Fjórar ferðaskrifstofur undirbúa nú pakkaferðir á Evrópukeppnina í fótbolta sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Forsvarsmenn ferðaskrifstofanna svöruðu fjölda fyrirspurna í gær eftir að ljóst varð hverjir leikdagar og leikstaðir verða í Frakklandi.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fjölgun farþega í hvalaskoðunarferðum hér á Eyjafirði kallaði á að við bættum við okkur skipi,“ segir Magnús Guðjónsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri Ambassador ehf..
Meira
Ef áform húsnæðissamvinnufélagsins Búseta ganga eftir gæti félagið verið komið með tæplega 1.300 íbúðir árið 2020 og 3.000 íbúðir árið 2030. Félagið er nú með milli 400 og 500 íbúðir í pípunum og leitar að fleiri lóðum til uppbyggingar.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hyggst fjárfesta í íbúðarhúsnæði fyrir samtals 15 milljarða á næstu árum. Yfirstandandi uppbygging á Smiðjuholtsreitnum í Holtunum í Reykjavík er þá meðtalin.
Meira
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar fyrir NBC/Wall Street Journal í Bandaríkjunum benda til þess að Hillary Clinton myndi auðveldlega sigra Donald Trump í forsetakosningum ef hann yrði forsetaefni repúblikana á næsta ári.
Meira
Þóf á þingi Valgerður Gunnarsdóttir, þriðji varaforseti Alþingis, og starfsmenn þingsins hlýða á aðra umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem stóð enn í gær, sjötta daginn í...
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Viðræðum við Rússa um fiskveiðiréttindi Íslendinga í Barentshafi á næsta ári lauk án samnings í Moskvu fyrir helgina.
Meira
Ekkert samkomulag er á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu fjárlagafrumvarps næsta árs og afgreiðslu annarra mála og frestun þingfunda fram yfir áramót. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs stóð allan daginn í gær og fram á nótt.
Meira
„Þetta var mjög stuttur fundur og árangurslaus,“ sagði Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík, eftir samningafund vegna starfsmannadeilunnar sem haldinn var hjá ríkissáttasemjara í gær.
Meira
Samgöngustofa hefur afhent Isavia formlega tilnefningu um einkaleyfi til flugumferðarþjónustu í íslenska loftrýminu, auk efra loftrýmis Grænlands sem íslenska ríkið hefur gert um samning við það danska. Um er að ræða eitt stærsta loftrými í heimi.
Meira
Um áramótin geta foreldrar barna á aldrinum 9 til 18 mánaða í Rangárþingi ytra sótt um að fá 30 þúsund króna heimgreiðslu ef þeir kjósa að hafa barnið heima.
Meira
Nú þegar snjórinn er á undanhaldi í höfuðborginni, að minnsta kosti tímabundið, ættu erlendir ferðamenn að kætast. Hér spóka sig nokkrir í miðbænum, heldur kuldalega klæddir, til í hvaða veðráttu sem...
Meira
Lögmaður tveggja albanskra fjölskyldna, sem ekki fengu hæli hér á landi og fluttar voru til síns heima í síðustu viku, hefur sótt um íslenskan ríkisborgararétt fyrir fólkið, alls um átta einstaklinga.
Meira
Birkir Fanndal Mývatnssveit Fjórir kirkjukórar héldu aðventutónleika í Reykjahlíðarkirkju á köldu kvöldi síðastliðinn sunnudag. Með tilkomu sameiginlegs söngstjóra, Jörgs E.
Meira
Árekstrahrina var á höfuðborgarsvæðinu á fimmta tímanum í gær. Nokkrir árekstrar urðu á Höfðabakka í Reykjavík og Gullinbrú. Einnig varð umferðaróhapp á Nýbýlavegi í Kópavogi um svipað leyti.
Meira
Þjóðarfylkingin, FN, flokkur Marine Le Pen í Frakklandi, þrefaldaði fylgi sitt frá síðustu sveitarstjórnarkosningum á sunnudag, hlaut nú tæp 28% atkvæða. Þrátt fyrir þetta fékk hann hvergi meirihluta.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í gær var Fokker-flugvélinni TF JMM flogið sína síðustu ferð frá Íslandi og til nýrra eigenda í Afríkuríkinu Kongó.
Meira
Frímerki sem hönnuð voru í tilefni aldarafmælis íslenska fánans voru færð forsætisráðuneytinu að gjöf ásamt fánabókum í gær. Íslandspóstur gaf frímerkin sem bera þjóðfánann út ásamt smáörk með frímerki sem sýnir fánanefndina frá 1913.
Meira
Framleiðsla mjólkur eykst mun meira en sala. Síðustu tólf mánuði var innvegin mjólk 145 milljónir lítra sem er 9,6% aukning. Salan á fitugrunni var 122 milljónir lítra en það er 1,3% aukning.
Meira
Fylgi Pírata mældist 35,5% í nýrri könnun, sem MMR birti í gær og gerð var 1.-7. desember. Hefur fylgi flokksins mælst yfir 30% frá því í apríl í könnunum fyrirtækisins.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hagleiksmanninum Haraldi Guðbjartssyni, rafverktaka og rafvélavirkja, er margt til lista lagt og fyrir rúmum tveimur árum hóf hann að búa til kleinu- og laufabrauðsjárn með framtíðina í huga.
Meira
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í gær og bættist lækkunin við verðlækkanir í síðustu viku. Verðið á Brent-hráolíu hefur lækkað um rúm 38% á einu ári.
Meira
Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins í Reykjavík, verður settur á sölu á næstunni. Um er að ræða 1.405,4 fermetra húsnæði við Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Aldarafmæli hússins nálgast.
Meira
Þessi fallega mynd var send Morgunblaðinu af Herði Jónassyni, Húsvíkingi. Hún var tekin við suðaustanvert Mývatn, horft til suðurs, þar sem volgt vatn vellur undan hrauninu í vatnið. Í fjarska bíða Bláfjall, vinstra megin, og Sellandafjall, hægra megin.
Meira
Talsmenn stjórnvalda í Egyptalandi segja að ekki hafi fundist neinar sannanir fyrir því að hryðjuverkamenn hafi grandað farþegaþotu rússneska flugfélagsins Metrojet yfir Sínaískaga í október.
Meira
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ferðaskrifstofur eru nú í óðaönn að setja saman pakkaferðir á Evrópumótið í fótbolta sem hefst í Frakklandi í júní á næsta ári.
Meira
Lengri tíma hefur tekið líbönsk stjórnvöld en áætlað var að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa fyrir flóttafólk frá Líbanon, að því kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.
Meira
Einu stærsta fjáröflunarverkefni sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur notið góðs af er lokið og er afraksturinn tæpar 10 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu að Páll V.
Meira
Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólanum á Borðeyri þriðjudaginn 15. desember kl. 20.30 og í Félagsheimilinu Hvammstanga miðvikudaginn 16. desember kl. 20.
Meira
Tvær steypireyðar verða merktar næsta sumar, en steypireyður er stærsta dýrategund sem lifað hefur á jörðinni og getur náð allt að 190 tonna þyngd.
Meira
Nafn karlmannsins sem lést í árekstri tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi á sunnudag er Árni Grétar Árnason. Hann var 81 árs að aldri, fæddur 23. júní árið 1934, til heimilis í Frumskógum 1, Hveragerði.
Meira
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Miklar umræður standa nú yfir á Alþingi um afgreiðslu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnar og hafa af því tilefni fjölmargir þingmenn stigið í pontu og tjáð sig um frumvarpið.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjöldi erlendra hótelkeðja hefur sýnt því áhuga að reka fyrirhugað risahótel í Vatnsmýri í Reykjavík. Hótelið verður það stærsta á Íslandi með 400-450 herbergjum. Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf.
Meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Rúnar Helga Haraldsson forstöðumann Fjölmenningarseturs til fimm ára, frá 1. janúar næstkomandi. Rúnar Helgi hefur starfað sem settur forstöðumaður stofnunarinnar frá 1. desember 2014.
Meira
Konur voru í fyrsta sinn í sögu Sádi-Arabíu kjörnar til setu í sveitarstjórnum en misrétti kynjanna í landinu hefur lengi verið gagnrýnt. Alls náðu 20 konur kjöri að þessu sinni.
Meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Þröst Eysteinsson í embætti skógræktarstjóra til fimm ára. Þröstur hefur frá árinu 2003 starfað sem sviðsstjóri Þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar miða nú við að fyrirhugað hótel í Vatnsmýri í Reykjavík verði um 22.500 fermetrar og með 400-450 herbergjum. Það er um 25% fjölgun fermetra síðan áformin voru fyrst kynnt í lok september í haust.
Meira
Fréttaskýring Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ef lokið hefði verið við að styrkja meginflutningskerfi Landsnets á raforku áður en fárviðrið gekk yfir landið 7. desember sl. og aðfaranótt þess 8.
Meira
Jólin voru í algleymingi í Hallgrímskirkju í gærkvöldi þegar Karlakór Reykjavíkur hélt aukatónleika fyrir starfsmannafélag Landspítalans, eins og hann hefur gert undanfarin ár.
Meira
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að dregið verði „verulega“ úr straumi farand- og flóttamanna til landsins, það verði til hagsbóta fyrir Þjóðverja og einnig farand- og flóttafólkið sjálft.
Meira
Love the Coopers Í þessari rómantísku jólagamanmynd kynnumst við fjórum kynslóðum Cooper-fjölskyldunnar. Þegar allir eru samankomnir um jólin fer allt á annan endann. Metacritic 31/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Úlfarsfellið hefur þúsund andlit. Möguleikar göngugarpa þar eru endalausir og alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu.
Meira
Gyðingar og kaþólikkar í borginni Szekesfehervar, sunnan við Búdapest í Ungverjalandi, með kerti á síðasta degi ljósahátíðar gyðinga, Hanukkah, á sunnudag. Fólkið safnaðist einnig saman til að mótmæla ákvörðun um að reisa styttu af Balint Homan.
Meira
Flóðvarnargarðurinn neðan við Vík í Mýrdal skemmdist nokkuð í óveðri sem gekk yfir landið 7. desember sl. Fór þá sjór yfir garðinn og flæddi meðal annars inn á lóð Vegagerðarinnar og bílaplanið austan við Víkurá.
Meira
Tvö ný uppsjávarskip eru væntanleg til landsins næstu daga. Von er á Víkingi AK, nýju skipi HB Granda, til Akraness fyrir lok þessarar viku og stefnt er að því að Beitir, skip Síldarvinnslunnar, komi til Neskaupstaðar fyrir jól.
Meira
Lengi hefur verið viðurkennt að lýðræðið, og er þá átt við framkvæmd þess, er fjarri því að vera gallalaust. Skárri stjórnskipun hefur þó ekki fundist. Færa má fyrir því rök að við tiltekin skilyrði væri einveldi skilvirkara, t.d.
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ANNES nefnist djasskvintett sem gaf fyrir örfáum dögum út sína fyrstu hljómplötu, samnefnda hljómsveitinni.
Meira
Hið alþjóðlega ANS-tríó, skipað Agnari Má Magnússyni píanóleikara, franska kontrabassaleikaranum Nicolas Moaux og bandaríska trymblinum Scott McLemore, heldur tónleika á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl....
Meira
Jólatónleikarnir Jólasöngvar verða haldnir í Langholtskirkju um helgina og hefur færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir bæst í hóp einsöngvara fyrstu tvennra tónleikanna, 18. des. kl. 23 og 19. des. kl. 20. Þriðju tónleikarnir verða 20. des. kl. 20.
Meira
Gagnrýnendur eru hikandi í umfjöllun sinni um söngleikinn Lazarus, sem tekinn hefur verið til sýninga á „off-Broadway“ í New York og vekur mikinn áhuga fyrir að vera byggður kringum lög eftir David Bowie og söguþráð sem hann hefur sagt vera...
Meira
Þættirnir Jól í Snædal sem eru nú á RÚV hafa farið víða frá því þeir voru frumsýndir árið 2006 á NRK. Þættirnir eru talsettir og hafa áður verið sýndir hér. Börn stækka líka fljótt svo mörg þeirra eru að sjá þættina í fyrsta sinn.
Meira
Kvennakórinn Katla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins, halda tvenna jólatónleika í Gamla bíói á fimmtudaginn, 17. desember, kl. 18 og 20, undir dyggri stjórn Hildigunnar Einarsdóttur, Jóns Svavars Jósefssonar og Lilju Daggar Gunnarsdóttur.
Meira
Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Dísella Lárusdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Oddur Arnþór Jónsson koma fram á hátíðartónleikunum Óperudraugarnir í Hörpu 30. desember, á nýársdag og 2. janúar og í Hofi á Akureyri 3.
Meira
Teiknimyndin Góða risaeðlan skilaði mestum miðasölutekjum yfir helgina af þeim myndum sem sýndar eru í bíóhúsum landsins, líkt og helgina á undan, og önnur tekjuhæsta myndin var The Hunger Games: Mockingjay – Part 2, líkt og síðustu helgi.
Meira
Veik börn. Þau kippa í hjartastrengina. Meira hjá sumum en öðrum en sem betur fer hjá flestum. Af þeim sökum eiga tvær albanskar fjölskyldur nú aftur örlitla von eftir að hafa gefist upp fyrir skriffinnskuskrímslinu Útlendingastofnun.
Meira
Eftir dr. Nicole Dubus: "Ein af okkar grunnþörfum er þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að sú þjónusta sé góð og öllum aðgengileg. Stöndum vörð um hana!"
Meira
Eftir Árna Richard Árnason: "Árni Richard Árnason segir frá baráttu sinni við heilbrigðisyfirvöld til að fá viðurkenningu á að mistök hafi verið gerð í krossbandsaðgerð."
Meira
Eftir Carina Christensen: "Saman skorum við nú á norræna frumkvöðla að þróa lausnir á einni stærstu áskorun sem norrænu velferðarríkin hafa staðið frammi fyrir."
Meira
Eftir Henrik Wilén: "Til að efla samheldni Norðurlandabúa, sem er forsenda þess að Norðurlönd geti verið sameiginlegt vörumerki, þarf sameiginlegan opinberan umræðuvettvang."
Meira
Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Við erum ekki að minnast þessara tímamóta til að telja neinum trú um það að baráttunni sé lokið. Henni lýkur nefnilega aldrei."
Meira
Guðmundur Þorvar Jónasson fæddist í Keflavík 8. maí 1947. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 6. desember 2015. Foreldrar hans voru: Sesselja Jónsdóttir saumakona, f. 15.3. 1918, og Jónas Þorvaldsson, skipstjóri og smiður, f. 24.3.
MeiraKaupa minningabók
Herdís Harðardóttir (Heddý) fæddist 15. desember 1946. Hún lést 21. september 2015. Útför Herdísar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
MeiraKaupa minningabók
Jónína Marteinsdóttir fæddist 11. apríl 1974. Hún lést 13. nóvember 2015. Foreldrar hennar eru Marteinn Jónsson og Ólöf Þóra Steinólfsdóttir. Jónína átti þrjá hálfbræður, samfeðra var Jón Björn, látinn, en sammæðra eru þeir Stefán Sölvi og Úlfur Orri.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Þorgeir Magnússon fæddist í Bandaríkjunum 12. júní 1953. Hann lést þar 26. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld, d. 2005, og Bryndís Sigurjónsdóttir BA, d. 1962. Bræður hans eru Jóhann Magnús og Marinó Már.
MeiraKaupa minningabók
Oliver Kristófersson fæddist í Hjarðarholti í Sandgerði 26. september 1928. Hann lést á LSH 25. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Kristófer Oliversson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 22.8. 1894, d. 21.3. 1983, og Þuríður Gísladóttir frá Sandgerði, f....
MeiraKaupa minningabók
Þóra Viktorsdóttir verslunarmaður fæddist á Akranesi 30. apríl 1929. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 5. desember 2015. Foreldrar hennar voru Friðmey Jónsdóttir húsmóðir, f. 14. september 1904, d. 15. maí 1986, og Viktor Björnsson verksmiðjustóri,...
MeiraKaupa minningabók
Ögmundur Pétursson fæddist á Malarrifi á Snæfellsnesi 26. apríl 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eiri í Reykjavík 5. desember 2015. Foreldrar hans voru Elínborg Björnsdóttir frá Hvítadal í Dalasýslu f. 1889, d.
MeiraKaupa minningabók
Skósala jókst um 9,3% í nóvember frá sama tíma í fyrra jafnvel þó að verð á skóm hafi hækkað lítillega. Hins vegar hefur sala á fatnaði minnkað um 3,1% þó að verð á fötum hafi verið 3,1% lægra.
Meira
Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Olíumarkaðir voru opnaðir með nokkrum látum í gær og á tímabili var verðið á tunnu af Brent-hráolíu komið í 36,33 Bandaríkjadali en svo lágt hefur verðið ekki verið síðan í niðursveiflunni í desember 2008.
Meira
Greiningardeildir spá 0,2% til 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í desembermælingu Hagstofu Íslands sem birt verður þriðjudaginn eftir viku, 22. desember.
Meira
Viðskiptaráð Íslands telur að nýleg úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skatt- og bótakerfinu hér á landi sé áfellisdómur yfir þeirri húsnæðisstefnu sem er nú við lýði. VÍ segir vaxtabætur ríkissjóðs fá falleinkunn og sagðar ákaflega flóknar (e.
Meira
Gleðin og jólaskapið voru allsráðandi á vinnustofunni Ási í liðinni viku, en þar á bæ er mikið að gera í desember við að pakka 3.500 kærleikskúlum og 2.500 jólaóróum.
Meira
30 ára Fanný ólst upp í Kópavogi, býr í Hafnarfirði, lauk sveinsprófi í hárgreiðslu og er starfsmaður Símans. Systkini: Adam Norðfjörð, f. 1991, Símon Norðfjörð, f. 1996, og Eva Karen, f. 1997. Foreldrar: Guðrún Ásta Karlsdóttir, f.
Meira
Sigríkur fæddist í Bolungarvík 15.12. 1965 og ólst þar upp til átta ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan í Grænuhlíð í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði og þar átti hann heima þar til hann hleypti heimdraganum rúmlega tvítugur.
Meira
Indriði fæddist á Siglufirði 15.12. 1927 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Páll Ásgrímsson, verkamaður og verslunarmaður á Siglufirði, og María Sigríður Indriðadóttir húsfreyja.
Meira
Skemmtileg orðaskipti á Leirnum byrjuðu með því, að sr. Skírnir Garðarsson rifjaði upp fyrirspurn sína um nafnorð sem myndi dekka það sem lýsingarorðið „kvenglöggur“ eða „manglöggur“ þýðir.
Meira
Gísli Örn Garðarsson, leikari og ein aðalsprautan í Vesturporti, er að leika í bíómynd eftir Baltasar Kormák, sem heitir Eiðurinn. Ólafur Egill Egilsson og Baltasar gerðu handritið sem er Reykjavíkursaga í nútímanum.
Meira
40 ára Rut ólst upp í Litháen, kom til Íslands 1998, býr í Reykjavík, lauk prófum sem félagsliði og starfar á Hrafnistu. Maki: Darius Dilpsas, f. 1981, rafvirki. Börn: Tristan Þór Dariusson, f. 2011, og Hendrika Lea Dariusdóttir, f. 2014.
Meira
Víkverji er grjótharður rokkari. Það er tengdasonur hans líka og fyrir skemmstu vitjuðu þeir í sameiningu leiðis Jims Morrisons í Père Lachaise-kirkjugarðinum í París.
Meira
15. desember 1944 Hitaveita Ólafsfjarðar var tekin í notkun. Vatnið var 52 stiga heitt og nægði til upphitunar í allt að fimm stiga frosti. Þetta var fyrsta hitaveitan sem náði til heils bæjarfélags. 15.
Meira
40 ára Þórmundur býr í Kópavogi, lauk prófi í byggingafræði og starfar hjá Ara Engineeing. Maki: Ragna Pálsdóttir, f. 1978, lögfræðingur hjá Íslandsbanka. Synir: Sigurjón Þorri, f. 2001, og Róbert Páll, f. 2008. Foreldrar: Sigurjón Þórmundsson, f.
Meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði bikarmeistara Stjörnunnar í knattspyrnu, á í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad um að snúa aftur til félagsins.
Meira
Danmörk Bikarkeppnin, undanúrslit: Svendborg – Horsens 65:79 • Axel Kárason skoraði 7 stig fyrir Svenborg, tók 9 fráköst og náði boltanum einu sinni.
Meira
FH-ingar, sem verða nýliðar í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á næsta tímabili, hafa samið við bandaríska markvörðinn Jeannette Williams. Hún er 26 ára gömul og hefur varið mark Víkings í Ólafsvík frá árinu 2013 og spilað 34 leiki í 1....
Meira
Ísland verður í A-riðli með Danmörku, Belgíu og Kanada í Algarve-bikarnum í knattspyrnu kvenna þegar mótið fer fram næsta vor. Ísland mætir því Kanada í fyrsta sinn í sögunni.
Meira
Svendborg tapaði í gær fyrir Horsens í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í körfuknattleik, 79:65. Axel Kárason tók 9 fráköst fyrir Svendborg og skoraði 7 stig en það dugði ekki til að þessu sinni. Arnar Guðjónsson þjálfar Svendborg.
Meira
• Jakob Jóhann Sveinsson hafnaði í 6. sæti í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug um miðjan desember 2001 og tvíbætti Íslandsmetið. • Jakob er fæddur 1982 og keppti fyrir Ægi. Jakob er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi.
Meira
10. umferð Kristján Jónsson kris@mbl.is Landsliðsmaðurinn reyndi, Helgi Már Magnússon, kom KR til bjargar ef svo má segja þegar Íslandsmeistararnir voru í erfiðri stöðu á Selfossi í 10. umferð.
Meira
Kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hefja á föstudaginn leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Keppt er í Marokkó þar sem 30 sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni verða í boði.
Meira
„Sem fyrirliði landsliðsins að kalla heila þjóð mestmegnis glæpamenn var skandall. Ég gerði mér grein fyrir því strax,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í þættinum Atvinnumennirnir okkar á Stöð 2.
Meira
Alma Hasanic, markvörður Svartfjallalands, verður í ansi óvenjulegri stöðu þegar hún mætir lærimeyjum Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í Danmörku annað kvöld.
Meira
Núna er alveg hreint ljómandi gott íþróttaár að renna sitt skeið. Maður áttar sig best á því þegar kemur að því að skrá tíu nöfn niður á blað og skila því inn í kjöri á íþróttamanni ársins.
Meira
Fyrir nákvæmlega ári var Leicester í 20. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, og Chelsea í 1. sæti. Eftir 2:1-sigur Leicester á Chelsea í gærkvöld er Leicester hins vegar í 1. sæti og Englandsmeistararnir eru í 16.
Meira
Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður franska stórliðsins PSG, segir í samtali við franska íþróttablaðið L'Equipe að sig langi til að leika handknattleik áfram næstu þrjú til fjögur árin.
Meira
Enska liðið Arsenal hefur fimm ár í röð verið slegið út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Til að koma í veg fyrir að það gerist eina ferðina enn þurfa Arsene Wenger og hans menn að sigrast á sjálfum Evrópumeisturum Barcelona.
Meira
11. umferð Ívar Benediktsson iben@mbl.is Bandaríski bakvörðurinn Melissa Zornig hefur fallið vel inn í ungt lið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik á þessari leiktíð. Hún skoraði m.a.
Meira
Þ órir Hergeirsson , þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur ákveðið að fá aukaleikmann til Danmerkur á heimsmeistaramótið sem nú stendur yfir.
Meira
17. UMFERÐ Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Bergvin hefur alltaf verið ósérhlífinn og staðráðinn í að koma sér á þann stað sem hann var á þegar hann meiddist.
Meira
Sala á nýjum bílum til einstaklinga og fyrirtækja annarra en bílaleigna jókst um 60% í nóvembermánuði, miðað við sama mánuð fyrir ári. Nam salan 727 bílum samanborið við 456 í fyrra.
Meira
Mikil tækni liggur að baki þróun og framleiðslu bíldekkja. Þau eru ekki bara gúmmí og stálþræðir. Dekkjaframleiðendur horfa stundum langt inn í framtíðina.
Meira
Þýski sportbílasmiðurinn Porsche hefur fengið góða ástæðu til að fagna með viðeigandi hætti að hann hefur selt yfir 200 þúsund bíla í fyrsta sinn á einu ári. Alls höfðu 209.894 bílar verið afhentir eigendum sínum við lok nóvember.
Meira
Citroën hefur ákveðið að smíða sinn fyrsta rafbíl en óhætt er að segja að hann sé heldur óvenjulegur – eins og svo margur annar bíllinn sem komið hefur frá Citroën um dagana.
Meira
Mómentið hjá Porsche heldur áfram. Fyrirtækið hefur átt miklu bílaláni að fagna undanfarin misseri þar sem hvert toppmódelið á fætur öðru (Macan, 911 Targa, nýr Cayenne) hefur litið dagsljós.
Meira
Það vekur jafnan athygli þegar bílar sem frægir óku eitt sinn komast á almennan markað. Að sama skapi þykir það heyra til stórra tíðinda þegar falleg eintök af Porsche 356 Cabrio-blæjubílum rata í sölu enda eru þeir eftirsóttir í meira lagi til...
Meira
Toyota var áberandi fengsælt er Þjóðvegaöryggisstofnun bandarísku tryggingafélaganna (IIHS) birti lista sinn yfir árlegar öryggisviðurkenningar til bílaframleiðenda.
Meira
Volkswagen veitir víst ekkert af því að fá smávind í seglin um þessar mundir og hefur fyrirtækið fengið dálitla uppreisn æru. Fagnar þýski bílrisinn því að nýi flutningabíllinn Transporter T6 hefur verið kosinn sendibíll ársins á heimsvísu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.