Greinar fimmtudaginn 26. febrúar 2015

Fréttir

26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 617 orð | 2 myndir

2.753 milljónir í sóknaráætlanir landshlutanna

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Nýverið skrifuðu stjórnvöld og landshlutasamtök undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 910 orð | 2 myndir

71 íbúi þurfti að rýma heimili sitt

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Veðurstofan Íslands ákvað síðdegis í gær að framlengja hættustig á áður rýmdum svæðum á Patreksfirði og rýma tíu hús til viðbótar við þau þrettán sem rýmd voru strax eftir hádegið í gær. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri vélar í skýli Gæslunnar

Mikið annríki er þessa dagana hjá flugtæknideild Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Austurvegur á Selfossi nú lokaður

Hringvegi 1 í gegnum Selfoss, Austurvegi, var lokað formlega í gær vegna vegaframkvæmda. Umferðinni er beint um aðrar smærri götur í bænum á meðan gangandi umferð er heimil um vinnusvæðið. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 291 orð

„Meiri slagkraftur í okkur saman“

„Við ætlum nú að vinna saman og mynda kröfugerðina í sameiningu,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sem er eitt þeirra félaga sem tekið hafa höndum saman með öðrum landssamböndum og félögum iðnaðarmanna í komandi kjaraviðræðum við... Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 438 orð | 2 myndir

Berrössuð í svörtum sandi

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Betri Skrambi bætir íslensku

Eftir örfáar vikur mun villuleitarforritið Skrambi, sem leiðréttir bæði ósamhengisháðar og samhengisháðar villur í texta, koma í nýrri og endurbættri útgáfu. Vefútgáfan verður áfram aðgengileg fyrir alla en ekkert kostar að nota Skramba. Meira
26. febrúar 2015 | Erlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Boðar auknar fjárfestingar í indverska lestakerfinu

Oft er margt um manninn í járnbrautarlestunum á Indlandi eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin af lest í útjaðri Nýju-Delí. Ríkisstjórn Indlands kynnti í gær áform um að auka fjárfestingar í lestakerfi landsins um að minnsta kosti 25%. Meira
26. febrúar 2015 | Innlent - greinar | 156 orð | 1 mynd

Byggðar verða 850 íbúðir á næstu árum

Samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem gildir til 2030, mun íbúðum í Háaleitis- og Bústaðahverfi fjölga um 850 á tímabilinu. þar af verða 550 á Kringlusvæði og við Sléttuveg,. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 460 orð | 2 myndir

Bæta nýtingu hráefnis með aukinni sjálfvirkni

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tækni- og þróunarfyrirtækið Valka hefur vaxið um 40% á síðasta ári og er búist við álíka vexti á þessu ári enda næg verkefni framundan hjá fyrirtækinu. Meira
26. febrúar 2015 | Erlendar fréttir | 142 orð

Dularfullir drónar flugu yfir París tvær nætur í röð þrátt fyrir bann

Drónar sveimuðu yfir París í fyrrinótt. Þetta var önnur nóttin í röð sem óþekkt flygildi sáust á lofti í frönsku höfuðborginni, að sögn franskra fjölmiðla. Notkun dróna er bönnuð yfir París á næturnar. Meira
26. febrúar 2015 | Innlent - greinar | 157 orð | 2 myndir

Evrópusumar í Fossvoginum

Í Víkinni í Fossvogi blómstrar íþróttastarf Víkings sem endranær. „Iðkendur hjá félaginu eru um þúsund talsins og ég tel að við séum með ákaflega gott íþróttastarf fyrir íbúa hverfisins. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 196 orð

Ferðaþjónusta knýr vöxt

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að vöxtur ferðaþjónustunnar sé að baki nær allri fjölgun starfandi fólks í fyrra. Þannig fjölgaði fólki sem starfar við ferðaþjónustu og tengdar greinar um 2.700 í fyrra. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Golli

Hátíð Matarmenningarhátíðin Food and Fun var sett í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í gær og er nú haldin í 14. sinn. Nemendur skólans buðu upp á íslenska smárétti í nýjum... Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 117 orð

Hagnaður Regins var alls 2.229 milljónir króna eftir tekjuskatt á árinu 2014

Hagnaður fasteignafélagsins Regins eftir tekjuskatt nam 2.229 milljónum króna á árinu 2014. Rekstrartekjurnar námu 4.765 milljónum króna og var rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir 3.035 milljónir króna, skv. Meira
26. febrúar 2015 | Innlent - greinar | 129 orð | 1 mynd

Hvað verður um Borgarspítala?

Margir velta fyrir sér hvað verði um byggingu Landspítalans í Fossvogi, sem gjarnan gengur undir sínu gamla nafni Borgarspítali, þegar nýtt sjúkrahús rís á Hringbrautarsvæðinu. Áform eru uppi um að flytja alla núverandi starfsemi í Fossvogi þangað. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Jafnvægi myndaðist loks á bráðamóttökunni í gær

„Þetta er í jafnvægi núna. Ef það hellist ekki inn í kvöld og nótt þá verður þetta í lagi,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans, í gær um ástandið sem verið hefur á bráðamóttöku spítalans. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 105 orð

Karlar skipa tæp 57% stjórnarsæta í Kauphöllinni

Töluverðar breytingar hafa orðið á síðustu árum á samsetningu stjórna þeirra 13 íslensku fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina. Lög um kynjakvóta í stjórnum hafa haft áhrif en þó skipa konur aðeins 43% sætanna við stjórnarborðin. Meira
26. febrúar 2015 | Erlendar fréttir | 1324 orð | 4 myndir

Koma líka úr millistéttinni

Baksvið Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nýlegar rannsóknir benda til þess að margar ástæður séu fyrir því að ungt fólk í Evrópulöndum hefur snúist á sveif með íslömskum öfgasamtökum, m.a. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Kynna tillögur til að efla lestrarfærni barna

Stefnt skal að því að 90% grunnskólanemenda nái lágmarksviðmiðum í lestrarskimun í 2. bekk. Þá ætti að endurskoða læsisstefnu leikskóla og lestrarstefnu grunnskóla með hliðsjón af þessum markmiðum. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Landeigendur gegn endurupptöku

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ellefu athugasemdir bárust Skipulagsstofnun vegna beiðni Vegagerðarinnar að taka upp úrskurð Skipulagsstofnunar um umhverfismat vegna lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Umsagnir eru ýmist neikvæðar eða jákvæðar. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Lögbýlisréttur verði felldur niður í þéttbýli

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Mosfellsbæjar undirbýr kröfu til atvinnuvegaráðuneytisins um að fella niður lögbýlisrétt á eignarlandi bæjarins í þéttbýli. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Lögreglumanninum vikið frá störfum

Lögreglumanninum sem í lok síðasta árs hlaut dóm í Hæstarétti fyrir líkamsárás og brot í starfi verður vikið frá störfum frá og með næstu mánaðamótum. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 457 orð | 3 myndir

Má Braunshús fara eða á það að fara?

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Akureyrarbær og embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefja senn sameiginlegt átak gegn heimilisofbeldi. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 427 orð | 2 myndir

Með brotnar rúður og fullir af snjó

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ótíðin í vetur hefur haft áhrif á ferðir erlendra ökumanna á bílaleigubílum líkt og aðra ökumenn í umferðinni. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Mikill vatnselgur þegar hlánaði í höfuðborginni

Stórir pollar mynduðust víða á götum höfuðborgarinnar þegar hlýnaði og hlánaði í gær. Hitinn komst í 3,1°C klukkan 18.00. Þá gerði slyddu sem bættist við krapaelginn. Borgarstarfsmenn brutu klaka og hreinsuðu frá niðurföllum til að veita burt vatni. Meira
26. febrúar 2015 | Innlent - greinar | 77 orð | 1 mynd

Nýbyggingar við Bústaðaveg?

Í drögum að hverfisskipulagi fyrir Bústaðahverfi er talað um uppbyggingu meðfram Bústaðavegi vestan við Grensásveg. „Skoða möguleika á 2.-3ja hæða íbúðabyggð meðfram Bústaðavegi,“ segir orðrétt. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Nýuppgötvuð veira er sögð vera bráðdrepandi

Bandarískir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um nýuppgötvaða veiru, Bourbon-veiruna, sem sögð er bráðdrepandi. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 500 orð | 2 myndir

Opna 68 herbergja hótel á Völlunum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að opnun 68 herbergja hótels á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði í sumar og eru framkvæmdir innandyra hafnar. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Orti um baráttu við krabbamein

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurbjörn Þorkelsson, ljóðskáld og rithöfundur, hefur gefið út bókina Þakklæti, fyrst og fremst ljóðabók . Þetta er 23. bók hans og þar af áttunda ljóðabókin. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 106 orð

Óveður á Vestfjörðum í dag

Spáð er sterkum vindstreng á Vestfjarðakjálkanum í dag og líklega nær hann inn á Snæfellsnes einnig, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir hríðarveðri á Vestfjörðum. Meira
26. febrúar 2015 | Erlendar fréttir | 290 orð

Rannsókn á rangri lyfjagjöf

Heilbrigðisráðherra Danmerkur hefur hrint af stað rannsókn á því hversu mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum geðlæknir með heilaskaða hefur skrifað upp á til sjúklinga sinna frá árinu 2004 og hvort tengja megi lyfin við fleiri dauðsföll en nú þegar er vitað... Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Skipuð ráðuneytisstjóri

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Sigríði Auði Arnardóttur í embætti ráðuneytisstjóra frá og með 1. mars. Sigríður Auður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 697 orð | 5 myndir

Starfandi fólki fjölgar mikið

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjölgun starfa í ferðatengdum greinum á þátt í að starfandi einstaklingum fjölgar mikið milli ára. Samkvæmt nýrri greiningu Hagstofu Íslands fjölgaði starfandi úr 173.900 í janúar 2014 í 182. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Stærð Íslands mæld nákvæmar

Ísland er 225 ferkílómetrum minna en almennt var talið, samkvæmt nýjum mælingum Loftmynda ehf. á strandlínum. Niðurstaðan er sú að Ísland er 102.775 ferkílómetrar að stærð, en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landmælinga Íslands mældist landið 103. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Umræðan þarf að vera opin

Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nauðsynlegt sé að opinská umræða fari fram í þjóðfélaginu um það mat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra að hryðjuverkaógn hafi aukist hér á landi og að hættustig vegna hryðjuverkaárása hafi verið fært upp um... Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 388 orð | 12 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Hot Tub Time Machine 2 Nú er ferðinni heitið fram í tímann og tilgangurinn er að koma í veg fyrir að Lou verði myrtur með skoti í liminn, af leigumorðingja sem einnig er tímaferðalangur. Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 176 orð

Var með barnaklám

Tæplega sextugur maður var í vikunni dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir vörslu barnaníðs og brot á vopnalögum. Hann var á reynslulausn vegna kynferðisbrot gagnvart þroskaskertum pilti. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 582 orð | 1 mynd

Vilja lægri þröskuld til að geta hafið rannsókn

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Lögreglan þarf að geta hafið rannsókn, þrátt fyrir að ekki sé rökstuddur grunur um tiltekið brot. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Það er kominn gestur í Hannesarholti

Sigurveig Jónsdóttir og Helga Guðrún Johnson, höfundar bókarinnar Það er kominn gestur – saga ferðaþjónustu á Íslandi, sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið út, ætla að taka á móti gestum á kynningarfundi í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld... Meira
26. febrúar 2015 | Innlent - greinar | 199 orð | 1 mynd

Þar naut sín framtak einstaklinga

Smáíbúðahverfið í austurhluta Reykjavíkur var á sínum tíma tilraun til að leysa mikinn húsnæðisvanda í borginni. Fólk hafði streymt til höfuðborgarinnar á stríðsárunum og þar varð mikil húsnæðisekla. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 1027 orð | 7 myndir

Þingmenn ekki alveg sannfærðir

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira
26. febrúar 2015 | Innlendar fréttir | 82 orð

Þrenging Grensásvegar óskiljanleg

Hugmyndir borgaryfirvalda um að þrengja að bílaumferð um Grensásveg eru óskiljanlegar. Þetta segir Atli Rúnar Halldórsson, íbúi í Fossvogshverfi. Eðlilegra væri að nota peninga borgarsjóðs til að fylla í holur á götum borgarinnar. Meira

Ritstjórnargreinar

26. febrúar 2015 | Staksteinar | 181 orð | 1 mynd

Greiða greiðar fyrir þingstörfum?

Menn hafa lengi haft þungar áhyggjur af stöðu Alþingis og er þá einkum átt við virðingu þess. Þessi mikilvæga stofnun þarf að tróna hátt í sérhverri mælingu á trausti. Meira
26. febrúar 2015 | Leiðarar | 132 orð

Mislukkaðar kosningar

Enn eitt árið láta borgaryfirvöld kjósa rafrænt um aukaatriði Meira
26. febrúar 2015 | Leiðarar | 460 orð

Svo langt frá heimsins vígaslóð

Hættumat Ríkislögreglustjóra færir innsýn í nýjan veruleika Meira

Menning

26. febrúar 2015 | Tónlist | 61 orð | 1 mynd

Ágætis byrjun í 16 ára afmælisútgáfu

Í tilefni af 16 ára afmæli breiðskífu Sigur Rósar, Ágætis byrjun, verður hún gefin út í sérstakri lúxusútgáfu í takmörkuðu upplagi í byrjun sumars. Platan verður í boxi og með aukaefni, m.a. Meira
26. febrúar 2015 | Kvikmyndir | 357 orð | 2 myndir

Ást, glæpur og refsing í Alþýðulýðveldinu

Leikstjóri og handrit: Diao Yinan. Aðalhlutverk: Liao Fan, Gwei Lun-Mei, Wang Xuebing, Yu Ailei. Kína, 2014. 106 mín. Meira
26. febrúar 2015 | Kvikmyndir | 662 orð | 2 myndir

Brátt þurfum við öll túlk

Leikstjóri: Jean-Luc Godard. Leikarar: Héloïse Godet, Kamel Abdeli, Richard Chevallier, Zoé Bruneau, Jessica Erickson og Christian Grégori. Frakkland, 2014. 70 mín. Meira
26. febrúar 2015 | Myndlist | 69 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um list Cory Arcangel

Margrét Elísabet Ólafsdóttir, doktor í list- og fagurfræði, flytur í kvöld, fimmtudag, klukkan 20, fyrirlestur um myndlist Corys Arcangel í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Í fyrirlestrinum verður skyggnst inn í hugmyndaheim listamannsins. Meira
26. febrúar 2015 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Júlíönuhátíð í Hólminum

Bókmenntahátíðin „Júlíana – hátíð sögu og bóka“ verður haldin í Stykkishólmi næstu daga, 26. febrúar til 1. mars. Er þetta í þriðja skipti sem hún er haldin. Meira
26. febrúar 2015 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Kvartett Bödda Reynis á Rósenberg

Jazzkvartett Bödda Reynis kemur fram á tónleikum á Rósenberg í kvöld, fimtudag. Hefjast þeir klukkan 21. Kvartettinn skipa Böddi Reynis, sem syngur, Hjörtur Stephensen á rafgítar, Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Meira
26. febrúar 2015 | Leiklist | 136 orð | 1 mynd

Listastund haldin í Tjarnarbíói í kvöld

Í kvöld, fimmtudag, klukkan 20, hefst í Tjarnarbíói dagskráin Listastundin, Art Hour. Er hún mikilvægur þáttur í þeirri stefnu Tjarnarbíós að opna vinnusmiðjur listamanna fyrir áhorfandanum og hvetja til umræðna. Meira
26. febrúar 2015 | Tónlist | 119 orð | 1 mynd

Nordic Affect semur við Sono Luminus

Kammerhópurinn Nordic Affect skrifaði á mánudaginn var undir útgáfusamning við bandaríska fyrirtækið Sono Luminus. Meira
26. febrúar 2015 | Tónlist | 756 orð | 3 myndir

Samsuða Berlínar og Reykjavíkur

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það verður meiri fókus á tónlist frá Berlín í Reykjavík og meiri fókus á íslenska tónlist í Berlín. Meira
26. febrúar 2015 | Fjölmiðlar | 220 orð | 1 mynd

Stundum síðust með fréttirnar...

Hér áður fyrr þótti manni mikið í húfi ef uppáhaldsþátturinn var við það að hefjast í imbanum og ekkert sjónvarp í augsýn. Þetta lét maður bara ekki gerast. Í dag er öldin önnur og allir í raun eigin dagskrárgerðarmenn. Meira
26. febrúar 2015 | Tónlist | 480 orð | 1 mynd

Tónarnir eftir að áhorfendur fara heim

Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl. Meira
26. febrúar 2015 | Tónlist | 52 orð | 1 mynd

Þríhyrningur spilamanna í Mengi

Jóel Pálsson saxófónleikari býður gítarleikurunum Guðmundi Péturssyni og Hilmari Jenssyni í það sem þeir kalla „tónlistarlegan trekant“ í Mengi í kvöld. Hefja þeir leik klukkan 21. Meira

Umræðan

26. febrúar 2015 | Aðsent efni | 1172 orð | 1 mynd

Alvarlegt ástand á innleiðingu EES-gerða

Eftir Sverri Hauk Gunnlaugsson: "Norðmenn leggja mun meiri rækt en Íslendingar við að koma að mótun gerða sem eru í undirbúningi hjá ESB." Meira
26. febrúar 2015 | Aðsent efni | 637 orð | 1 mynd

Án ofstopa

Eftir Braga V. Bergmann: "Ofstopafull hegðun er andstyggð, í hvað mynd sem hún birtist." Meira
26. febrúar 2015 | Pistlar | 481 orð | 1 mynd

Framtíðin er að hverfa

Ég hef trú á íslensku stjórnmálafólki. Ég hef trú á því að það sé upp til hópa skynsamt fólk sem hefur skýra sýn á hvernig þjóðfélagið eigi að þróast og í hvernig umhverfi venjulegum borgurum gengur best að leita hamingjunnar. Meira
26. febrúar 2015 | Aðsent efni | 284 orð | 2 myndir

Hausaþurrkun HB Granda á Akranesi

Eftir Benedikt Jónmundsson og Guðmund Sigurbjörnsson: "Fullyrðing um að lyktarmengunin sé aðallega vegna keyrslu hráefnisins á milli húsa er einfaldlega röng." Meira
26. febrúar 2015 | Aðsent efni | 610 orð | 1 mynd

Hrafnista í Reykjavík – endurhæfing - hvað nú?

Eftir Önnu Sigríði Árnadóttur: "Ég fékk hálfgert áfall, fædd 1946, en þar með orðin nógu gömul til að geta sótt um þar." Meira
26. febrúar 2015 | Velvakandi | 134 orð | 1 mynd

Mogginn góði

Ég er ein af þeim sem lesa Moggann í tætlur á hverjum einasta morgni. Ég hugsa að ég færi ekki á fætur þann dag sem Mogginn kæmi ekki. Eitt af því sem ég les og fylgist með er ættfræðiþátturinn. Meira
26. febrúar 2015 | Aðsent efni | 692 orð | 1 mynd

Ómakleg gagnrýni

Eftir Jónas Haraldsson: "Þar fyrir utan geta lögmenn áætlað með nokkuð mikilli nákvæmni, hvenær búast megi við að mál þeirra verði flutt miðað við málaskrá Hæstaréttar." Meira

Minningargreinar

26. febrúar 2015 | Minningargreinar | 5258 orð | 1 mynd

Einar Øder Magnússon

Einar Øder Magnússon fæddist á Selfossi 17. febrúar 1962. Hann lést 16. febrúar 2015 á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans eru Tove Øder Hákonarson húsmóðir, f. 12. júní 1934, og Magnús Hákonarson rafvirkjameistari, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2015 | Minningargreinar | 651 orð | 1 mynd

Eyrún Lilja Guðmundsdóttir

Eyrún Lilja Guðmundsdóttir fæddist í Vorhúsum í Grindavík 6. ágúst 1920, en ólst upp á Steinum í Grindavík. Hún andaðist á heimili aldraðra, Seljahlíð, 18. febrúar 2015. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Gísladóttir, f. 1901, d. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2015 | Minningargreinar | 2969 orð | 1 mynd

Ófeigur Hjaltested

Ófeigur Hjaltested fæddist í Reykjavík 3. maí 1949. Hann lést á Landspítalanum 15. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Georg Pétur Lárusson Hjaltested, f. 11. apríl 1918, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2015 | Minningargreinar | 4960 orð | 1 mynd

Páll Steinar Guðmundsson

Páll Steinar Guðmundsson fæddist á Ísafirði 29. ágúst 1926. Hann lést á Landspítalanum 13. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Guðmundur G. Kristjánsson gjaldkeri og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir. Páll var þriðji yngstur átta systkina. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2015 | Minningargreinar | 1383 orð | 1 mynd

Pálmi Viðar Samúelsson

Pálmi Viðar Samúelsson fæddist á Akureyri 20. maí 1934. Hann lést á Landspítalanum 14. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Svava Sigurðardóttir frá Ystu-Vík, Grýtubakkahreppi, S-Þing., f. 7.7. 1901, d. 7.7. Meira  Kaupa minningabók
26. febrúar 2015 | Minningargreinar | 634 orð | 1 mynd

Reinholde Konrad Kristjánsson

Reinholde Konrad Kristjánsson fæddist 31. nóvember 1924. Hún lést 16. febrúar 2015. Foreldrar hennar voru Johannes Heinrich Konrad, apótekari, f. 13.3. 1882, d. 16.6. 1940, og Bertha Charlotte Konrad, f. Börner 1.6. 1894, d. 13.12. 1981. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

26. febrúar 2015 | Daglegt líf | 76 orð | 1 mynd

Fjarðarkaup Gildir 26. - 28. feb verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr...

Fjarðarkaup Gildir 26. - 28. feb verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði 1.298 2.398 1.298 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði 998 1.662 998 kr. kg Ali Bayonne skinka 1.198 1.398 1.198 kr. kg Ali svínabógur pakkaður 598 898 598 kr. Meira
26. febrúar 2015 | Daglegt líf | 139 orð | 1 mynd

Íslenskir og erlendir brugga

Í kvöld hefst hin árlega íslenska bjórhátíð í fjórða sinn á Kex Hosteli við Skúlagötu og stendur hún alla helgina. Hátíðin er haldin í tilefni af 26 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. Meira
26. febrúar 2015 | Daglegt líf | 268 orð | 2 myndir

Lærið að spinna ullarkembur

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, t.d. er opinn handavinnudagur alla fimmtudaga, kl. 13-17 í Nethyl 2e, Reykjavík. Meira
26. febrúar 2015 | Daglegt líf | 845 orð | 2 myndir

Má bjóða þér píkupopp eða typpanasl?

Á Kynfærakokteil á komandi Hönnunarmars verður boðið upp á ástarpunga, kynfærasúkkulaði, píkupopp og typpanasl í raunstærð. Sex listamenn skipa hópinn Sköpun og þau ætla að vera með ólíkar nálganir í verkum sínum þar sem innblásturinn er kynfæri mannfólksins. Meira
26. febrúar 2015 | Daglegt líf | 84 orð | 1 mynd

Sá stutti stendur af sér vindana

Stundum getur komið sér vel að vera sérdeilis lágfættur, rétt eins og sannaðist hjá hundinum Stromer sem í gær fauk ekki um koll þó að hann væri úti við í kolvitlausu veðri í Norddeich í Þýskalandi. Meira

Fastir þættir

26. febrúar 2015 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Rge2 d5 6. a3 Be7 7. cxd5...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Rge2 d5 6. a3 Be7 7. cxd5 exd5 8. Rf4 c6 9. Bd3 Ra6 10. 0-0 Rc7 11. Bc2 Re6 12. Rd3 b6 13. b4 Ba6 14. b5 Bxb5 15. Rxb5 cxb5 16. Re5 Bd6 17. f4 a6 18. Df3 De7 19. Bb2 Db7 20. De2 Hfe8 21. Hf3 Rf8 22. Hh3 Re4 23. Meira
26. febrúar 2015 | Í dag | 26 orð

20.00 * Mannamál (e) Viðtöl við kunna Íslendinga. 20.30 * Heimsljós (e)...

20.00 * Mannamál (e) Viðtöl við kunna Íslendinga. 20.30 * Heimsljós (e) Erlendar stórfréttir í brennidepli. 21.00 * Þjóðbraut Stjórnmálin brotin til mergjar. Meira
26. febrúar 2015 | Árnað heilla | 238 orð | 1 mynd

Björn Ólafsson

Björn fæddist í Reykjavík 26.2. 1917. Foreldrar hans voru Ólafur Björnsson, ritstjóri Ísafoldar og Morgunblaðsins og forstjóri Ísafoldarprentsmiðju , og k. h. Borghildur Pétursdóttir Thorsteinsson. Meira
26. febrúar 2015 | Fastir þættir | 687 orð | 4 myndir

Ein akrein í hvora áttina

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Grensásvegurinn sunnan Miklubrautar sker í sundur skólahverfi. Oft er ekið þarna í gegn á talsverðum hraða og slíkt skapar slysahættu. Meira
26. febrúar 2015 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Halla Dögg Jónsdóttir

30 ára Halla Dögg ólst upp á Akureyri, er nú búsett í Reykjavík, lauk BS-prófi í sálfræði frá HÍ og stundar nú MEd-nám í menntunarfræðum við HA. Maki: Kári Valtýsson, f. 1985, lögmaður. Börn: Hanna Björk, f. 2010, og Jón Bjarki, f. 2012. Meira
26. febrúar 2015 | Í dag | 66 orð

Málið

Að svelta ( svalt , sultum , hef soltið ) er að fá ekki nóg að borða eða vera hungraður og þykir hvergi gott nema þar sem ofát er vandi og menn þurfa að svelta sig , en þá beygist sögnin: svelti , hef svelt . Sem sagt: Ég svelti mig í gær. Þá svalt ég . Meira
26. febrúar 2015 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Mosfellsbæ Þórdís Lilja Árnadóttir fæddist 10. mars 2014 kl. 3.02. Hún...

Mosfellsbæ Þórdís Lilja Árnadóttir fæddist 10. mars 2014 kl. 3.02. Hún vó 3.620 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir og Árni Geir Valgeirsson... Meira
26. febrúar 2015 | Árnað heilla | 559 orð | 3 myndir

Orðhagur stjórnmálagarpur úr Ögurvík

Sverrir fæddist að Svalbarði í Ögurvík í Ögurhreppi 26.2. 1930 og ólst þar upp í stórum hópi systkina til 14 ára aldurs er fjölskyldan flutti til Ísafjarðar. Sverrir gekk í Gagnfræðaskóla Ísafjarðar þar sem Hannibal Valdimarsson var skólastjóri. Meira
26. febrúar 2015 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Sigurður Valgeir Eiðsson

30 ára Sigurður ólst upp á Akranesi, býr þar, lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun og starfar hjá Norðuráli á Grundartanga. Maki: Arna Dan, f. 1986, í fæðingarorlofi. Börn: Guðmundur Ágúst, f. 2009, og Inga Margrét, f. 2015. Meira
26. febrúar 2015 | Fastir þættir | 174 orð

Skipt um skoðun. V-NS Norður &spade;ÁD1054 &heart;ÁG742 ⋄Á53...

Skipt um skoðun. V-NS Norður &spade;ÁD1054 &heart;ÁG742 ⋄Á53 &klubs;-- Vestur Austur &spade;G &spade;K &heart;D &heart;109865 ⋄96 ⋄KD72 &klubs;ÁD10875432 &klubs;K96 Suður &spade;987632 &heart;K3 ⋄G1084 &klubs;G Suður spilar 6&spade;. Meira
26. febrúar 2015 | Árnað heilla | 222 orð | 1 mynd

Stundar golf og málar olíumálverk

Kristín Gunnarsdóttir er skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi, og hefur hún unnið á skurðstofunni síðan 1989. „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og það er stöðug endurmenntun í gangi. Meira
26. febrúar 2015 | Árnað heilla | 200 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Arnfríður Snorradóttir Jóhannes Árnason Ragna Ágústsdóttir 85 ára Aðalsteinn D. Meira
26. febrúar 2015 | Fastir þættir | 302 orð

Víkverji

Svo lengi sem Víkverji man eftir sér hefur Ísland verið 103.000 ferkílómetrar. Meira
26. febrúar 2015 | Í dag | 300 orð

Vor í lofti, tóa í grjóti og svelti

Daginn er tekið að lengja og er það vafalaust skýringin á því að Pétur Stefánsson setti þessa stöku á Leirinn á mánudaginn – en ekki að vor væri í lofti. Meira
26. febrúar 2015 | Í dag | 14 orð

Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði, fögnum og verum glaðir á honum...

Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði, fögnum og verum glaðir á honum. Meira
26. febrúar 2015 | Í dag | 135 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

26. febrúar 1930 Stóra bomban, grein eftir Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, birtist í Tímanum. Þar var greint frá ásökunum yfirlæknisins á Kleppi um slæma geðheilsu ráðherrans. Miklar deilur fylgdu í kjölfarið. 26. Meira

Íþróttir

26. febrúar 2015 | Íþróttir | 416 orð | 2 myndir

„Risastórt verkefni“

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Tilkynnt var í gær að alþjóðadómarinn Sigmundur Már Herbertsson hefur verið tilnefndur af evrópska körfuknattleikssambandinu til að dæma í lokakeppni EM, EuroBasket 2015, í haust. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 537 orð | 2 myndir

„Virtist sem við færum á taugum“

Meistaradeildin Kristján Jónsson kris@mbl.is Þegar komið er í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eru einungis öflug lið eftir sem geta unnið hvaða lið sem er. Engu að síður hljóta úrslitin í gærkvöldi að teljast óvænt. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Brynjar Leó lauk keppni

Brynjar Leó Kristinsson hafnaði í 78. sæti af 86 keppendum í 15 km göngu með frjálsri aðferð á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum skíðaíþrótta í Falun í Svíþjóð í gær. Brynjar Leó var 6,16 mínútum á eftir Svíanum Johan Olsson sem varð heimsmeistari. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 324 orð

Fleiri lið og mun flóknara fyrirkomulag

Meistaradeild Evrópu í handknattleik tekur breytingum frá og með næstu leiktíð og óhætt er að segja að fyrirkomulagið verði talsvert flóknara en það er í vetur. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 419 orð | 3 myndir

Franski handknattleiksmaðurinn Nikola Karabatic var kjörinn...

Franski handknattleiksmaðurinn Nikola Karabatic var kjörinn handknattleiksmaður ársins 2014 í kjöri sem Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stóð fyrir og um 55.000 tóku þátt í. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

Fyrirliði Selfoss lætur staðar numið

Tinna Soffía Traustadóttir, fyrirliði úrvalsdeildarliðs Selfoss, hefur ákveðið að hætta handknattleiksiðkun sökum höfuðmeiðsla. Tinna staðfestir þetta í samtali við netmiðilinn Fimmeinn.is og segir ákvörðunina hafa verið tekna í samráði við lækna. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Fyrsti leikur Þorgerðar

Þorgerður Anna Atladóttir spilaði sinn fyrsta leik í fimmtán mánuði í gærkvöldi þegar lið hennar, HC Leipzig, vann þriggja marka útisigur á Trier, 29:26, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 46 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikarinn, undanúrslit kvenna: Laugardalshöll...

HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikarinn, undanúrslit kvenna: Laugardalshöll: Valur – Haukar 17.15 Laugardalshöll: ÍBV – Grótta 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Dominos-deild karla: Sauðárkrókur: Tindastóll – Grindavík 19. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Alfreð Gíslason skoraði 7 mörk fyrir íslenska landsliðið í handknattleik þegar það sigraði Pólland 29:26 í úrslitaleik B-heimsmeistarakeppninnar í París 26. febrúar 1989. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 279 orð | 1 mynd

KR – Valur 46:60 DHL-höllin, Dominos-deild kvenna, 25. febrúar...

KR – Valur 46:60 DHL-höllin, Dominos-deild kvenna, 25. febrúar 2015. Gangur leiksins : 2:4, 2:14, 5:16, 7:20 , 7:25, 9:29, 16:36, 19:42 , 21:42, 23:44, 28:46, 30:48 , 34:51, 39:52, 41:56, 46:60 . Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Love III við stjórnvölinn

Davis Love III verður fyrirliði bandaríska liðsins í næstu Ryder-bikarkeppni í golfi en þetta var tilkynnt í gær. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel endurheimtu toppsæti þýsku 1...

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel endurheimtu toppsæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir stórsigur á liði Balingen, 37:18, í gærkvöldi. Aron Pálmarsson skoraði þrjú marka Kiel í leiknum, en Rune Dahmke var markahæstur með ellefu mörk. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu 16 liða úrslit, fyrri leikir: Leverkusen &ndash...

Meistaradeild Evrópu 16 liða úrslit, fyrri leikir: Leverkusen – Atlético Madrid 1:0 Hakan Calhanoglu 57. – Rautt: Tiago 76. Arsenal – Mónakó 1:3 Alex Oxlade-Chamberlain 90. – Geoffrey Kondogbia 38., Dimitar Berbatov 53. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Níu fara á HM unglinga

Skíðasamband Íslands sendir níu keppendur á heimsmeistaramót unglinga í alpagreinum sem fram fer í Hafjell í Noregi 5.-14. mars. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 275 orð | 2 myndir

Óþægilegt í þessum sporum

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er bara hundleiðinlegt. Það er mikil óvissa í gangi akkúrat núna,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður hjá Start í Noregi, við Morgunblaðið í gærkvöld. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 455 orð | 2 myndir

Reynslan skiptir máli

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Sex sigrar í átta leikjum hjá Valskonum

Valskonur eru í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik og gefa ekkert eftir um þessar mundir. Valur vann öruggan útisigur á KR 60:46 í gærkvöldi og hefur nú unnið sex af síðustu átta leikjum sínum. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 225 orð

Stál í stál vegna HM 2022 í Katar

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ekki í hyggju að greiða knattspyrnuliðum í Evrópu bætur vegna þeirrar röskunar sem verður á mótahaldi í flestum löndum álfunnar þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla fer fram í Katar undir lok ársins 2022. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Það gladdi mig að heyra að höfuðhöggið sem Guðmundur Hólmar Helgason...

Það gladdi mig að heyra að höfuðhöggið sem Guðmundur Hólmar Helgason fékk á dögunum skyldi ekki vera alvarlegra en svo að hann yrði með Valsmönnum í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta á föstudag. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 486 orð | 2 myndir

Þrír bikarmeistaratitlar til systranna

Körfubolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Petrúnella Skúladóttir var í stóru hlutverki hjá Grindavík þegar liðið varð bikarmeistari í körfuknattleik um helgina með sigri á Keflavík. Meira
26. febrúar 2015 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Ætti að spila næsta leik

Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður í bikarmeistaraliði Grindavíkur í körfubolta, var ein þeirra sem runnu á dúknum í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Meira

Viðskiptablað

26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 216 orð | 2 myndir

Aston Martin fyrir kappakstursbrautina

Ökutækið Alþjóðlega bílasýningin í Genf er að bresta á og framleiðendur byrjaðir að stelast til að sýna myndir af nýjum módelum. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 150 orð | 2 myndir

„Snjallvarpi“ sem gerir lífið skemmtilegra

Græjan Handhægir og litlir skjávarpar hafa verið að koma fram á sjónarsviðið á undanförnum árum og áhugavert að sjá hvernig tækninni fleygir fram. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 262 orð | 1 mynd

Bætt afkoma Landsvirkjunar

Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Grunnrekstur Landsvirkjunar fór verulega batnandi á milli ára og hafa skuldir fyrirtækisins lækkað samtals um 80 milljarða króna á síðustu fimm árum. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 579 orð | 2 myndir

Börnin læra um gott mataræði

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hugmyndin að leiknum Future Habits kviknaði við matborðið á heimili Birkis Vagns. Forritið leysir vanda sem flestir foreldrar kannast við, og keppir um Gulleggið í ár. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 175 orð | 2 myndir

Eggert Þór tekur við starfi forstjóra N1

Olíuverslun Við lokun markaða í gær var tilkynnt að stjórn N1 og Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri hefðu náð samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 162 orð | 1 mynd

Eik stefnir í Kauphöllina í apríl

Fasteignarekstur Stjórn Eikar fasteignafélags ætlar að óska eftir skráningu í Kauphöllinni í kjölfar almenns útboðs sem gert er ráð fyrir að fari fram fyrir lok apríl næstkomandi. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 49 orð | 4 myndir

Fjallað um fjármögnun fyrirtækja kvenna hjá FKA

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, stóð fyrir fundi um fjármögnun fyrirtækja kvenna sem bar yfirskriftina Samtal viðskiptabanka og kvenatvinnurekenda. Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 65 orð | 1 mynd

Fjörutíu nýir starfsmenn frá áramótum

Advania 40 nýir þekkingarstarfsmenn hafa verið ráðnir til Advania frá áramótum. Nýliðarnir hafa fjölbreytta menntun og bakgrunn. Flestir eru tölvunarfræðingar eða hugbúnaðarverkfræðingar að mennt. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 633 orð | 1 mynd

Frekar um nýjan staðal um fjármálagerninga

Hinn nýi staðall gerir mun ríkari kröfur til semjenda reikningsskilanna en sá sem hann leysir af hólmi, þar sem gert er ráð fyrir að við mat á niðurfærslu beri að leggja mat á líkur á framtíðartapi. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 89 orð

Gott ár hjá Clearwater

Kanada Kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið Clearwater Seafood átti metár í sölu á síðasta ári og hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIDTA) hækkaði um 16% á síðasta ársfjórðungi. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 380 orð | 2 myndir

Gull: Margur verður á gullinu ginntur

Aðdáendurnir sjá marga kosti í gullinu. Gullið er, að sögn, áhættuvörn gegn verðbólgu. En þegar litið er yfir síðasta áratug sjáum við fátt sem styður þá fullyrðingu. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 172 orð | 1 mynd

HB Grandi skilar 5,6 milljörðum í hagnað

Sjávarútvegur HB Grandi skilaði hagnaði á síðasta ári sem nemur 36,3 milljónum evra sem samsvarar 5,6 milljörðum króna. Í samanburði var hagnaður árið á undan 35,4 milljónir evra. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 433 orð | 1 mynd

Heldur sér í formi með aðstoð hundanna

Lilja Dóra Halldórsdóttir tók við forstjórastarfinu hjá Lýsingu árið 2011 og hefur leitt fyrirtækið í gegnum krefjandi tíma. Lilja leynir á sér, því hún segist vera mikil hundamanneskja og heldur upp á sheltie-hunda. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 245 orð | 1 mynd

Í slæmum félagsskap í hjarta Rússlands

Bókin Bækur um Rússland virðast eiga greiða leið upp á metsölulistana um þessar mundir, enda beinast augu heimsins að Pútín, og ástandinu í Úkraínu. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 703 orð | 2 myndir

JPMorgan tekur upp gjald á háar innstæður

Eftir Ben McLannahan í New York Nýjar reglur um lausafjárkvaðir á banka og strangar kröfur um varasjóði á móti kvikum innlánum hafa leitt til þess að risabankinn JPMorgan tilkynnti í vikunni að hann myndi krefja viðskiptavini um gjald fyrir að geyma háar fjárhæðir á innlánsreikningum. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 206 orð | 1 mynd

Kanntu að spila á markaðinn?

Vefsíðan Nú þegar líkur eru á að styttist í afnám gjaldeyrishafta eru eflaust margir farnir að horfa hýru auga á erlenda hlutabréfamarkaði. Er agaleg synd að íslenskir fjárfestar og sjóðir hafi t.d. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 21 orð | 1 mynd

Lex: Flúið í kaldan faðm gullsins

Gull á sér marga aðdáendur, ekki síst þá sem líta á það sem skjól í sviptivindum fjármálamarkaða, en hver er... Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 287 orð | 1 mynd

Lögmannsstofur sameinast um innheimtustarfsemi

Lögmannsstofurnar LEX og Juris hafa sameinað innheimtuþjónustu sína í fyrirtækinu Gjaldskilum en fyrirtækið rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1984 og er því með elstu innheimtufyrirtækjum landsins. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 24 orð | 1 mynd

Lögmenn taka að meðaltali 19.500 á tímann

Hæsta verð í hefðbundinni útseldri vinnu er 38.000 krónur á tímann en ódýrast 7.000 krónur. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Manor... Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 17 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Segist hafa verið... Catalina vill opna... Þú mætir ekki bara... Stórt gjaldþrot hjá... Með 26 verktaka... Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 216 orð | 1 mynd

Mikill samdráttur í útflutningi á ferskri ýsu

Fiskverð Útflutningur á ferskum ýsuflökum nam 2.790 tonnum á árinu 2014. Það er samdráttur um nærri 20% frá fyrra ári þegar flutt voru út um 3.490 tonn. Alls voru flutt út fersk ýsuflök að verðmæti 21,5 milljón evra á árinu 2014. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 388 orð | 1 mynd

Miklar hagræðingaraðgerðir að skila sér

Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Minnkun efnahagsreiknings, hagræðing í rekstri og sala eigna skýra umskipti í rekstri MP banka á milli ára. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 20 orð | 1 mynd

Norðmenn fara í naflaskoðun

Efnahagslíf í Noregi hefur staðið í blóma í áratugi í krafti olíuframleiðslu í Norðursjó en lækkandi olíuverð kallar á... Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 756 orð | 2 myndir

Noregur horfist í augu við minni olíutekjur

Eftir Richard Milne fréttaritara á Norðurlöndum Norðmenn hafa safnað miklum auði í gegnum olíuframleiðslu sína úr Norðursjó en lækkandi olíuverð hefur dregið skýrt fram jákvæðar og neikvæðar afleiðingar þessarar miklu auðsöfnunar á uppbyggingu norsks efnahagslífs. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 337 orð | 1 mynd

Óvissa með atkvæðagreiðslu

Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Þrátt fyrir tugmilljarða viðskipti með kröfur á hendur þrotabúi Icebank hefur enn engin tilkynning borist um breytingar á kröfuskránni. Kröfuhafafundur verður haldinn um miðjan mars. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 613 orð | 1 mynd

Réttaróvissu eytt

Þó almennt sé heimilt að hafa samskipti við vitni og telja verði að verjendur geri það að jafnaði, þá er ljóst að ekki má hafa áhrif á framburð þeirra með neinum hætti. Virðist slíkt hins vegar hafa verið gert í umræddu máli miðað við dóma á báðum dómstigum. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 119 orð | 1 mynd

Sigþór Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri

Íslensk verðbréf Sigþór Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa. Sigþór starfaði áður sem framkvæmdastjóri Straums sjóða. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 1593 orð | 1 mynd

Stjórnirnar sem stýra fyrirtækjunum í Kauphöllinni

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í Kauphöll Íslands eru skráð 13 íslensk fyrirtæki og samanlagt virði þeirra slagar nærri 700 þúsund milljónum króna. Sætin kringum stjórnarborð þessara fyrirtækja eru 67 talsins og þau fylla 56 Íslendingar og fjórir útlendingar. En hvaða fólk er það sem sætin vermir? Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 366 orð | 1 mynd

Stjórnirnar staldri við!

Stjórnir hlutafélaga gegna mikilvægu hlutverki. Þeirra er að tryggja að rekstur fyrirtækjanna sé í réttu og góðu horfi og þær móta einnig þá stefnu sem fyrirtækið skal fylgja. Þær eiga því að hafa mótandi áhrif á vöxt og viðgang sinna fyrirtækja. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 129 orð | 2 myndir

Stuttur starfsaldur stjórnarmanna

Meðalstarfsaldur stjórnarmanna í þeim fyrirtækjum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar er aðeins 4,2 ár. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 277 orð | 1 mynd

Tækifærin eru mörg í ferðaþjónustunni

Eftir rúmlega þrjátíu ár á vettvangi Icelandair og Primera hefur Jón Karl Ólafsson snúið sér að öðrum þáttum ferðaþjónustunnar hér á landi. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 236 orð

Vaxtamöguleikar

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þær ánægjulegu fréttir bárust inn í Kauphöllina í fyrradag að HB Grandi hefði lokið fjármögnun á nýsmíði tveggja skipa sem bera munu hin virðulegu heiti Venus og Víkingur. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 416 orð | 2 myndir

Viðskiptaþing segir nei

Því var hvíslað að niðurstaða þingsins hefði verið að ríkisgeirinn hafi tekið einkageirann í kennslustund. Meira
26. febrúar 2015 | Viðskiptablað | 51 orð | 6 myndir

Þjóðarsáttarinnar minnst á fundi FVH

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH, minntist þess að 25 ár eru liðin frá undirritun þjóðarsáttarinnar með fundi á Grand hótel í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra opnaði fundinn og erindi fluttu Guðni Th. Meira

Ýmis aukablöð

26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 583 orð | 6 myndir

Hægt að hífa af mun meiri nákvæmni

Tækniframfarir leyfa kranastjórnun upp á millimetra Sjálfreisandi kranar seljast best enda hagkvæmir í uppsetningu og þægilegir á margan hátt Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 571 orð | 6 myndir

Iveco lætur að sér kveða

Evrópski bílaframleiðandinn hefur verið lítt sýnilegur á íslenska markaðinum en sækir núna hratt fram Þrír bílar seldust árið 2013 en þrjátíu árið 2014. Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 816 orð | 3 myndir

Kaupverðið er aðeins lítill hluti af rekstrarkostnaði

Agnar hjá Öskju segir gæði, sparneytni og litla viðhaldsþörf gera bílana frá Mercedes-Benz að hagkvæmum valkosti Íslenskir kaupendur vilja gjarnan fá bílinn með króm-pakka Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 934 orð | 6 myndir

Kranar sem komast í öll verk

Sumu þarf að lyfta með stórvirkum byggingakrönum og öðru þarf mannshöndin að valda En þar á milli eru margvísleg burðarverkefni sem smákranar einir ráða við, eins og Erlingur Snær Erlingsson, framkvæmdastjóri samnefnds fyrirtækis segir frá, en hann... Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 665 orð | 1 mynd

Margar góðar leiðir til að létta kaupin

Lykill hefur kynnt til sögunnar nýja valkosti til að fjármagna atvinnutækið Vaxtalaus lán, óverðtryggð lán á föstum vöxtum og Flotaleiga meðal áhugaverðra fjármögnunarleiða Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 539 orð | 3 myndir

Má spara mikið með því að kaupa notað

Hrauntak fékkst við útflutning á atvinnutækjum eftir hrun en vinnur nú með góðum samstarfsaðilum erlendis við að flytja inn til landsins notaða bíla og vinnuvélar í góðu ástandi Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 579 orð | 7 myndir

Salan endurspeglar uppganginn í þjóðfélaginu

Með vaxandi umsvifum þurfa fyrirtækin stærri bíla Rekstrarleiga er valkostur sem hentað getur vel við kaup á bílum til daglegra nota Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 678 orð | 3 myndir

Skemmtilegu smáatriðin auka notagildið

Úthugsuð hönnun gerir Renault Trafic að sniðugum valkosti Rafmagns-sendibílar hafa gefið ágæta raun þó að drægið við íslenskar aðstæður sé styttra en mælingar framleiðenda í Evrópu segja til um. Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 136 orð | 1 mynd

Stærsti trukkur í heimi – er rafbíll!

Hvítrússneski vörubílaframleiðandinn BelAZ og Siemens deila heiðrinum að smíði stærsta vörubíls í heimi. Hlunkurinn, sem notaður er við námagröft í Síberíu, getur ferjað samtals 500 tonn í einu, sem er jafnmikið og 350 eintök af VW Golf. Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 791 orð | 4 myndir

Tákn um gæði – líka í vinnubílum

Það eru tveir ólíkir bílar – annar þekktur í áratugi, hinn nýlega kominn fram á sjónarsviðið – sem draga vagninn í atvinnubíladeildinni hjá Toyota Úrvalið er þó enn meira þegar að er gáð, eins og Hlynur Ólafsson, viðskiptastjóri hjá Toyota, útskýrir Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 661 orð | 2 myndir

Veglegur Volvo FH

Hugsuðirnir hjá Volvo eru þekktir fyrir að setja öryggi og þægindi í öndvegi, eins og kaupendur samnefndra fólksbíla þekkja vel. Hið sama er líka uppi á teningnum þegar atvinnubílar eru annars vegar, segir Kristinn Már Emilssonar, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Volvo atvinnubíla hjá Brimborg. Meira
26. febrúar 2015 | Blaðaukar | 583 orð | 3 myndir

Öruggar hillur þar sem allt á vísan stað

Einingarnar frá Sortimo passa jafnt í stóra sem smáa bíla Með vönduðum hillum og skúffum er allt á sínum stað, engin hætta á að smíðaefni og verkfæri fari af stað, og minni líkur á að skjótast verði milli bæjarhluta eftir smámunum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.