Greinar laugardaginn 13. júní 2015

Fréttir

13. júní 2015 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Allir vegir liggja til Rómar

Barn horfir djúpt í linsu ljósmyndara AFP á meðan foreldrar þess hvíla sig undir trjám á torgi við hlið Tiburtina-lestarstöðvarinnar í Róm. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 323 orð | 3 myndir

Áreksturinn olli töluverðum skemmdum

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ljóst er að töluverðar skemmdir urðu á varðskipunum Þór og Tý á fimmtudag þegar rússneska skólaskipið Kruzenshtern hugðist halda úr Reykjavíkurhöfn, þar sem varðskipin lágu hlið við hlið. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Á toppi riðilsins eftir sigur á Tékkum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu komst í gærkvöld í efsta sæti A-riðils undankeppni Evrópumótsins með því að sigra Tékka 2:1 í toppslag á Laugardalsvellinum. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið eins og sjá má hér fyrir ofan. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 847 orð | 2 myndir

„Brýnt er að bregðast við“

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verkfall stéttarfélaga innan BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) hefur þegar valdið miklu tjóni á mörgum sviðum og viðræður reynst árangurslausar. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Bæta ásýnd miðbæjar Akraness fljótt og vel

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafið er átak bæjaryfirvalda og íbúa til að bæta ásýnd miðbæjar Akraness. Bærinn veitir húseigendum við tvær götur styrki til að gera við og mála hús sín að utan. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Ekki raunhæft að greiða halla HSA upp á fáum árum

„Mér sýnist staðan vera sú að við séum nokkurn veginn á pari. Vonandi erum við að ná þeim umskiptum sem þarf en það getur alltaf eitthvað óvænt komið upp,“ segir Kristín Björg Albertsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, HSA. Meira
13. júní 2015 | Erlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Fengu greitt fyrir að snúa aftur

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Áströlsk yfirvöld borguðu áhöfn smyglbáts, sem var á leið með fólk frá Indónesíu til Ástralíu, fyrir að snúa aftur við til Indónesíu. Þetta fullyrðir James Lynch, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Fóru að sjá „Strákana okkar“ í Laugardal í gærkvöldi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fylgdust með viðureign Íslands og Tékklands í forkeppni Evrópumótsins í gærkvöldi. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Fór yfir afnám hafta og lækkun skulda ríkisins

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir afnám fjármagnshafta, efnahagsmál og lækkun skulda ríkisins á næstunni á fjölmennum fundi í Valhöll í gær. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Færri útskrifast á Bifröst og hjá HA

Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Brautskráning nemenda fer fram í dag frá Háskólanum á Akureyri og á Bifröst. Frá Akureyri útskrifast 322 nemendur, 232 úr grunnnámi og 90 úr framhaldsnámi. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Gerist ekki oft að kjaradeilur endi hjá gerðardómi

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gerðardómur mun ákveða kaup og kjör hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM náist ekki samningar fyrir 1. júlí, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar að lögum sem stöðva verkfallsaðgerðir þeirra. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Göngu lögregluþjóns frá Keflavík til Hofsóss lýkur í dag

Sigvaldi Arnar Lárusson, lögregluþjónn í Keflavík og göngugarpur, gengur frá Sauðárkróki til Hofsóss í dag og klárar þar með göngu sína sem hófst í Keflavík fyrir rúmri viku. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson blaðamaður lést 11. júní á heimili sínu í Reykjavík, 65 ára að aldri, eftir langa baráttu við lungnasjúkdóm. Halldór fæddist á Akureyri 1. júlí árið 1949. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 653 orð | 4 myndir

Hrifluhrúturinn heitir Dreki

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Samkomulag okkar bræðranna er gott og búskapur gengur vel. Uppskriftin að slíku er auðvitað sú að hver sé sáttur við sitt hlutskipti, að vinátta sé til staðar og að sýnd sé tillitssemi. Meira
13. júní 2015 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Hætta við rannsókn

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Yfirvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að hætta að rannsaka meintar hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna á síma kanslarans Angelu Merkel. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Kjaramálin á ekki að ræða af léttúð

Ekki komu nein skýr svör í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í gær á Alþingi, hvers vegna Sigurður Ingi Jóhannsson hefði verið framsögumaður frumvarpsins. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Kjartan var til viðtals í Krónunni

„Yfirleitt kemur fólk í viðtalstíma til okkar borgarfulltrúanna niður í ráðhús, en við ákváðum að prófa aðra nálgun við að heyra hvað helst brennur á borgarbúum,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira
13. júní 2015 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Kvaðrilljónir fyrir fimm Bandaríkjadali

Seðlabanki Simbabve vinnur nú að því að skipta út gjaldmiðli landsins fyrir erlenda miðla, sem hafa verið notaðir fyrir flest viðskipti síðan árið 2009. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 628 orð | 4 myndir

Leysingar eru byrjaðar á hálendinu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Leysingar eru byrjaðar á hálendinu en þar snjóaði víða mikið í vetur. Vel sést á myndunum sem teknar voru fyrir um tveimur vikum hve mikill snjór var í Landmannalaugum og þar í kring. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Mannréttindamál að lífeyrir hækki

Neikvæð viðbrögð fjármálaráðherra, við því sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík kallar eðlilega leiðréttingu lífeyris aldraðra í kjölfar nýrra kjarasamninga, eru hörmuð í ályktun félagsins. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Milljarða framkvæmdir við Bryggjuhverfið

Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Bryggjuhverfisins í Grafarvogi í Reykjavík. Kostnaður við verkefnið hleypur á milljörðum króna. Félagið ÞG Verk sér um uppbygginguna og verða 185 íbúðir í fyrri áfanga og 95 íbúðir í þeim síðari, alls 280 íbúðir. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Nemar öðlast innsýn

Á dögunum útskrifaðist fyrsti árgangur Marels-vinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands. Þetta nám er tilsniðið að þörfum fiskvinnslunnar sem verður æ tæknivæddari með áherslu á gæði og hámarksnýtingu hráefnis. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 342 orð | 2 myndir

Nýr bátur til Hornafjarðar

Bæjarlífið Albert Eymundsson Höfn Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur að venju. Á hátíðarsamkomunni voru Sigtryggur Benedikts og Haukur Helgi Þorvaldsson heiðraðir fyrir störf sín og þátttöku í sjávarútvegi. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 524 orð | 3 myndir

Orkan verði nýtt í þágu íbúa héraðsins

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirhuguð stækkun Blönduvirkjunar skapar góðar forsendur fyrir nýtingu orkunnar í þágu atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 232 orð | 2 myndir

Óvissa um orlofsgreiðslur

Óvissa ríkir um orlofsgreiðslur til starfsmanna í verkfalli. Almenna reglan er sú að fólk í verkfalli ávinnur sér ekki orlof í verkfalli og ekki er greitt í lífeyrissjóð á meðan. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

RAX

Náttúrunnar listaverk Þessa mynd tók Ragnar Axelsson á flugi sínu yfir Þjórsárósa á dögunum og sýnir hún glögglega hversu mikið listaverk náttúran skapar með samsetningu lita og... Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Ráðherra krafinn svara

Á Alþingi í gær var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra krafinn svara af Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar, um hvað hann ætlaði að gera varðandi þann mönnunarvanda sem væri í heilbrigðiskerfinu. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Ryðja veginn til Landmannalauga

„Við erum að byrja að feta okkur áfram en eigum eftir að sjá hvernig ástandið er þarna innar,“ segir Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegerðarinnar. Meira
13. júní 2015 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Sameinast í baráttu gegn Boko Haram

Fimm Afríkulönd hafa samið um að setja á laggirnar sameinað herlið undir forystu Nígeríu til að berjast gegn samtökum íslamista, Boko Haram. Leiðtogar landanna náðu samningum um þetta á ráðstefnu nýkjörins forseta Nígeríu, Muhammadu Buhari. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Samstarf aldraðra og sveitarfélaga eflt

Nýlega hafa verið stofnuð mörg svokölluð öldungaráð innan sveitarfélaga landsins þar sem eldri borgarar í sveitarfélaginu geta komið málum sínum á framfæri við sveitastjórnir. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 349 orð | 2 myndir

Seðlabankinn tekur upp „framsýna leiðsögn“

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seðlabanki Íslands er að færast í átt til þess að gefa út stýrivaxtaferil til framtíðar, eftir að látið slíkt ógert á síðustu árum. Meira
13. júní 2015 | Erlendar fréttir | 112 orð

Skáru á leiðslur og drápu lögreglu

Liðsmenn FARC-skæruliðasamtakanna í Kólumbíu hafa skotið þrjá lögreglumenn til bana og skorið á rafmagnsleiðslur til heimila 500.000 manna, samkvæmt upplýsingum frá kólumbíska hernum. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 182 orð

Skörð í sjávarkambi skapa vandamál

Í vikunni var efnt til fundar í Þorlákshöfn um Kambinn, sem er hár sjávarkambur milli Óseyrarbrúar og Þorlákshafnar. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 534 orð | 2 myndir

Stígvél á flugi í sveitinni

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Aðalheiður Kjartansdóttir í Héraðssambandi Þingeyinga sigraði í stígvélakasti á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík í fyrra og ætlar að reyna að verja titilinn á Blönduósi, þar sem Landsmótið verður 26.-28. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 404 orð | 4 myndir

Stækkun Bryggjuhverfisins er hafin

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Bryggjuhverfisins í Grafarvogi í Reykjavík. Kostnaður við verkefnið hleypur á milljörðum króna. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 388 orð | 13 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

San Andreas Jarðskjálfti ríður yfir Kaliforníu og þarf þyrluflugmaðurinn Ray að bjarga dóttur sinni. Metacritic 43/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 210 orð

Verði að lögum í dag

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Ég miða við að klára lagasetninguna á morgun [í dag],“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Verkefnin sem bíða eru sögð bæði stór og brýn

„Verkefnin sem sinna þarf eru mörg og fjölbreytt. Einkum eru það viðgerðir og viðhald á vegum sem við í Húsavíkurflokknum höfum með höndum og nú er mikið framundan,“ segir Jón Ingólfsson hjá Vegagerðinni á Húsavík. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 93 orð

Verkfallslok hafa áhrif á verðbólguna

Nú, þegar útlit er fyrir að verkfalli lögfræðinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík ljúki, munu þinglýsingar hefjast að nýju en engir kaupsamningar hafa verið þinglesnir frá því í byrjun apríl. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Vilja að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu

Ákæruvaldið hefur gert kröfu um að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari víki sæti í Aurum-málinu. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Vilja sjá orkuna nýtta heima í héraði

Í skýrslu um atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu, sem unnin var af Verkefnisstjórn A-Hún., kemur fram það álit að eðlilegt sé að öll orka Blönduvirkjunar nýtist í þágu heimamanna. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 497 orð | 2 myndir

Vonbrigði og reiði meðal félaga í BHM og Fíh

Benedikt Bóas Andri Steinn Hilmarsson Búist er við að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verði samþykkt í dag. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Vonir bundnar við markaðsstofu

Magnús Bjarni Baldursson hefur verið ráðinn verkefnastjóri nýrrar Markaðsstofu Hafnarfjarðar til næstu sex mánaða. Alls 60 manns sóttu um starfið. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Yfir 300 tonn af borkjörnum til Breiðdalsvíkur

Ákveðið hefur verið að flytja borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands frá Akureyri til Breiðdalsvíkur og hefur ríkisstjórnin samþykkt fimm milljóna króna fjárveitingu vegna flutningsins. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Þúsundir dauðra skepna

Brynja Dögg B. Guðmundsdóttir brynjadogg@mbl.is Í kjölfar umræðunnar að undanförnu hefur tilkynningum um ærdauða til Landssamtaka sauðfjárbænda fjölgað verulega. Meira
13. júní 2015 | Innlendar fréttir | 95 orð

Örþon með frjálsri aðferð á Geysisdegi

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í fimmta sinn í dag, laugardag. Klúbburinn Geysir stendur fyrir deginum, en Geysir er fyrir fólk sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða. Meira

Ritstjórnargreinar

13. júní 2015 | Leiðarar | 596 orð

Eymd eða uppgangur?

Kjör fara batnandi á Íslandi en þó sjá margir ekki annað en svartnætti Meira
13. júní 2015 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Ótvíræð arðsemi í orkuframleiðslu

Orkuverð skiptir Íslendinga miklu máli og Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, gerir það að umfjöllunarefni í pistli á mbl.is. Því er iðulega haldið fram að verð á orku til stóriðju sé allt of lágt hér á landi. Meira

Menning

13. júní 2015 | Myndlist | 236 orð | 1 mynd

35 þúsund áhorfendur á Listahátíð í ár

„Um 400 listamenn víðs vegar að komu fram eða sýndu verk sín, með þátttöku 35 þúsund áhorfenda að frátöldum þeim tugþúsundum manna sem ætla má að hafi séð verk Guerrilla girls í miðborginni,“ segir m.a. Meira
13. júní 2015 | Myndlist | 142 orð | 1 mynd

Að bjarga heiminum opnuð á Hjalteyri

Sýningin Að bjarga heiminum verður opnuð í dag kl. 14 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningin er öllum opin til þátttöku og hefur á sjöunda tug listamanna boðað þátttöku sína, íslenskir og erlendir, þ.ám. Meira
13. júní 2015 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Atlantic Piano Duo leikur í Kaldalóni

Atlantic Piano Duo, skipað píanóleikurunum Kristínu Jónínu Taylor og Bryan Stanley, heldur tónleika í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl. 19.30. Meira
13. júní 2015 | Myndlist | 595 orð | 2 myndir

„Lengi verið heilluð af japanskri list“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Titill sýningarinnar er Endurvarp sem vísar til þess að hún endurspeglar ferli og áhrif sem ég hefur unnið með og upplifað að undanförnu,“ segir myndlistarkonan Mireya Samper sem í dag kl. Meira
13. júní 2015 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Er frelsið allt sem skiptir máli?

Ótal leiðir eru nú færar til að horfa á sjónvarpsþætti og myndir. Enginn þarf að vera háður hefðbundnum sjónvarpsstöðvum því mikið af efni er hægt að nálgast – með löglegum leiðum – á netinu og gegnum sérstakar efnisveitur. Meira
13. júní 2015 | Tónlist | 781 orð | 3 myndir

Hörundsár

Tónlist og textar eftir Of Monsters and Men. Sveitin stýrði upptökum ásamt Rich Costey. Record Records/Republic Records gefa út, 2015. Meira
13. júní 2015 | Tónlist | 506 orð | 5 myndir

Kraftur í kvennakögglum

Anna Þorvaldsdóttir: Dreymi. Jórunn Viðar: Slátta, píanókonsert. Amy Beach: Gelíska sinfónían (ísl. frumfl.). Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Ligia Amadio. Fimmtudaginn 11. júní 2015. Meira
13. júní 2015 | Tónlist | 52 orð | 1 mynd

Kvartett Reynis á Jómfrúartorgi

Kvartett víbrafónleikarans Reynis Sigurðssonar leikur á tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kl. 15 á Jómfrúartorgi. Meira
13. júní 2015 | Kvikmyndir | 80 orð | 1 mynd

Leikarinn Cristopher Lee látinn

Enski leikarinn Cristopher Lee lést sunnudaginn sl., 93 ára að aldri. Leikferill hans spannaði nær 70 ár og vakti hann upphaflega athygli í hlutverkum illmenna í Hammer-hryllingsmyndunum og þá einkum fyrir túlkun sína á Drakúla greifa. Meira
13. júní 2015 | Tónlist | 451 orð | 3 myndir

Margt býr í djúpinu

Ask the Deep er önnur breiðskífa Sóleyjar Stefánsdóttur. Hún sér um söng og röddun, ásamt því að leika á píanó, orgel, hljóðgervla, omnichord og harmonikku og sjá um áslátt. Meira
13. júní 2015 | Myndlist | 72 orð | 1 mynd

Momentum 8 opnaður í Moss í Noregi

Norski samtímamyndlistartvíæringurinn Momentum 8 verður settur í dag í borginni Moss í Noregi með tónleikum eins af listamönnum tvíæringsins, Svíans Zahla. Meira
13. júní 2015 | Tónlist | 170 orð | 1 mynd

Notar hljóð líkt og málari notar liti

Japanski listamaðurinn Tomoo Nagai heldur tónleika í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, á morgun kl. 17. Nagai segist nota hljóð á svipaðan hátt og málari notar liti – til að fylla rými. Meira
13. júní 2015 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Ornette Coleman látinn

Altósaxófónleikarinn og tónskáldið Ornette Coleman, einn af risum núdjassins, er látinn, 85 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. Meira
13. júní 2015 | Tónlist | 144 orð | 1 mynd

Plata OMAM náði fyrsta sæti á iTunes

Önnur hljómplata hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Beneath the Skin, náði 1. sæti á metsölulista hljómplatna á vef iTunes í fyrradag. Meira
13. júní 2015 | Myndlist | 99 orð | 1 mynd

Whiteless opnuð í Hafnarhúsi

Sýningin Whiteless verður opnuð af Kunstschlager í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag kl. 15. Meira

Umræðan

13. júní 2015 | Aðsent efni | 817 orð | 2 myndir

Heilbrigðis- og félagsþjónusta í fjötrum fortíðar

Eftir Pálma V. Jónsson og Svönu Helen Björnsdóttur: "Það ræður enginn einn faghópur við að veita eldra langveiku fólki heildstæða þjónustu." Meira
13. júní 2015 | Pistlar | 412 orð | 2 myndir

Með tungutaki 13. aldar

Undur mikið hversu mart þú kannt ljúga, mælti hún. En það er ástmerki kallað ef maður lýgur að konu og talar eigi satt; og þá ann kona manni er hún trúir honum þó að hún viti hann ljúga; og er gott að heyra þig ljúga: Ljúgðu. Meira
13. júní 2015 | Pistlar | 860 orð | 1 mynd

Nýtt „landnám“ í hinum dreifðu byggðum?

Fordæmi Jónasar í Fagradal og Elínar Öglu í Árneshreppi Meira
13. júní 2015 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Varðandi verkfall starfsmanna Landspítala

Eftir Sindra Einarsson: "Ég skora því á stjórnendur flokksins að setja lög á þessi verkföll og vísa deilunni til kjaradóms." Meira
13. júní 2015 | Pistlar | 508 orð | 1 mynd

Það liggur eitthvað í loftinu...

Í dag er ég vongóð. Það liggur eitthvað spennandi í loftinu. Það er kvenkyns orka að leysast úr læðingi, bæði hérlendis og erlendis, og í dag er ég glöð og vongóð. Ég er femínisti en ég er ekki eins og allir aðrir femínistar; við erum alls konar. Meira
13. júní 2015 | Pistlar | 314 orð

Því hertóku Bretar ekki Ísland?

Anna Agnarsdóttir prófessor hefur sýnt fram á að breskir áhrifamenn vildu í lok 18. aldar og byrjun hinnar 19. leggja Ísland undir Bretaveldi og að Bretastjórn velti því tvisvar alvarlega fyrir sér. Meira

Minningargreinar

13. júní 2015 | Minningargreinar | 676 orð | 1 mynd

Ásdís Kristjánsdóttir

Ásdís Kristjánsdóttir fæddist í Klambraseli í Aðaldal 16. júlí 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 3. júní 2015. Foreldrar Ásdísar voru Kristján Jóhannesson bóndi í Klambraseli, f. 29. nóvember 1892, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2015 | Minningargreinar | 387 orð | 1 mynd

Ásta Eyjólfsdóttir

Ásta Eyjólfsdóttir fæddist 21. júní 1911. Hún lést 25. maí 2015. Útför Ástu fór fram 9. júní 2015. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2015 | Minningargreinar | 1948 orð | 1 mynd

Jón Rafn Oddsson

Jón Rafn Oddsson (Rabbi) fæddist á Þykkvabæjarklaustri, V-Skaft., 24. maí 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 7. júní 2015. Foreldrar hans voru Oddur Jónsson, f. 26.3. 1894, d. 15.5. 1968, og Ágústa Jónsdóttir, f. 23.6. 1899, d. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2015 | Minningargreinar | 471 orð | 1 mynd

Matthildur Jónsdóttir

Matthildur Jónsdóttir fæddist á Akranesi 11. júlí 1942. Hún lést á dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd 5. júní 2015. Foreldrar hennar voru Jón Hall Magnússon, f. 25. ágúst 1910 á Broddadalsá í Fellshreppi, Strandasýslu, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2015 | Minningargreinar | 1178 orð | 1 mynd

Petra Ósk Gísladóttir

Petra Ósk Gísladóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 6. júní 2015. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason verslunarmaður, f. 5.2. 1892 á Valdastöðum í Kjós, d. 1973, og Guðlaug Magnúsdóttir, f. 17.4. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2015 | Minningargreinar | 20 orð | 1 mynd

Sigurður Þröstur Hjaltason

Sigurður Þröstur Hjaltason fæddist 26. júlí 1960. Hann lést 13. júní 2005. Útför hans var gerð 18. júní 2005. mbl.is/minningar Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2015 | Minningargrein á mbl.is | 1019 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurður Þröstur Hjaltason

Sigurður Þröstur Hjaltason fæddist 26. júlí 1960. Hann lést 13. júní 2005 og var útför hans gerð 18. júní 2005. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2015 | Minningargreinar | 218 orð | 1 mynd

Valgarður Agnar Jónsson

Valgarður Agnar Jónsson fæddist 9. febrúar 1929. Hann lést 30. maí 2015. Útför hans fór fram 5. júní 2015. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 208 orð | 1 mynd

Áform um samruna í laxeldi

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um samruna Fjarðalax og Arctic Fish. Í samtali við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra Arctic Fish, kemur fram að mjög náið samstarf hafi verið á milli fyrirtækjanna frá upphafi. Meira
13. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 42 orð | 1 mynd

Draumastarfið

„Ég hlakka til á hverjum morgni að mæta til starfa, enda starfar samheldinn hópur á skrifstofunni og sem betur fer er starfsfólkið í góðum tengslum við félagsmenn. Það eru forréttindi að fara fyrir slíku félagi. Meira
13. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 63 orð | 1 mynd

Eva Sóley verður fjármálastjóri Advania

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Advania á Íslandi frá og með 1. júlí. Eva Sóley hefur undanfarið ár gegnt starfi forstöðumanns á fjármálasviði hjá Össuri, en starfaði áður lengst af hjá Kaupþingi, m.a. Meira
13. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Fitch hækkar ekki lánshæfiseinkunnina að sinni

Framlagning aðgerðaráætlunar til losunar fjármagnshafta er jákvæð fyrir lánshæfi Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch Ratings í gær. Meira
13. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 531 orð | 2 myndir

Spá verðbólgu yfir 3% áður en árið er á enda

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Greiningardeildir bankanna hafa allar birt verðbólguspá sína fyrir júnímánuð og gera þær ráð fyrir að ársverðbólgan verði á svipuðum slóðum og í síðasta mánuði. Meira
13. júní 2015 | Viðskiptafréttir | 138 orð | 1 mynd

Tölvur skapi tækifæri

Stjórnendur Kópavogsbæjar afhentu í vikunni 500 spjaldtölvur til kennara í grunnskólum bæjarins. Meira

Daglegt líf

13. júní 2015 | Daglegt líf | 141 orð | 1 mynd

Dagur hinna villtu blóma

Flóruvinir, sem eru samstarfshópur sjálfboðaliða um rannsóknir á íslensku flórunni og verndun hennar, halda upp á samnorrænan Dag villtra blóma á morgun, sunnudaginn 14. júní. Boðið verður upp á tvær leiðsagðar gönguferðir um náttúruna í borgarlandinu. Meira
13. júní 2015 | Daglegt líf | 143 orð | 1 mynd

Endurhanna flíkur, leita að andlitum og kynnast tæknibrellum

Tækniskóli Íslands verður næstu tvær vikurnar undirlagður af fjölbreyttum námskeiðum fyrir ungt fólk, 12 til 16 ára. Boðið er upp á sex vikulöng námskeið, sem haldin eru annars vegar vikuna 15.-19. júní og hins vegar 22.-26. júní. Meira
13. júní 2015 | Daglegt líf | 149 orð | 1 mynd

Konur spretta úr spori í eyju

Ef veðurspár ganga eftir viðrar vel til kvennahlaups í Viðey sem ÍSÍ efnir til í sjötta sinn kl. 10.45-13.00 í dag. Spáð er sól og hægum vindi. Meira
13. júní 2015 | Daglegt líf | 1129 orð | 5 myndir

Mér finnst gaman að vera ófullkominn

Snorri Ásmundsson hefur engan áhuga á því hvað öðrum finnst um hann og hann er óhræddur við að fara sínar eigin leiðir í listsköpun sinni. Hann er sjálfmenntaður og lætur flæðið ráða för. Hann segir óttann allt of oft stýra manninum og stærsta fangelsið sé hræðslan við álit annarra. Meira
13. júní 2015 | Daglegt líf | 80 orð | 2 myndir

Vestfirsk þorp í bókmenntum

Hin árlega bókmenntadagskrá Vestanvindar verður kl. 17 á morgun, sunnudag í Edinborg menningarmiðstöð á Ísafirði. Meira

Fastir þættir

13. júní 2015 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

100 ára

Hinn 16. júní nk. verður hundrað ára Björg Baldvinsdóttir frá Eyrarlandi á Akureyri. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík milli kl. 15 og... Meira
13. júní 2015 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

1. d4 e6 2. g3 f5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 c6 5. 0-0 d5 6. c4 Bd6 7. b3 De7 8...

1. d4 e6 2. g3 f5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 c6 5. 0-0 d5 6. c4 Bd6 7. b3 De7 8. Bb2 b6 9. Dc1 Bb7 10. Ba3 Rbd7 11. Bxd6 Dxd6 12. Db2 0-0 13. Re5 Re4 14. Rd3 a5 15. Ra3 De7 16. Hac1 Df6 17. Hc2 Hfd8 18. Hfc1 h5 19. Rb1 h4 20. Rd2 hxg3 21. hxg3 c5 22. e3 cxd4 23. Meira
13. júní 2015 | Í dag | 23 orð

Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er...

Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Sl. 27:1. Meira
13. júní 2015 | Í dag | 552 orð | 3 myndir

Enn á fullu í lögmennsku

Ragnar fæddist í Reykjavík 13.6. 1935. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1955, stundaði nám á Spáni 1955-56, lauk embættisprófi í lögfræði við HÍ 1962, öðlaðist hdl.-réttindi 1962 og hrl.-réttindi 1966. Meira
13. júní 2015 | Í dag | 242 orð | 1 mynd

Eyjólfur Konráð Jónsson

Eyjólfur fæddist í Stykkishólmi 13.6. 1928. Foreldrar hans voru Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson, kaupmaður þar, og k.h., Sesselja Konráðsdóttir skólastjóri. Afi hennar í móðurætt var Hjálmur Pétursson alþingismaður. Meira
13. júní 2015 | Fastir þættir | 530 orð | 2 myndir

Jóhann efstur Íslendinganna á Sardiníu

Jóhann Hjartarson er efstur íslensku skákmannanna sem taka þátt í opna mótinu á Sardiníu sem nú stendur yfir. Eftir sjö umferðir er Jóhann með 5 vinninga og er í 4.-7. Meira
13. júní 2015 | Í dag | 60 orð

Málið

Spónn beygist í eintölu: um spón , frá spæni , til spóns (eða frá spóni , til spónar , en það telst ekki til fyrirmyndar). Fleirtalan: spænir , um spæni (eða spónar , um spóna , sem málfræðingar líta óhýru auga) frá spónum , til spóna . Meira
13. júní 2015 | Í dag | 1417 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Hin mikla kvöldmáltíð Meira
13. júní 2015 | Árnað heilla | 282 orð | 1 mynd

Notar sumarið í að sparsla og mála

Andrea Hjálmsdóttir er lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2009. „Sumarfríið er ekki alveg skollið á, hjá mér taka við greinaskrif nú þegar nemendurnir eru farnir út úr húsi. Meira
13. júní 2015 | Í dag | 404 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 95 ára Sigmar Magnússon 90 ára Margrét S. Jónsdóttir 85 ára Guðrún Guðjónsdóttir Victoría Finnbogadóttir 80 ára Auðunn J. Guðmundsson Harry Sampsted Óskar H. Meira
13. júní 2015 | Fastir þættir | 179 orð

Vanir menn. A-Enginn Norður &spade;G73 &heart;2 ⋄ÁG1073...

Vanir menn. A-Enginn Norður &spade;G73 &heart;2 ⋄ÁG1073 &klubs;D1062 Vestur Austur &spade;K95 &spade;Á6 &heart;754 &heart;98 ⋄D54 ⋄K9862 &klubs;9875 &klubs;ÁK43 Suður &spade;D10842 &heart;ÁKDG1063 ⋄-- &klubs;G Suður spilar 4&heart;. Meira
13. júní 2015 | Fastir þættir | 313 orð

Víkverji

Það er eitthvað svo sumarlegt að hoppa á trampólíni eða á fjaðurdýnu eins og samheitaorðabókin stingur upp á sem hinu prýðilega orði. Systir Víkverja, sem er búsett fyrir austan fjall, hringdi í hann á dögunum. Meira
13. júní 2015 | Í dag | 258 orð | 1 mynd

Vísir að hinu og þessu

Síðasta gáta var sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Seint í ágúst er hann ber. Einnig konungsheiti. Einatt bara byrjun er. Blað að hálfu leyti. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Lítill vísir verður ber, Vísir konungsheiti er. Vísi að ýmsu vinna fer. Meira
13. júní 2015 | Í dag | 112 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

13. júní 1922 Gengisskráning íslensku krónunnar hófst, en áður hafði krónan fylgt þeirri dönsku. 13. Meira

Íþróttir

13. júní 2015 | Íþróttir | 358 orð | 2 myndir

„Þetta er ólýsanlegt“

Í Laugardal Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Það er æðislegt að vera fyrir framan þessa áhorfendur sem styðja okkur hundrað prósent. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 1208 orð | 25 myndir

Einu risastóru skrefi nær

Í Laugardal Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Einu skrefi nær. Einu stóru skrefi nær. Einu risastóru skrefi nær takmarkinu. Ég ætla ekki að fara að svipast um eftir hentugum hótelum í Frakklandi næsta sumar alveg strax en það styttist í það. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 590 orð | 3 myndir

Glugginn til Ríó opnist

Handbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Boðað er til handboltaveislu í Laugardalshöll á morgun þar sem kvenna- og karlalið Svartfjallalands mæta stelpunum og strákunum okkar í þýðingarmiklum leikjum. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Guðrún með góða forystu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst eftir fyrsta hring í kvennaflokki á 3. móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi en leikið er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í fyrsta skipti. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 780 orð | 2 myndir

Hver eru rökin fyrir jafnteflum?

Viðhorf Kristján Jónsson kris@mbl.is Hvers vegna er boðið upp á valmöguleikann jafntefli í íþróttum? Þessi spurning hefur sótt æ oftar á mig undanfarið. Ef til vill vegna þess að ég hef aldrei heyrt hvaða rök búa að baki. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Hrafnhildur Guðmundsdóttir varð fimmfaldur Íslandsmeistari í sundi árið 1965 en MÍ lauk 13. júní. • Hrafnhildur fæddist 1942 og keppti lengst af fyrir ÍR. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Jafn leikur að mati Rosický

„Þetta eru augljóslega mikil vonbrigði, sérstaklega þar sem mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Jón Arnór í oddaleik í Barcelona

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Málaga jöfnuðu metin við Barcelona í gærkvöld í undanúrslitunum um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik en leikið var í Palacio de Deportes-höllinni í Málaga. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – FH S17 Nettóvöllur: Keflavík – Valur S19.15 Kópavogsv.: Breiðab. – Víkingur R S19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Samsungvöllur: Stjarnan – Þór/KA S16 1. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 223 orð | 2 myndir

Leikmenn Golden State Warriors rönkuðu heldur betur við sér í fyrrinótt...

Leikmenn Golden State Warriors rönkuðu heldur betur við sér í fyrrinótt eftir tvo slaka leiki gegn Cleveland og sýndu af hverju þeir voru besta lið NBA-deildarinnar í körfuknattleik í vetur. Golden State jafnaði metin í 2:2 með öruggum sigri, 103:82. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 284 orð

Sigurviljinn okkar megin

Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

Undankeppni EM karla A-RIÐILL: Ísland – Tékkland 2:1 Aron Einar...

Undankeppni EM karla A-RIÐILL: Ísland – Tékkland 2:1 Aron Einar Gunnarsson 55., Kolbeinn Sigþórsson 76. – Borek Dockal 55. Kasakstan – Tyrkland 0:1 Arda Turan 83. Lettland – Holland 0:2 Georginio Wijnaldum 67. Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Útisigrar Hollands og Tyrklands

Hollendingar og Tyrkir unnu mikilvæga útisigra í A-riðli undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í gær og setja því áfram pressu á Íslendinga og Tékka í slagnum um tvö efstu sætin í riðlinum sem gefa beinan þátttökurétt í lokakeppninni í Frakklandi á... Meira
13. júní 2015 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Þvílíkur munur að vera á landsleikjum á Laugardalsvelli á þessum síðustu...

Þvílíkur munur að vera á landsleikjum á Laugardalsvelli á þessum síðustu og bestu tímum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.