Greinar þriðjudaginn 27. janúar 2015

Fréttir

27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

60% veikindaforföll

Sjöundubekkingar í Flataskóla liggja margir í rúminu þessa dagana, en 60% tilkynntu sig veika í gær. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 411 orð | 2 myndir

Afhenti gögn Wikileaks-fólks

Bandaríska netveitan Google afhenti bandarísku alríkislögreglunni FBI aðgang að tölvupóstum og öðrum gögnum þriggja blaðamanna uppljóstrunarvefjarins Wikileaks í samræmi við niðurstöðu bandarísks dómara árið 2012. Meira
27. janúar 2015 | Innlent - greinar | 92 orð | 1 mynd

Alþjóðleg menntun og umhverfi

Alþjóðaskólinn á Íslandi er einkarekinn skóli í húsnæði Sjálandsskóla þar sem kennsla fer aðallega fram á ensku. Skólinn hóf starfsemi sína í Víkurskóla árið 2004 en flutti í húsnæði Sjálandsskóla haustið 2006. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 80 orð

Áfram lágreist byggð í Garðabæ

Hafin er gerð nýs aðalskipulags fyrir Garðabæ. Þar verða allar gerðir af híbýlum, sambland af sérbýli og fjölbýli, en meginstefið er að vera með frekar lágreista byggð. Þetta segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í viðtali í blaðinu í dag. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

„Það er algjörlega í hennar höndum“

Viðar Guðjónsson Hallur Már Hallsson „Það er algjörlega í hennar höndum að koma aftur til þingsins og halda áfram sínum stjórnmálastörfum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 428 orð | 2 myndir

„Það var nóg til af ástarpungum og pylsum“

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta gekk alveg eins og í sögu, hér voru allir sáttir og sælir með að hafa skjól í skálanum. Við höfðum birgt okkur vel upp og áttum nóg til af öllu. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 131 orð

Breytingar á siglingakerfi

Eimskip hefur ákveðið breytingar á siglingakerfi félagsins frá miðjum febrúar og að sameina svonefndar grænar og rauðar leiðir. Meira
27. janúar 2015 | Innlent - greinar | 151 orð | 1 mynd

Byggt í Garðabæ frá landnámi

Árið 1994 fundust í Garðabæ minjar af bænum Hofsstöðum þar sem nú er miðbær Garðabæjar. Fornleifarannsóknir sýna að á Hofsstöðum hefur verið búið allt frá landnámsöld og að þar hafi verið stórbýli. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 863 orð | 4 myndir

Ekki byggt fyrir venjulegt fólk

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrátt fyrir að söluverð fasteigna sé að hækka meira en byggingarkostnaður er áfram útlit fyrir skort á íbúðum fyrir meðaltekjufólk. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 88 orð

Erfiðustu og hættulegustu störfin hverfa

„Með smíði þessara nýju skipa viljum við sjá framþróun og þarna verður sannarlega um framþróun að ræða,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, um samning sem fyrirtækið hefur gert við Skagann og 3X. Meira
27. janúar 2015 | Innlent - greinar | 144 orð | 1 mynd

Flatirnar eru mjög eftirsótt íbúðarhverfi

Flatirnar í Garðabæ eru eftirsótt íbúðarhverfi og þar býr margt efnafólk. Hverfið, sem byggðist á sjöunda áratugnum, er með sterkan svip. Þar eru vel á þriðja hundrað einbýlishús og fáein raðhús, mörg teiknuð af þekktum arkitektum. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Fyrsta malbikun ársins

Fyrsta malbikun ársins fór fram við nýbyggingar í Stakkholti í gær. Verktakafyrirtækið Fagverk var þar að verki og að sögn eins starfsmanna fyrirtækisins gafst í gær í fyrsta skipti í tvo mánuði tækifæri á að malbika. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 118 orð | 2 myndir

Glatt á hjalla þegar veglegar gjafir voru kynntar

Gærdagurinn var einkar viðburðaríkur hjá Barnaspítala Hringsins en auk þess að kynna nýjan vef sinn var nýr tækjabúnaður kynntur til sögunnar. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 502 orð | 1 mynd

Himinn og haf á milli SGS og SA

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við getum ekki annað en lýst vonbrigðum okkar með kröfur Starfsgreinasambandsins,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 535 orð | 1 mynd

Hitaveita lögð um sveitir Húnaþings vestra

Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstanga Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur kynnt íbúum Miðfjarðar og Hrútafjarðar áform um hitaveituvæðingu einstakra byggða í héraðinu. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 186 orð

Húsnæðisvandinn magnast enn frekar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrátt fyrir launaskrið og að raungengi krónu hafi ekki verið jafn hátt síðan 2008 er áfram útlit fyrir skort á nýjum íbúðum fyrir meðaltekjufólk á Íslandi. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 618 orð | 2 myndir

Innheimtan á ekki að koma neinum á óvart

Fréttaskýring Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Líkt og fram hefur komið hér í Morgunblaðinu yfirtóku nýju viðskiptabankarnir í október 2008 lán úr gömlu bönkunum, eftir að þau höfðu verið afskrifuð um 50% að jafnaði. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Kaupás fær ekki nóg af sviðum

Kaupás, sem meðal annars rekur verslanir Krónunnar og Nóatúns, getur ekki keypt þau svið úr sláturtíðinni í haust sem fyrirtækið telur sig þurfa. Innkaupastjóri telur það háalvarlegt að geta ekki fengið vöru sem niðurgreidd er af ríkinu. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Kortaveltan jókst um fjórðung frá desember 2013

Greiðslukortavelta ferðamanna hér á landi jókst um 25% í desember samanborið við sama mánuð árið 2013. Veltan var 6,5 milljarðar króna eða um 1,3 milljörðum krónum meiri en í desember árið 2013. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Kristinn

Listaverk Þó að rigningin sé ekki í miklu uppáhaldi hjá Frónbúum þessi dægrin á hún það til að búa til fögur listaverk þar sem hún streymir niður bílrúður og svo var einmitt í þessu... Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Mál Snædísar Ránar fær flýtimeðferð

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni um flýtimeðferð í fyrirhuguðu dómsmáli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg. Meira
27. janúar 2015 | Innlent - greinar | 783 orð | 3 myndir

Meginstefið að vera með fremur lágreista byggð

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Íbúar bæjarins eru kröfuharðir og við reynum að mæta þeim kröfum,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, en nýlega var kynnt gerð aðalskipulags Garðabæjar 2016 til 2030. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 373 orð | 2 myndir

Meistarinn afskaplega snortinn vegna sýndrar virðingar

SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, verður gerður að heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða á morgun. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Neyðarkall fjárbænda vegna Hornstrandarefa

Sauðfjárræktarfélögin í Strandasýslu sendu Sigurði Inga Jóhannssyni, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, neyðarkall í maí í fyrra. Tilefnið var að þann 1. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 599 orð | 2 myndir

Nokkrir með óheilsusamlegt vatn

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar á nokkrum bæjum í dreifbýlinu á Vatnsleysuströnd eru í vandræðum vegna þess að neysluvatn er ekki drykkjarhæft. Afar dýrt er að bora nýjar holur og þó sérstaklega að leggja leiðslur. Meira
27. janúar 2015 | Erlendar fréttir | 734 orð | 1 mynd

Ný stjórn hristir upp í Evrópu

Karl Blöndal kbl@mbl.is Alexis Tsipras sór í gær embættiseið forsætisráðherra Grikklands og hét því að „þjóna ávallt hagsmunum grísku þjóðarinnar“. Tsipras var að venju bindislaus og var eiður hans borgaralegur, en ekki kristilegur. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Óvissa er uppi um fjármögnun Hagvaxtarsjóðs

Lífeyrissjóðurinn Gildi mun ekki taka þátt í fjármögnun Hagvaxtarsjóðs Íslands sem ætlað er að fjárfesta í verkefnum sem tengjast ýmsum innviðum samfélagsins. Meira
27. janúar 2015 | Innlent - greinar | 162 orð | 2 myndir

Óvissa ríkir um framtíð Vífilsstaða

Frá því haustið 2013 hefur Landspítalinn starfrækt öldrunardeild í gamla sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum í Garðabæ. Meira
27. janúar 2015 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Pútín segir herdeildir NATO í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði þegar hann ávarpaði námsmenn í Pétursborg í gær að her Úkraínu ynni gegn hagsmunum landsins. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Raforkuvinnsla með jarðhita Í grein Jónasar Elíassonar prófessors um...

Raforkuvinnsla með jarðhita Í grein Jónasar Elíassonar prófessors um raforkuvinnslu með jarðhita sem birtist í blaðinu í gær átti að birtast skýringarmyndin sem hér er. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 397 orð | 2 myndir

Rífur boli og trjágreinar á mettíma

Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Skógrækt ríkisins, Héraðs og Austurlandsskógar, Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps og Félag skógarbænda á Austurlandi hafa fest kaup á nýrri og öflugri vél til að kurla trjávið og hefur hún verið tekin í gagn á Hallormsstað. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 758 orð | 3 myndir

Sjálfvirkni verður í lestarkerfi

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjálfvirkt flutningakerfi kara af vinnsludekki og mannlaust lestarkerfi mun gjörbreyta meðhöndlun afla og bæta aðbúnað og vinnulag sjómanna. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd

Spiluðu sig saman í sveitinni

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lúðrasveit Þorlákshafnar var stofnuð 1984 og á meðal stofnenda var Gestur Áskelsson saxófónleikari. Sigríður Kjartansdóttir, eiginkona hans, byrjaði í sveitinni ári síðar og 1991 rugluðu þau saman reytum sínum. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Uppiskroppa með svið

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlit er fyrir að Kaupás fái ekki keypt þau svið úr sláturtíðinni í haust sem fyrirtækið telur sig þurfa fram að næstu slátrun. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 347 orð | 13 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Mortdecai Listaverkasalinn Charles Mortdecai leitar að stolnu málverki sem tengist týndum bankareikningi sem á að vera stútfullur af gulli frá nasistum. IMDB 5,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Smárabíó 20.00, 22.25, 22.25 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Vilja ekki þrengja Grensásveg

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl. Meira
27. janúar 2015 | Innlendar fréttir | 504 orð | 1 mynd

Vill að Hæstiréttur þyngi refsidómana

Verulegir annmarkar voru á rannsókn embættis sérstaks saksóknara í Al-Thani-málinu og sömu sögu er að segja um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í desember 2013. Þetta kom fram í máli verjenda við málflutning í Hæstarétti sem hófst í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

27. janúar 2015 | Staksteinar | 218 orð | 1 mynd

ESB: Grikkir gikkir

Það verður efnahagslegt öngþveiti á Íslandi sögðu þremenningarnir Jóhanna, Steingrímur og Már, kyngi þjóðin ekki Icesave-samningunum. Meira
27. janúar 2015 | Leiðarar | 309 orð

Getur grískur harmleikur loks endað vel?

Oft er vandspáð í spil stjórnmála, og sérlega flókið nú Meira
27. janúar 2015 | Leiðarar | 224 orð

Tvískinnungur

Það er til lítils að ganga um París ef menn traðka á fólki heima fyrir Meira

Menning

27. janúar 2015 | Kvikmyndir | 81 orð | 2 myndir

Ástsæll bjarnarhúnn

Aðra vikuna í röð er kvikmyndin um bjarnarhúninn góðkunna Paddington sú mynd sem mestum miðasölutekjum skilaði íslenskum kvikmyndahúsum yfir helgina. Um helgina skilaði hún tæplega 5,9 milljónum kr. sem gera rúmlega 11 m. kr. frá frumsýningu hérlendis. Meira
27. janúar 2015 | Tónlist | 942 orð | 2 myndir

Geðshræringar með Sinfóníunni

Makbeð, sinfónískt ljóð eftir Richard Strauss. Kullervo, sinfónískt ljóð eftir Jean Sibelius. Einsöngvarar: Jorma Hynninen og Þóra Einarsdóttir. Kórar: Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudaginn 22. janúar 2015. Meira
27. janúar 2015 | Kvikmyndir | 536 orð | 2 myndir

Í úthverfafjötrum allsnægta og leiðinda

Leikstjóri: Isabelle Czajka. Leikarar: Emmanuelle Devos, Julie Ferrier, Natasha Régnier, Héléna Noguerra, Laurent Poitrenaux, Michaël Abiteboul, Sava Lolov og Grégoire Oestermann. Frakkland 2012. 93 mín. Franska kvikmyndahátíðin 2015. Meira
27. janúar 2015 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Kata hlaut Tindabikkjuna

Glæpafélag Vestfjarða veitti Tindabikkjuna í kyrrþey í líkhúsi Gamla sjúkrahússins á Ísafirði, 24. janúar sl., fyrir bestu glæpasögu Íslands árið 2014, að mati glæpafélaga. Meira
27. janúar 2015 | Tónlist | 769 orð | 2 myndir

Konungborin ævintýradís

J.S. Bach: Sellósvítur nr. 3-5 í C, Es og c. Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Sunnudaginn 25. janúar kl. 19:30. Meira
27. janúar 2015 | Tónlist | 42 orð | 1 mynd

Kvartett Dabrowski leikur á Kex hosteli

Kvartett pólska trompetleikarans Tomasz Dabrowski leikur í kvöld kl. 20.30 á djasskvöldi Kex hostels. Auk Dabrowski skipa kvartettinn Brian Massaka á gítar, Richard G. Andersson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Meira
27. janúar 2015 | Myndlist | 52 orð | 1 mynd

Ragnar hlaut verðlaun Artes Mundi

Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson hlaut 21. janúar sl. verðlaun Artes Mundi-tvíæringsins í Whales, nefnd Derek Williams Trust Purchase Award. Verðlaunafé er 30. Meira
27. janúar 2015 | Tónlist | 129 orð | 1 mynd

Rekur sögu tónlistar í Reykholtskirkju

Bjarni Guðráðsson í Nesi flytur fyrirlestur í Reykholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Meira
27. janúar 2015 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Samkenndin blífur

Rithöfundurinn Astrid Lindgren hefur verið í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri allt frá því hún man eftir sér, enda voru bækurnar um Ronju ræningjadóttur, Línu langsokk og börnin í Ólátagarði lesnar upphátt fyrir hana áður en hún sjálf gat stautað sig... Meira
27. janúar 2015 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Söngvarinn Demis Roussos látinn

Gríski söngvarinn Demis Roussos, einn vinsælasti dægurlagasöngvari áttunda áratugarins, er látinn 68 ára að aldri. Hann hafði glímt við veikindi um tíma og lést á sjúkrahúsi í Aþenu. Meira
27. janúar 2015 | Leiklist | 56 orð | 1 mynd

Tax-free leiklesið

Leikritið Tax-free eftir Róbert Jack verður leiklesið í kvöld kl. 20.30 á öðru kvöldi Uppsprettunnar í kaffihúsi Tjarnarbíós. Verkið fjallar um ýmislegt sem stendur Íslendingum nærri, t.d. vináttu, peningamál og kvóta. Meira
27. janúar 2015 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Tómas í netútsendingu Vínaróperunnar

Óperan Spaðadrottningin (Pique dame) eftir Tsjajkovskíj verður sýnd beint á netinu frá Vínaróperunni á morgun, miðvikudaginn 28. janúar. Útsendingin er klukkan 18 til 21.15 en kynning á verkinu hefst klukkan 17.15. Meira
27. janúar 2015 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Tónleikar á fæðingardegi Mozarts

Árlegir tónleikar til heiðurs W.A. Mozart verða haldnir á Kjarvalsstöðum í dag kl. 18 á fæðingardegi tónskáldsins. Á efnisskránni eru tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu sem og sönglög, en tónleikunum lýkur með flutningi á Exultate Jubilate. Meira

Umræðan

27. janúar 2015 | Aðsent efni | 1058 orð | 2 myndir

Endurreisn bankakerfisins

Eftir Jóhannes Karl Sveinsson og Þorstein Þorsteinsson: "Málið snýs um mat á eignum sem fluttar voru með ríkisvaldi til nýju bankanna. Samkvæmt lögum þurfti að verðmeta eignirnar og svo þurfti nýi eigandinn að borga. Íslenska ríkið átti ekki þessar eignir og greiddi ekki fyrir þær." Meira
27. janúar 2015 | Aðsent efni | 359 orð | 1 mynd

Hvenær rasisti og hvenær ekki rasisti?

Eftir Eðvarð Lárus Árnason: "Þjóðarleiðtogar Íslands virðast vera bæði blindir og heyrnarlausir." Meira
27. janúar 2015 | Aðsent efni | 1060 orð | 1 mynd

Nýtt þak á olíuverð

Eftir Anatole Kaletsky: "En eina leiðin fyrir OPEC til að endurheimta eða bara halda markaðshlut sínum er að þrýsta verðinu niður á við ..." Meira
27. janúar 2015 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Opið bréf til borgarstjóra

Eftir Þorkel Á. Jóhannsson: "Aðrir og vandaðir útreikningar hafa legið fyrir um skeið, en raunar með allt öðrum niðurstöðum. Það hentar e.t.v. ekki þínum málstað?" Meira
27. janúar 2015 | Pistlar | 435 orð | 1 mynd

Rétturinn til augnsambands

Þegar ég var 16 ára gömul bar ég vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn fullorðnum karlmanni sem beitti vinkonu mína kynferðislegu ofbeldi. Meira
27. janúar 2015 | Velvakandi | 47 orð | 1 mynd

Þorramatur

Mér skilst að Naustið hafi komið þorramatnum á kortið upp úr 1958. Þorrablótin þar voru vel sótt. Í dag er enginn maður með mönnum nema borða þorramat svona einu sinni eða svo í góðra vina hópi. Mér finnst um að gera að halda í þessa hefð.... Meira
27. janúar 2015 | Bréf til blaðsins | 218 orð

Þrettán borð hjá eldri borgurum í Rvík Mánudaginn 19. janúar var...

Þrettán borð hjá eldri borgurum í Rvík Mánudaginn 19. janúar var spilaður tvímenningur á 13 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 368 Jón Hákon Jónsson – Sigtryggur... Meira

Minningargreinar

27. janúar 2015 | Minningargreinar | 307 orð | 1 mynd

Andri Fannar Guðmundsson

Andri Fannar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 11. maí 1981. Hann lést á Triemli-sjúkrahúsinu í Zürich 6. janúar 2015. Útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju 20. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 2199 orð | 1 mynd

Arnfríður Kristín Arnórsdóttir

Arnfríður Kristín Arnórsdóttir fæddist í Villingadal á Ingjaldssandi 23.12. 1923. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 18.1. 2015. Foreldrar Arnfríðar voru Arnór Kristján Arnórsson bóndi, f. 15.7. 1887, d. 1923, og k.h. Margrét Guðmundsdóttir verkakona,... Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 501 orð | 1 mynd

Benedikt Ernest Rutherford

Benedikt (Bennó) Ernest Rutherford fæddist 4. júlí 1943. Hann lést 18. janúar 2015. Útför Benedikts fór fram 26. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 413 orð | 1 mynd

Bent Scheving Thorsteinsson

Bent Hillman Sveinn Scheving Thorsteinsson fæddist 12. janúar 1922. Hann lést 7. janúar 2015. Útför Bents var gerð 15. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 754 orð | 1 mynd

Björg Sigurðardóttir

Björg Sigurðardóttir fæddist 7. desember 1949. Hún lést 14. janúar 2015. Útför Bjargar fór fram 22. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 453 orð | 1 mynd

Eggert Þór Bernharðsson

Eggert Þór Bernharðsson fæddist 2. júní 1958. Hann lést 31. desember 2014. Útför Eggerts Þórs var gerð 13. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 131 orð | 1 mynd

Eysteinn Jóhannes Viggósson

Eysteinn Jóhannes Viggósson fæddist 20.8. 1931. Hann lést 30. nóvember 2014. Útför Eysteins fór fram 11. desember 2014. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 1641 orð | 1 mynd

Fríða Pétursdóttir

Fríða Pétursdóttir fæddist 11. apríl 1926. Hún lést 13. janúar 2015. Útför hennar fór fram 24. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 215 orð | 1 mynd

Garðar Jóhann Guðmundarson

Garðar Jóhann Guðmundarson fæddist 29. apríl 1944. Hann lést 21. júlí 2014. Foreldrar hans voru Hulda Sigurðardóttir og Guðmundur Ágúst Jóhannsson. Garðar Jóhann kvæntist Þórunni Kristinsdóttur, f. 1. desember 1949. Sonur þeirra er Gunnar Garðarsson, f. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 692 orð | 1 mynd

Guðrún Bríet Guðlaugsdóttir

Guðrún Bríet Guðlaugsdóttir (Bíbí), fæddist í Vestmannaeyjum 30. júlí 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 13. janúar 2015. Útför hennar fór fram frá Kópavogskirkju 23. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 321 orð | 1 mynd

Hildur Friðbergsdóttir

Hildur Friðbergsdóttir fæddist 19. janúar 1946 í Klyppstað í Loðmundarfirði. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum 18. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Friðbergur Einarsson, bóndi og verkamaður, og Björg Magnúsdóttir, húsfrú. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 386 orð | 1 mynd

Ingibjörg Jóhannesdóttir

Ingibjörg Jóhannesdóttir fæddist 19. júní 1935. Hún lést 3. janúar 2015. Útför Ingibjargar fór fram 17. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 649 orð | 1 mynd

Jóhannes S. Pálsson

Jóhannes fæddist á Furubrekku í Staðarsveit 25. júlí 1923. Hann lést 26. nóvember 2014. Foreldrar Jófríður Kristjánsdóttir og Páll Þórðarson. Þau eignuðust tvo syni, Jóhannes og Þórð. Fósturdóttir, Aðalheiður, ólst upp með þeim. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 535 orð | 1 mynd

Karl Gunnar Marteinsson

Karl Gunnar Marteinsson fæddist 21. desember 1936. Hann lést 15. desember 2014. Karl Gunnar var jarðsunginn 27. desember 2014. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 879 orð | 1 mynd

Margrét Halldóra Kristinsdóttir

Margrét Halldóra Kristinsdóttir fæddist á Akureyri 16. maí 1942. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Kristinn Þorsteinsson, f. 6. október 1904 í Ólafsfirði, d. 10. júní 1987, og Lovísa Pálsdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 82 orð | 1 mynd

Númi Magnússon

Númi Magnússon fæddist 8. apríl 1982. Hann lést 2. janúar 2015. Útför Núma fór fram 14. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 303 orð | 1 mynd

Páll Þórarinsson

Páll Þórarinsson fæddist í Þrúðvangi 26 á Hellu 10. nóvember 1957. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 12. desember 2014. Útför Páls fór fram frá Árbæjarkirkju 22. desember 2014. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 216 orð | 1 mynd

Sigurgeir I. Sigurðsson

Sigurgeir I. Sigurðsson fæddist 20. september 1957. Hann lést 10. desember 2014. Útför Sigurgeirs fór fram 18. desember 2014. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 1686 orð | 1 mynd

Stefán Þór Jónsson

Stefán Þór Jónsson fæddist 31. desember 1973. Hann lést 19. janúar 2015. Útför Stefáns fór fram 26. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. janúar 2015 | Minningargreinar | 430 orð | 1 mynd

Thelma Sigurgeirsdóttir

Thelma Sigurgeirsdóttir fæddist á Öldugötu í Reykjavík 4. apríl 1934. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. janúar 2015. Útför Thelmu fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 16. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. janúar 2015 | Viðskiptafréttir | 474 orð | 2 myndir

Lífeyrissjóðnum Gildi leist ekki á Hagvaxtarsjóð Íslands

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðurinn Gildi mun ekki taka þátt í Hagvaxtarsjóði Íslands. Meira
27. janúar 2015 | Viðskiptafréttir | 67 orð | 1 mynd

Misjöfn kjör lífeyrissjóða

Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti lækkun vaxta á verðtryggðum sjóðsfélagalánum fyrir helgi. Nú eru fastir vextir 3,7% en breytilegir 3,99%. Meira
27. janúar 2015 | Viðskiptafréttir | 83 orð | 1 mynd

Nýir fjárfestar í Kapito

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Kaskur ehf., fjárfestingafélag í eigu Inga Guðjónssonar, hafa fjárfest í Kaptio fyrir um 120 milljónir króna. Meira
27. janúar 2015 | Viðskiptafréttir | 155 orð | 1 mynd

Skila hagnaði áfram til hluthafanna

Þau félög sem greiddu arð í fyrra munu væntanlega halda áfram að koma hagnaði til hluthafa í formi arðgreiðslna eða kaupa á eigin hlutabréfum í ár, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Meira
27. janúar 2015 | Viðskiptafréttir | 43 orð

Vilja Skagafjörð lokaðan fyrir dragnótaveiðum

Smábátaeigendur í Skagafirði hafa stofnað með sér félagið Drangey – Smábátafélag Skagafjarðar. Félagið stefnir á að verða aðili að Landssambandi smábátaeigenda. Meira

Daglegt líf

27. janúar 2015 | Daglegt líf | 126 orð | 1 mynd

Flogið um í stafrænni veröld

Fyrir áhugafólk um flug er vefsíðan flugheimur.is algjörlega ótæmandi fróðleiksbrunnur. Þar er meðal annars að finna skrá yfir allar íslenskar flugvélar, uppruna þeirra, eigendasögu og fleira slíkt. Þá eru tengingar af síðunni inn á timarit. Meira
27. janúar 2015 | Daglegt líf | 84 orð | 1 mynd

Hluti af vistvænni þróun

Í dag, þriðjudaginn 27. janúar klukkan 16, verður upphafi árs ljóssins á Íslandi og stórafmæli Sameinuðu þjóðanna fagnað með samkomu í hátíðasal Háskóla Íslands. Meira
27. janúar 2015 | Daglegt líf | 143 orð | 1 mynd

Hraustlega sungið á Hrafnistu

Þorrablót heimilismanna á Hrafnistu í Reykjavík og gesta þeirra fór fram á bóndadaginn, sl. föstudag. Rúsínan í pylsuendanum þótti vera þegar konur sem eru nemar í hjúkrun við Háskóla Íslands birtust óvænt og sungu hraustlega fyrir þorrablótsgesti. Meira
27. janúar 2015 | Daglegt líf | 152 orð | 1 mynd

Innsýn í heim geðsjúkdóma

Ráðstefnan TEDxReykjavík verður haldin 16. maí næstkomandi, en í aðdraganda hennar verða haldin fræðandi kvöld í Stúdentakjallaranum. Á TED-bíó mætir þjóðþekktur einstaklingur til leiks og kynnir gestum myndbönd sem honum þykir mikið til koma. Meira
27. janúar 2015 | Daglegt líf | 93 orð | 2 myndir

Í Frakklandi er hægt að gista með syndandi hvítabirni

Hinum ólíklegustu brögðum er beitt til að draga næturgesti að herbergjum sem í boði eru fyrir ferðamenn úti í hinum stóra heimi. Meira
27. janúar 2015 | Daglegt líf | 311 orð | 1 mynd

Ískyggileg þróun vegna fólksfækkunar úti í sveitunum

Börnum í sveitum á Vesturlandi fækkaði um 42% á tímabilinu 1998-2014, á meðan fullorðnum fækkaði bara um 6,6%. Þetta kemur fram í ritinu Hagvísir Vesturlands sem kom út í gær. Meira
27. janúar 2015 | Daglegt líf | 530 orð | 4 myndir

Vill tröppur fyrir sáralítinn pening

Úlfarsfellið er útivistarparadís. Ólafur Steinars Björnsson er kominn vel á áttræðisaldur og heldur sér frískum og fjörugum með fjallgöngum. Hann segir leiðina á fjallið þó vera varasamt einstigi sem þarf að bæta. Meira

Fastir þættir

27. janúar 2015 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 0-0 6. 0-0 d6 7. h3 Re7...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 0-0 6. 0-0 d6 7. h3 Re7 8. d4 Bb6 9. Bd3 d5 10. Rbd2 dxe4 11. Rxe4 Rxe4 12. Bxe4 exd4 13. cxd4 Bf5 14. Bxb7 Hb8 15. Ba6 Be4 16. He1 Bxf3 17. Dxf3 Bxd4 18. Bc4 Rg6 19. Bb3 Re5 20. Dg3 Rd3 21. He2 Rxc1 22. Meira
27. janúar 2015 | Í dag | 26 orð

Allra augu vona á þig, þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma, lýkur...

Allra augu vona á þig, þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma, lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun. Meira
27. janúar 2015 | Fastir þættir | 169 orð

Arftaki Zia. V-AV Norður &spade;Á4 &heart;K ⋄ÁK96 &klubs;ÁKD743...

Arftaki Zia. V-AV Norður &spade;Á4 &heart;K ⋄ÁK96 &klubs;ÁKD743 Vestur Austur &spade;KG8752 &spade;96 &heart;ÁD &heart;G9765432 ⋄73 ⋄DG &klubs;986 &klubs;5 Suður &spade;D103 &heart;108 ⋄108542 &klubs;G102 Suður spilar 6⋄. Meira
27. janúar 2015 | Árnað heilla | 541 orð | 3 myndir

Í kennslu og leiðsögn

Sólrún fæddist á Ísafirði 27.1. 1965 en ólst upp í Bolungarvík: „Það var afskaplega gott að alast upp í frjálsræðinu í Bolungarvík. Meira
27. janúar 2015 | Í dag | 281 orð

Í ullarbrókarskálminni og af svellum á þorra

Þorrinn byrjar föstudaginn í þrettándu viku vetrar, eða sl. föstudag. Friðrik Steingrímsson býður hann velkominn á Leirnum: Varla getur veðri breytt né verið bónda í haginn að hoppa svona út í eitt allsber kringum bæinn. Meira
27. janúar 2015 | Árnað heilla | 264 orð | 1 mynd

Jón Eyþórsson

Jón Pjetur Eyþórsson fæddist á Þingeyrum 27.1. 1895. Foreldrar hans voru Eyþór Benediktsson bóndi og Björg Jósefína Sigurðardóttir. Meira
27. janúar 2015 | Í dag | 51 orð

Málið

Aðili er málvöndum þyrnir í augum. En það er nú fyrst og fremst ofnotkun orðsins. Stundum er til betra orð: „söluaðili“ er seljandi , „samkeppnisaðili“ er keppinautur . Meira
27. janúar 2015 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Reykjavík Óliver Þór Guðjónsson fæddist 29. september 2014 kl. 22.10...

Reykjavík Óliver Þór Guðjónsson fæddist 29. september 2014 kl. 22.10. Hann vó 3.880 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Rakel Lárusdóttir og Guðjón Þór... Meira
27. janúar 2015 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Sigurrós Pétursdóttir

40 ára Sigurrós ólst upp í Reykjavík og býr þar, lauk BS-prófi í alþjóðamarkaðsfræði og er vörustjóri hjá Toyota. Maki: Davíð Stefán Guðmundsson, f. 1975, framkvæmdastjóri hjá Talenta. Börn: Sandra Rós, f. 2001, Sóley María, f. 2006, og Pétur Hrafn, f. Meira
27. janúar 2015 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Sverrir Jón Einarsson

40 ára Sverrir ólst upp á Selfossi, er þar búsettur og starfar fyrir Barnaverndarstofu á Lækjarbakka, á heimili fyrir unglinga. Maki: Álfheiður Tryggvadóttir, f. 1979, kennari. Synir: Einar Breki, f. 2005, Jón Tryggvi, f. 2008, og óskírður, f. 2014. Meira
27. janúar 2015 | Árnað heilla | 175 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Margrét Ásgeirsdóttir 90 ára Jóhanna Jóhannsdóttir 85 ára Björn Olsen Jakobsson 80 ára Jóhanna Elísabet Pálsdóttir Steinunn Ólafsdóttir 75 ára Albert Finnbogason Bergljót Gunnarsdóttir Esther Ruth Isaksen Friðbjörn B. Meira
27. janúar 2015 | Árnað heilla | 55 orð | 1 mynd

Tinna Þorvaldsd. Önnudóttir

30 ára Tinna ólst upp í Reykjavík, er þar búsett, lauk leiklistarnámi frá Rose Bruford of Theater and Performance í London og er leikari og nemi í söng. Maki: Karl Birkir Flosason, f. 1988, nemi í mannfræði við HÍ. Foreldrar: Þorvaldur Þorvaldsson, f. Meira
27. janúar 2015 | Fastir þættir | 188 orð | 2 myndir

Útivistarsvæði í suðri

„Vífilsstaðahlíð, sem er innan landamæra Garðabæjar, er eina af perlum Heiðmerkur,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Meira
27. janúar 2015 | Fastir þættir | 253 orð

Víkverji

Víkverji hefur sótt fjölmarga þungarokkstónleika um dagana en upplifði í fyrsta skipti um liðna helgi að hljómsveitarmeðlimir væru kynntir fyrir tónleikagestum í bundnu máli – á útgáfutónleikum Skálmaldar vegna plötunnar Með vættum í Háskólabíói. Meira
27. janúar 2015 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

27. janúar 1907 Kvenréttindafélag Íslands var stofnað í Reykjavík, fyrir forgöngu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, í þeim tilgangi „að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn“. 27. janúar 1960 Varðskipið Óðinn kom til... Meira
27. janúar 2015 | Árnað heilla | 217 orð | 1 mynd

Ætlar að fá sér kaffi í tilefni dagsins

Þórólfur Sigjónsson (Tóti) er hótelstjóri á Sveitasetrinu Hofsstöðum í Skagafirði, nánar tiltekið í Viðvíkursveit. „Við köllum þetta fyrir handan í Skagafirði. Meira

Íþróttir

27. janúar 2015 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

16 LIÐA ÚRSLIT: Þýskaland – Egyptaland 23:16 • Dagur...

16 LIÐA ÚRSLIT: Þýskaland – Egyptaland 23:16 • Dagur Sigurðsson þjálfar lið Þýskalands. Ísland – Danmörk 25:30 • Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar lið Danmerkur. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 448 orð | 2 myndir

„Ég er bara bjartsýnn“

fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 722 orð | 2 myndir

„Miðar ágætlega í Ríó“

Ríó 2016 Kristján Jónsson kris@mbl.is Andri Stefánsson, sviðsstjóri afreksmála hjá ÍSÍ, fór fyrr í mánuðinum til Ríó í Brasilíu og fékk innsýn í hvernig Brasilíumönnum gengur í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

„Þetta er bara leiðinlegt fyrir handboltann,“ sagði Patrekur...

„Þetta er bara leiðinlegt fyrir handboltann,“ sagði Patrekur Jóhannesson landsliðsþjálfari Austurríkis við íþróttafréttamann Morgunblaðsins og mbl. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Dagur glímir næst við gestgjafana

„Ég er mjög ánægður með yfirvegunina, vörnina og markvörsluna í þessum leik. Okkur tókst að halda Egyptunum í skefjum allan leikinn og leyfðum þeim aldrei að ná upp stemningu. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

Frakkar standa einir eftir úr riðli Íslands

Frakkar eru einu fulltrúar C-riðilsins, sem Íslendingar léku í, sem eftir standa í 8 liða úrslitunum á HM í Katar. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Góð kaup í Guðmundi

Danski knattspyrnumaðurinn Steffen Ernemann sem leikur með norska liðinu Sarpsborg segir að danska liðið Nordsjælland hafi gert góð kaup þegar það samdi við Guðmund Þórarinsson. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Guardiola ánægður

Pep Guardiola, þjálfari þýska stórliðsins Bayern München, segist ánægður að bíða til loka tímabilsins með að ræða við forráðamenn félagsins um framlengingu á samningi sínum. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Fylkir 18.30 KA-heimilið: KA/Þór – HK 19.30 Selfoss: Selfoss – Stjarnan 19.30 Schenker-höll: Haukar – Grótta 19.30 Kaplakriki: FH – ÍR 19. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Kristinn Jörundsson skoraði 18 stig þegar Ísland sigraði Noreg, 79:70, á Norðurlandamótinu í körfuknattleik í Finnlandi 27. janúar 1974. • Kristinn fæddist árið 1950. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 302 orð | 2 myndir

M artin Hermannsson , landsliðsmaður í körfuknattleik, var í gær valinn...

M artin Hermannsson , landsliðsmaður í körfuknattleik, var í gær valinn nýliði vikunnar í NEC-riðli bandarísku háskóladeildarinnar eftir frammistöðu sína í tveimur leikjum með LIU Brooklyn. Hann gerði 21 stig í öðrum og 13 í hinum. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 670 orð | 4 myndir

Mega nú muna sinn fífil fegurri

Í Katar Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

NBA-deildin Phoenix – LA Clippers 100:120 New Orleans &ndash...

NBA-deildin Phoenix – LA Clippers 100:120 New Orleans – Dallas 109:106 Atlanta – Minnesota 112:100 Orlando – Indiana 99:106 San Antonio – Milwaukee 101:95 Toronto – Detroit 114:110 Golden State – Boston 114:111... Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Ólafur Karl of dýr?

Ólafur Karl Finsen, knattspyrnumaður úr Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, æfði í gær með norska úrvalsdeildarliðinu Haugesund en hann verður til reynslu hjá liðinu út vikuna eins og komið hefur fram. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Reynir fyrir sér í Noregi

Birna Kristjánsdóttir knattspyrnumarkvörður hefur verið til reynslu hjá norska liðinu Grand Bodö sem féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Birna var einn margra leikmanna sem æfðu með liðinu um liðna helgi en óvissa ríkir um framhaldið. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Stórleikur á Brúnni í kvöld

Chelsea og Liverpool eigast við í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Sverre lokar ekki dyrum

„Ég lít á þetta sem minn síðasta landsleik en ef Aron landsliðsþjálfari hringir í mig og vill að ég gefi kost á mér í einhvern leik þá mun ég ekki skorast undan án þess að skoða það vel,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, landsliðmaður í... Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Svíar féllu út og aðalhetjan hætt

Sænska landsliðið, sem hóf HM í Katar af miklum krafti með stórsigrum á Íslendingum, Tékkum og Alsíringum, féll úr leik í gær þegar liðið mætti Pólverjum í 16 liða úrslitum. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 592 orð | 2 myndir

Talsvert frá markmiðum

Í Katar Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
27. janúar 2015 | Íþróttir | 147 orð

Tíu sinnum gert betur

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafnar í 11. sæti heimsmeistaramótsins í Katar, samkvæmt niðurröðun IHF á þeim liðum sem féllu út í 16 liða úrslitunum í gær. Makedónía er í 9. sæti, Svíþjóð í 10. sæti, Ísland í 11. sæti. Argentína í 12. Meira

Bílablað

27. janúar 2015 | Bílablað | 292 orð | 2 myndir

Dekkin gera við sig sjálf

Jæja, þá er óþarfi að hafa áhyggjur af því þótt dekk springi. Því nú hefur franski dekkjasmiðurinn Michelin þróað dekk sem gerir við sig sjálft. Þetta þýðir þó vonandi ekki að loka verði dekkjaverkstæðum vegna verkefnaskorts. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 674 orð | 6 myndir

Engin sálarangist í Soul dísel

Kia Soul kom á markaði í annarri kynslóð sinni snemma á síðasta ári en kom þó ekki hingað til lands fyrr en seint sama ár. Blaðamaður Morgunblaðsins hefur þegar ekið EV-rafbílnum en bauðst um daginn að prófa hann með hefðbundnari aflrás. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 525 orð | 1 mynd

Fljótari á lægri hraða

Árangur af hraðalækkun úr 80 í 70 km/klst. á hringveginum fjölfarna um París þykir það góður að nú er í athugun hvort lækka skuli hámarkshraðann enn frekar. Hraðalækkunin kom til framkvæmda 10. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 702 orð | 6 myndir

Flugu yfir skaflana

Starfsmenn Bílavarahluta ehf./Autoparts.is ásamt viðskiptiptavinum og félögum skelltu sér í jeppaferð nú á dögunum inn á hálendi Íslands. Áfangastaðurinn skyldi vera Hveravellir. Í leiðangrinum tóku átta sérútbúnir bílar þátt. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 169 orð | 1 mynd

Honda Accord kveður í Evrópu

Honda Accord hefur verið mjög vinsæll bíll í Bandaríkjunum en það sama er ekki hægt að segja um Evrópu. Samkvæmt frétt frá AutoNews Europe ætlar Honda að láta núverandi kynslóð Accord í Evrópu renna sitt skeið og svo ekki meir. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 364 orð | 3 myndir

Jagúar með mótorhjólavara í bíla sína

Jagúar og Land Rover hafa verið framarlega að undanförnu að þróa tæknibúnað sem minnkar hættu á slysum. Fyrir stuttu kynnti Jagúar búnað sem minnkar blindhorn bílanna með því að gera ökumanni kleift að sjá í gegnum pósta bílsins. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 267 orð | 1 mynd

Keðjur verði skylda í fjallahéruðum

Vegna umferðaröngþveitis af völdum snjókomu kringum nýliðin áramót hafa komið fram áskoranir um að sett verði í umferðarlög að skylt verði öllum á ferð í fjallahéruðum Frakklands að hafa keðjur undir bílum sínum. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 88 orð | 1 mynd

Land Rover Evoque með tuskutoppi

Land Rover er að öllum líkindum að koma með blæjuútgáfu af hinum vinsæla Range Rover Evoque ef marka má frétt frá AutoExpress. Síðasti jepplingur til að prófa þetta var Nissan Murano CrossCabriolet sem var gjörsamlega misheppnaður og seldist varla. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 887 orð | 10 myndir

Lítil en öflug vél í hagkvæmum bíl

Vinsældir Ford Focus hafa stigmagnast frá því hann kom fyrst á markað árið 1998. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 324 orð | 1 mynd

Metár í Danmörku

Metsala var á bílum í Danmörku á nýliðnu ári með nýskráningu 188.921 fólksbíls. Með því var sölumetið frá 2013 slegið en þá voru 6.720 færri bílar skráðir en 2014. Frá því botninum var náð árið 2009 með sölu aðeins 112. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 189 orð | 1 mynd

Óblíð veðraföll ýta undir jeppakaup

Er beint samband milli hryssingsveðurs – grimmdarkulda – og tilhneigingar til kaupa á jeppum? Svo virðist vera samkvæmt athugunum vefsíðunnar motors.co.uk þótt ekki hafi hún endilega verið alltof vísindaleg. Meira
27. janúar 2015 | Bílablað | 266 orð | 1 mynd

Tregir til að fara í álið

Mjög hefur athyglin beinst að mögulegri notkun áls í bílaiðnaði eftir að Ford tilkynnti að pallbíllinn F-150 yrði smíðaður úr áli í stað stáls, en hann er nýkominn á götuna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.