Greinar miðvikudaginn 10. júní 2015

Fréttir

10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

12-16 ára flykkjast í Háskóla Íslands

Von er á um 350 nemendum á aldrinum 12-16 ára í Háskóla Íslands í dag í hinn árlega Háskóla unga fólksins. Kennsla stendur yfir 10.-13. júní og þar munu nemendurnir ungu kynna sér greinar sem kenndar eru við HÍ, t.d. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

168 sóttu um hjá Ríkisútvarpinu

Ríkisútvarpið vill efla þjónustu við börn og auka áherslu á fréttir og dagskrá frá landsbyggðinni, eins og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sagði við Morgunblaðið þegar RÚV auglýsti eftir dagskrárgerðar- og fréttamönnum á landsbyggðinni og... Meira
10. júní 2015 | Innlent - greinar | 706 orð | 4 myndir

Aftur til miðalda á Gásum

Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 490 orð | 2 myndir

Allt að fara í gang á Bakka

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Jarðvinna á lóð kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefst einhvern næstu daga. Framkvæmdir við virkjun á Þeistareykjum eru þegar hafnar og vinna við aðra innviði er að fara af stað með vaxandi þunga. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 1394 orð | 1 mynd

„Hef þurft að fórna rosalega miklu“

Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð á dögunum Evrópumeistari í krossfit í Kaupmannahöfn. Hún býr sig nú undir heimsleikana í íþróttinni sem fara fram í Kaliforníu í lok júlí. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

BHM og FÍH funda við ríkið fyrir hádegi

Samninganefndir Bandalags háskólamanna (BHM) og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) hafa verið boðaðar til fundar við samninganefnd ríkisins í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Meira
10. júní 2015 | Innlent - greinar | 744 orð | 8 myndir

Bjóða upp á hundrað köku hlaðborð

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það virðist sem miklir húmoristar búi á Hólmavík. Þegar þeir gera sér glaðan dag er haldið heimsmeistaramót í furðuleikum þar sem bæjarbúar etja kappi í greinum eins og trjónubolta og öskurkeppni. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 274 orð

Boðar skattalækkanir

Baldur Arnarson Stefán E. Stefánsson Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir bætta stöðu ríkissjóðs skapa skilyrði fyrir lægri skatta og einfaldara skattkerfi. Fram hefur komið að afnám hafta gæti stórbætt skuldastöðu ríkisins. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 349 orð | 3 myndir

Borgfirsk sundlaugarmenning í 120 ár

Sýning um sögu gömlu sundlauganna við Veggjalaug í Stafholtstungum hefur verið opnuð í baðhúsi sundlaugarinnar á Varmalandi í Borgarfirði. 120 ár eru liðin frá því fyrsta sundlaugin var gerð á hverasvæðinu við Veggjalaug og sundkennsla hófst. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 922 orð | 4 myndir

Buchheit fylgdi ný nálgun

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Bæjarstjórn tapaði enn og aftur

Heimilismenn Hrafnistu unnu öruggan sigur að venju á bæjarstjórn Hafnarfjarðar í púttkeppni í gær. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Dalskóli í Úlfarsárdal í nýtt húsnæði

Nemendur Dalskóla í Úlfarsárdal héldu upp á fimmtu skólaslit skólans í gærmorgun í veðri sem kalla mætti eftir atvikum gott. Dagur B. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Dró sér rúmar 950 þúsund krónur

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Var konan fundin sek um að hafa á um það bil fjögurra ára tímabili dregið sér í 65 tilvikum samtals 953. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Enn engin ákvörðun tekin um þinglok

Þingfundur stóð fram eftir kvöldi á Alþingi í gær en þegar Morgunblaðið fór í prentun hafði enn ekkert samkomulag náðst um þinglok. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fikt tveggja drengja olli eldsvoðanum

Lögreglan á Selfossi hefur lokið rannsókn sinni á upptökum eldsvoðans sem átti sér stað á geymslusvæði verksmiðjunnar Set á Selfossi sl. sunnudag. Meira
10. júní 2015 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Finnska stjórnin íhugar NATO-aðild

Tveir fræðimenn við háskóla sænska hersins vara eindregið við því í grein í Dagens Nyheter í gær að Svíar kveðji hlutleysið og gangi í Atlantshafsbandalagið, NATO. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 385 orð | 1 mynd

Fjöldi sérfræðinga lagði hönd á plóg við áætlunina

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Viðmælendur blaðsins sem þekkja til haftaáætlunarinnar rekja upphaf hennar til skipunar sérstaks ráðgjafahóps vegna vinnu við afnám hafta 27. nóvember 2013. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 802 orð | 5 myndir

Fjölmennur sveitaskóli í borg

Baksvið Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Ég kynni mig alltaf sem skólastýruna í sveitaskólanum í Reykjavíkurhreppi. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 743 orð | 5 myndir

Fjölskrúðug flóra fólks og dýra

Sviðsljós Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Húsdýragarðurinn fagnaði stórafmæli hinn 19. maí síðastliðinn en 25 ár eru nú liðin frá því hann var opnaður. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 294 orð

Fleiri vilja í kennaranám í Háskóla Íslands

Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is Aðsókn í leikskólakennaranám við Háskóla Íslands hefur aukist umtalsvert, eða um 63,8% á milli áranna 2014 og 2015. Í fyrra voru umsóknir í grunnnámið 47 en í ár voru þær 77. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Franska gólettan Étoile öslar öldurnar á Faxaflóa

Franska gólettan Étoile sigldi í gær um Faxaflóa með velunnurum og vinum Frakklands. Skútan, sem er sambærileg þeim sem Frakkar notuðust við á 18. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Fulltrúi Framsóknar segir af sér í Rangárþingi vegna deilna

Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna í sveitarstjórn Rangárþings eystra, hefur sagt af sér. Hún segir ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda og vísar til ágreinings við aðra fulltrúa meirihlutans. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 181 orð | 2 myndir

Gamall bryggjukantur lætur sjá sig

Vegna byggingaframkvæmda í miðborg Reykjavíkur hefur komið í ljós bryggjukantur sem tilheyrir gömlu Reykjavíkurhöfn. Kanturinn sést bæði frá framkvæmdareit við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu en einnig á reit austan við Tollhúsið. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 562 orð | 1 mynd

Geri æfingar með fólkinu sínu

Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Borgarnes | Þær Hildur Aðalbjörg Ingadóttir og Halldóra Jónasdóttir starfandi sjúkraþjálfarar í Borgarnesi standa að verkefninu ,,Væntumþykja í verki“, sem er heilsueflandi tilraunaverkefni. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 463 orð | 4 myndir

Glæsileg leikflétta Friðriks

Stórmeistararnir Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson taka ásamt fjölmögum íslenskum skákmönnum þátt í opnu alþjóðlegu móti sem, fram fer á eyjunni Sardiníu. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Grillað og sungið á Selfossi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kótelettan BBQ Festival fer fram á Selfossi um helgina og er þetta í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Gæti leitt til innstreymis fjármagns

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, telur það verða viðfangsefni stjórnvalda á næstu misserum að halda aftur af þenslu með aðhaldi í ríkisfjármálum, í kjölfar afnáms hafta. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 67 orð

Hliðrað áhorf í stað línulegrar dagskrár

Áhorf á sjónvarpsefni hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og er nú mun meira horft á svokallaða hliðraða dagskrá. Dæmi eru um að þættir fái betri mælingu hjá Gallup í hliðruðu áhorfi en í línulegri dagskrá. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 898 orð | 5 myndir

Hliðrað áhorf tekið við línulegri dagskrá

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sjónvarpsstjórar stóru sjónvarpsstöðvanna, RÚV, Stöð 2 og Skjásins eru allir sammála um að hliðrað áhorf sé tekið við af línulegri dagskrá. Meira
10. júní 2015 | Innlent - greinar | 603 orð | 5 myndir

Humar, humar og enn meiri humar

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hornfirðingar eru svo heppnir að búa nálægt gjöfulum humarveiðislóðum. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 359 orð | 7 myndir

Hver er sinn eigin sjónvarpsstjóri

Sviðsljós Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Áhorf á stóru sjónvarpsstöðvarnar fer minnkandi samkvæmt tölum Gallup. Sjónvarpsstjórar RÚV, Stöðvar 2 og Skjásins segja hinsvegar að svokallað hliðrað áhorf sé að aukast jafnt og þétt. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 596 orð | 3 myndir

Hver ferðamaður eyðir meiru en áður

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Erlendir ferðamenn greiddu með debet- og kreditkortum sínum 9,3 milljarða króna í apríl sl. sem er nærri 40% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Hvernig geta borgir stuðlað að friði?

Opinn fundur verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 11. júní kl. 13-14 undir heitinu „Hvernig geta borgir stuðlað að friði? Höfði – Friðarsetur í Reykjavík. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 437 orð | 6 myndir

Hvernig líst fólki á afnám haftanna?

Morgunblaðið fór á stúfana í gær og spurði fólk á förnum vegi hvað því þætti um aðgerðir stjórnvalda varðandi losun fjármagnshafta sem kynntar voru á blaðamannafundi í Hörpu á mánudaginn og fjallað hefur verið um síðustu daga. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Hvert ferðalag kostar um milljón krónur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur varið samtals 62 dögum í opinberum ferðum erlendis það sem af er þessu kjörtímabili samkvæmt svari við skriflegri fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, varaformanns Samfylkingarinnar. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Höskuldur B. Erlingsson

Líf Sumarið er tíminn þegar litlu lappalöngu folöldin koma í heiminn. Þá er gott að kjaga af stað til móts við blóðrautt sólarlag við hlið móður sinnar eins og þetta gerði rétt norðan við... Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 424 orð | 2 myndir

Innflutningstollar á mjólkurafurðum verði lækkaðir

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lagt er til að innflutningstollar á mjólkurvörum verði lækkaðir þannig að ýmsar erlendar mjólkurvörur verði boðnar til sölu hér á markaði. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 1430 orð | 3 myndir

Í góðri stöðu sem arftaki Blatters

Baksvið Ágúst Ásgeirsson agas@mbl. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 904 orð | 8 myndir

Í Kelduhverfi er Taíland á Tóvegg

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Stórir gervihnattadiskar á austurvegg íbúðarhússins gefa strax vísbendingu um að við séum á framandlegum stað. Meira
10. júní 2015 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Kann ég að opna dyr?

Vélmennið (eða þjarkinn) HRP-2 Kai reynir að opna dyr við lok DARPA-vélmennakeppninnar í Fairfax-klasanum í Pomona í Kaliforníu fyrir skömmu. Japanskt teymi sem kallar sig AIST-NEDO hannaði vélmennið. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Lagasetning vofir yfir

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira
10. júní 2015 | Erlendar fréttir | 430 orð | 1 mynd

Lífið innan veggja hins íslamska ríkis

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Moskur sprengdar í loft upp, yfirgefnir skólar og kúgun kvenna sem eru neyddar til að hylja allan líkama sinn. Þetta er daglegt líf fólks í írösku borginni Mosul, ef marka má myndbönd sem nýlega litu dagsins ljós. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Líst ekki á baksýnisspegilinn

Lítið hefur miðað í viðræðum SA og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) fyrir hönd um 4.400 starfsmanna, en fundað var 5. júní. Er ekki boðað til næsta fundar fyrr en í næstu viku. Meira
10. júní 2015 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Lýsa pynting-um og þrælkun í Erítreu

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Erítrea gæti hafa framið glæpi gegn mannkyninu, að því er segir í nýrri skýrslu frá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Læra að koma auga á fíkniefnasmyglarana af reynslu

Við landamæraeftirlit í Miðjarðarhafinu hefur flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fundið fjölda skipa og báta sem stunda smygl á fíkniefnum og öðrum ólöglegum varningi til Evrópu. Allt að 1,3 tonn af fíkniefnum hafa fundist í einu. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Markvissari bráðaþjónusta

Kiwanisklúbburinn Esja hefur styrkt BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítala, um 4 milljónir króna til eflingar lykilverkefnis deildarinnar á árinu 2015 að gera bráðaþjónustuna markvissari og fjölskyldumiðaðri. Meira
10. júní 2015 | Erlendar fréttir | 174 orð

Ný háhraðalest á milli Óslóar og Stokkhólms fer á teinana í ágúst á þessu ári

Ný háhraðalest á milli Óslóar og Stokkhólms mun hefja ferðir í ágústmánuði, þrátt fyrir nýlegar tilkynningar um að áætlanirnar væru komnar í biðstöðu. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 26 orð

Rangt föðurnafn Í lítilli frétt um Atla Ingibjargar Gíslason í...

Rangt föðurnafn Í lítilli frétt um Atla Ingibjargar Gíslason í Morgunblaðinu í gær, misritaðist eftirnafn föður hans, Gísla. Gísli var Guðmundsson. Beðist er velvirðingar á... Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 973 orð | 4 myndir

Rækjusamlokan heldur alltaf velli

Viðtal Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Fyrirtækið er orðið 26 ára, við stofnuðum Mat og Mörk á þeim fræga degi, bjórdeginum þann 1. mars árið 1989. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 65 orð

Sáttatilraunir halda áfram

Viðræður ríkisins við aðildarfélög BSRB fara hægt af stað. Þrjú stærstu félögin sem standa saman í viðræðunum SFR, Landssamband lögreglumanna og Sjúkraliðafélag Íslands, vísuðu deilunni til sáttasemjara í byrjun þessa mánaðar. Meira
10. júní 2015 | Erlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Segja FIFA-mál notað í stórveldaslag

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Rússar hafa sakað Bandaríkjamenn um að misbeita valdi sínu til að grafa undan Sepp Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Meira
10. júní 2015 | Innlent - greinar | 686 orð | 9 myndir

Sirkus, hjólreiðakeppni og lauksúpa

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Franskir sjómenn höfðu sterk áhrif á samfélagið á Fáskrúðsfirði. Raunar segir sagan að það sé frönsku sjómönnunum að þakka að stöku íbúi á svæðinu er með dekkra hár og brúnni augu en hinn dæmigerði Íslendingur. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 177 orð | 2 myndir

Sjaldgæft gráþrastarvarp við Akureyri

Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, varð var við gráþrastarunga á ferð sinni um nágrenni Akureyrar á dögunum en gráþrastavarp er tiltölulega sjaldgæft hér á landi. Jón Magnússon merkti ungann en hann er reyndur í þeim málum. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Skattaskjólsgögn komin í hús

Gögn sem tengja Íslendinga við skattaskjól og sem ríkinu voru boðin til sölu eru komin í hendur embættis skattrannsóknarstjóra. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Skrá handrit í Vesturheimi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Athuganir Katelin Parsons, doktorsnema í handritarannsóknum við Háskóla Íslands, benda til þess að Íslendingar hafi flutt þúsundir handrita til Vesturheims á árunum 1870 til 1914. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 1325 orð | 1 mynd

Skúli Alexandersson

Skúli Alexandersson fæddist 9. september 1926. Hann lést 23. maí 2015. Útför hans fór fram 31. maí 2015. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 794 orð | 6 myndir

Sólarorka nýtt í 48 af 104 vitum

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðari hluta þessa mánaðar fara menn á vegum Vegagerðarinnar hringinn í kringum landið á bát sem tekinn verður á leigu. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 1445 orð | 5 myndir

Stingst óvænt upp úr sandi

Sviðsljós Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flakið af togaranum Surprise GK 4 frá Hafnarfirði gægist nú upp úr Landeyjasandi neðan við bæinn Sigluvík í Vestur-Landeyjum. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Strauja 40% meira með kortunum

Erlendir ferðamenn eyða meiru hér á landi en áður, ef marka má tölur um greiðslukortaveltu fyrir apríl sl. Þá nam veltan um 9,3 milljörðum króna, sem var 40% meira en í sama mánuði í fyrra. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Sæðarinn kemur daglega

Með tilkomu nýja fjóssins í Flatey, þegar kýrnar þar verða orðnar alls 240 auk annarra nautgripa, er líklegt að einhverjir muni freistast til þess að kalla þetta verksmiðjubúskap. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Söfn fyrir börn í sumar

Boðið er upp á verkefni fyrir frístundahópa og börn á sumarnámskeiðum í Safnahúsinu við Hverfisgötu í sumar. Opið er alla daga vikunnar frá 10-17. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 959 orð | 5 myndir

Sögustund vitasveinanna af Árvakri

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Besta kaffi sem ég hef nokkru sinni fengið fékk ég hjá vitavarðahjónunum í Skoruvík á Langanesi. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 485 orð | 5 myndir

Tónleikar með Drangey í baksýn

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Undirbúningur er í fullum gangi og gengur vel,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Drangey Music Festival á Reykjaströnd í Skagafirði, laugardaginn 27. júní nk. Meira
10. júní 2015 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Tunnusprengjum beitt í Aleppo

Björgunarmenn og óbreyttir borgarar í Aleppo í Sýrlandi hjálpast að í Fardous-hverfi en stjórnarherinn varpaði svonefndum tunnusprengjum á hverfið í gær. Andstæðingar stjórnar Bashar al-Assads forseta hafa lengi ráðið yfir hverfinu. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Töluverð vinna er enn eftir

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning meðal verslunarmanna hefst í dag og hefst kosning um samningana í félögum Starfsgreinasambandsins á föstudaginn. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

UNICEF fjallar um áhrif stríðsins í Sýrlandi á börn

Ársfundur UNICEF á Íslandi fer fram í dag, 10. júní kl. 9.00-10.00, í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Almenningur, fjölmiðlar og allt áhugafólk er hjartanlega velkomið, samkvæmt fréttatilkynningu. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 654 orð | 5 myndir

Uppbyggingin er samfélagsverkefni

BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdir við byggingu nýs fjóss í Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellsýslu, sem verður eitt hið allra stærsta á landinu, eru nú komnar á fullt skrið. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 380 orð | 14 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

San Andreas Jarðskjálfti ríður yfir Kaliforníuríki og þarf þyrluflugmaðurinn Ray að bjarga dóttur sinni. Metacritic 43/100 IMDB 6,7/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 18.30, 20.00, 20.00, 21.00, 22.30, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 1148 orð | 3 myndir

Vatnaskil við Waterloo

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Verkfall hægir á grasvexti

Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Við getum ekki byrjað yfirsáningar eins og við ætluðum okkur. Okkur tókst að verða okkur úti um fræ frá því í fyrra sem bjargar málunum eins mikið og hægt er. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Vinnuskóli Kópavogs kominn á fullt

Vel á sjötta hundrað sumarstarfsmenn, 18 ára og eldri, hafa hafið störf hjá Kópavogsbæ. Sinna þeir fjölbreyttum störfum, s.s. við garðyrkju, hirðingu og fegrun bæjarins og umhirðu íþróttavalla. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 974 orð | 4 myndir

Vonast eftir betri lyfjum

Viðtal Brynja Dögg Guðmundsd. Briem brynjadogg@mbl.is Doktor Páll Ragnar Karlsson lauk meistaragráðu í sameindalíffræði og doktorsgráðu í læknavísindum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku árið 2013. Meira
10. júní 2015 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Þúsund læknar þinga í Hörpu

Dagana 10. júní til 12 júní verður haldið í Hörpu þing norrænu svæfinga- og gjörgæslulæknasamtakanna. Þetta er með fjölmennari læknaþingum sem haldin hafa verið hérlendis með um 1.000 þátttakendum frá um 40 þjóðlöndum. Meira
10. júní 2015 | Erlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Ævintýralegur fangaflótti þykir fela í sér óvænt tækifæri fyrir ríkisstjóra New York

Líklegt er talið að fangarnir tveir, sem sluppu úr Clinton fangelsinu í New York-fylki, hafi notið utanaðkomandi hjálpar. Mennirnir, Richard Matt og David Sweat, eru þeir fyrstu til að sleppa úr fangelsinu, sem er skammt frá kanadísku landamærunum. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júní 2015 | Leiðarar | 239 orð

Stórveldisdraumar á hafi

Kínverjar hyggja á stórt hlutverk fyrir flota sinn Meira
10. júní 2015 | Leiðarar | 405 orð

Störukeppnin í Evrópu

Hvenær er skynsamlegt að haga sér óskynsamlega? Meira
10. júní 2015 | Staksteinar | 170 orð | 1 mynd

Öfugmælaflokkur

Andríki vakti á dögunum athygli á viðtali við Benedikt Jóhannesson, einn helsta forvígismann óstofnaða flokksins Viðreisnar, þar sem hann lýsti áformum sínum: „Við viljum aðallega höfða til þeirra sem vilja frelsi í viðskiptum, frjálslyndi í... Meira

Menning

10. júní 2015 | Tónlist | 375 orð | 2 myndir

Allt önnur sveit en sigraði Músíktilraunir

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta var í raun taktísk ákvörðun,“ segir Andri Már Enoksson, meðlimur hljómsveitarinnar Vök, um þá ákvörðun sveitarinnar að gefa út þröngskífuna Circles sem kom út fyrir skemmstu. Meira
10. júní 2015 | Tónlist | 122 orð | 1 mynd

Apple keppir við Spotify og Tidal

Stórfyrirtækið Apple hefur kynnt til sögunnar nýtt „app“, þ.e. smáforrit, sem nefnist Apple Music og mun keppa við tónlistarstreymisveitur á borð við Spotify og Tidal. Meira
10. júní 2015 | Tónlist | 420 orð | 3 myndir

Árangurinn liggur ekki í vatninu

„Eru Bítlarnir eitthvað merkilegir tónlistarlega? Hvernig er hægt að útskýra velgengni Bjarkar? Er það eitthvað í vatninu hérna sem stuðlar að framgangi íslenskrar popp- og rokktónlistar á erlendri grundu? Meira
10. júní 2015 | Kvikmyndir | 143 orð | 1 mynd

Bart Simpson myrtur í haust

Bart Simpson mun deyja í sérstökum hrekkjavökuþætti af The Simpsons í haust sem nefnist Treehouse of Horror XXVI . Meira
10. júní 2015 | Myndlist | 751 orð | 4 myndir

„Aldrei verið mér annað en gleði“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning Ragnars Kjartanssonar, Ég og móðir mín , verður opnuð í galleríinu i8 á morgun kl. 17. Meira
10. júní 2015 | Tónlist | 173 orð | 1 mynd

Beneath The Skin gefin út á Íslandi

Önnur breiðskífu hinnar farsælu og víðfrægu íslensku hljómsveitar Of Monsters and Men (OMAM), Beneath The Skin , er komin út hér á landi og inniheldur íslenska útgáfan lögin „Backyard“ og „Winter Sound“ sem eru ekki á erlendu... Meira
10. júní 2015 | Tónlist | 453 orð | 3 myndir

Dramatík í dagskrá tvímenninga

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl. Meira
10. júní 2015 | Tónlist | 766 orð | 2 myndir

Eins og hjá góðum elskhuga

Það var stöðugt ris og hann endaði á sprengju. Mig hafði ekki órað fyrir þessum krafti í gamla manninum. Meira
10. júní 2015 | Tónlist | 131 orð | 1 mynd

Festisvall Fünf haldin í fjórum borgum

Listahátíðin Festisvall, sem haldin var fyrsta sinni í Hjartagarðinum á Menningarnótt 2010, fagnar fimm ára starfsafmæli í ár með myndlistarsýningum og tónleikum í fjórum borgum Evrópu og hefur afmælisverkefnið hlotið nafnið Festisvall Fünf. Meira
10. júní 2015 | Bókmenntir | 232 orð | 3 myndir

Glæpamenn svífast einskis

Eftir Mons Kallentoft. Jón Þ. Þór þýddi. Kilja. 495 bls. Ugla 2015. Meira
10. júní 2015 | Tónlist | 113 orð | 1 mynd

La Bohéme sýnd í bíói

Óperan La Bohéme eftir Giacomo Puccini verður sýnd í beinni útsendingu frá The Royal Opera House í Háskólabíói í dag kl. 18.15. Meira
10. júní 2015 | Kvikmyndir | 170 orð | 1 mynd

Lofsöngur um sirkus

Kvikmyndagagnrýnandi The Guardian , Benjamin Lee, gefur nýjustu kvikmynd Benedikts Erlingssonar, The Greatest Shows on Earth: A Century of Funfairs, Circuses and Carnivals , fjórar stjörnur af fimm mögulegum, en myndin var frumsýnd á... Meira
10. júní 2015 | Tónlist | 670 orð | 1 mynd

Minna partí, meiri gæði

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við höfum verið að fara svolítið út í mínimalískari hluti,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensími, en fimmta breiðskífa sveitarinnar verður gefin út í júní og hefur hún hlotið nafnið Herðubreið . Meira
10. júní 2015 | Kvikmyndir | 105 orð | 1 mynd

Orð Eastwood klippt út

Misheppnaður brandari um Caitlyn Jenner sem Clint Eastwood sagði þegar verið var að taka upp verðlaunaafhendinguna Guys' Choice Award fyrir Spike TV um liðna helgi verður klipptur út áður en upptakan verður sýnd í sjónvarpinu 18. júní. Meira
10. júní 2015 | Kvikmyndir | 65 orð | 1 mynd

Pínlegt sjálfsmark

Kvikmyndin United Passions sem fjallar um sögu Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) var frumsýnd um liðna helgi í Bandaríkjunum við litla hrifningu. Meira
10. júní 2015 | Kvikmyndir | 133 orð | 1 mynd

Risaeðlurnar snúa aftur

Kvikmyndin Jurassic World verður frumsýnd í bíó í dag, fjórða myndin í syrpunni sem hófst með kvikmynd Steven Spielberg, Jurassic Park , eða Júragarðurinn, árið 1993. Sögusvið Jurassic World er eyjan Isla Nublar, líkt og í fyrstu myndinni. Meira
10. júní 2015 | Myndlist | 642 orð | 3 myndir

Tilbrigði við glugga

Viðburður á Listahátíð í Reykjavík. Til 2. ágúst 2015. Opið þri.-su. kl. 11-17. Aðgangur kr. 500. Börn og ungmenni yngri en 18 ára, aldraðir, örkyrkjar, námsmenn: ókeypis. Frítt á miðvikudögum. Sýningarstjóri: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir. Meira
10. júní 2015 | Bókmenntir | 441 orð | 3 myndir

Ungir og svalir reykvískir varúlfar

Eftir Stefán Mána. Sögur, 2015. 215 bls. Meira
10. júní 2015 | Tónlist | 431 orð | 3 myndir

Ungir söngvarar í óperuakademíu í sumar

Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl. Meira

Umræðan

10. júní 2015 | Aðsent efni | 893 orð | 1 mynd

Að þurfa meira eða vilja meira?

Eftir Unni H. Jóhannsdóttir: "Ísland er ekki og verður ekki best í heimi en það er engu að síður gott land til þess að búa á og við skorum víða hátt á sviðum á alþjóðavettvangi." Meira
10. júní 2015 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Bóluefnaskaði og auglýst öruggt bóluefni

Eftir Þorstein Sch. Thorsteinsson: "Allt að 800 manns fengu sjálfsónæmissjúkdóminn drómasýki eftir Pandemrix." Meira
10. júní 2015 | Bréf til blaðsins | 210 orð

Bridsfélag eldri boragara í Hafnarfirði Föstudaginn 5. júní var spilaður...

Bridsfélag eldri boragara í Hafnarfirði Föstudaginn 5. júní var spilaður tvímenningur með þátttöku 24 para. Efstu pör í N/S (% skor): Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnss. 58,3 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 53,9 Skarphéðinn Lýðss. Meira
10. júní 2015 | Aðsent efni | 704 orð | 1 mynd

Erfðabreyttar afurðir – tækni sem brást

Eftir Söndru B. Jónsdóttur: "Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að glýfosat, sem ræktun 80% erfðabreyttra plantna byggist á, „valdi líklega krabbameini í mönnum“." Meira
10. júní 2015 | Pistlar | 502 orð | 1 mynd

Forréttindi karla – reynslusaga

Nú veit ég ekki mikið um þig, ljúfi lesandi, til að mynda ekki hvort þú ert hann, hún, hán eða hvaðeina annað sem þú kýst að nefna þig. Meira
10. júní 2015 | Aðsent efni | 436 orð | 1 mynd

Hamingjan þarf á þér að halda

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Verum uppörvandi og hvetjandi. Leitumst við að laða það besta fram í eigin fari og samferðamanna okkar. Elskum á meðan við lifum!" Meira
10. júní 2015 | Aðsent efni | 368 orð | 1 mynd

Hjartaslag á krónu

Eftir Einar Ingva Magnússon: "Hjarta manns slær ekki að eilífu. Því er afmarkaður tími." Meira
10. júní 2015 | Aðsent efni | 576 orð | 1 mynd

Leynigögnin – opið bréf til ríkisskattstjóra

Eftir Örn Gunnlaugsson: "Er ekki kominn tími til að gyrða sig í brók og uppræta þessi skattsvik í eitt skipti fyrir öll óháð því hver á í hlut?" Meira
10. júní 2015 | Aðsent efni | 295 orð | 1 mynd

Samhjálp þakkar áratuga langa samferð Gistiskýlisins

Eftir Vörð Leví Traustason: "Það var síðan pólitísk ákvörðun meirihluta Velferðarráðs Reykjavíkur að borgin sjálf myndi reka Gistiskýlið." Meira
10. júní 2015 | Aðsent efni | 1028 orð | 1 mynd

Steinn í götunni að fjárhagslegu sjálfstæði launafólks

Eftir Óla Björn Kárason: "Þetta jafngildir því að ríkissjóður leggi fram 20% eigið fé í 30 milljóna króna íbúðakaup 1.100 fjölskyldna á hverju einasta ári um ókomna tíð." Meira
10. júní 2015 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Strætó

Mikið finnst mér skrítið að það komi sérstakur sumartími á akstur strætó. Minn vinnutími breytist ekki þótt það komi sumar? En ykkar?... Meira
10. júní 2015 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

Svartbók kommúnismans

Eftir Örn Ólafsson: "Og þessi valdbeiting varð brátt reglan í stjórn Sovétríkjanna og annarra ríkja sem kenndu sig við kommúnisma." Meira

Minningargreinar

10. júní 2015 | Minningargreinar | 317 orð | 1 mynd

Guðrún Elín Kristinsdóttir

Guðrún Elín Kristinsdóttir fæddist 5. nóvember 1923. Hún lést 18. maí 2015. Útför Guðrúnar fór fram 27. maí 2015. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2015 | Minningargreinar | 637 orð | 1 mynd

Guðrún Rannveig Pétursdóttir

Guðrún Rannveig Pétursdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 10. desember 1939. Hún lést 19. maí 2015 á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Guðjónsson frá Oddstöðum í Vestmannaeyjum, f. 1902, d. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2015 | Minningargreinar | 427 orð | 1 mynd

Halldór Ásgrímsson

Halldór Ásgrímsson fæddist 8. september 1947. Hann lést 18. maí 2015. Útför hans fór fram 28. maí 2015. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2015 | Minningargreinar | 415 orð | 1 mynd

Hörður Óskarsson

Hörður Óskarsson fæddist 18. ágúst 1957. Hann lést 16. maí 2015. Útför Harðar var gerð 30. maí 2015. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2015 | Minningargreinar | 331 orð | 1 mynd

Konráð Gottliebsson

Konráð fæddist 30. apríl 1930, hann lést 30. maí 2015. Útför Konráðs fór fram 5. júní 2015. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2015 | Minningargreinar | 1243 orð | 1 mynd

Pétur Eggertsson

Pétur Eggertsson fæddist í Rifgirðingum á Breiðafirði 3. ágúst 1926. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. maí 2015. Foreldrar Péturs voru hjónin Sigríður Eggertsdóttir, f. 1904, d. 1994, og Eggert B. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2015 | Minningargreinar | 9632 orð | 1 mynd

Vala Ingimarsdóttir

Vala fæddist í Reykjavík 28. janúar 1974. Hún lést 1. júní 2015. Foreldrar Völu eru Ingimar Jóhannsson, f. 13. maí 1947, fyrrv. skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, og k.h., Lillý Valgerður Oddsdóttir, f. 27. júní 1952, ritari. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2015 | Minningargreinar | 362 orð | 1 mynd

Vibekka Bang

Vibekka Bang fæddist á Sauðárkróki 26. september 1939. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 30. maí 2015. Útför Vibekku fór fram 6. júní 2015. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 205 orð | 1 mynd

Hagvöxtur 2,9% í upphafi árs

Hagvöxtur mældist 2,9% á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt Hagstofu Íslands. Þjóðarútgjöldin, sem eru samtala neyslu og fjárfestinga, jukust um 9,9%. Landsframleiðslan jókst því minna en sem nam vexti þjóðarútgjalda. Meira
10. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Hækkun á verði hlutabréfa í Kauphöllinni

Hækkun varð á gengi nær allra félaganna á Aðallista Kauphallarinnar í viðskiptum gærdagsins. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,17% og hefur því hækkað frá áramótum um 11,85%. Viðskiptin í gær námu 2,5 milljörðum króna. Meira
10. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Icelandair meðal flugfélaga sem vaxa hraðast

Icelandair er í níunda sæti yfir þau evrópsku flugfélög sem hafa vaxið hvað hraðast frá árinu 2010. Meira
10. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 785 orð | 2 myndir

Lífeyrissjóðir fagna undanþágu frá höftum

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það er jákvætt að þarna opnist möguleiki fyrir sjóðina til að fjárfesta erlendis. Meira
10. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 107 orð | 1 mynd

Stefna að sölu bankanna fyrir árslok 2016

Kröfuhafar slitabúa Kaupþings og Glitnis hyggjast beita sér fyrir því að Arion banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar. Meira

Daglegt líf

10. júní 2015 | Daglegt líf | 77 orð | 1 mynd

Fimmtudagskósíheit á Flóru

Á morgun, fimmtudagskvöld, verða fyrstu tónleikarnir í fimmtudagskósíheitum kaffihússins Café Flóru í sumar. Café Flóra er í grasagarðinum í Laugardalnum í Reykjavík og þar er afar notalegt umhverfi. Meira
10. júní 2015 | Daglegt líf | 51 orð | 1 mynd

Hjólapumpa Sólheimasafns

Nú eru komnir hjólheimar í Sólheima í Reykjavík, því þar hefur verið sett hjólapumpa með þrýstingsmæli fyrir utan bókasafnið við samnefnda götu. Meira
10. júní 2015 | Daglegt líf | 1552 orð | 8 myndir

Menntaskóli hippanna – 45 árum síðar

Fyrstu stúdentar Menntaskólans við Hamrahlíð ætla að gera sér glaðan dag saman á 45 ára útskriftarafmæli sínu um helgina – eins og þeir hafa gert á fimm ára fresti síðan þeir settu upp hvítu húfurnar við hátíðlega athöfn í hálfköruðum skólanum... Meira
10. júní 2015 | Daglegt líf | 115 orð | 1 mynd

Systkini skera bæði út í fiskbein og tré

Í Gerðubergi í Breiðholti er alltaf eitthvað áhugavert um að vera, bæði sýningar og viðburðir. Nú stendur þar yfir sýningin Fimir fingur í Boganum. Meira
10. júní 2015 | Daglegt líf | 1026 orð | 4 myndir

Þjóðmenningarbóndi í leit að jarðnæði

Hún segir hagkvæmnisþráhyggju og skammtíma gróðasjónarmið ráða ferðinni í nútímanum og því sé virðing fyrir því sem gefur okkur lífið, á hverfanda hveli. Nám Elínar Öglu Briem í umhverfis- og auðlindafræðum varð til þess að hún flutti aftur á hjara veraldar til að gerast þjóðmenningarbóndi. Meira

Fastir þættir

10. júní 2015 | Fastir þættir | 169 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. d4 Rxc3 6. bxc3 g6 7. e4...

1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. d4 Rxc3 6. bxc3 g6 7. e4 Bg7 8. Hb1 0-0 9. Be2 cxd4 10. cxd4 Da5+ 11. Bd2 Dxa2 12. 0-0 De6 13. Dc2 Dd7 14. d5 Ra6 15. Bf4 b6 16. Re5 Bxe5 17. Bxe5 Rc5 18. Bb5 Dd8 19. Ba1 Ba6 20. Bxa6 Rxa6 21. Hfd1 Rc5 22. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 288 orð

Af Vilmundi Vídalín og Pétri sjálfum

Páll Imsland lætur ekki deigan síga í glímu sinni við sérnöfn, staðarheiti og örnefni og segir: „Ég er þess fullviss að eftirfarandi limra hefur áður verið ort, hvernig svo sem hún þá hljómaði. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 192 orð | 1 mynd

Arkað með Berki

Datt einn miðvikudaginn inn í þáttinn um Finnann ferska á RÚV sem fór svokallaða Silkileið frá Georgíu til Mongólíu á þrjátíu dögum vopnaður kvikmyndatökuvél. Vitiði á hvern kappinn minnti mig? Já, rétt hjá ykkur. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 225 orð | 1 mynd

Ástráður Jón Sigursteindórsson

Ástráður Jón Sigursteindórsson fæddist í Reykjavík fyrir réttum hundrað árum. Foreldrar hans voru Sigursteindór Eiríksson verkamaður, og Sigríður Jónsdóttir, bæði ættuð úr Rangárþingi. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 23 orð | 1 mynd

Elísabet Kristín Gunnarsdóttir og Elísabet Nótt Guðmundsdóttir héldu...

Elísabet Kristín Gunnarsdóttir og Elísabet Nótt Guðmundsdóttir héldu tombólu við Samkaup á Blönduósi. Þær seldu fyrir 4.153 krónur sem þær afhentu Rauða... Meira
10. júní 2015 | Fastir þættir | 157 orð

Frændi Rostungsins. V-Allir Norður &spade;ÁKG10 &heart;109 ⋄ÁKG5...

Frændi Rostungsins. V-Allir Norður &spade;ÁKG10 &heart;109 ⋄ÁKG5 &klubs;ÁK3 Vestur Austur &spade;94 &spade;7532 &heart;KDG7532 &heart;4 ⋄2 ⋄108764 &klubs;D105 &klubs;G98 Suður &spade;D86 &heart;Á86 ⋄D93 &klubs;7642 Suður spilar 6G. Meira
10. júní 2015 | Árnað heilla | 596 orð | 4 myndir

Í framkvæmdahringiðu

Sigurður fæddist í Reykjavík 10.6. 1965 og ólst upp í Laugarneshverfinu frá þriggja ára aldri: „Ég var í Vatnaskógi og Íþróttaskólanum að Leirá en að öðru leyti aldrei í sveit. Hins vegar var Laugardalurinn sveitin okkar strákanna. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 51 orð | 1 mynd

Kristrún Helga Marinósdóttir

30 ára Kristrún býr á Tálknafirði, lauk BA-prófi í félagsfræði og stundar nú MEd-nám í kennslufræðum grunnskóla við HÍ. Maki: Arilíus Marteinsson, f. 1984, fangavörður við Litla-Hraun. Börn: Erla Maren, f. 2008; Ragna Evey, f. 2011, og Elmar Ottó, f. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 51 orð | 1 mynd

Linda Marín Styff

30 ára Linda býr í Kópavogi og er fjármálastjóri hjá Einar P og Kó. Maki: Sigurður Rúnar Guðmundsson, f. 1982, byggingatæknifræðingur hjá Já – Verk. Börn: Amelía Ísól, f. 2010, og Tristan Styff, f. 2011. Foreldrar: Jónína Sesselja Gísladóttir, f. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 63 orð

Málið

Það þykir gefa nöfnum á borð við Óttar og Steinar sterkari svip að bæta r -i við þau: Óttarr , Steinarr . En þetta mikilúðlega yfirbragð flyst ekki milli falla: um „Óttarr“ ... og til „Óttarrs“. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 16 orð

Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því...

Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því. (Lúk.... Meira
10. júní 2015 | Árnað heilla | 234 orð | 1 mynd

Skáldsaga fyrir börn kemur út í haust

Gerður Kristný rithöfundur er að ljúka við skáldsögu fyrir börn á aldrinum 8-11 ára sem kemur út í haust. „Hún verður með hryllingsívafi. Ég fékk hugmyndina á ferðalagi um Bandaríkin í fyrra þar sem ég hnaut um óhugnanlega leikfangabúð. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 165 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Anna Júlíusdóttir Helga Hermóðsdóttir 80 ára Hrafn Þórisson Jóhann B. Meira
10. júní 2015 | Fastir þættir | 310 orð

Víkverji

Reykjanesið hefur upp á ýmislegt að bjóða annað en Keflavíkurflugvöll, helstu undankomuleiðina frá Íslandi. Víkverji átti um daginn leið til Keflavíkur og ákvað að nota ferðina til að skoða sig um. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 115 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

10. júní 1789 Jarðskjálftahrina hófst á Suðurlandi, frá Selvogi til Þingvalla. Í heila viku voru skjálftar með allt að tíu mínútna millibili. Meira
10. júní 2015 | Í dag | 45 orð | 1 mynd

Þorsteinn Ingi Sveinsson

30 ára Þorsteinn ólst upp á Borðeyri, býr í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Tækiniskólanum og starfar við Landsbankann. Unnusta: Brynja Ingimarsdóttir, 1986, starfsmaður hjá VÍS. Sonur: Breki Snær, f. 2011. Foreldrar: Sveinn Karlsson, f. Meira

Íþróttir

10. júní 2015 | Íþróttir | 202 orð

Allt farið að líta betur út á Jaðri

„Það hefur meira gerst á síðustu þremur dögum en síðustu þremur vikum,“ segir Ásgeir Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, um stöðuna á Jaðarsvelli þeirra Akureyringa en rétt rúm vika er nú þar til Íslandsmótið í holukeppni fer þar... Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Brand ráðgjafi í Japan

Heiner Brand, fyrrverandi landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik karla, hefur tekið að sér að vera ráðgjafi japanska handknattleikssambandsins á uppbyggingu íþróttarinnar í landinu fyrir Ólympíuleikana árið 2020. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 1056 orð | 4 myndir

Ekki ráð nema í tíma sé tekið

Fréttaskýring Kristján Jónsson kris@mbl.is Nú þegar er orðið ljóst að minnst þrír íslenskir íþróttamenn geta verið á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu á næsta ári. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 517 orð | 2 myndir

Erfitt að hafa mikið sjálfstraust í svona stöðu

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég er mjög ánægður með að hafa spilað á Spáni í vetur og fengið að kynnast því að spila í einni af fjórum bestu deildum heims,“ sagði framherjinn Alfreð Finnbogason við Morgunblaðið í gær. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Fá kollur fyrir mörk gegn Íslandi

Það er ekki síður til mikils að vinna fyrir tékkneska stuðningsmenn eins og landslið þeirra gegn Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins á föstudagskvöldið. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 501 orð | 1 mynd

Fleiri leikmenn þurfa að þora núna

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þeir spiluðu þetta mjög vel síðast og áttu svör við öllu því sem við gerðum. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 298 orð | 1 mynd

Fylkir jafnaði úr hornspyrnu

Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Á Akureyri var lið Fylkis í heimsókn og uppskáru Árbæingar ágætlega. Eftir mikinn baráttuleik deildu liðin stigum í 1:1 jafntefli. Þór/KA komst því ekki á topp deildarinnar en liðið er þó enn taplaust í deildinni. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Þorbjörn Jensson stýrði íslenska karlalandsliðinu í handknattleik til sigurs gegn Makedóníu í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM í Frakklandi 10. og 11. júní 2000. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – KR 18 1. deild kvenna: Húsavíkurv.: Völsungur – Höttur 19 Grindavíkurv. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 360 orð | 2 myndir

Króatinn Slaven Bilic hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska...

Króatinn Slaven Bilic hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham til þriggja ára. Hann tekur við af Sam Allardyce sem hætti störfum eftir nýliðið tímabil. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Lengri samningur hjá Geir

Geir Sveinsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins SC Magdeburg, hefur framlengt samning sinn við félagið fram á mitt árið 2017, en samningurinn sem Geir skrifaði undir í fyrra, þegar hann kom til liðsins frá Austurríki, gilti fram á mitt næsta ár. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 325 orð | 1 mynd

Pepsi-deild kvenna Þór/KA – Fylkir 1:1 Sandra María Jessen 43...

Pepsi-deild kvenna Þór/KA – Fylkir 1:1 Sandra María Jessen 43. – Sandra Sif Magnúsdóttir 88. *Þrír leikir hófust kl. 19.15, Breiðablik – Stjarnan, Valur – Selfoss og Þróttur R. – Afturelding. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Reiknar með að vera klár

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, á ekki von á öðru en að hann verði leikfær á föstudag þegar Ísland mætir Tékklandi á Laugardalsvellinum. Meiðsli sem hann varð fyrir um síðustu helgi reyndust minni en óttast var í fyrstu. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 470 orð | 2 myndir

Sigur léttir róðurinn

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við verðum að fara í þennan leik af fullri alvöru,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið um viðureignina við Ísrael í Tel Aviv síðdegis í dag. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Skarð er fyrir skildi

Talsverð afföll eru í austurríska landsliðinu í handknattleik karla, sem Patrekur Jóhannesson þjálfar, en Austurríkismenn taka á móti Spánverjum í kvöld í Innsbruck í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Sommer með eina markið

Franska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði af krafti á heimsmeistaramótinu í Kanada í gær þegar það vann enska landsliðið, 1:0, í hörkuleik í Moncton. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Stjarnan fer í forkeppnina

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslandsmeistarar Stjörnunnar þurfa að fara í forkeppni fyrir Meistaradeild kvenna í knattspyrnu síðar í sumar en fá ekki beint sæti í 32ja liða úrslitum eins og Íslandsmeistarar hafa fengið sjálfkrafa undanfarin sex ár. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Söguleg þrenna í Kanada

Gaëlle Enganamouit skráði nafn sitt í sögubækurnar í fyrrakvöld þegar hún varð fyrst afrískra kvenna til að skora þrennu í lokakeppni heimsmeistaramóts. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Vafi leikur á með Bjarka

Vafi lék á í gær hvort varnarjaxlinn Bjarki Már Gunnarsson gæti beitt sér að fullum krafti með íslenska landsliðinu í dag þegar það mætir landsliði Ísraels í undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik. Meira
10. júní 2015 | Íþróttir | 249 orð | 1 mynd

Þó að Gylfi Þór Sigurðsson verði seint talinn sá yfirlýsingaglaðasti eða...

Þó að Gylfi Þór Sigurðsson verði seint talinn sá yfirlýsingaglaðasti eða kjaftforasti í viðtölum fyrir fótboltaleiki þá dylst engum sem sér hann innan vallar að þarna er maður með mikið keppnisskap. Meira

Ýmis aukablöð

10. júní 2015 | Blaðaukar | 803 orð | 5 myndir

Nóg um að vera fyrir krakka og fullorðna

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Áherslan á þetta í ár er að þetta verði fyrst og fremst fjölskylduhátíð með nóg um að vera fyrir krakka og fullorðna. Meira
10. júní 2015 | Blaðaukar | 937 orð | 4 myndir

Presturinn Jóna ekur um þorpið á Patrol

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eftir tæp tuttugu ár í Grindavík, þar sem séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir var sóknarprestur – og bæjarstjóri undir lokin, venti hún sínu kvæði í kross og svaraði köllun sinni sem prestur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.