Greinar mánudaginn 13. apríl 2015

Fréttir

13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 111 orð | 2 myndir

90 manns í Fljótamótinu

Fjölmenni var á svonefndu Fljótamóti um páskana, þar sem keppt var í skíðagöngu. Alls voru skráðir nærri 90 manns á öllum aldri, allt frá þriggja til 84 ára. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 536 orð | 1 mynd

Af skjánum á tjaldið

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Okkur langaði að prófa að gera þetta svona. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Alda Dís vann Ísland got talent

Söngkonan Alda Dís Arnardóttir sigraði í Ísland got talent í gærkvöldi. Hún söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Alda Dís sem er 22 ára er 10 milljón krónum ríkari eftir... Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Atkvæðagreiðsla SGS hefst í dag

„Það er kosið um ákveðna daga og fyrsti dagurinn er frá tólf á hádegi til miðnættis 30. apríl,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands (SGS), en endurtekin atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir SGS hefst í dag. Meira
13. apríl 2015 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Ástralar vilja bólusetja fleiri

Ástralskir foreldrar munu ekki eiga kost á barnabótum og öðrum velferðarbótum ef þeir neita að bólusetja börnin sín. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

„Fólkið var óttaslegið fyrst“

„Við tveir vorum fyrstir á vettvang eftir að við fengum boð um að bílar væru í vandræðum. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 1633 orð | 2 myndir

„Umfjöllunarefnið er á tundur duflabelti“

Viðtal Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Margt hefur verið sagt og skrifað um íslenska bankahrunið en minna fjallað um þá atburði og ákvarðanir sem komu á eftir. Í nýrri bók frá sagnfræðingnum Birni Jóni Bragasyni, BYLTING – og hvað svo? Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

„Öskraði á farþegann að forða sér“

„Þegar ég er með farþeganum kemur flutningabíll aðvífandi á mikilli ferð og ég sé hann skyndilega og öskra á farþegann í bílnum að forða sér,“ segir Hermann Ívarsson, lögregluvarðstjóri á Norðurlandi vestra, sem varð fyrir bíl á... Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 326 orð | 2 myndir

Bjarni enn með aðgang

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sem bar ábyrgð á svörum borgarinnar til Björns Jóns Bragasonar, fulltrúa af lista Sjálfstæðisflokksins, er einn af tólf sem hafa umsjón með facebooksíðu Reykjavíkurborgar. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Efnt til sáttafundar

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 304 orð | 2 myndir

Einblína á fimm flugvallarkosti

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl. Meira
13. apríl 2015 | Erlendar fréttir | 102 orð

Eistar vilja herlið NATO

Forseti Eistlands, Toomas Ilves, vill að herlið NATO verði til frambúðar í landinu. Sagði hann í viðtali í breska blaðinu Daily Telegraph að Eistum fyndist sér ógnað af heræfingum Rússa á svæðinu og herskáu orðagjálfri rússneskra ráðamanna. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 365 orð | 3 myndir

Engin erótík á súlunni

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Pole Sport, Pole Fitness eða súlufimi er ekki algeng íþrótt hér á landi en hinsvegar stækkar hópurinn ört sem stundar hana. Fyrir viku fór Íslandsmót fram í Gaflaraleikhúsinu þar sem 22 keppendur voru skráðir til leiks. Meira
13. apríl 2015 | Erlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Fagna áframhaldandi veiðum á farfuglum

Barn fagnar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu á Möltu í gær ásamt maltneskum veiðimönnum í borginni Qormi. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 519 orð | 3 myndir

Fjöldi umsókna bíður nýrrar sjóðstjórnar

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn yfir Tækniþróunarsjóði Rannís en skipun fyrri stjórnar rann út um síðustu áramót. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fjölgun starfa og aukin umsvif Nortek

Öryggistæknifyrirtækið Nortek á Akureyri hefur á síðustu mánuðum gert tvo samninga við skipasmíðastöðvar í Tyrklandi um uppsetningu búnaðar í ný íslensk fiskiskip sem þar eru í smíðum. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Gamla Blöndubrúin verði tenging við Hrútey

Bæjaryfirvöld á Blönduósi hyggjast greiða leiðina út í Hrútey, sem er úti í miðri Blöndu, skammt fyrir ofan bæinn, með því að koma þar fyrir gömlu brúnni yfir ána sem reist var árið 1896. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Golli

Ekki í þessa átt Hvutti spyrnir við loppum, en eigandinn dregur hann áfram af eljunni einni saman einn skokkhringinn enn, kannski vill ferfætlingurinn hlaupa nýja leið í... Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Hentar báðum kynjum

Fjölmörg námskeið eru í boði fyrir þá sem hafa áhuga á að reyna sig við súluna, allt frá átta ára krökkum. Súlufimi er einnig fyrir karlmenn en þónokkrir eru farnir að spreyta sig. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Herdís nýr formaður

Herdís Sæmundardóttir, fræðslustjóri í Skagafirði, hefur verið skipuð nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar og tekur við af Þóroddi Bjarnasyni. Þetta kom fram á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Vestmannaeyjum sl. föstudag. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Hillary formlega í forsetaframboð

Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hún hygðist sækjast eftir tilnefningu demókrata fyrir forsetakosningar þar í landi, sem fram munu fara á næsta ári. Meira
13. apríl 2015 | Erlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Kastró og Obama snúa við blaðinu

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að fundur sinn með forseta Kúbu, Raúl Kastró, muni hjálpa ríkjunum tveimur að snúa við blaðinu eftir áratuga fjandskap. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 71 orð

Lést í bílslysi

Maðurinn sem lést þegar fólksbifreið lenti út af Biskupstungnabraut sl. fimmtudagskvöld hét Alexandru Bejinariu, fæddur árið 1991. Alexandru var frá Rúmeníu. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Loftköst og lífsgleði á Akureyri

Þennan djarfa vélsleðakappa bar við turn Akureyrarkirkju þegar hann sveif í Listagilinu í gær, en fjölmargir glöddust þegar jaðaríþrótta- og tónleikahátíðin AK Extreme fór þar fram um helgina. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Minni líkur á öðru eldgosi

„Allar líkur eru á því að þessi atburðarás sé búin í bili, gosið hætt, sigið hætt og þrýstingurinn dottinn mikið til niður í öllu kerfinu og því ekki þess að vænta að það gjósi aftur í bráð,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur... Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 84 orð

Nýr rektor kjörinn í dag

Kosningar til rektors Háskóla Íslands fara fram í dag. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands. Kjörfundurinn stendur yfir frá kl. 9.00 árdegis til kl. 18.00 síðdegis. Nýr rektor Háskóla Íslands tekur svo til starfa 1. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Safnstjóri fræðir um sýninguna Nýmálað

Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, heldur fyrirlestur í dag kl. 12.30 um sýninguna Nýmálað í fyrirlestrasal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 395 orð | 2 myndir

Samið um tæknibúnað í íslensk skip

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Öryggistæknifyrirtækið Nortek á Akureyri hefur á undanförnum mánuðum gert tvo samninga við skipasmíðastöðvar í Tyrklandi um uppsetningu búnaðar í ný íslensk fiskiskip sem þar eru í smíðum. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Skattlagning muni kosta margra ára málaferli

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vilhjálmur Bjarnason, sem situr í nefnd þvert á þingflokka um afnám gjaldeyrishafta, segir að boðaður stöðugleikaskattur muni fresta afnámi gjaldeyrishafta um mörg ár. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Stefán Skaftason, fv. yfirlæknir og prófessor

Dr. Stefán Skaftason, fv. yfirlæknir og prófessor, lést á heimili sínu í Garðabæ 9. apríl sl., 87 ára að aldri. Stefán fæddist á Siglufirði 18. febrúar 1928, sonur Skafta Stefánssonar, útgerðarmanns, skipstjóra og síldarsaltanda á Siglufirði, og Helgu... Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Stefna að mengunarlausri Hellisheiðarvirkjun

Viðar Guðjónsson vidar@mbl. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Styttist í Norræna kvikmyndahátíð

Einn af heiðursgestum Norrænnar kvikmyndahátíðar sem hefst 15. apríl og lýkur 22. nk. er leikarinn Jakob Oftebro sem flestum er kunnur úr dönsku þáttaröðinni 1864. Jakob er norskur en lærði til leikara í Danmörku og er jafnvígur á bæði norsku og dönsku. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Sumarþing ekki útilokað

Sigurður Bogi Sævarsson Viðar Guðjónsson „Allt snýst þetta um að verja efnahagslegan stöðugleika og gengi krónunnar. Fjármagn sem úr þessu kæmi er ekki hugsað til þess að ráðstafa í framkvæmdir eða verða hluti útgjalda ríkissjóðs. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Sækja í frí þrátt fyrir verkfall

Þrátt fyrir að félagar í BHM séu í verkfalli þá er mikil ásókn í sumarbústaði sem BHM á og rekur. Á miðnætti 31. mars var síðasti dagurinn sem hægt var að senda inn umsókn um íbúðir og hús. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Söngkonan Karólína sigraði fyrir hönd MR

Karólína Jóhannsdóttir, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, fór með sigur af hólmi í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór á laugardagskvöld. Hún söng lagið Go Slow með Haim og sungu þær Guðrún Ýr Eyfjörð, Kristín B. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 798 orð | 6 myndir

Umræðan með svip Icesave

Viðtal Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Til greina kemur að framlengja vorþing Alþingis svo frumvarp ríkisstjórnarinnar um stöðugleikaskatt nái fram að ganga. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 380 orð | 13 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

The Second Best Exotic Marigold Hotel Hjónin Muriel og Sonny hyggjast opna hótelútibú á Indlandi og er tjáð af fjárfesti að fulltrúi hans muni skoða fyrirætlaðan stað svo lítið beri á. Metacritic 51/100 IMDB 6,8/10 Smárabíó 17.20, 20.00 Háskólabíó 22. Meira
13. apríl 2015 | Erlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Verður Clinton loks forseti?

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna og utanríkisráðherra, tilkynnti í gær að hún hygðist sækjast eftir tilnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016. Meira
13. apríl 2015 | Innlendar fréttir | 543 orð | 1 mynd

Vetur konungur ílengist

Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það koma nokkrir hlýrri dagar núna í byrjun vikunnar en á föstudaginn kólnar aftur með éljaveðri,“ segir Þorsteinn V. Meira

Ritstjórnargreinar

13. apríl 2015 | Leiðarar | 688 orð

Brugðist við yfirgangi

Aukið varnarsamstarf Norðurlandaþjóðanna er af hinu góða Meira
13. apríl 2015 | Staksteinar | 151 orð | 2 myndir

Flokkslegt Familie Journal

Andríki hefur rekið augun í eftirfarandi: Á síðustu dögum hafa tveir fyrrverandi stjórnmálamenn úr VG og Samfylkingu tekið við forstjórastörfum í hinum svonefndu stéttarfélögum. Meira

Menning

13. apríl 2015 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Bieber yrði handtekinn í Argentínu

Dómari í Argentínu hefur fyrirskipað að stígi dægurlagasöngvarinn Justin Bieber fæti á argentínska grundu skuli hann handtekinn. Meira
13. apríl 2015 | Bókmenntir | 223 orð | 3 myndir

Íslenskar bækur í London

Á bókamessunni í London sem hefst á morgun, þriðjudag, verða Miðstöð íslenskra bókmennta (Míb) og Félag íslenskra bókaútgefenda á sameiginlegum norrænum bás ásamt bókmenntakynningarstofunum Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Statens... Meira
13. apríl 2015 | Tónlist | 117 orð | 1 mynd

Lausnir fyrir Björk

Í The Scotsman segir frá því að hugbúnaðarfyrirtæki í Edinborg sem er sérhæft í hljómburðarlausnum fyrir tölvuleiki hafi gegnt lykilhlutverki í nýju myndbandi við lagið „Stonemilker“ á nýrri plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura . Meira
13. apríl 2015 | Fólk í fréttum | 46 orð | 5 myndir

Myndlistarkonurnar Carolee Schneemann og Hanna Kristín Birgisdóttir...

Myndlistarkonurnar Carolee Schneemann og Hanna Kristín Birgisdóttir opnuðu sýningu sína í Kling & Bang galleríi á föstudaginn á myndlistarhátíðinni Sequences VII sem stendur til 19. apríl nk. Meira
13. apríl 2015 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Skólabókardæmi um gott samspil

Astrid Lindgren er kona síðustu páskahátíðar. Takk, Rúv, fyrir að flytja útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir samnefndri bók Astridar og á sama tíma að sýna vandaða og metnaðarfulla heimildaþætti um þessa einstöku konu í sjónvarpinu. Meira
13. apríl 2015 | Myndlist | 156 orð | 1 mynd

Undirbúa fornleifasafn í stöðuvatninu

Ráðuneyti menningarmála í Tyrklandi hefur samþykkt áætlanir um að koma upp safni undir yfirborði stöðuvatnsins Iznik í Bursa-héraði, þar sem rústir býsanskrar kirkju fundust á kafi í fyrra. Meira

Umræðan

13. apríl 2015 | Pistlar | 478 orð | 1 mynd

Bílprófslaus og þroskuð

Ég man ekki eftir neinni sérstakri þolinmæði fyrir því að geta byrjað að sækja ökutíma og þegar ég var 17 ára voru flestir jafnaldrar mínir komnir með bílpróf upp á þá mínútu sem þeir höfðu fæðst fyrir 17 árum. Meira
13. apríl 2015 | Aðsent efni | 1059 orð | 1 mynd

Blásið í gamlar glæður sprengjunnar

Eftir Gareth Evans: "Samkomulagið byggist eftir allt saman á málamiðlun: þau ríki sem hafa ekki kjarnorkuvopn lofa því að þau muni ekki fá sér þau, í staðinn fyrir loforð frá ríkjunum sem eiga vopnin um að þau muni taka gagnger skref í átt að afvopnun." Meira

Minningargreinar

13. apríl 2015 | Minningargreinar | 867 orð | 1 mynd

Einar Helgason

Einar Helgason fæddist á Hrappsstöðum í Vopnafirði 3.3. 1935. Hann andaðist á Landspítalanum 27.3. 2015. Foreldrar hans voru Helgi Gíslason, bóndi á Hrappsstöðum, f. 6.2. 1897, d. 27.7. 1976, og Guðrún Óladóttir, f. 4.4. 1897, d. 18.12. 1937. Meira  Kaupa minningabók
13. apríl 2015 | Minningargreinar | 1283 orð | 1 mynd

Jóhann Indriðason

Jóhann Indriðason fæddist á Akureyri 7.8. 1926. Hann lést á Landakotsspítala 2.4. 2015. Foreldrar hans voru Laufey Jóhannsdóttir húsmóðir, f. 19.11. 1897 á Seyðisfirði, d. 25.1. 1995, og Indriði Helgason rafvirkjameistari, f. 7.10. Meira  Kaupa minningabók
13. apríl 2015 | Minningargreinar | 2706 orð | 1 mynd

Sigríður Ebenesersdóttir

Sigríður Ebenesersdóttir var fædd 31. desember 1931 að Tjaldtanga í Folafæti, Súðavíkurhreppi, og lést hún á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 4. apríl 2015. Foreldrar hennar voru Ebeneser Erlendsson, f. 27. Meira  Kaupa minningabók
13. apríl 2015 | Minningargreinar | 1550 orð | 1 mynd

Sigurður Rafnar Halldórsson

Sigurður Rafnar Halldórsson fæddist 24. júní 1934 á Helgavatni í Þverárhlíð. Hann lést á líknardeild Landspítalans 30. mars 2015. Sigurður var sonur hjónanna Halldórs Þorsteinssonar frá Óseyri við Stöðvarfjörð, f. 23. júlí 1912, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
13. apríl 2015 | Minningargreinar | 1073 orð | 1 mynd

Þorsteina G.K. Sigurðardóttir

Þorsteina Gabríela Kristjana Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1921. Hún andaðist á Hrafnistu Reykjavík 27. mars 2015. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir, f. 4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. apríl 2015 | Viðskiptafréttir | 177 orð | 1 mynd

Apple-úrið seldist upp í hvelli

Fyrsta upplag af snjallúrum Apple seldist upp með hraði. Á laugardag var byrjað að taka við pöntunum á úrum sem afhent verða 24. apríl og kláraðist sá skammtur á 10 til 30 mínútum eftir því hvaða útgáfa af úrinu átti í hlut. Meira
13. apríl 2015 | Viðskiptafréttir | 126 orð | 1 mynd

Nýir fjárfestar á bak við Hörpuhótel

Verið er að leggja lokahönd á aðkomu bandarískra kjölfestufjárfesta að Hörpuhótelinu sem áformað er að verði fyrsta fimm stjörnu hótel landsins. Meira
13. apríl 2015 | Viðskiptafréttir | 159 orð | 1 mynd

PayPal væntir málsóknar

Greiðslumiðlunin PayPal, sem er í eigu eBay, segist vænta þess að bandarísk stjórnvöld höfði mál gegn fyrirtækinu á þessum fjórðungi. Meira

Daglegt líf

13. apríl 2015 | Daglegt líf | 548 orð | 2 myndir

Á ég að leyfa því að fara í taugarnar á mér?

Veðurfarið hefur reynt á þolrif landans: „Ég er alveg að gefast upp á þessu“ – „Þetta er gersamlega óþolandi“ eru algeng viðbrögð. En eru veðrabrigðin ekki bara eins og lóðin í ræktinni – kjörin til að styrkja okkur? Meira
13. apríl 2015 | Daglegt líf | 163 orð | 1 mynd

Fjölþjóðlegur sönghópur

Í Café Lingua í Gerðubergi í dag kl. 17.30 verður kórsöngur í aðalhlutverki, en þá mætir Vísiskórinn á svæðið en hann er fjölþjóðlegur sönghópur fiskvinnslufólks úr Grindavík. Meira
13. apríl 2015 | Daglegt líf | 677 orð | 5 myndir

Kjólaklæðskerar saman í bláu húsi

Helena Björg Hallgrímsdóttir og Sigrún Elsa Stefánsdóttir kjólaklæðskerar, sem báðar hafa hannað og saumað kvenfatnað um árabil, hvor undir sínu vörumerki, opnuðu nýverið verslun og sameiginlega vinnustofu. Þær segja fyrirkomulagið mun skemmtilegra en að vera alltaf einar með sjálfum sér í vinnunni. Meira

Fastir þættir

13. apríl 2015 | Fastir þættir | 150 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. Dc2 Bb4 6. a3 Bxc3+ 7. Dxc3...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. Dc2 Bb4 6. a3 Bxc3+ 7. Dxc3 d6 8. Bg5 h6 9. Bh4 Rbd7 10. e3 De7 11. Rd2 c5 12. f3 Hc8 13. b4 d5 14. bxc5 bxc5 15. Be2 Re4 16. fxe4 Dxh4+ 17. g3 De7 18. cxd5 exd5 19. Db3 Ba8 20. e5 Hb8 21. Meira
13. apríl 2015 | Í dag | 227 orð

Af steypireyði og skrítnum fuglum

Hörður Jónasson, Árholti, Húsavík, sendi mér tölvupóst: „2. apríl 2015 sást steypireyður í Skjálfandaflóa, sú fyrsta á árinu. Þá varð þessi vísa til: Skjálfandaflói blár og breiður er byggðinni mikill forði. Meira
13. apríl 2015 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

Bjarki Hrafn Friðriksson

40 ára Bjarki er Reykvíkingur og er hugbúnaðarráðgjafi hjá Annata. Maki : Bryndís Guðmundsdóttir, f. 1974, hæstaréttarlögmaður. Börn : Friðrik Örn, f. 2001, Anton Ari, f. 2004, Arnar Darri, f. 2008, og Helena Björk, f. 2014. Meira
13. apríl 2015 | Í dag | 23 orð

En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn...

En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. Meira
13. apríl 2015 | Í dag | 38 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Ragna Hlín og Guðrún Klara Guðmundsdætur , Embla María Ingvaldsdóttir og Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir voru með tombólu í fyrrasumar fyrir utan Sunnubúð í Hlíðunum. Þær seldu dót sem þær höfðu safnað og gáfu Rauða krossinum ágóðann, 3.338... Meira
13. apríl 2015 | Árnað heilla | 562 orð | 4 myndir

Hrærðist í heimi sjónvarps og kvikmynda

Björn fæddist í Reykjavík 13.4. 1965 en ólst upp í Keflavík. Hann var í Myllubakkaskóla og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Meira
13. apríl 2015 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Kristinn Helgason

40 ára Kristinn er Vestmannaeyingur en býr í Kópavogi og vinnur við vörustjórnun hjá Opnum Kerfum. Maki : Þórhildur Rún Guðmundsdóttir, f. 1975, sérkennari í Salaskóla. Börn : Ágúst Unnar, f. 2001, Sandra Diljá, f. 2004, og Bjarki Rúnar, f. 2010. Meira
13. apríl 2015 | Í dag | 57 orð

Málið

Ein merking no. sök er orsök . Þannig er það notað ýmist í ein- eða fleirtölu: fyrir þá sök / fyrir þær sakir : vegna þess. Af þessum sökum : vegna þessa. Stundum er e-ð gert fyrir siða- eða kurteisissakir . Meira
13. apríl 2015 | Árnað heilla | 59 orð | 1 mynd

Rannveig Ósk Valtýsdóttir

40 ára Rannveig er Akureyringur og er heimavinnandi. Maki : Óskar Halldór Tryggvason, f. 1974, vinnur í Dekkjahöllinni. Börn : Óskar Þór, f. 2000, Elís Freyr, f. 2002, Sigurður Emil, f. 2010, og Andri Björn, f. 2013. Foreldrar : Valtýr Jóhannss., f. Meira
13. apríl 2015 | Árnað heilla | 301 orð | 1 mynd

Sæmundur Ormsson

Sæmundur Ormsson goðorðsmaður fæddist um 1227 og lést 13. apríl 1252. Hann var af ætt Svínfellinga, sonur Orms Jónssonar og k.h. Álfheiðar Njálsdóttur. Meira
13. apríl 2015 | Árnað heilla | 141 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Guðrún Tómasdóttir 85 ára Gróa S. Árnadóttir Jan Henje María Einarsdóttir Svanhvít Reynisdóttir Þóra Magnúsdóttir Þór Árnason 80 ára Baldur Bjarnarson Guðrún S. Aðalbjörnsdóttir Hallur S. Jóhannesson Jóna K. Meira
13. apríl 2015 | Árnað heilla | 251 orð | 1 mynd

Toppurinn að komast í óbyggðirnar

Kolbrún Haraldsdóttir er þroskaþjálfi og sérkennari í Flúðaskóla og er deildarstjóri þar. „Það eru alltaf einhverjir nemendur sem þurfa á aukaaðstoð að halda hvort sem það er vegna fötlunar eða námserfiðleika,“ en 117 nemendur eru í... Meira
13. apríl 2015 | Fastir þættir | 281 orð

Víkverji

Í síðustu viku fylgdi aukakálfur Viðskiptablaðinu hvar birt var úttekt á því hverjar væru áhrifamestu konur viðskipta og þjóðmála. Meira
13. apríl 2015 | Í dag | 118 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

13. apríl 1972 Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari lést, 86 ára. „Enginn listmálari okkar hefur markað eins eftirminnileg spor með verkum sínum,“ sagði Morgunblaðið. „Hann hefur stækkað lítið land.“ 13. Meira
13. apríl 2015 | Fastir þættir | 177 orð

Þrautakóngur. S-Allir Norður &spade;102 &heart;ÁD3 ⋄ÁK1087...

Þrautakóngur. S-Allir Norður &spade;102 &heart;ÁD3 ⋄ÁK1087 &klubs;432 Vestur Austur &spade;K976 &spade;ÁG4 &heart;G9 &heart;108642 ⋄32 ⋄G654 &klubs;DG1098 &klubs;7 Suður &spade;D853 &heart;K75 ⋄D9 &klubs;ÁK65 Suður spilar 3G. Meira

Íþróttir

13. apríl 2015 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Aalesund – Lilleström 1:1 • Aron Elís Þrándarson og Daníel...

Aalesund – Lilleström 1:1 • Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson komu ekki við sögu hjá Aalesund, en Daníel var á bekknum. • Árni Vilhjálmsson fór af velli á 75. mínútu en Finnur Orri Margeirsson lék allan leikinn. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 424 orð | 2 myndir

Bryndís Rún endurheimti metið í 50 m flugsundi

SUND Ívar Benediktsson iben@mbl.is Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir settu stærstan svip á Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 m laug í Laugardalslaug sem hófst á föstudag og lauk síðdegis í gær. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Undanúrslit, þriðji leikur: KR – Njarðvík...

Dominos-deild karla Undanúrslit, þriðji leikur: KR – Njarðvík 83:75 *Staðan er 2:1 fyrir KR og fjórði leikur í Njarðvík á miðvikudagskvöld. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Einum færra hjá Tinnu

Kári Gunnarsson og Tinna Helgadóttir úr TBR urðu bæði tvöfaldir meistarar á Íslandsmótinu í badminton í gær, í einliða- og tvíliðaleik. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Fimm sigrar í röð hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður hjá Unicaja Malaga á Spáni, skoraði sjö stig fyrir lið sitt í gær þegar það lagði Movistar Estudiantes 78:85 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 101 orð

FSu tryggði sér oddaleik

Liðsmenn FSu tryggðu sér oddaleik um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik að ári með sigri á Hamri í gærkvöld, 74:70, en leikið var á Selfossi. Staðan er því 1:1 í einvíginu en oddaleikurinn fer fram á miðvikudag í Hveragerði. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 364 orð | 2 myndir

Glittir í gamla og góða United

England Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Manchester-borg var máluð rauð um helgina. Miðað við frammistöðu United liðsins gegn bláklæddum leikmönnum City mun hún væntanlega verða þannig fram á haust. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 445 orð | 5 myndir

Grindavík jafnaði metin gegn Snæfelli

Grindavík nafnaði um helgina metin gegn Íslandsmeisturum Snæfells í undanúrslitunum í Dominosdeild kvenna í körfuknattleik með sigri á heimavelli á meðan Keflavík lagði Hauka á Ásvöllum og er í góðum málum. Næstu leikir eru annað kvöld. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Guðjón Valur Spánarmeistari

Barcelona fagnaði spænska meistaratitlinum í handknattleik karla fimmta árið í röð eftir að liðið vann Seguros Zamora með 26 marka mun á útivelli, 45:19, í 25. umferð spænsku 1. deildarinnar á laugardagskvöldið. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Hellas Verona – Inter Mílanó 0:3 • Emil Hallfreðsson lék...

Hellas Verona – Inter Mílanó 0:3 • Emil Hallfreðsson lék fyrstu 73 mínúturnar með Verona. Cesena – ChievoVerona 0:1 • Hörður Björgvin Magnússon kom ekki við sögu hjá Cesena. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Heracles – Ajax 0:2 • Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn...

Heracles – Ajax 0:2 • Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn með Ajax og skoraði fyrra markið. Heerenveen – AZ Alkmaar 5:2 • Aron Jóhannsson lék í 67 mínútur með AZ og lagði upp fyrra mark liðsins. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

HK vann Stjörnuna naumlega

HK vann Stjörnuna naumlega 3:1 í miklum spennuleik í undanúrslitum Mizuno deildar kvenna í blaki um helgina. Afturelding vann Þrótt frá Neskaupstað 3:0. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

IFK Gautaborg – Malmö 0:1 • Hjálmar Jónsson lék ekki með IFK...

IFK Gautaborg – Malmö 0:1 • Hjálmar Jónsson lék ekki með IFK AIK – Gefle 3:1 • Haukur Heiðar Hauksson lék allan tímann með AIK. Halmstad – Helsingborg 1:2 • Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn með Helsingborg. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

ÍR-ingar síðastir inn í undanúrslit

ÍR-ingar tryggðu sér í gær fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. ÍR vann lið Akureyrar, 24:22, í þriðja og síðasta leik liðanna í 8-liða úrslitum. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

ÍSHOKKÍ Heimsmeistaramót karla, 2. deild A: Laugardalur: Spánn &ndash...

ÍSHOKKÍ Heimsmeistaramót karla, 2. deild A: Laugardalur: Spánn – Ástralía 13 Laugardalur: Serbía – Rúmenía 16.30 Laugardalur: Ísland – Belgía 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, þriðji leikur: Sauðárkr. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Sigurður Bjarnason var í stóru hlutverki í landsliði Íslands sem vann alþjóðlegt mót í Kumamoto í Japan og skoraði þá m.a. 3 mörk í sigri á Suður-Kóreu, 27:24, hinn 13. apríl 1996. • Sigurður fæddist árið 1970. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Kiel bíður erfitt verkefni á heimavelli

Þýsku meistararnir í Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, töpuðu fyrri leiknum gegn Pick Szeged, 31:29, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gær en liðin áttust við í Szeged í Ungverjalandi. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 431 orð | 4 myndir

KR komið í kjörstöðu

Körfubolti Hjörvar Ólafsson sport@mbl.is KR-ingar eru komnir í kjörstöðu í einvígi sínu við Njarðvík í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik. KR sigraði Njarðvík í þriðja leik liðanna í DHL-höllinni í gærkvöldi. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 151 orð | 2 myndir

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka sænsku...

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka sænsku meistaranna Rosengård í dag þegar þeir unnu Örebro örugglega á útivelli, 4:1, í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 183 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 2: KA – Víkingur R. 2:3...

Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 2: KA – Víkingur R. 2:3 Lokastaðan: Víkingur R. 751120:1216 Leiknir R. 751116:916 KR 732213:911 Fjölnir 73138:810 KA 722312:98 Selfoss 722310:148 Grótta 71339:146 Fram 71064:173 *Víkingur R. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

Meistararnir komnir yfir í rimmunni við Njarðvík

KR-ingar náðu yfirhöndinni á nýjan leik í undanúrslitarimmunni við Njarðvík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. KR lagði Njarðvík, 83:75, á heimavelli í gærkvöldi. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 479 orð | 4 myndir

Munaði um Björgvin

Handbolti Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is ÍR-inga urðu í gær síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik þegar þeir unnu Akureyringa í oddaleik í Breiðholti 24:22. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Níu verðlaunapeningar til íslenska hópsins á NM í karate

Íslendingar unnu ein silfurverðlaun og átta bronsverðlaun á Norðurlandameistaramótinu í karate sem fram fór í Laugardalshöll. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Nú þegar handboltavertíðin stendur sem hæst og leikirnir eru mest...

Nú þegar handboltavertíðin stendur sem hæst og leikirnir eru mest áberandi er ekki ólíklegt að þeir sem fylgjast minna með íþróttinni allt árið um kring breyti til og horfi á leikina í sjónvarpinu, á netinu eða hreinlega mæti á völlinn og styðji sitt... Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 446 orð | 2 myndir

Ný stórstjarna verður til

Masters Kristján Jónsson kris@mbl.is Þegar bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth tryggði sér sigur á Masters á tólfta tímanum í gærkvöldi varð hann næstyngsti maðurinn í sögunni til að vinna mótið. Spieth verður 22 ára í júlí. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 464 orð | 1 mynd

Olís-deild karla 8-liða úrslit karla, oddaleikur: ÍR – Akureyri...

Olís-deild karla 8-liða úrslit karla, oddaleikur: ÍR – Akureyri 24:22 *ÍR sigraði 2:1 og mætir Aftureldingu. Olís-deild kvenna 8-liða úrslit, oddaleikur: Stjarnan – Valur 23:21 *Stjarnan sigraði 2:1 og mætir Fram í undanúrslitum. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Randers – Vestsjælland 1.1 • Theódór Elmar Bjarnason lék...

Randers – Vestsjælland 1.1 • Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn með Randers en Ögmundur Kristinsson var varamarkvörður. • Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með Vestsjælland en Frederik Schram var varamarkvörður. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Real Sociedad – Dep. La Coruna 2:2 • Alfreð Finnbogason var...

Real Sociedad – Dep. La Coruna 2:2 • Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Real. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 491 orð | 4 myndir

Stjarnan sneri við blaðinu

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik á laugardaginn þegar liðið lagði Val, 23:21, í oddaleik í TM-höllinni í Garðabæ. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Stuttgart – W. Bremen 3:2 Köln – Hoffenheim 3:2 Hamburger SV...

Stuttgart – W. Bremen 3:2 Köln – Hoffenheim 3:2 Hamburger SV – Wolfsburg 0:2 Bayern M. – E. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Swansea – Everton 1:1 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan...

Swansea – Everton 1:1 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Swansea. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Tinna varð meistari þriðja árið í röð

Tinna Helgadóttir úr TBR varð Íslandsmeistari í einliðaleik, þriðja árið í röð, í gær þegar hún vann Margréti Jóhannsdóttur, TBR, einnig í tveimur lotum, 21:18 og 21:11. Tinna hrósaði einnig sigri í tvíliðaleik ásamt Drífu Harðardóttur úr ÍA. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Tímabilið búið hjá Helenu í Póllandi

Tímabili Helenu Sverrisdóttur, landsliðskonu í körfuknattleik, lauk um helgina þegar lið hennar Polkowice tapaði fyrir Wisla Kraków, 75:61, á heimavelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitunum um pólska meistaratitilinn. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Tvöfaldur sigur hjá Mercedes í Kína

Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í Kína í gær. Annar í mark varð liðsfélagi hans Nico Rosberg og þriðji Sebastian Vettel á Ferrari og liðsfélagi hans Kimi Räikkönen varð fjórði. Meira
13. apríl 2015 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Þór hættur störfum hjá Völsurum

Þór Hinriksson er hættur störfum sem þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu eftir að hafa stjórnað því frá því í byrjun júlí á síðasta ári. Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari með Þór í haust, mun taka við liðinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.