Greinar þriðjudaginn 12. janúar 2016

Fréttir

12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

14,5% sterkur Surtur á leið í Vínbúðir

Borg Brugghús hefur bruggað sterkasta bjór Íslands frá upphafi með Surt 8,2 og 8,4. Er bjórinn 14,5% að styrkleika og hefur legið í sterkvínstunnum í hálft ár til að þroskast. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Aðstoð við þolendur ofbeldis aukin

Tuttugu milljónir króna verða veittar til sjúkrahúsanna á Akureyri og í Reykjavík til að fjármagna stöður sálfræðinga sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 1099 orð | 4 myndir

Áhyggjur af aukinni slysatíðni

Viðtal Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég hef orðið miklar áhyggjur af aukinni tíðni umferðarslysa hérna á svæðinu. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

„Hann var mikill frumkvöðull sem sló aldrei feilnótu“

„Ég ólst upp við að hlusta og horfa á poppsnillinginn David Bowie. Hann var mikill frumkvöðull sem sló aldrei feilnótu. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 638 orð | 3 myndir

Breikkun Vesturlandsvegar á áætlun

Fréttaskýring Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þörf gæti orðið fyrir ný Hvalfjarðargöng innan fimm ára. Á langtímaáætlun Vegagerðarinnar er breikkun Vesturlandsvegar að göngunum. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 441 orð | 3 myndir

Brosið verður aldrei beislað

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kínverskt samfélag hefur breyst mikið á undanförnum árum. Fólkið er orðið upplýstara og veit orðið meira um land sitt og samfélag,“ segir Unnur Guðjónsdóttir. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Búningsklefar verða stækkaðir

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg hefur samþykkt umsókn um að breyta búningsklefum og aðstöðu fyrir dómara undir stúku Laugardalsvallar. Jóhann G. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Dregið til lands

Varðskipið Þór er leið til að sækja flutningaskipið Samskip Hoffell sem er vélarvana djúpt suður af landinu. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 272 orð | 2 myndir

Ein af síðustu ferðum Perlunnar

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Dýpkunarskipið Perla var í gær dregið frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík yfir að Sævarhöfða og liggur nú bundið við bryggju Björgunar þar. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 118 orð | 2 myndir

Einn sótti um Nesprestakall

Einn umsækjandi var um embætti sóknarprests í Nesprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Embættið veitist frá 1. febrúar nk. Umsækjandinn er sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Hann er starfandi prestur í prestakallinu. Sr. Meira
12. janúar 2016 | Erlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Engar viðræður í sprengjuregni

„Það er algjörlega nauðsynlegt að Sýrland og Rússland hætti öllum hernaðaraðgerðum gegn óbreyttum borgurum. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 206 orð

Fleiri koma ekki til hjálpar

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Sumir eru tilbúnir að snúa við og kanna aðstæður, aðrir ekki. Meira
12. janúar 2016 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Flóttamannabúðir verða fluttar til vegna flóða

Fyrirhugað er að flytja flóttamannabúðir sem eru í Calais og Dunkirk í norðurhluta Frakklands um set. Nokkur hundruð þúsund flóttamanna hafast við búðunum. Mikið hefur rignt á svæðinu síðustu vikur og er ástandið þar sagt „ómannúðlegt“. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 170 orð

Gengur betur en áður í Vaðlaheiðargöngum

Búið er að grafa um 65% af Vaðlaheiðargöngum en framkvæmdir hófust að nýju í síðustu viku eftir jólafrí starfsmanna Ósafls. „Þetta er farið að ganga betur en áður. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Guðríður Ósk Elíasdóttir

Guðríður Ósk Elíasdóttir, fyrrverandi formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og fyrrverandi varaforseti ASÍ, lést á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn laugardag, 93 ára að aldri. Guðríður fæddist á Akranesi þann 23. apríl 1922. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 400 orð | 2 myndir

Göngin rúmu ári á eftir áætlun en þokast áfram

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er farið að ganga betur en áður. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hreiðar Már kvartaði ekki Ranglega var sagt, í frétt í Morgunblaðinu í...

Hreiðar Már kvartaði ekki Ranglega var sagt, í frétt í Morgunblaðinu í gær, að Hreiðar Már Sigurðsson hefði ásamt tveimur öðrum kvartað til umboðsmanns Alþingis yfir kvikmyndatöku í fangelsinu á Kvíabryggju og ýmsum ummælum Páls Winkel... Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 321 orð | 2 myndir

Hreyfihamlaðir fara á djammið eins og aðrir

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Engin almenningssalerni með aðstöðu fyrir hreyfihamlaða eru tiltæk allan sólarhringinn í Reykjavík. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Jóhann Ingimarsson

Jóhann Ingimarsson, húsgagnahönnuður og listamaður á Akureyri, lést sunnudaginn 10. janúar, á nítugasta aldursári. Jóhann, alltaf kallaður Nói, fæddist 23. júlí 1926 á Þórshöfn á Langanesi. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Jötunn siglir með Perlu að Sævarhöfða

Dýpkunarskipið Perla var í gær dregið af hafnsögubátnum Jötni að bryggju Björgunar við Sævarhöfða. Júlíus Guðnason, skipstjóri á Jötni, fylgdist vel með öllu á siglingunni með Perlu við síðuna. Altjón varð á Perlu sem sökk við Ægisgarð 2. nóvember. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 75 orð

Koma til landsins í dag

Von er á albönsku fjölskyldunum tveimur sem nýlega fengu íslenskan ríkisborgararétt til landsins um klukkan 14.30 í dag með flugi WOW air frá Berlín. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 414 orð | 2 myndir

Menning í mótun á Akranesi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skagakonan Ella María Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað og tekur við starfinu 1. febrúar nk. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Mikið svigrúm til útgreiðslu

Landsbankinn hefur burði til að greiða núverandi eigendum allt að 63,3 milljarða í arð. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu Bankasýslunnar sem fjallar um fyrirhugað söluferli á 28,2% hlutafjár í bankanum sem nú er í eigu ríkisins. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Mýflug leitar út fyrir landsteinana

Mýflug þarf sjö flugstjóra fyrir næsta sumar eins og staðan er í dag. Fjóra í Mývatnssveit og þrjá á Akureyri. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Opinn fundur um Íslamska ríkið

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams-háskóla í Bandaríkjunum, fjallar um uppgang og starfsemi Íslamska ríkisins (ISIS) á opnum fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna, Rannsóknastofnunar í... Meira
12. janúar 2016 | Erlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Réðust á útlendinga í Köln

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Um 20 manna hópur réðst á a.m.k. sjö karlmenn frá Sýrlandi, Pakistan og Afríku við mosku í vesturhluta Kölnar sl. sunnudagskvöld og beitti þá ofbeldi. Leggja þurfti nokkra þeirra inn á spítala vegna áverka. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Rofar til eftir erfitt Rússabann

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Regnbogasilungi hefur ekki verið slátrað hjá Fiskeldi Austfjarða á Djúpavogi frá því um mitt síðasta ár er Rússar bönnuðu innflutning á fiski frá Íslandi. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Skemmdarverk unnin á húsi Fjölskylduhjálpar

„Það er voðalega leiðinlegt að horfa upp á þetta og stingur mann alltaf í hjartað,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en unnin voru skemmdarverk á húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli aðfaranótt... Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 128 orð

Spáð hörðu ári í minkaræktinni

Þótt útlit sé fyrir erfitt ár á heimsmarkaði fyrir minkaskinn er of snemmt að dæma sölutímabilið af fyrsta uppboði ársins, að mati Tage Pedersen, stjórnarformanns danska uppboðshússins Kopenhagen Fur, sem tjáir sig á vef fyrirtækisins. Meira
12. janúar 2016 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Stjörnustríðsmyndin slær enn sölumet

Nýjasta Stjörnustríðsmyndin, Mátturinn rumskar, hefur slegið enn eitt sölumetið. Eftir fyrstu frumsýningarhelgina í bíóhúsum í Kína halaði myndin inn 53 milljónum bandaríkjadala í miðasölu. Aldrei áður hafa jafnmargir séð eina kvikmynd yfir helgi í... Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Styrmir Kári

Brautin rudd Vaskur maður ryður snjó til að greiða götu gangandi vegfarenda í miðborg Reykjavíkur í gær þegar hann gekk á með éljum í höfuðborginni og víðar á vestanverðu... Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Surtur verður sterkasta bruggun Íslandssögunnar

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Vínbúðirnar munu hefja sölu á þorrabjór hinn 21. janúar. Þar verður að finna meðal annars tegundirnar Surtur Nr. 8,2 og 8,4 frá Borg brugghúsi sem verða með 14,5% vínandamagn. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 334 orð | 2 myndir

Tilraunin stendur ekki lengur en til vors

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tilraun með takmarkaðan afgreiðslutíma heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli stendur ekki lengur en til vors. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Tugir á slysadeild vegna hálkuslysa

Tugir manna leituðu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær vegna slysa af völdum hálku. „Þetta er einn af verstu dögum vetrarins hvað varðar hálkuslys,“ sagði Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, við mbl.is. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 94 orð

Unnið við að bjarga fiski hjá Stofnfiski

Ekki er ljóst hversu mikið tjón varð þegar eldur kom upp í húsi fiskeldisstöðvarinnar Stofnfisks við Kalmanstjörn skammt frá Höfnum á Reykjanesi í gær. Eldurinn kom upp í enda hússins og breiddist ekki út. Vel gekk að slökkva. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 435 orð | 14 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

The Hateful Eight Í Wyoming eftir bandaríska borgarastríðið reyna hausaveiðarar að finna skjól í ofsafenginni stórhríð en flækjast inn í atburðarás sem er lituð af svikum og blekkingum. Metacritic 69/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 17.00, 21.00 Smárabíó 15. Meira
12. janúar 2016 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Öllum skylt að afhenda upplýsingar

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Snorri Olsen, tollstjórinn í Reykjavík, segir að sú breyting sem Alþingi samþykkti samhljóða á tollalögum hinn 19. desember sl. Meira

Ritstjórnargreinar

12. janúar 2016 | Leiðarar | 360 orð

Lítil von um frið

Viðræður kortlagðar í Pakistan án þátttöku talíbana Meira
12. janúar 2016 | Staksteinar | 152 orð | 2 myndir

Með smekk upp á dekk

Börnin smá fá smekk frá foreldrum sínum, svo ekki sullist óhóflega á þau. Svo þroskast þau, vaxa og dafna, en áfram hefur hver maður sinn smekk. Meira
12. janúar 2016 | Leiðarar | 317 orð

Stjörnuryk

Bowie var alltaf tilbúinn að taka áhættu, skera sig úr, taka næsta skref Meira

Menning

12. janúar 2016 | Kvikmyndir | 267 orð | 5 myndir

„Myndin endist að eilífu“

Óhætt er að segja að kvikmyndin The Revenant hafi verið sigurvegari kvöldsins þegar bandarísku Golden Globe-verðlaunin 2016 voru afhent í Beverly Hills sl. sunnudagskvöld í 73. sinn. Meira
12. janúar 2016 | Tónlist | 118 orð | 1 mynd

Djasspíanóleikarinn Paul Bley látinn

Hinn kunni bandaríski djasspíanisti Paul Bley er látinn, 83 ára að aldri. Meira
12. janúar 2016 | Kvikmyndir | 84 orð | 2 myndir

Gamanmynd tekjuhæst

Gamanmyndin Daddy's Home , sem segir af manni sem þarf að berjast um athygli stjúpbarna sinna þegar faðir þeirra kemur í heimsókn, skilaði mestum tekjum í miðasölu í kvikmyndahúsum landsins um helgina og velti Star Wars: The Force Awakens úr fyrsta... Meira
12. janúar 2016 | Tónlist | 386 orð | 5 myndir

Major Tom hefur yfirgefið geimflaugina

David Bowie, einn áhrifamesti listamaður Vesturlanda í rúma fjóra áratugi, lést á sunnudag úr krabbameini í New York. Meira
12. janúar 2016 | Kvikmyndir | 1028 orð | 2 myndir

Morðgáta og blóðbað í vefnaðarvöruverslun

Leikstjóri og handritshöfundur: Quentin Tarantino. Aðalleikarar: Samuel L. Jackson, Jennifer Jason Leigh, Kurt Russell, Bruce Dern, Demián Bichir, Michael Madsen, Tim Roth, Walton Goggins og Channing Tatum. Bandaríkin, 2015. 168 mín. Meira
12. janúar 2016 | Bókmenntir | 147 orð | 1 mynd

Sunday Express og Rankin hæla Ragnari

Breska helgarblaðið Sunday Express birti í fyrradag yfirlitsgrein yfir bestu bækur ársins 2016 í Bretlandi og er þeirra á meðal Náttblinda eftir Ragnar Jónasson. Meira
12. janúar 2016 | Tónlist | 44 orð | 1 mynd

Tríó Agnars á djasskvöldi Kex hostels

Tríó píanóleikarans Agnars Más Magnússonar leikur á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Auk Agnars skipa tríóið þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Meira
12. janúar 2016 | Tónlist | 455 orð | 3 myndir

Þrælgóð frumraun Meistaranna

Meistarar dauðans er fyrsta plata samnefndrar hljómsveitar en hana skipa Albert Elías Arason, Ásþór Loki og Þórarinn Þeyr Rúnarssynir. Upptökur og hljóðblöndun annaðist Arnór Sigurðarson, Bjarni Bragi Kjartansson hljómjafnaði. Meira

Umræðan

12. janúar 2016 | Aðsent efni | 221 orð | 1 mynd

Bankaræningjar

Eftir Axel Kristjánsson: "Kröfuhafar munu því fá 2,9% af kröfum sínum greidd en tapa samtals 233 milljörðum króna." Meira
12. janúar 2016 | Aðsent efni | 471 orð | 3 myndir

Hvers vegna vill Viðskiptaráð sameina stofnanir?

Eftir Frosta Ólafsson: "Tillögum okkar um fækkun stofnana er ætlað að efla opinbera geirann og gera stofnunum betur kleift að veita sem besta þjónustu fyrir sem minnsta fjármuni." Meira
12. janúar 2016 | Pistlar | 426 orð | 1 mynd

Innrömmun á eigin dauða

Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt: „Ég hlusta ekki á texta“ af vörum bæði ungs og eldra fólks og mér þykir það alltaf jafn sorglegt. Meira
12. janúar 2016 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Umboðsmaður flóttamanna

Eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur: "Skilja þarf á milli úrskurðar- og rannsóknarhlutverks Útlendingastofnunar annars vegar og hagsmuna- og réttargæslu flóttamanna hins vegar." Meira

Minningargreinar

12. janúar 2016 | Minningargreinar | 1281 orð | 1 mynd

Bergljót Ellertsdóttir

Bergljót Ellertsdóttir fæddist 4. mars árið 1935. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans 9. desember 2015. Foreldrar hennar voru þau Guðleif Sveinsdóttir, f. í Villingaholtshreppi í Flóa aldamótaárið 1900, og Ellert Helgason, f. í Reykjavík árið 1908. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2016 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

Guðný Pálsdóttir

Guðný Pálsdóttir fæddist á Blönduósi 30. mars 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 3. desember 2015. Foreldrar hennar voru hjónin Hjálmfríður Anna Kristófersdóttir, Blönduósi, f. 26.7. 1901, d. 26.11. 1981, og Páll Geirmundsson gestgjafi, f.... Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2016 | Minningargreinar | 3047 orð | 1 mynd

Guðríður Matthíasdóttir

Guðríður Matthíasdóttir fæddist í Bolungarvík 20. ágúst 1923. Hún lést á Landakoti 4. janúar 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Matthías Sveinsson, kaupmaður á Ísafirði, frá Hvilft í Önundarfirði, f. 16. október 1892, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2016 | Minningargreinar | 5972 orð | 1 mynd

Hólmsteinn Snædal Rósbergsson

Hólmsteinn Snædal Rósbergsson fæddist 2. september 1945 í Aðalstræti 16. Hann lést af slysförum 31. desember 2015. Foreldrar hans voru Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 1.4. 1918, d. 6.7. 2013, og Rósberg G. Snædal, f. 8.8. 1919, d. 9.1. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. janúar 2016 | Viðskiptafréttir | 93 orð | 1 mynd

Eggert tekur við forstjórastarfi hjá ReMake

Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1 og HB Granda, hefur verið ráðinn forstjóri ReMake Electric og tekur hann við starfinu nú þegar. Meira
12. janúar 2016 | Viðskiptafréttir | 189 orð

Fasteignaviðskipti lífleg 2015

Viðskiptum með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 17,5% á árinu 2015 miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að viðskipti með íbúðir í fjölbýli hafi verið 5. Meira
12. janúar 2016 | Viðskiptafréttir | 165 orð | 1 mynd

FME gerir athugasemdir við Arion

Fjármálaeftirlitið (FME) gerir athugasemdir við að fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafi yfir að ráða hluta af fjárfestingabók bankans, auk þess sem framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs sitji í fjárfestingaráði sem tekur ákvarðanir um eigin... Meira
12. janúar 2016 | Viðskiptafréttir | 588 orð | 2 myndir

Landsbankinn með 63 milljarða svigrúm til arðgreiðslu

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl. Meira
12. janúar 2016 | Viðskiptafréttir | 67 orð | 1 mynd

Rauður dagur í Kauphöll þrátt fyrir ofankomu

Ekkert félaganna sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hækkaði í viðskiptum gærdagsins og lækkaði úrvalsvísitalan um rétt 2% frá því sem hún stóð í við lokun markaða á föstudag. Viðskipti á aðalmarkaði námu rúmum 2,5 milljörðum. Meira
12. janúar 2016 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Virðisaukaskattsskyld velta eykst til muna

Velta í virðisaukaskattsskyldri starfsemi jókst um 9,5% á síðustu 12 mánuðum samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Meira

Daglegt líf

12. janúar 2016 | Daglegt líf | 158 orð | 1 mynd

Heilsusamlegt að eiga vini og fara út á meðal fólks

Að vera félagslega einangraður hefur afar slæm áhrif á líkamlega heilsu. Meira
12. janúar 2016 | Daglegt líf | 151 orð | 1 mynd

Kvikmynd með Bowie í Bíó Paradís til að heiðra minningu hans

Til að heiðra minningu David Bowie ætlar Bíó Paradís að sýna kvikmyndina The Man Who Fell to Earth næstkomandi sunnudag 17. janúar kl. 20. Meira
12. janúar 2016 | Daglegt líf | 143 orð | 2 myndir

Tálgun, silfursmíði og fleira

Á þessum árstíma er tilvalið að skella sér á hverskonar námskeið og af nægu er að taka, eftir því hvar áhugamálin liggja hjá hverjum og einum. Meira
12. janúar 2016 | Daglegt líf | 709 orð | 8 myndir

Tískutákn með mörg hliðarsjálf

Tónlistarmaðurinn og goðsögnin David Bowie, sem lést í gær, varð frægustu tískuhönnuðum heims innblástur, allt frá Armani til Jean Paul Gaultier. Hliðarsjálf Bowie birtust í líki Ziggy Stardust, Thin White Duke og margra fleiri fjölskrúðugra persóna. Meira

Fastir þættir

12. janúar 2016 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 d6 6. 0-0 c6 7. Rc3 Bf5...

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 d6 6. 0-0 c6 7. Rc3 Bf5 8. Re1 e5 9. d5 cxd5 10. cxd5 Ra6 11. e4 Bg4 12. f3 Db6+ 13. Kh1 Bd7 14. Rd3 Rb4 15. Rxb4 Dxb4 16. De2 Re8 17. Be3 f5 18. a3 Da5 19. Bh3 Rf6 20. b4 Dd8 21. Rb5 fxe4 22. Bxd7 Dxd7 23. Meira
12. janúar 2016 | Árnað heilla | 64 orð | 1 mynd

90 ára

90 ára er í dag, þriðjudaginn 12. janúar, Ívar Larsen Hjartarson . Hann fæddist á Ísafirði þar sem hann á yngri árum var mikið til sjós. Meira
12. janúar 2016 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

Albert Gissurarson

30 ára Albert er frá Sandgerði en býr í Kópavogi og er bifvélavirki hjá Toyota, Kauptúni. Maki : Ásdís Geirsdóttir, f. 1988, nemi í íslensku í Háskóla Íslands. Börn : Kristín Dalrós Skarphéðinsdóttir, f. 2010, og Dísella Albertsdóttir, f. 2014. Meira
12. janúar 2016 | Árnað heilla | 56 orð | 1 mynd

Berglind Bára Bjarnadóttir

40 ára Berglind býr í Njarðvík, er iðjuþjálfi og bowen-tæknir og er sérkennslustjóri á leikskólanum Hjallatúni Maki : Magnús H. Kristjánss., f. 1971, rafv. og ljósam. í Borgarleikhúsi. Börn : Svala Rún, f. 2002, Guðrún Lilja, f. Meira
12. janúar 2016 | Í dag | 541 orð | 3 myndir

Einbeittur áhugi á frelsi og mannréttindum

Hreinn fæddist í Vestmannaeyjum 12.1. 1956 og ólst þar upp til 14 ára aldurs. Hann lauk barnaskólaprófi frá Barnaskóla Vestmannaeyja 1969, landsprófi frá Víghólaskóla í Kópavogi 1972 og stúdentsprófi frá MH 1976. Meira
12. janúar 2016 | Árnað heilla | 329 orð | 1 mynd

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er fædd 2. janúar 1980 og ólst upp í Garði á Suðurnesjum. Hún lauk BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2003 og meistaragráðu í umhverfisheimspeki frá Lancaster-háskóla í Englandi árið 2006. Meira
12. janúar 2016 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Jóhann Bjarni Kjartansson

40 ára Jóhann býr í Hafnarfirði og vinnur hjá S. Guðjónsson. Maki : Borghildur Sverrisdóttir, f. 1974, framhaldsskólakennari. Börn : Sóley Anna, f. 2012, Kári Kjartan og Birna Björk, f. 2015. Foreldrar : Kjartan H. Pálsson, f. 1938, d. Meira
12. janúar 2016 | Í dag | 22 orð

Lofsyngið himnar, fagna þú jörð, þér fjöll, hefjið gleðisöng því að...

Lofsyngið himnar, fagna þú jörð, þér fjöll, hefjið gleðisöng því að Drottinn hughreystir þjóð sína og sýnir miskunn sínum þjáðu. Jes. Meira
12. janúar 2016 | Í dag | 53 orð

Málið

Orðin á dánarbeði villa sumum sýn. Málið er beður í merkingunni rúm , hvíla. Ljós er frændsemin við enskuna: bed , og svo er gamla tökuorðið beddi . Meira
12. janúar 2016 | Í dag | 179 orð | 1 mynd

Slakur sjónvarpsveruleiki í Ófærð

Ófærð er dýrasta og rosalegasta sjónvarpsframleiðsla sem ráðist hefur verið í hér á landi. Skiljanlega. Það er allt lagt í þættina og skjárinn iðar af lífi á sunnudagskvöldum, jafnvel þótt hljóðið sé stundum slakt. Meira
12. janúar 2016 | Árnað heilla | 234 orð | 1 mynd

Suðvestur byrjar vel

Silja Hauksdóttir stofnaði fyrirtækið Suðvestur ásamt systrunum Birnu Önnu Björnsdóttur og Láru Björgu Björnsdóttur á síðustu haustmánuðum. „Þetta gengur mjög vel hjá okkur. Meira
12. janúar 2016 | Árnað heilla | 168 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Áslaug H. Burawa Ívar Larsen Hjartarson 85 ára Guðbjörg Eiríksdóttir Guðlaug Konráðsdóttir Páll Gunnólfsson 80 ára Guðrún Sveinfríður Magnúsdóttir Lára Jónatansdóttir Nína Þ. Þórisdóttir 75 ára Gestur Einarsson Haukur Óskarsson Sigurlaug J. Meira
12. janúar 2016 | Í dag | 306 orð

Útþynningar, fössari og Össari

Það var eftir mér að þynna út stöku Stephans G. Stephanssonar „Útþynningar“ í Vísnahorni á laugardaginn og þakka ég Helga Ormssyni fyrir að vekja athygli mína á því. Meira
12. janúar 2016 | Fastir þættir | 280 orð

Víkverji

Rætur, þættir Sigríðar Halldórsdóttur í Ríkissjónvarpinu, hafa farið vel af stað. Vel unnir, forvitnilegir og sannarlega viðeigandi. Meira
12. janúar 2016 | Í dag | 150 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

12. janúar 1830 Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir, sem myrtu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson, voru tekin af lífi í Vatnsdalshólum. Þetta var síðasta aftaka á Íslandi. Líflátshegning var þó ekki numin úr lögum fyrr en 1928. 12. Meira

Íþróttir

12. janúar 2016 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Árið 2016 er runnið upp og verður viðburðaríkt í íslensku íþróttalífi...

Árið 2016 er runnið upp og verður viðburðaríkt í íslensku íþróttalífi. Hver sem árangurinn verður þá eru margir stórir viðburðir á dagskrá með þátttöku Íslendinga. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Bikarkeppni karla 8-liða úrslit: KR – Njarðvík 90:74 Skallagrímur...

Bikarkeppni karla 8-liða úrslit: KR – Njarðvík 90:74 Skallagrímur – Grindavík 96:105 Þór Þ. – Haukar 79:74 *KR, Grindavík og Skallagrímur eru komin í undanúrslit og fjórða liðið verður b-lið Njarðvíkur eða Keflavík. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

Dröfn aftur í raðir FH

Handboltamarkvörðurinn Dröfn Haraldsdóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH og mun leika með liðinu út þetta keppnistímabil. Mun hún leysa af hólmi Sigríði Arnfjörð sem þurfti að taka sér frí núna á áramótum vegna anna í vinnu. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 408 orð | 1 mynd

Ekkert upp á hann að klaga

12. umferð Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

England Bikarkeppnin, dregið til 4. umferðar: Northampton/MK Dons...

England Bikarkeppnin, dregið til 4. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 398 orð | 2 myndir

Ester leiðtoginn hjá ÍBV

14. umferð Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ester er fyrst og fremst mikill liðsmaður. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Fáir fastamenn með Finnum gegn Íslandi

Rétt eins og Íslendingar verða Finnar án flestra lykilmanna sinna þegar þjóðirnar mætast í vináttulandsleik í knattspyrnu í Abu Dhabi á morgun. Þeir verða fyrst og fremst með leikmenn liða á Norðurlöndum og aðeins einn þeirra kemur annars staðar frá. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Guðmundur bíður til kvölds

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla, tilkynnir ekki hópinn sem fer á EM í Póllandi fyrr en eftir æfingu í kvöld. Til stóð að birta hópinn í gær en Guðmundur taldi það ekki mögulegt. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 790 orð | 2 myndir

Hikar ekki við að taka slaginn í Þýskalandi á ný

Fréttaskýring Ívar Benediktsson iben@mbl.is Það segir e.t.v. meira stöðu Guðjón Vals Sigurðssonar og þá virðingu sem hann nýtur sem handknattleiksmaður að topplið þýsku 1. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Hyggst áfrýja breyttum dómi

Spretthlauparinn Oscar Pistorius frá Suður-Afríku hyggst freista þess að áfrýja þeim dómi sem féll seint á síðasta ári. Var þá dómi breytt úr morði af gáleysi í morð að yfirlögðu ráði. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Í vondum málum vegna jónu

Njarðvíkingar gátu ekki teflt fram bandarískum leikmanni gegn KR í bikarkeppni karla í körfuknattleik í gær. Þeir fengu svör frá Útlendingastofnun rétt fyrir helgi um að Michael Craig fengi ekki atvinnuleyfi þar sem hann væri á sakaskrá. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 95 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Pétur Ormslev gerði garðinn frægan með knattspyrnuliði Fram á gullaldarárum þess en hann varð þrívegis Íslandsmeistari með liðinu og vann fjóra bikarmeistaratitla. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 41 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, 8 liða úrslit: Njarðvík: Njarðvík b...

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, 8 liða úrslit: Njarðvík: Njarðvík b – Keflavík 19.15 KNATTSPYRNA Fótbolta.net mót karla: Egilshöll: Þróttur R. – KR 19. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 484 orð | 1 mynd

Messi og Lloyd best 2015

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Lionel Messi frá Argentínu og Carli Lloyd frá Bandaríkjunum voru í gærkvöld útnefnd knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins í heiminum árið 2015, í kjöri FIFA og France Football. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 367 orð | 2 myndir

Skosku meistararnir í knattspyrnu, Celtic, ætla að gera nýja tilraun til...

Skosku meistararnir í knattspyrnu, Celtic, ætla að gera nýja tilraun til að fá Kolbein Sigþórsson landsliðsmiðherja til liðs við sig, samkvæmt skoska dagblaðinu Daily Record. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Spieth jafnaði Tiger Woods

Jordan Spieth frá Bandaríkjunum, efsti kylfingurinn á heimslistanum, sigraði á fyrsta PGA-móti ársins vestanhafs sem lauk á Havaí-eyjunni Maui í fyrrinótt og jafnaði um leið met landa síns Tigers Woods. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

United án Þjóðverjans í kvöld

Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger leikur ekki með Manchester United í kvöld þegar liðið sækir Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 6 orð | 1 mynd

Vináttulandsleikur karla Makedónía – Svartfjallaland 29:26...

Vináttulandsleikur karla Makedónía – Svartfjallaland... Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Wilbek aftur í pólitíkina?

Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, mun hafa áhuga á að bjóða sig fram í bæjarstjórnarkosningum í Viborg á næsta ári, eftir því sem danskir fjölmiðlar greina frá. Meira
12. janúar 2016 | Íþróttir | 858 orð | 8 myndir

Þeir stóðu saman, allir sem einn

Í Vesturbæ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is KR-ingar eru komnir í undanúrslit bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir að hafa lagt Njarðvík að velli í Vesturbænum í gær. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.