Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi gamla Ormsson er lokið og fengust ellefu milljónir greiddar upp í rúmlega 453 milljóna kr. kröfur. Það jafngildir 2,54 prósent endurheimtum. Félagið Rekstur 90 ehf.
Meira
Nú eru 502 hjúkrunarrými fyrir aldraða á landinu öllu sem teljast vera tví- eða þríbýli. Til að breyta þessum rýmum í einbýli þyrfti að byggja um 250 ný hjúkrunarrými. Gróflega áætlað kostar hvert nýtt hjúkrunarrými í byggingu um 28 millj. kr.
Meira
Air Atlanta flutti á síðasta ári 1,5 milljónir farþega og 257 þúsund tonn með flugflota sínum sem samanstendur af 17 breiðþotum. Þegar mest er um að vera eru starfsmennirnir 1.200 frá 52 þjóðlöndum hvaðanæva úr heiminum.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla í fiskeldi stóð í stað á síðasta ári, jókst ekki frá árinu á undan. Minna af laxi var slátrað upp úr sjókvíum en aukning í bleikju og regnbogasilungi vó það að mestu upp.
Meira
Banaslys varð í Reynisfjöru í gær þegar alda hrifsaði til sín erlendan ferðamann eftir að hann missti fótanna. Um var að ræða karlmann sem var á ferð með eiginkonu sinni.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Eins og staðan er núna er hægagangur í atvinnulífinu, en hér ætti allt að vera á fullri ferð,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, um atvinnuástandið á Þórshöfn.
Meira
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í maí hefjast fornleifarannsóknir í rústum hinnar fornu Sverrisborgar á Steinbjörgum í Þrándheimi. Borgin var virki sem Sverrir Sigurðarson Noregskonungur lét upphaflega reisa veturinn 1182-83.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að bregðast þurfi við mikilli fjölgun bílaleigubíla í bænum. Víða í bænum sé ástandið að nálgast þolmörk.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku að heimila umhverfis- og skipulagssviði að fara í útboð vegna verklegra framkvæmda við þrengingu Grensásvegar milli Miklubrautar og Bústaðavegar.
Meira
Dýrahjálp Íslands stendur fyrir svonefndum ættleiðingardegi nk. sunnudag, 14. febrúar, á valentínusardaginn. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem félagið stendur fyrir slíkum viðburði en hann fer fram í versluninni Gæludýr.is á Korputorgi, frá kl.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands var dreift fyrir skemmstu. Að vanda er þar að finna ítarlegar upplýsingar um metnaðarfulla dagskrá félagsins á árinu og skálana sem Ferðafélagið starfrækir víðsvegar um land.
Meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gagnrýndi í gær stuðning Bandaríkjamanna við helstu samtök Kúrda í Sýrlandi, Lýðræðissambandsflokk Kúrda, PYD.
Meira
Ísland er sjaldan fegurra en á sólríkum frostdögum. Frostið skapar stundum fögur en skrítin undur og er eitt slíkt að finna við Lækinn í Hafnarfirði, þar sem má sjá gríðarstóran frosinn klump.
Meira
• Karlmaður lést og fimm til viðbótar veiktust lífshættulega við frumprófanir á fólki með nýtt lyf hjá lyfjastofnun í borginni Rennes í Frakklandi í janúar • Rannsóknastofan gagnrýnd í skýrslu • Slys sem þetta eru sjaldgæf en ekki óþekkt...
Meira
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Haustið 1861 bað Ralph Gordon Noel, 22 ára gamall enskur ferðalangur, um hönd 16 ára gamallar stúlku á bænum Grenjaðarstað í Aðaldal, Guðnýjar Halldórsdóttur.
Meira
Í heildina voru 53 eldisstöðvar í fullum rekstri á árinu 2015. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, upplýsir að árið hafi reynst fiskeldinu farsælt.
Meira
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Edduhótelin hafa séð tímana tvenna og verið starfrækt mun lengur en flest önnur hótel úti á landi sem enn eru í rekstri.
Meira
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Stutt er síðan Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) færðu stofnuninni fjölda nýtísku rúma og sitthvað fleira að gjöf og nú hefur stjórn samtakanna gefið grænt ljós á að pöntuð verði fullkomin...
Meira
Atburðarásin undir Bárðarbungu er hæg og svo virðist sem djúpt sé á henni eða um 10-15 km. „Þetta veldur því að öll merki sem sjást verða dauf,“ sagði Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.
Meira
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Námserfiðleikar eru ekki eina ástæðan fyrir því að rúm 28% grunnskólanemenda eru í sérkennslu, ástæðurnar eru margvíslegar og meðal þeirra eru andlegir erfiðleikar eins og kvíði, þunglyndi og samskiptaerfiðleikar.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Anup Gurung hefur um langt skeið starfað sem leiðsögumaður í flúðasiglingum á Norðurlandi. Í dag er hann annar eigenda Viking Rafting (www.vikingrafting.com) sem m.a. býður upp á siglingar á Austari og Vestari Jökulsá.
Meira
Á mánudaginn mun Nordic Film Composers Network afhenda Harpa Nordic Film Composer-verðlaunin í sjötta sinn en meðal þeirra sem tilnefndir eru til verðlaunanna í ár er íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson en hann hefur einnig verið tilnefndur til...
Meira
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkomulag hefur tekist um að N1 kaupi vistvæna lífdíselolíu af fyrirtækinu Íslensku eldsneyti ehf., sem er með verksmiðju í Reykjanesbæ og hefur verið að framleiða vistvænt eldsneyti úr repjuolíu.
Meira
Sviðsljós Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Í Reykjadal er ekki litið á fötlun sem hindrun. Allir geta tekið þátt í öllu, hvort sem það er fimleikamót eða eitthvað annað.
Meira
Feðgarnir Þórarinn og Halldór Eldjárn koma saman fram í Mengi í kvöld. Þar standa þeir fyrir sameiginlegri ljóða- og tónlistardagskrá sem gengur undir nafninu Ljóðfæri. Dagskráin var flutt í Mengi í október síðastliðnum og fékk frábærar undirtektir.
Meira
Fjárfestar hafa leigt efstu hæðina í Höfðatorgsturninum og eru að breyta henni í glæsihótel. 20. hæðin er rúmlega 800 fermetrar. Þar er verið að innrétta átta svítur, fjórar hornsvítur og fjórar minni á milli þeirra. Svíturnar eru 44-65 fermetrar.
Meira
Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ástæður þess að hátt í þriðjungur íslenskra grunnskólanema fær sérkennslu eru ekki eingöngu námserfiðleikar, heldur einnig andleg veikindi eins og kvíði og þunglyndi.
Meira
Innanríkisráðuneytið efnir til málþings í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík og lagadeild Háskóla Íslands um efnið: Hvernig á að efla eftirlit með lögreglu? Málþingið fer fram föstudaginn 12. febrúar næstkomandi kl.
Meira
Viðtal Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Á sunnudagskvöldum strax að loknum sjónvarpsfréttum, sem útvarpað er á Rás 2, hefst þátturinn „Plötuskápurinn“ en Gunnlaugur Sigfússon er annar tveggja sem stýra þættinum.
Meira
Neysla landsmanna og ferðamanna á kjöti jókst á síðasta ári um sem svarar tveimur kílóum á hvern íbúa landsins, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Neyslan fór úr 81,7 kg á íbúa í 83,8 kg.
Meira
Mosfellsbæ var óheimilt að krefja ríkið um rúmlega 100 milljónir í gatnagerðargjöld vegna byggingar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og í kjölfarið skuldajafna þá kröfu við innheimtu ríkisins á byggingarkostnaði, samkvæmt dómi héraðsdóms.
Meira
Mygla hefur greinst á almennri móttökugeðdeild Landspítalans þar sem þunglyndar konur með nýfædd börn leggjast inn. Þriðjungur starfsmanna deildarinnar hefur kvartað undan einkennum sem líklegt er að stafi af myglunni. Mítill fannst einnig á deildinni.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson verða áfram við mælingar á loðnustofninum næstu daga og auk þeirra aðstoðar grænlenska skipið Polar Amaroq við verkefnið.
Meira
Viðtal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ellen Stofan, yfirvísindamaður hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kemur fyrir sem hógvær kona þegar hún sest niður með blaðamanni við aðalinnganginn á Háskólanum í Tromsö.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar undirbúa opnun lúxushótels á 20. og efstu hæðinni í turninum á Höfðatorgi í Reykjavík. Það mun heita Tower Suites Reykjavík og er stefnt að opnun í byrjun júní.
Meira
Hótel sem Stracta ehf. hyggst byggja á eyðijörðinni Orustustöðum á Brunastandi, austan við Kirkjubæjarklaustur, þarf ekki að fara í umhverfismat, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Meira
Yfir Langjökli Náttúran er stórbrotin á Langjökli. Hún tekur á sig stórskornar og flottar myndir sem breytast eftir veðri og vindum en koma í ljós þegar flogið er yfir...
Meira
UNICEF á Íslandi og lögfræðisvið Háskólans á Bifröst standa í dag fyrir málþingi um flóttabörn sem koma til Íslands og stöðu þeirra samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Málþingið fer fram kl.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Launin fyrir blaðburðinn eru vasapeningur krakkanna og kaupið fyrir hverfin sem ég tek fer í sameiginlegan ferðasjóð fjölskyldunnar.
Meira
Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar samþykkti einróma á fundi sínum um kvöldmatarleytið í gær að flýta landsfundi flokksins til 4. júní í sumar.
Meira
Kemi, Finnlandi. AFP. | Óárennilegir hópar, sem kalla sig Hermenn Óðins, hafa undafarna mánuði vaktað götur borga í Finnlandi undir því yfirskini að þeir séu að vernda heimamenn fyrir hælisleitendum.
Meira
Íslenskt eldsneyti ehf. (ÍE) hefur samið við N1 um að olíufélagið kaupi af fyrirtækinu vistvæna lífdísilolíu til íblöndunar í hefðbundna dísilolíu. ÍE hefur framleitt eldsneytið til þessa úr repjuolíu en hyggst skipta yfir í framleiðslu á þörungaolíu.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu á Hestasetrinu Sleipni í Hveragerði og stefnan sett á að þar muni hefjast starfsemi í lok árs, í nýju húsi sem mun rísa við Breiðumörk í Hveragerði, gegnt Hótel Örk.
Meira
Viðskiptavinir Símans geta ekki lengur greitt með reiðufé reikninga fyrirtækisins í Ármúla eins og áður. Þess í stað þurfa viðskiptavinir fyrirtækisins að fara í banka og greiða þar.
Meira
Verklag Sparisjóðs Suður-Þingeyinga varðandi útlán er ekki í samræmi við ákvæði laga og reglna er varða eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í athugun Fjármálaeftirlitsins á starfsemi sjóðsins.
Meira
Lögreglan í Haryana-ríki á norðanverðu Indlandi hefur ákveðið að nota teygjubyssur til að skjóta pipardufti og glerkúlum þegar stöðva þarf óeirðir sem eru nær daglegt brauð á þessum slóðum.
Meira
The Choice Rómantísk mynd um tvo nágranna sem verða ástfangnir við fyrstu sýn. IMDb 5,5/10 Laugarásbíó 20.00, Smárabíó 17.15 Dirty Grandpa Ungur lögfræðingur er á leið í hnapphelduna þegar afi hans fær hann með sér í ferðalag niður á strönd.
Meira
Sviðsljós Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Það er gaman þegar gengur vel og við eigum marga góða viðskiptavini. Það vantar íslenska tómata á markaðinn og við þurfum að eiga nóg af þeim til þess að anna eftirspurn.
Meira
Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Fundur fer fram hjá utanríkismálanefnd Alþingis í dag þar sem rætt verður um viðbúnað Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli.
Meira
Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Síðustu vikuna í janúar féllu tveir dómar, einn í Héraðsdómi Reykjavíkur og hinn í Hæstarétti, sem báðir sneru að framkvæmd og álagningu veiðigjaldanna. Í fyrra málinu sóttist Vinnslustöðin hf.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gistipláss í uppblásinni kúlu inni í skógi í Biskupstungum er uppselt fram á vor. Róbert Sveinn Róbertsson, frumkvöðull hjá Ferðamönnum Íslands, setti kúluna upp í desember sl. og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Meira
Í kjölfar útboðs á farmiðakaupum ríkisins verður innleitt nýtt verklag og munu öll farmiðakaup færast frá ráðuneytunum sjálfum yfir í Rekstrarfélag Stjórnarráðsins. Þar verður þjálfaður upp starfsmaður í bókun farseðla.
Meira
Að gefnu tilefni fer bloggarinn Sigurður Sigurðarson á flug: Eftirfarandi tilkynning var í kvöld send frá utanríkisráðuneytinu til fjölmiðla: Eva Adamsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra.
Meira
Á dögunum lauk í sýningarhöllinni Palais de Tokyo í Parísarborg viðamestu sýningu sem sett hefur verið upp með verkum Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns. Sýningin nefndist „Seul Celui Qui Connait Le Désir“ (Aðeins sá sem þekkir þrána).
Meira
VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Einar Már Guðmundsson, Gunnar Þór Bjarnason og Gunnar Helgason hlutu í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 er þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Meira
Málverkasýning Eddu Guðmundsdóttur hefur verið opnuð í Geysi Bisto, Aðalstræti 2. Á sýningunni eru 22 verk og er þetta sjöunda einkasýning listakonunnar sem hefur einnig sýnt á samsýningum.
Meira
Í ár eru 500 ár liðin frá dauða eins þekktasta og vinsælasta myndlistarmanns Hollands á miðöldum, og í raun Evrópu allrar. Jheronimus Bosch, einnig þekktur sem Hieronymus Bosch, var fæddur um 1450 en lést árið 1516.
Meira
Kvikmyndin Hrútar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár eða samtals 13. Fast á hæla fylgja Fúsi með 12 og Þrestir með 11 tilnefningar, en allar eru myndirnar þrjár verðlaunamyndir sem hlotið hafa góðar viðtökur erlendis.
Meira
Uppselt er á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld þar sem bandaríski stjórnandinn James Gaffigan stýrir tónleikunum en hann er einnig aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Luzern.
Meira
Vilhjalmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hljómsveitin Nýdönsk hitti í gær borgarstjórann í Reykjavík, Dag B. Eggertsson, en fundurinn var liður í „opinberri heimsókn“ hljómsveitarinnar til höfuðborgarinnar.
Meira
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Reykjavík 1985-1990 nefnist sýning Húberts Nóa Jóhannessonar sem verður opnuð í Galleríi Gróttu í dag kl. 17.
Meira
Eftir Þorstein Sæmundsson: "Hafi þeir búið yfir vitneskju um væntanlegan ábata og samt farið fram með þeim hætti sem gert var er það hálfu alvarlegra."
Meira
Átján borð hjá eldri borgurum Fimmtudaginn 4. febrúar var spilað á 13 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 400 Kristín Guðbjörnsd. – Soffía Daníelsd.
Meira
Eftir Guðmund Ármann Pétursson: "Það má með réttu segja að leitað sé að fóstrum með Downs á grundvelli kostnaðar enda kom það fram að siðferðishliðin var ekki skoðuð fyrr en síðar."
Meira
Eftir Ómar Ragnarsson: "Greinin um loftárásina á Guernica byrjar á því að gefa í skyn að frásagnir af henni séu lygi og endar á því að firra nasista allri ábyrgð á henni."
Meira
Eftir Elínu Vilmundardóttur: "Sumum kann að finnast smátt skorið um fram bornar aðfinnslur, en í mínum huga bera mörg þessara atriða vott um óvönduð vinnubrögð."
Meira
Eftir Sigríði Gunnarsdóttur: "Ég stend þarna og reyni að láta mig hverfa, heyri hvað ferðafólkinu finnst um þetta, skammast mín fyrir að vera Íslendingur"
Meira
Eftir Indriða Aðalsteinsson: "...úr hinni ríkisreknu vargaútungarstöð á Hornströndum má ætla að um 10.000 refir hafi síðan 1994 herjað á okkur..."
Meira
Nú hafa rúmlega 65 þúsund manns skrifað undir áskorunina til stjórnvalda að endurreisa heilbrigðiskerfið. Það vita það allir sem vilja vita að þörfin til að bæta heilbrigðisþjónustu í þágu allra landsmanna er til staðar.
Meira
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Enginn á meiri kærleika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Hvað þá svo þeir fái lifað um eilífð."
Meira
Eftir Loft Altice Þorsteinsson: "Súnní-íslam ættu öll samfélög að banna og beita uppfræðslu til að milda viðhorf þeirra múslima sem fá landvist."
Meira
Eftir Júlíus Sólnes: "Hugmynd Arrhenius um hlýnun lofts af völdum aukinnar losunar á koltvíoxíði var talin villukenning og stuðningsmenn hennar játuðu sig sigraða."
Meira
Eftir Elvar Ingimundarson: "1.-6. febrúar braust sýrlenski stjórnarherinn í gegnum víglínur uppreisnarmanna fyrir norðan Aleppó og lokaði birgðalínu þeirra til Tyrklands."
Meira
Gísli Guðbrandsson fæddist í Álfgerðarholti í Borgarfjarðarhreppi 15. janúar 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 2. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Guðbrandur Jón Tómasson, f. 1893, d. 1980, og Sigþrúður Sigurðardóttir, f. 1896, d.
MeiraKaupa minningabók
Jón Elís Björnsson, eða Elli eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Þverá í Núpsdal í Miðfirði, V-Hún. 14. júlí 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 1. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. 9.
MeiraKaupa minningabók
Rúnar Guðbergsson fæddist í Hafnarfirði 26. mars 1930. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 30. janúar 2016 eftir erfiða sjúkralegu. Foreldrar hans voru María Guðnadóttir, f. 28. mars 1896 á Hjalla í Ölfusi, d. 29.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Sigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1924. Hún lést á Landspítalanum 2. febrúar 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður, f. 1884 á Hvallátrum í Rauðasandshreppi, d. 1954, og Guðlaug Gísladóttir f.
MeiraKaupa minningabók
Valur Sigurbjörnsson fæddist 24. desember 1938 í Vestmannaeyjum. Hann lést á heimili sínu Esjugrund 5, 1. janúar 2016. Foreldrar Vals voru Margrét Ólafsdóttir, f. á Litla-Hrauni 22. ágúst 1911, d. 22. ágúst 1992, og Sigurbjörn Kárason, f.
MeiraKaupa minningabók
Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi spænsku, frönsku eða ítölsku? Talar þú eitt af þessum tungumálum sem móðurmál og hefur áhuga á deila því með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því?
Meira
Þær voru í öllum íþróttum sem voru í boði þegar þær voru stelpur heima í Neskaupstað, blaki, sundi, fimleikum, skíðum og fótbolta. Fótboltinn stóð upp úr og nú æfa þær báðar í meistaradeild fyrir sunnan. Þær leigja saman og matseldin gengur misvel.
Meira
Þessa vikuna gengur nýár í garð í Tíbet, Kína og Japan. Kallast sú hátíð Losar og varir í nokkra daga. Kungsang er einn þeirra sjö Tíbeta sem búa á Íslandi og rekur hann himalaíska veitingastaðinn Ramen Momo í miðbæ Reykjavíkur. Hann ætlar í tilefni nýársins að hafa eldamennskuna í tíbetskum stíl.
Meira
40 ára Guðrún býr í Garðabæ og er lyfjafræðingur hjá Actavis. Maki : Jón Eðvald Malmquist, f. 1974, lögfræðingur hjá Logos. Börn : Laufey Sara, f. 2001, Ásdís Eva, f. 2007, og Unnur Björk, f. 2010. Foreldra r: Rúnar Sigmarsson, f.
Meira
Jón Jakobsson sýslumaður fæddist 11. febrúar 1738. Hann var sonur Jakobs stóra Eiríkssonar, kaupmanns við Búðir á Snæfellsnesi, og k.h. Guðrúnar, dóttur séra Jóns Jónssonar á Staðastað og víðar.
Meira
Síðustu daga hefur verið fjörugt á Leirnum og mikið um limrur. Ólafur Stefánsson lét ekki sitt eftir liggja, – með orðunum „Jæja,krakkar, hér kemur smá vitleysa!“ Limrungum létt er að brosa láta allt flakka' út í rosa.
Meira
Prósent merkir einn af hundraði , einn hundraðshluti . Táknið % glepur mönnum oft sýn og leiðir á refilstigu. Prósentið er hvorugkyns . „70% aðspurðra sögðust vera vissir í sinni sök.“ Hér ætti að standa viss .
Meira
30 ára Sigurbjörg býr í Kópavogi og er að ljúka meistaragráðu í grunnskólakennarafræðum. Maki : Magnús Bjargarson, f. 1975, yfirmaður Vatnsveitu Kópavogs. Börn : Sigfús Viðar, f. 2008, og Björgvin Unnar, f. 2013. Foreldrar : Viðar Axel Þorbjörnsson, f.
Meira
Flensur og alls konar viðbjóður herjar að jafnaði á þjóðina á köldustu vetrarmánuðum ársins. Gamla góða húsráðið að hvíla sig og drekka heitt er gjarnan það fyrsta sem flestir gera en þegar það versta er yfirstaðið taka veikindaþættir við.
Meira
90 ára Bryndís Bjarnason Guðrún Hansdóttir Jón Guðjónsson 85 ára Larz Jóhann Imsland Sigurður Kristjánsson Ulla-Britt Hasan 80 ára Sigrún Bjarnadóttir 75 ára Áslaug Bergsteinsdóttir Böðvar Páll Ásgeirsson Helga Ingibjörg Þorvaldsdóttir Jóhanna...
Meira
Það voru óvenjugóðar heimtur hjá Víkverja þennan sprengidaginn, þegar hann fékk einn af sínum uppáhaldsréttum, saltkjöt og baunir, bæði í hádeginu og í kvöldmatinn. Túkallinn fékk þó að eiga sig í bæði skiptin.
Meira
11. febrúar 1973 Vélbáturinn Sjöstjarnan frá Keflavík fórst milli Færeyja og Íslands og með honum tíu manns, fimm Íslendingar og fimm Færeyingar. 11. febrúar 1979 Dizzy Gillespie, einn fremsti djasstrompetleikari heims, hélt tónleika í Háskólabíói.
Meira
Handbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta verður bara eins og að koma heim. Erik Veje Rasmussen er þjálfari liðsins, alveg eins og þegar ég fór frá Árósum árið 2005, og liðið er með sama liðsstjóra og nuddara.
Meira
Phil Gartside, stjórnarformaður Bolton Wanderers, er látinn eftir baráttu við krabbamein. Gartside tók við árið 1988 og starfaði með mörgum Íslendingum hjá félaginu á sinni tíð.
Meira
Frakkland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Bordeaux – Nantes 3:4 (2:2) • Kolbeinn Sigþórsson skoraði annað mark Nantes á 65. mínútu og lék fyrstu 102 mínúturnar.
Meira
Kraftlyftingar Kristján Jónsson kris@mbl.is Árið 2016 gæti orðið lærdómsríkt fyrir afrekskonuna Fanneyju Hauksdóttur en hún hefur skarað fram úr í bekkpressu í flokki 23 ára og yngri á heimsvísu.
Meira
Andrés Iniesta, miðjumaðurinn frábæri í liði Spánar- og Evrópumeistara Barcelona og einn af lykilmönnum spænska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Spánverjar hafi mannskap til að hampa Evrópumeistaratitlinum í Frakklandi í sumar.
Meira
• Ingi Þór Jónsson sundmaður var í hópi tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 1980 og aftur árið 1982. • Ingi Þór fæddist 1962 á Akranesi og keppti fyrir ÍA.
Meira
Fréttaskýring Ívar Bendiktsson iben@mbl.is Þeir ætla sér að bylta handboltaheiminum með nýrri deild 12 til 24 handknattleiksliða, aðallega frá Evrópu, með kappleikjum í mörgum af stærstu borgum Evrópu.
Meira
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmiðherji í knattspyrnu, skoraði fyrir lið sitt Nantes í frönsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Nantes heimsótti stórliðið Bordeaux í 16-liða úrslitum keppninnar og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit.
Meira
Sven Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga og knattspyrnustjóri Leicester City tímabilið 2010-11, segir að allir knattspyrnuáhugamenn, fyrir utan keppinauta Leicester, vonist til þess að Leicester vinni Englandsmeistaratitilinn í ár...
Meira
Mats Gren , íþróttastjóri sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborg, staðfesti í gær að það kæmi vel til greina að fá varnarmanninn Hjört Hermannsson til félagsins frá PSV Eindhoven.
Meira
Kiel byrjaði vel eftir EM-hléið sem gert var á þýsku 1. deildinni í handbolta í gærkvöldi. Kiel vann Gummersbach á heimavelli 31:26. Með sigrinum renndi Kiel sér upp að hlið Rhein-Neckar Löwen á toppi þýsku deildarinnar.
Meira
Aðstaða Ívar Benediktsson iben@mbl.is Handknattleiks- og körfuknattleiksdeildir Fjölnis hafa fyrir löngu fullnýtt og vel það æfingaaðstöðu félagsins í íþróttahúsinu í Grafarvogi.
Meira
Þegar stór hópur af hörðustu stuðningsmönnum Liverpool rís úr sætum sínum í „The Kop“ á Anfield á 77. mínútu í leik í ensku úrvalsdeildinni og yfirgefur völlinn er eitthvað stórt í gangi.
Meira
Nýsköpun Fyrirtækið Wasabi Iceland sem stofnað var á síðasta ári hefur gengið frá um 50 milljóna króna fjármögnun með einkafjárfestum til að koma af stað fyrstu wasabi-ræktuninni á Íslandi.
Meira
Flestir fjölmiðlar landsins búa við bágborna afkomu. Samkeppnin á íslenskum auglýsingamarkaði er hörð og reglulega skjóta upp kollinum umræður um veru og tilvistarrétt RÚV á auglýsingamarkaði.
Meira
Deloitte Páll Jóhannesson hefur tekið við stöðu sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs af Völu Valtýsdóttur, sem hefur sinnt stöðu sviðsstjóra undanfarin 10 ár. Páll mun jafnframt verða einn af meðeigendum Deloitte.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Uppfinning Unnsteins Guðmundssonar leysir ýmis vandamál sem geta komið upp við flökun. Þarf að verka um 300 tonn af slægðum fiski til að vélin hafi borgað sig upp.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Félagið Aztiq Pharma AB var selt á 1,6 milljónir króna árið 2010 þrátt fyrir að verðmæti þess hafi á þeim tíma numið nærri tveimur milljörðum króna.
Meira
Ökutækið Allt of margir hafa þurft að gefa drauminn um Ferrari-sportbíl upp á bátinn því makinn röflar yfir því að tveggja sæta tryllitæki sé ekki nógu fjölskylduvænn kostur.
Meira
Eftir Ben McLannahan í New York Bréf fjármálafyrirtækja hafa í vissum skilningi leitt lækkun hlutabéfamarkaða það sem af er þessu ári. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að gengi hlutabréfa í bönkum hefur fallið svo mikið í Bandaríkjunum?
Meira
Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Það munaði hársbreidd að langri sögu Air Atlanta mundi ljúka á árinu 2008 en með útsjónarsemi og þrautseigju núverandi eigenda og stjórnenda félagsins hefur tekist að snúa rekstrinum við.
Meira
Eftir Jim Brunsden í Brussel Evrópusambandið undirbýr nú nýjar reglur til að taka á skattasniðgöngu fjölþjóðafyrirtækja, sem myndu þýða að sundurliða verður hagnað sem verður til í hverju landi fyrir sig.
Meira
Græjan Sumum þykir fjarska gott að hafa voldug heyrnartól á höfðinu meðan unnið er. Uppáhaldstónlistin og -útvarpsþættirnir létta lund á meðan einangrunin frá umhverfishljóðunum minnkar alla truflun og bætir einbeitingu.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Landsbankinn seldi 31,2% hlut sinn í Borgun seint á árinu 2014. Hluturinn var seldur á 2,2 milljarða króna. Skömmu síðar greiddi félagið út arð til hluthafa upp á 800 milljónir króna.
Meira
Arion banki Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við starfinu af Halldóri Bjarkar Lúðvígssyni sem hefur hætt störfum hjá bankanum.
Meira
Kannski byggist viðhorf til innra eftirlits að einhverju leyti á nafngiftinni, ef til vill væri heppilegra að tala um innri stýringu í þessu samhengi.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í tæknigeiranum getur verið heilmikill vandi að manna stöður með fólki með rétta þekkingu og reynslu. TeqHire.com léttir ferlið og er nú þegar í örum vexti alþjóðlega.
Meira
Strategía Margrét Sanders gengur til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Strategíu í mars næstkomandi en hún er reyndur stjórnandi á sviði rekstrar og fjármála. Hún hefur síðastliðin 16 ár starfað sem eigandi og framkvæmdastjóri rekstrar hjá Deloitte.
Meira
Bókin Robert J. Gordon vill meina að það séu mikil mistök að búast við jafn blússandi hagvexti og framförum á þessari öld og mannkynið fékk að njóta á þeirri síðustu. Breytingarnar á lífsgæðum fólks voru ekkert minna en stórkostlegar á 20.
Meira
Gamma Leó Hauksson hefur verið ráðinn á svið sölu og viðskiptaþróunar Gamma og mun starfa með Jónmundi Guðmarssyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri sviðsins. Leó mun m.a.
Meira
Fjármálaþjónusta Ríkissjóður ræður nú yfir 20% óbeinum eignarhlut í fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu eftir að hafa eignast 17,6% hlut í eignarhaldsfélaginu Klakka, sem áður hét Exista.
Meira
Uppgangurinn á sænska húsnæðismarkaðinum gerði í raun út af við bankastjóra Swedbank. Michael Wolf var rekinn á þriðjudag, að hluta vegna hneykslismáls sem snerti stjórnendur bankans, fasteignaviðskipti og hugsanlegan hagsmunaárekstur.
Meira
Um 1.000 ráðstefnugestir frá 300 fyrirtækjum mættu á UT-messuna sem var haldin í Hörpu. Fyrirlesarar voru hátt í 100 talsins auk þess sem um 100 fyrirtæki voru með sýningarbása.
Meira
Efnahagsmál Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær að vextir bankans muni verða óbreyttir. Stýrivextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 5,75%. Það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna.
Meira
Lax Útflutningur á ferskum laxi á liðnu ári nam tæpum þúsund tonnum og þar af voru 380 tonn flök. Reykt flök eru ekki með í þeirri tölu en af þeim voru flutt út 67 tonn. Árið 2014 voru flutt út tæp 1.600 tonn af ferskum laxi.
Meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Midgard Adventure á Hvolsvelli skipuleggur ævintýraferðir um landið allt árið um kring Sífellt fleiri kjósa að heimsækja Ísland yfir vetrarmánuðina en þá gefst meðal annars tækifæri til að þeysa um Sprengisand á vélsleða og veiða í gegnum ís
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.