Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í gær Gunnar Örn Arnarsson í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni að bana á Akranesi í október sl. Maðurinn sem lést í kjölfar árásar hét Karl Birgir Þórðarson, fæddur 1957.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framlög til heilbrigðismála verða aukin verulega næstu árin. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2017–2021 er gert ráð fyrir að framlögin verði orðin ríflega 30 milljörðum kr.
Meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun, að tillögu efnahags- og fjármálaráðherra, að setja á fót starfshóp fulltrúa ráðuneytis og skatt- og tollyfirvalda til að gera tillögur að aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu...
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kjaradeilan hefur siglt í strand og viðræður hafa engu skilað,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Kjaradeila þeirra við Isavia virðist í hnút.
Meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Árna Bragason í embætti landgræðslustjóra til næstu fimm ára. Árni hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð.
Meira
Sviðsljós Sigurður Ægisson klerkur@gmail.com Það er eitthvað mjög svo heilbrigt og eðlilegt við það að fá að vakna við orginal hanagal að morgni dags, hvað þá í upphafi 21. aldar, í erli lífsins í næstum 100 ára gömlum kaupstað nyrst á Tröllaskaga.
Meira
Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég fór tvö kvöld í vikunni í Þingvallavatn. Fyrra kvöldið fék ég einn urriða, 70 cm langan, en seinna kvöldið fékk ég einn 66 cm og annan 80 cm.
Meira
Hin árlega vertíð skemmtiferðaskipa hefst á morgun, sunnudaginn 1. maí. Skemmtiferðaskipið Magellan kemur þá til Reykjavíkur í annað sinn á þessu ári. Skipið kom síðast til landsins 6. mars s.l. og hafði viðkomu í einn sólahring.
Meira
Harðjaxlar í höggleik Þessir ástundarsömu og kappfúsu kylfingar létu ekki svalan strekking af norðri aftra sér frá því að iðka eftirlætisíþróttina sína á golfvellinum við Korpúlfsstaði í...
Meira
Ráðamenn í Kína og Rússlandi hafa nú miklar áhyggjur af áætlunum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu þess efnis að koma upp öflugu eldflaugavarnarkerfi skammt frá landamærum Norður-Kóreu, en tíðar tilraunasprengingar og skotflaugaprófanir norðanmanna eru...
Meira
Irina og Vladimir Seibel og börnin þeirra þrjú hafa dvalið hér á landi í átta mánuði en var vísað úr landi síðastliðinn þriðjudag til Frakklands, þar sem þau höfðu millilent á komu sinni hingað.
Meira
Í dag, laugardaginn 30. apríl kl. 11, býður Grasagarður Reykjavíkur upp á göngu um fuglalíf í Laugardal í samstarfi við Fuglavernd, en í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Viktor Örn Andrésson undirbýr sig af kappi fyrir forkeppni Evrópukeppni Bocuse d'Or, óopinberrar heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, í næsta mánuði.
Meira
Úr bæjarlífinu Björn Björnsson Sauðárkrókur. Sæluvika Skagfirðinga, ein elsta héraðshátíð landsins, er nú að renna sitt skeið að þessu sinni, en setning hennar fór fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki síðastliðinn sunnudag.
Meira
„Það gengur bara vel. Um 100 ær bornar,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit, um sauðburðinn. Þrjú sinna sauðburðinum þessa dagana, auk krakkanna, en það bætist í hópinn þegar sauðburður nær hámarki um viku af maí.
Meira
Hin árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður haldin í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60, sunnudaginn 1. maí og hefst kl. 14. Þar verða að vanda ljúfar kræsingar á boðstólum.
Meira
Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Ég er hóflega bjartsýnn á tíðarfarið og það er ekki að sjá nein hlýindi í kortunum á næstunni. Það er eins gott að hafa nóg pláss í fjárhúsunum, því það er vetur úti og virðist að svo verði áfram.
Meira
Óvenju lítill hafís er um þessar mundir innan íslensku lögsögunnar og landsins forni fjandi er fjarri Íslandsströndum. MODIS-mynd frá gervitungli NASA (Geimferðarstofnun Bandaríkjanna), sem tekin var fimmtudaginn 28. apríl sl. sýnir þetta vel.
Meira
Nokkur hundruð börn úr Sólblómaleikskólum SOS Barnaþorpanna á höfuðborgarsvæðinu fóru í gær í svokallaða sólblómagöngu til að vekja athygli á réttindum barna um allan heim. Þau fóru frá Lækjartorgi og upp í Ráðhús, þar sem Pollapönk lék fyrir þau.
Meira
Landsmót skólalúðrasveita fer fram í Garðabæ um helgina. Mótið hófst í gær og því lýkur á sunnudag. Um 600 börn á aldrinum 8–15 ára taka þátt í landsmótinu. Þátttakendur koma víða að, m.a.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landssamband lögreglumanna (LL) hefur barist fyrir því árum saman að lögreglunám hér á landi færist á háskólastig til samræmis við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Snorra Magnússonar, formanns LL.
Meira
30. apríl 2016
| Innlendar fréttir
| 417 orð
| 12 myndir
The Divergent Series: Allegiant Beatrice Prior og Tobias Eaton fara inn í heiminn utan girðingarinnar, og eru tekin höndum af dularfullri skrifstofu sem þekkt er undir nafninu the Bureau of Genetic Welfare.
Meira
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í janúar síðastliðnum náðist dómssátt í máli Ólafs Melsted gegn Seltjarnarnesbæ, en Ólafur stefndi bænum 2011 vegna ólögmætrar uppsagnar og eineltis af hendi Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Átakið Einn réttur – ekkert svindl sýnir að við erum enn að glíma við svipaða drauga og við upphaf síðustu aldar,“ sagði Gylfi Arnbjörnssonar, forseti ASÍ.
Meira
Rjóðrið – hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn sem Landspítalinn rekur í Kópavogi – fékk í vikunni nýjan fólksflutningabíl frá félögum í Lionsklúbbi Kópavogs.
Meira
Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið heildarafla rækju við Snæfellsnes 820 tonn á komandi vertíð sem hefst 1. maí. Er það í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Meira
Í janúar síðastliðnum náðist dómssátt í máli Ólafs Melsted gegn Seltjarnarnesbæ, en Ólafur stefndi bænum vegna ólögmætrar uppsagnar og eineltis af hendi Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra.
Meira
Borgarráð hefur samþykkt deiliskipulag fyrir nýtt hverfi með allt að 300 íbúðum og fjölbreyttri þjónustu og atvinnustarfsemi sem mun rísa á Kirkjusandi. Þar af mun Reykjavíkurborg ráðstafa 150 íbúðum en hluti af þeim verða leiguíbúðir.
Meira
Ekki taka þig allt of alvarlega – þú kemst hvort sem er ekki lifandi frá lífinu. Þetta segir í formála Petrísk-íslensku orðabókarinnar sem ber þess glögglega merki að lífinu sé tekið með bros á vör.
Meira
Að ekkert sé fegurra en vorkvöld í Reykjavík er fullyrðing sem í margra vitund stenst alla skoðun. Þegar sólarlagið slær rauðum bjarma á Faxaflóann og Snæfellsnesjökul í fjarskanum er gaman að horfa út yfir sundin og fylgjast með skipaferðum.
Meira
Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fágaður hástéttarmaður. Skandalakóngur. Maður sem þorir að vera hann sjálfur. Á þennan hátt og ýmsan annan hefur Karli XVI. Gústaf Svíakonungi verið lýst af fjölmiðlum bæði í heimalandi sínu og víðar.
Meira
30. apríl 2016
| Innlendar fréttir
| 1558 orð
| 5 myndir
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sex Novator-félög sem skráð eru í Lúxemborg hafa öll á einhverjum tíma haft hluthafa sem eru skráðir á aflandseyjum. Nýjustu skráningarnar voru tilkynntar til fyrirtækjaskrár í Lúxemborg í fyrra.
Meira
Mikil lækkun varð í Kauphöll Íslands í gær og lækkaði heildarvirði þeirra félaga sem þar eru skráð um 27 milljarða í viðskiptum dagsins. Langmesta dýfu tóku bréf Icelandair Group. Þau lækkuðu um 7,5% í ríflega 3,7 milljarða viðskiptum.
Meira
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að í sumar verði ákveðnar breytingar á því hvernig borgin rekur smíðavelli fyrir grunnskólabörn.
Meira
„Ég sé mjög eftir því að hafa hlustað á glæpasamtök sem bera ábyrgð á því að fjölmargir saklausir einstaklingar létust og fjölskyldur sundruðust og á eymd, neyð og þjáningu fórnarlambanna og fjölskyldna þeirra,“ sagði Reinhold Hanning, 94...
Meira
Reykjavíkurborg efnir til hreinsunardaga 2. til 7. maí. Hefur verið opnuð sérstök skráningarsíða þar sem hægt er að velja úr opnum leiksvæðum og nágrenni til að hreinsa. Fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að taka þátt.
Meira
„Sumir segja að Rússland geti ekki verið sanngjarnt. Ég ætla að komast að því hvort það sé rétt,“ sagði Donald Trump nýverið í ræðu sem hann hélt um utanríkismál og áherslur sínar verði hann kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna.
Meira
Á vorfundi Snigla og Samgöngustofu sem haldinn var í vikunni var farið yfir tölfræði slysa í hópi bifhjólamanna á árinu. Á heimasíðunni bifhjól.is er gerð athugasemd við það að þrátt fyrir lægri slysatíðni hækki tryggingar á ökumenn bifhjóla á árinu.
Meira
30. apríl 2016
| Innlendar fréttir
| 990 orð
| 14 myndir
Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Smábátasjómenn eru vongóðir um árangur af fundi með Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra á mánudag.
Meira
Sviðsljós Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Ég fylgdi föður mínum og áhugamál hans urðu að mínum. Þetta var hugsjón hans og svæðið var alfriðað 1926 og má því teljast fyrsti bændaskógurinn í Suður-Þingeyjarsýslu.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að verulegt eignarhald í íslenskum fyrirtækjum hafi verið skráð hjá félögum á aflandseyjum á síðustu árum. Dæmi um þetta er hjá einu Novator-félaganna í Lúxemborg.
Meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist nú vera að hugleiða þann möguleika að senda þýskar hersveitir til Litháens, en tilgangur þess er að styrkja varnir Atlantshafsbandalagsins (NATO) í austri.
Meira
Umræðan hér á landi um aflandsfélög hefur á köflum verið undarleg og fjölmiðlar, stjórnmálamenn og fræðimenn eiga þátt í því að hún hefur ekki að öllu leyti verið gagnleg.
Meira
Hljómsveitirnar World Narcosis og Logn, sem deila meðlimum, gera út á öfgarokk þó blæbrigðin séu mismunandi. Báðar hafa verið áberandi á neðanjarðarsenu Íslands undanfarin ár og eru nýjustu verk sveitanna, Í sporum annarra og World Coda, sem út komu á síðasta ári, til umfjöllunar hér.
Meira
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Bókin fjallar um vélmenni og ég lauma inn alls konar fróðleik um forritun, tölvur, gervigreind, tölvuvírusa o.fl.
Meira
Listakonurnar Hólmfríður Vídalín Arngríms og Sigríður Guðmundsdóttir opna í dag, laugardag kl. 14, sýninguna Beggja vegna Múlans í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Heitið vísar til þessað önnur þeirra býr á Ólafsfirði en hin á Dalvík.
Meira
Alþjóðlegi djassdagurinn er í dag og verður honum fagnað víða um heim með margs konar djassviðburðum, m.a. hér á landi með fjölda tónleika í höfuðborginni.
Meira
„Söngvarahúmorinn fær að njóta sín í þessari sýningu,“ segir Erla Björg Káradóttir, einn félaga Óp-hópsins um sýninguna Ópera hvað! sem hópurinn flytur í Salnum í kvöld, laugardag, kl. 20.
Meira
Tónlist eftir Jón Nordal mun hljóma á samstarfstónleikum Listaháskóla Íslands og Listvinafélags Hallgrímskirkju í kirkjunni í dag, laugardag klukkan 14.
Meira
Í sýningarrýminu Harbinger að Freyjugötu 1 stendur nú yfir sýning Ólafar Nordal myndlistarkonu, Viaggio Sentimentale . Í dag, laugardag, kl. 15 ræðir Ólöf við gesti.
Meira
Tónleikasýning með lögum AC/DC verður haldin í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 20. Á henni verða öll þekktustu lög rokksveitarinnar flutt af söngvurunum Stefáni Jakobssyni, Degi Sigurðssyni og Hirti Traustasyni.
Meira
Leikstjórn og handrit: Benedikt Erlingsson. Klipping: Davið Alexander Corno. Tónlist: Georg Hólm og Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós, Hilmar Örn Hilmarsson og Kjartan Dagur Hólm. Heimildarmynd, 76 mín. Ísland, Bretland. 2015.
Meira
Er eitthvað vandræðalegra en að vera unglingur og horfa á huggulegt sjónvarpsefni með foreldrum sínum þegar skyndilega brestur á með funheitum kynlífssenum með tilheyrandi stunum?
Meira
Jón Nordal: Choralis. Sjostakovitsj: Píanókonsert nr. 2. Bartók: Rúmenskir þjóðdansar. Lutosławski: Konsert fyrir hljómsveit. Steven Osborne píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Fimmtudaginn 28.4. kl. 19:30.
Meira
Brynja Cortes Andrésdóttir hlaut á dögunum Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á kunnri skáldsögu ítalska rithöfundarins Italo Calvino, Ef á vetrarnóttu ferðalangur .
Meira
Fyrir réttum aldarfjórðungi, að kvöldi 30. apríl 1991, hittumst við fjórir á Hótel Holti, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Kjartan Gunnarsson, ásamt konum þeirra þriggja.
Meira
Eftir Maríu Óskarsdóttur: "Í ár mun ÖBÍ taka þátt í 1. maí göngunni undir slagorðinu Fæði, klæði og húsnæði fyrir alla! En hvers vegna varð þetta slagorð fyrir valinu?"
Meira
Orð eru ekki bara til alls fyrst, rétt eins og fólk og bækur eiga þau sér líka örlög svo sem kunnugt er. Nægir að benda þar á ágæta bók um orð og orðtök sem dregur nafn af þessu: Örlög orðanna eftir Halldór Halldórsson málfræðiprófessor.
Meira
Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson: "Ekki var sjónvarpað á fimmtudögum og ekki heldur í júlímánuði. Bjór var bannaður, og veitingahús máttu ekki selja áfengi á miðvikudögum. Mjólk var seld í sérstökum búðum, epli fengust aðeins á jólunum. Davíð Oddsson og þeir, sem með honum störfuðu í ríkisstjórn, voru ráðnir í að breyta um stefnu."
Meira
Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson: "Ekki var sjónvarpað á fimmtudögum og ekki heldur í júlímánuði. Bjór var bannaður, og veitingahús máttu ekki selja áfengi á miðvikudögum. Mjólk var seld í sérstökum búðum, epli fengust aðeins á jólunum. Davíð Oddsson og þeir, sem með honum störfuðu í ríkisstjórn, voru ráðnir í að breyta um stefnu."
Meira
Ég man hvernig hjartað tók kipp þegar síminn minn datt í gólfið. Brotalínurnar teygðu sig eftir skjánum eins og kóngulóarvefur og ég var allt í einu mjög meðvituð um að vera ótengd umheiminum.
Meira
Erlingur Guðmundsson, vörubílstjóri og verktaki á Hellu í Rangárþingi ytra, fæddist á Uxahrygg á Rangárvöllum 17. september 1939. Hann lést 15. apríl 2016 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Foreldrar hans voru Guðmundur H. Gíslason, f. 1903, d.
MeiraKaupa minningabók
Hafsteinn Ágústsson fæddist í Varmahlíð, Vestmannaeyjum, 1. nóvember 1929. Hann lést á heimili sínu Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra, Vestmannaeyjum, 21.apríl 2016. Foreldrar hans voru Pálína Eiríksdóttir, f. 10. apríl 1895, í Kraga á Rangárvöllum, d.
MeiraKaupa minningabók
Hjálmar Jónsson fæddist á Siglufirði 16. maí 1950. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði 9. apríl 2016. Foreldrar hans voru Jón Hjálmarsson skósmiður, f. 27.3. 1909 að Stóra-Holti í Fljótum, d. 29.4.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Óskarsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 14. maí 1948. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 24. apríl 2016. Foreldrar hennar voru Óskar Elías Björnsson, f. 27.10. 1917, d. 4.12. 1989, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 22.6. 1922, d. 22.9. 2004.
MeiraKaupa minningabók
30. apríl 2016
| Minningargrein á mbl.is
| 993 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Nikulás Einarsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1955. Hann lést 14. apríl 2016. Hann var sonur Einars Nikulássonar rafvirkja, f. 3. október 1921, d. 28. maí 2010, og Kristínar Þórarinsdóttur píanóleikara, f. 7. september 1922, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
Ríkarður Pálsson fæddist í Sauðanesi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 12. júlí 1932. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 12. apríl 2016. Foreldrar Ríkarðs voru Sesselja Þórðardóttir, f. 29.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Kristjánsson fæddist 22. október 1929 í Nesi í Fnjóskadal. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 24. apríl 2016. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, bóndi og sýslubúfræðingur í Nesi, f. 22. mars 1880, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Sæmundur Þorsteinsson fæddist að Holti í Mýrdal 24. ágúst 1918. Hann lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, 22. apríl 2016. Foreldrar hans voru Jóhanna Margrét Sæmundsdóttir, f. 1895, d. 1982, og Þorsteinn Einarsson, f. 1880, d. 1943.
MeiraKaupa minningabók
Úlfar Steinþórsson fæddist á Akureyri 21. apríl 1978. Hann lést á sjúkrahúsi í Óðinsvéum 17. apríl 2016. Foreldrar hans eru Steinþór Steinþórsson, f. 11. september 1960, og Elfa Kristjana Guðmundsdóttir, f. 7. maí 1961.
MeiraKaupa minningabók
Valgerður Emilsdóttir fæddist í Brimbergi við Seyðisfjörð 8. júní 1916. Hún lést á hjúkrunarheimili HSA á Seyðisfirði 23. apríl 2016. Foreldrar hennar voru Guðný Helga Guðmundsdóttir, f. 1886, d. 1974, og Emil Theódór Guðjónsson, f. 1896, d. 1976.
MeiraKaupa minningabók
Mitt draumastarf var alltaf að passa pöndur í dýragarði. En þar sem það er umsetið starf myndi ég segja að ég væri núna á réttum stað í skapandi og fjölbreyttu starfi. Sigrún Nikulásdóttir framkvæmdastjóri New Moments...
Meira
Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Töluverð lækkun varð á flestum félögunum sem skipa aðallista Kauphallarinnar í gær. Þannig leiddi Icelandair Group lækkun dagsins í ríflega 3,7 milljarða viðskipum.
Meira
Samkaup hf. opnaði nýja verslun að Garðarsbraut 5 á Húsavík í gær, föstudag. Verslunin verður rekin á sömu forsendum og Krambúðin á Skólavörðustíg í Reykjavík sem breytt í fyrra og er í senn hverfisbúð og ferðamannaverslun.
Meira
Hagnaður Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi var 423 milljónir króna, en hann var 624 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Munar þar einkum um minni fjárfestingartekjur en jafnframt jukust eigin tjón um 4,4% miðað við sama árshluta í fyrra.
Meira
Það getur krafist þó nokkurra átaka að vanda sig í myndlist, það þekkir Íris Hrund sem hefur náð mikilli færni í að teikna myndir með tússpennum. Nákvæmnisvinna við punktamyndir heillar hana mest í myndlist.
Meira
Annað veifið gefst manni kostur á því að tefla upp skák sem skilur eftir þá tilfinningu að vart sé hægt að gera betur – snilld er orðið sem kemur upp í hugann þegar sigurskák Magnúsar Carlsen yfir Vladimír Kramnik úr sjöundu umferð norska...
Meira
Hönd hefur lengi verið til vandræða í íslensku máli. Það er bölvað, því orðið er nauðsynlegt og hvorki lúka né lumma getur tekið við af því. Maður tekur sér bók í hönd – í þolfalli , en situr með bók í hendi – í þágufalli .
Meira
Síðasta gáta var sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Í háskólanum haldið er. Á hlaupum oft mig þrýtur. Baga sú er birtist hér. Boð sem máske flutt er þér.
Meira
Reykjavík Anna Dís Birgisdóttir fæddist 23. mars 2015 kl. 19.15. Hún vó 3.036 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Vigdís Arna Helgadóttir og Birgir Þór Þórðarson...
Meira
Magnús Sigurðsson, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, er áttræður 1. maí. Hann heldur upp á afmælið með því að bjóða vinum og vandamönnum til kvöldverðar í Perlunni.
Meira
Laugardagur 90 ára Auður Kristinsdóttir Jakob Björnsson 85 ára Einar Benediktsson Guðrún Hjörleifsdóttir 80 ára Bjarni Pétursson Sigurbjörg Þengilsdóttir 75 ára Bergþóra Ögmundsdóttir Bjarnheiður Gísladóttir Edda Magnúsdóttir 70 ára Antoni Jan Rzepka...
Meira
Mamma svafstu í nærbuxum?“ spurði afkvæmið um leið og það stormaði inn í svefnherbergi foreldranna með úfinn hausinn á undan sér einn morguninn. Ha? Hvað meinarðu?
Meira
30. apríl 1957 Skíðalandsgöngunni lauk. Á tveimur mánuðum höfðu um 23 þúsund manns, eða 14% landsmanna, gengið fjóra kílómetra. Þátttaka var mest í Ólafsfirði og Suður-Þingeyjarsýslu. 30.
Meira
Einar Benediktsson fæddist 30. apríl 1931 í Reykjavík og ólst þar upp. „Reykjavík þess tíma var með kolaský enda án hitaveitu, flugvallar og ferðamanna. Yfirleitt fjarri nútímanum.
Meira
Íslendingaliðið Aue sigraði Bayer Dormagen örugglega, 33:22, í þýsku B-deildinni í handknattleik í gærkvöld. Aue er í fimmta sæti deildarinnar. Árni Sigtryggsson og Bjarki Már Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Aue.
Meira
Þýska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Dags Sigurðarsonar, dróst ekki í riðil með Guðmundi Þórði Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í riðlakeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í Ríó í sumar. Dregið var í riðla í gær.
Meira
Fótbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Á dögunum ræddi ég við mann sem stendur Gylfa Þór Sigurðssyni nærri. Ræddum við eitt og annað varðandi Gylfa og velgengni hans.
Meira
Handknattleikskonan þrautreynda Hanna Guðrún Stefánsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna um að leika með liði félagsins næstu tvö árin. Hanna Guðrún hefur verið í herbúðum Stjörnunnar í sex ár og varð bikarmeistari með liðinu í...
Meira
• Sverre Andreas Jakobsson var í íslenska landsliðinu í handknattleik sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlaun á EM 2010. • Sverre fæddist 1977.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Nú er komið að því. Um miðjan dag á morgun gæti Leicester City náð þeim sögulega áfanga að vera orðið Englandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti.
Meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfing-ur úr GR, lék annan hringinn á LET Access-mótaröðinni í Sviss á 69 höggum í gær, á þremur undir pari, og er í góðri stöðu fyrir síðasta keppnisdaginn, sem leikinn verður í dag.
Meira
Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg náðu ekki að leggja leikmenn FC Köln á heimavelli sínum í gærkvöldi í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Leikurinn var án marka og Augsburg fékk þar með aðeins eitt stig í baráttunni í neðri hluta deildarinnar.
Meira
Mér telst til að þegar ég sest í notalega blaðamannastúku Valsmanna á Hlíðarenda annað kvöld byrji ég að fjalla um mitt 36. Íslandsmót í fótbolta frá því ég hóf störf sem íþróttafréttamaður haustið 1981.
Meira
Viðtal Kristján Jónsson kris@mbl.is Helga Má Magnússyni tókst að ljúka keppnisferli sínum með því að verða Íslands-, deildar- og bikarmeistari með KR í vetur.
Meira
Á Ásvöllum Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslandsmeistarar Hauka og ÍBV buðu upp á einn með öllu þegar þau áttust við í þriðja undanúrslitaleiknum í Olísdeildinni í Schenker-höllinni að Ásvöllum í gærkvöld.
Meira
Þróttur – FH Þróttarvöllur, sunnudag kl. 16. *Þetta er fyrsta viðureign félaganna í deildinni í sjö ár. *Þau mættust fyrst í efstu deild 1976 og unnu sinn leikinn hvort á útivelli.
Meira
Þýskaland Augsburg – Köln 0:0 • Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Augsburg. Staða efstu liða: Bayern M. 31263274:1481 Dortmund 31235375:3074 Leverkusen 31166950:3554 Hertha B.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.