni.
Meira
Eftir Gunnþór Þ. Ingason: "Kirkjan var bæna- og griðastaður í heimsstríði er beðið var uggandi eftir því að togarar og fiskiskip skiluðu sér heim eftir háskaför um ófriðarslóð."
Meira
Íslenskum marxistum brá nokkuð, þegar ég upplýsti í Morgunblaðinu 17. febrúar 1979, að í miklu austurþýsku ritsafni þeirra Karls Marx og Friðriks Engels væri á einum stað minnst á Íslendinga og heldur sneitt að þeim.
Meira
Eftir Ara Trausta Guðmundsson: "Við erum ekki lengur á braut sem stefnir að hlýnun undir tveimur stigum á heimsvísu heldur að illviðráðanlegri fjögurra stiga hækkun."
Meira
Eða það mætti allavega halda af rökstuðningi þeirra sem telja Íslendinga kristna þjóð. „Megnið af íbúum landsins eru jú skjannahvítir, og byggja líf sitt á hvítum gildum og menningu.
Meira
Ég kem hér á framfæri innilegu þakklæti til Morgunblaðsins vegna viðtals við mig í tilefni af 95 ára afmælinu mínu 15. nóvember síðastliðinn. Einnig sendi ég hjartans þakkir til allra sem minntust afmælis míns með hlýju og kærleika.
Meira
Berglind Eiðsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. nóvember 1974. Hún andaðist 6. desember 2014. Foreldrar hennar eru Eiður Marínósson, f. 1939, d. 2000, og Sigurborg Engilbertsdóttir, f. 1944, sem býr í Vestmannaeyjum.
MeiraKaupa minningabók
20. desember 2014
| Minningargrein á mbl.is
| 1080 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Berglind Eiðsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. nóvember 1974. Hún andaðist 6. desember 2014.Foreldrar hennar eru Eiður Marínósson, f. 1939, d. 2000, og Sigurborg Engilbertsdóttir, f. 1944, sem býr í Vestmannaeyjum.
MeiraKaupa minningabók
Vilhjálmur Björnsson fæddist í Ölduhrygg í Svarfaðardal 1. mars 1942 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu, Víkurhóli Dalvík, 7. desember 2014. Foreldrar hans voru Þorbjörg Vilhjálmsdóttir frá Bakka í Svarfaðardal, f. 17.1. 1908, d. 27.1.
MeiraKaupa minningabók
Þórður Kristjánsson fæddist að Hreðavatni 8. júní 1921. Hann lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 15. desember 2014 . Foreldrar Þórðar voru Kristján Eggert Gestsson, f. 21. desember 1880, d. 22. september 1949, og Sigurlaug Daníelsdóttir, f....
MeiraKaupa minningabók
Launavísitalan hefur hækkað um 6,6% síðastliðna 12 mánuði. Vísitalan í nóvember var 494,7 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði, að því er kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.
Meira
Forgangskröfuhöfum slitabúanna, sem hafa fengið greidda út um 30 milljarða í krónum, verður heimilað að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans hinn 10. febrúar nk.
Meira
Baksvið Hörður Ægisson hordur@mbl.is Mikilvægt er að í uppfærðri áætlun um losun fjármagnshafta verði lögð áhersla á samvinnu og hvata til þátttöku í því skyni draga úr áhættu samhliða afnámsferlinu.
Meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,31% í desember. Þar af leiðandi mælist ársverðbólga nú 0,8% og er þetta minnsta ársverðbólga sem hefur mælst í tvo áratugi. Helstu hækkunarliðir þennan mánuðinn voru flugfargjöld, húsnæði og matarkarfan.
Meira
Það er alltaf gaman að borða undir berum himni en nú um helgina verður í Fógetagarðinum við Aðalstræti í Reykjavík skyndiútgáfa af KRÁS götumatarmarkaðnum.
Meira
Boðið er til skáldaveislu á veitingastaðnum Einari Ben við Ingólfstorg í dag kl 16. Lesið verður úr fimm nýjum bókum og Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið.
Meira
Barn að aldri var fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir farin að elda mat fyrir fjölskylduna. Hún hefur alla tíð notið þess að elda og veit fátt betra að strembnum vinnudegi loknum en að elda eitthvað dásamlegt fyrir strákana sína.
Meira
Ársæll fæddist í Narfakoti í Njarðvíkum 20.12. 1886. Foreldrar hans voru Sigríður Magnúsdóttir úr Landeyjum og Árni Pálsson kennari úr Fljótshlíð. Eiginkona Ársæls var Svava Þorsteinsdóttir og eignuðust þau fimm börn en misstu yngsta soninn ungan.
Meira
Elísabet Erla Birgisdóttir og Freyja Margrét Birgisdóttir komu færandi hendi í Rauða krossinn á Selfossi með fullan kassa af gjöfum sem þær hafa safnað allt árið með það í huga að gefa til barna sem fá fáa eða enga pakka um jólin.
Meira
Elinóra Inga fæddist í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík 20.12. 1954 og ólst þar upp. Hún gekk í Ísaksskóla, Breiðagerðisskóla og Vogaskóla og lauk stúdentsprófi frá MR.
Meira
Síðasta vísnagáta var eftir Guðmund Arnfinnsson með þeirri athugasemd að nú liði að jólum og þá væru ýmsar vættir á sveimi: Í tafli kóngi vörn hann veitir, vondum kominn er af tröllum, ferðaskóna fagur skreytir. Fata bætir hann úr göllum. Helgi R.
Meira
Að bera klæði á vopnin er fallegt orðtak. Það þýddi bókstaflega að einhverjir skynsemdarmenn köstuðu fatnaði á lag- eða höggvopn annarra sem staðráðnir virtust í því að sálga hvor öðrum eða hver öðrum.
Meira
Víkverja þykir gaman að keyra í vetrarfærð. Það er vegna þess að hann telur sig svo ósköp flinkan ökumann. Víkverji tekur fram að hann „telji“ sig vera það vegna þess að hann hefur ekki fest bílinn sinn í snjóþyngslunum.
Meira
20. desember 1930 Ríkisútvarpið tók formlega til starfa. „Það hefur varla verið beðið eftir öðru í meiri eftirvæntingu og með meiri vonarhug hér á landi heldur en þessari útvarpsstöð,“ sagði Helgi Hjörvar, formaður útvarpsráðs, í ávarpi...
Meira
Guðlaug Þorsteinsdóttir sigraði á vel sóttu Skákþingi Garðabæjar sem lauk um mánaðamótin nóv./des. Þetta mót dró til sín marga af yngstu og efnilegustu skákmönnum höfuðborgarsvæðisins.
Meira
Blak Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Elsa Sæný Valgeirsdóttir þurfti að hafa hraðar hendur við fataskipti þegar blakmenn gerðu upp fyrri hluta keppnistímabilsins í Mizuno-deildum karla og kvenna í vikunni.
Meira
20. desember 1965 Valskonur tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik með því að sigra norsku meistarana Skogn öðru sinni, nú 12:11 í Laugardalshöllinni.
Meira
England B-deild: Millwall – Bolton 0:1 • Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrsta klukkutímann fyrir Bolton. Spánn Celta Vigo – Almería 0:1 Þýskaland Mainz – Bayern München 1:2 Staða efstu liða: Bayern M.
Meira
E ygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee eru sundfólk ársins 2014 en það er Sundsamband Íslands sem stendur að valinu. Þau þóttu skara fram úr á annars gróskumiklu sundári. Eygló setti 9 Íslandsmet á árinu, hafnaði í 10.
Meira
Illa gekk hjá kylfingunum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, og Valdísi Þóru Jónsdóttur, Leyni, á þriðja degi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í gær.
Meira
Nú þegar ríkir hörkuvetur hérna á eyjunni þá fara íþróttaviðburðir úr skorðum við og við. Meira að segja hefur blaðamannafundum í íþróttahreyfingunni verið slegið á frest að undanförnu.
Meira
Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitaleik EM með sigri á Svíþjóð í Búdapest, 29:25. Noregur leikur því til úrslita á mótinu í sjöunda sinn í röð og mætir Spáni á sunnudag.
Meira
Stiklur Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ég rifjaði upp íþróttaárið í fljótheitum um síðustu helgi áður en ég kaus í kjöri á íþróttamanni ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna.
Meira
Íslenska U20-lið karla í íshokkí tapaði öllum fimm leikjum sínum í B-riðli 2. deildar HM sem leikinn var á Spáni og lauk í gær. Ísland féll því aftur niður í 3. deild eftir þriggja ára veru í 2. deild. Ísland byrjaði á því að tapa fyrir heimamönnum,...
Meira
England Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni verður viðureign Liverpool og Arsenal sem mætast á Anfield á morgun.
Meira
Eftir að hafa óvænt misst af sínu fyrsta stigi á leiktíðinni með jafntefli við KR í síðustu umferð kom Grótta sér strax aftur á sigurbraut með því að leggja Fjölni að velli í Grafarvogi í gærkvöld, 33:28, í 1. deild karla í handknattleik.
Meira
Í bókinni Kaupmaðurinn á horninu segir Óskar Jóhannsson í Sunnubúð frá þeim fjórum áratugum sem hann var „kaupmaðurinn á horninu“ í þá daga er matvöruverslanir í Reykjavík töldu um 200 alls.
Meira
Í bókinni Sveitin í sálinni segir Eggert Þór Bernharðsson frá búskap og ræktun í Reykjavík á árunum 1930 til 1970. Stór hópur bæjarbúa voru sveitamenn og þeir höfðu með sér viðhorf og venjur úr átthögunum. Þó fólkið færi úr sveitinni þá fór sveitin ekki svo glatt úr fólkinu. JPV gefur út.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.