Greinar þriðjudaginn 24. mars 2015

Fréttir

24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 365 orð | 2 myndir

224 styrkir veittir til húsafriðunar

Sviðsljós Guðni Einarsson gudni@mbl.is Húsafriðunarsjóður úthlutaði nýlega 224 styrkjum að upphæð samtals 139.150.000 kr. Alls bárust 309 umsóknir um styrki. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 271 orð

65% hækkun málsvarnarlauna verjenda

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Málsvarnarlaun og þóknanir verjenda og réttargæslumanna í sakamálum hafa verið hækkuð með ákvörðun dómstólaráðs. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

84% langreyða drápust strax

Við mælingar á aflífunartíma 50 langreyða í veiðum hér við land síðasta sumar reyndust 42 langreyðar (84%) hafa drepist samstundis við það að skutull hæfði dýrin. Átta langreyðar (16%) drápust ekki strax og voru skotnar aftur. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Alltaf heilsuhraustur

„Ég sit oft hér við gluggann með kíkinn og horfi yfir í Vaðlaheiði. Það eru ekki nema níu kílómetrar héðan úr miðbænum og inn að Gröf,“ sagði Ingólfur Lárusson á Akureyri við Morgunblaðið í gær. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Áhersla á útivist og íþróttir

„Það var alveg fullur salur og stemningin mjög fín,“ sagði Sigurður Þórðarson, varaáheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina, að loknum fundi hverfisráðs Laugardals og íbúasamtaka Laugardals í gærkvöldi. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

„Sjötíu ár! Það er alveg óskiljanlegt“

Hjónin Kristinn Kjartansson og Kristbjörg Magnúsdóttir á Akureyri fagna í dag 70 ára brúðkaupsafmæli. Ekki nóg með það því Kristinn heldur líka upp á 93 ára afmælið. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Borgarstjóri flytur skrifstofuna í Árbæ

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur flutt skrifstofu sína tímabundið í Árbæinn og verður hún í Árseli út þessa viku. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Dregur úr afbrotum karla en ekki kvenna

Malín Brand malin@mbl.is Áhugaverðar breytingar á kynjahlutföllum koma fram í nýjustu afbrotatíðindum embættis ríkislögreglustjóra. Það er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði og sérfræðings í afbrotafræðum við Háskóla Íslands. Meira
24. mars 2015 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Ebólufaraldurinn yfirstaðinn í ágúst

Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku verður yfirstaðinn í ágúst, að því er yfirmaður málaflokksins hjá Sameinuðu þjóðunum segir í viðtali við BBC. Hann viðurkennir að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert mistök við að takast á við faraldurinn. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Eftir að veiða um 50 þúsund tonn

Um helmingur loðnuflotans var enn á miðunum í Breiðafirði og við Snæfellsnes um miðjan dag í gær og halda menn í vonina um að einhver veiðanleg loðna kunni enn að vera á ferðinni. Lítið var þó um að vera og sum skipin varl kastað síðustu sólarhringa. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Eggert

Bókaköttur Kettir eru sífellt að koma okkur mannfólkinu á óvart. Hér virðist vera einn sérlega bókelskur köttur á ferð, sjálfsagt vel læs og jafnvel nokkuð klár í lögum, refsirétti og... Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Endurkröfuréttur á sakfellda

Málsvarnarlaunin og þóknanirnar renna eingöngu til verjenda í sakamálum bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Starfsmenn ákæruvaldsins fá ekki þessar greiðslur. „Þetta eru málsvarnarlaun, sem þýðir að þeir sem eru verjendur í opinberum málum... Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

ESB tekur ekki við nýjum aðildarríkjum fyrr en 2019

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Engin breyting hefur orðið á þeirri afstöðu framkvæmdastjórnar ESB að taka ekki við nýjum aðildarríkjum fyrr en í fyrsta lagi árið 2019. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Fleiri konur stela en karlar

Í febrúar síðastliðnum varð kúvending í kynjahlutföllum í málum tengdum þjófnaði hér á landi. Alla jafna eru karlar í meirihluta þeirra sem teknir eru fyrir þjófnað eða um 60 prósent karla á móti 40 prósentum kvenna. Meira
24. mars 2015 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Fyrsti leiðtogi Singapúr syrgður

Fyrsti forsætisráðherra Singapúr, Lee Kuan Yew, lést á sjúkrahúsi í fyrradag, 91 árs að aldri. Þúsundir manna vottuðu minningu hans virðingu sína í gær með því að leggja blóm við sjúkrahúsið. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Færeyskt trúboðsskip til Austfjarða

Færeyska trúboðsskipið Juvel II mun heimsækja hafnir á Austurlandi dagana 2.-12. maí næstkomandi. Skipið fer í sumar til Grænlands þar sem það mun sigla á milli hafna, líkt og undanfarin sjö sumur. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 654 orð | 1 mynd

Getur nafn verið einn bókstafur?

Malín Brand malin@mbl.is Heitar umræður geta skapast í kringum nöfn. Hvað má barn heita og hvað ekki? Án efa hefur soðið upp úr í mörgum fjölskylduboðum og hugsanlega skírnarveislum þar sem menn eru ekki á eitt sáttir um hvað hver má og má ekki heita. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Háhraðanet verði talið grunnþjónusta

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ríkiskaup hafa boðið út, fyrir hönd fjarskiptasjóðs, ljósleiðarahringtengingu á Vestfjörðum og einnig á Snæfellsnesi. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Hvessir með kvöldinu

Veðurstofan gerir ráð fyrir nokkuð svölum degi í dag og ætti að viðra vel til hjóla- og gönguferða. Með kvöldinu mun hinsvegar hvessa vestan til á landinu og í kvöld og nótt má búast við stormi. Meira
24. mars 2015 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Hægribandalag sigraði Frönsku þjóðfylkinguna

Kosningabandalag hægrimanna fór með sigur af hólmi í fyrri umferð sýslukosninga í Frakklandi á sunnudag og fékk meira fylgi en Franska þjóðfylkingin (FN). UMP, kosningabandalag flokks Nicolas Sarkozy, fékk mest fylgi, eða 29,4% atkvæðanna. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 163 orð

Hækkað í samræmi við vísitölu

Dómstólaráð hefur nýlega ákveðið hækkun á málsvarnarlaunum verjenda og réttargæslumanna í sakamálum. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að dómstólaráð hafi gefið út viðmiðunarreglur um ákvörðun málsvarnarlauna í sakamálum. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Íbúar Laugardals funduðu um fortíð, nútíð og framtíð hverfisins

Fundur hverfisráðs Laugardals og íbúasamtaka Laugardals um fortíð, nútíð og framtíð hverfisins var haldinn í gærkvöldi. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Kosning hafin um verkföll

Rafræn kosning um verkfall félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) hófst í gærmorgun en komi til verkfalls mun það ná til um tíu þúsund félagsmanna. Kosningin stendur til miðnættis mánudaginn 30. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Kostnaðarsamur niðurskurður

Eftir því sem lengur er beðið með viðhald vega, þeim mun kostnaðarsamari verður aðgerðin. Þetta er á meðal þess sem fram kom á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í gær um ástand gatnakerfisins. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Miklar viðgerðir á götum kalla á meira fé

Malín Brand malin@mbl.is Ljóst þykir að enn frekara fjármagn þurfi til að koma vegum landsins í viðunandi horf. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Nýtt nám í HÍ og HA

Nýtt tveggja ára meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum hefst í haust í samstarfi stjórnmálafræðideildar og félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 432 orð | 2 myndir

Ný viðbygging er draumurinn

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hollvinir Grensásdeildar vinna stöðugt að því að safna fé til tækjakaupa og endurbóta á húsnæði deildarinnar. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Opna þarf nýja gátt inn í landið

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Óvíst með aðra stórtónleika

Alls óvíst er hvort stórtónleikar á borð við þá þegar Justin Timberlake kom til landsins í fyrra, verði í ár að sögn Ísleifs Þórhallssonar, markaðsstjóra Senu. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 759 orð | 3 myndir

Pólitísk og félagsleg kreppa á Íslandi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokka og stofnun nýrra flokka er ekki bundin við Ísland og dugar hrunið því ekki eitt sem skýring. Ólafur Þ. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 569 orð | 3 myndir

Ráðuneyti sem nýtur hjálpar sjálfboðaliða

Fréttaskýring Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
24. mars 2015 | Erlendar fréttir | 486 orð | 1 mynd

Sala á norskri flotastöð sögð hneyksli

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Runnið hafa tvær grímur á Norðmenn vegna sölu á flotastöð í Norður-Noregi eftir að í ljós kom að kaupandinn hefur leigt rússneskum rannsóknaskipum stöðina. Óttast er að Rússar geti notað flotastöðina í hernaðarlegum tilgangi. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 77 orð

Samningar þokast áfram

Samninganefnd Félags framhaldsskólakennara fundaði með ríkissáttasemjara í gær. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við mbl.is að fundi loknum að hann hefði verið bæði jákvæður og lausnamiðaður og að unnið yrði áfram í málinu. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 182 orð

Samsetning launa lækna töluvert frábrugðin því sem þekkist hjá öðrum hópum

„Frá nóvember 2006 til september 2014 hafa laun hjúkrunarfræðinga og verk- og tæknifræðinga þróast í stórum dráttum í hátt við launavísitölu og þannig haldið nokkurn veginn í við launaþróun annarra hópa. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Seinkun slæm fyrir Icelandair

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Flugfélagið Icelandair leggst gegn þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Stormað yfir stífluna í logni

Gærdagurinn heilsaði höfuðborgarbúum með sólargeislum og þá var vindur lítill. Margir stukku til og sóttu hjólin í geymsluna, settu buffið á höfuðið og hjálminn á. Meira
24. mars 2015 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Ted Cruz tilkynnir framboð

Repúblikaninn Ted Cruz, þingmaður í öldungadeildinni, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í forkosningum repúblikana þegar forsetaefni þeirra í kosningunum árið 2016 verður valið. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 403 orð | 3 myndir

Tíð þyrluflug með ferðamenn trufla íbúana

Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Tólf í fangelsum utan Íslands

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í ársbyrjun 2015 var utanríkisráðuneytinu kunnugt um tólf íslenska ríkisborgara í gæsluvarðhaldi eða afplánun í fangelsum erlendis. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Um 250 smávirkjanir voru í rekstri í fyrra

Samkvæmt opinberum upplýsingum voru um 250 smávirkjanir í rekstri á Íslandi árið 2014. Vatnsaflsvirkjanir sem hafa uppsett afl undir 10 MW flokkast sem smávirkjanir. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Umrótið í íslenskum stjórnmálum gerir Samfylkingu erfitt fyrir að ná fyrri styrk

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sviptingar í íslenskum stjórnmálum á síðustu misserum hafa þrengt að Samfylkingunni og sóknarfærum hennar. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 355 orð | 12 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Focus Svindlarinn Nicky neyðist til að leyfa ungri og óreyndri stúlku, Jess, að taka þátt í nýjasta ráðabrugginu þótt honum sé það þvert um geð. Metacritic 56/100 IMDB 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 360 orð | 2 myndir

Veðrið og leysingar hjálpuðu til við að losna við mengun

Benedikt Bóas benedikt@mbl. Meira
24. mars 2015 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Voru með miklar væntingar

Í ályktun starfshóps Samfylkingarinnar um olíuleit á Íslandsmiðum sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina kemur fram að mistök hafi verið gerð. Meira

Ritstjórnargreinar

24. mars 2015 | Leiðarar | 613 orð

Átök orðanna eða eitthvað meira?

Pútín og félagar beita margvíslegum áróðursbrögðum, en er alvara að baki orðunum? Meira
24. mars 2015 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Ótalnaglöggar tölvur

Það er mikil þörf á að tæknivæða alla hluti. Það er eðlilegt svo spara megi mönnum erfiði. En ákafamenn gleyma sér og tæknivæða þótt óþarft sé. Formannskosning á fámennum fundi Samfylkingar var rafræn. Meira

Menning

24. mars 2015 | Tónlist | 46 orð | 1 mynd

Al Di Meola gestur á gítarhátíð Björns

Hinn heimskunni bandaríski gítarleikari Al Di Meola verður gestur á Guitarama-hátíð Björns Thoroddsen gítarleikara í Háskólabíói í október. Di Meola er meðal eftirsóttustu gítardjassista samtímans og afar vinsæll einleikari. Meira
24. mars 2015 | Tónlist | 302 orð | 3 myndir

Al Di Meola kemur fram á Guitarama

Bandarískan gítarstjarnan Al Di Meola verður meðal gesta á Guitarama-hátíð Björns Thoroddsen gítarleikara í Háskólabíói þriðja október í haust. Meira
24. mars 2015 | Kvikmyndir | 196 orð | 1 mynd

Baltasar heiðraður af eigendum kvikmyndahúsa

Á samkomu samtaka kvikmyndahúsaeiganda í Bandaríkjunum í næsta mánuði, mun Baltasar Kormákur verða heiðraður og taka við viðurkenningu sem „alþjóðlegur kvikmyndagerðarmaður ársins“. Meira
24. mars 2015 | Fólk í fréttum | 512 orð | 2 myndir

Einn sá vinsælasti í heimi

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Einn vinsælasti grínisti heims, Englendingurinn Eddie Izzard, flytur uppistandssýningu sína Force Majeur í Eldborg Hörpu á laugardaginn, 28. mars, kl. 20. Meira
24. mars 2015 | Hugvísindi | 71 orð | 1 mynd

Fjallar um fátækralöggjöfina

Finnur Jónasson, MA-nemi í sagnfræði, flytur í dag, þriðjudag, hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélagsins undir yfirskriftinni „Fátækralöggjöfin frá 1907 til 1935 og sjálfsmynd reykvískra þurfamanna í upphafi 20. aldar“. Meira
24. mars 2015 | Hugvísindi | 74 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um stöðu Roma-fólks

Dr. Marco Solimene, mannfræðingur og Research Fellow við Háskóla Íslands, flytur í kvöld, þriðjudag, fyrirlestur á vegum Mannfræðifélagsins í Reykjavíkur Akademíunni Þórunnartúni 2, áður Skúlatúni 2, og hefst hann klukkan 20. Meira
24. mars 2015 | Fjölmiðlar | 157 orð | 1 mynd

Hæfileikakeppni fyrir minnislausa

Ég gleymi yfirleitt að pakka niður uppáhaldssandölunum mínum fyrir sólarlandafríið til Krítar, og hvar ég legg frá mér bíllykilinn. Af einmitt þessari ástæðu, minnisleysinu, er íslenska hæfileikakeppnin „Ísland got talent“ mitt... Meira
24. mars 2015 | Bókmenntir | 89 orð | 1 mynd

James Patterson styrkir skólabókasöfn

Glæpasagnahöfundurinn James Patterson hefur að undanförnu gefið bókasöfnum í bandarískum almenningsskólum fé sem nemur nær 200 milljónum króna, til kaupa á bókum og aðkallandi viðhalds. Metsöluhöfundurinn vissi að þörfin væri mikil. Meira
24. mars 2015 | Leiklist | 123 orð | 1 mynd

Leikhúsvélar, tæki og lögmál Rumsfelds

Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, mun kl. 17 í dag halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Leikhúsvélar, tæki og lögmál Donalds Rumsfelds um stig þekkingar. Meira
24. mars 2015 | Kvikmyndir | 92 orð | 2 myndir

Uppreisn og Öskubuska

Insurgent , eða Uppreisnarmaður, nýjasta myndin í syrpunni sem byggð er á Divergent-bókunum, er tekjuhæsta kvikmynd bíóhúsa landsins að liðinni helgi og sáu hana rúmlega 3.000 manns. Myndin var frumsýnd föstudaginn sl. Meira
24. mars 2015 | Tónlist | 595 orð | 10 myndir

Vorboðinn ljúfi

af músíktilraunum Heiða Eiríksdóttir heidatrubador@gmail. Meira
24. mars 2015 | Tónlist | 121 orð | 10 myndir

Þriðji í Músíktilraunum

Nú standa Músíktilraunir í Hörpu, tvö undankvöld búin og í kvöld er það þriðja. Alls skráðu 39 hljómsveitir sig til leiks að þessu sinni, en keppnin er nú haldin í 33. sinn. Undankeppnin fer fram í Norðurljósasal Hörpu og hefst kl. 19.30. Meira

Umræðan

24. mars 2015 | Velvakandi | 65 orð | 1 mynd

Ábending til RÚV

Ég vil gera athugasemd við það að það gerist of oft hjá RÚV að þegar leikin eru lög með kór og í laginu er einsöngur þá gleymist að geta nafns einsöngvarans. Sama er þegar lög eru spiluð inni í þætti, þá er ekki getið um flytjendur. Meira
24. mars 2015 | Aðsent efni | 347 orð | 1 mynd

„Forklúður“ í boði stjórnvalda

Eftir Halldór Úlfarsson: "Hvernig í ósköpunum tókst að skapa þetta umhverfi og koma fólki í þessa stöðu?" Meira
24. mars 2015 | Aðsent efni | 674 orð | 2 myndir

Er samkeppnisstaða orku frá sæstreng til Bretlands að versna?

Eftir Elías Elíasson: "Nýlegt útboð Breta á styrkjum til hreinna orkuvera getur haft áhrif á samkeppnisstöðu íslenskrar raforku um sæstreng til Bretlands til hins verra." Meira
24. mars 2015 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Fjárfestu til framtíðar

Eftir Magnús Júlíusson: "Það er skynsamleg ráðstöfun að ráðstafa skattfrjálsum séreignarsparnaði til að greiða niður húsnæðislán." Meira
24. mars 2015 | Aðsent efni | 241 orð | 1 mynd

Háttvísi og sólmyrkvi

Eftir Ásgerði Halldórsdóttur: "Víða safnaðist fólk saman þar sem útsýnið var gott og skiptist á gleraugum eða rafsuðuglerjum sem reyndust mjög vel." Meira
24. mars 2015 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Hvað eru kyrrðardagar?

Eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur: "Á kyrrðardögum talar fólk ekki saman, slekkur gjarnan á símum sínum og reynir að vera ekki á samskiptamiðlum." Meira
24. mars 2015 | Aðsent efni | 480 orð | 1 mynd

Kennaranám í nútímasamfélagi

Eftir Jóhönnu Einarsdóttur: "Samvinna kennara er nú meiri en áður og því mikilvægt að í hverjum skóla starfi saman fjölbreyttur hópur kennara með ólíka styrkleika." Meira
24. mars 2015 | Pistlar | 452 orð | 1 mynd

Lög unga fólksins

Ríkisstjórnin er bara svo mikið með'etta,“ sagði Mekkinó Máni við kærustuna sína þar sem þau sátu á Laundró og krufðu lífið. „Þú'st, mér finnst stundum eins og Sigmundur bara, sjái inn í sálina á mér skiluru. Meira
24. mars 2015 | Aðsent efni | 712 orð | 1 mynd

Matfitan og fitusýrubúskapurinn

Eftir Pálma Stefánsson: "Mataræðið í dag með vörum með hvítum sykri og hveiti og mikil fituneysla gæti auðveldlega valdið skorti á fjölómettuðum fitusýrum og aukið kólesteról." Meira
24. mars 2015 | Aðsent efni | 874 orð | 1 mynd

Reynt að kafnegla Bláa naglann

Eftir Jóhannes V. Reynisson: "Það vekur athygli mína að þessi sömu heimapróf og embættið gagnrýnir eru seld í íslenskum apótekum." Meira

Minningargreinar

24. mars 2015 | Minningargreinar | 633 orð | 1 mynd

Árni Arinbjarnarson

Árni Arinbjarnarson fæddist 8. september 1934. Hann lést 1. mars 2015. Útför Árna fór fram 11. mars 2015. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 2241 orð | 1 mynd

Gróa Frímannsdóttir

Gróa fæddist í Garðbæ, Höfnum, 4. maí 1919. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði 11. mars 2015. Foreldrar hennar voru Guðrún Ólafsdóttir, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 16.2. 1893, d. 9.6. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 603 orð | 1 mynd

Guðlaug Gísladóttir

Guðlaug Gísladóttir fæddist á Neðri Fitjum 12. júni 1920. Hún lést að hjúkrunarheimilinu Skjóli 16. mars 2015. Foreldrar hennar voru Gísli Árnason. f. 21.3. 1884, d. 19.8. 1955, og Margrét Pálsdóttir, f. 18.6. 1886, d. 23.11. 1970. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 836 orð | 1 mynd

Guðrún Jónsdóttir

Guðrún Jónsdóttir (Rúna) fæddist á Fitjum í Hrófbergshreppi á Ströndum 12. mars 1924. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 13. mars 2015. Foreldrar Rúnu voru Jón Ottósson, f. 14.6. 1891, d. 26.5. 1970, og María Bjarnadóttir, f. 25.5. 1893, d. 7.11. 1971. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 2033 orð | 1 mynd

Hjördís Ingibjörg Konráðsdóttir

Hjördís Ingibjörg Konráðsdóttir fæddist á Akureyri 19. mars 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. mars 2015. Hún var dóttir hjónanna Svövu Jósteinsdóttur, f. 18. maí 1895, d. 14. apríl 1986, og Konráðs Friðgeirs Jóhannssonar, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 423 orð | 1 mynd

Hjördís Sigurjónsdóttir

Hjördís Sigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1933. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 26. febrúar 2015. Útför Hjördísar fór fram frá Seltjarnarneskirkju 10. mars 2015. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 3711 orð | 1 mynd

Ingibjörg Pálsdóttir Kolka

Ingibjörg Pálsdóttir Kolka fæddist 1. febrúar 1926 að Sólvöllum í Vestmannaeyjum. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. mars 2015. Faðir hennar var Páll Valdimar G. Kolka frá Torfalæk í A-Hún., læknir í Vestmannaeyjum og héraðslæknir á Blönduósi,... Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 1022 orð | 1 mynd

Kolbrún Hermannsdóttir

Kolbrún Hermannsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 14. janúar 1952. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 8. mars 2015. Foreldar Kolbrúnar voru hjónin Hermann Guðmundsson, f. 22. desember 1914 í Bæ við Steingrímsfjörð, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 2029 orð | 1 mynd

Konráð Guðmundsson

Konráð Guðmundsson fæddist þann 28. apríl 1930 í Merkigarði, Stokkseyri. Hann lést 12. mars 2015 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson, íshússtjóri og framkvæmdastjóri á Stokkseyri, f. 24.6. 1892, d. 18.10. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 2424 orð | 1 mynd

Nína Draumrún Guðleifsdóttir

Nína Draumrún Guðleifsdóttir fæddist í Reykjavík 11. október 1944. Hún lést á Landspítalanum 15. mars 2015. Foreldrar hennar voru Guðleifur Guðmundsson húsasmíðameistari, f. í Reykjavík 16.5. 1909, d. 13.5. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 454 orð | 1 mynd

Stella Eyjólfsdóttir

Stella Eyjólfsdóttir fæddist á Gillastöðum í Reykhólasveit 2. desember 1927. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 13. mars 2015. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur Sveinsson, f. 28. september 1893 á Gillastöðum í Reykhólasveit, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2015 | Minningargreinar | 1648 orð | 1 mynd

Zophonías Ásgeirsson

Zophonías Ásgeirsson vélstjóri fæddist á Blönduósi 1. júní 1924. Hann lést á Hrafnistu Hafnarfirði 27. september 2013. Foreldrar hans voru Hólmfríður Zophoníasdóttir, f. 9. júní 1889 í Hvammi, Norðurárdalshr. Mýr., d. 5. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 67 orð | 1 mynd

Heildarendurskoðun laga um fjármálafyrirtæki

Stefnt er að því að ljúka á þessu ári smíði frumvarps og reglugerðar sem munu að fullu innleiða evrópskt bankaregluverk í íslenskan rétt, að því er fram kom í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á ráðstefnu um fjármálaeftirlit í gær. Meira
24. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 49 orð

Hækkanir hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur á síðustu 12 mánuðum hækkað um 10,8% en síðastliðna þrjá mánuði nemur hækkunin 4,9%, samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Meira
24. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 438 orð | 2 myndir

Lífeyrissjóðir umbreyta áhættu í sýnd en ekki reynd

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þegar íslenskir lífeyrissjóðir kaupa skráð skuldabréf í stað hlutdeildarskírteina getur litið út fyrir að þeir séu að dreifa áhættu sinni, en hafa þó aðeins umbreytt áhættu sinni í sýnd en ekki reynd. Meira
24. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 50 orð

Sjálfkjörið í óbreytta stjórn hjá Eimskip

Framboðsfrestur í stjórn Eimskips er liðinn og fimm framboð bárust. Þau eru öll frá núverandi stjórnarmönnum í félaginu. Því er ljóst að engin breyting verður á stjórn félagsins að afloknum aðalfundi . Meira
24. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 198 orð | 1 mynd

Skuldir lækka um 59 milljarða á 5 árum

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam 8,9 milljörðum króna á síðasta ári sem er umtalsverð aukning frá árinu á undan þegar hagnaður var 3,4 milljarðar. Meira
24. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 82 orð | 1 mynd

Tap hjá Íslenskum verðbréfum

Íslensk verðbréf (ÍV) töpuðu 118,4 milljónum króna á liðnu starfsári. Skýrist tapið fyrst og fremst af uppgjöri afleiðusamninga sem átti sér stað í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ÍV laut í lægra haldi fyrir Landsbankanum. Meira

Daglegt líf

24. mars 2015 | Daglegt líf | 109 orð | 1 mynd

Frú Brynhildur heimilisleg

„Þetta var brjálæðislega skemmtilegt og við komum sjálfum okkur skemmtilega á óvart en við lentum í öðru sæti í hraðakeppninni,“ segir Brynja Björk Hinriksdóttir en hún tók þátt í Mývatnssleðanum ásamt Hildi Halldórsdóttur. Meira
24. mars 2015 | Daglegt líf | 833 orð | 3 myndir

Gera grín að sjálfum sér á afmælinu

Litli leikklúbburinn á Ísafirði fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári en hann var stofnaður 24. apríl árið 1965. Af því tilefni var settur upp gamanleikurinn Kallarðu þetta leikrit?! eftir Ágúst T. Magnússon. Meira
24. mars 2015 | Daglegt líf | 122 orð | 1 mynd

Músik um allan heim

Efalítið fyllast margir sem komnir eru um og yfir miðjan aldur fortíðarþrá þegar þeir vafra gegnum ofangreinda vefsíðu sem Helgi Snorrason hefur haldið úti um nokkurt skeið. Meira
24. mars 2015 | Daglegt líf | 100 orð | 1 mynd

... njótið Grænna daga

Hafið og þær umhverfisógnir sem að því steðja er þema Grænna daga í Háskóla Íslands dagana 25. – 27. mars. Meira
24. mars 2015 | Daglegt líf | 143 orð | 1 mynd

Samspil ljóss og skugga

Gripur marsmánaðar á Þjóðminjasafni Íslands er sólskífa frá fyrri hluta 19. aldar frá Núpum í Ölfusi. Þetta er trékringla með látúnsskífu þar sem markaðar eru stundir sólarhringsins. Meira

Fastir þættir

24. mars 2015 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 Rbd7 4. Rf3 e5 5. Bc4 Be7 6. 0-0 0-0 7. He1 c6...

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 Rbd7 4. Rf3 e5 5. Bc4 Be7 6. 0-0 0-0 7. He1 c6 8. a4 a5 9. h3 Rb6 10. Bf1 exd4 11. Rxd4 d5 12. e5 Re8 13. Dh5 g6 14. Dh6 Rg7 15. Bd3 He8 16. Rf3 Re6 17. b3 Bf8 18. Dd2 Bb4 19. Ba3 Bxa3 20. Hxa3 Rd7 21. Haa1 Rdc5 22. Bf1 Db6 23. Meira
24. mars 2015 | Í dag | 27 orð

Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk...

Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín. Ég vil gleðjast og fagna yfir þér, lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti. Meira
24. mars 2015 | Árnað heilla | 255 orð | 1 mynd

Gísli Þ. Ásmundsson

Gísli Þorlákur fæddist á Hálsi í Fnjóskadal 24.3. 1906, sonur Ásmundar Gíslasonar, prófasts þar, og Önnu Gísladóttur húsfreyju. Ásmundur var sonur Gísla J. Meira
24. mars 2015 | Árnað heilla | 250 orð | 1 mynd

Hátíðarjóga og lesið í stjörnur

Halla Margrét Jóhannesdóttir er með námskeið í skapandi skrifum og kallast það Skrif og sköpun – ritsmiðja. Meira
24. mars 2015 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Jafet Bjarkar Björnsson

30 ára Jafet ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum sem vefforritari og starfar hjá AGR – Aðgerðargreiningu. Maki: Silja Hendriksdóttir, f. 1987, starfsmaður hjá Mest. Foreldrar: Björn Heimir Björnsson, f. Meira
24. mars 2015 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Katrín Erna Gunnarsdóttir

30 ára Katrín ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands og starfar á Punktinum – handverksmiðstöð. Maki: Helgi Vilberg Helgason, f. 1984, hönnunarstjóri hjá Já.is Sonur: Vilji Helgason, f. 2013. Meira
24. mars 2015 | Í dag | 60 orð

Málið

Þegar sögnin að vara er notuð ópersónulega – Í fyrra haustaði fyrr en mig / þig / hana / okkur / þau / nokkurn varði – merkir hún að gruna , búast við o.s.frv. Þegar minnst eða síst varði merkir: þegar síst var búist við . Meira
24. mars 2015 | Árnað heilla | 537 orð | 4 myndir

Með 25 þúsund flugtíma í rúma hálfa öld

Þórólfur fæddist í Fagradal í Dalasýslu 24.3. 1935 en ólst upp í Miklagarði í Saurbæjarhreppi, í Hrappsey á Breiðafirði og á Innra-Ósi í Strandasýslu. Meira
24. mars 2015 | Í dag | 296 orð

Myndir úr fiskiþorpi

Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson hefur nú gefið út þriðju ljóðabók sína, Á lygnum sjó, í tilefni af 75 ára afmæli sínu. Eins og hann segir í formála hefur hann notið leiðsagnar Þórðar Helgasonar cand. mag. í Ljóðahópnum Gjábakka. Meira
24. mars 2015 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

Ragnhildur Gísladóttir

30 ára Ragnhildur ólst upp í Reykjavík, er nú búsett þar og stundar nám á leikskólabrú. Systkini: Hrafnhildur Gísladóttir, f. 1976, framkvæmdastjóri, búsett í Reykjavík, og Árni Gíslason, f. 1980, bílasmiður og flugvirki í Reykjavík. Meira
24. mars 2015 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Sauðárkróki Brynja Rósanna Brynjólfsdóttir fæddist 13. mars 2014 kl...

Sauðárkróki Brynja Rósanna Brynjólfsdóttir fæddist 13. mars 2014 kl. 22.17. Hún vó 3.925 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Auður Inga Ingimarsdóttir og Brynjólfur Þór Jónsson... Meira
24. mars 2015 | Árnað heilla | 165 orð

Til hamingju með daginn

100 ára Ingólfur Lárusson 85 ára Ásta Díana Stefánsdóttir Ólína G. Meira
24. mars 2015 | Fastir þættir | 277 orð

Víkverji

Það er þekkt aðferð til að draga áhorfendur inn í sjónvarpsþátt að sýna stutt brot úr viðkomandi þætti dagana áður en hann er á dagskrá. Þetta heppnaðist einstaklega vel hjá Ríkissjónvarpinu á dögunum. Meira
24. mars 2015 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

24. mars 1959 Sett var reglugerð um stefnuljós á bifreiðum, sem áttu annað hvort að vera „ljósker“ eða „hreyfanlegur armur“. Ljósið átti að „vera sýnilegt, einnig í sólskini, í 30 metra fjarlægð“. 24. Meira

Íþróttir

24. mars 2015 | Íþróttir | 403 orð | 3 myndir

A ron Jóhannsson hefur verið valinn í 23 manna landsliðshóp...

A ron Jóhannsson hefur verið valinn í 23 manna landsliðshóp Bandaríkjanna í knattspyrnu fyrir vináttulandsleiki gegn Dönum og Svisslendingum á miðvikudaginn og næsta þriðjudag. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 486 orð | 2 myndir

Bikarinn áfram í vöggunni

Í Laugardal Kristján Jónsson kris@mbl.is Skautafélag Akureyrar varð í gær Íslandsmeistari karla í íshokkíi þriðja árið í röð. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla 8 liða úrslit, annar leikur: Þór Þ. &ndash...

Dominos-deild karla 8 liða úrslit, annar leikur: Þór Þ. – Tindastóll 85:96 *Staðan er 2:0 fyrir Tindastól, þriðji leikur verður á Sauðárkróki á föstudagskvöld. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Evrópukeppni U17 karla Milliriðill í Krasnodar, Rússlandi: Rússland...

Evrópukeppni U17 karla Milliriðill í Krasnodar, Rússlandi: Rússland – Ísland 4:0 Austurríki – Wales 3:2 Staðan: Austurríki 22004:26 Rússland 21104:04 Wales 20112:31 Ísland 20020:50 *Í lokaumferðinni á fimmtudag leikur Ísland við Wales og... Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Ég minntist á Alfreð Finnbogason í bakverði mínum í síðustu viku og...

Ég minntist á Alfreð Finnbogason í bakverði mínum í síðustu viku og fjallaði þar um það mótlæti sem hann hefur þurft að ganga í gegnum á yfirstandandi tímabili með liði Real Sociedad eftir magnaða síðustu leiktíð með Heerenveen í Hollandi. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Rakel Dögg Bragadóttir var í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu í handknattleik sem sigraði Svía, 30:27, í vináttulandsleik í Austurbergi 24. mars 2013. • Rakel fæddist árið 1986. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Jón Gunnlaugur hættir hjá ÍBV í vor

Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að hætta með liðið við lok leiktíðar í vor. Um leið hættir hann einnig þjálfun yngri flokka félagsins. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Samsungvöllur: Stjarnan...

KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Samsungvöllur: Stjarnan – Þór 18 Fífan: Breiðablik – Víkingur Ó 19. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 468 orð | 2 myndir

Með hraði áfram í undanúrslit

Í Þorlákshöfn Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þórsarar úr Þorlákshöfn munu verja páskafríinu sínu í eitthvað allt annað en að spila körfubolta ef fram heldur sem horfir, eftir að hafa tapað á heimavelli fyrir Tindastóli í gærkvöld, 96:85. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 360 orð | 1 mynd

Slógust um helgina en samherjar í gær

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tíu af landsliðsmönnum Kasakstans, sem mætir íslenska landsliðinu í knattspyrnu næsta laugardag, tóku þátt í sama leiknum í kasösku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 292 orð | 1 mynd

Snúið að lesa í þetta

Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 191 orð

Strákarnir í toppbaráttu á Taívan

Íslenska U18 ára piltalandsliðið í íshokkí sigraði Búlgara, 5:4, eftir framlengingu og vítakeppni í öðrum leik sínum í 3. deild heimsmeistaramótsins í Taívan í gær. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 603 orð | 4 myndir

Usher bar Keflavík á herðum sér

Í Keflavík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 355 orð | 2 myndir

Verst að við skyldum ekki hanga á forystunni

fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Við erum mjög sáttar með úrslitin og afar sterkt að hafa náð að skora útivallarmark. Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 709 orð | 2 myndir

Vona að þeir slökkvi ekki

Kasakstan Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég vona bara að þeir slökkvi ekki ljósin eins og gerðist þrisvar í okkar leik þegar við vorum að ná tökum á honum! Meira
24. mars 2015 | Íþróttir | 130 orð | 2 myndir

Þór Þ. – Tindastóll 85:96

G-höllin í Þorlákshöfn, 8 liða úrslit karla, annar leikur, mánudag 23. mars 2015. Gangur leiksins : 3:6, 3:11, 12:13, 18:18, 22:26, 24:31, 29:37, 33:46 , 35:57, 43:63, 48:69, 62:75 , 71:79, 76:83, 83:88, 85:96 . Þór Þ. Meira

Bílablað

24. mars 2015 | Bílablað | 344 orð | 1 mynd

Audi á stormandi siglingu

Með góðum sanni má segja að sá bíll sem fær munnvatnið til að streyma fram hjá bílafíklum er Audi R8. Þar er um að ræða flaggskip þýska lúxusbílaframleiðandans en flestir fíklanna verða þó að láta sér nægja Audi A3. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 155 orð | 1 mynd

Fjörlegri Citroën C4

Citroën og Peugeot (PSA) framleiða nokkrar af skilvirkustu og samstilltustu bílavélum markaðarins og það mun koma bíl eins og Citroën C4 til góða. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 85 orð | 1 mynd

FT-lína af Kia Ceed í uppsiglingu

Kóreski bílsmiðurinn Kia blæs til sóknar og hefur þó hingað til ekki skort á framsækni á þeim bænum. Nú er stefnan sett á GT-línu Ceed-bíla þar sem boðið verður upp á sjö hraða gírkassa og vélar með forþjöppu. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 485 orð | 2 myndir

Gengur fyrir saltvatni

Aldrei hefði mér dottið það í hug, þegar ég pæklaði síldartunnurnar á Raufarhöfn á síldarárunum áður, að sá eðli vökvi ætti eftir að verða orkugjafi í bílum. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 779 orð | 7 myndir

Hóflega breyttur heimilisvinur

Vinsældir Subaru hér á landi hafa um áratugaskeið verið ákveðinn fasti í bílamenningunni og skutbílarnir eiga þar tvímælalaust stærstan sess. Hinir fjórhjóladrifnu Subaru-þjarkar eiga líka alveg inni fyrir velvildinni enda harðduglegir og ólseigir. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 182 orð

Lexus sýnir prófíl nýs RX jeppa

Lexus hefur sent frá sér þessa mynd af nýrri kynslóð RX jeppans en hann verður frumsýndur á bílasýningunni í New York 1. apríl næstkomandi. Miðað við vinsældir bílsins er afar ólíklegt að þetta verði túlkað sem aprílgabb en þetta er fjórða kynslóð hans. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 144 orð | 1 mynd

Léttvigtar Jaguar XF

Áhugamenn um ál við bílsmíði hafa ástæðu til að fagna því að 80% af yfirbyggingu og undirvagni nýs Jaguars XF eru úr þeim málmi. XF-bíllinn verður frumsýndur við athöfn í Englandi í dag, 24. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 454 orð | 5 myndir

Með eindæmum eyðslugrannur og góður

Toyota RAV4 fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári en jepplingurinn hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda, bæði hér á landi og um víða veröld. Árið 2013 kom fjórða kynslóð RAV4 á markað og er sá bíll nokkru stærri og vígalegri en þeir fyrri. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 143 orð | 1 mynd

Mercedes-Benz sýnir Vision-e tvinnbílinn

Mercedes-Benz notaði bílasýninguna í Genf til að kynna formlega til leiks hugmyndabíl sem heyrir V-Class-línunni til, eða hugmyndatvinnbílinn Vision-e. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 191 orð | 1 mynd

Michelin loks með heilsársdekk

Franski dekkjasmiðurinn Michelin hefur brotið odd af oflæti sínu og loks tekið til við að framleiða heilsársdekk. Hefur hann meðal annars látið ógert að keppa við Goodyear sem um árabil hefur boðið upp á slík ágætisdekk, eða Vector 4Seasons. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 116 orð | 5 myndir

Munaður og kraftur í eina sæng

Með markverðari hugmyndabílum sem kynntir voru á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf fyrir skemmstu er fortakslaust Bentley Exp 10 Speed 6. Bíllinn er glænýr hugmyndabíll svo fátt er enn vitað um kramið, kraftinn og klikkaðan lúxusinn sem innandyra er. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 115 orð | 1 mynd

Rísa upp frá dauðum

Á bílasýningunni sem nýlokið er í Genf var að finna tvær afturgöngur frá síðustu öld sem virðast vera að vakna til nýs lífs. Annars er hér um að ræða þýska bílsmiðinn Borgward og breskan að nafni Jensen. Meira
24. mars 2015 | Bílablað | 362 orð | 5 myndir

Þotubíll á brautinni í sumar

Í ár verður Kvartmíluklúbburinn 40 ára og af því tilefni er margt á könnunni hjá þessum lífseiga klúbb. Búið er að ákveða að haldin verði vegleg afmælissýning fyrstu vikuna í júní í Egilshöll sem verður sú stærsta frá upphafi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.