Greinar föstudaginn 22. maí 2015

Fréttir

22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

153% verðmunur á súrum hval samkvæmt verðsamanburði Verðlagseftirlits ASÍ

Munur á dýrasta og ódýrasta fiskinum úr fiskborðum er allt að 153%. Þetta leiddi samanburður Verðlagseftirlits ASÍ í ljós, þar sem borið var saman verð á fiskafurðum í 25 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð víðsvegar um landið sl. miðvikudag. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 464 orð | 2 myndir

Aðsetur presta á kirkjujörðum skoðuð

Fréttaskýring Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hlunnindi kirkjujarða sem prestar hafa til umráða hafa verið umdeild, en tekjurnar sem af þeim hljótast eru allt frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna króna. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Varsla Hjá versluninni Bónus úti á Granda vogar ekki nokkur ófatlaður sér að leggja í stæði fyrir fatlaða eftir að ljúflingur, hundur af boxer-kyni, sá um að vakta stæðið í... Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Borga gjöld fyrir engin bílastæði

Verktakar þurfa að greiða 2,3 milljónir í bílastæðagjöld af hverri nýrri íbúð í fjölbýlishúsi sem reist er vestan Kringlumýrarbrautar, þótt ekkert stæði fylgi íbúðinni. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 184 orð

Breytt kaffihlé og 37 stunda vika

Í vinnutímatillögu SA eru settar fram hugmyndir um vinnutíma sem yrði miðaður við virkan vinnutíma, en ekki vinnutíma að meðtöldum neysluhléum (kaffitímum). Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 153 orð

Dómur yfir árásarmanni var mildaður

Hæstiréttur mildaði í gær dóm yfir manni sem beitti unnustu sína ofbeldi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn í 16 mánaða fangelsi en Hæstiréttur mildaði dóminn í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Árásin var gerð 29. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 287 orð

Fá að slátra og setja á markað

Malín Brand malin@mbl.is Í þau skipti sem svína- og kjúklingabændur hafa fengið undanþágur til slátrunar í verkfalli dýralækna hafa sláturafurðir verið settar í frysti. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 719 orð | 1 mynd

Finna enga leið úr sjálfheldunni

Fréttaskýring Ómar Friðriksson Malín Brand Kjaraviðræðurnar eru komnar í slíka sjálfheldu að reyndustu menn á vinnumarkaði muna ekki annað eins. Aðeins eru tveir virkir vinnudagar þar til fjölmenn verkföll skella á að óbreyttu um miðja næstu viku. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fjórtán urðunarstöðum fyrir úrgang hefur verið lokað á undanförnum fjórum árum

Húnaþing vestra hefur nú lokað urðunarstað sínum að Syðri–Kárastöðum og þannig bæst í hóp fjölmargra sveitarfélaga sem hafa stigið það skref. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fóru heim með fleiri spurningar

Að Rangárseli 16-20 í Breiðholti hefur um árabil verið rekinn íbúðakjarni fyrir fatlaða og hefur það verið í góðri sátt við íbúa hverfisins. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Fundu leið til að lækka verð á nýjum íbúðum verulega

Framkvæmdar- og ráðgjafarfyrirtækið Mannverk las markaðinn rétt þegar það ákvað að minnka íbúðir í nýjum fjölbýlishúsum sem það er að byggja í Lyngási í Garðabæ. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 381 orð

Fyrsta greiðsla 800 milljónir

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins ohf. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Gamla áhorfendastúkan kvödd

Áður en Tjarnarbíói verður lokað eftir helgi, vegna framkvæmda við nýja stúku, verður kveðjuhátíð haldin í kvöld. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 139 orð

Hafin bygging tveggja risafjósa

Margir kúabændur eru að undirbúa byggingu nýrra fjósa eða meiriháttar viðbyggingar. Áætlað er að byrjað verði á um 15 slíkum framkvæmdum í ár. Stærstu framkvæmdirnar eru bygging tveggja risafjósa. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Heimspekilegt í réttarsal

Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Hvenær verður stöðugt gengi stöðugt gengi, því ljóst er að stöðugt gengi er ekki alltaf það sama og stöðugt gengi. Meira
22. maí 2015 | Erlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Hjónabönd para af sama kyni heimil í 19 löndum

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Holland varð árið 2001 fyrst landa til að setja lög sem heimila hjónabönd para af sama kyni og síðan hafa átján lönd fetað í fótspor Hollendinga, auk hluta Bandaríkjanna og Mexíkó. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Hjúkrunarfræðingar brúnaþungir eftir fund

„Niðurstöður fundarins voru mikil vonbrigði frá okkar hálfu og miðað við þennan fund er ljóst að ríkið hefur lítinn áhuga á því að viðhalda hér sómasamlegu heilbrigðiskerfi með þátttöku hjúkrunarfræðinga,“ sagði Ólafur G. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Hlustað á sjónarmið viðsemjenda

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að nú sé unnið að því að ná sameiginlegri bókun um vinnutímatillöguna. „Og þá með hvaða hætti farið yrði í vinnu og úttekt á möguleikum til slíkra breytinga,“ segir hann. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Hunang stoppar gáminn

„Kaupás er með blandaða þurrvöru og kassa af hunangi í gámi. Hunang þarf sérstaka umfjöllun Matvælastofnunar og þess vegna er gámurinn ekki tollafgreiddur meðan á verkfallinu stendur. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 438 orð | 2 myndir

Huppa kemur til Reykjavíkur

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ísbúð er nokkuð sem fólk tengir sterkt við Álfheimana og finnst ekki mega missa sín. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Hvirfill Kari Óskar á Listahátíð í dag

Í Týsgalleríi við Týsgötu verður í dag klukkan 17 opnuð sýning myndlistarkonunnar Kari Óskar Ege. Sýningin nefnist Hvirfill og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Hækkar íbúðaverð í 101 um milljónir

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verktakar þurfa að greiða 2,3 milljónir í bílastæðagjöld af hverri nýrri íbúð í fjölbýlishúsi sem reist er vestan Kringlumýrarbrautar, þótt ekkert stæði fylgi íbúðunum. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Ísland gott fordæmi

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í fyrradag við HeForShe verðlaunum UN Women. Verðlaunin eru veitt því landi sem stendur sig best í að fá karla til liðs við jafnréttisbaráttuna. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Íslenska lagið komst ekki áfram

Ísland var ekki í hópi þeirra tíu landa sem komust upp úr síðari undankeppni Eurovision 2015 söngvakeppninnar í gærkvöld. María Ólafsdóttir og íslenski Eurovision-hópurinn fluttu lagið „Unbroken“ og þóttu standa sig vel. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Kvöldfundur

Forseti Alþingis lagði til lengdan fundartíma þingfundar í gær og var tillagan samþykkt. Stjórnarandstaðan lagðist gegn kvöldfundi. Þingmenn voru m.a. ekki allir sáttir við að láta þingstörfin trufla sig frá því að horfa á Eurovision! Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Lögmæt uppsögn

Vinnslustöðin í Vestmanneyjum mátti reka stýrimann á skipi úr starfi eftir að hann féll á vímuefnaprófi sem fyrirtækið lét hann taka. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Minna vöruframboð

Nóg er til af kjöti fyrir komandi Eurovision-veislu í búðum Krónunnar og bendir Sigurður Gunnar Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Kaupáss, sem á og rekur Krónuna, meðal annars á að það sé búið að vera nægt framboð á ferskum kjúklingi síðan um... Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 461 orð | 1 mynd

Minnkaðar íbúðir reynast eftirsóttar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar hefur selst 61 af 70 nýjum íbúðum á svonefndum Friggjarreit í Garðabæ, en meirihluti þeirra verður afhentur sumarið 2016. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál

„Brattar launahækkanir leiða ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í samantekt úr greiningu Seðlabanka Íslands um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Nautið Þór Saari hefur vaxið hraðast

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þyngsta nautið í Möðruvallatilrauninni er komið yfir 500 kílóa markið, var 501 kíló við síðustu vigtun. Nautið fékk nafnið Þór Saari og er aðeins ríflega 14 mánaða gamalt. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Norðurlandamót í brids um helgina

Norðurlandamótið í brids verður spilað í Þórshöfn í Færeyjum um helgina. Íslendingar hafa þar titil að verja í opnum flokki. Norðurlandamót í brids var fyrst haldið árið 1946. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Óskarshátíð á Háaloftinu í Eyjum

Í tónlistarveislu á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í kvöld verður Óskars Þórarinssonar, skipstjóra og djassgeggjara, minnst. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 403 orð | 2 myndir

Ósvikin ánægja með göngin

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri 93% íbúa á Akureyri, Þingeyjarsýslu og Vopnafirði eru mjög ánægð eða ánægð með Vaðlaheiðargöng, sem nú er unnið að. Meira
22. maí 2015 | Erlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Óttast að merkar fornminjar verði eyðilagðar

Óttast er að vígamenn Ríkis íslams, samtaka íslamista, eyðileggi fornminjar í rústum fornu borgarinnar Palmyra eftir að þeir náðu henni og nálægum bæ á sitt vald í gær. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 1260 orð | 4 myndir

Sameinar tvö bú í nýju fjósi og fjölgar kúnum um leið

„Ég er búinn að grafa grunninn og er að klára brunahönnun. Hugmyndin er að fara að dóla sér af stað,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi og húsasmíðameistari í Gunnbjarnarholti. Hann er að byggja 240 kúa fjós. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Skaut tófu á vappi í mannabyggð

„Ég var að bera út Moggann í morgun við elliheimilið Flúðabakka og þá sá ég dýr á túnblettinum. Við fyrstu sýn fannst mér þetta vera köttur, ég trúði því ekki að þetta væri tófa en svo sá ég það þegar hún tölti af stað. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Spenna í skákinni

Kapphlaup Hjörvars Steins Grétarssonar og Héðins Steingrímssonar um Íslandsmeistaratitilinn í skák heldur áfram, en þeir unnu báðir í áttundu umferð mótsins í gær. Hjörvar vann Henrik Danielsen en Héðinn lagði Einar Hjalta Jensson að velli. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 383 orð | 15 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Good Kill Herflugmaðurinn Thomas Egan hefur þann starfa að ráðast gegn óvinum Bandaríkjanna með drónum sem hann flýgur úr öruggu herstöðvarskjóli, fjarri átakasvæðinu sjálfu. Metacritic 65/100 IMDB 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Verslun verði samkeppnishæf

Viðar Guðjónsson vidar@mbl. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 199 orð

Vinnutímatillagan útfærð

Ekki hafa fengist niðurstöður í kjaradeilurnar en þó eru viðræður komnar á það stig að Samtök atvinnulífsins vinna nú að bókun vegna tillögu samtakanna um vinnutímabreytingu. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Vængur er mikill mannvinur

Vor hefur verið í lofti í Þingeyjarsýslu síðustu daga, en bæði menn og skepnur voru orðin langeyg eftir því að veðrið batnaði. Hretið á dögunum setti strik í reikninginn en nú hafa allir fyllst bjartsýni og bíða betri tíðar. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Yfirmenn geta bjargað verðmætum

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hundruð tonna af vörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna. Gámur, fullur af þurrvöru fyrir verslanir Kaupáss, bíður tollafgreiðslu því í honum er kassi af hunangi. Meira
22. maí 2015 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Þarf að skoða í samhengi

„Það þarf að skoða í samhengi kirkjujarðirnar, hlunnindin sem þeim fylgja og hvort það er þörf fyrir að prestarnir séu ábúendur á kirkjujörðunum. Meira

Ritstjórnargreinar

22. maí 2015 | Leiðarar | 238 orð

Árás á siðmenninguna

Ríki íslams sýnir villimennsku sína á margvíslegan máta Meira
22. maí 2015 | Staksteinar | 193 orð | 1 mynd

Furðulaus furða

Andríki furðar sig á þessu eins og fleiri: Eins fjarstæðukennt og það hljómar mun að störfum nefnd á kostnað íslenskra skattgreiðenda sem skoðar möguleikana á því að hringla með stjórnarskrá eins farsælasta lýðveldis og lýðræðisríkis veraldarsögunnar. Meira
22. maí 2015 | Leiðarar | 400 orð

Minnihlutaræði?

Stjórnarandstaðan gerir lítið til að stuðla að aukinni virðingu þingsins Meira

Menning

22. maí 2015 | Tónlist | 772 orð | 2 myndir

„Gapandi yfir hæfileikum“

„Ég er lengi búinn að hlakka til að takast á við Balstrode,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson sem á tónleikum kvöldsins glímir við Balstrode í fyrsta sinn á ferlinum, en snemma á næsta ári syngur hann hlutverkið á sviði í uppfærslu Óperunnar... Meira
22. maí 2015 | Dans | 885 orð | 2 myndir

Dansinn tekinn alla leið

Frumsýning á Listahátíð í Reykjavík á Stóra sviði Borgarleikhússins, 19. maí 2015. Les Médusées eftir Damien Jalet. Dansarar: Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Inga Maren Rúnarsdóttir. Tónlist: Winter Family og Gabriele Miacle. Meira
22. maí 2015 | Bókmenntir | 151 orð | 1 mynd

Fimm styrkir til sex höfunda

Sex nýir höfundar hlutu í gær Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til útgáfu á fimm verkum sínum, en þetta er í áttunda sinn sem styrkirnir eru veittir. Meira
22. maí 2015 | Fólk í fréttum | 302 orð | 1 mynd

Ísland komst ekki í úrslitin

Ísland var ekki á meðal þeirra tíu landa sem komust áfram í Eurovision 2015 í gærkvöld. Því munu María Ólafsdóttir og félagar hennar ekki stíga á svið á laugardagskvöldið í Vínarborg þegar úrslitakeppnin fer fram. Meira
22. maí 2015 | Fjölmiðlar | 171 orð | 1 mynd

Júróvisjón-stemningin stigmagnast

Nú fer júróvisjón-gleðisprengjan að bresta á og ég er ekki frá því að vera orðin bara svolítið spennt. Meira
22. maí 2015 | Tónlist | 101 orð | 1 mynd

Ný þröngskífa og fjöldi sumartónleika

Önnur þröngskífa hljómsveitarinnar Vök, Circles , kemur út hér á landi í dag á vegum Record Records. Upptökur og upptökustjórn voru í höndum hljómsveitarmeðlima og Biggi Veira, oftast kenndur við hljómsveitina GusGus, sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun. Meira
22. maí 2015 | Kvikmyndir | 200 orð | 1 mynd

Ólíkar spennumyndir

Good Kill Kvikmynd sem er að hluta til byggð á sönnum atburðum og fjallar um herflugmanninn Thomas Egan sem hefur þann starfa með höndum að ráðast gegn óvinum Bandaríkjanna með drónum sem hann flýgur úr öruggu herstöðvarskjóli, fjarri átakasvæðinu... Meira
22. maí 2015 | Myndlist | 124 orð | 1 mynd

Saga – Þegar myndir tala í Listasafninu

Sýningin Saga – Þegar myndir tala verður opnuð í Listasafni Íslands klukkan 18 í dag, föstudag. Meira
22. maí 2015 | Kvikmyndir | 752 orð | 2 myndir

Sérlega krassandi Skjaldborg

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda hefst í kvöld á Patreksfirði, stendur yfir hvítasunnuhelgina og er nú haldin í níunda sinn. Meira

Umræðan

22. maí 2015 | Aðsent efni | 1038 orð | 1 mynd

Erfiði og vegsemd í 60 sumur

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Það hentar vel að safna saman farþegum frá tveim heimsálfum og flytja þá frá brottfararstað til áfangastaðar með viðkomu á Íslandi." Meira
22. maí 2015 | Aðsent efni | 515 orð | 1 mynd

Ertu sátt við lífið?

Eftir Hildi Þórðardóttur: "Þegar við hunsum eigin þarfir og langanir og uppfyllum aðeins þarfir og langanir annarra kemur að því að við fáum kvíðaköst eða þunglyndi." Meira
22. maí 2015 | Velvakandi | 143 orð | 1 mynd

Hinir bestu menn eru úti á stéttunum

„Alþingismenn, hver um sig, gætu kosið leynilegri kosningu þá menn utan þings sem þeir treysta best. Þeirra eina hlutverk væri að sætta þá deiluaðila sem nú berast á banaspjót. Meira
22. maí 2015 | Pistlar | 456 orð | 1 mynd

Vanizt hlekkjunum

Mun auðveldara er iðulega að koma hlutunum í ákveðnar skorður en úr þeim aftur. Jafnvel þó að umræddar skorður séu hvorki sérlega vinsælar eða farsælar. Meira
22. maí 2015 | Aðsent efni | 868 orð | 1 mynd

Verkföll, kjarasamningar og ríkisstjórnir fyrr og nú

Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur: "Ég veit, að föður mínum var ekki verra við nokkuð annað, en að yrðu sett lög á sjómenn og málið látið í kjaradóm, ef hvorki gekk né rak" Meira

Minningargreinar

22. maí 2015 | Minningargreinar | 934 orð | 1 mynd

Alf Wilhelmsen

Alf Wilhelmsen múrari fæddist í Bergen í Noregi 18. nóvember 1923.Hann lést í Reykjavík 1. maí 2015. Foreldrar hans voru Olaf Ragnvald Wilhelmsen 1888-1968 og kona hans Kristine Strømme 1894-1960. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 950 orð | 1 mynd

Ágústa Ingibjörg Hólm

Ágústa Ingibjörg Hólm fæddist í Reykjavík 10. september 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. maí 2015. Foreldrar hennar voru Haukur Johnsen, f. 17.11. 1914 í Ofanleiti, Vestmannaeyjum, d. 17.5. 1957, og Ólafía Jónsdóttir, f. 18.10. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 2714 orð | 1 mynd

Ágústa Margrét Frederiksen

Ágústa Margrét Frederiksen fæddist 16. júní 1919 í Reykjavík og var eina stúlkan í hópi sex bræðra. Hún lést 8. maí á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Aage Martin Christian Frederiksen vélstjóri, fæddur í Danmörku 12.9. 1887, d. 2.10. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 1002 orð | 1 mynd

Bjarni Sigurðsson

Bjarni Sigurðsson fæddist 16. október 1924 í Reykjavík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. maí 2015. Foreldrar hans voru Ólafía Þórunn Bjarnadóttir, f. 26.11. 1903, d. 7.1. 1979, og Sigurður Ívarsson, f. 18.11. 1899, d. 5.5. 1937. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 4670 orð | 1 mynd

Bóas Gunnarsson

Bóas Gunnarsson fæddist í Bakkagerði við Reyðarfjörð 15. desember 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 9. maí 2015. Foreldrar hans voru Gunnar Bóasson frá Stuðlum í Reyðarfirði, f. 10.5. 1884, d. 28.7. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 1058 orð | 1 mynd

Dýrunn Jósepsdóttir

Dýrunnn Jósepsdóttir fæddist á Bergstöðum, V-Hún. 27. júní 1930. Hún lést 14. maí 2015 á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldrar hennar voru Jósep Jóhannesson, f. 1886 á Hörgshóli í Línakradal, V-Hún., d. 1961, og Þóra Guðrún Jóhannsd., f. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 1938 orð | 1 mynd

Erla Baldvinsdóttir

Erla Kristín Lilja Baldvinsdóttir fæddist að Stóra-Eyrarlandi á Akureyri 30. október 1931. Hún lést 18. maí 2015. Foreldrar hennar voru Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson, skipstjóri, f. 9. júlí 1906, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 1783 orð | 1 mynd

Eygló Helga Haraldsdóttir

Eygló Helga Haraldsdóttir fæddist 19. janúar 1942. Hún lést 13. maí 2015. Eygló Helga var jarðsungin frá Hallgrímskirkju 21. maí 2015. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 2446 orð | 1 mynd

Greta Jóhanna Ingólfsdóttir

Greta Jóhanna Ingólfsdóttir fæddist á Eskifirði 8. júlí 1933. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 14. maí 2015. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir, f. 18. ágúst 1909, d. 20. júní 2008, og Ingólfur Fr. Hallgrímsson, f. 24. mars 1909, d. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 1644 orð | 1 mynd

Guðmundur Hjaltason

Guðmundur Hjaltason fæddist 13. mars 1924 í Eyjafjarðarsveit. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 8. maí 2015. Foreldrar hans voru Anna Guðrún Guðmundsdóttir og Hjalti Guðmundsson, bændur á Þormóðsstöðum í Sölvadal og síðar Rútsstöðum í Öngulsstaðahreppi. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 1194 orð | 1 mynd

Haraldur Jóhannsson

Haraldur Jóhannsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1928. Hann lést á Droplaugarstöðum 12. maí 2015. Móðir hans var Ragnhildur Ólafía Guðmundsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 1607 orð | 1 mynd

Hrefna G.B. Þórarins

Hrefna G.B. Þórarins fæddist 6. febrúar 1952. Hún lést 10. maí 2015. Útför Hrefnu fór fram 21. maí 2015. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 817 orð | 1 mynd

Ingi Steinar Ólafsson

Ingi Steinar Ólafsson fæddist að Fossá í Kjós 21. janúar 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. maí 2015. Foreldrar hans voru hjónin Ásdís Steinadóttir, f. að Valdastöðum í Kjós 28. júlí 1911, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 944 orð | 1 mynd

Jón Þórmundur Ísaksson

Jón Þórmundur Ísaksson, fv. flugmaður og flugumferðarstjóri, fæddist að Seljalandi í Vestmannaeyjum 28. febrúar 1927. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 14. maí 2015. Foreldrar Jóns voru Ísak Árnason, f. 24.12. 1897, d. 13.2. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 1192 orð | 1 mynd

Lovísa Sveinsdóttir

Lovísa Sveinsdóttir fæddist á Nýlendu undir Eyjafjöllum 4. nóvember 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 15. maí 2015. Foreldrar hennar voru Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 1890, d. 1936, og Sveinn Guðmundsson, f. 1891, d. 1991. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 1321 orð | 1 mynd

Stefán Þórhallsson

Stefán Þórhallsson fæddist í Reykjavík 11. september 1932. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 17. maí 2015. Foreldrar hans voru hjónin Sigrún Hjördís Stefánsdóttir, f. í Reykjavík 1.1. 1909, d. 13.4. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 2655 orð | 1 mynd

Steinar Steinsson

Steinar Steinsson fæddist 14. október 1926. Hann lést 16. maí 2015. Útför hans fór fram 21. maí 2015. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 4446 orð | 1 mynd

Svava Jónsdóttir

Svava Jónsdóttir fæddist á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungnahreppi 31. janúar 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík 13. maí 2015. Foreldar hennar voru Jón Þórólfur Jónsson, f. 25. júní 1870 í Lækjarkoti, Þverárhlíð, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
22. maí 2015 | Minningargreinar | 2388 orð | 1 mynd

Vilborg Guðjónsdóttir

Vilborg Guðjónsdóttir fæddist á Oddsstöðum í Vestmannaeyjum 22. ágúst 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 8. maí 2015. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jónsson, trésmiður og bóndi á Oddsstöðum, f. 27.12. 1874, d. 25.10. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. maí 2015 | Viðskiptafréttir | 185 orð | 1 mynd

Afkoman batnar hjá Eimskip

Hagnaður Eimskips á fyrsta ársfjórungi var 1,5 milljónir evra, sem jafngildir um 223 milljónum króna. Þetta er um 2,3 milljónum evra betri afkoma en á fyrsta fjórðungi í fyrra, en þá var 793 milljóna evra tap. Meira
22. maí 2015 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Ný útgáfa af QuizUp tengir notendur saman

Plain Vanilla hefur gefið út nýja endurhannaða útgáfu af QuizUp. Spurningaleikurinn kom fyrst út árið 2013 og í þessari annarri kynslóð leiksins er aukin áhersla á að tengja notendur saman eftir sameiginlegum áhugamálum. Meira
22. maí 2015 | Viðskiptafréttir | 509 orð | 2 myndir

Ríkisskattstjóri snýr eigin niðurstöðu við

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ríkisskattstjóri hefur nú gefið út nýtt álit varðandi skattalega meðferð þeirra krafna sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskipti fallinna fjármálafyrirtækja. Meira

Daglegt líf

22. maí 2015 | Daglegt líf | 149 orð | 1 mynd

Fjarskafögur en slóðarnir þarfnast svolítillar snyrtingar

Esjan er yndisfögur utanúr Reykjavík. Hún ljómar sem litfríð stúlka í ljósgrænni sumarflík. En komirðu, karl minn! nærri, kynleg er menjagná. Hún lyktar af ljótum svita og lús skríður aftan á. Meira
22. maí 2015 | Daglegt líf | 492 orð | 1 mynd

HeimurIngileifar

Ég var þó ekki búin að eiga vikuna út af fyrir mig eða fá að baða mig í sviðsljósinu sem oft fylgir hækkandi aldri. Ekki ein að minnsta kosti. Konan mín átti nefnilega afmæli daginn áður. Meira
22. maí 2015 | Daglegt líf | 1016 orð | 5 myndir

Núna þykir töff að vera „geek“

Sálfræðingurinn Soffía Elín Sigurðardóttir safnaði og lék sér með stjörnustríðs-kalla og áþekkar fígúrur þar til hún var níu ára og hafði engan til þess að deila áhugamálinu með. Meira
22. maí 2015 | Daglegt líf | 101 orð

Rannsakar fósturbörn

Soffía Elín stundar doktorsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og rannsakar fósturbörn á Íslandi. Meira
22. maí 2015 | Daglegt líf | 129 orð | 1 mynd

Til minningar um lítinn dreng

Sjúkraflutningamennirnir Arnar Páll Gíslason og Sigurður Bjarni Sveinsson leggja á morgun af stað á gönguskíðum þvert yfir Mýrdalsjökul, frá norðri til suðurs. Meira

Fastir þættir

22. maí 2015 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b5 7. cxb5...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b5 7. cxb5 a6 8. f3 Rd5 9. Dd2 f5 10. e3 f4 11. e4 Re3 12. Df2 Rxf1 13. Dxf1 d5 14. e5 axb5 15. b4 c5 16. dxc5 Rc6 17. Bb2 Hf5 18. Re2 Rxe5 19. Rxf4 Rc4 20. Rd3 e5 21. g4 Hf8 22. Bxe5 Rxe5 23. Meira
22. maí 2015 | Fastir þættir | 168 orð

500-kall á lausu. V-AV Norður &spade;7632 &heart;G963 ⋄ÁDG6...

500-kall á lausu. V-AV Norður &spade;7632 &heart;G963 ⋄ÁDG6 &klubs;G Vestur Austur &spade;ÁDG4 &spade;1085 &heart;Á5 &heart;D10842 ⋄K ⋄52 &klubs;ÁK8762 &klubs;1093 Suður &spade;K9 &heart;K7 ⋄1098743 &klubs;D54 Suður spilar 6⋄. Meira
22. maí 2015 | Í dag | 542 orð | 3 myndir

Ákafur hjólreiðagarpur kominn af sjómönnum

Bjarni Már fæddist í Reykjavík 22.5. 1975. Hann átti heima í Kleppsholtinu fyrstu fimm árin en flutti í Kópavog 1980 og gekk í Digranesskóla og Hjallaskóla. „Eiginlega man ég ekki eftir öðru en að hafa verið í fótbolta, að tefla eða á skíðum. Meira
22. maí 2015 | Í dag | 251 orð

Barningur, jóð- og þjóðvegir

Hjálmar Jónsson sendi mér vísu eftir Hákon Aðalsteinsson. Hann skrapp út í Mjóafjörð að vori og orti: Legg ég leið í fjörðu, laus úr vetrarhlekkjum. Glymja járn við jörðu, ég er á nagladekkjum. Meira
22. maí 2015 | Í dag | 52 orð | 1 mynd

Bergþór Þorsteinsson

30 ára Bergþór ólst upp á Seyðisfirði, býr í Kópavogi, er að ljúka BA-prófi í ensku við HÍ, stundar nám í netagerð við FSS og starfar hjá Thor-Net. Maki: Hildur Inga Þorsteinsdóttir, f. 1981, kennari. Dóttir: Nína Björg Bergþórsdóttir, f. 2013. Meira
22. maí 2015 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup

Jóhannes Arnberg Sigurðsson og Þorbjörg Berg eiga 50 ára brúðkaupsafmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn. Kær kveðja, börn, tengdabörn og... Meira
22. maí 2015 | Í dag | 11 orð

Hann hélt oss á lífi, varði fætur vora falli. (Sálmarnir 66:9)...

Hann hélt oss á lífi, varði fætur vora falli. Meira
22. maí 2015 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Hörður Bjarni Harðarson

30 ára Hörður ólst upp í Stykkishólmi, býr í Reykjavík, er að ljúka BSc-prófi í jarðfræði, starfar við hellulagnir og er starfsmaður á Hrafnistu. Maki: Andrea Elsa Ágústsdóttir, f. 1987, sálfræðingur. Foreldrar: Hörður Harðarson, f. Meira
22. maí 2015 | Í dag | 46 orð | 1 mynd

Íris Birgisdóttir

30 ára Íris ólst upp á Djúpavogi, býr í Reykjavík, lauk BS-prófi í ferðamálafræði og spænsku og er í djasssöngnámi við Tónlistarskóla FÍH. Maki: Kolbeinn Einarsson, f. 1984, sjómaður. Foreldrar: Birgir Guðmundsson, f. Meira
22. maí 2015 | Árnað heilla | 218 orð | 1 mynd

Komin heim á æskuslóðirnar

Elfa Birkisdottir er nýráðinn skólastjóri sameinaðs grunnskóla og leikskóla á Laugarvatni og tekur við þeirri stöðu í haust. Í skólanum eru rúmlega 50 nemendur í heildina. Meira
22. maí 2015 | Í dag | 259 orð | 1 mynd

Lárus Sigurbjörnsson

Lárus fæddist í Reykjavík 22.5. 1903. Hann var sonur séra Sigurbjörns Á. Gíslasonar, ritstjóra og prests í Ási í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Lárusdóttur, rithöfundar og alþm. Meira
22. maí 2015 | Í dag | 53 orð

Málið

Vanagangu r er „venjulegt ferli, venjuleg atburðarás, venjulegur gangur“ segir ÍO, sbr. þetta gengur allt sinn vanagang . Í elsta dæmi Ritmálssafns er orðið í tveimur hlutum: ... gengið sinn vana gang . Vanur þýðir m.a. venjulegur , sbr. Meira
22. maí 2015 | Í dag | 184 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Margrét Vilhjálmsdóttir Ragnhildur Árnadóttir 90 ára Jóhanna Guðbergsdóttir Kristín Björnsdóttir 85 ára Magni Kjartansson Njáll Gunnarsson Sigurlaug Pálsdóttir 80 ára Haraldur Ellingsen Helga Pálsdóttir Jónas Sigurðsson Kristín Rebekka... Meira
22. maí 2015 | Fastir þættir | 305 orð

Víkverji

Ísland tók fyrst þátt í söngkeppni Evrópu, Eurovison, 1986 og þá, rétt eins og í öll skiptin eftir það, hefur verið nánast formsatriði að mæta á keppnisstað, því í öllum tilvikum hefur sigurinn verið gulltryggður fyrir fram. Meira
22. maí 2015 | Í dag | 138 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

22. maí 1825 Hátíðarmessa á hvítasunnudag í Dómkirkjunni í Reykjavík leystist upp þegar brestir heyrðust í bitum kirkjuloftsins og óttast var að það myndi hrynja niður. 22. maí 1921 Fyrstu hljómsveitartónleikarnir hér á landi voru haldnir í Nýja bíói. Meira

Íþróttir

22. maí 2015 | Íþróttir | 453 orð | 3 myndir

A rnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks...

A rnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks, leikur ekki með því í næstu leikjum en hann hefur þegar misst úr tvo síðustu leiki Kópavogsliðsins. Arnór fékk höfuðhögg í leiknum við KR í 2. umferð og hefur ekki jafnað sig af því. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 330 orð | 1 mynd

„Hefur burði til að bæta sig frekar“

Kristján Jónsson kris@mbl.is „Þetta er virkilega gleðilegt og Helgi hefur burði til þess að bæta þennan árangur enn frekar. Það er ekki eins og þetta hafi verið einhver heppni hjá honum. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 431 orð | 1 mynd

Danmörk Bröndby – Nordsjælland 3:1 • Hólmbert Aron...

Danmörk Bröndby – Nordsjælland 3:1 • Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Bröndby. • Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Nordsjælland og Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd

Dirk Nowitzki hefur ekki ákveðið sig vegna EM

Þjóðverjar hafa valið landsliðshóp sinn í körfubolta vegna tveggja vináttuleikja í Berlín 25. og 26. júní. Skærasta stjarna þeirra, Dirk Nowitzki, er ekki í hópnum. Ekki er þó víst að það sé vísbending um að hann verði ekki með á EM í Berlín í... Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

Eiður æfir aftur í Bandaríkjunum

Eiður Smári Guðjohnsen fer nú um helgina til Bandaríkjanna þar sem hann hyggst æfa með þarlendu liði þar til íslenska landsliðið í knattspyrnu kemur saman í aðdraganda stórleiksins við Tékkland í undankeppni EM 12. júní. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 434 orð | 1 mynd

Erum sterkasta þjóðin

Golf Sindri Sverrisson sindris@mbl. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 1079 orð | 3 myndir

Fjórða umferðin

Aðsókn á leiki Pepsi-deildar fer áfram minnkandi með hverri umferð og í 4. umferðinni í fyrrakvöld var hún sú lakasta til þessa í ár. Alls mætti 6.751 áhorfandi á leikina sex, eða 1.125 að meðaltali á leik. Til samanburðar mættu 1. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Örn Ævar Hjartarson , kylfingur úr GS, setti vallarmet á New Course-vellinum í St. Andrews í Skotlandi þegar hann lék á aðeins 60 höggum á St. Andrews Links Trophy mótinu sem fram fór 21.-24. maí 1998. • Örn Ævar er fæddur árið 1978. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 298 orð | 1 mynd

Langt í næsta 100 marka mann

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þess verður langt að bíða að afrek Atla Viðars Björnssonar verði leikið eftir og nýr leikmaður bætist í hóp þeirra fjögurra sem hafa skorað 100 mörk í efstu deild karla í fótboltanum hér á landi. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

Lukkuleg Lindberg fékk stutt frí

Sænski framherjinn Klara Lindberg, sem gekk í raðir Þórs/KA fyrir tímabilið í Pepsi-deildinni í knattspyrnu, missir af nokkrum æfingum með liðinu á næstunni af heldur óvenjulegum ástæðum. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Prinsinn einn gegn Blatter

Luis Figo, fyrrverandi landsliðsmaður Portúgals, og Michael van Praag, formaður hollenska knattspyrnusambandsins, tilkynntu báðir í gær að þeir væru hættir við framboð til forseta FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

Sara fagnaði risasigri fyrir sumarfrí

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård eru með fimm stiga forskot á toppi sænsku deildarinnar eftir að hafa unnið alla sjö leiki sína til þessa. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Smith kveikti neista í Cleveland

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers náðu í fyrrinótt undirtökunum í einvíginu við Atlanta Hawks um sigur í Austurdeild NBA í körfubolta með því að vinna fyrsta leik liðanna á útivelli, 97:89. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 529 orð | 2 myndir

Stefnt að heilagri þrenningu

Frjálsar Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég var með á bak við eyrað að slá metið vegna þess að ég var búinn að gera það nokkuð oft á æfingum. Það er hins vegar tvennt ólíkt að gera það á æfingum eða í keppni. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 381 orð | 2 myndir

Takkarnir festust í sandinum

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is KR-ingar urðu fyrir áfalli í sigri sínum á Fylki í 4. umferð Pepsideildarinnar í fyrrakvöld þegar framherjinn Gary Martin, markakóngur síðustu leiktíðar, meiddist. Verður hann frá keppni næstu vikurnar. Meira
22. maí 2015 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd

Það er meira en lítið óhugnanlegt hvað höfuðmeiðsli hafa verið áberandi...

Það er meira en lítið óhugnanlegt hvað höfuðmeiðsli hafa verið áberandi í íslensku íþróttalífi. Ég spjallaði í gær við Hildigunni Einarsdóttur, landsliðskonu í handknattleik, sem fékk sinn annan heilahristing á rúmu hálfu ári á dögunum. Meira

Ýmis aukablöð

22. maí 2015 | Blaðaukar | 690 orð | 2 myndir

Aftur í Kerlingarfjöll

„Vorið færir mér alltaf von“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 263 orð | 7 myndir

Alþjóðlegt og skrýtið

Vertu ferðamaður í borginni, þar sem heyra má framandi tungur ferðamanna frá öllum heimshornum. Listin og lífið og skemmtilegar gönguleiðir við borgarmörkin. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 1019 orð | 3 myndir

Austfjarðaævintýri á hestbaki

Þórður kann sögur um álfa og tröll, og mannlífið á eyðibýlum. Theodóra tekur vel á móti gestum eftir reiðtúrana með ekta íslenskri matseld. Bæði langir og stuttir reiðtúrar eru í boði hjá Skorrahestum. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 514 orð | 2 myndir

„Skilja stressið eftir í Reykjavík“

Skemmtilegar og fræðandi rútuferðir í boði á Austurlandi. Fara meðal annars upp að Kárahnjúkum, skoða Hallormsstaðarskóg og kíkja jafnvel í kaffi á bæjum. Margskonar afþreying er í boði á svæðinu og blómstrandi matarmenning Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 354 orð | 4 myndir

Beisluð náttúrugæði

Jarðhitinn á Suðurlandi er auðlind. Garðyrkja og sundlaugar. Forvitnilegur fjallahringur að baki byggðinni og austar má sjá land í deiglu og jakafyllt lónin. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 434 orð | 2 myndir

Best geymda leyndarmálið

„Mig langar að hlaupa Vesturgötuna“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 182 orð | 1 mynd

Blóm og friður í Hveragerði

Garðyrkju- og blómasýningin, Blóm í bæ, verður haldin í sjötta sinn í Hveragerði dagana 26.-28. júní. Þessi sýning er stærsta garðyrkju- og blómasýning á landinu og er áhersla á kynningu og fræðslu um allt sem tengist græna geiranum á Íslandi. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 415 orð | 7 myndir

Borist með blænum

Vesturlandið er víðfeðmt og vinsælt. Akranes er fótboltabær, náttúran er falleg, laxár falla fram til sjávar og víða eru sögustaðir. Heppnir sjá haförninn. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 820 orð | 1 mynd

Edinborgarhúsið á Ísafirði

Í sumar verður þar sögusýning um Baskavígin í Slunkaríki. Spánverjavígin voru á 16. öld. Ari sýslumaður í Ögri lét út ganga tilskipun um að Spánverjar væru réttdræpir. Það er ekki svo langt síðan sú tilskipun var numin formlega úr gildi. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 529 orð | 2 myndir

Feðgar á fjöllum

„Ég þekki líklega Hvalfjörðinn best“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 759 orð | 2 myndir

Fegurðin í því smáa og hógværa

„Ég er svolítið hrædd við auðnina“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 200 orð | 7 myndir

Fjöll og fjölkynngisfólk

Firðirnir vestra eru langir og óteljandi. Upp af þeim eru fjöll og hásléttur sem tengja saman byggðirnar. Æ fleiri leggja leið sína á stórbrotnar Hornstrandir, en þangað eru reglulegar siglingar. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 971 orð | 5 myndir

Gisting og bjór með handbragði

Á Sauðárkróki var nýlega opnað gistihús sem er um margt sérstætt. Micro Bar & Bed á satt að segja fáa sína líka, eins og vertinn, Árni Hafstað, segir svo skemmtilega frá. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 710 orð | 2 myndir

Grillaðir sykurpúðar

„Björtu sumarnæturnar eru magnaðar“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 409 orð | 2 myndir

Horfnar náttúruperlur

„Íslensk náttúra er töfrandi“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 689 orð | 2 myndir

Hvítar strendur

„Ég er meira fyrir lautarferðir“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 330 orð | 8 myndir

Í bíói landslags

Fólkið í þjóðarsjoppunni vísar veginn. Selir á skerjum og sérstæð náttúra. Svipmyndir úr þekktum íslenskum bíómyndum. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 1102 orð | 2 myndir

Jóga í fjallasal

Ásta Arnardóttir leiðsögukona fléttar hugleiðslu og jóga inn í ferðir sínar um öræfin og nefnir þær Augnabliksferðir, enda þar lögð áhersla á að kyrra hugann, dvelja í líðandi stund og efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda náttúruna. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 460 orð | 3 myndir

Kötlusetur hýsir Skaftfelling og fleira

Við erum mjög stoltir af því að hýsa eikarbátinn Skaftfelling. Báturinn er 97 ára gamall. Hann er alveg eins og hann var þegar hann kom frá Vestmannaeyjum. Sigrún Jónsdóttir listakona gaf bátinn til Víkur og sagði þá um leið: „Skaftfellingur á að fá að vera gamall eins og ég.“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 298 orð

Landið okkar

Það er komið sumar, hvað sem hitastigi og veðurfari líður, og landinn hugsar sér til hreyfings er kemur að því að skipuleggja fríið. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 553 orð | 4 myndir

Landsbankaútibú verður Hótel Eskifjörður

„Framkvæmdir þessar væru dýrari ef eigendur væru ekki iðnaðarmenn. Við erum sjö sem að þessari framkvæmd stöndum og flestir iðnaðarmenn, líklega er bara einn okkar sem ekki getur talist í iðnaðarmannastétt.“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 891 orð | 6 myndir

Magnað menningarsumar í Hallgrímskirkju

Á Alþjóðlegu orgelsumri verður boðið upp á ferna tónleika í viku. Kirkjulistahátíð stendur yfir dagana 14.-23. ágúst og m.a. verður óratorían Salómon konungur eftir Händel flutt í heild sinni. Organisti Notre Dame í París spilar fjórhent með konu sinni Vorblótið eftir Stravinski á Klais-orgelið. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 511 orð | 4 myndir

Næturljósmyndun á Reykjanesi

„Þetta eru bæði kvöld- og næturferðir en einnig dagsferðir. Ég er með átta manna bíl sem ég fer með fólkið í,“ segir Olgeir Andrésson sem býður upp á leiðsögn um Reykjanes til ljósmyndunar. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 548 orð | 5 myndir

Ósnortin náttúra og einstakt fuglalíf

„Það er náttúrlega sérkennilegt að koma í eyðiþorpið á Skálum á Langanesi, en þar er búið að merkja húsarústirnar. Þetta var útgerðarþorp, þar var mikil útgerð á fyrstu áratugum 20. aldar. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 568 orð | 4 myndir

Óviðjafnanlegt að sjá eldsmið að störfum

Eldsmíðahátíð verður haldin á Akranesi snemma í júní. Áhugasamir geta fengið að spreyta sig á byrjendanámskeiðum og hægt er að fylgjast með spennandi keppni þar sem mikið gengur á. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 615 orð | 3 myndir

Perlur úr fjörunni

Hafi fólk hugmyndaflug og handlagni er hægt að búa til fallega gripi úr því sem aðrir sjá ekki nema sem hluta af náttúrunni. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 759 orð | 1 mynd

Sófagisting í heimahúsum

Til er ferðamáti sem ekki er algengur hér á landi. Þetta er svokölluð sófagisting. Sunneva Tómasdóttir hjúkrunarfræðingur hefur notfært sér slíka gistingu erlendis og veitt hana hér heima. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 528 orð | 2 myndir

Steampönkarar taka stefnuna á Vesturbyggð

Bíldudalur verður undirlagður í júnílok og umbreytist í Steampunk-ævintýralandið Bíldalíu. Samfélagið allt breytist í eitt stórt götuleikhús. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 92 orð

Styrkja ímynd svæðisins

Nýlega var hleypt af stokkunum nýju verkefni sem miðar að því að efla ímynd Austurlands sem áfangastaðar. Eru það Ferðamálasamtök Austurlands sem standa að verkefninu en þar er Díana formaður. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 514 orð | 2 myndir

Sveit í borg

„Ég þekki Suðurlandið best“ Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 642 orð | 5 myndir

Söfn hafa miklu að miðla

Safnahúsið í Borgarnesi er skemmtilegur staður að heimsækja. Forstöðumaður þar er Guðrún Jónsdóttir. Hún segir marga ferðamenn sækja safnið heim, bæði innlenda og erlenda. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 522 orð | 3 myndir

Við setjum hjartað í þetta

Þetta er því að vissu leyti alþjóðlegt starf. Ég spjara mig vel í ensku og Norðurlandamálum en ég hæli mér ekki af þýskukunnáttu minni. Meira
22. maí 2015 | Blaðaukar | 331 orð | 3 myndir

Ævintýri fyrir fjölskylduna

Það er boðið upp á margs konar afþreyingu og skemmtun í Landnámssetrinu í Borgarnesi sem er eins og ævintýraheimur fyrir fjölskylduna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.