Tekjur Apple drógust saman um 13% á öðrum ársfjórðungi. Minni sala á iPhone-símum skýrir tekjusamdráttinn. Apple seldi 51,2 milljónir iPhone-síma á ársfjórðungnum. Á sama tímabili 2015 seldust 61,2 milljónir iPhone-síma.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði og Valka ehf. notuðu tækifærið á sjávarútvegssýningunni sem nú stendur yfir í Brussel til að ganga formlega frá samningi um heildarkerfi fyrir bolfiskvinnslu Loðnuvinnslunnar.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Strandveiðar hefjast á mánudag og verður leyfilegur heildarafli á komandi vertíð níu þúsund tonn, en það er aukning um 400 tonn frá fyrra ári. Strandveiðar hófust fyrst í júní 2009 og var heildarmagnið þá 4.000 tonn.
Meira
Ekki hefur enn verið gert ráð fyrir fjármagni í samgönguáætlun og fjárlögum fyrir gerð Dýrafjarðarganga. Vinna er hafin við rafmagnshönnun ganganna ásamt undirbúningi fyrir útboð framkvæmdarinnar.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er ekki verið að selja Jökulsárlón. Það er verið að selja land sem liggur að austurbakkanum og því fylgir lítill hluti lónsins,“ sagði Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.
Meira
Málsmeðferðartími Útlendingastofnunar í málum hælisleitenda fór á tveimur árum úr því að vera 317 dagar niður í 87 daga. Það er rúmlega fjórðungur þess sem áður var.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að rafmagnshönnun Dýrafjarðarganga, sem er síðasti hluti hönnunar mannvirkisins, og undirbúningur hafinn fyrir útboð framkvæmdarinnar.
Meira
Sólardagur Flestir hafa gott af því að njóta sólar á einn eða annan hátt og fyrir marga á höfuðborgarsvæðinu var gærdagurinn því kærkominn, sérstaklega fyrir þá sem voru...
Meira
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær í dag í hendur bók sem geymir einstæðar heimildir um mannlíf, stjórnarfar og lífskjör á Íslandi í lok 18. aldar.
Meira
„Það er ekki verið að selja Jökulsárlón. Það er verið að selja land sem liggur að austurbakkanum og því fylgir lítill hluti lónsins,“ sagði Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.
Meira
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Íslensk erfðagreining (ÍE) standa fyrir opnum fundi í dag kl. 12-13:30 í fyrirlestrarsal ÍE að Sturlugötu 8. Fundurinn fer fram á ensku og er yfirskrift hans Erfðatækni og mannréttindi. Erindi flytja þeir dr.
Meira
Sjómaður á sextugsaldri féll útbyrðis við grásleppuveiðar norðan Steingrímsfjarðar á mánudag og lést. Hann var skipverji á 15 tonna báti sem gerður er út frá Hólmavík. Tveir voru í áhöfn bátsins.
Meira
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík stendur fyrir fundi í hádeginu í dag með nokkrum forsetaframbjóðendum. Fundurinn hefst kl. 12 og fer fram í stofu M101. Fundarstjóri verður Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar HR.
Meira
Úkraínumenn minntust þess í gær að 30 ár eru liðin frá sprengingu í Tsjernóbyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, versta kjarnorkuslysi sögunnar. Kirkjuklukkum var hringt klukkan 01.
Meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins mun halda þingflokksfund í dag en einnig var fundað í gær vegna aflandsviðskipta Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins.
Meira
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hinn 44 ára gamli markvörður Kristján Finnbogason stóð í marki Íslandsmeistara FH á mánudag í Meistarakeppni KSÍ þar sem FH mætti bikarmeisturum Vals.
Meira
„Það má segja að viðræðurnar hafi siglt í strand,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), og vísar í máli sínu til þeirrar kjaradeilu sem nú er uppi milli FÍF og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd...
Meira
Frostið fór allt niður í 11,1 stig á Grímsstöðum á Fjöllum í gær. Það fór einnig niður fyrir 10 stig á Brú á Jökuldal í fyrrinótt. „Það er frost,“ sagði Pálmi Indriðason á Brú í gærkvöldi.
Meira
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í dag fer fram fyrsta Íslandsmótið í ísbaði. Ísbað hefur notið vaxandi vinsælda og má m.a. finna aðstöðu til ísbaðs í mörgum sundlaugum landsins. Mótið í dag fer einmitt fram í sundlauginni á Sauðárkróki.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á kindakjöti var fjórðungi meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tímabili á síðasta ári. Sala á íslensku nautakjöti jókst litlu minna.
Meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Ólafar Nordal innanríkisráðherra til breytinga á lögreglulögum. Nám lögreglumanna mun færast á háskólastig og verður Lögregluskóli ríkisins lagður niður.
Meira
Ágúst Sigurðarson, markaðsstjóri Völku, segir að mikið öryggiseftirlit sé í Brussel þessa dagana. Viðbúnaður sé mikill og vopnaðir hermenn í lestum og víða í borginni enda ekki langt liðið frá hryðjuverkunum þar.
Meira
Kviðdómur í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauða 96 stuðningsmanna Liverpool í Hillsborough-slysinu árið 1989 hafi borið að með saknæmum hætti.
Meira
27. apríl 2016
| Innlendar fréttir
| 410 orð
| 13 myndir
Ef vel er að verki staðið munu rannsóknir varpa skýrara og jafnvel nýju ljósi á fyrri tíð og menningu. Þetta kemur fram í grein Völu Garðarsdóttur, fornleifafræðings sem stýrir uppgreftri á Landsímareitnum.
Meira
Snæfell úr Stykkishólmi tryggði sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik þriðja árið í röð með því að sigra Hauka í oddaleik í Hafnarfirði, 67:59.
Meira
HS Orka og Jarðboranir hf. undirrituðu í gær samning um djúpborun á Reykjanesi á allt að fimm kílómetra djúpri háhitaholu. Stefnt er að því að holan verði dýpsta og heitasta vinnsluhola jarðvarma á Íslandi, með allt að 500 °C hitastigi.
Meira
Matvælastofnun vekur athygli hestamanna á því að kverkeitlabólga, sem er alvarlegur hrossasjúkdómur og landlægur í nágrannalöndum okkar, hefur komið upp á búgörðum með íslenska hesta í Danmörku.
Meira
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Uppgangurinn í þjóðfélaginu fer ekki framhjá neinum sem lesa atvinnuauglýsingar í blöðum og á netinu þessa dagana. Víða vantar fólk til starfa.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Drekinn Haraldur hárfagri er á leiðinni frá Haugasundi í Noregi til Íslands. Skipið er stærsta víkingaskip sem smíðað hefur verið á seinni árum.
Meira
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Miðaeigandi í Münster í Þýskalandi hafði heldur betur heppnina með sér en hann var einn með allar tölurnar réttar og hlýtur því óskiptan pottinn.
Meira
Ríkissjóður blæs út um þessar mundir og fyrir því eru ýmsar ástæður. Arðgreiðslur og stöðugleikaframlag skila hærri fjárhæðum en fjárlög gerðu ráð fyrir og munar þar um 60 milljörðum króna.
Meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime mun á næsta ári sýna nýja Twin Peaks-þáttaröð sem byggð er á þáttunum vinsælu sem sýndir voru á árunum 1990 og 1991. David Lynch leikstýrði þeim og mun hann einnig leikstýra nýju þáttunum.
Meira
Nú liggur fyrir hverjir munu skipa aðaldómnefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes sem haldin verður í 69. skiptið í næsta mánuði. Formaður dómnefndar verður ástralski kvikmyndaleikstjórinn George Miller sem m.a.
Meira
Barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi lýkur í dag og kl. 16.30 mun verðlaunahöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir lesa upp úr vinsælum barnabókum sínum í bókasafni bæjarins á Eiðistorgi.
Meira
Kvikmyndin Hrútar eftir leikstjórann Grím Hákonarson vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu mynd og besta leik, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Fajr í Teheran í Íran í fyrradag.
Meira
Hollenska leikkonan Famke Janssen kennir fordómum í Hollywood í garð kvenna um og yfir miðjan aldur um að hún hafi ekki verið ráðin í hlutverk hinnar stökkbreyttu Jean Grey í nýjustu kvikmyndinni um X-mennina, X-Men: Apocalypse .
Meira
Karlakórinn Fóstbræður fagnar hundrað ára afmæli í ár og í gærkvöldi hélt kórinn fyrstu tónleika sína af fernum í Norðurljósasal Hörpu. Voru það hundruðustu aðaltónleikar kórsins en þeir fyrstu voru haldnir í Bárubúð í Vonarstræti 25. mars árið 1917.
Meira
KEX Hostel hefur stofnað KEX ferðasjóð sem hefur að leiðarljósi að styrkja ungt tónlistarfólk til útrásar og styðja við bakið á þeim í tónleikaferðum. Umsækjendur geta eingöngu verið tónlistarfólk eða hljómsveitir. Umsóknarfrestur ár hvert er 28.
Meira
Hinn rauði og margbrotni turnskúlptúr bresk-indverska myndlistarmannsins Anish Kapoor, ArcelorMittal Orbit , vakti mikla athygli þegar sem hann reis við nýja Ólympíuleikvanginn í Lundúnum og var eitt helsta tákn leikanna sumarið 2012.
Meira
„Það er líklegt að það sé ekki nein erfðaskrá. Hann gat ekki horfst í auga við þetta. Hann hélt hann yrði eilífur,“ er haft eftir Londell McMillan fyrrverandi lögfræðingi tónlistarmannsins Prince til margar ára.
Meira
Út er komið nýtt tölublað Stínu , tímarits um bókmenntir og listir, og kennir í því ýmissa grasa. Guðbergur Bergsson, sem skipar ritstjórn ásamt Kormáki Bragasyni og Kára Tulinius, skrifar pistilinn „Til lesenda“.
Meira
Eftir Óla Björn Kárason: "Ríkissjóður er að „afsala sér tekjum“ er rauði þráðurinn í málflutningi vinstri manna. Þeir líta á sjálfsaflafé einstaklinga sem eign ríkisins."
Meira
Nú má vel vera, kæri lesandi, að þú sért andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið og líklegt reyndar í ljósi þess að drjúgur meirihluti Íslendinga hefur engan áhuga á að fara þar inn.
Meira
Eftir Völu Garðarsdóttur: "Rannsóknin sem á sér stað nú þar sem áður var bílastæði Landssímahússins hefur varpað enn betra og nýju ljósi á sögu og þróun Víkurkirkjugarðs sem og upphaf byggðar."
Meira
Helga Einarsdóttir fæddist 6. desember 1922 á Ketilstöðum í Vallahreppi, S-Múlasýslu. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. apríl 2016. Foreldrar Helgu voru Einar G. Markússon, f. 1896, d. 1982, og Margrét J. Jónsdóttir, f. 1900, d. 1979.
MeiraKaupa minningabók
Jón Gestur Jónsson fæddist í Hafnarfirði 26. september 1926. Hann lést á Sólvangi 19. apríl 2016. Hann var sonur hjónanna Sesselju Magnúsdóttur frá Skuld, f. 11. október 1893, d. 29.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Jónsson fæddist í Hrepphólum 27. október 1942. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 17. apríl 2016. Foreldrar hans voru Elísabet Kristjánsdóttir, f. 12. maí 1909, d. 20. janúar 2005, og Jón Sigurðsson, f. 5. apríl 1899, d. 31. ágúst 1990.
MeiraKaupa minningabók
Nadezda fæddist í Rússlandi 9. ágúst 1961. Hún lést 13. apríl 2016. Hún fluttist til Íslands árið 1999. Síðustu tíu árin vann hún sem skólaliði í Grundaskóla á Akranesi. Nadezda lætur eftir sig móður, dóttur og barnabarn.
MeiraKaupa minningabók
Ríkarður Pálsson fæddist í Sauðanesi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 12. júlí 1932. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 12. apríl 2016. Foreldrar Ríkarðs voru Sesselja Þórðardóttir, f. 29.
MeiraKaupa minningabók
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% milli febrúar og mars og hefur hækkað um 6,2% á einu ári. Á sama tíma hefur kaupverð fjölbýlishúsaeigna hækkað töluvert meira, eða um 8,7%. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Landsbankanum.
Meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera, fagna beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um að unnin verði skýrsla um ávinning og nauðsyn nýs fjarskiptastrengs til Íslands.
Meira
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, sem nú dvelst við fræðistörf í Snorrastofu í Reykholti, boðar til fundar þar í Snorrastofu kl. 20.30 í kvöld miðvikudagskvöld.
Meira
Ljósmyndabransinn í London er harður heimur og fólk þarf að leggja mikið á sig til að sanna sig en Magnúsi Andersen hefur tekist það. Hann hefur unnið með helstu tískuljósmyndurunum og nafntoguðum fyrirsætum á borð við Kate Moss.
Meira
Heilsumiðstöðin Tveir heimar býður upp á ýmis námskeið en markmiðið er að næra huga og líkama; sameina tvo heima. Nú um miðjan maí verður boðið upp á tveggja kvölda námskeið í Njálu með Einari Kárasyni.
Meira
30 ára Elma býr í Mosfellsbæ og vinnur í Mosfellsbakaríi. Maki : Hlynur Ingi Grétarsson, f. 1972, verktaki. Systir : Ásrún Benediktsdóttir, f. 1979. Foreldrar : Benedikt Steinn Benediktsson, f. 1956, vélvirki hjá Vélvirkjanum sf.
Meira
Auður Ingibjörg Ottesen fæddist 27. apríl 1956 í húsi númer 3 við skáldagötuna Frumskóga í Hveragerði. „Ég ólst þar upp á þeim árum sem skáldin gengu um götuna og köstuðu fram kviðlingum og ljóðum hver fyrir annan.
Meira
30 ára Kolbrún er Akurnesingur og vinnur hjá fiskvinnslufyrirtækinu Akraborg. Maki : Jökull Harðarson, f. 1987, vinnur hjá Akraborg. Börn : Ísak Orri, f. 2007, og Aron Örn, f. 2010. Foreldrar : Þráinn Þórarinsson, f.
Meira
„Þá stóð Drottinn á fætur, það gustaði af skikkjum hans eins og vindar blésu af allri átt...“ (Laura Salverson: Játningar landnemadóttur). Sem sagt: það sópaði að honum eða af honum : hann var mynduglegur eða skörulegur í framgöngu .
Meira
Reykjavík Nýr borgari fæddist 8. apríl 2016 kl. 13.00. Hann vó 15 merkur og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ragnhildur D. Steingrímsdóttir og Gunnar Magnús Diego...
Meira
40 ára Sigurbjörn er Keflvíkingur, menntaður í virðiskerfisstjórnun og er rekstrarstjóri rútufyrirtækisins Crew, en það sérhæfir sig í starfsmannaakstri. Sonur : Óli Viðar, f. 2005. Foreldrar : Jón Andrés Snæland, f. 1946, fv. tollvörður, núv.
Meira
85 ára Guðjón Þórarinsson Óli Hjálmar Ólason 80 ára Erna Marteinsdóttir Sigríður Bjarnadóttir Úlrik Arthúrsson 75 ára Eyvindur O. Benediktsson Guðbrandur Geirsson Guðlaugur Gauti Jónsson Sigurður H.
Meira
Þetta fallega ljóð, Vetrarblóm, eftir Davíð Hjálmar Haraldsson birtist á Leirnum í síðustu viku með þeirri mynd, sem kveikti ljóðið og hvort tveggja birtist hér í Vísnahorni með leyfi höfundar. Það lifnar þótt næði norðanátt.
Meira
Víkverja hefur oft fundist ástæða til að lofa auðugt hugmyndaflug og frumleika Íslendinga, en honum finnast þessir eiginleikar ekki alltaf fagnaðarefni. Nýlega pantaði Víkverji sér nokkra geisladiska hjá erlendri vefverslun.
Meira
27. apríl 1915 Gullfoss lagði af stað til New York og kom þaðan mánuði síðar. Hann var fyrstur íslenskra skipa með íslenskum skipstjóra og íslenskri skipshöfn til að sigla milli Íslands og Ameríku síðan á dögum Leifs heppna. 27.
Meira
Þuríður Friðriksdóttir fæddist 27. apríl 1887 að Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, V-Hún. Foreldrar hennar voru Friðrik Gunnarsson bóndi á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi og víðar og k.h.
Meira
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, þurfti að bíða í átta mínútur eftir því að geta tekið vítaspyrnu undir lok leiks Norrköping og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Á 89.
Meira
Skallagrímur úr Borgarnesi tryggði sér í gærkvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á ný eftir eins árs fjarveru með því að sigra Fjölni, 91:75, í oddaleik í Grafarvogi í kvöld.
Meira
Í Fagralundi Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Afturelding úr Mosfellsbæ er Íslandsmeistari í blaki kvenna. Liðið tryggði sér titilinn með 2:3 sigri á HK í fjórða leik liðanna í Fagralundi í gærkvöldi og vann því úrslitarimmuna 3:1.
Meira
Lið vikunnar Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Einn nýliði er í liði vikunnar hjá Morgunblaðinu í dag, en liðið er nú valið fjórtándu vikuna í röð úr hópi íslenskra knattspyrnumanna í karlaflokki, hvar sem þeir spila.
Meira
Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart sá til þess að ekkert mark var skorað í fyrri undanúrslitaleik Manchester City og Real Madrid í Meistaradeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.
Meira
• Björg Hafsteinsdóttir körfuknattleikskona vann fimmtán stóra titla með Keflvíkingum á árunum 1988 til 1997. • Björg fæddist árið 1969 og lék allan sinn feril með Keflavík.
Meira
Vafi leikur á hvort Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, geti leikið með liðinu gegn Haukum í þriðja undanúrslitaleik liðanna á Íslandsmótinu í handknattleik á föstudaginn.
Meira
Meiðsli sem Sara Björk Gunnarsdóttir , landsliðskona í knattspyrnu, varð fyrir á æfingu með Rosengård í vikunni reyndust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Sara staðfesti við mbl.
Meira
Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, fyrri leikur: Manch. City – Real Madrid 0:0 *Atlético Madrid og Bayern München mætast í fyrri leik sínum í kvöld.
Meira
Karlalið Fjölnis steig stórt skref í átt að sæti í Olís-deild karla í handknattleik á næstu leiktíð þegar liðið vann Selfoss, 23:20, á Selfossi í gærkvöldi. Þar með hefur Fjölnir tvo vinninga gegn engum Selfossliðsins í keppninni um sæti í efstu deild.
Meira
Umspil karla Úrslit, annar leikur: Selfoss – Fjölnir 20:23 *Staðan er 2:0 fyrir Fjölni, sem getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild í þriðja leiknum á heimavelli á föstudagskvöldið. Danmörk Úrslitakeppni, 1.
Meira
Aganefnd HSÍ lauk ekki í gær afgreiðslu á þeim fjórum erindum sem fyrir nefndinni lágu í gær eftir kappleikina tvo í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik sem fram fóru í fyrrakvöld.
Meira
Það má segja að vorið í Hafnarfirðinum sé rautt á íþróttasviðinu, en Haukarnir eru heldur betur í eldlínunni í úrslitakeppni karla og kvenna í handbolta og körfubolta þessa dagana.
Meira
Ínógu er að snúast hjá Atvinnutækjum ehf., systurfélagi Vélafls ehf. Atvinnutæki sérhæfir sig í leigu á vinnutækjum, einkum til mannvirkjagerðar og vegagerðar, á meðan Vélafl sér um innflutning á nýjum tækjum og þjónustu við kaupendur.
Meira
Þegar hugað er að kaupum á atvinnubíl þarf ekki aðeins að líta til þess hvað bíllinn kostar og hvernig hann er útbúinn, heldur líka taka rekstrarkostnað og endursöluverð með í reikninginn.
Meira
Fyrir utan að bjóða fullkomna línu af vöruhúsalausnum í lyfturum og hillukerfum frá Jungheinrich þá býður Vélaborg viðskiptavinum að kaupa uppgerða Jungheinric-lyftara.
Meira
Vinnuvélarnar frá JCB eiga sér langa sögu hér á landi, eins og Sigurjón Stefánsson, sölustjóri JCB hjá Vélfangi segir frá Fyrirtækið horfir þó fram á veginn og nýsköpun er sem fyrr snar þáttur í starfseminni Nýjustu vélarnar frá JCB eru einmitt ljóslega til marks um það.
Meira
Við búum svo vel að Renault hefur að bjóða mjög breiða línu atvinnubíla og það hefur klárlega stutt framleiðandann til að ná þeim árangri að þeir eru núna átján ár í röð mest seldu sendibílar í Vestur-Evrópu, það er á EES-svæðinu sem við berum okkur...
Meira
Það má því segja að Finnbogi sé á fyrstu metrum vegferðarinnar en engu að síður er hann þegar flestöllum hnútum kunnugur þegar kemur að atvinnubílunum frá Benz.
Meira
Þ að er óvenju mikil ásókn í námið, hefur verið þannig frá því í fyrra og jókst enn meira upp úr áramótum.“ segir Svavar Svavarsson öku- og vinnuvélakennari hjá Nýja ökuskólanum.
Meira
Það má kannski segja að verktakabransinn hafi verið seinastur að fara í gang. Lyftararnir fóru fyrr af stað og núna eru vinnuvélarnar farnar að seljast ágætlega enda komið aukið líf í bygginga- og jarðvinnugeirann,“ segir Ólafur Erlingsson.
Meira
Bjarni Arnarson og Snorri Árnason, sölustjórar hjá Kletti, segja söluna ganga vel og síðasta ár hafi verið ágætt bæði í vinnuvélum, vöru- og fólksflutingabílum. Klettur – sala og þjónusta ehf.
Meira
Saga Íslyft nær allt aftur til ársins 1972 þegar Steinbock-þjónustan var stofnuð. Fyrstu tvo áratugina, og rúmlega það, sinnti fyrirtækið einkum viðgerðum á lyfturum en byrjaði innflutning árið 1997.
Meira
Ragnar Jónsson, deildarstjóri véladeildarinnar hjá Þór hf., segir framleiðendur vinnuvéla vera að gera áhugaverða hluti í þróun umhverfisvænni tækja. Ragnar er nýkominn af stóru Bauma-vinnutækjasýningunni sem haldin er í Þýskalandi þriðja hvert ár.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.