Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í fjórða skiptið í portinu fyrir aftan Kex Hostel við Skúlagötu á morgun, laugardag. Hefst hátíðin klukkan 12 á hádegi og stendur til miðnættis.
Meira
Í sumar hafa alls 192 verið ráðnir í afleysingar hjá HB Granda og dótturfélögum á starfsstöðvunum í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Þetta eru að uppistöðu til námsmenn sem fylla skörð þess fastráðna starfsfólks sem fer í sumarleyfi.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 450 orð
| 2 myndir
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hlauparar í Laugavegshlaupinu verða ræstir af stað í fyrramálið en alls eru 429 hlauparar eru skráðir til keppni í ár. Laugavegshlaupið var fyrst haldið árið 1997, en það fellur í flokk hlaupa sem nefnast utanvegahlaup.
Meira
Hlaupaleið Laugavegshlaupsins má skipta í fjóra hluta. Frá Landmannalaugum að Hrafntinnuskeri eru tíu kílómetrar með 500 metra hækkun, en Hrafntinnusker er hæsti punktur leiðarinnar. Kringum Hrafntinnusker geta keppendur búist við einhverjum snjó.
Meira
Tveir erlendir ferðamenn voru á flæðiskeri staddir og komust ekki í land við sunnanvert Snæfellsnes síðdegis í gær. Hratt flæddi að skerinu og var óskað eftir aðstoð. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og bjargaði fólkinu í land.
Meira
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 423,9 stig í apríl 2015 og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði þar á undan hækkaði vísitalan um 1,9% og síðastliðið ár hækkaði hún um 7,8%. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár.
Meira
Fimm ríki – Bandaríkin, Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland – hafa undirritað samning um bann við fiskveiðum í grennd við norðurheimskautið. Samningurinn var undirritaður í Ósló í gær, að sögn fréttaveitunnar Reuters.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 726 orð
| 5 myndir
Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ef áform um byggingar á Hörpureitnum svonefnda ná fram að ganga í miðborg Reykjavíkur þá bætast við byggingar sem jafngilda verslunarmiðstöðinni Smáralind í fermetrum talið.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 334 orð
| 1 mynd
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenskur vísindamaður telur sig hafa fundið raunhæfa aðferð til að beisla orku með köldum samruna. Fjallað var um niðurstöðurnar í ritrýndu eðlisfræðiriti sl. miðvikudag.
Meira
Múslímar halda hátíðina Eid al-Fitr í dag í tilefni af því að ramadan, föstumánuði þeirra, er lokið. Bangladessar sitja hér á troðfullri járnbrautalest í Dhaka á leið til átthaga sinna þar sem þeir ætla að halda hátíðina með ættmennum...
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 110 orð
| 1 mynd
Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík hefur nú kynnt dagskrá hátíðarinnar í ár sem hleypt verður af stokkunum 4. ágúst. Þemað í ár er heilsa og heilbrigði og miðast viðburðirnir við það.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 279 orð
| 1 mynd
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Rísi allar þær byggingar sem fyrirhugaðar eru á Hörpureitnum í miðborg Reykjavíkur verður flatarmál þeirra um 63 þúsund fermetrar. Það jafnast á við Smáralind í fermetrum talið.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 768 orð
| 1 mynd
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Veður hefur verið með kaldara móti fyrir norðan og austan það sem af er júlímánuði. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, skrifaði í fyrradag pistil á bloggsíðu sína (trj.blog.is) undir fyrirsögninni Fréttir af kuldatíðinni.
Meira
Fyrsta heimildarkvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra, The Show of Shows, var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Sheffield á dögunum og vakti umtalsverða athygli; The Guardian gaf henni til að mynda fjórar stjörnur.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 157 orð
| 1 mynd
Tilboð voru opnuð í gær í fullnaðarhönnun nýs meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala. Fjögur tilboð bárust og hið lægsta var 51% af kostnaðaráætlun upp á rúma 2,7 milljarða króna.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 354 orð
| 2 myndir
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áhugi á hönnun og nytjalist eykst stöðugt. Skilningurinn er meiri og fólki finnst gaman að sjá hvernig samtvinna má gæði og list í smíði og framleiðslu hluta sem við erum með í höndum á degi hverjum.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 523 orð
| 3 myndir
Dr. Ragnar Sigbjörnsson prófessor lést miðvikudaginn 15. júlí sl., 71 árs að aldri. Banamein Ragnars var krabbamein og lést hann í faðmi fjölskyldunnar. Ragnar fæddist í Borgafirði eystra hinn 7. maí 1944.
Meira
Inngangur Snæfellsjökull, sem er sögusvið bókarinnar Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne, er vinsæll ferðamannastaður og kannski birtast dyr í klettinum með aukinni...
Meira
Reykjavík Aníta Hjaltadóttir fæddist á Landspítalanum 10. júní 2015 kl. 09.00. Hún vó 3.560 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Hjalti Þór Heiðarsson og Kristín Jónsdóttir...
Meira
Margir Grikkir óttast að sparifé þeirra gufi upp í bönkunum og hafa brugðið á það ráð í skuldakreppu Grikklands að nota greiðslukort sín til að fjárfesta í lúxusvarningi, svo sem dýrum skartgripum og úrum.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 327 orð
| 1 mynd
Gylfi Ingvarsson, ráðgjafi samninganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík, segir kröfur álversins um aukna heimild til kaupa á verktakaþjónustu algjörlega óásættanlegar.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 158 orð
| 1 mynd
Dregið verður í dag í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins, því þriðja í röðinni. Þá mun einn heppinn áskrifandi fá glæsibifreið af gerðinni Mercedes-Benz BClass, með fjórhjóladrifi og 7Gtronic sjálfskiptingu.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 144 orð
| 1 mynd
Samskip hafa bætt við fjórða skipinu, Skaftafelli, í vöruflutninga milli Íslands og meginlands Evrópu. Fyrir eru Arnarfell, Helgafell og Hoffell á siglingaleiðinni. Með tilkomu Skaftafells hafa tvö skip félagsins nú viðkomu í Reykjavík í viku hverri.
Meira
Sumarhátíð tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn, Töfraljóss - ilmkertagerðar og Lindarinnar verður haldin á Selfossi um helgina. Hátíðin var fyrst haldin sumarið 2014. Í ár fékkst leyfi til að loka Fossheiðinni frá hringtorgi við Eyraveg að Gagnheiði.
Meira
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan starfsháttum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna framkvæmdar við úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 654 orð
| 2 myndir
Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Orkumálaráðherra Evrópu, fyrir hönd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lagt fram drög að nýrri stefnu Evrópusambandsins í orkumálum til opinberrar umfjöllunar.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 291 orð
| 1 mynd
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Saltver ehf. í Reykjanesbæ ætlar ekki að taka við meiri makríl fyrr en markaðsaðstæður skýrast. Fyrirtækið frysti tæp 1.500 tonn af makríl í fyrra.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 524 orð
| 3 myndir
Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Olís ætlar um verslunarmannahelg-ina að bjóða upp á bjór á bens-ínstöðvum sínum á leiðinni frá Reykjavík til Vestmannaeyja.
Meira
Eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum á Indlandi fyrir ári síðan hefur næstfjölmennasta ríki í heiminum lagt hart að sér við að efla viðskipti í landinu.
Meira
Símamótið 2015 var sett í Kópavogi í gærkvöldi og hefst keppnin í dag. Um er að ræða knattspyrnumót fyrir stúlkur í 5., 6. og 7. flokki. Þetta er stærsta knattspyrnumót stúlkna á landinu og er nú haldið í 31. sinn. Tæplega 2.
Meira
Yfirvöld í Mexíkó hafa lagt mikið kapp á að handsama eiturlyfjabaróninn Joaquín „El Chapo“ Guzmán sem strauk úr öryggisfangelsi í vesturhluta landsins með því að nota göng sem grafin voru frá klefa hans.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 390 orð
| 13 myndir
Magic Mike XXL Þrjú ár eru liðin síðan Mike hætti í nektardansinum á hátindi ferilsins. Hann og félagar hans í Kings of Tampa halda nú í ferðalag til Myrtle Beach til að setja á svið eina flotta sýningu í viðbót.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 162 orð
| 1 mynd
Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Selfossbíó hefur fengið leyfi fyrir sölu áfengis og munu því gestir bráðlega geta sötrað kaldan bjór með kvikmyndinni.
Meira
17. júlí 2015
| Innlendar fréttir
| 108 orð
| 1 mynd
Mbl. sagði frá því að Bæjarráð Reykjanesbæjar gerði „athugasemdir við þá aðferð sem beitt var þegar skoðaðir voru kostir fyrir staðsetningu innanlandsflugs og koma fram í skýrslu svokallaðrar Rögnunefndar.
Meira
Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir kemur fram ásamt kvintett sínum á sjöundu tónleikum sumarjazztónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu á morgun, laugardag, og hefjast þeir klukkan 15.
Meira
Auglýsingar geta verið fjarskalega gott sjónvarpsefni. Sumar eru reyndar svo dæmalaust vitlausar að um leið og næsti dagskrárliður hefst man enginn lengur hver boðskapurinn var.
Meira
Gjörningalistamaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Joe Gibbons var á dögunum dæmdur í New York til eins árs fangelsisvistar, fyrir að hafa rænt banka í Kínahverfinu þar í borg á gamlársdag í fyrra og hlaupið út með 1.002 dali.
Meira
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Innan um forvitna ferðamenn í Ráðhúsi Reykjavíkur mátti sjá Erling Jónsson, myndhöggvara, þeysast um milli verka sinna að þurrka af þeim, færa þau til og laga uppstillinguna.
Meira
Pólska sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur gengið frá sölu á kvikmyndinni Hrútum , í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, til margra Austur-Evrópulanda í kjölfar KVIFF-kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary í Tékklandi í byrjun mánaðains.
Meira
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það væri mjög gaman að sjá þetta hús þjóna listinni í framtíðinni,“ segir Klara Stephensen, annar sýningarstjóra listasýningarinnar Listeríu sem verður opnuð í dag.
Meira
Arthur Cave, 15 ára sonur ástralska tónlistarmannsins Nicks Cave, hrapaði á þriðjudag til bana, skammt frá heimili sínu í Brighton á suðurströnd Englands.
Meira
Dægurlagasöngvarinn Robbie Williams hélt á miðvikudag uppboð á ýmsum persónulegum eigum sínum og minjagripum, til styrktar líknardeild fyrir börn í Bretlandi.
Meira
Grafarræningjar brutust inn í grafhýsi fjölskyldu þýska kvikmyndaleikstjórans F.W. Murnau (1888-1931) skammt frá Berlín og fjarlægðu höfuðkúpu leikstjórans. Forstöðumenn kirkjugarðsins hafa staðfest að þjófnaðurinn átti sér stað.
Meira
Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Einn var sá draumur sem menn vildu sjá rætast en það var endurreisn Skálholtsstaðar. Í Skálholti var fólgin mikil saga kirkju og stjórnsýslu."
Meira
Eftir Kjartan Örn Kjartansson: "Ef ríkisstjórnin vill að munað verði eftir henni vegna góðra verka fyrir fólkið í landinu, þá þarf hún að taka til hendinni"
Meira
Baldur Böðvarsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 6. nóvember 1924. Hann lést á lungnadeild Borgarspítalans 1. júlí 2015. Baldur var sonur hjónanna Böðvars Bjarnasonar, f. 18. apríl 1872 á Reykhólum í Reykhólasveit, d. 11.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargreinar
| 1489 orð
| 1 mynd
Geir Viðar fæddist á Akureyri 10. júlí 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Svíþjóð 3. júlí 2015. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson og Sigurlaug Friðgeirsdóttir.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargreinar
| 1271 orð
| 1 mynd
Guðrún Árnadóttir fæddist á Lágafelli í Austur-Landeyjum 16. júlí 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold Garðabæ 1. júlí 2015. Foreldrar Guðrúnar voru Margrét Sæmundsdóttir talsímakona, f. 16. febrúar 1903, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargreinar
| 6271 orð
| 1 mynd
Ingibjörg Sigríður Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 22. október 1962. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 6. júlí 2015. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson, f. 26. mars 1922, d. 27. júní 1998, og Guðbjörg Valgeirsdóttir, f. 28. mars 1926, d.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargreinar
| 2607 orð
| 1 mynd
Jens Kristinsson var fæddur í Vestmannaeyjum 13. september 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 12. júlí 2015. Foreldrar Jens voru Kristinn Ástgeirsson fæddur í Litlabæ í Vestmannaeyjum 6. ágúst 1894, dáinn 31.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargreinar
| 1269 orð
| 1 mynd
Jóhann Bogi Guðmundsson fæddist í Reykjavík 4. desember 1941. Hann lést 5. júlí á Landspítalanum við Hringbraut, Reykjavík. Foreldrar Jóhanns Boga voru hjónin Guðný Bjarnadóttir húsfreyja, fædd í Stapadal, Arnarfirði, Vestur-Ísafjarðarsýslu 18.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargrein á mbl.is
| 1998 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Jóhann Bogi Guðmundsson fæddist í Reykjavík 4. desember 1941. Hann lést 5. júlí á Landspítalanum við Hringbraut, Reykjavík.Foreldrar Jóhanns Boga voru hjónin Guðný Bjarnadóttir húsfreyja, fædd í Stapadal, Arnarfirði, Vestur-Ísafjarðarsýslu 18.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargreinar
| 1713 orð
| 1 mynd
Karl Tryggvason fæddist að Hrappsstöðum í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 17. febrúar 1947. Hann varð bráðkvaddur 4. júlí 2015. Foreldrar hans eru Tryggvi Björnsson, f. 29. maí 1919, d. 2001 og Guðrún Ingibrektsdóttir, f. 15.
MeiraKaupa minningabók
Marta Kristín Ásgeirsdóttir fæddist á Akranesi 18. ágúst 1956. Hún lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 9. júlí 2015. Foreldrar hennar voru hjónin Ásgeir Kristinn Ásgeirsson, f. 6.5. 1931 í Reykjavík, d. 26.4.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargrein á mbl.is
| 1805 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Marta Kristín Ásgeirsdóttir fæddist á Akranesi 18. ágúst 1956. Hún lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 9. júlí 2015.Foreldrar hennar voru hjónin Ásgeir Kristinn Ásgeirsson, f. 6.5. 1931 í Reykjavík, d. 26.4.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargreinar
| 4349 orð
| 1 mynd
Martha María Sandholt fæddist í Reykjavík 8. desember 1919. Hún lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 10. júlí 2015. Foreldrar Mörthu Maríu voru hjónin Stefán Sandholt bakarameistari í Reykjavík, f. á Ísafirði 10. apríl 1886, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargreinar
| 1037 orð
| 1 mynd
Sigurður Þorsteinn Nikulásson fyrrverandi útibússtjóri fæddist á Akranesi þann 11. nóvember 1934. Hann lést á heimili sínu þann 10. júlí 2015. Foreldrar Sigurðar voru Sigrún Sigurðardóttir húsmóðir, f. 3. janúar 1913, d. 28.
MeiraKaupa minningabók
17. júlí 2015
| Minningargreinar
| 4064 orð
| 1 mynd
Sigurveig Erlingsdóttir fæddist á Meiðavöllum í Kelduhverfi 14. apríl 1935. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 6. júlí 2015. Foreldrar hennar voru Erlingur Jóhannsson frá Arnanesi, bóndi og skógarvörður í Ásbyrgi, f. 2. nóvember 1903, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Vivian Thorfinnson Hansen fæddist 30. júlí 1917 í Mountain, Norður-Dakóta. Hún lést á heimili sínu í West Linn (Portland), Oregon 14. apríl 2015. Vivian giftist George Julius Hansen, f. 12. febrúar 1915, d. 14. apríl 1983.
MeiraKaupa minningabók
Í nýrri könnun MMR um tryggð viðskiptavina við fyrirtæki kemur fram að einungis 5 af 75 fyrirtækjum í 20 atvinnugreinum mældust með jákvæða meðmælavísitölu.
Meira
17. júlí 2015
| Viðskiptafréttir
| 657 orð
| 2 myndir
Baksvið Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Í dag fer minna en 1% af útflutningi Íslands til Indlands sem er næstfjölmennasta land í heiminum. Ein ástæða fyrir því er sú hversu takmörkuð utanríkisviðskipti Indland hefur í gegnum tíðina stundað.
Meira
Í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka segir að nauðsynlegt sé að íslensk yfirvöld hefji viðræður við bresk stjórnvöld ásamt hugsanlegum fjárfestum, eigi að verða mögulegt að leggja frekara mat á það hvort lagning sæstrengs til rafmagnsflutnings...
Meira
Stjórn Íbúðalánasjóðs réði í gær Hermann Jónasson til starfa sem nýjan forstjóra sjóðsins. Hermann var valinn úr hópi fjórtán umsækjenda. Hann er lögfræðingur að mennt, héraðsdómslögmaður og löggiltur verðbréfamiðlari.
Meira
Endurnærandi jóga í hressandi sjávarloftinu í Viðey með fjallasýnina allt um kring hlýtur að teljast góð leið til að eyða þriðjudagskvöldi. Í næstu viku, þann 21.
Meira
Bergrún Íris Sævarsdóttir gaf út aðra barnabók sína nú í sumar, Sjáðu mig sumar! Fjallar hún um allt hið skemmtilega jákvæða við íslenska sumarið hvort sem það eru randaflugur, kríurnar eða sólargeislarnir sem teygja sig niður til okkar.
Meira
„Komdu í göngutúr og öðlastu skjóta þekkingu á íslenskri listasögu og nútímastefnum og straumum í íslenska listaheiminum,“ er yfirskrift listagöngu um miðborg Reykjavíkur sem stendur öllum til boða fyrir 3.
Meira
30 ára Birna ólst upp í Hafnarfirði, er nú búsett á Reyðarfirði, lauk BSc-prófi í rekstrarverkfræði frá HR og er að hefja störf hjá Alcoa Fjarðaáli nú í sumar. Maki: Kristján Pálsson, f. 1982, tæknifræðingur hjá Launafli. Börn: Ása Margrét, f.
Meira
Á Boðnarmiði yrkir Hallur Birkir Reynisson gamanljóð um „Veðurstofu Íslands – langtímaspá“: Glatt ei vita gumar hressir giska nægir. Öfgastormar ákaft hvessir eða lægir Treysti þeim í talnamekki tel þá hyggna.
Meira
40 ára Magnús ólst upp á Tálknafirði, býr í Mosfellsbæ, lauk vélstjóraprófi og er vélstjóri á Fjölni GK frá Grindavík. Maki: Andrea Rós Óskarsdóttir, f. 1991, nemi. Foreldrar: Jón Þorgilsson, f.
Meira
Sé Ísland borið saman við álíka stór lönd (og þá raunar oftast átt við þjóðir ) eru þau oft sögð af svipaðri stærðargráðu . Það er montblær yfir orðinu, enda ætlunin oft að stæra sig af því að við séum fremst meðal jafningja.
Meira
Andri Gunnarsson lögmaður er 35 ára í dag. Andri hefur að mestu sinnt lögmennsku og er einn eigenda lögfræðiþjónustunnar Nordik, en áður starfaði hann hjá Deloitte.
Meira
Sigrún Helga Lund er fædd í Reykjavík árið 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá MH vorið 2000, BS prófi í stærðfræði vorið 2004 frá HÍ og hlaut kennsluréttindi í framhaldsskólum vorið 2007.
Meira
Víkverji finnur til með Grikkjum og óskar þeim alls hins besta. Til að sýna samstöðu með þeim fór hann á grískt veitingahús í Kaupmannahöfn um helgina, ekki einu sinni heldur tvisvar, og fékk magafylli og vel það í bæði skiptin.
Meira
17. júlí 1932 Stytta af Leifi heppna Eiríkssyni var afhjúpuð á Skólavörðuholti að viðstöddu fjölmenni. Hún var gjöf Bandaríkjamanna í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930. Fótstallurinn, sem á að tákna stefni á skipi, er 40 tonn á þyngd.
Meira
40 ára Þórir ólst upp á Myrkárbakka, býr þar, lauk sveinsprófi í húsasmíði og bóndi á Myrkárbakka. Maki: Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, f. 1987. Börn: Ármann Ingi, f. 1995; Jóna Marín, f. 2000; Aðalsteinn Ísak, f. 2012, og Mikael Máni, f. 2014.
Meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sýndi gott keppnisskap þegar hann lék fyrsta hringinn á þremur undir pari eftir að hafa byrjað á skramba á Fred Olsen-mótinu á Spáni í gær. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu sem Birgir er með keppnisrétt á.
Meira
Aníta Hinriksdóttir hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð á morgun þar sem hún á Evrópumeistaratitil að verja. Aníta átti ekki vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitunum.
Meira
Ég fylgdist spenntur með Wimbledon-mótinu í tennis í síðustu viku. Sigurvegarar mótsins komu ekki úr óvæntri átt. Novak Djokovic vann í karlaflokki og Serena Williams í kvennaflokki. Hún er af mörgum talin besta tenniskona allra tíma og vann sinn 21.
Meira
Í Kaplakrika Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is FH er í afar slæmri stöðu eftir 2:1 tap gegn Inter Bakú frá Aserbaídsjan í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í gærkvöldi.
Meira
Guðmundur Þórarinsson, miðjumaðurinn knái sem leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, missir af byrjun tímabilsins en Nordsjælland tekur á móti SönderjyskE í upphafsleik dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Meira
Ástralski sundmaðurinn Grant Hackett, tvöfaldur ólympíumeistari, segist hafa tekið stefnuna á að komast í lið Ástrala sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Rio á næsta ári.
Meira
Í Vesturbænum Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það er ekki hægt að segja annað en að einvígi KR og norska liðsins Rosenborg er galopið eftir fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Frostaskjóli í gær.
Meira
Hólmar Örn Eyjólfsson varð í gærkvöld tíundi íslenski knattspyrnumaðurinn sem leikur með erlendu félagsliði gegn íslenskum andstæðingum í Evrópukeppni. Hólmar lék í vörn Rosenborg frá Noregi sem vann KR 1:0 í Vesturbænum.
Meira
• Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu þegar það sigraði Tyrkland, 5:1, í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. • Arnór fæddist 1961 og lék með Víkingi.
Meira
Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er fyrstur eftir fyrsta daginn á Opna breska meistaramótinu i golfi sem hófst í morgun á St. Andrews vellinum sögufræga í Skotlandi.
Meira
FH-ingarnir Kristján Finnbogason og Atli Guðnason settu báðir met í gærkvöld þegar FH beið lægri hlut fyrir Inter Bakú frá Aserbaídsjan í fyrri leiknum í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.
Meira
Célia Sasic, landsliðskona Þýskalands í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Hún greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í gær.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fyrir tíu árum varð Guðjón Baldvinsson markakóngur 2. deildar þegar hann skoraði 14 mörk í 17 leikjum fyrir Garðabæjarliðið, sem þá vann sig upp í 1. deildina á ný eftir árs fjarveru.
Meira
Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Með komu franska landsliðsmannsins Nikola Karabatic til franska meistaraliðsins Paris SG er ljóst að Parísarliðið hefur sett stefnuna á að vinna Meistaradeildina á komandi leiktíð.
Meira
Erlendir knattspyrnumenn halda áfram að streyma til Kína en í gær gekk brasilíski framherjinn Robinho til liðs við meistaraliðið Guangzhou Evergrande.
Meira
Meira en 70% stuðningsmanna spænska stórliðsins Real Madrid vilja að félagið bíði með það þar til næsta sumar að fá David de Gea, markvörð Manchester United, til liðs við sig. Þetta kemur fram í skoðakönnun sem spænska blaðið Marca framkvæmdi.
Meira
Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Michel Platini, forseti UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, segir að stærsta vandamálið í uppbyggingu knattspyrnu kvenna í heiminum sé hve litlar tekjur komi frá henni.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.