Greinar föstudaginn 13. febrúar 2015

Fréttir

13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Aldrei jafn margir sótt hátíðina

Hátt í 70 listamenn og hljómsveitir koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík en hátíðin hófst í gær. Tónlistarveislan heldur áfram í dag og á morgun í Hörpu, en uppselt er á hátíðina. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 319 orð | 5 myndir

„Eindæma ófyrirleitni“

Hallur Már Hallsson Jón Pétur Jónsson Kristján H. Johannessen „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot. ... Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

„Fordæmisgildið er mjög verulegt“

Hallur Már Hallsson Jón Pétur Jónsson Kristján H. Meira
13. febrúar 2015 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Breivik hyggst fara í mál við dómsmálaráðuneytið

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hyggst fara í mál við norska dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að það jaðri við pyntingar að halda honum í viðvarandi einangrun. Lögmaður fjöldamorðingjans, Geir Lippestad, hefur staðfest þetta. Meira
13. febrúar 2015 | Erlendar fréttir | 620 orð | 2 myndir

Efast um að friður komist á

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Margir fréttaskýrendur eru efins um að nýtt samkomulag um vopnahlé í austurhéruðum Úkraínu dugi til að koma á varanlegum friði. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 894 orð | 2 myndir

Ekki hægt að meta tjónið til fjár

Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Hæstiréttur sakfelldi alla fjóra sakborningana í Al Thani-málinu svonefnda í gær. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Engar reglur og óljóst hvað liggur að baki gjaldtöku

Samningsmarkmið Reykjavíkurborgar eru almenns eðlis. Umhverfis og skipulagsráð lagði fram bókun í desember sl. um nauðsyn þess að borgin setji sér reglur og gjaldskrá fyrir breytingar á byggingarrétti í samræmi við deiliskipulag. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 574 orð | 3 myndir

Fjórir lausfrystar seldir til Brasilíu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skaginn 3X hefur samið um sölu á fjórum lausfrystum til Brasilíu. Söluverðið er um 600 milljónir króna og er þetta stærsti einstaki samningurinn sem fyrirtækið hefur gert um lausfrysta. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 574 orð | 2 myndir

Geta haft áhrif á hormónastarfsemi

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Mikilvægt er að vanda valið þegar kemur að kaupum á andlitsmálningu, því hún getur innihaldið svokölluð hormónahermandi efni á borð við paraben. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 499 orð | 3 myndir

Hafa lært gríðarlega mikið af gosinu í Holuhrauni

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
13. febrúar 2015 | Innlent - greinar | 695 orð | 3 myndir

Hófu ímynd hverfisins á loft með bikarnum

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í miðju Efra-Breiðholts stendur glæst og fagurt íþróttasvæði Leiknis, knattspyrnufélags sem fyrir rúmum áratug keppti í neðstu deild en hefur síðan náð að vinna sér leið upp í deild þeirra bestu. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 208 orð

Jarðstrengur um Sprengisand að hámarki 50 km

Í niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum Landsnets er staðfest að jarðstrengur um Sprengisand geti að hámarki orðið 50 km langur vegna tæknilegra takmarkana í núverandi raforkukerfi. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Leifi ætlar að selja sjoppuna

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Leifasjoppa hét annað í byrjun. Nafnið sem gilt hefur kom frá fólkinu í hverfinu og það þykir mér vænt um,“ segir Þorleifur Eggertsson. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir ná jafnvægi gagnvart skuldbindingum

Góð ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða 2014 veldur því að þeir sjóðir sem ekki njóta ábyrgðar launagreiðenda hafa náð jafnvægi milli eigna sinna og skuldbindinga gagnvart sjóðfélögum. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 271 orð

Losun hafta í góðum farvegi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í gær að losun fjármagnshafta væri í góðum farvegi. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Myndi kosta 365 15-26 milljarða

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kostnaður við að byggja upp 4G-kerfi sem uppfyllir kvaðir á 4G-leyfi sem 365 fékk í 10 ár er 15-26 milljarðar, að mati sérfræðinga í fjarskiptum. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Niðurrif „menningarlegt slys“

Torfusamtökin segja að ómetanleg verðmæti geti farið forgörðum verði húsið í Hafnarstræti 19 í Reykjavík rifið. Um sé að ræða eitt af glæsilegri dæmum um íslenska steinsteypuklassík og niðurrif þess væri slys í menningarsögu borgarinnar. Suðurhús ehf. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 346 orð | 2 myndir

Nýr Tryggvagötureitur að mótast

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að hefja uppbyggingu á svonefndum Tryggvagötureit í Reykjavík næsta haust og er horft til þess að framkvæmdum ljúki síðla árs 2017. Reiturinn afmarkast af Tryggvagötu, Norðurstíg og Vesturgötu. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Ómar

Trillan við fiskikassana Þessi krúttlega gamla trilla má muna sinn fífil fegri en hún hefur eflaust lokið hlutverki sínu og kúrir nú innan um fiskikassa á Ægisgarði við... Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 584 orð | 1 mynd

Samið við hvern lóðarhafa fyrir sig

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg á í samningaviðræðum við lóðarhafa í borginni um að þeir komi að uppbyggingu innviða umhverfis lóðir þar sem þeir hafa fengið aukinn byggingarrétt í samræmi við breytt deiliskipulag. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 693 orð | 3 myndir

Sáu fram á hálft húdd jeppans

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sverrir Guðbrandsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Hólmavík, þurfti á unglingsárum að hírast í meira en hálfan sólarhring í köldum Land Rover-jeppa ásamt þremur yngri stúlkum og skólabílstjóra í kolvitlausu veðri. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 425 orð | 2 myndir

Símafyrirtæki munu greiða fyrir rafræn skilríki

Baksvið Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Frá og með árinu 2016 mun Auðkenni innheimta gjald af fjarskiptafyrirtækjum fyrir hver virk rafræn skilríki. Þetta segir Haraldur Bjarnason, forstjóri félagsins. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Skaginn 3X seldi fjóra lausfrysta til Brasilíu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skaginn 3X hefur samið um sölu á fjórum lausfrystum til Brasilíu. Söluverðið er um 600 milljónir króna og er þetta stærsti einstaki samningurinn sem fyrirtækið hefur gert um lausfrysta. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 611 orð | 2 myndir

Svipaðar launakröfur, ólíkir samningstímar

Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gjörólíkar áherslur á samningstíma birtast í þeim kröfugerðum sem Starfsgreinasambandið (SGS) og Flóafélögin hafa lagt fram í komandi kjaraviðræðum. Meira
13. febrúar 2015 | Erlendar fréttir | 681 orð | 1 mynd

Svæfingavefur róar börnin

Stokkhólmi. AFP. | Felicia Zander fékk heilablæðingu þegar hún var sex ára og á rúmu ári gekkst hún undir u.þ.b. tólf skurðaðgerðir, auk þess sem hún fór í röntgenmyndatökur, heilaskönnun og aðrar rannsóknir. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 387 orð | 14 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Svampur Sveinsson: Svampur á þurru landi Svampur og félagar halda upp á þurrt land eftir að sjóræningi stelur frá Svampi blaðsíðu úr galdrabók til að öðlast mátt til illra verka. IMDB 8,1/10 Laugarásbíó 15.25 Sambíóin Álfabakka 15.10, 15.40, 16.10, 17. Meira
13. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Veltan komin yfir 100 milljarða

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var rúmir 20 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi í fyrra og jókst um tæp 26% milli ára. Veltan hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2011 og hefur hún aldrei verið jafn mikil. Meira
13. febrúar 2015 | Erlendar fréttir | 168 orð

Það viðrar ekki vel til hernaðar núna

Verði hlé á átökunum í Úkraínu er líklegt að vopnaðir hópar aðskilnaðarsinna og hersveitir stjórnarinnar notfæri sér það til að hvílast og búa sig undir enn harðari átök, að mati nokkurra fréttaskýrenda. Meira

Ritstjórnargreinar

13. febrúar 2015 | Leiðarar | 493 orð

Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi

Brotin beindust í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaði landsins Meira
13. febrúar 2015 | Staksteinar | 197 orð | 2 myndir

Vandamál borgarstjóra

Vinstri meirihlutinn í Reykjavík er í miklum vanda. Hann er með skatta í hæstu leyfilegu hæðum eftir að hafa fyrir tveimur áratugum tekið við borginni með lágum sköttum líkt og tíðkast enn í nokkrum sveitarfélögum, til að mynda á Seltjarnarnesi. Meira

Menning

13. febrúar 2015 | Leiklist | 575 orð | 1 mynd

„Leikhús sem fjallar um leikhús“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Barnaleikritið Kuggur og leikhúsvélin, eftir Sigrúnu Eldjárn, verður frumsýnt kl. 13 á morgun í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Meira
13. febrúar 2015 | Tónlist | 526 orð | 1 mynd

„Vonandi verðum við þau fjörugustu“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Enski tónlistarmaðurinn Adam Bainbridge, sem kallar sig Kindness, kemur fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í Hörpu annað kvöld ásamt hljómsveit. Meira
13. febrúar 2015 | Tónlist | 204 orð | 1 mynd

Bergþórutónleikar á Rósenberg í kvöld

Árlegir Bergþórutónleika fara fram á Rósenberg í kvöld kl. 22. Að þessu sinni verða tónleikarnir í formi vísnatónleika, þar sem áherslan er á einfaldleika í flutningi lags og ljóðs. Meira
13. febrúar 2015 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Ellen Kristjáns og fjölskyldan í Salnum

Ellen Kristjánsdóttir og öll hennar tónelska fjölskylda halda tónleika í Salnum í kvöld kl. 20.30. Meira
13. febrúar 2015 | Myndlist | 117 orð | 1 mynd

Emil Larsen sýnir í Kubbnum

Emil Larsen opnar sýningu í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar Listaháskóla Íslands á Laugarnesvegi 91, í dag kl. 15.30. „Sýninguna nefnir hann Welcome to my untitled ART show . Meira
13. febrúar 2015 | Kvikmyndir | 81 orð | 1 mynd

Fimm stuttmyndir keppa í Sprettfiski

Fimm myndir hafa verið valdar til þátttöku í Sprettfiski 2015, stuttmyndasamkeppni Stockfish – evrópskrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem haldin verður 19. febrúar til 1. mars. Meira
13. febrúar 2015 | Myndlist | 100 orð | 1 mynd

Finleif Mortensen sýnir í Gallerí Fold

Færeyski listamaðurinn Finleif Mortensen sýnir nú í Gallerí Fold og stendur sýningin til 22. febrúar. Þetta er önnur einkasýning hans í galleríinu en síðast hélt hann þar sýningu árið 2012. Meira
13. febrúar 2015 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Funi í Mengi

Funi heldur tónleika með skyggnimyndasýningu í Mengi á Óðinsgötu 2 í kvöld kl. 21. Flutt verða íslensk og ensk þjóðlög sungin og leikin á langspil, gítar og kantele. Funi er tvíeykið Bára Grímsdóttir og Chris Foster sem hófu samstarf árið 2001. Meira
13. febrúar 2015 | Kvikmyndir | 179 orð | 1 mynd

Hasar, ofbeldi og kynlíf

Kingsman: The Secret Service Hasarmynd í léttum dúr, byggð á samnefndri teiknimyndasögu og leikstýrt af Matthew Vaughn sem á m.a. að baki kvikmyndinar Kick-Ass og X-Men: First Class . Meira
13. febrúar 2015 | Tónlist | 270 orð | 1 mynd

Léttsveit Reykjavíkur 20 ára

„100 raddir“ er yfirskrift hátíðar kvennakórsins Léttsveitar Reykjavíkur sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun milli kl. 13 og 17. Hátíðin er liður í afmælisdagskrá sveitarinnar sem fagnar 20 ára afmæli sínu á árinu. Meira
13. febrúar 2015 | Tónlist | 125 orð | 1 mynd

Michael Gambon hættur að leika á sviði

Breski stórleikarinn Michael Gambon hefur lýst því yfir að hann geti ekki framar leikið á sviði. Ástæðan mun vera að hann treystir sér ekki lengur til að muna mikinn leiktexta. Meira
13. febrúar 2015 | Tónlist | 111 orð | 1 mynd

Nýdanskir dagar

Hljómsveitin Nýdönsk gerir víðreist og sækir heim nokkur bæjarfélög undir yfirskriftinni „Nýdanskir dagar“. Meira
13. febrúar 2015 | Fjölmiðlar | 195 orð | 1 mynd

Spólur, kassettur og áunnir brestir

Ég hef ekki fylgst með þætti á sjónvarpsstöð í mörg ár. Þar kemur tvennt til. Meira
13. febrúar 2015 | Myndlist | 215 orð | 2 myndir

Verk kvenna og falsanir

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands í kvöld kl. 18. Annars vegar Konur stíga fram – svipmyndir 30 kvenna í íslenskri myndlist og hins vegar A Kassen Carnegie Art Award 2014 . Meira

Umræðan

13. febrúar 2015 | Velvakandi | 24 orð | 1 mynd

Ábending

Kona hringdi í Velvakanda og vildi benda á að dýr hafa haus en ekki höfuð, kjaft ekki munn og þau éta en borða... Meira
13. febrúar 2015 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Breiðholtið í fjölmiðlum

Eftir Önnu Maríu Þorkelsdóttur: "Fjölmiðlar hafa þarna mikil völd og þurfa að velta fyrir sér þeirri samfélagslegu ábyrgð sem á þeim hvílir." Meira
13. febrúar 2015 | Aðsent efni | 349 orð | 1 mynd

Eitt af því besta

Eftir Elínu Hirst: "Mig langaði til að vita hvernig það var fyrir bláfátæka Íslendinga að setjast að í norðurhéruðum Kanada og umsnúa þannig lífi sínu og barna sinna." Meira
13. febrúar 2015 | Aðsent efni | 705 orð | 1 mynd

Fasistar

Eftir Stefaníu Jónasdóttur: "En nei, ég er víst fasisti eftir orðum fræði-, blaðamanna og skálda sem fara mikinn á DV-vef." Meira
13. febrúar 2015 | Pistlar | 422 orð | 1 mynd

Furðuleg staða

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að ganga í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum hverrar einustu skoðanakönnunar sem gerð hefur verið frá því sumarið 2009, algerlega óháð því hver hefur gert hana og fyrir hvern. Meira
13. febrúar 2015 | Aðsent efni | 222 orð | 1 mynd

Loft og varmi

Eftir Halldór I. Elíasson: "Þessar sveiflur breiðast út í andrúmsloftið og raunar getur varminn ekki farið hraðar en þessi hljóðhraði." Meira
13. febrúar 2015 | Aðsent efni | 418 orð | 1 mynd

Mammon stjórnar lýðræðinu

Eftir Elías Kristjánsson: "Víglundur ætti að vita að „G“ í VG stendur fyrir græningjar í efnahagsmálum." Meira
13. febrúar 2015 | Aðsent efni | 792 orð | 1 mynd

Raunir rjúpunnar – rannsóknir og veiðisóðar

Eftir Indriða Aðalsteinsson: "Það er í hæsta máta forkastanlegt, ef í veiðiráðgjöf Náttúrufræðistofnunar er ekkert tillit tekið til margfalds afráns refa." Meira
13. febrúar 2015 | Aðsent efni | 867 orð | 1 mynd

Skugginn af sjálfum mér

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Áður en hann vissi af tóku tárin að streyma niður kinnar hans. Hann tók allur að hristast og skjálfa. Á þeirri stundu gerðist eitthvað óútskýranlegt." Meira
13. febrúar 2015 | Aðsent efni | 641 orð | 1 mynd

Snilldarverk

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Fyrir verður þá oft almúgafólk, sem ekkert á undir sér, í þessu tilviki Agnes Magnúsdóttir." Meira

Minningargreinar

13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 2153 orð | 1 mynd

Ásgeir Ólafsson

Ásgeir Ólafsson fæddist 20. ágúst 1949 í Reykjavík. Hann lést 6. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Bryndís Kristjánsdóttir, f. 8. september 1918, d. 25. október 1971, og Ólafur Þorsteinsson járnsmiður, f. 5. júlí 1918, d. 23. apríl 2003. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 3741 orð | 1 mynd

Einar Hafsteinn Ágústsson

Einar Hafsteinn Ágústsson fæddist í Reykjavík 14. september 1934. Hann lést á blóðlækningadeild Landspítalans hinn 29. janúar 2015. Foreldrar hans voru Ágúst Benediktsson vélstjóri, f. 25.8. 1897, d. 24.7. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 192 orð | 1 mynd

Elín Björnsdóttir

Elín Björnsdóttir fæddist í Hafnarfirði 8. desember 1955. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 25. janúar 2015. Útför Ellu fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 4. febrúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 218 orð | 1 mynd

Eva Óskarsdóttir

Eva Óskarsdóttir fæddist 12.4. 1934 í Reykjavík. Hún lést 22. janúar 2015. Útför Evu fór fram 5. febrúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 469 orð | 1 mynd

Gestur Jónsson

Gestur Jónsson fæddist 7. október 1924 á Saurum í Keldudal, Dýrafirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 27. janúar 2015. Foreldrar hans voru (Magnús) Jón Samúelsson, f. 13.9. 1869, d. 26.6. 1931, og Halldóra Gestsdóttir, f. 19.3. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 640 orð | 1 mynd

Guðmundur Kristjánsson

Guðmundur Kristjánsson fæddist 5. júní 1924 í Grísartungu í Stafholtstunguhreppi í Borgarfirði. Hann lést 4. febrúar 2015 á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Útför Guðmundar fór fram frá Fossvogskirkju 12. febrúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 460 orð | 1 mynd

Guðmundur Steindór Nikulásson

Guðmundur Steindór Nikulásson fæddist í Arnkelsgerði Vallahreppi 16. jan. 1939. Hann lést á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum 14. janúar 2015. Foreldrar hans voru Sigrún Þuríður Guðnadóttir frá Stóra-Sandfelli, f. 11 desember 1907, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 421 orð | 1 mynd

Gyða Jóhannsdóttir

Gyða (skírnarnafn Guðný) Jóhannsdóttir fæddist 19. september 1923. Hún lést 23. janúar 2015. Útför Gyðu var gerð 2. febrúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 610 orð | 1 mynd

Hörður Ársælsson

Hörður Ársælsson fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1927. Hann lést á Sunnuhlið í Kópavogi 26. janúar 2015. Foreldrar hans voru Ársæll Sigurðsson, f. 31.12. 1875, d. 20.3. 1972, og Guðný Pétursdóttir, f. 15.5. 1890, d. 16.12. 1963. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 1014 orð | 1 mynd

Inga María Ingólfsdóttir

Inga María Ingólfsdóttir fæddist á Hrísum í Saurbæjarhreppi, nú Eyjafjarðarsveit, 20. júní 1939. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð 30. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Guðrún Anna Sigurðardóttir, f. á Skúfsstöðum í Hjaltadal 25. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 638 orð | 1 mynd

Júlíus Björn Magnússon

Júlíus Björn Magnússon fæddist á Akureyri 1. janúar 1922. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. febrúar 2015. Foreldrar Júlíusar voru Magnús Gíslason, múrarameistari á Akureyri, f. 1895, d. 1952, og kona hans, Jóhanna Júlíusdóttir húsmóðir, f. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 688 orð | 1 mynd

Júlíus Gunnlaugsson

Júlíus Gunnlaugsson fæddist á Sjöundastöðum í Flókadal 24. janúar 1924. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. febrúar 2015. Útför Júlíusar fór fram frá Akureyrarkirkju 12. febrúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 3810 orð | 1 mynd

Kjartan Halldórsson

Kjartan Halldórsson fæddist á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 27. september 1939. Hann lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 8. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Davíðsson, f. 1895, d. 1981, og Halldóra Eyjólfsdóttir, f. 1901, d. 1980. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 3950 orð | 1 mynd

Kristín Pétursdóttir

Kristín Pétursdóttir fæddist á Rannveigarstöðum í Álftafirði eystri 21. maí 1924. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, 8. febrúar 2015. Foreldrar hennar voru Pétur Helgi Pétursson, bóndi og barnakennari, f. 1868, d. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 512 orð | 1 mynd

Magnús Hjálmarsson

Magnús Hjálmarsson fæddist 30. janúar 1930. Hann lést 19. nóvember 2013. Útför Magnúsar fór fram 28. nóvember 2013. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 300 orð | 1 mynd

Ólafur Einarsson

Ólafur Einarsson fæddist 14. apríl 1959. Hann lést 27. janúar 2015. Útför Ólafs fór fram 4. febrúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 256 orð | 1 mynd

Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir fæddist 20. september 1915. Hún lést 26. janúar 2015. Útför hennar fór fram 7. febrúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2015 | Minningargreinar | 520 orð | 1 mynd

Þórhallur Óskar Þórhallsson

Þórhallur Óskar Þórhallsson (Óskar) fæddist á Langhúsum í Fljótsdal 7. september 1944. Hann lést 1. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Þórhallur Ágústsson, bóndi á Langhúsum, f. 14.9. 1901, d. 25.6. 1984, og Iðunn Þorsteinsdóttir frá Klúku í Fljótsdal,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. febrúar 2015 | Viðskiptafréttir | 85 orð | 1 mynd

Arctic Trucks nær samningi

Fyrirtækið Arctic Trucks hefur gert samning við Kínversku heimskautastofnunina um breytingar á tveimur Toyota Hilux-jeppum sem ætlunin er að nota við afar krefjandi aðstæður á Suðurskautslandinu. Meira
13. febrúar 2015 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Birgir áfram formaður FA

Birgir S. Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins á miðvikudag. Meira
13. febrúar 2015 | Viðskiptafréttir | 280 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir ná jafnvægi

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðir sem starfa án ábyrgðar launagreiðenda náðu jafnvægi milli eignastöðu og framtíðarskuldbindinga sinna á árinu 2014. Meira
13. febrúar 2015 | Viðskiptafréttir | 360 orð | 1 mynd

Nýir sprotasjóðir breyta frumkvöðlalandslaginu

Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Talið er að þrír nýir frumkvöðla- og sprotasjóðir sem áforma að fjárfesta fyrir 11,5 milljarða króna á næstu 3-5 árum geti breytt landslagi íslenska frumkvöðlaumhverfisins. Meira
13. febrúar 2015 | Viðskiptafréttir | 45 orð

Nýtt frumkvöðlasetur

Nýtt frumkvöðlasetur hefur verið opnað á Egilsstöðum . Að því standa Fljótsdalshérað, AFL starfsgreinafélag, Austurbrú og AN Lausnir. Um er að ræða þrjú vinnurými sem frumkvöðlar geta nú sótt um að nýta. Meira
13. febrúar 2015 | Viðskiptafréttir | 434 orð | 1 mynd

Stofnun Hagvaxtarsjóðs er í uppnámi

Stefán E. Stefánsson ses@mbl. Meira

Daglegt líf

13. febrúar 2015 | Daglegt líf | 761 orð | 5 myndir

Háskakvendi, glæpur og andhetja

A Reykjavik Porno, er alíslensk mynd með íslenskum leikurum en handritshöfundurinn og leikstjórinn er Skotinn Graeme Maley. Meira
13. febrúar 2015 | Daglegt líf | 395 orð | 1 mynd

Heimur Benedikts

Þannig að ég hringdi í pabba gamla og mömmu gömlu. Og þau svöruðu kallinu – svo um munaði. Meira
13. febrúar 2015 | Daglegt líf | 81 orð | 1 mynd

...kíkið á Ragnheiði Gröndal

Söngkonan Ragnheiður Gröndal sest við slaghörpuna og flytur dagskrá með sínum uppáhalds djassstandördum í hádeginu í dag í Gerðubergi í Breiðholti kl. 12.15. Hún endurtekur leikinn á sunnudag kl. 13.15. Meira
13. febrúar 2015 | Daglegt líf | 140 orð | 1 mynd

Milljarður rís gegn ofbeldi í dag

UN Women á Íslandi stendur fyrir viðburði í dag til að vekja fólk til vitundar um útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag, en það er kynbundið ofbeldi. Meira
13. febrúar 2015 | Daglegt líf | 57 orð | 2 myndir

Tígur leikur sér að fiðurfénaði

Hér má sjá Síberíutígur reyna að ná hænsfugli sem sleppt var lausum sérstaklega til að skemmta gestum dýragarðs í Kína þar sem slíkar kisur dvelja. Meira
13. febrúar 2015 | Daglegt líf | 242 orð | 1 mynd

Ungir menn tóku málin í sínar hendur

„Herratrend.is á upphaf sitt í hugmynd sem ég fékk í miðjum forritunartíma í Tækniskólanum. Meira

Fastir þættir

13. febrúar 2015 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bg4 5. Db3 Db6 6. Rc3 e6 7. Rh4 Bh5...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bg4 5. Db3 Db6 6. Rc3 e6 7. Rh4 Bh5 8. h3 Be7 9. g4 Bg6 10. Rxg6 hxg6 11. Bg2 g5 12. 0-0 Rbd7 13. Hd1 Hd8 14. cxd5 exd5 15. Dc2 Rf8 16. e4 Re6 17. Be3 Kf8 18. e5 Rh7 19. b4 Kg8 20. b5 Rf4 21. Bxf4 gxf4 22. bxc6 Dxc6... Meira
13. febrúar 2015 | Í dag | 311 orð

Af sting í hjartað og loðnu á vitlausum stað

Margt hefur borið til tíðinda upp á síðkastið og orðið vísnahöfundum að yrkisefni. Í Fréttablaðinu mátti lesa að heilbrigðisráðherra fékk „sting í hjartað“ vegna aðstæðna aldraðra. Meira
13. febrúar 2015 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Arndís Guðjónsdóttir

40 ára Arndís er Reykvíkingur og er hárgreiðslumeistari og starfar á hárstofunni Skugga. Maki: Kristján Már Atlason, f. 1971, framkvæmdastj. hjá Olís. Börn: Katla Sigríður Magnúsdóttir, f. 1999, og fóstursonur er Atli Dagur Kristjánsson, f. 2007. Meira
13. febrúar 2015 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Bolungarvík Íris Hekla Einarsdóttir fæddist 13. febrúar 2014 kl. 10.32...

Bolungarvík Íris Hekla Einarsdóttir fæddist 13. febrúar 2014 kl. 10.32. Hún vó 4.015 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Inga Rut Kristinsdóttir og Einar Guðmundsson... Meira
13. febrúar 2015 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

Daði Ingólfsson

40 ára Daði er Reykvíkingur, tölvunarfræðingur og er einn af eigendum Kolibri. Maki: Gunnhildur Ólafsdóttir, f. 1972, tölvunarfræðingur og vinnur hjá Tern Systems. Börn: Þórdís, f. 2004, og Axel, f. 2007. Foreldrar: Ingólfur Steinsson, f. Meira
13. febrúar 2015 | Fastir þættir | 241 orð | 2 myndir

Hverfið er eftirsótt

Breiðholtið hefur styrkst á fasteignamarkaði að undanförnu og eignir þar seljast fljótt. Skýringarnar á þessu kunna að vera margar, að sögn Þóru Birgisdóttur, lögg. fasteignasala hjá Fasteignasölunni Borg. Meira
13. febrúar 2015 | Árnað heilla | 236 orð | 1 mynd

Kennir sagnfræði og fer í draugaferðir

Þetta eru litlir snillingar og mjög efnilegir,“ segir Óli Kári Ólason sagnfræðingur um nemendur sína í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Ég kenni þeim alla mannkynssöguna frá Plató til Nató. Meira
13. febrúar 2015 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Kópavogi Ísleifur Andres S. Valgerðarson fæddist 8. mars 2014. Hann vó...

Kópavogi Ísleifur Andres S. Valgerðarson fæddist 8. mars 2014. Hann vó 3.754 kg (14 merkur) og var 53 cm langur. Móðir hans er Valgerður Helga Ísleifsdóttir... Meira
13. febrúar 2015 | Fastir þættir | 204 orð | 1 mynd

Landar hittast og vilja lambakjötið

„Hér í Fellahverfinu er talsverður hópur af Filippseyingum og við erum hér fimm fjölskyldur sem höldum hópinn. Hittumst oft með börnin, höldum partí, förum í gönguferðir og höldum matarboð. Meira
13. febrúar 2015 | Árnað heilla | 580 orð | 3 myndir

Læknir og húmanisti

Svanur fæddist í Reykjavík 13.2. 1965 og ólst upp í Vesturbænum frá fimm ára aldri. Erla, móðir hans, og föðurafi, Árni Finnbogason, héldu þá heimili á Hringbraut 45, fyrstu blokkarbyggingu landsins: „Þetta var merkur stigagangur. Meira
13. febrúar 2015 | Fastir þættir | 530 orð | 2 myndir

Lærdómsríkt og krakkarnir þroskast

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góðverk og þakklæti er þema febrúarmánaðar hjá skátafélaginu Haförnum í Breiðholti. Meira
13. febrúar 2015 | Í dag | 57 orð

Málið

Gjörð beygist á tvo vegu, eftir merkingu. Merki það gerð (athöfn, t.d.) – þau orð geta gengið hvort í annars verk eins og so. að gera og að gjöra – er eignarfallið til gjörðar og fleirtalan gjörðir og til gjörða . Meira
13. febrúar 2015 | Fastir þættir | 176 orð

Með lokuð augu. S-Allir Norður &spade;K4 &heart;D93 ⋄7542...

Með lokuð augu. S-Allir Norður &spade;K4 &heart;D93 ⋄7542 &klubs;ÁDG3 Vestur Austur &spade;ÁG953 &spade;D1086 &heart;K102 &heart;764 ⋄83 ⋄D1096 &klubs;764 &klubs;95 Suður &spade;72 &heart;ÁG85 ⋄ÁKG &klubs;K1082 Suður spilar 3G. Meira
13. febrúar 2015 | Í dag | 17 orð

Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar...

Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34. Meira
13. febrúar 2015 | Árnað heilla | 258 orð | 1 mynd

Óskar Einarsson

Guðmundur Óskar Einarsson læknir fæddist 13.2. 1893 í Rifshalakoti í Holtum, Rang. Meira
13. febrúar 2015 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

Sigrún Fanný Jónsdóttir

30 ára Sigrún er uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur en býr í Garðabæ og er skrifstofukona hjá Securitas. Maki: Bjarni Þór Jónsson, f. 1982, sjálfstætt starfandi rafvirki. Börn: Róbert Ingi, f. 2005, og Ómar Darri, f. 2012. Foreldrar: Jón Magnússon, f. Meira
13. febrúar 2015 | Árnað heilla | 211 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Júlíana Hinriksdóttir 85 ára Emilía Thorarensen Stefanía Andrésdóttir 80 ára Kári Eiríksson Kjartan Sigurjónsson Sigurjón Hannesson Sveinbjörn Sigurðsson 75 ára Ágústa Óskarsdóttir Hulda Haraldsdóttir Sigríður Gústavsdóttir Steinunn Jónsdóttir... Meira
13. febrúar 2015 | Fastir þættir | 276 orð

Víkverji

Borgarstjórinn í Boston í Bandaríkjunum áréttaði í vikunni að þegar snjóaði væri aðalatriðið að hreinsa götur og stíga um leið svo vegfarendur kæmust leiðar sinnar. Kostnaðurinn skipti engu máli. Við svo búið lét hann hendur standa fram úr ermum. Meira
13. febrúar 2015 | Í dag | 174 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

13. febrúar 1693 Heklugos hófst. Það stóð fram á haust og olli miklu tjóni, jarðir lögðust í auðn og hallæri ríkti á Suðurlandi. Sænskur vísindamaður telur að mengun frá þessu gosi hafi spillt gróðri í Svíþjóð og valdið hungursneyð. 13. Meira

Íþróttir

13. febrúar 2015 | Íþróttir | 374 orð | 1 mynd

Alexander stal senunni af Bonneau

Í Njarðvík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla ÍR – Keflavík 78:76 Njarðvík – Grindavík...

Dominos-deild karla ÍR – Keflavík 78:76 Njarðvík – Grindavík 77:90 KR – Snæfell 89:83 Stjarnan – Skallagrímur 93:76 Tindastóll – Fjölnir 103:83 Staðan: KR 171611674:138332 Tindastóll 171341622:145626 Stjarnan... Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 458 orð | 5 myndir

Fram náði dýrmætu stigi

Framarar náðu að halda sér einu stigi fyrir ofan Stjörnuna í fallbaráttu liðanna í Olís-deild karla í handknattleik en þeir gerðu jafntefli, 24:24, við ÍBV í hörkuspennandi leik í Safamýrinni í gærkvöld. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 380 orð | 2 myndir

Helga María stóð við sitt

HM á skíðum Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Skíðakonan unga Helga María Vilhjálmsdóttir varð í 56. sæti í stórsvigi á HM í alpagreinum í Beaver Creek í Colorado í gærkvöld. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Nanna Herborg Leifsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á vetrarólympíuleikunum í Sarajevo þegar hún hafnaði í 38. sæti í svigkeppni kvenna á leikunum 13. febrúar 1984. • Nanna fæddist 1963. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: IG-höllin: Þór Þ...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: IG-höllin: Þór Þ. – Haukar 19.15 1. deild karla: Vodafonehöllin: Valur – FSu 19.30 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Grafarvogur: Fjölnir – Selfoss 19.30 KR-heimilið: KR – ÍH 20. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 624 orð | 6 myndir

Liðsheild ÍR réð úrslitum

Í Seljaskóla Kristinn Friðriksson kiddigeirf@gmail.com Þegar Keflvíkingar heimsóttu ÍR í gærkveldi í Dominos-deild karla bjóst ég við spennandi og áhugaverðum leik þar sem allt yrði lagt undir til þess eins að sigra. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 335 orð | 3 myndir

Liverpool verður án fyrirliðans Stevens Gerrards næstu vikurnar vegna...

Liverpool verður án fyrirliðans Stevens Gerrards næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þriðjudagskvöldið. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 604 orð | 4 myndir

Loks snerist dæmið við

Í Austurbergi Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Loksins, loksins segja Stjörnumenn eflaust eftir langþráðan sigur í Olís-deild karla í handknattleik í gær. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 213 orð | 2 myndir

Lykilmenn í landsleikjafrí?

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslandsmeistarar Stjörnunnar og Eyjamenn gætu hvort um sig misst lykilmann úr sínum röðum mestallan júlímánuð vegna Gold Cup, úrslitakeppni Norður- og Mið-Ameríku í knattspyrnu karla sem þá fer fram í Bandaríkjunum og Kanada. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Olís-deild karla ÍR – Stjarnan 27:28 Fram – ÍBV 24:24 Haukar...

Olís-deild karla ÍR – Stjarnan 27:28 Fram – ÍBV 24:24 Haukar – HK 27:19 FH – Valur 22:27 Afturelding – Akureyri 22:17 Staðan: Valur 181323497:42428 Afturelding 181224439:40726 ÍR 181134497:45725 FH 181026470:44222 ÍBV... Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 512 orð | 4 myndir

Óburðugur sóknarleikur

Að Varmá Ívar Benediktsson iben@mbl.is Mosfellingar unnu fimm marka sannfærandi sigur á frekar bitlausu liði Akureyringa að Varmá í gærkvöldi, 22:17. Vegna taps ÍR-inga fleytti sigurinn Mosfellingum upp í annað sæti deildarinnar. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Staða SA er orðin mjög vænleg

Skautafélag Akureyrar fór langt með að tryggja sér efsta sætið á Íslandsmóti karla í íshokkí og þar með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni með því að vinna Björninn, 5:3, í Egilshöllinni í gærkvöld. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 95 orð | 1 mynd

Sölvi Geir á leið til Kína?

Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, var í gærkvöld orðaður við kínverska úrvalsdeildarfélagið Jiangsu Sainty, sem er nýbúið að fá Viðar Örn Kjartansson í sínar raðir. Viðar er nýkominn til liðs við Jiangsu frá Vålerenga í Noregi. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Uppgangur er í frjálsíþróttum hér á landi um þessar mundir, sem er vel...

Uppgangur er í frjálsíþróttum hér á landi um þessar mundir, sem er vel. Helst það væntanlega í takt við bætta aðstöðu til æfinga og keppni innanhúss þar sem íslenskir frjálsíþróttamenn verða að æfa stóran hluta ársins. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 577 orð | 4 myndir

Valur fór létt með FH-inga

Í Kaplakrika Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Valsmenn flaugu vængjum þöndum í fyrri hálfleik gegn FH-ingum í Kaplakrika í gærkvöld þar sem þeir lögðu grunninn að sigri sínum, 27:22, í viðureign liðanna í Olís-deildinni. Meira
13. febrúar 2015 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

Vináttulandsleikur U17 karla Leikið í Kórnum: Ísland &ndash...

Vináttulandsleikur U17 karla Leikið í Kórnum: Ísland – Norður-Írland 1:0 Erlingur Agnarsson 31. Reykjavíkurmót kvenna A-riðill: Fjölnir – Fylkir 0:6 *Fylkir 9, Þróttur R. 3, ÍR 3, Fjölnir 0. Meira

Ýmis aukablöð

13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 94 orð | 1 mynd

Anaïs Anaïs (Cacharel, 1978)

Fatamerkið Cacharel var stofnað af klæðskeranum Jean Bousquet. Hann kunni lítt fyrir sér í ilmvatnsgerð og samdi því við L'Oréal að blanda fyrir sig bjartan blómailm. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 95 orð | 1 mynd

Angel (Thierry Mugler, 1992)

Nýliðinn á listanum er ekki nema 23 ára, merkilegt nokk, en engu að síður klassík fyrir lifandis löngu. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 69 orð | 1 mynd

Beautiful (Estée Lauder, 1985)

„Vöndur hinna þúsund blóma“ er gælunafn þessa ilms og það má til sanns vegar færa. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 67 orð | 1 mynd

Diorissimo (Christian Dior, 1956)

Christian Dior vildi ferskt og létt ilmvatn sem minnti á ósnortna morgundögg í skógi. Ilmvatnsgerðarmeistarinn Edmond Roudnitska, ein af goðsögnunum frá Grasse, svaraði með Diorissimo. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 271 orð | 3 myndir

Dior og konungdæmi litanna

Heiti vorlínu 2015 frá Christian Dior er Kingdom of Colours. Er það sannarlega réttnefni því sterkir og kynþokkafullir litir eru ríkjandi. Framundan er dramatískt og heillandi vor og sumar hjá Dior. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 399 orð | 3 myndir

Dramatísk augu, mildir litir á varir

Björt perluáferð í augnskugga og svipmikil augnhár eru áberandi þessari förðun í vorlitunum frá Yves Saint-Laurent. Björg Alfreðsdóttir förðunarfræðingur á heiðurinn og hún leiðir okkur hér gegnum ferlið. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 112 orð | 48 myndir

Fallegri förðun fyrir vorið

Vorlínurnar eru að tínast í búðarhillurnar, ein af annarri, og eins og við er að búast á þessum árstíma eru bjartir, sterkir og djarfir litir áberandi, þótt hófsamlegri klassík sé alltaf með líka. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 95 orð | 12 myndir

Fjaðurmagnaðar blómarósir

Blóm, fjaðrir og önnur náttúruleg form voru áberandi á sýningum hátískuhúsanna í París í janúarlok. Hér eru sýndir nokkrir af flottustu kjólunum. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 38 orð | 14 myndir

Frísklegt hár í vor

Það veitir sjaldnast af því að huga að hárinu – jafnvel dekra það svolítið – þegar komið er undan rysjóttum vetri. Hér gefur að líta úrval af spennandi hárvörum, bæði til að hreinsa það, næra, bæta og móta. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 117 orð | 9 myndir

Herratískan í haust

Í síðasta mánuði kynntu helstu tískuhús og -hönnuðir strauma og stefnur fyrir næsta haust. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 49 orð | 13 myndir

Ilmur af vori – fyrir dömur

Með hækkandi sól er tími kominn fyrir frísklega, lífsglaða og leiftrandi ilmi sem taka forskot á sumarsæluna og slá á vetrarblúsinn. Seiðandi ilmur er líka eins og ósýnilegur fylgihlutur sem fylgir þér hvert sem þú ferð. Því er rétt að vandi valið enda af nógu að taka fyrir vorið. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 50 orð | 16 myndir

Ilmur af vori – fyrir herrana

Það er blessunarlega liðin tíð að herrarnir láti sér nægja að eiga einn rakspíra, bæði til að nota eftir rakstur og eins við betri tilefni. Í dag nota herrarnir herrailmvatn – ef til vill eitthvað frísklegt á daginn og annað fágað á kvöldin – og svo mýkjandi krem eftir rakstur. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 341 orð | 3 myndir

Innblástur sóttur í Marilyn Monroe

Nýlega hélt Max Factor upp á 100 ára afmæli og í tilefni þess var engin önnur en stórstjarnan Marilyn Monroe gerð að andliti merkisins – þrátt fyrir að 53 ár séu síðan hún féll frá enda telst einstök fegurð hennar algerlega tímalaus. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 1078 orð | 5 myndir

Íslensk fyrirsæta í Brussel

Rós Kristjánsdóttir fyrirsæta hefur vakið talsverða athygli á sér undanfarin misseri en hún er á skrá hjá módelskrifstofunni Dominique Models í Brussel. Hún lætur vel af sér í Belgíu og segist ætla að sitja fyrir eins lengi og meðbyrinn endist. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 98 orð | 1 mynd

Joy (Jean Patou, 1930)

Hér er komið ilmvatn sem var í raun skapað sem hughreysting gegn fjárhagsáhyggjum. Nafnið er því engin tilviljun heldur. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 162 orð | 2 myndir

Kraftaverk á neglurnar frá Sally Hansen

Miracle Gel er ný lína af naglalökkum frá Sally Hansen. Lökkin gefa fallega geláferð með miklum gljáa án þess að hitalampa þurfi við og endast í allt að 14 daga. Engu að síður næst lakkið auðveldlega af. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 59 orð | 1 mynd

L'Air du Temps (Nina Ricci, 1948)

Það eru miklar tilfinningar tengdar þessu nafni í franskri þjóðarsál. Nafnið, sem merkir „tíðarandinn“, vísar til þess frelsis sem Frakkar fundu til að loknu seinna stríði er Evrópa öll losnaði úr viðjum áralangrar eymdar og eyðileggingar. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 97 orð | 1 mynd

N°5 (Chanel, 1921)

Gabrielle „Coco“ Chanel bað ilmvatnsgerðarmeistarann Ernest Beaux að búa til ilmvatn sem fangaði kjarna kvenleikans. Flóknara var það ekki. Hr. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 357 orð | 4 myndir

Nákvæmari línur með nýrri tækni

Snyrtistofan Lipurtá hefur boðið upp á varanlega förðun um árabil en nú hefur sérstök nýjung bæst við. Aðferðin kallast „Microblading Tattoo“ og hefur byltingu í för með sér, segir Þórhalla Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi stofunnar. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 252 orð | 1 mynd

Nýtt á Íslandi: Lily Lolo

Lily Lolo er nýtt snyrtivörumerki í sölu hér á landi en það er margverðlaunað breskt vörumerki sem framleiðir vandaðar náttúrulegar steinefna snyrtivörur. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 104 orð | 1 mynd

Opium (Yves Saint-Laurent, 1977)

Alveg frá byrjun vakti nafnið á þessu gríðarlega vinsæla ilmvatni deilur, enda þótti með öllu óforsvaranlegt að nefna ilmvatn eftir eiturlyfi. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 87 orð | 1 mynd

Poison (Christian Dior, 1985)

Sum ilmvötn slá í gegn því þau fanga tíðarandann fullkomlega og Poison er eitt þeirra. Allur yfirdrifni lífsstíllinn, munaðurinn og óhófið sem einkenndi miðjan 9. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 98 orð | 1 mynd

Shalimar (Guerlain, 1921)

Sagan segir að Jacques Guerlain hafi hnusað af sýni af vanillínþykkni, hellt því yfir í glas af Jicky, öðru Guerlain-ilmvatni, og sjá, Shalimar var fætt. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 55 orð | 39 myndir

Silkimjúkt vor

Að baki er rysjóttur vetur og hver veit nema framundan sé rysjótt vor? Húðin er stærsta líffærið og ber að umgangast sem slíkt og huga að frá degi til dags. Góðu heilli er til úrval af nærandi og styrkjandi kremum og húðdropum sem gæla við húðina og gera henni kleift að ná sér á strik. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 800 orð | 6 myndir

Síðara hár og síðara skegg

Nýir straumar og ferskar stefnur fæðast með hverri árstíð þegar hártískan er annars vegar. Stjáni og Ólöf á Sjoppunni sögðu okkur allt af létta hvað varðar hárstílinn fyrir vorið og sumarið framundan, bæði fyrir dömurnar og herrana. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 100 orð

Vinsælustu ilmvötn allra tíma

Það er alltaf gaman að uppgötva ný og spennandi ilmvötn, um leið og þau koma út. En það getur líka verið jafngaman að uppgötva gömul og spennandi ilmvötn sem orðin eru sígild. Meira
13. febrúar 2015 | Blaðaukar | 255 orð | 4 myndir

Wolf Glatz og Reykjavík Fashion Festival

Það stendur mikið til því Reykjavík Fashion Festival, RFF, verður í ár haldin í 6. sinn. Margar hendur leggjast á eitt að vanda en það er á engan hallað þegar sagt er að Wolfram Glatz, sýningarstjóri hátíðarinnar, sé lykilmaður í hinu stóra gangverki sem RFF er. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.