Greinar þriðjudaginn 24. maí 2016

Fréttir

24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Álfabyggðir í aðalskipulag

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Að undanförnu hefur verið safnað saman gögnum og sögnum um álagabletti og byggðir álfa og huldufólks vegna endurskoðunar aðalskipulags fyrir Snæfellsbæ. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

„Ekki ávexti og grænmeti“

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég borða ekki ávexti og grænmeti,“ segir Guðrún Straumfjörð snögg til svars, spurð hverju hún þakki langlífið. Hún er 105 ára í dag og þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 607 orð | 1 mynd

„Örugglega dýrasta lambakjöt í heimi“

Ómar Garðarsson omar@eyjafrettir.is Fjórir frístundabændur í Vestmannaeyjum eru með sinn búskap þar sem kallast Breiðabakki sunnarlega á Heimaey. Þrír eru hættir að vinna en sá fjórði er enn að kenna. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 787 orð | 5 myndir

Breytt landslag á Þeistareykjum

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil breyting hefur orðið á Þeistareykjum á því eina ári sem Landsvirkjun hefur staðið þar fyrir uppbyggingu jarðvarmavirkjunar. Í sumar ná framkvæmdirnar hámarki. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Eggert

Vor Margrét Mirra Dan Þórhallsdóttir, 12 ára, gefur hrútnum Baxel, heimalningi á Þorkelshóli í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu, pela. Móðirin var þrílembd og hafnaði... Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Einbirni sögð lifa lengur

Þeir einstaklingar sem koma úr stórum fjölskyldum eignast færri börn og lifa skemur en þeir sem koma úr litlum fjölskyldum. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Ekur ítrekað undir áhrifum vímuefna

Kona á fertugsaldri var í Héraðsdómi Vesturlands svipt ökuréttindum ævilangt og dæmd til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Enn bilar breiðþota Icelandair

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fresta þurfti flugtaki Boeing 767-breiðþotu Icelandair frá Schipol-flugvelli í Amsterdam í tvígang í gær vegna bilunar. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Fagháskólanám geti komist í gang 2017

Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Fara aftast í röðina við haftalosun

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Innlánsstofnanir sem geyma reikninga aflandskrónueigenda sem ekki taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans, munu sæta 100% bindiskyldu hjá Seðlabankanum sem nemur andvirði reikninganna. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Fyrstur að fá alþjóðlega vottun

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Landakotsskóli hefur fengið vottun frá Cambridge-samtökunum fyrir nám í alþjóðadeild skólans. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Gert að fjarlægja hana og koma hænsnahaldi í lag

Farið er að þrengja verulega að hönunum tveimur sem nágrannar í Mosfellsbæ hafa kvartað undan undanfarin ár. Eigendum þeirra hefur verið gefinn frestur til mánaðamóta til að koma hænsnahaldi sínu í löglegt horf. Meira
24. maí 2016 | Erlendar fréttir | 340 orð | 2 myndir

Græninginn sigraði naumlega

Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 252 orð

Gullleit á Norðurlandi

Íslenskt fyrirtæki, Iceland Resources, hefur óskað eftir leyfi til leitar og rannsóknar á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og í nágrenni við Tröllaskaga. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 141 orð

Hraðbankanum á Stöðvarfirði lokað

Landsbankinn hefur ákveðið að loka hraðbanka sínum á Stöðvarfirði og þess í stað samið við eigendur Brekkunnar, veitingastaðar og verslunar í bænum, um reiðufjárþjónustu fyrir íbúa og ferðamenn. Meira
24. maí 2016 | Erlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Indverskri geimferju skotið á loft

Geimrannsóknastofnun Indlands, ISRO, skaut lítilli geimferju á loft í fyrsta skipti í tilraunaskyni í gær. Tilraunaflugið er liður í áformum stofnunarinnar um að smíða endurnýtanlegar geimflaugar sem yrðu mjög hagkvæmar og auðveldar í notkun. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 587 orð | 2 myndir

Íbúar geta tekið út reiðufé í Brekkunni

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landsbankinn hefur ákveðið að loka hraðbanka sínum á Stöðvarfirði og þess í stað samið við eigendur Brekkunnar, veitingastaðar og verslunar í bænum, um reiðufjárþjónustu fyrir íbúa og ferðamenn. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 426 orð | 3 myndir

Ísland er fyrirmynd

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ísland er fyrirmynd metnaðarfullrar áætlunar stjórnenda Cornell-háskóla í Bandaríkjunum um að breyta háskólaþorpinu í Íþöku þannig að það nýti aðeins endurnýjanlega orkugjafa á sjálfbæran hátt. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Leigufélag með 1.000 íbúðir

Almenna leigufélagið hefur keypt Leigufélagið Klett ehf. af Íbúðalánasjóði. Leigufélagið Klettur ehf. var stofnað 2013 utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Mánar koma fram á Kótelettunni

Hin goðsagnakennda hljómsveit Mánar frá Selfossi er á meðal þeirra sem koma fram á tónlistar- og bæjarhátíðinni Kótelettunni á Selfossi sem verður helgina 10. til 12. júní. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Músin varð branduglu að bráð

Brandugla var nýbúin að veiða sér mús og ætlaði líklega að fara að gæða sér á henni þegar Sigurjón Einarsson náði þessari skemmtilegu mynd. Augnaráð uglunnar bendir til þess að hún hafi talið vissara að passa að enginn stæli gómsætum bitanum. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 187 orð

N1 stöð í Norðlingaholti

N1 opnaði nýlega sjálfsafgreiðslustöð við Elliðabraut í Norðlingaholti. Bílar af öllum stærðum eiga greiðar aðkomuleiðir að stöðinni. Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs N1, sagði að þetta væri 8. sjálfsafgreiðslustöð N1. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 358 orð | 16 myndir

Nánari upplýsingar um sýningar og sali er að finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna.

Bad Neighbours 2:Sorority Rising Þegar systrafélag háskólanema flytur inn við hliðina á Mac og Kelly komast þau að því að stelpunum fylgir enn meira svall og sukk en strákunum. IMDb 8,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 Smárabíó 17. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Nýta krafta fyrrverandi starfsmanna Háskólans

„Mér finnst þetta bæði spennandi og mikilvægt verkefni,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en háskólaráð hefur samþykkt að hrinda í framkvæmd hugmyndum nefndar sem falið var að gera tillögur um hvernig nýta megi krafta... Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

ON opnar stöðvar á Akureyri

Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar frá Orku náttúrunnar (ON) hafa verið teknar í notkun á Akureyri og má nú finna alls 12 hraðhleðslustöðvar víða um land. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Ólafur slasaðist á hrygg og hálsi við brotlendinguna

Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa, slasaðist á hálsi og hrygg er þyrla í hans eigu brotlenti um 2,5 km suður af Nesjavallavirkjun í fyrradag. Með honum í þyrlunni voru íslenskur flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar, tveir Finnar og einn Dani. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Rofar aðeins til í sölu til Nígeríu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tekist hefur að selja lítils háttar af þurrkuðum fiskhryggjum og hausum til Nígeríu upp á síðkastið, að sögn Matthíasar Magnússonar, framkvæmdastjóra Háteigs ehf. í Garði. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Sex mishá tilboð voru gerð í Ásmundarsal

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Alls voru gerð sex tilboð í Ásmundarsal. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Síldarleiðangrinum er lokið

Frumniðurstöður úr þriggja vikna löngum leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sýna svipað magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar innan landhelginnar austur af landinu og undanfarin ár. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Skipuleggja landið með huldufólkinu

Frásögnum um álagabletti og bústaði álfa og huldufólks á sunnanverðu Snæfellsnesi er nú safnað saman vegna endurskoðunar aðalskipulags Snæfellsbæjar. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Skjöl um þingrof og kosningar hvorki aðgengileg né skráð

Skjöl um þingrof og nýjar kosningar sem undirbúin voru í aðdraganda fundar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, með forseta Íslands 5. apríl sl. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Skuggaleikur á vorhátíð Selásskóla

Með hækkandi sól kemur að skólaslitum og nemendur Selásskóla gerðu sér glaðan dag á föstudag af því tilefni. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Staldra við í Eystribyggð

Norska víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri er komið til hafnar í Qaqortoq í Eystribyggð á Grænlandi. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Styrkja undirstöðurnar

Hugmyndir um fagháskólanámið miða að því að opna leiðir inn á háskólasviðið fyrir margvíslegar námsgreinar á borð við iðn- og tæknigreinar, vélastjóranám og framhaldsnám sjúkraliða, svo dæmi séu tekin. Meira
24. maí 2016 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Stærsta skemmtiferðaskip heims

Stærsta skemmtiferðaskip heims, Harmony of the Seas, fór í jómfrúrferð sína frá Southampton í fyrradag og ferðinni var heitið til heimahafnar þess í Barcelona. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Systkinafjöldi getur sagt til um barnafjölda

Þeir einstaklingar sem koma úr stórum fjölskyldum eignast færri börn og lifa skemur en þeir sem koma úr litlum fjölskyldum. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Taka þátt í orkubreytingu Cornell

Íslenskt fyrirtæki, GRP, tekur þátt í því verkefni Cornell-háskóla í Bandaríkjunum að taka upp endurnýjanlega orkugjafa og nýta á sjálfbæran hátt í háskólaþorpinu í Íþöku. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 633 orð | 1 mynd

Yfirklappstýrur Haukanna

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fjörugur kvennahópur hefur vakið talsverða athygli á leikjum karlaliðs Hauka, nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta. Þær mæta á alla heimaleiki og fjölmarga útileiki liðsins og eiga sín föstu sæti á heimavelli. Meira
24. maí 2016 | Innlendar fréttir | 682 orð | 2 myndir

Öll hótel geta sótt um að verða sjúkrahótel

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

24. maí 2016 | Leiðarar | 213 orð

Barist á tvennum vígstöðvum

Vandræði Clintons halda áfram og nú stefnir í erfiðan slag við Trump Meira
24. maí 2016 | Staksteinar | 195 orð | 1 mynd

Farsæl stefna?

Guðni Th. Jóhannesson fjallar um það í grein í Bændablaðinu hvernig forseti eigi að beita sér. Hann spyr hvort forseti eigi að taka afstöðu í hörðum deilumálum, og nefnir aðild að ESB sem dæmi, en hann hefur sem kunnugt er verið hallur undir hana. Meira
24. maí 2016 | Leiðarar | 382 orð

Verður knúið fast á?

Austurríkismenn kjósa sér forseta með naumindum Meira

Menning

24. maí 2016 | Kvikmyndir | 324 orð | 2 myndir

Bíó í Afganistan

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Um helgina vann kvikmyndin Wolf and Sheep til verðlauna í flokknum Quinzaine des Rélaisateurs, eða Director's Fortnight, á Cannes-hátíðinni í Frakklandi. Meira
24. maí 2016 | Leiklist | 285 orð | 1 mynd

Fuglaflautan mögulega notuð í Rómeó og Júlíu

Fornleifafræðingar í Bretlandi hafa fundið svonefnda fuglaflautu sem talið er að notuð hafi verið til að búa til leikhljóð á tímum Williams Shakespeare. Meira
24. maí 2016 | Leiklist | 129 orð | 1 mynd

Kómedíuleikhúsið sýnir í Andalúsíu

Kómedíuleikhúsið frá Ísafirði sýnir nú leikrit sitt Gretti í Andalúsíu á Spáni og lýkur sýningarferðinni í Almedinilla í Cordoba 27. maí nk. Elfar Logi Hannesson leikur Gretti Ásmundarson og lék hann m.a. Meira
24. maí 2016 | Tónlist | 62 orð | 1 mynd

Kvartett Kára djassar á Kex hosteli

Kvartett trommuleikarans Kára Árnasonar kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld. Kvartettinn skipa, auk Kára, vanir menn úr íslensku djasstónlistarlífi, þeir Ómar Guðjónsson á gítar, Sigurður Flosason á saxófón og Agnar Már Magnússon á orgel. Meira
24. maí 2016 | Tónlist | 172 orð | 1 mynd

Lék með sömu sveitinni í 71 ár

Bandaríski kontrabassaleikarinn Jane Little er látin 87 ára að aldri. Hún vann sér það til frægðar að hafa leikið samfleytt með sömu hljómsveit í lengstan tíma, því hún lék með Atlanta Symphony Orchestra í samtals 71 ár. Meira
24. maí 2016 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Með vor í hjarta í Fella- og Hólakirkju

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona kemur fram á tónleikum tónleikasyrpunnar Frjáls eins og fuglinn í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Meira
24. maí 2016 | Tónlist | 126 orð | 1 mynd

Menza lést á tónleikum

Nick Menza, fyrrverandi trommuleikari þungarokkssveitarinnar Megadeth, lést á tónleikum með hljómsveitinni OHM í The Baded Potato í Studio City í Kaliforníu 21. maí sl. Hann var 51 árs. Menza hneig niður við trommusettið í þriðja lagi tónleikanna og... Meira
24. maí 2016 | Fjölmiðlar | 179 orð | 1 mynd

Morðingi eða fórnarlamb?

Dramaþættirnir Rectify eru meðal margra vandaðra sem sjónvarpsveitan Netflix býður upp á. Segir í þeim af Daniel Holden sem dæmdur er til dauða, 18 ára gamall, fyrir að hafa nauðgað og myrt táningsstúlku. Meira
24. maí 2016 | Dans | 63 orð | 1 mynd

Saving History á hátíð í Stamsund

Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur er meðal þeirra listamanna sem koma fram á Stamsund Teaterfestival í Noregi sem fer fram 24.-28. maí. Meira
24. maí 2016 | Kvikmyndir | 417 orð | 3 myndir

Stórstjörnur sem heiðursgestir

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Nú er komin staðfesting á því að kvikmyndaleikstjórarnir Darren Aronofsky og Alejandro Jodorowsky verða heiðursgestir á Reykjavík International Film Festival (RIFF) sem verður haldin á Íslandi 29. september til 9. Meira
24. maí 2016 | Kvikmyndir | 177 orð | 1 mynd

Tvær íslensk-skoskar sýndar í Edinborg

Íslensk-skosku kvikmyndirnar Pale Star og A Reykjavik Porno , í leikstjórn Skotans Graeme Maley, hafa verið valdar inn á kvikmyndahátíðina í Edinborg sem fram fer dagana 15.-26. júní, að því er fram kemur á kvikmyndavefnum Klapptré. Meira
24. maí 2016 | Bókmenntir | 358 orð | 1 mynd

Vekja athygli á ferskum vindum

Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi voru afhentar í þrítugasta skipti í Gunnarshúsi sl. sunnudag. Fjórar viðurkenningar voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barnamenningu. Meira
24. maí 2016 | Fólk í fréttum | 35 orð | 4 myndir

Verðlaunaafhending fór fram á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina og...

Verðlaunaafhending fór fram á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina og lauk hátíðinni með henni. Enski leikstjórinn Ken Loach hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann, fyrir kvikmyndina I, Daniel Blake. Meira
24. maí 2016 | Kvikmyndir | 97 orð | 2 myndir

X-menn á toppinn

Nýjasta kvikmynd um stökkbreyttu ofurhetjurnar í X-mönnunum, X-Men: Apocalypse , var vel sótt um helgina og skilaði rúmum sex milljónum króna í miðasölutekjur. Tómas Lemarquis fer með hlutverk í myndinni, leikur hinn stökkbreytta Caliban. Meira

Umræðan

24. maí 2016 | Pistlar | 444 orð | 1 mynd

Annarra manna reikningar

Myndband gengur núna á milli fólks á Facebook. Þar er falinni myndavél beint að viðskiptavinum kaffihúss einhvers staðar á Spáni, og fylgst með hvernig þeir bregðast við þegar þeim er réttur grunsamlega hár reikningur fyrir veitingarnar. Meira
24. maí 2016 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Hugleiðing um 1. maí

Eftir Helga Seljan: "Allt gekk þetta þó út á tekjuskiptinguna í landinu, tryggingu þess að atvinnurekendur mættu sem mest fá í sinn hlut á kostnað vinnuþrælanna." Meira
24. maí 2016 | Aðsent efni | 641 orð | 1 mynd

Lagfærum strandveiðar

Eftir Örn Pálsson: "Af þessu sést að mikilvægt er að ná róðri á þeim tíma sem opið er. Við það myndast oft mikið álag á viðkomandi þegar tvísýnt er um veður." Meira
24. maí 2016 | Bréf til blaðsins | 134 orð

Reyknesingar kjördæmameistarar Vertíðarlok urðu nú um helgina en þá fór...

Reyknesingar kjördæmameistarar Vertíðarlok urðu nú um helgina en þá fór fram kjördæmamótið í brids á Hallormsstað. Reyknesingar byrjuðu mótið með miklum bægslagangi og tóku strax forystuna. Meira
24. maí 2016 | Aðsent efni | 688 orð | 1 mynd

Smart samstarf um háspennumannvirki

Eftir Magnús Rannver Rafnsson: "Samt gerðum við einmitt það sem ráðherranum Ragnheiði Elínu Árnadóttur finnst svo smart; að óska eftir samstarfi við hann. Engin svör." Meira
24. maí 2016 | Aðsent efni | 621 orð | 1 mynd

Um frumvarp til laga um útlendinga

Eftir Einar S. Hálfdánarson: "Meirihluti flóttamanna frá Austurlöndum er karlmenn sem best geta spjarað sig. Það er skylda okkar að veita hinum sem verst eru staddir aðstoð." Meira
24. maí 2016 | Aðsent efni | 684 orð | 1 mynd

Þegar undirbúningur öryggis þýðir ekki neitt

Eftir Jóhannes Loftsson: "Nú er vonandi, að Hæstiréttur bregðist ekki í þessu máli og snúi ákvörðun héraðsdóms við." Meira

Minningargreinar

24. maí 2016 | Minningargreinar | 494 orð | 1 mynd

Guðbjörg Ársælsdóttir

Guðbjörg Ársælsdóttir fæddist 30. júní 1939. Hún lést 24. apríl 2016. Útför Guðbjargar fór fram 4. maí 2016. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2016 | Minningargreinar | 366 orð | 1 mynd

Guðrún Alfreðsdóttir

Guðrún fæddist 27. júlí 1939 í Vestmannaeyjum. Hún lést 17. apríl 2016. Foreldrar hennar voru Jón Alfreð Sturluson málarameistari og Steinunn Jónsdóttir, sem bæði eru látin. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2016 | Minningargreinar | 2844 orð | 1 mynd

Óskar Halldórsson

Óskar Halldórsson fæddist í Hafnarfirði 26. júní 1928. Hann lést á taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi 17. maí 2016. Foreldrar Óskars voru hjónin Ólöf Gísladóttir frá Vesturholtum í Þykkvabæ, f. 13. júlí 1898, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2016 | Minningargreinar | 177 orð | 1 mynd

Snæbjörn Aðalsteinsson

Snæbjörn Aðalsteinsson fæddist 12. desember 1940. Hann lést 29. apríl 2016. Útför Snæbjarnar var gerð 11. maí 2016. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2016 | Minningargreinar | 3134 orð | 1 mynd

Valgerður Kristín Sigurðardóttir

Valgerður Kristín Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 28. apríl 1956. Hún lést á Líknardeild Landspítalans 13. maí 2016. Foreldrar hennar voru Sigurður Ó. Haraldsson, iðnverkamaður, f. 10. ágúst 1911, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2016 | Minningargreinar | 2747 orð | 1 mynd

Þórdís Sigurðardóttir

Þórdís Jóna Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 15. október 1926. Hún andaðist 13. maí 2016 á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Jónsdóttir, f. 12.1. 1887, d. 2.12. 1975, og Sigurður Arnór Jónsson, f. 22.11. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 601 orð | 3 myndir

Engu hægt að lofa um aðgang að aflandskrónum

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þær innlánsstofnanir sem varðveita munu aflandskrónueignir sem ekki verður losað um í boðuðu útboði Seðlabankans, munu þurfa að sæta 100% bindiskyldu á eignunum. Meira
24. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 199 orð | 1 mynd

Iceland Seafood stefnir á First North-markaðinn

Iceland Seafood International (ISI) stefnir á skráningu á Nasdaq First North-hlutabréfamarkaðinn innan skamms og gaf af því tilefni út lýsingu fyrir fjárfesta á heimasíðu sinni í gær. Meira
24. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Leigufélag verður til með þúsund íbúðir

Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur samþykkt kauptilboð Almenna leigufélagsins í Leigufélagið Klett . Eftir kaupin verður til stærsta leigufélagið á Íslandi, þegar 450 íbúðir Kletts bætast við 550 íbúðir sem Almenna leigufélagið leigir út. Meira
24. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 127 orð | 1 mynd

Miklar sveiflur á verðbréfamörkuðum í gær

Töluverð velta var á mörkuðum í Kauphöllinni í gær, 20,4 milljarðar með skuldabréf og 4,4 milljarðar með hlutabréf. Um morguninn stefndu flest bréf niður á við, en undir lok dags var þróun úrvalsvísitölu orðin jákvæð yfir daginn. Meira
24. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 200 orð | 1 mynd

Rekstur Orkuveitunnar á áætlun

Rekstrartekjur Orkuveitu Reykjavíkur á fyrsta ársfjórðungi jukust á milli ára og voru 11,3 milljarðar króna frá janúar til mars síðastliðins. Meira

Daglegt líf

24. maí 2016 | Daglegt líf | 1258 orð | 4 myndir

Áríðandi að standa með sjálfum sér og verkum sínum

Fyrir lögreglumanninn Bjarna Ólaf Magnússon er hin algjöra hvíld fólgin í því að mála, en það er líkamlegt ferli hjá honum. Hann málar í margra klukkutíma lotum, í átta til tólf tíma, sest ekki niður, borðar ekki og drekkur ekki á meðan. Hann segir myndlistina gott mótvægi við lögreglustarfið. Meira
24. maí 2016 | Daglegt líf | 66 orð | 2 myndir

Kveikt í dauðum dýrum

Uppstoppaðir Súmötru-tígrar, fílabein og annað fágæti stendur hér í björtu báli, en þetta ku vera góss sem óprúttnir aðilar stálu nýlega í Indónesíu. Meira
24. maí 2016 | Daglegt líf | 172 orð | 1 mynd

Starfsmenn á rafmagnshjólum

Starfsmenn Orku náttúrunnar (ON) geta nú fengið lánuð rafknúin reiðhjól til eigin nota. Tíu rafmagnshjól verða í boði í sumar fyrir starfsmenn ON sem geta bókað þau í eina viku í senn án endurgjalds. Meira

Fastir þættir

24. maí 2016 | Fastir þættir | 169 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. O-O O-O 5. c4 d6 6. b3 e5 7. Bb2 c5 8...

1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. O-O O-O 5. c4 d6 6. b3 e5 7. Bb2 c5 8. e3 Rc6 9. Rc3 Bf5 10. d4 e4 11. Re1 He8 12. Rc2 h5 13. Dd2 h4 14. Ba3 b6 15. Hfd1 Bg4 16. Hdc1 Dd7 17. b4 Df5 18. Bb2 Had8 19. Rb5 Bf3 20. d5 Re5 21. Bxe5 Hxe5 22. Re1 hxg3 23. Meira
24. maí 2016 | Í dag | 14 orð

Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla hann í lofsöng. (Sálm. 69:31)...

Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla hann í lofsöng. (Sálm. Meira
24. maí 2016 | Árnað heilla | 354 orð | 1 mynd

Helgi Arnar Alfreðsson

Helgi Arnar Alfreðsson fæddist 9. júlí 1984 á Sauðárkróki. Hann lauk BSc-prófi frá jarðvísindadeild Háskóla Íslands árið 2007. Meira
24. maí 2016 | Fastir þættir | 175 orð

Hvasst útspil. A-AV Norður &spade;DG86 &heart;D765 ⋄Á &klubs;Á863...

Hvasst útspil. A-AV Norður &spade;DG86 &heart;D765 ⋄Á &klubs;Á863 Vestur Austur &spade;10952 &spade;3 &heart;43 &heart;G10982 ⋄1092 ⋄8765 &klubs;K1054 &klubs;D92 Suður &spade;ÁK74 &heart;ÁK ⋄KDG43 &klubs;G7 Suður spilar 7&spade;. Meira
24. maí 2016 | Í dag | 48 orð | 1 mynd

Jóhannes Hólm Bjarnason

30 ára Jóhannes ólst upp í Keflavík, býr þar, lauk sveinsprófi í húsamálun og prófum í byggingafræði í Danmörku og rekur eigið verktakafyrirtæki með föður sínum. Maki: Guðmunda Gunnarsdóttir, f. 1989, sjóntækjafræðingur. Meira
24. maí 2016 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Keflavík Gabríel Orri Guðnason fæddist 10. febrúar 2015 kl. 13.04. Hann...

Keflavík Gabríel Orri Guðnason fæddist 10. febrúar 2015 kl. 13.04. Hann vó 1.890 g og var 44 cm langur. Foreldrar hans eru Inga Lára Jónsdóttir og Guðni Freyr Róbertsson... Meira
24. maí 2016 | Í dag | 53 orð | 1 mynd

Kristín Gunnarsdóttir

30 ára Kristín ólst upp í Reykjavík, býr í Garðabæ, lauk BSc-prófi í sálfræði við HR og hefur starfað við Arion banka en er í fæðingarorlofi. Maki: Bjarki Páll Eysteinsson, f. 1986, verkfræðingur hjá Reginn. Dóttir: Brynja Dís Bjarkadóttir, f. 2016. Meira
24. maí 2016 | Í dag | 57 orð

Málið

Ey í Þjórsá heitir Ölmóðsey . Lo. ölmóður merkir drukkinn eða slæptur af drykkju . Ölmóðs hins gamla er getið í fornsögum. En um eyna er til þjóðsaga: Ölmóður nokkur hafi unnið sér það til lífs að sundríða út í hana. Meira
24. maí 2016 | Árnað heilla | 246 orð | 1 mynd

Rænd í S-Afríku á afmælisdaginn

Ég verð í bænum að njóta með fjölskyldu og vinum. Við ætlum að borða á Tapas-barnum og sjá Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Meira
24. maí 2016 | Í dag | 53 orð | 1 mynd

Sigríður E. Stefánsdóttir

30 ara Sigga býr á Akureyri, lauk BA-prófi í nútímafræði og er í MA-námi í fjölmiða- og boðskiptafræði við HA. Maki: Jónas Þór Sveinsson, f. 1983, þjónustustjóri hjá Flugfélagi Íslands á Akureyrarflugvelli. Börn: Snæbjörn Ingi, f. Meira
24. maí 2016 | Í dag | 207 orð

Til hamingju með daginn

105 ára Guðrún U.J. Straumfjörð 90 ára Anna Sigríður Vigfúsdóttir Dóróthea Theódórsdóttir Ingibjörg Pála Jónsdóttir Kristjana Árnadóttir Sigurður K. Kjartansson 85 ára Björn Pálsson Eggert R. Jósefsson Margrét Þorbjörg Jafetsdóttir Soffía A. Meira
24. maí 2016 | Í dag | 331 orð

Tyrkneski forsetinn, geitin og kisa

Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, hlaut fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni breska tímaritsins Spectator um Recep Tayyip Erdogan. Keppnin fólst í því hverjum tækist best upp við að móðga hann með háðsádeiluljóði. Meira
24. maí 2016 | Í dag | 704 orð | 3 myndir

Veiktist af spænsku veikinni fyrir 98 árum

Guðrún fæddist í Reykjavík 24.5. Meira
24. maí 2016 | Fastir þættir | 296 orð

Víkverji

Víkverji er búinn að dusta rykið af golfkylfunum fyrir sumarvertíðina og þegar farinn að sveifla þeim ótt og títt. Fátt er yndislegra en að komast út undir bert loft, í góðan félagsskap, njóta fallegrar náttúru og etja smá kappi við sjálfan sig og aðra. Meira
24. maí 2016 | Í dag | 127 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

24. maí 1941 Hood, stærsta herskip heims, sem hafði farið frá Hvalfirði nokkrum dögum áður, sökk um 250 sjómílur vestur af Reykjanesi eftir orrustu við þýska herskipið Bismarck. Með Hood fórust 1. Meira

Íþróttir

24. maí 2016 | Íþróttir | 374 orð | 2 myndir

„Mikil áskorun fyrir mig“

Fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Þetta er búið að vera í pípunum í einhverjar sex til sjö vikur og nú er þetta orðið klárt. Það er ágætt að orðsporið hefur í það minnsta gefið manni tækifæri til þess að vera inni í myndinni. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Birkir og Viðar skoruðu

Birkir Már Sævarsson og Viðar Örn Kjartansson voru báðir á skotskónum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Viðar skoraði seinna mark Malmö í 2:0 sigri á Falkenberg en markið skoraði Selfyssingurinn á 12. mínútu. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 754 orð | 4 myndir

Dýrmætt jöfnunarmark

Í Garðabæ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stjarnan heldur undirtökunum í toppbaráttu Pepsi-deildar karla eftir jafntefli við Íslandsmeistara FH, 1:1, í stórgóðri viðureign liðanna í Garðabænum í gærkvöld. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 801 orð | 2 myndir

Gaman að vera í þessari stöðu undir lok ferilsins

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég held að það skipti voðalega litlu máli hvort við lentum í 2. eða 3. sæti í deildinni. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Íþrótta maður dagsins

• Þórdís Geirsdóttir vann fyrsta stigamót keppnistímabilsins í golfinu, en því lauk á Strandarvelli við Hellu á sunnudag. • Þórdís fæddist árið 1965 og keppir fyrir Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Kanada aftur heimsmeistari

Kanada er heimsmeistari karla í íshokkí annað árið í röð eftir sigur á Finnlandi, 2:0, í úrslitaleiknum í Moskvu á sunnudaginn. Connor McDavid kom kanadíska liðinu yfir á 12. mínútu með glæsilegu marki og Matt Duchene innsiglaði sigurinn í blálokin. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Kemur bráðum betri tíð?

Hollendingurinn Louis van Gaal kvaddi Manchester United í gærkvöldi. Nýkrýndir bikarmeistarar United ákváðu að þrátt fyrir bikarmeistaratitilinn, sem liðið vann á laugardag, væri tímabært að skipta um knattspyrnustjóra og var Van Gaal rekinn í gær. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Valur 18 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Þór/KA 18 Samsung-völlur: Stjarnan – Fylkir 19.15 Norðurálsvöllur: ÍA – Selfoss 19.15 Alvogen-völlur: KR – FH 19. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 447 orð | 3 myndir

Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir lagði upp fyrsta markið þegar...

Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir lagði upp fyrsta markið þegar Eskilstuna sigraði Kristianstad, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Ótrúlegir yfirburðir Oklahoma

Oklahoma City Thunder lék NBA-meistarana í körfubolta, Golden State Warriors, grátt í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrrinótt og vann stórsigur, 133:105. Staðan er því 2:1 fyrir Oklahoma. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 301 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla Stjarnan – FH 1:1 Staðan: Stjarnan 532012:311 FH...

Pepsi-deild karla Stjarnan – FH 1:1 Staðan: Stjarnan 532012:311 FH 53118:310 Víkingur Ó. 53119:810 Fjölnir 53029:59 Breiðablik 53025:59 Valur 521210:77 ÍBV 52128:67 KR 51314:46 Víkingur R. 51226:55 ÍA 51133:104 Þróttur R. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 1379 orð | 4 myndir

Stritað með viti í sundlaugunum

Fréttaskýring Kristján Jónsson kris@mbl.is Ófáir íþróttaáhugamenn spyrja sig væntanlega þeirrar spurningar hvað sé að gerast í sundíþróttinni á Íslandi? Hvers vegna eru Íslendingar skyndilega orðnir jafn góðir á alþjóðlegum mælikvarða og raun ber vitni? Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, þriðji úrslitaleikur: Oklahoma City...

Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, þriðji úrslitaleikur: Oklahoma City – Golden State 133:105 *Staðan er 2:1 fyrir Oklahoma sem er á heimavellli í fjórða leiknum í nótt en leikið er kl. 01.00 að íslenskum tíma. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Við höfum alltaf jafn gaman af samanburðinum við aðrar þjóðir þegar vel...

Við höfum alltaf jafn gaman af samanburðinum við aðrar þjóðir þegar vel gengur í íþróttum. Sérstaklega þegar við getum sett höfðatöluna inní reikningsdæmið. Meira
24. maí 2016 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Þeir fyrstu eru mættir á EM-æfingar

Hluti landsliðshóps karla í knattspyrnu kom saman á Laugardalsvelli í gærmorgun á fyrstu æfinguna fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Meira

Bílablað

24. maí 2016 | Bílablað | 302 orð | 1 mynd

Afar vel búin lúxusrúta fyrir 70 manns

Ferðaþjónustufyrirtækið Guðmundur Jónasson hefur fengið afhenta glæsilega hópferðabifreið af gerðinni Setra sem er frá dótturfyrirtæki Daimler, framleiðanda Mercedes-Benz fólks- og atvinnubíla. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 166 orð | 1 mynd

Beygðu sig fyrir einkarétti Tívolí

Það er ekki tekið út með sældinni að vera bíll og heita Tívolí í Danmörku. Það þekkir kóreski jepplingurinn SsangYong Tivoli. Nýverið sótti SsangYong aftur inn á danskan markað með sitt sómasamlega bílaval eftir fjarveru um skeið. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 422 orð | 2 myndir

Eini samgöngumátinn sem vit er í

Það rataði í fréttirnar í síðustu viku að ákveðið hefur verið að leggja niður strætisvagnaferðir milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar. Ég held það hafi verið fyrir þremur árum að kjörnum fulltrúum hugkvæmdist að útvíkka leiðakerfi Strætó Bs. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 418 orð | 1 mynd

Fangelsi fyrir að snúa niður kílómetramæla

Tveir frændur í smábænum Accrington í norðvesturhluta Englands hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að vinda ofan af kílómetramælum notaðra bíla og selja þá svo. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 797 orð | 6 myndir

Fágun og fegurð frá Lexus

+ Útlit, sparneytinn, gott upptak. - Hestöflin hefðu mátt vera fleiri. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 162 orð | 1 mynd

Fólkið sem amast við bílum

Bíladellufólkið er á öðrum enda skalans, en á hinum endanum eru þeir sem hafa horn í síðu einkabílsins. Ásgeir segir margar ástæður geta legið að baki þessu neikvæða viðhorfi. „Þetta viðhorf er oft tengt vinstrimennsku og menningarvitum. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 16 orð | 1 mynd

Hvernig fær fólk bíladellu?

Bílar eru stöðutákn, auka frelsi í ástarlífinu og örva félagslífið. Það er margt sem heillar. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 1753 orð | 5 myndir

Hvers vegna fær fólk bíladellu?

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hvað er það sem gerir bíla svona heillandi? Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 640 orð | 8 myndir

Jeppinn sem heldur að hann sé sportbíll

+ Aksturseiginleikar, útlit, afl, búnaður. - Farangursrýmið líður fyrir rafhlöðuna. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 172 orð | 1 mynd

Konur falla fyrir Lincoln

Bandaríski bílsmiðurinn á það kvenþjóðinni að þakka hvernig sala á lúxusjeppum fyrirtækisins hefur stóraukist. Er það niðurstaða greiningarfyrirtækisins IHS Automotive. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 238 orð | 1 mynd

Konur sólgnari í rafbíla en karlar

Áfram heldur rafbílasala að slá öll met í Noregi, engin þjóð kaupir eins mikið af rafbílum og Norðmenn, í hlutfalli við íbúafjölda. Rafbílar höfða hins vegar misjafnlega til kynjanna. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 13 orð | 1 mynd

Leiftursnöggir rafbílar á spani

Aðeins eitt stig skilur á milli stigahæstu ökumanna í Formula E rafbílakappakstrinum. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 950 orð | 8 myndir

Leiktæki fyrir lengra komna

+ Útlit, aksturseiginleikar, búnaður, afl - nánast allt - Skrýtið að þurfa að halda blæjutakkanum inni Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 1208 orð | 3 myndir

Lokamótið verður rafmagnað

Öðru keppnistímabili rafbílaformúlunnar, Formula E, er að ljúka. Aðeins er eftir eitt mót, í miðborg London fyrstu helgina í júlí. Stefnir þar í grimmt uppgjör tveggja efstu manna í stigakeppninni um titil ökumanna en aðeins eitt stig skilur þá Luca Di Grassi og Sebastian Buemi af. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 128 orð | 1 mynd

Lögreglubílar til bjargar lífum

Lögreglan í Mílanó á Ítalíu hefur tekið kraftmikla Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio bíla í þjónustu sína. Ekki til að eltast við illvirkja eða aðra þrjóta á vegum landsins, heldur til að bjarga mannslífum. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 140 orð | 2 myndir

Mest verið kvartað undan BMW og Tesla

Flestar kvartanir sem berast norsku neytendasamtökunum varða bíla. Á toppi lista yfir bíla sem mest er kvartað vegna eru BMW og Tesla. „Þetta eru dýrar vörur sem dýrt er að gera við og margir eru háðir. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 305 orð | 1 mynd

Notar of mikið bensín

Í framhaldi af útblásturshneykslinu sem kennt er við Volkswagen og upp komst í fyrrahaust hafa yfirvöld víða veitt því nánari athygli hvort losun gróðurhúsalofts og eldsneytisnotkun bíla séu í samræmi við það sem framleiðendur hafa gefið upp. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 631 orð | 3 myndir

Opel og Fiat þurfa að útskýra útblástursgrun

Bílsmiðirnir Opel og Fiat eru í klandri í Þýskalandi vegna umframlosunar eitraðra útblástursefna nokkurra bílamódela. Þýska samgönguráðuneytið hefur stefnt þeim fyrir sérstaka rannsóknarnefnd og krefst skýringa á meintum brotum þeirra. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 103 orð | 1 mynd

Rúmenarnir á blússandi ferð

Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er að ná föstum tökum á Dönum, sem sýnt hafa ódýrum bílum dótturfyrirtækis hins franska bílsmiðs Renault vaxandi áhuga. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 766 orð | 3 myndir

Saga vörðuð tækniframförum

Ein öld er á þessu ári frá því að þýski bílsmiðurinn BMW hóf starfsemi. Nafnið (Bayerische Motoren Werke) dregur dám af meginstarfseminni í fyrstu, vélaframleiðslu. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 86 orð | 1 mynd

Sjálfakstur staðallinn hjá Audi

Sjálfakstur verður staðalbúnaður allra bíla frá þýska bílsmiðnum Audi í framtíðinni. Þegar árið 2025 segist Audi verða tilbúinn með sjálfakstursbíl í endanlegri mynd til raðsmíði. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 174 orð | 2 myndir

Skóflustunga tekin fyrir nýju húsi Volvo atvinnutækja

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, tók í byrjun maí fyrstu skóflustunguna fyrir nýju verkstæðis- og þjónustubyggingu fyrir Volvo atvinnutæki, í Hádegismóum 7. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 340 orð | 1 mynd

Slæmir ökumenn halda að þeir séu góðir

Það vita flestir að hættur geta orðið á vegi manns þegar setið er undir stýri. Með öðrum orðum, það er hættulegt að keyra. Í Bandaríkjunum hefur dauðsföllum í umferðinni fækkað með tímanum en slysin eru þó fleiri og harkalegri en áður. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 197 orð | 1 mynd

Stórsókn VW inn í jeppageirann

Þýski bílrisinn Volkswagen hefur átt annasamt við að lappa upp á ímynd sína sem beið skaða vegna útblásturssvindlsins sem upp komst um í fyrrahaust og snerist um að blekkja mælitæki er mæla losun úrgangsefna. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 782 orð | 3 myndir

Takast á við krefjandi æfingabraut BMW

Í apríl hélt fríður hópur vélhjólafólks til bæjarins Hecklingen í Þýskalandi. Í bænum starfrækir BMW ökuskóla þar sem nemendur læra að takast á við krefjandi aðstæður á mótorhjóli. Ferðin var á vegum Reykjavik Motor Center (www.rmc. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 305 orð | 2 myndir

Toyotan eins og ný eftir milljón mílur á vegunum

Trygglyndur Toyota-eigandi frá bænum Houma í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum hefur dottið í lukkupottinn. Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 263 orð | 1 mynd

Tvinnbílar taka flugið í Noregi

Tvinnbílar hafa sótt mjög í sig veðrið það sem af er árinu í Noregi og er sölu þeirra líkt við að hún sé komin í fluggírinn. Einkum eru það tengiltvinnbílar sem slegið hafa í gegn. Fjórðungur allra nýskráninga frá áramótum eru fólksbílar með... Meira
24. maí 2016 | Bílablað | 11 orð | 1 mynd

Vita ekki hvað þeir eru lélegir

Kanadískir rannsakendur segja slæmu ökumennina oft grunlausa um eigin vanhæfni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.